Af hverju byrjaði Plessis en ekki Alonso?

Ég missti því miður af leiknum gegn Sunderland en hef horft á “highlights” og lesið leikskýrslur. Það virðist vera ljóst að leikurinn breyttist mikið, til hins betra, þegar Alonso kom inná í stað Plessis. Ég hugsaði strax útí hvers vegna Alonso hefði ekki einfaldlega verið í byrjunarliðiðinu og byrjaði strax með Oliver Stone samsæriskenningar, Rafa er fúll útí Alonso og/eða er Alonso ekki andlega mótiveraður!

Jæja ég get róað mig í þessum pælingum því Rafa hefur tjáð sig hvers vegna Alonso byrjaði ekki leikinn, hann var einfaldlega lítillega meiddur og var því að passa uppá drenginn.

“Xabi has had a dead leg so we had to protect him. At the end of the game Plessis was injured too so we had to change. We knew Xabi was only maybe 80% of his ability so it was to protect him.”

Rafa segir einnig í sama viðtali að það þurfi stórt tilboð til þess að hann selji Alonso (sem er gott) EN neitar einnig að loka fyrir að Barry komi (sem er einnig gott).

“But if we sell one or two players we have enough money to bring in one more good player. Don’t forget we will need eight British players – and the left-footer we were talking about can play in three positions too.”

4 Comments

  1. Plessis hefur að jöfnu spilað alveg frábærlega vel þegar honum hefur verið skipað í sveitina. Benitez komst kannski að því að það er ekki það sama að spila á móti léttu strákunum í Arsenal og þungu körlunum í Sunderland. Annars finnst mér bara frábært að Benitez hafi startað með Plessis. Ef ekki fyrir svona skiptingar þá komast þessir strákar aldrei inn í leikinn. Maður þarf líka að muna að miðjan er í raun og veru mjög þunnt skipuð þessa dagana út af Mickey Mouse leikunum í Kína og Rafa vill kannski spara spara spara, þar sem það hefur sýnt sig að meiðsli koma “yfirleitt” upp þegar menn eru búnir að spila meira en 50 mín.

  2. “the left-footer we were talking about can play in three positions too.” Joe Cole er left-footed, getur spilað á bæði vinstri og hægri kantinum, og hefur leyst af í framlínunni, ætli hann ætli að koma fólki á óvart með því að krækja í Cole í staðin fyrir Barry? hann nefnir að minnsta kosti aldrei Barry á nafn…

  3. Það væri skemmtilegt þó Barry væri liðsstyrkur líka. En Cole er réttfættur.

  4. jább, það er rétt 😛 my bad, annars er hann ótrúlega jafnfættur, en það kom samt fram í dag að hann ætlar að vera áfram hjá chelsea, so Barry it is

Tittlingafréttir.

Hver er besti stjórinn! (Uppfært)