Það eru nokkrir hlutir í fréttum í dag og engin þeirra fjallar á beinan hátt um miðjumanninn hjá Aston Villa, sem mun ekki vera nefndur á nafn nema í þartilgerðri færslu.
Fyrir það fyrsta, þá er Holland dottið úr leik á Ólympíuleikunum og því er búst við að Ryan Babel komi aftur til Liverpool í dag eða á morgun og geti strax byrjað að æfa með liðinu. Babel er auðvitað búinn að vera að spila í alvöru leikjum þannig að Rafa býst við því að hann sé í góðu leikformi. Rafa býst svo við góðu tímabili frá Babel, sem er auðvitað reynslunni ríkari.
>”He’s one year older and more experienced now. He knows the club, he knows his team-mates and so I’m sure this could be a big season for him.”
Babel var auðvitað óstöðugur á síðasta tímabili, en á tímum var hann frábær og sýndi í sumum leikjum (t.d. gegn Arsenal í CL) að hann getur vel orðið heimsklassa leikmaður. Það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með honum í vetur. Talið er að hann verði með í hópnum gegn Boro.
Masche er svo kominn með Argentínu í úrslitin á Ólympíuleikunum eftir að þeir slógu Lucas og félaga í Brasilíu í undanúrslitunum 3-0. Lucas var rekinn af velli í leiknum fyrir brot á… Javier Mascherano. Argentína mun spila gegn Nígeríu í úrslitunum, sem verða sýnd beint á RÚV klukkan 3.50 á aðfaranótt laugardags.
Liverpool ECHO halda því fram að Rafa sé hættur við að kaupa “manninn sem ekki verður nefndur á nafn” og sé nú að einbeita sér að því að kaupa Alberto Riera frá Espanyol. Um leið og á þetta var minnst hækkaði verðmiðinn á honum auðvitað snarlega uppí 16 milljónir punda. Echo segja að það sé alltof hátt verð og að Liverpool muni ekki sætta sig við slíkt og muni ganga frá borðinu nema að verðið verði nær þeim 9 milljónum punda sem þeir telja vera sanngjarnara.
Riera bað um að vera seldur frá Espanyol í vor og hann hefur lýst því yfir að hann vilji koma til Liverpool. Hann er 26 ára vinstri kantmaður og hefur leikið með spænska landsliðinu.
Já, og svo er Lord of the Manor of Frodsham að fara til Sunderland.
Miðað við að þessi kappi hefur spilað á Englandi og verið nokkuð áberandi víst á Spáni sl. tvö tímabil þá veit ég alveg ótrúlega mikið ekki neitt um manninn!! Þetta virkar ekki á mann sem einhver heimsklassa leikmaður eins og verðmatið gefur til kynna og “ásókn” annara stórliða í hann……..en ætli maður treysti ekki Rafa bara í þessu. Bara ekki fleiri fréttir um “bíp” nema hann sé í búning á Anfield og þá er ég góður, fréttir um hann eru farnar að virka neikvætt á mann og því um að gera að taka Óla Stef á þetta (besta viðtal sem ég hef ekki skilið) !!
En annars er afar gott að fá Babel í hópinn aftur og snilld hjá Lucas að dangla aðeins í JM svo hann missi af leiknum um þriðja sætið (ekki að hann hafi ætlað sér að fá rautt).
Þetta viðtal við Óla var án efa eitt af sjónvarps-momentum ársins. Þvílíkur snillingur sem þessi maður er.
Samkvæmt þessu http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_4013078,00.html eru ekki komin nein tilboð í hann, hvorki frá Liverpool né öðrum liðum.
Kórrétt hjá Rafa um það sem hann segir segir um Babel. Hef mikið álit á honum. Hann getur ekki vel orðið heimsklassa leikmaður heldur MUN hann verða það. Vonandi að hann komi inn frískur af bekknum á laugardaginn.
Gaman væri ef einhver La Liga gúru gæti sagt okkur sem vitum núll um Riera nokkurn.
Er tad bara eg, eda gerdu ManUtd jafntefli vid Newcastle um helgina?
Sigmar, Það ert bara þú.
Veit ekki hvað skal segja um Riera, hann heillaði ekkert hjá Man City þetta hálfa ár sem hann var þar – og ekki var hann neinn unglingur þá. Hann er ekki í spænska landsliðinu og spilar fyrir Espanyol!! Ekkert af stóru liðunum á Spáni hafa falast eftir honum. Þannig að fyrir mér er hann ekki spennandi leikmaður fyrir fimm aura…
Vonandi að Babel komi bara ferskur inn – eins og hann á að sér – og Benítez þurfi ekkert að vera að leita meira að vinstri kantmanni.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
Xabi Alonso er eitthvað að vakna en rétt í þessu voru Spánverjar að vinna Danmörk í landsleik 3-0 þar sem Xabi skoraði 2 mörk. Vildi bara koma þessu að og þar sem hann hefur verið í umræðunni í kaupum og sölum vona ég allavega að hann fari ekkert og hef trú að hann geri góða hluti í vetur.
Verð að koma þessu að, Arsenal eru búnir að kaupa Mikael Silvestre frá Man Utd. Ekki virist það vera það sama fyrir Man Utd að selja til Arsenal og að selja til Liverpool því eins og allir muna var algerlega bannað að selja okkur leikmann í fyrra þrátt fyrir mikla baráttu : /
Líklega líta Man Utd sem svo á málið að Arsenal verði minni ógn við þá en Liverpool eru : )
Ég held að þessi maður sem Liv vildi fá frá Mu (man ekki nafnið)hafi verið með samning þess efnis að hann mætti ekki fara til enskt liðs ef að hann færi frá Mu. Annað, Alonso er einn af þessum mönnum sem eru lengi að komast í sitt gamla form eftir meiðsl eða uppskurð,sama gildir um Finnan og Pennant sem báðir hafa átt við meiðsl að stríða á síðustu leiktíð. Ég hef trú á þessum mönnum og enda er Alonso búinn að stimpla sig rækilega inn, eins held ég að hinir tveir eigi líka eftir að blómstra. Svo eru ÓL mennirnir að koma og þá verður eflaust liðið sterkara og betra.ÁFRAM LIVERPOOOOOOOOOOL