Hvað ætli Keane sé að spá?

Það eru margir leikmenn sem hafa komið og farið hjá Liverpool undanfarin keppnistímabil, sumum man maður eftir líkt og Vladimir Smicer, Igor Biscan og Peter Crouch en svo eru aðrir sem ég vil helst ekki að hafi spilað í rauðu treyjunni líkt og Sean Dundee, Erik Meijer Bernard Diomede og Torben Piechnik. Leikmenn koma með mismiklar væntingar til félagsins og klassískt er að minnast þá á Bruno Cheyrou sem átti að vera nýi Zidane (uuuhhh NEI) en aðrir leikmenn líkt og Hyypia eru algjörlega óþekkt stærð en verða stórir með því að spila hjá Liverpool. Ekki fjallar þessi færsla um aldnar hetjur eða núverandi stjörnur heldur þá staðreynd að Roy Keane hefur ákveðið að para saman tvo leikmenn sem ég hélt að ég myndi aldrei skrifa um hérna á þessari síðu aftur, El-Hadji Diouf og Drijbil Cissé.

Ég hafði miklar væntingar til bæði El-Hadji Diouf og Drjibil Cisse enda höfðu þeir báðir staðið sig fantavel með sínum félags- og landsliðum. Diouf brilleraði á HM 2002 en fyrir þá keppni hafði Houllier klófest Senegalann “snjalla” á meðan Cissé voru hans síðustu kaup en með Auxerre var Cissé í öðrum heimi.

Báðir þessi leikmenn hafa farið sinn veg frá Liverpool og stóð hvorugur þeirra þær væntingar sem til þeirra voru gerðar. Hugsið ykkur muninn á Diouf og Cissé annars vegar og hins vegar leikmenn sem hafa komið til Liverpool með væntingar og staðið undir þeim sbr. Torres.

Í raun og veru fjallar þessi færsla ekki um neitt annað en, hvað er Roy Keane að spá? Heldur hann virkilega að með því að fá leikmenn eins og Diouf og Cissé að Sunderland muni ná lengra? Er erfiðara að komast frá Englandi (þegar þú hefur einu sinni spilað þar) en að komast til félags þar?


Ég ætla að leyfa þessum greinum fylgja með ykkur til yndisauka og ánægju:

20 players to rival the worst of British
The 50 worst footballers

30 Comments

  1. Erik Meijer á ekki heima í þessari upptalningu, sá maður var einfaldlega algjör snillingur. Kannski ekki inni á vellinum sem slíkum, en persónan var frábær. Það hafa margir gert verr en hann þó í rauðu treyjunni, því eitt verður aldrei tekið af honum, hann gaf sig allan í leikina og rúmlega það (ekki spilaði hann þá nú marga).

    En skemmtilegar pælingar engu að síður. Cisse hefur margt til brunns að bera og gæti ég alveg trúað því að hann ætti eftir að setja þau nokkur fyrir Sunderland. Diouf er svo aftur á móti önnur Elín, hef nákvæmlega ekkert álit á þeim bjána.

  2. Fair enough SSteinn… fann annan betri.
    Þú saknar náttúrulega vinar þíns, Patrik Berger, í þessari upptalningu kannski? 🙂

  3. Er ekki aðalmálið að þessir menn voru keyptir dýrum dómum og stóðu ekki undir því?

    Ég held að þessir menn gætu verið fínn kostur fyrir Sunderland þó þeir hafi ekki haft mikið að gera hjá Liverpool.

    El Hadji Diouf gerði ágætis hluti hjá Bolton og hann er alls ekki lélegur í fótbolta. Ég var aldrei hrifinn af Cissé, leikskilningur er ekki til í hans orðabók, en það hjálpaði honum ekki að vera spilað ítrekað út úr stöðu. Samt virtist hann ná að skora nokkuð reglulega.

  4. Patrik Berger? W00T? Eru menn á einhverju hérna, svona rosalega illa að sér eða var þetta grín sem ég, í einfeldni minni, fattaði ekki? :O

  5. Mér finnst þetta svolítið skrítin póstur …

    Sunderland er varla að berjast um topp 4 sætin á Englandi, og ég tel þessa tvo leikmenn styrkja hópin til muna – sást t.d í leiknum gegn okkur um síðustu helgi að Diouf var einn af fáum leikmönnum Sunderland sem gat gert eitthvað með boltan (þó það hafi slokkað á honum í síðari hálfleik)…

    Cisse var náttúrulega vonbrigði á sínum tíma fyrir okkur Liverpool menn, en ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hann sé með meira náttúrulegt talent í sér en 95% leikmanna Sunderland, hvort að hugarfarið sé hinsvegar í lagi skal koma í ljós…

    Ef þetta hefði verið Ferguson, Scolari, Ramos eða Wenger sem hefðu keypt þessa leikmenn gæti maður verið að velta því fyrir sér hvaða ástæður væru þar að baki …. en persónulega tel ég þetta mikla framför á sóknarlínu Sunderland frá því í fyrra að fá þessa tvo leikmenn…

  6. Ég er sammála Eyþóri, báðir þessir menn ættu að styrkja þetta Sunderland lið umtalsvert. Báðir hafa þeir nú verið umdeildir karakterar (at best) með allskyns vitleysu, en ef einhver þjálfari ætti að geta tamið þá og skikkað þá til að einbeita sér að fótboltanum þá held ég að Keane sé ansi góður kandídat í það! (ég hef leiðinlega mikla trú á Keane sem stjóra, meiri en ég vil hafa).

    Ef Cisse er gefinn séns á því að spila frammi og hafa nánast bara það hlutverk að hlaupa í átt að markinu (ekki draga sig endalaust út, vinna mikið til baka eða hreinlega spila á kanntinum) þá hefur hann alveg sannað að hann skorar slatta af mörkum.

    Ég hef minni trú á Diouf, held að hans getulevel sé einmitt í Bolton, Sunderland og þess háttar liðum, en ef Keane nær að loka þverrifunni á Diouf og fá hann til að einbeita sér að því að mata Cisse og aðra framherja ásamt því að setja eitt og eitt sjálfur þá erum við auðvitað að tala um hörku leikmann……..fyrir Sunderland. Það breytir því ekki að það var FÁRÁNLEGT að kaupa hann á morðfjár í staðin fyrir Anelka 😉

  7. Já, einfaldur ertu Benni minn 🙂 Þetta var að sjálfsögðu grín vegna “vinskapar” míns og Berger. En er ánægður með skiptin og á Diomede algjörlega heima þarna.

    Ég er á því að koma Cisse til Sunderland eigi eftir að styrkja þá talsvert, og það er líka rétt að það búa hæfileikar í Diouf, það er bara þessi haus hans sem er alltaf að flækjast fyrir honum.

  8. Ég er alveg viss um að Cisse á eftir að skora mörk hjá Sunderland ef hann fær að spila frammi og Keane noti hann rétt.

  9. Ég verð að hlaupa undir fyrir Smicer hann var ágætis varamaður:)
    Skoraði hann ekki eitt mark á móti Milan. Þegar við tókum þá.

    Cisse lofaði góðu en hann var bara ekki nógu sterkbyggður fyrir ensku deildina. Annars er það oft með gamal liverpool menn að þeir sem brillera ekki hja lfc brillera kannski hjá næsta liði.

  10. Þess má til gamans geta að þegar Bruno Cheyrou var spurður út í það að honum var líkt við Zinedine Zidane, þá var hann ekki alveg sáttur með það. Hann vildi frekar láta líkja sig við Robert Pires. Það yði nú heiður fyrir þann mann ef honum væri líkt við menn eins og Davíð Þór Viðarsson og Arnár Þór Viðarsson (datt ekki í hug neina verri).

    Mér finnst samt ekkert það margir sem hafa gengið illa á Anfield og slegið svo í gegn annars staðar. Það er nú venjulega öfugt. Fyrsti sem mér dettur í hug er Brad Friedel.

  11. Ég myndi frekar segja “What a hell var Liverpool að pæla”? Það voru þeir sem borguðu yfir 1 milljarð fyrir þessa miðlungs leikmenn.

    Skil vel að Keane vilji fá þá þar sem þeir eiga vel heima í miðlungsliði eins og Sunderland. Diouf átti fína leiki með Bolton en náði hann að festa sig þar í sessi. Cisse hafði ansi margt til brunns að bera en lenti í tveimur mjög slæmum fótbrotum og það er hægara sagt en gert að komast uppúr slíkum meiðslum.
    Ég held að báðir leikmenn geti nýst Sunderland og ef það er einhver sem getur tekið á klikkhausum eins og Diouf og Cisse þá er það sá allra klikkaðasti…Keane!!

  12. Það bara gat ekki verið annað en ég væri að misskylja þetta eitthvað, hehe…

    …en spurning hvort Dirk Kuyt eigi ekki heima á þessum lista? HAHAHA, ég bara varð fyrir þig Steini minn 😛

  13. Ég held að þetta séu ágætis kaup hjá Keane og er hann að byggja ofan á árangur síðasta tímabils. Hann er ekki að borga nálægt því sömu upphæðir fyrir þessa leikmenn eins og Liverpool gerði á sínum tíma. Er ekki Cissé líka að koma á lánssamning?

    Cissé á eftir að skora 12-15 mörk í vetur og mun örugglega standa sig ágætlega. Diouf er reyndar bölvað skoffín og enginn leikmaður Liverpool sem ég hef meiri fyrirlitningu á. En hann mun einnig leggja sitt af mörkum hjá Sunderland ef hausinn verður í þokkalegu lagi og munnvatnið dreifist ekki yfir áhorfendur….

  14. Gummi Halldórs: Maður má samt ekki blekkjast á orðinu Lán. Þeir þurfa án efa að borga góða summu fyrir þetta ár, eins og við fengum fyrir Carson. Þetta er meira að “Borga fyrir 10 mánuði af samningnum hans.”

  15. Mér fannst Cissé standa sig vel miðað við það að hann smallaði á sér löppinni tvisvar hjá okkur og svo var hann líka neyddur til að spila á hægri kantinum sem að er engann veginn hans staða. En ég er viss um að ef að hann helst heill þá á hann eftir að standa sig mjög vel hjá Sunderland.

    Það er spurning hvernig Torres hefði gengið fyrsta tímabilið ef að hann hefði verið neyddur til að spila á hægri kantinum.

  16. Báðir voru keyptir til að skora fyrir klúbbinn okkarn en voru svo bara settir á kantinn…hefði alveg viljað sjá þá fá tækifæri að spila sína stöðu. Diouf er góður fótboltamaður og ef Keane nær að mótivera hann og ala hann upp þá verða þetta örugglega góð kaup. Cisse skoraði slatta fyrir okkur miðað við að vera á hægri kantinum og skorað t.d. massa meira en Kuyt, núverandi kantmaður okkar. Fyrsta snerting og tækni, hjá Cisse, svolítið ábótavant. En…hann á örugglega eftir að skora í kringum 15-20 mörk í vetur f. Sunderland og það hlýtur að verða ánægja með það. Hann er bara fínn striker…

  17. Mér finnst hreinlega fyndin þessi myth um Cisse og kantinn. Jú, honum var oft spilað þar, en hann skoraði líka flest mörkin sín þegar hann var þar. Í þeim leikjum sem hann spilaði sem framherji, þá olli hann mestum vonbrigðum. Ég var persónulega hrikalega spenntur fyrir komu hans til Liverpool, hefði alveg verið til í að gefa honum séns lengur, en að tala um að hann hafi verið “eyðilagður” með því að spila honum á hægri kanti, finnst mér vera rugl. Þar spilaði hann best hjá Liverpool að mínum dómi.

  18. Mér finnst það hreint ótrúlegt að það séu til menn sem finnst Cissé vera góður framherji. Það eina sem maðurinn getur er að sparka fast og hlaupa hratt. Það er vissulega fínn kostur en það þarf svo miklu miklu miklu meira til að menn geti verið kallaðir góðir framherjar. Cissé blessaður hefur ekki vott af leikskilningi og er mun fyrirsjáanlegri í öllum sínum aðgerðum heldur en Aaron Lennon hjá Tottenham og þá er nú mikið sagt! Hann fór náttúrulega í kolranga íþrótt, hann hefði verið frábær í einstaklingsíþrótt eins og spretthlaupi, þar hefði hann getað verið með sinn mórall og dílað sjálfur við það en ekki átt það í hættu að láta það smita út frá sér.

    Ég ÞOLDI ekki Diouf og geri ekki enn. En, eftir að hafa horft á Liverpool – Sunderland þá er ég tilbúinn að alhæfa það að Diouf sé betri leikmaður en Benayoun og Pennant til að mynda. Hann var virkilega frískur framan af og mun ásamt Steed Malbranque verða þeirra hættulegasti maður í vetur. Þó að ég telji hann hafa meiri knattspyrnulega getu en Benayoun og Pennant þá myndi ég auðvitað mun frekar hafa þá tvo í LFC heldur en hinn skapstygga og fúla Diouf.

  19. Mesta svekkelsið með Cisse hjá okkur var það að hann braut löppina á sér, bókstaflega og hefur ekkert náð sama dampi síðan þá. Hann var ákaflega takmarkaður kanntmaður og átti bara eitt trikk í bókinni til að taka menn á sem var oft á tíðum HRIKALEGA pirrandi.

    Ég man ekki hvort hann var að skora meira þegar hann spilaði frammi eða í sókn en mér fannst honum allt of oft sóað á hægri kanntinum. Cisse er samt leikmaður að ég held sem passar alls ekki í Benitez lið, hann þyrfti að fá að lúra frammi, nokkurnvegin í línu við öftustu varnarmenn andstæðingana og bíða þar eftir sendingunni innfyrir, því hann er góður slúttari.

    En það er hálf ósanngjarnt að gagnrýna hann of mikið fyrir dvöl sína hjá Liverpool, hann vildi vel en var ákaflega óheppinn með meiðsli.

  20. Cissé væri eflaust alveg fyrirtaksframherji ef hann reyndi einhvern tíman að koma tuðrunni framhjá markmanninum í staðinn fyrir að reyna að drepa hann. Það fór alveg óstjórnlega í taugarnar á mér þegar hann var hjá klúbbnum hvernig hann reyndi alltaf að skjóta eins fast og hann mögulega gat þegar hann komst í skotfæri í staðinn fyrir að leggja boltann bara í hornin. Þetta er alveg skelfilegur galli á annars ágætum sóknarmanni en menn sem spila með liðum á við sunderland hafa allir einhverja galla og ég er á því að Cissé geti reynst sunderland alveg kjarakaup.

    Um el hráka djúff þarf nú sem fæst orð að hafa, ágætis leikmaður en skelfileg persóna, eini fyrrverandi liverpool leikmaðurinn sem mér er virkilega illa við. Styrkir sunderland liðið án vafa innan vallar en spurning hvaða áhrif hann hefur utan hans.

  21. Mín skoðun er einfaldlega sú að hvorugur þessar leikmanna var nægilega góður fyrir Liverpool. Vel má vera að Diouf muni standa sig þokkalega hjá Sunderland en utan vallar mun hann ávallt vera til vandræða. Vel má vera að Roy Keane muni ná að stjórna drengnum, tíminn mun einn leiða það í ljós.

    Hvað Cissé varðar þá er hann einfaldlega miðlungsframherji sem lætur mikið á sér bera. Vissulega hefur hann verið óheppinn með meiðsli en hann mun einungis nýtast félagi sem leyfir honum vera STJARNAN.

    Í fljótu bragði eru ekki margir leikmenn sem hafa brillerað eftir að þeir hafa verið seldir frá Liverpool. Stephen Warnock og Brad Friedel eru þeir sem mér dettur fyrst í hug. Hvort sem þetta sé jákvæð staðreynd eður ei.

  22. David James hefur nú átt gott comeback inn í enska landsliðið.

    Hvort að það sé síðan það sama og að brillera er allt annað 🙂 .

  23. Hann fer út í síðasta lagi á morgun þegar að upphitun fyrir Boro leikinn kemur.

    Þangað til höfum við nú um lítið að skrifa, þar sem (allavegana) ég nenni ekki að tala um þessar Parry / Benitez deilur.

  24. Má ekki gera undantekningu og skrifa um handboltann!!!!! Allt betra en Diouf þarna allavega!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  25. Einhver var að spá í hvaða leikmenn hefðu staðið sig eftir að þeir fóru og hverjir ekki.
    Diouf er klárlega á listanum yfir þá sem hafa átt flottan feril síðan þeir fóru, þótt hann hefði ekki átt heima í félaginu. Hann hefur verið einn af lykilmönnum hjá Bolton og mun klárlega styrkja Sunderland mest af þeim mönnum sem Keane er búinn að bæta við sig. Getur klárað leiki upp á eigin spýtur (eini leikmaðurinn sem Sunderland er með sem getur það) og alltaf með sjálfstraust að fá boltann. Þótt Cisse verði frammi þá mun Diouf skora fleir mörk í vetur.
    Friedel og ekki gleyma David James.
    Hvað með Anelka.
    Það eru nú fleiri á listanum þó sem hefur verið gott fyrir okkur að selja og vil ég nefna fyrst Owen og Fowler..

  26. fyrst að það var í lagi að vera með mynd af Ronaldo á forsíðu hlýtur að mega vera með myndir af fyrverandi leikmanni Liverpool á forsíðu

Riera, Babel og fleira

Fantasy verðlaun