Jæja, liðið gegn Boro er komið og einsog vanalega var SSteinn ótrúlega góður í að spá í uppstillinguna. Hann klikkaði bara á einu því að Martin Skrtel er í liðinu en ekki Agger einsog SSteinn hafði spáð.
Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena
Alonso – Gerrard
Kuyt – Robbie Keane – Benayoun
Torres
Á bekknum: Cavalieri, Aurelio, Agger, Babel, Ngog, El Zhar, Plessis.
Mér líst ágætlega á þessa uppstillingu. Það er einnig afskaplega ánægjulegt að sjá Babel á bekknum. Hann og N’Gog eru því augljósustu kostirnir ef það reynist erfitt að brjóta aftur þetta Boro lið.
hvar get ég aftur horft á leiki á netinu ?
http://www.myp2p.eu
Annars er þessi leikur alveg hreint dead boring. Samt ekki alveg jafn daufur og gegn Sunderland.
staðan et 0 0 þetta verður að lagast við verðum að klára leiki þá er ég ekki að meinna 1 o á síðasta korteri
Ég er nú á því eftir síðustu leiki að hann Gerrard er bara enginn miðjumaður !
Og í þessarri andrá var Mboro að bomba boltanum inn !!
Ha.. bara ágætis leikur. 🙂
vá sýna góðan karakter að klára leikinn á síðustu 10
Gerrard hetja! váá
CARRAGHER!
GERRARD!
Geðveikar 10 mínútur!
Gott að vinna þennan leik þar sem Liverpool var skítlélegt stærstan hluta leiksins. Ég er líka sammála því sem Heimir Guðjóns sagði um síðustu helgi í 442, að Liverpool leikmennirnir virka þungir og eins og þeir séu drulluþreyttir eftir pre-seasonið. Annaðhvort það eða þá einfaldlega ekki komnir í neitt form. Alonso myndi sennilega hlaupa 100 metrana rétt innan við 30 sekúndur, svo hægur var hann í dag.
Enda þetta á fyndnasta kommenti dagsins frá meistara Johnny Haim: “Ég er nú á því eftir síðustu leiki að hann Gerrard er bara enginn miðjumaður”.
Ætlastu virkilega til þess að menn taki þig alvarlegan þegar svona heimska vellur útúr þér? Þetta fer amk á topp fimm lista yfir vanhugsuðustu komment sem ég hef lesið á þessari frábæru síðu.
Er þetta svo vanhugsað hjá Johnny Haim? Ég hjó eftir því hjá þulnum á Setanta sport, svona rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, að Gerrard ætti í vandræðum að komast inn í leikinn af því að það væri maður í stöðunni hans, og var hann þá að meina Robbie Keane. Seinnast þegar ég vissi þá var Robbie Framherji. Annars fannst mér bara vera einn miðjumaður hjá okkur í leiknum og það var Alonso. Hann átti slakan leik, en ég veit ekki hvernig þessi leikur hefði farið ef hann hefði ekki verið.
Bjöggi: Ég stend ennþá við það sem ég sagði. Ég er á því að Gerrard sé ekki góður miðjumaður. Hann er aftur á móti góður sóknarmaður. Þegar hann er settur á miðjuna þá virkar hann steingeldur yfirleitt og hefur ekki nægt fótboltavit til að vera þar. OG HANA NÚ.
Hehe ok ég skil hvað þú ert að fara, en ég hef alltaf kallað stöðuna sem hann spilaði í fyrra miðjumaður, þó hann sé næstfremsti maður liðsins. Framliggjandi miðjumaður eins og það er víst kallað. En ég er eiginlega í of góðu skapi til að vera að þrætast eitthvað um þetta, unnum með tveim mörkum í lokin og Menningarnótt framundan þannig að ég dreg sumt af því sem ég sagði áðan tilbage. OG HANA NÚ 😉
Já, rétt hjá þér Bjöggi. Um að gera að hafa bara gaman af deginum og fá sér í glas og reyna að verða jafnblautur og veðrið 😀