Riðladráttur Meistaradeildar 2008/9

Jæja, tæpt stóð það þetta árið en okkar menn eru engu að síður komnir inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir veturinn 2008/9 og eru þar í fyrsta styrkleikaflokki ásamt hinum þremur ensku liðunum.

Dregið verður klukkan rúmlega 16 að íslenskum tíma í dag, eða eftir svona tæpan hálftíma, og mun ég uppfæra þessa færslu með riðlunum um leið og búið er að draga. Þið getið séð liðin sem við getum dregist gegn og í hvaða styrkleikaflokka þau raðast á heimasíðu BBC.

Uppfært: D-riðill skal það vera ásamt PSV Eindhoven, Marseille og Atlético Madrid.

Einhvers staðar, í húsi í Liverpool-borg, liggur Fernando Torres meðvitundarlaus fyrir framan sjónvarpið.

Þetta er að mínu mati ekkert sérstaklega spennandi riðill. Við höfum mætt PSV og Marseille á síðustu tveimur árum og staðið okkur vel gegn þeim þannig að það verður búist við að okkar menn klári þau aftur, en þó eru þetta engir nýgræðingar í Meistaradeildinni og þetta því sýnd veiði en ekki gefin. Atlético-liðið verður svo mjög erfitt heim að sækja að mínu mati, auk þess sem við vitum ekkert hvernig Fernando Torres verður stemmdur fyrir þær rimmur.

Allavega, gat verið verra, gat verið betra. Mér sýnist hin ensku liðin hafa fengið svipað erfiðan/auðveldan drátt, en Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi, sem slógu m.a. Valsmenn út í forkeppninni, duttu í lukkupottinn með því að fá að taka þátt í dauðariðli ársins ásamt Real Madríd, Juventus og Zenit St. Petersburg (ríkjandi Evrópumeisturum félagsliða). Þeir sex leikir ættu að gefa Bate-mönnum nægt fé til að reka sinn frekar litla klúbb næstu hundrað árin eða svo.

41 Comments

  1. ÚFF versta sem gæti gerst er að við myndum mæta Bayern, Zenit og A. Madrid.

    Besti dráttur yrði PSV, Bazel og AaB

    Hvað finnst ykkur

  2. Þetta verður ansi áhugaverður riðill, sennilega sterkasti riðillinn af þeim öllum en þetta hefði samt alveg getað verið verra. PSV og Marseille voru ekki beint sterkustu eða óþægilegustu (m.t.t. ferðalaga) liðin sem við gátum fengið úr 2. og 3. potti en það þarf ekkert að fara mörgum orðum um það að Atletico og Fiorentina voru laaangsterkustu liðin í fjórða styrkleikaflokki. Þetta verður bara hressandi, töpum í madrid og vinnum hina leikina.

  3. Ég bara trúði ekki þegar ég sá Atletico koma uppúr síðasta pottinum, hvernig getur svona klúbbur verið “rankaður” þar? Annars er það oft meira motiverandi að fá þokkalega sterkan riðil, frekar en lið sem er ekki talið merkilegur pappír – það býður bara uppá kæruleysi og skandal.

  4. Við löbbum ekkert yfir þennan riðill en samt sem áður eigum við að komast áfram, við erum Liverpool. Gaman fyrir Torres að snúa aftur, og gaman að fá að takast á við Garcia og Aguero. Stutt ferðalög svo ég er bjartsýnn þrátt fyrir að við hefðum getað fengið auðveldari riðill.

  5. Enn ein sönnun þess að stokka þarf þessa keppni upp. Enn einu sinni PSV! Annað árið í röð Marseille! Leiðinlegt.
    Hins vegar frábært að fá Atletico Madrid og ljóst að enginn leikur í þessum riðli verður léttur. Stórkostlegt fyrir Luis Garcia og Fernando Torres og að mínu mati það eina skemmtilega við þennan drátt í dag.
    Auðvitað er riðillinn erfiður, en svoleiðis á það líka að vera. Svoleiðis keppnir gerir liðið okkar betra, gleymum því ekki!

  6. Fáránlega erfiður dráttur fyrir okkur :/….

    Var líka aðeins of mikið að vonast eftir að fá AaB Aalborg, því ég er að flytja þangað á laugardaginn… hefði verið aðeins of gamann að geta farið á leikinn, en nei þarf að fara að horfa á þá spila á móti manu í staðinn :s

  7. Hvað eru menn að væla um að þetta sé fáranlega erfiður dráttur,
    Þetta er jú meistaradeildin og ef Liverpool getur ekki klárað þennan riðil með sóma þó þarf klúbburinn að fara hugsa sinn gang.

    áfram Liverpool

  8. þetta er virkilega erfiður riðill, mjög góð lið sem við mætum, en þetta ætti að gefa fyrirheit á skemmtilega og spennandi leiki.

    hehe greyið torres, þetta er alveg týpískt 😀

  9. Ég var að fylgjast með þessu live og sagði fyrir 3. styrkleika að ég myndi ekki vilja Zenit eða Marseille og fyrir 4. sagði ég að mér væri alveg sama, bara ekki A. Madríd!!!

    Þetta er nú líklega bara erfiðasti riðillinn! Arsenal á reyndar erfiða útileiki fyrir vændum líka.

  10. Þetta verður fín upphitun fyrir 16 liðaúrslitin. Menn verða samtað vera á tánum

  11. Maður getur nú horft á björtu hliðina á þessu, við erum með öllum líkindum að fara að fá 6 skemmtilega leiki fyrir okkur að horfa á og þrátt fyrir það er þetta riðill sem að við EIGUM án efa að komast upp úr.

    Hefði samt gert allt fyrir að fá AaB og liverpool í sama riðil ^^

  12. Sé að United fær sinn venjubundna djók-riðil. Ekki bara með hinu kómíska Celtic í riðli heldur einnig Álaborg…

  13. mér þykir þetta fokk erfiður riðill og mjög skemtilegur.
    verð að fá að vitna í frétt inn á http://www.visir.is sem er að fara mikið í taugarnar á mér en þar stendur ” Chelsea og Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en Liverpool og Arsenal sluppu heldur betur frá sínu.”
    Hvaða rugl setning er þetta.

  14. Í dag er ég aðallega feginn að Liverpool hafi verið með í pottinum. Hörmuleg frammistaða gegn Standard Liege hefði hæglega getað endað virkilega illa. Þökk sé Pepe Reina í fyrri leiknum!

    Ég hefði viljað fá Bayern Munchen, Celtic og Atletico Madrid. Það hefði verið virkilega krefjandi og skemmtilegur riðill. Þetta hljómar ekkert alltof spennandi, svona fyrir utan Atletico Madrid, en við erum ekki að ferðast neitt sérstaklega langt heldur sem er kostur. Við eigum að komast áfram en það er ekkert öruggt í þessum efnum.

  15. Klárt mál að þetta er erfiður riðill og liðið kemst ekki upp með að spila eins og það hefur verið að gera síðustu vikur gegn þessum liðum. PSV og Marseille eru hæfilega erfið lið heim að sækja en ættu að hafast á Anfield – munum þó Marseille í fyrra. Atlético verður hitt liðið sem fer áfram, feykisterkt lið sem við getum gert okkur ánægða með jafntefli á Vicente Calderon. Giska á 3 sigra, tvö jafntefli og tap í Madríd sem kemur okkur áfram með 11 stig.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  16. Fyrirgefðu, Kjartan – en það er hreinlega ekki hægt að segja að United sé í djók riðli. Þeir eru jú með Álaborg, en þeir eru líka með tveim mjög hættulegum liðum í Villareal (sem voru í öðru sæti í spænsku deildinni) og Celtic.

    Við fengum PSV úr öðrum styrkleikaflokki, en hefðum getað fengið Roma, Villareal, Bayern Munchen og Juventus. Þannig að við vorum heppnir með það. Í þriðja styrkleikaflokki vorum við í meðallagi heppnir, en óheppnin kemur í fjórða styrkleikaflokknum þar sem við fáu klárlega sterkasta liðið.

    Það kom mér satt best að segja á óvart að lesa kommentin, því mér leist alls ekki svo illa á þennan riðil. Við tökum PSV, hefnum ófaranna gegn Marseille og sýnum svo Kun Aguero hversu miklu skemmtilegra það er að spila á Anfield. 🙂

  17. Já, nákvæmlega Hafliði – ég ætlaði að bæta því við að mér finnst Arsenal vera með mun erfiðari drátt. Chelsea voru heppnastir ensku liðanna, en Man U og Liverpool virðast vera í svipuðum málum (fyrir utan Álaborg í Man U riðlinum)

  18. Held að menn ættu að minnast þess að það er ekki nema rúmlega ár síðan FC Köbenhavn einmitt unnu Man U áður en þeir fara að koma með plammeringar um einhverja djók riðla. Held að Standard Liege hafi sýnt að það er vel hægt að stríða stóru liðunum séu menn rétt stilltir andlega og skipulagðir á vellinum. Hefði haft mjög gaman að því að sjá Standard á stóra sviðinu, þ.e. ef þeir hefðu ekki lent á móti Liverpool.

    Annars fínn riðill. Marsielle stríddu okkur í fyrra og PSV er hörkulið. Svo er maður bara skíthræddur við Atletico. Finnst samt að það þurfi að fara að stokka upp í þessari keppni. Hún er einfaldlega hönnuð til að stóru liðin fari áfram. Af hvejru ætti Liverpool ekki að geta lent í riðli með Barcelona og Inter? Finnst litlu liðunum vera gefnir núll möguleikar á að komast á áfram í þessum peningapotti þar sem ríku liðin verða enn ríkari meðan litlu liðin fá ennþá minna. Þá á ég ekki bara við riðlakeppnina, heldur líka undankeppninar.

    Friður

  19. Það er svolítill endurtekningarkeimur af þessu hjá bæði liverpool og manutd. Við mætum frönsku liði 3. árið í röð og annað árið í röð er það marseille og svo mætum við PSV sem við spiluðum 4 sinnum við á leiðinni í úrslitin tímabilið 06/07. Á meðan eru manutd í riðli með Celtic og dönsku liði í annað sinn á 3 árum ásamt því að mæta villareal sem voru eitt þeirra liða sem sendu manutd út í kuldann í riðlakeppninni tímabilið 05/06. Ekki mikil tilbreyting í þessu.

  20. Þetta er fínn riðill og ekki löng ferðalög. Allt lið sem við þekkjum vel og Torres fær að spila aftur á sínum gamla heimavelli, gaman fyrir hann. Við eigum að fara áfram úr þessum riðli með sjálfskiptinguna á.

    Hvað varðar Man U þá minni ég á það að þeir töpuðu á Parken gegn FCK fyrir 2 árum og það verður alls ekkert léttara fyrir þá að mæta AaB sem eru kraftmikið lið sem berjast hrikalega vel. (FCM tapaði fyrir Man City í vítaspyrnukeppni núna áðan í UEFA keppninni)

    Heilt yfir eru Arsenal óheppnastir og Chelsea eru mjög heppnir.

    Ég hlakka til…

  21. Einar – ég meinti mitt komment aðallega sem rakk á Celtic. Var þeirrar ógæfu aðnjótandi að vera á vellinum þegar þeir spiluðu við Barcelona á Camp Nou í vor og þeir voru vandræðalega lélegir og ekkert sem bendir til þess að þeir verði skárri í ár. Samt gaman að vallarverðir á Old Dirty Trafford neyðist til að blasta You’ll never walk alone 😉

  22. Ég horfði á leik Atletico Madrid og Schalke í sjónvarpinu í gær og djöfull voru Atletico skemmtilegir, þrusulið með Forlan og Aguero í fararbroddi.

    Þeir verða svakalegir heim að sækja.

  23. Þetta hefði klárlega getað orðið verra. Við eigum klárlega að fara uppúr þessum riðli. Er hræddur um að Arsenal aðdáendur séu aftur á móti frekar stressaðir. Við eigum klárlega að vera með sterkasta liðið þarna.

  24. Þetta hefði getað farið verr og þetta hefði getað farið betur. Í þessum riðli geta öll liðin tekið stig af hvort öðru. Óttast ekki Madrid, held að Benitez eigi alveg svar við þeirra leik.
    Hvað varðar Arsenal held ég að það sé alveg kominn tími á að það lið fái einu sinni tvísýnan riðil þar sem þeir hafa sloppið ótrúlega vel í gegnum árin, yfirleitt lent með slökustu liðunum í hverri grúppu. Man Utd og Chelsea held ég að klári sína riðla sannfærandi.

  25. Áhugaverður riðill, svo ekki sé meira sagt. Gætu Eindhoven og Marseille verið baráttuglaðari í ár? Ég held að við verðum það líka, en áhugaverðustu rimmurnar fyrir mér verða auðvitað gegn Atletico Madrid. Hvernig ætli Torres líði innanbrjósts? … 🙂

  26. Chelsea – Arsenal – Barcelona – Inter Milan – Juventus – AC Milan og svo mætti lengi áfram telja …. þetta eru liðin sem við höfum slegið út í gegnum árin, þrátt fyrir svona arfaslaka frammistöðu eins og við sáum á miðvikudaginn – þá er ég alltaf rólegri fyrir leiki Liverpool í CL en t.d útileik gegn minni spámönnum í deildinni (sbr Aston Villa)

  27. Endurtekning eins og margoft hefur komið fram hérna, það er þó eitt sem ég er rosalega ánægður með. Þ.e. að við spilum við A. Madrid. Ef það er rétt að Benitez vilji fá Aguero þá mun leikurinn á Anfield gera gæfumuninn. Hann mun upplifa stemminguna og verða ástfanginn af klúbbnum 🙂 Heimtar svo að vera seldur til Liverpool næsta sumar til að fá að upplifa stemminguna á Anfield vikulega.

  28. Afsakið eðli spurninganna en, eru svona margir Púlarar í sálrænum veikindum? Eru sumir hér að reyna að tala sig í þunglyndi áður en riðlakeppninn byrjar??
    Þetta er fínn riðill og eigum að taka þetta í handbremsu. Liverpool og Madrid fara áfram.

  29. Eigum að fara áfram en reynslan í fyrra sýnir að það er ekkert pláss fyrir neitt bull eins og t.d. tapaða heimaleiki (sbr. Marsei í fyrra, áiii) eða slíkt. Þetta eru allt klúbbar hærra skrifaðir en Standard Liege, a.m.k.

Gerrard fer í aðgerð á nára

Vellinum frestað