Crewe í deildarbikarnum

Það er búið að draga í þriðju umferð í deildarbikarnum sem er sú fyrsta sem að úrvalsdeildarliðin spila í.

Okkar menn drógust gegn Crewe Alexandra og mun leikurinn fara fram á Anfield. Man United fá erfiðan leik gegn Boro, Arsenal spila gegn Sheffield United og Chelsea fær útileik gegn Portsmouth.

Crewe leikur í fyrstu deild (þriðju efstu deild) og ættu því ekki að vera erfitt lið.

10 Comments

  1. Crewe jesús minn eini. Það verður bara erfitt að velja með hverjum maður heldur núna. En annars þá hafa þessir leikir aldrei verið neitt léttir fyrir Liverpool og mig minnir að Gerrard hafi einmitt sagt í bókinni sinni að í leikjum á móti Crewe þurfi Liverpool að stilla upp 100% ensku liði. Svona til þess að þola hörkuna.

  2. Gott mál.
    Hef alltaf smá soft spot fyrir þessari keppni og vona að við komumst langt í henni. Þarna fáum við leiki fyrir marga þeirra sem gaman verður að sjá í framtíðinni, en líka leik sem við vinnum auðvitað!

  3. Crewe Alexandra… gamla liðið hans Beardsley og Danny Murphy. Snilld! Er Dario Gradi ennþá stjórinn?

  4. Gradi er ekki lengur stjóri en vinnur enn hjá Crewe sem technical director.

    1. umferð er ekki fyrsta umferðin sem úrvalsdeildarliðin leika í, heldur sú fyrsta þar sem liðin í evrópukeppnum koma til sögu.

Riera er að koma (staðfest af Rafa)

Aston Villa á morgun.