Byrjunarliðið komið – Mascherano og Lucas byrja.

Mascherano og Lucas koma beint inní byrjunarliðið eftir þátttöku þeirra á OL. Ennfremur kemur Dossena aftur inní liðið á meðan Skrtel heldur áfram vera í miðverðinum með Carragher.

Ég veit ekki alveg hvaða leikkerfi Liverpool spilar í dag en ljóst er að það eru ENGIR kantmenn sem byrja þennan leik. Ég set þetta upp að Mascherano er djúpur á miðjunni og er að verja vörnina á meðan Kuyt, Lucas og Keane verða frekar lausir en með mikla varnarskyldu. Alonso stjórnar miðjunni á meðan Torres er einn uppá topp.

Reina

Arbeloa – Skrtel – Carragher – Dossena
Mascherano
Kuyt – Alonso – Lucas
Keane
Torres

Bekkur: Cavalieri, Aurelio, Agger, Benayoun, Babel, Ngog og El Zhar.

15 Comments

  1. Sáttur með þetta lið. Þá er vonandi komið að keane að skora. ég spái 2-0, Kuyt og Keane með mörkin, bæði í seinni hálfleik.

  2. Og Chelsea tapaði stigum í dag, þannig að Liverpool er EINA liðið í deildinni sem hefur ekki enn tapað stigum!

    Koma svo!

  3. Bíddu hvað er að gerast??
    Veit einhver af hverju það er verið að sýna gamlan leik á Stöð2Sport2??

  4. Hvaða rugl er í gangi með stöð2sport ? Þetta á að vera á Stöð2sport2HD… þarf að finna einhverja sér HD stöð eða er eitthvað að klikka hjá þeim ?

  5. Er þetta ekki bara 4-3-3/4-5-1 kerfið góða. Þá með Keane á og Kuyt á vængjunum.

  6. Þessi miðja lítur ekki alveg “rétt” út finnst mér. Það vantar allan balance, Lucas og Kuyt vængmenn? Eða er Keane á vinstri kanti?

    Hvernig sem Rafa hefur ákveðið að stilla þessu upp þá er nokkuð ljóst að hann er enn og aftur að spila mönnum útúr sínum “preferred” stöðum, og eftir að hafa fengið nokkur ár til að púsla saman liði þá er spurning hvort hann sé á þeim stað sem hann vill vera? Riera ætti að laga þetta aðeins reyndar ef hann er pure vinstri vængur, en sjáum hvað setur.

    Verðum að taka Villa, þetta er einn af make-or-break erfiðu útileikjum seasonsins sem við verðum að taka ef við ætlum okkur dolluna!

  7. Mig dreymdi í nótt að Lucas skoraði, held ég þrennu, vonum að það rætist 🙂
    Það yrði frábært, sjáum hvað gerist!

  8. 7-8 varnarsinnaðamenn á móti Aston Villa ! Guð minn fokking góður !!!
    Sóknarleikurinn algjörlega bældur……………….

  9. af hverju í fokkin andskotanum tók hann Benayoun, Aurelio og N´Gog fram yfir Babel !?!?!?!?! ööööömurlegur leikur og liðið vægast sagt ööööömurlegt!!! Ef þetta er það sem koma skal þá er svart ský yfir Liverpool borg í dag..

  10. Benitez horfir alltaf á skotin sem Liverpool á í hverjum leik. Miðað við það þá getur hann ekki verið sáttur við daginn.

    En að hans mati þá er þetta gott stig. Hann sættir sig alltaf við slíkt. Varnarlega er liðið fáránlega massívt eins og áður en framfarirnar í sóknarleiknum eru litlar sem engar.

  11. Kannski af því að Babel var verri en enginn í síðasta leik.
    En alveg sammála þér frekar slappur leikur algjörlega hugmyndasnauður.
    Keane átti að gera miklu betur þegar hann fékk dauðafærið…

  12. Ömurlegt!!!,,,þetta var eins og að horfa á málningu þorna. Þessi leikur vekur upp ansi mörgum spurningum.
    Hvað er málið með þennan NGog? Hvað í ósköpunum réttlætir það að þessi leikmaður er keyptur til Liverpool?
    Af hverju var Babel ekki settur inná, annað hvort þegar Torres meiddist eða í seinni hálfleiknum?.
    Hvernig stendur á því að svona slakir dómarar fá að dæma í ensku úrvalsdeildinni?
    Af hverju hrúgar Benitez inná eintómum varnarmönnum eða varnasinnuðum leikmönnum?
    Hvernig verður framhaldið án Gerrard og Torres? Eins og sást í dag þá leit liðið út eins og lélegt 2.deildar lið án þessara leikmanna. Einu leikmenn Liverpool sem geta unnið leiki eru nú frá……erfiðir tímar framundan.

  13. Jæja, eitt stig fyrir Benítez, tvö töpuð fyrir okkur stuðningsmenn !
    Djö….. kjúklingaskapur að nota ekki ekki Babel og El Zhar….
    Lucas gat ekki blautan og Aurelio settur inn þegar við þurftum að sækja.
    Djöfull getur þetta pirrað mann !……………..

  14. Skrítið að spila upp á jafntefli. Mjög skrýtnar skiptingar. Afhverju ekki að setja El Zhar inn, hann er búinn að spila vel, getur allavegna haldið boltanum. En Rafa trúði greinilega ekki að hann gæti unnið.

  15. Fjórir varnarsinnaðir miðjumenn geta ekki verið mikil ógn fram á við! Djöfull er pirrandi að horfa uppá þetta. Jájá, jafntefli á erfiðum útivelli blabla, hlusta ekki á þannig kjaftæði, við eigum að vinna þessa leiki. Punktur.

Aston Villa á morgun.

Aston Villa 0 – Liverpool 0