Þá er það komið á hreint að Fernando Torres verður frá næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla aftan í læri sem hann hlaut í leik gegn Aston Villa um helgina. Þetta þýðir að Torres verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi um miðjan september mánuð. Hann mun þá að öllum líkindum missa af stórleik gegn Man Utd þann 13. september og sennilega leiknum gegn Marseille í Meistaradeildinni nokkrum dögum síðar. Vonum að hann verði orðinn heill heilsu fyrir Stoke City þann 20.
Talsmaður Liverpool segir: “A scan this afternoon has confirmed a hamstring tear in Fernando’s right leg. He is expected to be out for between two and three weeks.”
Þessi meiðsli eru hreint ekki ný fyrir Torres þar sem hann meiddist einnig í fyrra aftan í læri og varð frá keppni í mjög svipaðan tíma eins og greint var hér frá á sínum tíma.
Það lítur út fyrir að þetta ætli að taka sig aftur og aftur upp hjá besta framherja heims sem eru ótrúleg vonbrigði. En bjarta hliðin á þessu máli er að þetta ætti að setja meiri ábyrgð á Robbie Keane sem verður væntanlega okkar fremsti maður í allavega næstu 2 leikjum. Mér hefur fundist vera stígandi í leik Keane og nú held ég að hann byrji að blómstra og fari að pota einu og einu!
En við vonum að Torres nái að hrista þetta almenninlega af sér sem fyrst, en verði samt ekki notaður of snemma eftir þessi meiðsli eins og gegn Arsenal í fyrra. En þetta skýrist nú allt á næstu vikum.
Þetta gat varla komið á verri tíma (þó ég hafi vrið að gantast hér áðan við einn blogaran) en ég held nefnileg alveg eins og þú siguróli að Keane fari í gang nún og fari að stja nokkur. Og það er líka lagerlaga rétt að það verður að leifa svona meiðslum að jafna sig lykil atriði að fara ekki of fljótt af stað, nú reinir á keane og vonandi Ngog með honum, hef mikkla trú á þeim leikmanni, lætur ékki mikið yfir sér, en skilar sínu…
Nú fær Keane vonandi að færa sig á kunnuglegri slóðir, sem central framherji. Á svona stundum er virkilega mikilvægt að eiga annan klassa striker svo að öllu öðru jöfnu ættum við ekki að hafa of miklar áhyggjur fyrir leikinn gegn MU. Hver veit nema þetta komi að góðu þar sem Rafn Beinteins neyðist til að slíta sig frá vanalegu uppstillingunni sem hefur ekki verið að virka sem skyldi.
1 Þetta gat varla komið á verri tíma ?!?!?!
Skásti tíminn fyrir menn að glíma við smávægileg meiðsli er í landsleikjahléi, er sannfærður um að El Nino og Stevie G verði klárir í slaginn gegn Man Utd.
Er sammála mönnum hér að þetta séu afleitar fréttir…
…
…en eitthvað segir mér að þetta sé mögulega upphaf “mind-games” milli Rafa og Fergie og að við munum sjá Gerrard og Torres koma til baka á undra skömmum tíma í tæka tíð fyrir stórleikinn.
Kannski þetta sé bara óskhyggja hjá manni
Ég held það nefnilega… Rafa setur endurkomutímann rétt ríflega til þess að þeir spili örugglega ekki einn af þessum landsleikjum og koma svo beint í leikinn gegn Man Utd. Eitt af trickunum hans Rafa.
Það væri óskandi að Gerrard og Torres myndu snúa aftur eftir gott hlé í landsleikjahrinunni.
Hins vegar ansi hræddum um að svo sé ekki. Nárameiðsl og aftanítognun er eitthvað sem grær ekki einn, tveir og þrír.
Vona bara að þeir snúi sem fyrst og aðrir leikmenn noti tækifærið og stígi upp. Einnig vonandi að það verði ekki margir kallaði í sín landslið svo að Benitez nái að skipuleggja liðið fyrir átökin gegn Man Utd.