Af hverju er Agger á bekknum?

Ég er einn þeirra sem hef undrað mig á því hvers vegna Agger hefur sitið síðustu 4 leiki Liverpool á bekknum, er hann ekki búinn að ná sér 100% eftir að hafa verið meiddur næstum allt síðasta tímabil? Er hann einfaldlega búinn að vera lélegur á æfingum eða fílar Rafa hann einfaldlega? Nema bara að Skrtel sé betri?

Núna hefur bæði Rafa og Agger tjáð sig opinberlega um stöðu mála og segir Rafa að Agger þurfi að leggja sig allan fram til að komast í byrjunarliðið en hann hafi jafnframt trú á drengnum.

“Martin Skrtel is a good centre-back, Jamie Carragher is very consistent and Sami Hyypia is a good option also, so Daniel needs to work hard if he wants to play and he knows that. We want two players for each position but Daniel has a very good mentality and he will be ready.”


Daniel Agger er hylltur sem frelsarinn hjá danska landsliðinu og er fyrsta nafnið á leikskýrsluna hjá Morten Olsen, þjálfara danska landsliðsins. Þegar Agger er spurður út í stöðu sína hjá Liverpool segist hann einfaldlega ekki vita hver vegna að hann spili ekki og að hann sé vitanlega ekki sáttur við gang mála. Rafa hefur ekkert rætt við hann persónulega hvers vegna hann hafi ekki spilað en vitanlega geri hann sér grein fyrir því að það sé samkeppni hjá félagi líkt og Liverpool.
(fyrir þá sem vilja rifja upp menntaskóladönskuna)

“Nej, nu er det jo bare at komme videre. Man må jo forvente, at der er noget konkurrence, ikke? Men som jeg startede med at sige, så synes jeg, at jeg er god nok, så jeg mener, at jeg er berettiget til det, så nu er det jo bare at vise det. Jeg gør alt, hvad jeg kan, i hvert fald.”

Við erum með 4 klassa miðverði í dag en ég er persónulega á því að Agger sé bestur af þeim öllum. Hann er sterkur í loftinu, gríðarlega vel spilandi og klókur varnarmaður. Ennfremur er hann þeim öllum fremir að spila boltanum út úr vörninni sem hefði t.d. nýst okkur vel gegn Villa á sunnudaginn var. Það má segja að þessi landsleikjapása komi sér vel fyrir Agger þar sem hann mun spila fullar 180 mínútur og koma vonandi fullur sjálfstraust tilbaka til Liverpool.

*myndin er tekin frá dr.dk

46 Comments

  1. Gæti ekki verið meira sammála þessu.. sama má segja um Babel! Hann hefur hraðann sem þarf í Enska boltann og hefur öðlast mikla reynslu á síðast liðnu ári.. e-h sem Benitez er alltaf að tala um, hversu mikilvægt er að hafa reynslu úr enska boltanum!! En afhverju í andskotanum setur hann þá Ngog inná í stað Babel? er einhver hér sem skilur hvað maðurinn er oft að hugsa í sínum innáskiptingum? sem er oft á tíðum alveg út úr korti að mínu mati!! En kannski er þetta bara ég…

  2. Hvern myndir þú vilja út? Carra eða Martin?
    Dossena er búinn að vera góður að mínu mati.
    Á Rafa að fara að setja Carra í hægri bak?

    Rafa að vísu viðurkennir það að það þýði ekkert að hafa Keane á vinstri kantinum.

  3. Alveg sammála. Klassaleikmaður sem bætir leik okkar manna. Carra og Skrtel eru vissulega góðir varnarmenn, en Agger hefur uppá fleira að bjóða og líklegri til að skora en margir af miðjumönnum okkar. Hann getur:

    -rakið boltann út úr vörninni á frambærilegum hraða
    -skorað með skalla
    -skorað með langskotum
    -sent í hlaupaleið miðju- og sóknarmanna (aðrir ágætir varnarmenn í okkar liði hafa tilhneigingu til að taka ristarspyrnur undir boltann svo hann svífur í fallegum boga á miðjan vallarhelming andstæðinganna þar sem undir hælinn er lagt hver fær hann, nú og útaf einnig)
    -auk þess er hann afar lunkinn í varnarleiknum

    Ráð að blása til sóknar, inná með Agger.

  4. Agger var einfaldlega slakur í útileiknum á móti Standard datt út úr liðinu, síðan hefur vörnin haldið og enginn ástæða til að breyta því sem vel gengur. Stend algjörlega með Hr. Benitez í þessu máli.

  5. Mér finnst persónulega Agger vera betri en Skrtel svona “overall”, þó svo að Skrtel sé drulluharður og líkamlega mjög sterkur, þá á hann það til að hlaupa út úr stöðu og selja sig af og til. Agger er mun betri á boltanum og einn af þessum miðvörðum sem er alltaf hættulegur þegar hann kemur í sóknina, feiknagóður skotmaður. Tek það samt fram að mér finnst Skrtel alls ekki slæmur leikmaður, síður en svo, mjög hrifinn af honum líka.

  6. Akkúrat Laddi. Mér hefur líka þótt Skrtel passa betur með Carra. Agger verður að bíða þolinmóður eftir sínu tækifæri og það mun kom fyrr en seinna og þá er bara undir honum komið að nýta það.

  7. Er Carra svona heilagur að hann hafi ekki gott af smá hvíld?
    Ég segi Agger og Skrtel saman í miðverðinum og gefur Carra verðskuldaða hvíld öðru hverju, hann er jú að verða partur af fortíðinni á meðan hinir tveir tilheyra framtíðinni.
    Svona er ég nú ruglaður 🙂

  8. myndi nú ekki segja að 30 ára varnarmaður tilheyri fortíðinni Carra á nokkur mjög góð ár eftir

  9. Ég verð að segja að þrátt fyrir að Carragher sé klassa varnarmaður þá finnst mér Skrtel og Agger bjóða uppá meira. Staðan er einfaldlega sú að nútímasóknarleikur byrjar í vörninni og krefst þess að varnarmenn geti sent boltann frá sér fram völlinn í stað stöðugra kýlinga. Carragher myndi í mínum bókum flokkast undir “old school” hafsent, með litla sem enga hæfileika á boltann. En ég ætla ekki að taka það af honum að þar er á ferð klassa varnarmaður sem er með hjartað á réttum stað. Veit ekki hversu oft ég hef hrósað honum fyrir tæklingu á síðasta augnabliki. En ég sé ekki hvað er að því að prufa Agger og Skrtel saman. Eru þeir báðir mun betri overall. Hlýtur stefnan að vera að spila sem bestan fótbolta og sjá hverju það skilar liðinu (fá gæði inní liðið og stilla svo strengina). Lít ég á liðið núna og ber það saman við það sem við höfum í höndunum í fyrra og þar sem við erum með núna niðurstaðan er að við erum betra FÓTBOLTAlið. Er það sökum fjarveru Riise og Crouch. One dimensional leikmenn, ég ætla ekki að gera alla brjálaða hérna með að segja að Carragher sé í sömu deild. En hann tapar samanburð við Skrtel og Agger þegar það kemur að því að halda boltanum innan liðsins, spila inná miðju/uppá sentera, taka bolta niður og skila honum frá sér – þar á hann sér ekki viðreisnar von og þar sem við stefnum á að vera betra FÓTBOLTAlið þá hljótum við að vilja það hafsentapar sem er betra overall……og fara þannig í áttina að því að spila góðan fótbolta – því Guð hjálpi okkur það gerum við ekki á weekly basis og höfum ekki gert í laaaangan tíma.

    Er það svo allt annar handleggur hvort þeir Agger og Skrtel nái saman..

  10. Þetta er bara rosalega einfalt og Agger veit það. Past er past og núna er það spurningin um að vinna sæti í liðinu og í öllum viðtölum sem ég hef séð og lesið þá veit hann manna best, fáranlega jarðbundinn gutti, að enginn á sæti í liðinu. Fyrir utan Gerrard.

  11. Það væri gott að taka smá cost and benefit analysis á þetta.

    Skrtel:
    Betri tæklari – betri staðsetningar – stöðugri – betri skallamaður – líkamlega sterkari – passar betur með Carra – harðari en andskotinn

    Agger:
    Betri sendingar – líklegri til að skora – styður betur við sóknina

    Fyrir mér er þessi samanburður svona 30/70 Skrtel í vil.

  12. Persónulega þá finnst mér Skrtel alveg frábær enda hefur liðið spilað fimm leiki núna og ekki er það varnarleikurinn sem hefur verið að plaga liðið. Það er hins vegar rétt að Agger hefur upp á margt að bjóða varðandi uppspilið en ég get skilið að það taki hann tíma að fá klárt sæti í byrjunarliðinu þegar hann hefur verið meiddur í tæp tvö tímabil. Ég segi bara Skrtel í bakvörðinn og Babel á hægri og Riera á vinstri í 4-3-3.

  13. Sælir félagar.
    Já Carra er ósnertanlegur sem fyrsti kostur í miðvörð. Kostir hans sem leikmanns og liðsmanns eru gífurlegir. Hann gefst aldrei upp, rekur menn áfram, er ótrúlegur tæklari og hefur bjargað ótrúlegum fjölda leikja með afburðavarnarleik. Þetta vegur á móti einhverjum takmörkunum með að koma bolta í leik annað slagið. Ekki það að Carra spilar boltanum oft fram þegar aðstæður eru honum hagstæðar en einn af kostum hans er að hann þekkir sín takmörk og teflir því ekki í tvísýnu ef svo ber undir að hann er undir pressu. Þá hreinsar hann útaf og endurskipuleggur vörnina.
    Enda er staða varnarinnar góð en hinsvegar gengur illa að skora mörk. Ég vil biðja menn að hafa þetta í huga en á móti er það að bæði Daniel og Martin eru frábærir varnarmenn og hafa marga kosti en eru þeir þeir leiðtogar sem þarf til að stýra vörninni. Auðvitað þarf að slípa þá saman en það á ekki að gera það á kostnað Carra heldur í leikjum það sem ekkert er undir eða eru þegar unnir af því að auðvitað mun koma að því að goðsögnin og snillingurinn Carragher dregur sig í hlé. En fram að því er hann fyrstur og fremstur meðal jafningja.
    Það er nú þannig

    YNWA

  14. ég er þeirrar skoðunar að vörnin sé fín eins og hún er núna. agger kemur inn í þetta þegar að rafa telur hann vera tilbúin til þess. mér finnst skrtel vera frábær varnarmaður og uppspil hans er ekkert sem ég hef að setja út á. ég er þeirrar skoðunar að miðjumenn beri mikla ábyrgð á uppspili, þeir koma niður, snúa og bera boltann upp á hinn miðjumanninn, kantmenn, bakverði sem koma í hlaup, framherja sem koma niður t.d…
    varnarmaður á ekki að fara langt með boltann, hann á einfaldlega að spila boltanum aftast við línuna og láta svo miðjumanninn fá boltann. ég er lítt hrifinn af varnarmanni sem hleypur úr stöðu sinni í open play bara til að koma boltanum upp þegar aðrir menn hafa tök á því.

    ekki misskilja mig, agger er frábær leikmaður, en carra og skrtel eru að fá eitt mark á sig í 3 deildarleikjum og 0 mörk á sig í 270 mín á móti Standard Liege þannig ég tel að rafa sé að gera rétt með að láta agger bíða um stund.

    það verður líka að veita því athygli að agger hefur verið meiddur gríðarlega lengi og það vantar líklega töluvert upp á spilformið hans. en þrátt fyrir það þá er agger hágæða leikmaður og ég er handviss um að hann fái tækifæri fljótlega og þá getur rafa farið að skoða það að setja hann í byrjunarliðið, en ekki fyrr en þá.

  15. Þórhallur #8 ég sagði aldrei að hann tilheyrði fortíðinni, ég sagði að hann færi að verða partur af fortíðinni.
    Svo vil ég bæta því við að mér finnst það vera skrítin skilaboð að segja að allir verði að berjast um sætið sitt í liðinu þegar það er svo greinilegt að nokkrir þurfa þess alls ekki.
    Tek það fram að Carra hefur verið að standa sína plygt með príði en hvað með Captain Fantastic sem hefur oft hengt haus og verið drullu slappur en gengur að sínu vísu?
    Bara að pæla sko.

  16. Carra er ekki heilagur og hann hefur sína galla en það má ekki gleyma hvurslags leiðtogi hann er á velli og stjórnar vörninni. Hann nær því besta fram í Martin og Agger sem gerir það að verkum að þeir hafa spilað. Þó svo að Martin og Agger yrði stillt upp saman myndu spila saman þá er það ekki ávísun á að þeir haldi áfram að spila eins vel og þeir hafa gert.

    Meðan liðið heldur áfram að halda hreinu þá er mjög erfitt fara gera breytingar, slíkt gæti bara ruglað varnarleikinn. Agger á eftir að fá tækifæri og hann verður þá bara að nýta það þegar það gefst. Það er fátt meira þreytandi en þegar menn fara væla yfir því að vera ekki í liðinu og það hjá Liverpool. Það á enginn að eiga öruggt sæti í slíku liði. Menn mættu taka leikmenn eins og Eið Smára hjá Chelsea og Beckham hjá Madrid sér til fyrirmyndar, þegar þeir voru úti kuldandum, með því leggja harðar að sér á æfingum og vera tilbúnir þegar tækifærið kemur. Ekki vera væla í fjölmiðlum!!!

  17. Vá, ég sem var farinn að halda að þessi Agger ást væri alveg blind. En rosalega er ég ánægður að sjá hvað margir átta sig á mikilvægi Skrtel í þessu liði.

    En spurningin er auðvitað ekki hvort annar sé lélegur eða ekki, þeir eru báðir frábærir leikmenn og þeir eiga báðir heima í þessu liði.

    ……og JÁ, Carra á fasta setu í þessu liði!! Hann er einn af máttarstólpum liðsins og liðið er í raun byggt upp á þessari tvennu, Carra og Gerrard. Þetta eru mennirnir sem stjórna liðinu alveg frá því að þeir mæta inn í búningsklefa fyrir leiki og þangað til menn eru komnir heim til sín.

  18. 15 Olli
    Ég held að þú sért að reikna leikina á móti standard sem þrjá 90+90+90
    en þeir voru tveir með framlengingu 90+90+15+15=210. Getur auðvitað líka bara verið stafsetnarvilla hjá þér.

  19. Agger er frábær leikmaður og leiðinlegt að sjá hann á bekknum. En vörnin hefur ekki lekið á tímabilinu þannig að það er kannski ekki ástæða til að vera breyta henni mikið. Agger mun fá sín tækifæri á leiktíðinni og ég er sannfærður um að hann mun nýta þau vel.

  20. eyþór, ég þakka leiðréttinguna 🙂
    hálf vandræðalegt, en ég var einmitt að gera heimadæmi í stærðfræði III þegar ég skrifaði þetta comment, sérstakt 😀

  21. Er ekki ráð að hafa Agger í vörn, þegar að Liv er að spila á móti liðum sem pakka í vörn, en Skrtel þegar að er spilað á móti sókndjarfari liðum. Bara smá hugmynd. 🙂

  22. Agger inn með Carrager. ólíkir, bæta hvorn annan upp og eru okkar bestu miðverðir klárlega.

  23. Olli, auk þess spilaði Agger fyrri leikinn á móti Standard og Hyypia Sunderland leikinn. Skrtel og Carra eru búnir að spila saman núna í ca. 300 mínútur í röð, 90+120+90.

    Ég held við ættum að spyrja okkur hvort Carra sé betri hægri bakvörður en Arbeloa eða hvort Agger sé betri vinstri bakvörður en Dossena/Aurelio …

    Gæti þessi varnarlína einhvern tímann átt rétt á sér?:

                 Masch
    

    Agger – Hyypia – Skrtel – Carra
    Reina

    Bara pæling …

  24. hehe….góð pæling Nafni.

    Það væri gaman að sjá þennan hóp rölta inn í teig andstæðingana í hornum, úfff 🙂

  25. ef carra skiptir svona miklu máli mundi ég hafa þetta svona
    carra agger skertel dosena

  26. Væri ekki bara fínt, verandi með 3-4 frábæra miðverði en enga bakverði á sama kaliberi finnst mér, að taka bara bakverðina út og spila með 3 í vörn og fjölga framar

  27. Mér finnst bara nokkuð jákvætt vandamál að vera með 3 mjög góða miðverði og einn þaulreyndan að auki sem berjast um stöður. Mjög mismunandi leikmenn með mismunandi eiginleika sem er það sem allir stjórar vilja hafa. Það eru margir leikir framundan og ég efast ekkert um að Agger fái sinn séns. Það sem fer í mig varðandi Skrtel og Carra er hvað boltinn vill stoppa mikið þarna aftast þegar reynt er að byggja upp sóknir, endar líka of oft með háum sendingum sem ekkert verður úr.

  28. Ég held að þessi óþolandi spörk fram völlinn séu ekki bara vegna þeirra sem spila í miðvarðastöðunni. Þessi taktín er algjörlega skammarleg fyrir lið af svipuðu kaliberi og Liverpool. Þessi taktík breytist ekkert þó Agger sé inná…hann sparkar upp völlinn í von og óvon alveg eins og hinir og alveg jafn misjafnar sendingar og hjá Carra og Skrtel. Þetta er einhver taktísk gelding sem virðist vera komin frá Rafa.

    Mjög undarlegt!

  29. ??? Annað hvort er Rafa genginn af göflunum, eða hann er að blöffa hin liðin. Ég hallast að því síðarnefnda.. Ekkert VÆL Áfram LIVERPOOL

  30. Rafa á bara að vera ánægður með það sem hann fær, koma sigurvilja og keppnismóði í mannskapinn í stað þess að vera væla um að bekkurinn sé ekki nægilega góður. Því þegar á leikdag er komið þá eru það þeir 11 sem eru inná sem skila sigri.
    Jú auðvita er gott að eiga leynivopn á bekknum.

    En ef þeir sem eru inná geta ekki tekið skot á markið þá er það annsi slæmt.

    Áfram Liverpool í gegnum súrt og sætt.

  31. Æji plís, hvaðan er þetti “frétt” tekin?
    Það kemur hvergi fram, og að auki eru íslenskir netmiðlar afar duglegir að sleikja upp slefið sem ruslmiðlar Bretlands láta frá sér.
    Það er algerlega óhugsandi að Rafa segi svona nokkuð þegar 3 leikir eru búnir af tímabilinu og liðið á toppi deildarinnar ásamt Chelsea.
    Frekar finnst mér líklegt að hafi hann hafi verið að tala um stóru myndina þ.e. að erfitt sé og verði fyrir Liverpool að standa í keppni við þessi lið sem hafa gengdarlaus fjárráð.
    Og það er einmitt málið, nema fyrir eitthvað mjög óvænt eins og t.d. að Albert Riera reynist verða alger snillingur sem brilleri ásamt fleiri leikmönnum liðsins, þá er til lítils að ætla honum að stýra Liverpool til sigurs gegn mikið sterkari liðum.

  32. Nú er ég ánægður með Rafa. Smá sálfræði til að auka væntingar til þeirra liða sem hafa eitt stórum fjárhæðum í leikmenn. Væntingar sem mancity mun aldrei standa undir og ég hef góða tilfinningu fyrir þvi að manu muni verða í erfiðleikum í vetur.

    Ég er núna meira spenntur fyrir liðinu en ég hef verið í mörg ár. Mér finnst vörn og miðja afskaplega vel mönnuð og er spenntur að sjá hvort að sóknin smelli ekki líka í vetur.

    Í raun er enginn lengur í liðinu sem fer í taugarnar á mér. Í mínum huga höfum við losað okkur við góðann slatta af meðalmönnum sem tóku pláss frá ungu strákunum okkar. Gangi ykkur vel Riise, Finnan, Crouch og Voronin (og Pennant með varaliðinu). Ykkar tími var einfaldlega kominn. Þetta jafnast á við að fá einn góðan leikmann í mínum huga.

    Um hvað erum menn líka að deila. Hvort Agger eigi að byrja eða ekki. Lúxusvandamál segi ég. Og hvað með Hyppia sem átti frábært tímabil í fyrr. Og ef menn hafa áhyggjur af hægri bakverðinum þá leysir Carra það bara einfaldlega. Hann hefur sýnt að hann getur verið frábær þar eins og annars staðar á vellinum.

    Hef svo engar áhyggjur af bakvarðastöðunum í fyrsta sinn lengi, lengi. Arbeloa, Dossena og Aurelio eru allir virkilega sterkir leikmenn og menn til að bakka þá upp ef eitthvað fer úrskeiðis.

    Og miðjan. Masc. og Alonso. Tveir bestu miðjumenn í heimi og algerlega heimsklassa. Arsenal menn væla nú yfir að hafa ekki náð í Alonso. Hið besta mál. Gerrard, Leiva og Plessis til að leysa þá af ef eitthvað bjátar á. Mjög gott.

    Kantarnir. Veikur hlekkur? Babel, Gerrard, Riera, Kean, Kuyt, Benayoun og El Zhar. Ja – hreint ekki svo slæmt.

    Frammi. Torres, Torres, Torres, Keane, Ngog, Kuyt og að sjálfsögðu Gerrard. Þarna þurfum við f.o.f. að vera heppnir með meiðsli en afar gott að fyrst Torres og Gerrard voru að meiðast á annað borð að þeir gerðu það um leið og landsleikjahléið byrjaði.

    Málið er að hópurinn er vel massívur og ef Rafa heldur rétt á spilunum gæti þetta lið gert afar góða hluti. Þetta er kannski ekki dýrasta liðið í deildinni en ég hef betri tilfinningu fyrir þessum vetri en oft áður. Hraði gæti verið vandamál framm á við en ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af því. Við eigum eftir að skora helling af mörkum.

    Nú er bara að allt smelli og að menn verði með toppstykkið í lagi (sérstaklega eigendurnir) þá gætum við gert verðuga atlögu að titlinum.

    Áfram Liverpool sem aldrei fyrr!

  33. Eru menn að kvarta yfir vörninni? Hefur það ekki verið okkar sterkasta staða í mörg ár ? Persónulega finnst mér vörnin hafa verið að smella í síðustu leikjum, og Skrtel hefur sýnt að hann er virkilega góður varnarmaður. Þannig mér finnst að Skrtel eigi það fullkomlega skilið að vera í byrjunarliðinu. Að fá á sig eitt mark í þremur leikjum (í deildinni) er fín tölfræði. Getur vel verið að Agger sé betri fótboltamaður en Skrtel, en til hvers að breyta vörn sem gengur vel?. Engin rök fyrir því að henda manni út sem hefur verið að standa sig vel, sérstaklega fyrir mann sem hefur verið meiddur í ár. Agger er kannski orðinn góður af meiðslunum en hann hefur varla spilað í heilt ár, það tekur einfaldlega tíma að finna taktinn aftur. Ég treysti Rafa algjörlega í að meta það hvenær hann er ready…En ekki misskilja mig, ég er mikill Agger fan, en Skrtel er bara helvíti góður líka þannig það liggur ekkert á að henda Agger inn.

  34. Ætla menn ekkert að fjalla um það hversu lítið Jamie Carragher er að gera úr sjálfum sér með ævisögu sinni?

  35. Já er það Nonni? Hvernig er hann að gera lítið úr sjálfum sér? Mér sýnist þetta vera bara týpískur Carra, hreinskilinn fram í fingurgóma og mjög passionate.

  36. Mér finnst nú ummæli hans um hvernig hann afgreiddi Rigobert Song ekki honum til framdráttar. Ekki heldur ummæli hans um Lucas Neill sem ég get ekki skilið á annan hátt en að hann hefði gefið grænt ljós á að Neill yrði laminn ef David Thompson hefði ekki verið með honum.
    Ég hefði ekki haldið að þetta væri týpískur Carra en kannski skjátlast mér.

  37. Já Kárinn, ég er þér einfaldlega ekki sammála. Rigobert Song dæmið er nú bara hlutur sem gengur og gerist á æfingasvæðinu, þ.e. að þar eru menn ekki alltaf mestu mátar. Rigo gerði grín að Carra og hann fór full force inn í 50/50 tæklingu og lét þann sem var að berjast við hann um stöðuna vita af því að hann ætti ekki að vera að gera grín að sér fyrir framan liðsfélagana.

    Varðandi Lucas Neill dæmið. Hann segir orðrétt í bókinni: “Did I really want Neill to take a crack?”. Sem sagt setur þetta upp sem spurningu, en svarar henni í rauninni ekki, heldur leiðist þetta út í að David Thompson hafi verið þarna líka og hann hafi sagt þeim að gera þetta ekki. Þarna kemur ekki fram hvað þessir gaurar hafi haft í hyggju, hvort það átti að flokkast beint að ganga í skrokk á dýrinu (eins og reyndar hann gerði við Carra) eða bara almennt bögg. Þetta er ævisaga og menn reyna að krydda þær vel til að gera þær sem mest krassandi og því er þetta látið hanga svona í lausu lofti. Ég leyfi mér að efast um að Carra hefði beðið þá eða gefið þeim leyfi til að lúskra á gaurnum, því eins og fjölmiðlabransinn á Englandi er, þá hefði það væntanlega haft mikil áhrif.

    En kannski er maður bara svona blindur á Carra kallinn, hann er og verður total snillingur í mínum augum, og það sérstaklega persónan Carra.

  38. Mér finnst Skrtel einfaldlega betri en Agger.

    Skrtel er algjört skrímsli hann er stór og sterkur og er betri skallamaður og meira tröll en Agger.
    Agger er betri á boltan en það er ekki nóg til þess a ðslá út Skrtel.

    Eftri 2-3 tímabil þegar það fer að hægjast enþá meira á Carragher, þá held ég að Carragher tekur svona Hyypia hlutverk hjá Liverpool og verður leiðtogi sem er ekki alltaf að spila og Agger go Skrtel verð besta miðvarðaparið í enska boltanum.

Hvernig eigendur viljum við?

Eigendamál