Þegar Roman keypti Chelsea með öllum sínum stóru yfirlýsingum og risaleikmannakaupum blöskarði mér líkt og flestum öðrum og fannst afar ólíklegt að þetta yrði fótboltanum til framdráttar, eins ég taldi mér trú um að þetta væri ekki eitthvað sem ég vildi að “kæmi fyrir” mitt lið.
Síðan hafa Chelsea unnið tvo titla, einn bikar og verið í fremstu víglínu í flestum keppnum sem þeir hafa tekið þátt í, klúbbnum var bjargað frá fjárhagsvanda og fékk í staðin eitthver mestu gullár í sögu klúbbsins. Samt enn þann dag í dag vil ég telja mér trú um að þetta hefði ég ekki viljað hjá Liverpool, jú að sjálfsögðu hefði ég fagnað velgengni eins og vitlaus maður og haldið áfram að styðja mitt lið, en það væri samt eitthvað bilað, eins og eitthvað myndi vanta. Til að útskýra hvað ég er að meina þá tek ég sem dæmi að meistaratitill Evrópu með Liverpool hlítur að vera Gerrard meira virði heldur en að hafa “keypt” tvo englandsmeistaratitla með Chelsea. Ég hef aldrei borið virðingu fyrir Chelsea eftir að Roman keypti félagið og neita því staðfastlega að það sé bara öfund. Ég ber mun meiri virðingu t.d. fyrir Arsenal og þeirra stefnu og hell ég segi það bara blákallt, United líka. Þeir hafa þó komist þetta meira á eigin verðleikum….ásamt því að þeir voru “ljónheppnir” ef svo má segja með tímasetninguna á sinni gullöld hvað aukið flæði peninga inn í fótboltann varðar.
En þrátt fyrir þessa rosalegu innkomu Romans 2003 og þennan ógeðfellda uppgang United og fjárhagslegan styrk þeirra hefur enska deildin aldrei verið vinsælli og sterkari, það eru stjarnfræðilega mikið hærri upphæðir í boði og alltaf fleiri og fleiri lið að bætast á þennan svokallaða Rich owner´s list. Svo virðist sem allir vilji taka þátt í fjörinu og ullarhattar (stundum í bókstaflegri merkingu) frá bandaríkjunum og alveg til Tælands eru að kaupa ensk lið og leika sér með þau eins og maður gerði í Champ. þegar hann var hip og kúl. Tottenham (sem reyndar er stór klúbbur) er búið að kaupa leikmenn í bílförnum undanfarin ár án þess að hafa sínt nokkurn árangur í áratugi, með hjálp frá öflugu fjárfestingarfélagi. Newcastle búa svo vel að eiga ríkan aðdáanda og vilja vera með, Portsmouth hafa styrkt sig gríðarlega á fáum árum og meira að segja Aston Villa virðist geta eytt meiri pening heldur en okkar ástkæra Liverpool um þessar mundir, og þó erum við alveg jafn mikið búnir að taka þátt í þessu og komnir með nýja og “ríka” eigendur.
En ástæðan fyrir pistlinum og afhverju við vildum henda inn sér umræðu um eigendamál í enska boltanum eru hin vægast sagt mögnuðu kaup einhvers doktors frá Abu Dahbi á Manchester City og ekki síður gjörðir hans og yfirlýsingar á þessum örstutta tíma sem klúbburinn hefur verið í eigu kappans. Þegar maður sér svona fréttir fær maður flestar sömu tilfinningar og maður fékk þegar Roman keypti Chelsea, gott ef þær eru ekki sterkari nú. Það er fyrir það fyrsta vægast sagt stórmagnað að á einni nóttu nái City…. Manchester City að yfirbjóða Chelsea og hrifsa til sín þeirra helsta takmark þetta sumarið. Ekki stoppuðu þeir þar heldur buðu líka í Berbatov og “neyddu” þannig United til að borga það verð sem Spurs vildi fá fyrir hann. Á sama tíma buðu þeir einnig í David Villa, einn heitasta bita sumarsins og Mario Gomez, sem ég eiginlega fatta ekki afhverju þeir fengu ekki, og þeir létu mann nánast trúa að þeir væru til í að kaupa þá alla fjóra. Allt þetta á 12 klukkutímum!! Maður er bara feginn að þeir keyptu ekki klúbbinn fyrr því að ekki eru þessir nýju vinir okkar hættir þarna, heldur “hóta” að kaupa Ronaldo, sko Cristiano Ronaldo, Fernando “minn” Torres og Cesc Fabregas sem er á sama stalli og hjá Arsenal og Torres og Ronaldo eru hjá sínum klúbbum.
City var nú orðið frekar stórt fyrir með mannréttindafrömuðinn Frank Sinatra í brúnni, en þetta er að mínu mati vægast sagt að fara illa úr böndunum með þessu útspili, þarna verður til á einni nóttu (og ekki einu sinni það) enn einn ofurklúbburinn sem kemst að öllum líkindum innan skamms á stall sem einn af stóru klúbbum enska boltans og líklega þess evrópska að auki á því einu að eiga moldríkan eiganda, hreint alls ekki á eigin verðleikum, sinni uppbyggingu eða góðri rekstrarstefnu í gengum árin.
Manni verður bara óglatt við að hugsa út í þetta, er þetta virkilega sú stefna sem við viljum í boltanum? Lið eins og Chelsea, Man City og QPR verði ríkustu lið heims á augabragði án þess að gera nokkurn skapaðan hlut, nema jú stefna í gjaldþrot!! Ef ég nota champ. aftur sem samlíkingu þá er þetta eins og svindla í þeim ágæta leik, og ég hef aldrei haft mikla ánægju út úr því að vinna með því að svindla. Kannski er ég að hugsa þetta vitlaust en ég er á því að lið eins og United, Arsenal og Liverpool hafi gert þetta aðeins meira á eigin verðleikum yfir nokkur ár!! Eða er alveg sama þróun í gangi hjá þessum liðum, bara mun hægari og ekki eins áberandi?
Það er allavega nokkuð ljóst að innan fárra ára þarf að grípa til einhverra aðgerða, þessi leikur auðjöfranna á ekki eftir að vara endalaust og fyrr eða síðar mun áhugi þeirra dvína og í kjölfarið einhver stórveldi hverfa af sviðinu. Rómantíkin í kringum fótboltan er allavega aðeins víkjandi og fyrir framan okkur er alltaf að verða meiri og meiri iðnaður, þetta snýst orðið meira um peninga heldur en fótbolta og titla og margir leikmenn virðast líta í dag á fótbolta sem vinnu, frekar en æskudraum sem þeir eru að lifa.
En þá er komið að vandamálinu og hinni áleitnu spurningu, hvað viljum við?
A – Viljum við að Liverpool dragist hægt og bítandi afturúr sökum þess að félagið neitar að eyða langt umfram getu og fái sína peninga til leikmannakaupa að mestu leiti út úr góðum og sjálfbærum rekstri félagsins. M.ö.o hafa áfram ríka en bara ekki nógu ríka eigendur til að geta keppt fjárhagslega við olíugreifana? En að sama skapi halda þannig að eitthverju leiti í uppbyggingarstefnu klúbbsins og í raun þau gildi sem hann er byggður á!?
B – Eða viljum við að klúbburinn lifi í núinu og verði þáttakandi í þessum skrítna auðjöfraleik sem er í gangi, verði keyptur af, að því er virðist, NÁKVÆMLEGA eins fyrirtæki og keypti Man City, frændum þeirra hinu megin við sandhólinn í DIC. Eigendur þess ágæta félags hafa sannað í Dubai að það er hægt að byggja fáránlega mikið upp á skuggalega skömmum tíma og geta ekki litið annað en gríðarlega spennandi út fyrir þá sem samgleðjast liðum eins og Chelsea, QPR og Man City.
Fyrir mér eru þetta nokkuð strembnar spurningar, auðvitað vil ég að Liverpool verði algjörlega sjálfbært og nái samt að keppa við þessi nýríku lið, ásamt fyrri höfuðandstæðingum. Eins geri ég mér grein fyrir að það er harla ólíklegt og fyrst og fremst vil ég nú bara fagna því að Liverpool vinni titla! En á þessum tímapunkti, þegar við virðumst ekki vera þáttakandur í þessum ofur auðjörfaleik þá lítur ekki út fyrir að það sé eins gaman að vinna titla með þessum hætti, það bara getur ekki verið sama tilfinningin. Líklega væru margir Chelsea, City eða QPR aðdáendur til í að benda mér á að það sé ekkert minna gleðilegt að vinna með hjálp frá guðmávitahverslenskum auðjöfur…..og líklega myndi ég fara í þann pakka líka ef ég setti mig í þeirra spor!! Ég er bara einfaldlega of háður Liverpool til að geta komið með yfirlýsingar þess efnis að ég hætti að spá í eða halda með liðinu ef þeir verða næsta olíufurstaævintýri, ég veit að það er ekki satt. En ég bara get eiginlega ekki óskað þess að liðið verði næsta Manchester City. Á sama tíma er ég langt frá því að vera aðdáandi Gillett og Hicks, en sú andúð er mikið til byggð á brotnum loforðum þeirra og stórbrotinni stjórnun þeirra á síðasta ári.
Besta í stöðunni væri líklega bara að hugsa þetta ekki svona djúpt, vera ekkert að spá í heildamyndinni og of langt fram í tímann, því það er nú einu sinni svo að sælir eru einfaldir.
Ég persónulega er með óbragð í munninum yfir þessum City-farsa. Raunar hef ég verið með óbragð í þónokkurn tíma vegna stefnu boltans, en núna er það orðið svo ógeðfellt og yfirþyrmandi að ég held í alvöru að kærastan mín finni andfýluna úr mér vegna þessa.
Þegar ég las fyrst um þetta velti ég í fullri alvöru fyrir mér að hætta einfaldlega að fylgjast með fótbolta. Ég er ekki enn búinn að gera upp hug minn hvað það varðar, en er alvarlega að hugsa um það. Ég er algjörlega sjokkeraður útaf því hvert enski boltinn virðist vera að stefna og um leið fótbolti yfirhöfuð. Ég sé fátt gaman við þetta og fátt gleðilegt. Þetta er bara viðbjóður, hreinn og klár viðbjóður, og ég get ekki ímyndað mér að það verði gaman að fylgjast með enska boltanum áfram ef brjálæðislegar yfirlýsingar þessa Abu Dabi gaurs ganga eftir.
ertu að segja mér að þú viljir ekki fá ríka eigendur inní félagið?? ..það er tvennt ólíkt að byggja upp nýtt lið með peningum eða byggja upp nýtt lið í kringum bestu mennina sem fyrir eru.. og þá er ég að tala um Gerrard, Carra, Torres, Masch og Reina! Sama og Chelsea gerði.. þeir gera allt til þess að halda í Terry og Lampard! Auðvita vilja menn halda í stráka sem koma uppúr unlingastarfinu en þeir vaxa sko ekki úr grasi þarna í liverpool borg! þannig að fyrir mig vill ég bara losna við þessa eigendur fyrst og fá einhverj olíufursta sem á sand af seðlum! en það þarf ekki að eyða þeim öllum:)
Rasisti!
Sammála Togga. Frekar þreytt þróun.
Persónulega finnst mér þetta ekki vera jákvæð þróun. Hvað er hægt að gera?
Einn möguleikinn væri að setja launalak á liðin. Annað væri að setja takmark á leikmenn utan ESB.
Ég held að þessi þróun sé ekki til framdráttar fyrir enska boltann. Þetta á eftir að koma niður á enska landsliðinu enn þá meir en nú hefur gert. Færri heimamenn munu hafa efni á því að sækja heimaleiki liða sinna þar sem að miðaverð á eftir að rjúka upp.
Ég held að enska knattspyrnusambandið þurfi alvarlega að fara huga að þessum hlutum þar sem að þróunin er sú að liðin eru meira að hugsa um skammtíma árangur og leggja ekki áherslu á uppbyggingu yngri kynslóða.
Vissulega myndi maður fagna betri bakharls hjá Liverpool en á sama tíma veltir maður fyrir sér hvort að enska deildin sé að snúast út í einhverskonar football manager milljarða mæringar víðsvegar úr heiminum.
Fótbolti hefur ekki verið spurning um ástríðu og hjarta síðan úrvalsdeildin var stofnuð á sínum tíma. Þegar deildarkeppninni var skipt upp í PREM og svo Football league hvarf allur glansinn af enska boltanum hvað mig varðar. Í dag finnst mér ekkert skemmtilegra en þegar litlu liðin eru að vinna þau stóru í bikarnum og komast sem lengst bara til að þau geti fengið auka pening til að geta skrimt aðeins lengur.
Það er náttúrulega út úr kortinu að lið sem eru í PREM fái meiri pening en t.d. liðin sem komast í riðlakeppni meistaradeildar evrópu. Það er að vísu markviss markaðsstarfssemi sem átt hefur séð stað hjá forkólfum Premier League og vissulega hafa þeir unnið frábært starf við að auka hróður deildarinnar, en ég vil meina að það sé á kostnað knattspyrnunnar. Því meiri peningur sem kemur inn í boltann, því minna tilefni er fyrir knattspyrnumenn að ná árangri. Það eina sem menn hugsa er að ná í feitan launaseðil og helst sem lengastan samning. Svo til að toppa þetta að þá er græðgin orðin svo mikil hjá mönnum (mikill vill meira!) að þrátt fyrir að blekið sé varla þornað á samningnum, geta menn fairð í bullandi fýlu ef liðið þeirra neitar tilboði stórliðs í þá rétt eins og þeir hafi gleymt því að þeir skrifuðu með ánægju undir langtíma samning skömmu áður. Það skortir allt hjarta og ástríðu í boltann í dag og í raun leitin að öðru eins í dag.
Þessi arabi sem keypti Man. City er gaur sem á eftir að fara alveg með fótboltann ef hann gerir það sem hótaði að gera í viðtölum sem birt hafa verið á netinu. Að bjóða t.d. 134m í Ronaldo hjá Scums yrði algjörlega dagurinn sem fótboltinn endanlega deyr. Þetta er þá eins og pistlahöfundur útskýrði vel í pistli sínum “eins og að svindla í Football manager leiknum, þ.e. að gefa sjálfum sér óendanlegan pening til að kaupa leikmenn”. Það er samt það sama með fótboltann og með efnahagslífið að eina leiðin til að draga úr verðbólgu og/eða fíflagangi sem þessum er að hreinlega sniðganga hlutinn (minnka neyslu).
Svo til að svara spurningunni að þá er það aldrei spurning hvort við viljum að Liverpool lendi í höndum milljarðamæringa eða ekki, heldur hvenær. Það er komin mjög mikil pressa á kanana að selja liðið því þeir eiga í erfiðleikum með að redda sér lánum fyrir leikvanginn eins og efnahagsstaðan í heiminum er. Þeir verða búnir að selja fljótlega eftir áramót og þá fer þetta til hæstbjóðanda hver sem það verður…því miður. Við megum samt ekki gleyma að Benitez hefur alltaf fengið nóg af pening til að eyða í leikmenn og mun meira en flest lið í PREM. Þótt hann hafi ekki fengið 100+ milljónir eins og Chelsea, Scums og Arsenal þá hefur hann alltaf haft úr nóg af peningum að ráða en bara gert magnkaup umfram gæðin sem er svo allt önnur ella.
Í alvöru talað, þá hugsaði ég um þetta líka. Ég fór í alvöru að spyrja mig hvort að ég gæti lifað eingöngu á áhuga mínum á körfubolta og hafnabolta.
Það má kannski taka það fram að þessi pistill spratt af hluta til vegna umræðu sem kom fram í síðasta pistli Kristjáns og svo emaila, sem hafa gengið á milli okkar pennanna á síðunni. Þeir eru góðir og menn kannski henda þeim inn þegar þeir vakna (ég er útí Svíþjóð og því á öðrum tíma).
Þetta er það sem ég skrifaði í mínum pósti:
Ein spurning, sem ég held að allir sem kvarti yfir litlum peningaútlátum þurfi að spyrja sig.
Nú er það ljóst að Liverpool skilar ekki þeirri afkomu að hægt sé að kaupa leikmenn fyrir tugi milljóna punda á hverju ári. Hvernig ætla menn þá að krefjast þess að liðið kaupi menn hægri vinstri þegar að liðið er augljóslega ekki að skila þessu í hagnaði.
Menn sem kvarta yfir því þegar að sumarkaupin samanstanda af kaupum á Degen+Dossena+Cavileri+NGog+Riera+Keane+Mascherano+Skrtel á samtals 62,5 milljónir punda (skv. LFChistory.net) – og sölurnar aðeins 20,5.
Liverpool skilaði ekki þannig afkomu að liðið geti á sjálfbæran hátt eytt 42 milljónum í kaup á leikmönnum á hverju ári.
Menn þurfa að spyrja sig hvort þeir vilji styðja lið, þar sem að peningur fyrir leikmannakaup kemur út frá góðum árangri í rekstri liðsins? Eða vilja menn lið þar sem að einhver sugar daddy spreða sínum peningi í liðið af því að hann fær standpínu af því, eða vegna þess að hann vill auka orðspor sitt eða hvað annað sem að hvetur skrilljónamæringa í þessum leikjum?
Ég vil fyrri kostinn – og þrátt fyrir að H&G séu að mörgu leyti fávitar, þá mega þeir allavegana eiga það að þeir tilheyra þeim hópi, sem ætla ekki bara að kasta peningum sínum í liðið á einhverju egó trippi, heldur vilja byggja það upp til að það geti skilað hagnaði. Það má vel vera að við þurfum að finna betri eigendur, en viljum við virkilega fá eigendur einsog Man City hafa uppskorið?
Ef við viljum seinni kostinn, þá mun árangur okkar ekki skipta máli. Þá skiptir ÞÚ sem aðdáandi liðsins nákvæmlega engu helvítis máli. Það skiptir engu máli þótt þú kaupir Torres treyjuna eða hvort þú kaupir Liverpool náttföt handa krakkanum þínum, þegar að liðið er hvort eð er á spenanum hjá einhverjum ríkum kalli. Þá skipta þínir peningar félagið nánast engu máli.
Er það staða sem við viljum?
Þegar ég las greinina og ummælin þá komu ýmsar þversagnir upp í hugann. Menn eru að tala um að Liverpool, Arsenal og Manutd hafi unnið fyrir þessu á sanngjarnann hátt…… ég er ekki sammála. Hvernig er hægt að segja að félag sem er með 5 til 50 sinnum meiri tekjur en annað félag í sömu deild sé að keppa á jafnréttisgrundvelli og hafi unnið fyrir því ? Seinustu ár hafa Liverpool (okkar ástkæra), Arsenal og Manutd keypt leikmenn fyrir tugi milljóna punda meira en þau hafa selt fyrir…… hvaða önnur lið en Chelsea hafa haft bolmagn til þess síðustu 5 ár. Hvaða samkeppni er það og hver hefur ekki orðið hundfúll ef Liverpool hefur ekki náð fjórða sætinu í deildinni? Í rauninni þá er staðreyndin sú að eftir að Chelsea kom til skjalanna þá hefur keppnin bara verið á milli fjögura liða á Englandi, Chelsea eyddi peningum og það voru bara þrjú lið sem höfðu bolmagn til að halda í við þá fjárhagslega en öll hin liðin hafa ekki getað verið með sökum fjárskorts. Nú þegar eitt lið í viðbót bætist í hópinn þá verða allir aðdáendur top four liðanna brjálaðir en í mínum huga eru þeir bara að segja að þeirra lið + hin þrjú séu þau einu sem megi vera í ósanngjarnri samkeppni………….. ” vegna þess að þau komu á undan með meiri peninga en öll hin liðin “
Ef við horfum á aðra hlið á teningnum en þá er það uppbyggingarstarfið hjá Liverpool og Arsenal. Hvaða lið á Englandi geta keppt við Liv. og Ars. á þessari vígstöð? Liv. og Ars. eru að kaupa unga og efnilega leikmenn í kippum á hverju ári fyrir dágóðar upphæðir sem á stundum eru hærri en lélegustu liðin í deildinni geta leyft sér að eyða í einn aðalliðsmann. Arsenal hafa verið að skila upp í aðalliðið fullt af góðum og efnilegum strákum úr þessu uppbyggingarstarfi sínu og ég geri ráð fyrir að Liverpool fari að gera það sama á næstu árum, jafnvel í ár ef svo ber undir. Ástæða þess að Utd og Chelsea eru ekki að gera þetta sama er sú að þau kaupa mun oftar nákvæmlega þá leikmenn sem þeim vantar hverju sinni en eru ekki að veðja á að einn af tíu verði leikmaður sem þeim vantar eftir nokkur ár. Vilja menn meina að það sé einhver samkeppni á þessu leveli? Eða eru menn bara sáttir við að sitt lið sé að gera það gott með alla sína fjármuni og vilja ekki bjóða neinum öðrum inn í success klúbinn því þá verður minna success hjá okkur?
Ég myndi segja að nýjir eigendur Man City séu í raun að lyfta liðinu upp á sama plan og top four liðin eru á í dag. Gæti reyndar verið að liðið færi ofar en á top four pallinn…. gæti skotið þeim inn á top three pallinn. Þar sem það er staðreynd að Che og UTD eru með meiri aura milli handanna en Liv. og Ars.
Þetta er einfaldlega ömurleg þróun. Ég neita því þó ekki að maður vill sjá sitt lið á toppnum og leiðin til þess í augnablikinu er ekki sjálfbær rekstur – vegna Roman. Þessvegna gladdist maður að einhverju leiti yfir kaupum Hicks og Gillett á liðinu – þó með smá varúð.
Man U og Arsenal hafa náð að reka sig nánast – ef ekki algjörlega – sjálfbært og eru þessvegna réttlátir kandídatar á þennan topp en að þrítugur fasteignasali frá Abu Dhabi ætli að eyða tugum milljarða í leikmenn fyrir Man City er bara rugl.
Ég held líka að gamli sósíalistinn í manni komi upp – ef hann á svona mikinn pening hefur hann verið að selja eitthvað á ósanngjörnu verði, hagnast á okri eða eins og Roman – einkavinavæðingu hjá gerspilltu stjórnvaldi. En það er önnur saga. Ætli það borgi sig ekki bara að fara að fylgjast með Leyton Orient, staðsettir á hentugum stað í London, auðvelt og ódýrt að fá miða á leiki, fín stemming og skemmtilegir leikir.
Eina leiðin til að Liverpool geti komist í flokk með Man U og Arsenal er að stækka völlinn og halda áfram að kaupa unga og efnilega leikmenn. Þetta var eitthvað sem menn sáu fram á hjá Arsenal og eru búnir að taka skrefið til fulls. Þeir eru með viðskiptaplan til 15+ ára sem stefnir að því að þeir klári afborganir af vellinum og geti þá farið að eyða peningum í leikmenn. Þangað til verða þeir að halda að sér höndunum í leikmannakaupum og eru auðvitað með stjóra sem ræður við að halda liðinu nálægt toppnum fyrir lítinn pening.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
Varðandi það að topp 4 séu í sérflokki, þá er það alveg rétt. Hins vegar hafa 3 af þessum 4 náð sér í áhangendur út um víðan völl með frábærum árangri í gegnum áratugi sem er væntanlega nokkuð sterkur tekjupóstur. Og treyjurnar skipta máli. Hver man ekki eftir því þegar Andy Cole var keyptur til Man U fyrir hagnaðinn af Man Utd superstore.
Ég þá? Ef þú meinar mig í þessu heilsteypta og vandaða kommenti þá var það allavega ekki ætlunin. Ég er að lýsa yfir áhyggjum af hugmyndafræðinni og þeim áhrifum sem svona skrilljónera kaup hafa. Það gildir einu hvaðan þeir eru og mín afstaða væri ekkert öðruvísi ef ullarhattar frá Íslandi væru að gera það sama og vinir okkar frá Abu Dhabi.
Ég vil hvetja menn að taka hausinn úr sandinum og horfast á við veruleikann.
Það er voðalega falleg hugsun að segjast ekki vilja halda með þínu liði nema að klúbburinn standi undir sér en hún er hinsvegar alveg óraunhæf í dag. Ég, sem hef verið harður stuðningsmaður liðsins frá unga aldri, vil frekar fá eiganda sem er tilbúinn að láta pening af hendi (öllu má nú samt ofgera) til að styrkja klúbbinn heldur en að reka hann þannig að hann standi bara undir sér.
Hvernig unnu Liverpool, Arsenal og man.utd. fyrir því að vera í topp fjórum á sanngjarnan hátt??? Að mínu dómi voru þessi lið einfaldlega heppin að vera með góð lið þegar peningar fóru að dælast inn í ensku deildina. Notthingam Forest voru yfirleitt með gott lið þegar Brian Clough var með liðið en þeir voru á niðurleið rétt áður en “góðærið” byrjaði annars hefðu þeir alveg eins getað verið eitt af “topp fjórum” í dag. T.d. finnst manni það rosalegur klaufaskapur af Newcastle að hafa ekki haldið sér við toppinn, það er nú ekki langt síðan þeir enduðu í 3. sæti í deildinni fyrir ofan okkur. En svo kom Roman og þeir héldu ekki í við hin fjögur liðin vegna glórulausra leikmannakaupa og skrítnar ákvarðantökur hjá stjórnarmönnum.
Auðvitað er það fáránlegt að einn maður geti tekið miðlungsklúbb og gert hann að stórliði en að mínu dómi, ef af verður, á þetta eftir að hrista verulega upp í topp fjórum-klúbbunum sem hafa verið að fjarlægjast restina meir og meir með hverju árinu. Það hefur verið hálfleiðinlegt síðustu ár að geta bókað fyrstu fjögur sætin fyrirfram.
Mér finnst farið að bera á aðeins þversögnum hjá þessum ágætu mönnum sem skrifa á þessari síðu. Menn eru alveg brjálaðir að Benitez fái ekki pening til þess að kaupa þá leikmenn sem hann þarf til þess að styrkja liðið nægilega mikið til þess að við getum farið að keppa við chelskí, manutd og arsenal af fullri alvöru. Þá vil ég helst minnast á Barry í því tilfelli. Það hafa verið mikið um skrif hér um möguleg kaup á honum og enn fleiri athugasendir um það. Perónulega finnst mér að ef Benitez þarf á leikmanni að halda og hann getur styrkt liðið þá eigi að kaupa hann. Mér finnst að Barry hefði átt að vera keyptur og bjóða í hann uppsett verð, ekki vera með þetta endalausa væl um það að það eru ekki til peningar og allir eru að koma illa fram við Liverpool liðið. Eins og Einar Örn benti á þá eru til þokkalega mikið af peningum hjá eigendum Liverpool en ekki endalausir.
Það virðist fara í taugarnar á mönnum þegar lið getur gert það sem við viljum að Liverpool geri. Keypt leikmenn á uppsettu verði og þurfa ekki að vera að “betla” um “smáaura”, eina eða tvær milljónir til eða frá. Er það öfund sem stjórnar skrifum manna að þeir ætli að hætta að horfa á enska boltann þegar menn eru keyptir fyrir metfé. Ætluðu þeir sömu menn að hætta að horfa á boltann þegar Liverpool keypti Stan Collimore fyrir metfé eða hafa þeir gleymt því. Ég er nokkuð viss um að aðdáendur annarra liða voru ekki sáttir við Liverpool þá. Þeir vildu að sitt lið gæti eytt svona peningum í leikmann sem átti að styrkja liðið.
Persónulega var ég þokkalega ánægður með það að chelskí þurftu að sjá á eftir sínu helsta skotmarki þetta sumarið í fangið á öðrum klúbbi. Það var svona þokkalega “gott á ykkur” fílingur. Ef Roman hefði keypt Liverpool árið 2003 og við sætum með 2 Englandsmeistaratitla í viðbót í safninu er ég nokkuð viss um að flest allir hér á þessari síðu væru ekki að tala um að það væri eytt of mikið í leikmenn. Mönnum væri slétt sama, allir væru að njóta ávaxtanna af þeim kaupum og búa sig undir hvaða undur væru næst í vændum.
Það er staðreynd að undanfarin 20 ár hefur sá peningur sem klúbbar hafa undir höndum til að kaupa leikmenn aukist gífurlega. Ég held að sú þróun eigi eftir að halda áfram, en kannski ekki eins mikið og undanfarin 6 ár. Það er bara spurning hvort að Liverpool eigi að taka þátt í því af fullum krafti eða þá af hálfum hug. Ég vill að liðið kaupi bestu mögulegu leikmenn í hverja stöðu en á sama tíma reyni að byggja upp góða unglingastarfssemi. Ef það verður settar upp reglur um að hvert lið þurfi að hafa X marka uppalda leikmenn á það bara eftir að gera unga góða leikmenn mun dýrari. Það mun ekki koma í veg fyrir eyðslu stórliðanna í leikmannakaupum. Þau munun færast neðar í aldurstigann í heildina en stórstjörnur munu áfram verða keyptar og seldar á milli liða.
Fótbolti er og mun vera áfram vörumerki. Lið eins og Liverpool eru verðmætt vörumerki. Til þess að það virki eru aðdáendur mikilvægir og eigendur liðsins vilja að þeir kaupi bolinn eða náttfötin því það er merki um það að vörumerkið hafi eitthvað verðmæti þótt að það hafi kannski ekki úrslitaáhrif á það hvort að stjórinn fái 50 eða 55 milljónir til þess að kaupa fyrir. Þannig að ég er ósammála félögum mínum í aðdáun á liðinu okkar að stuðningsmaðurinn skipti minna máli en áður. Ég segi að það er rangt. G&H sögði sjálfir að á nýja vellinum ætti að fá stuðningsmanninn til þess að “eyða” meiri pening. Þá hafa þeir átt við þá sem fara á 1-5 leiki á ári, eins og til dæmis okkur hér á klakanum. Gera þetta að fara á völlinn að meiri viðburði en það er á Anfield. Hins vegar átti ekki að blóðsjúga þá sem eru að fara á þessa 19 heimaleiki + bikarleiki á hverju tímabili.
Til þess að ljúka þessu málæði mínu þá segi ég bara að til þess að Liverpool eigi að bæta einhverju magni af bikurum í safnið þá þarf að breyta ýmsu hjá klúbbnum og líklegt er að það þurfi að fá eigendur sem eru tilbúnir til þess að eyða umfram tekjuöflun klúbbsins, m.a. í leikmannakaup og þegar bikararnir fara að koma í hús á það ekki eftir að skipta neinu máli fyrir flest alla stuðningsmenn og konur liðsins okkar.
Það væri gaman að geta haldið með liði sem vinnur þetta á rómantíkinni einni og sér, með heimaræktaðar stórstjörnur líkt og Carra og Gerrard en mundi kaupa heimsklassaleikmenn líkt og Torres en maður spyr sig bara eftir þetta Man City dæmi er það nóg? Gefum nú Chelsea að þeir gerðu þetta nokkurn veginn á þann hátt en bara í dáldið ýktum mæli með því að kaupa leikmenn á yfirsprengdu verði sem enduðu sem varamenn í hægri bakvörðinn. Ætli við verðum að horfa á topp 4 eftir 5 ár ManU, ManC, Chelsea og QPR (þeir voru allavega margfallt ríkari en allir eigendur í enska boltanum þar til City var keypt núna en ég veit bara ekkert hvort Al-Fahim sé ríkari en þeir). Mér persónulega lýst vel á þessa stefnu að ala leikmenn upp og kaupa tilbúna leikmenn í stóru stöðurnar. En það virðist vera að stefna í draumóra að vinna titilinn þannig …
Það væri samt forvitnilegt að heyra kaffistofuspjallið hjá Rafa, Sir Alex og Wenger eftir þessa 12 klukkutíma sem doctorinn frá Abu Dabi gat keypt leikmenn …
Hjartanlega sammála inntaki pistilsins.
Hef undanfarin ár kosið að líta svo á að Chelsea verðskuldi ekki virðingu og að titlar þeirra og velgengni teljist einhvern veginn ekki með. Jújú, auðvitað er liðið, og þeir leikmenn sem það skipa, í algjörum heimsklassa, en ég er ennþá að reyna að telja mér trú um að þetta sé bara hálfgert plat. Með tilkomu fleiri ríkra eigenda, sem breyta sínum klúbbum í ný Chelsea, sé ég fyrir mér að það verði ansi erfitt að þurfa allt í einu að “afskrifa” slangur af liðum í ensku úrvalsdeildinni – bara til að missa ekki áhugann.
Þetta er ömurleg þróun, og maður þarf virkilega að hugsa sinn gang. Það er margt annað sem hægt er að nota frítímann í en að fylgjast með svona sápuóperu.
(Svo get ég ekki annað en spurt hvað höfundur pistils á við þegar hann talar um fjárfestingarfélagið sem á Tottenham (ENIC). Jú, þeir eru öflugir að því leyti að þeir hafa umturnað rekstrinum. Síðustu misseri hefur félagið skilað hagnaði (27.7m pund í fyrra, væntanlega meira í ár), eftir lélega fjármálstjórn í mörg ár þar á undan. Þrátt fyrir (allt of) mikla leikmannaveltu er klúbburinn sjálfbær og ekki á spena eins né neins. Takk fyrir 🙂 )
Ég get vel skilið og samsamað mig þeim sem aðhyllast það sem menn eru að kalla rómantískar hugsanir um knattspyrnuliðið sitt. Auðvitað vegur það þyngra að vinna titla með sem flestum strákum sem eru uppaldir hjá klúbbnum heldur en að með þessari CM aðferð sem Abramovitch og þessi Abu Dhabi kall eru að nota.
En.
Ef það kæmu fréttir á opinberu síðuna í dag um að Microsoft hefði keypt Liverpool FC og Bill Gates ætlaði að helga sig verkefninu að fullu og ætlaði sér að vinna alla titla sem hægt væri og eyða hverju sem þyrfti til þess. Þá grunar mig að ég og fleiri þyrftum að endurskoða afstöðuna all snarlega.
Eða hvað ?
Frábær pistill Babu, ég tek heilshugar undir þetta!
Eins og Einar Örn segir þá spratt þessi pistill Babu af umræðu okkar pennanna á milli á tölvupósti. Hér er það sem ég sagði strákunum og er mitt álit á þessu máli:
Já, ég er hjartanlega sammála ykkur með þetta. Ég skrifaði minn pistil í nótt, eftir miðnætti, og ákvað eftir smá umhugsun að fjalla ekkert um þetta í honum, enda hefði þetta týnst inn á milli í þeim pistli. Ég var búinn að ákveða fyrir nokkrum dögum hvernig minn pistill yrði og hélt mig við það.
Hins vegar er klárt að við þurfum að ræða þetta. Vel orðaður pistill og helst góðar umræður í kjölfarið. Þetta snýst ekki um öfund í garð Man City, neitt frekar en þetta snerist um öfund í garð Chelsea. Þetta snýst um það eins og þið segið að þau lið sem eignast sykurpabba geta stokkið upp fyrir hin stóru liðin í hverju landi, byggt nær eingöngu á peningum sem standa fyrir utan rekstur og/eða velgengni liðsins. City hefur ekkert unnið sér þetta inn á vellinum eða í rekstri, hvað þá lið eins og QPR sem mér skilst að eigi ríkustu eigendur heims, en þau geta samt yfirboðið alla aðra núna.
Og ef lið eins og City, Chelsea og QPR geta skilið lið eins og Man Utd, Liverpool, Arsenal og Tottenham (sem hafa náð árangri og verið vel reknir klúbbar síðustu árin) eftir í reykskýi … hvað haldið þið þá að sé raunhæft hjá liðum enn neðar en það að vinna til afreka? Hvaða von hefur klúbbur eins og Nott Forest eða Aston Villa til að verða í fremstu röð í Englandi og Evrópu, eins og það var áður, án þess að eignast sína eigin sykurpabba?
Málið er að þessi kaup og ofurhegðun eigenda City á leikmannamarkaðnum á næsta ári (ef þeir standa við orð sín, þ.e.a.s.) gæti skekkt markaðinn það mikið að FIFA taki loksins á málunum. Ég hef sagt í mörg ár að knattspyrnan í Evrópu – og öðrum heimsálfum, á endanum, því hvert fara sykurpabbarnir annað en til Asíu og Suður-Ameríku þegar Evrópa er orðin mettuð? – mun aldrei lifa af til lengri tíma nema menn komi með LAUNAÞAK eða eitthvað sambærilegt inn til að tryggja sanngjarnan markað.
Þetta verður athyglisvert. Ég get ekki annað en hrist hausinn yfir því að það sé komið til lið í efri hluta Úrvalsdeildar sem getur yfirboðið Abramovich margfalt. Eins og Einar segir, þá vill hugsjónarmaðurinn í manni frekar sjá sinn klúbb rekinn sem fyrirtæki sem þarf að framleiða gróða til að geta stækkað, en um leið verður erfitt ef við lendum í því að horfa upp á LFC sitja eftir á meðan allir klúbbarnir í kring taka stökkbreytingum vegna sykurpabba. Ég vona bara að knattspyrnan – ekki bara Liverpool, heldur boltinn almennt – geti fundið grundvöll til að lifa áfram á þeim gildum sem menn eiga að venjast, í stað þess að verða eins og verðlaunahestar auðjöfra: leikföng.
Ömurlegur raunveruleiki, en lítið hægt að gera meðan leikreglurnar leyfa mönnum að spandera milljörðum á milljörðum ofan og versla með leikmenn líkt og gæludýr. Réttast væri að setja þak á þær fjárhæðir sem klúbbar mættu eyða í leikmannakaup á ári til að stoppa þennan farsa. Mér verður flökurt að hugsa til þess hversu miklu þessi Abu Dahbi apaköttur segist ætla eyða á næsta ári, hann gæti farið langleiðina á að ,fæða og klæða, þriðja heiminn með þessum fjármunum.
Vel mælt Babu og frábærar umræður einnig í kjölfarið.
Ég hef í raun ekki miklu við þetta að bæta þar sem næstum allt er komið fram.
Ég spyr frekar: Hvað er hægt að gera? eða Er hægt að gera eitthvað raunhæft til að sporna við þessari þróun?
Við erum eignu skári en hinn liðin.
Þó að Patt sé þarna og kanski eitthvað fólkinu á bakvið tjöldin séu uppaldnir í Liverpool. Þá er staðreyndin sá að við eigum bara tvo ekki nógu ríka eigendur sem hafa ekki hundsvit á þessum málum.
Persónulega mundi ég vilja hafa þetta eins og hjá Barcelona.
Þar sem ádáðendurnir eiga klúbbinn.
Mér fannst þetta segja ansi margt um hugsannir ádáðenda liverpool.
http://afcliverpool.org.uk/go/
Áfram LFC
Mér skilst að yfirtakan hjá City hafi hleypt eldmóði í DIC menn og þeir séu nú að fara að kaupa klúbbinn okkar fyrir 500 milljón pund. Þrátt fyrir allt þá held að það væri besta niðurstaðan úr því sem komið er.
G&H blekktu okkur með því að segjast eiga mun meira fjármagn en raun var.
Það er búið að fresta nýja vellinum um óákveðinn tíma.
Við höfum þurft að sætta okkur allt of lengi við kaup á leikmönnum sem eru engan veginn fyrsti kostur.
Síðan óttast maður að með áframhaldandi þróun muni klúbburinn dragast aftur úr og við gætum ef til vill ekki haldið okkar bestu mönnum.
En vissulega er þessi þróun ömurleg og launaþak þarf að komast á ekki seinna en strax.
Ég hugsa að sambland launaþaks og það að það þurfi að vera X margir uppaldir leikmenn í 25 leikmanna hópi sé sú blanda sem virki best. Það hvetji til þess að ala upp unga leikmenn. Það er alltaf hægt að komast framhjá launaþaki ef menn vilja. Bónusgreiðslur og aðrar tekjur myndu þá vera notaðar til þess að afbaka laun einstakra leikmanna.
Knattspyrnan er því miður að verða undir og peningar og völd hafa tekið við. eins og staðan er í dag þá stefnir þetta í ansi ljótan farveg. mér finnst í lagi að félögin hafi sterka bakhjarla og trausta eigendur sem geta dekkað launakostnað sem er stærsti kostnaðarliðurinn, en þegar eigendurnir eru farnir að kaupa leikmenn á slíku verði sem við erum að sjá þá eru þeir einfaldlega að kaupa knattspyrnuna. þá snýst þetta ekki lengur um liðin og gengi þeirra í keppnum, heldur eigendurna. þá eru völd knattspyrnunnar engin og eigendurnir ráða hvað gerist. leikmenn og þjálfarar breytast í strengjabrúður, dýrar strengjabrúður.
leikurinn verður fyrir vikið ekki eins fallegur (ekki það að strengjabrúður séu ekki fallegar…..). mér hefur fundist í gegnum tíðina gaman að fylgjast með þjálförum á borð við benítez og wenger sem hafa keypt ódýra leikmenn, kreist allt úr þeim sem þeir eiga og unnið sig þannig upp töfluna. það er það sem íþróttir snúast um, að fá menn til að trúa á eigin getu, fyrir sem minnstan pening til að liðin geti haldið venjulegum rekstri gangandi. en á meðan voru/eru chelsea og man city að kaupa leikmenn óháð árangri í keppnum. þá er búið að eyðileggja fegurðina við þetta allt, að menn uppskeri eins og þeir sái. en man city sá litlu “komumst ekki í meistaradeildina fræi” og fá eitt stk. robinho upp úr jörðu af því að einhver valdagráðugur viðskiptamógúll vill komast í blöðin og verða eitthvað almenninlegt nafn um allan heim.
alger djöfuls bölvaður horbjóður. auðvitað snýst þetta mikið um peninga, en come on. þessum mönnum er gjörsamlega að takast að eyðileggja fegurðina við þessa ágætu íþrótt og það er spurning hversu margir auðkýfingar koma inn í enska boltann á næstunni. en nú þarf að taka í taumana og ég bara trúi ekki öðru en að fifa og eufa fari að ræða þetta.
horfum á íslenska handboltaliðið á ól í peking, sjáum liverpool í meistaradeildinni 2005, þetta er það sem þetta snýst um. sá titill (CL 2005) verður einn sá sérstakasti fyrir mína parta því við vorum með rosalega ódýrt lið og lið sem menn hlóu af, útaf því að menn eins og Djimi Traore verða seint metnir á háar fjárhæðir. En Djimi Traore endaði uppi sem sigurvegari í stað AC Milan vegna góðrar vinnu Liverpool liðsins og þjálfarateymisins, eigendurnir áttu ekki mikinn þátt í þeirri velgengninni.
en þetta er ekki fótboltanum sjálfum til góðs og það hreinlega VERÐUR að taka í taumana sem fyrst. ef menn vilja fara í svona peningaleik þá bendi ég þeim á að svindla í football manager eða e-ð álíka sorglegt.
Aðgerðir í gangi gegn G & H http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2008/09/03/liverpool-fc-fans-we-ll-boycott-royal-bank-of-scotland-over-tom-hicks-and-george-gillett-100252-21665483/
Sem Arsenal maður skaltu ekki líkja saman Man Utd, Arsenal og ykkur saman. Við vitum allir að Arsenal eiga alveg jafn mikinn og united og liverpool. En samt hefur arsenal keypt lang minnst og er líklega eyða tvöfalt minna en Liverpool og United og fjórfalt minna en Chelsea í launakostnað.
Samt höfum við undir höndum marga af bestu leikmönnum heimsins í dag og verið í toppbaráttunni um enska titilinn t.d. í fyrra og fyrir mér munaði nú bara mjög litlu að við hefðum sigrað!
Hvað sýnir það annað en að peningar kaupa ekki titla. Auðvitað hjálpar það til og allt það en t.d. Real Madrid þegar þeir voru með Zidane, Beckham og þá félaga í liðinu voru þeir ekkert að geta neitt í samanburði við peningina sem þeir eyddu í laun. Svo þegar ekkert gekk ráku þeir hvern þjálfaran á fætur öðrum.
Síðan eru þið Liverpool menn búnir að kaupa líklega marga af efnilegustu leikmönnum í heimi og einnig menn eins og Torres og Mascherano sem eru að mínu mati með betri leikmönnum heims þrátt fyrir að vera í yngri kantinum.
Ég held að okkar lið þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur og frekar að reyna hlakka til að sjá ofmetna leikmenn flykkjast til city og verða óanægðir með lífið og ekkert sjá ekkert ganga hjá þeim!
Já er það Bjarki? Hvað eiga Arsenal jafn “mikinn” og United og Liverpool? Ef það átti að vera “pening”, þá verður að segjast að Liverpool eru ekki í sömu deild og United hvað það varðar.
Hvað varðar launin, sem þú talar um að sé TVÖFALT minni hjá Arsenal miðað við Liverpool, þá rámar mig nú í að í síðustu skýrslu þess efnis (er að reyna að finna hana á netinu) að þá hafi ekki verið mikill munur á þessum tveimur liðum í launakostnaði og ég er nokkuð viss um að Arsenal voru að borga hærri fjárhæð í launakostnað heldur en Liverpool. Vonandi finn ég þetta nú svo þetta sé staðfest, en ég þori að veðja ansi hátt á það að ekki munar helmingi á þessum tveimur félögum.
En með fullri virðingu fyrir Arsenal, þá held ég að fáir aðrir en harðir stuðningsmenn þess liðs geti tekið undir með þér að margir af bestu knattspyrnumönnum heims spili þar, ekki nema þú setjir það mengi afar stórt og víðfemt. Það eru jú leikmenn eins og Cesc sem detta inn í þann flokk, en ég ætti erfitt með að finna fleiri. Ekki skilja mig sem svo að Arsenal eru með marga mjög góða knattspyrnumenn, en “margir af bestu leikmönnum heimsins í dag” er að mínum dómi rosalegt overstatement.
Sælir félagar,
Liverpool er fyrir löngu búið að taka þátt í þessum leik!!
Fótboltinn verður bara betri við þetta auraaus því það koma betri leikmenn inn í deildina. Ég er áhugamaður um góðan fótboltaleik og horfi því alltaf á topp 4 liðin spila sína leiki. Ég get alveg sagt það, að þó svo að mér líki ekki við Man Utd að þá eru þeir bara bestir svo einfalt er það. Með LANG lang besta stjórann og þvílíkt flotta blöndu af reyndum og ungum leikmönnum. Man Utd var með rétta stjóran á réttum tíma, ómetanlegt í heimi viðskipta. Arsenal fengu sponsor til að byggja nýja völlinn. Chelsea fékk Mr. Abramovich. Liverpool fengu G&H en okkur gremst bara hvað þeir eru blankir.
Þó að þessi þróun höggvi óþægilega nærri mínu ástkæra félagi að þá er annað stórt atriði sem kemur í ljós þegar svona miklir peningar eru í gangi. “Leikmenn geta virkilega sýnt hvar hjarta þeirra liggur”. Ronaldo sýndi það í sumar að hugur hans liggur hjá Real Madrid. Robinho vill peninga. Og Captain Fantastic er poolari í húð og hár.
Ég hætti aldrei að fylgjast með fótbolta. Um stundar sakir situr Liverpool nú eftir með sárt ennið. Ég man þó eftir svipaðri umræðu fyrir rúmum 20 árum, þegar Liverpool var að selja sálina með því að fá auglýsingu utan á búninginn. Allir fylgdu á eftir.
Mér finnst það magnað að menn taki þessu bara með jafnaðargeði og haldi því fram að þetta sé bara smá stigmögnun á þróun undanfarinna ára. Mér finnst þessi Man City frétt ekki vera neitt minna en hugsanleg endalok þessarar deildar sem áhugaverðrar keppni – ef ekki verður eitthvað gert.
Það er einnig fráleitt að halda öðru fram en að Man United, Arsenal og Liverpool hafi átt velgengni og peningana skilið. Þessi lið hafa fyrst og fremst grætt sína peninga á skynsemi í fjárfestingum, uppbyggingarstarfi og góðum árangri. Þannig hafa þessi lið smám saman byggt upp yfirburði sína á önnur lið.
Man City var hins vegar fyrir tveimur vikum lið sem gat ekki fyllt 48.000 manna leikvang, hafði lent um miðja deild í fyrra og ekki unnið bikar í 30 ár. Samt gátu þeir á mánudaginn laðað Robinho frá Real Madrid. Finnst fólki þetta virkilega ekki fokking fáránlegt?
Annars segir besta fótboltabloggsíða í heimi, Arseblog þetta vel
Nákvæmlega!
Hversu fokking fyndið er það líka að sjá Robinho halda því fram að þessi skipti hans yfir til Man City séu útaf einhverju öðru en peningum. Menn mega fara á milli liða vegna peninga fyrir mér. Það er fullkomlega eðlilegt fyrir menn, sem eiga 10 góð ár í sinni vinnu. En plís bara ekki reyna að ljúga því að mér að þú sért að fara til City af því að félagar þínir séu svo skemmtilegir 🙂
Vorum við ekki að segja fyrir ári að deildin væri bara að verða keppni á milli fjögurra liða og aðrir ættu ekki breik?
Svo allt í einu getur City orðið að stórliði og við förum á límingunum yfir því?
Þetta sýnir bara að enska deildin er deild þar sem ríkir brjáluð samkeppni. Það er velþekkt saga í Bandaríkjunum að stærstu fyrirtækin skjálfa á beinunum yfir “gæjanum í bílskúrnum” sem enginn veit af en getur velt þeim úr sessi á morgun. Allt í einu er nýtt lið komið úr bílskúrnum. Og hverjir verða næstir?
Ég ætla bara að samgleðjast City mönnum með að eiga allt í einu miklu meira af pening en þeir eru ekki búnir að vinna eitt eða neitt bara með því að kaupa fjórða-sjötta besta sóknarmann Brasilíumanna. Og ég á alveg eftir að sjá Ronaldo, Torres og Cesc í ljósbláum búning. En ég brosti útí annað þegar ég sá að City urðu þess valdir að Chelsea missti af bitanum sem þeir ætluðu að krækja í og hækkuðu verðið á Berbatov. Heldur betur búið að hrista upp í hlutunum.
Það er fallegur draumur að City gæti náð árangri með 11 local drengjum og sömu eigendum og fyrir 100 árum en það er bara ekki raunveruleikinn í dag. Hann var það heldur ekki þegar Liverpool varð tvöfaldur meistari með einn enskan leikmann í liðinu fyrir 22 árum. Launaþak er líka gjörsamlega óraunhæfur kostur og ekkert nema óskhyggja. Þá yrði Rússneska deildin bara sterkust.
Hvað peninga varðar þá langar mig til að sjá einhvern snilling frá Íslandi reyna að útskýra fyrir ungum manni úr fátæktarhverfum Brasilíu að ganga frekar til liðs við blátt lið frá London heldur en blátt lið frá Manchester útaf því að það hafi einhverra hluta vegna meiri sál???
EPL er langt á undan öðrum hvað varðar nútímavæðingu knattspyrnunnar og þeir vita að ef þeir gera þetta ekki þá grípur eitthvað annað land gæsina. Ég vona að Liverpool haldi í við þróunina, geti keypt stórkostlega leikmenn og unnið bikara. Veit ekki alveg hvað ég myndi fá útúr því að sjá liðið í meðalmennskunni eins og Newcastle, í Championship eins og Crewe, né hvað þá heldur að horfa á Leyton Orient yfirhöfuð.
ps: góðar vangaveltur Babu! Meira af svona pælingum
Það nýjasta í þessu er að Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, viðurkennir að klúbburinn þurfi sykurpabba til að geta verið samkeppnishæfur á Englandi í framtíðinni. Þetta er fátíð hreinskilni hjá honum, en hann segir líka alveg satt.
Everton er einn af þessum klúbbum sem hefur náð þeim árangri sem þeir hafa náð undanfarin ár (þeir hafa stöðugt verið fimmta besta liðið í Englandi) með góðri skipulagningu, uppbyggingu og erfiðisvinnu, en núna sjá þeir eins og aðrir miðlungsgóðir klúbbar í Úrvalsdeildinni að ef þeir ætla ekki að láta Man City, Portsmouth og fleiri klúbba með sykurpabba stökkva fram fyrir sig í goggunarröðinni verða þeir að eignast sinn eigin sykurpabba.
Þetta er þróunin, dömur mínar og herrar. Daði og fleiri, þið getið kallað þetta væl í okkur hinum eins og þið viljið en eftir áratug verða allir klúbbarnir í Úrvalsdeildinni komnir með sykurpabba og mun leikurinn – þið vitið, ellefu gegn ellefu á grasi – verða nær óþekkjanlegur frá því sem áður var.
Fyrir mitt leyti fer ég ekkert á límingunum yfir því að það hafi verið City sem fengu þessa nýju eigendur, eða því að eitthvað annað lið en hin stóru 4 eigi nú séns á að gera eitthvað markvert í deildinni/evrópu á næstu árum. Ég fer á límingunum yfir því að samkvæmt því sem þessi eigandi hefur sagt (Ronaldo upphæðin + óútfylltar ávísanir) þá verða engin takmörk á eyðslu og gæjinn allt eins líklegur til að kaupa alla bestu leikmenn heims á hverju ári þessvegna. Hver er tilgangurinn með að fylgjast með íþróttinni við svoleiðis kringumstæður? Hvaða ánægju er hægt að hafa útúr því að vera áhorfandi að svoleiðis? Er það ekki bara svipað og kaupa sér sæti á Wall Street til að fylgjast með hlutabréfabröskurum að kaupa og selja? Ég er sáttur við að menn eyði peningum, jafnvel miklum, en ég er ekki sáttur við að menn hendi ótakmörkuðum upphæðum í liðin til að fá titil. Þá er alveg eins gott að sleppa því að spila leikina og borgi bara fyrir bikarinn.
Ég er bara ánægður með það að þessi gaur keypti ekki LFC. Ef hann hefði gert það, þá hefði ég hætt að halda með Liverpool og líklega hent búningi sonar míns. Ég ætla bara að vona að leikmenn setji löngutöng upp í loft ef þessi gæji ætlar að gera alvöru úr brjálæðislegum yfirlýsingum sínum. Það væri eitthvað sem fengi mig til að fylgjast með.
Eruð þið ekki aðeins að missa þig yfir þessu allir? Þetta er í raun stigs- en ekki eðlisbreyting frá því Abramovich, Lerner og G&H tóku yfir sína klúbba. Fótbolti er lengi búinn að vera ógeðslegur business sem við erum búnir að vera hluti af og það er svo sem engin gjörbreyting þó eitt lið bætist í hópinn.
Verið að gera úlfalda úr mýflugu (lélegur araba-djókur intended) með þetta Robinho-mál. Hann var búinn að vera mjög ósáttur við hvernig Real hafði komið fram við hann í sumar í gegnum þetta C.Ronaldo mál þegar átti að nota hann sem skiptimynt upp í kaupin og það var aðeins eftir það sem Madrid datt í hug að biðja Robinho að vera áfram. Einnig var hann ósáttur við að vera t.d. með lægri laun en Royston Drenthe hjá liðinu… För hans til Man City lýsir sennilega frekar örvæntingu hans að losna frá Real fremur en peningagræðgi þó að peningarnir hafi pottþétt ekki skemmt fyrir.
Svo er eitt að þessir gæja vilji kaupa C.Ronaldo á skrilljón billjónir, annað er hvort að öll lið og allir leikmenn munu vilja selja/ganga til liðs við þá. Held að það sé allt annað en gefið.
Málið er ekki að ég sé að fara “á límingunum” yfir því að annað lið en topp 4 sé að ná árangri.
Málið er að liðið sem er að gera það er ekki að gera það á neinum verðleikum, einsog hugsanlega Everton hefði gert. Liðið sem mun gera það verður að öllum líkindum liðið sem nær í ríkasta sykurpabbann.
Þannig að þetta snýst ekki lengur um hverjir vinna best í sínu starfi, hverjir fá flesta aðdáendur og ná besta árangrinum. Þetta snýst um það hvaða lið nær að laða til sín ríkasta eigandann. Ef þú ert sáttur við að fótboltinn snúist um það, Daði, þá verð ég bara að vera þér ótrúlega ósammála.
Enska úrvalsdeildin er og hefur ótrúlega lengi verið bissness. Það er eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Hinn eiturskarpi grínisti Russel Brand orðaði þetta skemmtilega um daginn þegar hann sagðist hlakka til að deildin byrjaði á ný í staðin fyrir þessa skinheilögu Ólympíuleika. Fótboltinn væri nefninlega ekkert að þykjast vera neitt annað heldur en hann væri, bissness. Þess vegna væri hann svo rosalega raunverulegur, s.s. “real” á meðan Ólympíuleikarnir eru bara “feik”.
Þess má geta að enskir eigendur liðanna fyrir 40-50 árum hlógu alla leið í bankann vegna þess að þeir gátu haldið nærri öllum peningum aðdáendanna. Launaþakið kom í veg fyrir að hetjurnar á vellinum gátu notið ávaxtanna af því sem þeir skiluðu klúbbnum. Og ekki voru eigendurnir þá að uppfæra vellina í áratugi fyrr en þeir voru orðnar slysagildrur, aðdáendur létust og þeir voru neyddir til þess. Voru þessir menn virkilega betri?
Mér finnst aðstaða Everton ekkert öfundsverð. Við hérna á Íslandi höldum örugglega næstum því allir fyrst og fremst með Liverpool útaf því að þeir hafa unnið bikara og haft innan sinna raða stórkostlega leikmenn þegar við erum að byrja að fylgjast með fótbolta. Ekki útaf því að þeir hafa haft svo sterkar akademíur eða eiganda sem er enskur.
Nýjasta nýtt er að Robinho heldur að hann hafi skrifað undir hjá Chelsea 🙂 Hver vill veðja að hann verði þarna eftir tvö ár?
Sælir félagar.
Mér finnst athyglisvert að menn séu að hóta því að hætta að fylgjast með enska boltanum vegna þess að Man.City geta allt í einu keypt alla bestu leikmenn í heiminum með óútfylltum ávísunum. Er ekki alveg eins gaman að fylgjast með því hvaða frábæru leikmenn hann fær í sitt lið og hvernig þeim gengur að keppa við hin stóru liðin? Er ekki spennandi að fylgjast með því hvort peningar geti keypt titilinn? Ég hef allavega gaman að því að horfa á góða leikmenn spila fótbolta og verður Man.City eitt þeirra liða sem mér langar að fylgjast með þótt ég haldi ekkert með þeim.
Menn mega ekki eingöngu horfa á neikvæðu hlutina á þessu máli.
P.s. Ég hefði nú ekki hent Liverpoolbúningunum mínum þótt þessi gaur hefði keypt Liverpool.
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=66337
ef að þetta er ekki “real” þá veit ég ekki hvað… mig verkjar í bensíntankinn við að lesa þetta 🙂
Óskar: Peningar geta keypt titilinn. Ég held að Chelsea hafi sýnt fram á það.
Ef þessi gæji fær sínu framgengt, þ.e.a.s. að eyða þeim pening sem þarf til að fá alla bestu leikmenn heims í sitt lið, þá er þetta mjög takmarkað gaman lengur að mínu mati. Ósköp svipað því að setja 5 ára barn inn í boxhring gegn fullorðnum manni og bara fight to the death. Lítið spennandi og ekkert sérstaklega sanngjarnt.
Geturðu ímyndað þér t.d. City með Ronaldo, Torres, Fabregas, Messi og bara heilt lið í þeim klassa að keppa við t.d. Everton. Það væri í eina skiptið í mínu lífi (svo ég muni) sem ég myndi halda með Everton.
Það er rétt að boltinn er löngu orðinn gegnsósa af bissniss. Peningar stjórna stórum hluta af leiknum. En m.a.s. Chelsea hafa ekki getað (eða viljað) keypt alla sem þeim dettur í hug. Flesta kannski, en ekki alla. Þessi gaur getur (og vill) að öllum líkindum kaupa þá alla. Það er í mínum huga ekki stigsmunur og ekki heldur bissniss. Það er bara brandari og mér finnst hann ekkert fyndinn. Mér finndist það ekki heldur ef hann hefði keypt Liverpool, það var beisiklí minn punktur svo menn fari ekki að telja að neikvæðar skoðanir á þessu máli séu eingöngu sprottnar uppfrá öfund. Ég öfunda City bara ekki neitt.
Ef gæjinn ætlar að eyða skynsamlega, byggja upp meistaralið til lengri tíma sem þó byggir á einhverju fleiru en bara að kaupa alla bestu menn heims á hverju sumri, þá má vel vera að þetta sé ekki svo slæmt. En ég óttast það versta í því samhengi.
Sama gildir um ef DIC kaupa LFC. Ef þeir kaupa félagið og stökkva beint í svona brjálæði, óútfylltar ávísanir til að kaupa bara alla bestu leikmenn heims á einu bretti. Þá hef ég engan áhuga á félaginu. Ef þeir hinsvegar kæmu til að byggja upp lið til lengri tíma o.s.frv. þá gæti ég fellt mig við það. Þó þeir myndu jafnvel eyða miklu.
Kaupin á Robinho finnst mér í sjálfu sér ekki hræðilega sjokkerandi eða hrikaleg. Mér finnst aðallega yfirlýsingar gæjans gefa manni tilefni til að búast við algjörum dauða næstu árin.
En kannski verður þetta bara blússandi snilld og allir himinlifandi, hvað veit ég.
Sælir félagar,
það er eitt sem peningar geta ekki keypt og það er men managerment. Galatico stefna Real Madrid sannaði það. Þó að allir bestu leikmenn heims safnist saman hjá City er ekki þar með sagt að það lið fúnkeri. Allir topp stjórarnir eru að nota svipaðar þjálfunar aðferðir og oft á tíðum sömu æfingarnar. En mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Þegar stjórarnir eru spurðir hvað sé erfiðast við “jobbið”, svara þeir allir eins:” Man managerment”.
Robinho virðist ekki hafa áttað sig á því að hann fór til manchester city en ekki Chelsea. Hann sagði að Chelsea hafi boðið vel á lokadeginum og hann hafi tekið því tilboði.
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=66354
Tek 100% undir það sem Toggi segir í ummælum númer 37.
Hvað eruð þið að æsa ykkur yfir þessu þó að þessi sheik vilji kaupa Ronaldo, C.Ronaldo, Maradona og Angelinu Jolie? Þið gangið sem sagt bara út frá því að þeir fái alla sem þeir vilja? Ég skal byrja að svitna þegar C.Ronaldo, Messi, Lampard, Gerrard etc KOMA til þeirra.
P.S. Efast líka um að e-r þjálfari tali um “men managerment” nema þeir séu annað hvort ekki enskumælandi eða 5 ára.
Fyrir utan það að það er ekki líklegt að Robinho gjörbreyti gengi City fram að jólum. Mjög vafasamt hvort að hann verði eitthvað annað en flop þarna…
Kjartan: Fyrir 135 milljónir punda er Ronaldo seldur, engin spurning. Fyrir launin sem þessir menn virðast tilbúnir að greiða (óútfylltar ávísanir) þá er vel hægt að reikna með að velflestir, ef ekki allir, leikmenn sem þeir vilji muni mæta á svæðið, þessvegna myndu þeir spila naktir ef farið væri fram á það.
Hver veit, kannski er það framtíð fótboltans. Það myndi allavega trekkja að fleiri konur.
Þó að öll lið myndu taka 135 mill. punda í hvaða leikmann sem er þá þarf ekkert að vera að allir leikmenn vilji fara þangað. Fyrir utan það að allir þessir peningar kaupa ekki 12. eða 13.leikmanninn inn á vellinum, fótbolti verður áfram 11 vs. 11. Munurinn á leikmönnum og launum milli City (þó allar bölmóðsspár gangi eftir) og “gömlu” toppliðunum mun aldrei komast nálægt aðstöðumuninum á núverandi top 4 og minni liðinum í deildinni síðustu ár og áratugi. Var ekki Numancia að vinna Barcelona, sama Numancia og hefði ekki efni á að borga Leonel Messi árslaun með allri sinni fjárhagsáætlun. Menn mega ekki alveg missa sig í bölmóðinum.
Kjartan, ef þú heldur að einhver leikmaður hafni því að fara á 100.000 pund á viku, þá ert þú alveg stórkostlega bjartsýnn.
En ef þú ert ekki að fatta punktana okkar, þá gott og vel. Málið er að núna gæti fótboltinn snúist að vera með ríkasta sykurpabbann. Ef þér finnst það fínt, then so be it.
Sælir félagar,
P.S. Efast líka um að e-r þjálfari tali um “men managerment” nema þeir séu annað hvort ekki enskumælandi eða 5 ára.
þetta er þá bara ekki rétt skrifað hjá mér. En þetta var það sem lang flestir þjálfararnir sögðu á ráðstefnu í Portúgal síðastliðið vor. Þetta þýðir að mótivera leikmenn, halda þeim við efnið o.þ.h. Vinsamlegast leiðréttu mig bara Kjartan, stafsetning hefur aldrei verið mín sterka hlið.
P.S. allir þjálfararnir voru yfir 5 ára aldri.
“P.S. allir þjálfararnir voru yfir 5 ára aldri.”
Greame Sounnes hefur sem sagt ekki verið þarna 🙂
Jújú, Einar ég fatta alla punktana sem þið eruð að koma með, ég er bara að segja að það sé fullsnemmt að mála skrattann á vegginn. Eruð að velta ykkur upp úr vandamáli sem er ekki orðið vandamál. City eru t.d. ekkert merkilegra lið núna þegar þeir eru komnir með hinn nýja Denilson heldur en þeir voru fyrir kl.23:00 á mánudaginn. Býst fastlega við þeim í besta falli í baráttu um UEFA-sæti á þessu tímabili. Ef það fer allt eins og þið segið næsta sumar þá skal ég byrja að panika.
Graeme Souness jafnvel, skosk stafsetning aldrei verið mín sterkasta hlið
Mín tilfinning:
Robinho verður ekki hjá City árið 2010.
Ronaldo verður hjá Man Utd. árið 2010.
Torres verður hjá Liverpool árið 2010.
Og Lionel Messi verður hjá Barcelona árið 2010, árið sem Manchester City vinnur ekki neitt.
Toggi: Chelsea lentu í 4. sæti í deildinni tímabilið áður en Roman keypti liðið þannig að það lið var miklu betra heldur en Man.City er núna. Lampard, Terry o.fl. voru lykilmenn fyrir tíma Romans og hefðu þeir ekki orðið meistarar án þeirra. Þannig að mínu mati væri það talsvert meira afrek að gera Man.City að meisturum heldur en Chelsea. Sjáum til hvort það tekst hjá Arabahöfðingjanum.
Fyrir nokkrum árum var Real Madrid talið með ósigrandi lið sem endaði á því að vinna ekkert tvö ár í röð með Zidane, Figo, Ronaldo og alla þessa kalla.
Við skulum hafa það í huga að það er ekki nóg að kaupa alla bestu leikmennina til að vinna titla. En það hjálpar ég neita því ekki 😉
P.s. Toggi 5ára barn gegn fullorðnum manni?? Erum við ekki komnir aðeins of langt með þetta 😉
Auðvitað er það svo að öll þessi innspýting fjármagns inn í enska boltann er alls ekki af hinu góða. Þessir sterku leikmenn hefðu auðvitað komið inn í deildina þó þessi þróun hefði ekki átt sér stað, bara fyrir miklu minni pening! Þessir milljarðamæringar eru að breyta öllum markaðslögmálum og verð leikmanna hækkar upp úr öllu valdi.
Hvað varðar það hverja maður vill sem eigendur ætla ég að kasta atkvæði mínu á Sheikhinn frá Dubai. Mér finnst að við séum tilneyddir að taka þátt og fyrst það er svo finnst mér hann góður kostur. Hans fólk virðist bera skynbragð á sögu og hefðir Liverpool og þeir vita svo sannarlega hvernig á að vinna ímyndarvinnu og byggja upp vörumerki, sem er það sem okkar klúbbur þarfnast mest. Það fólk sem óttast að hann komi inn með fáráðlingatilboð þurfa ekki að hafa áhyggjur af því held ég. Auðvitað á hann eftir að bjóða vel í þá menn sem knattspyrnustjórinn telur sig þurfa en ef þessi eilífðarsaga segir okkur eitthvað er það sú staðreynd að hann borgar ekki órökréttar upphæðir fyrir þá hluti sem hann hefur áhuga á.
Sú staðreynd að líklegast verður Amanda Stavely með sæti í stjórn LFC finnst mér snilld, hún virðist vita hvað hún er að gera og City salan var mjög vel framkvæmd hjá henni hvað varðar það að enginn vissi neitt fyrr en allt var gengið í gegn. Annað sem er jákvætt er það að þeir Dubai menn sjá rautt þegar þeir heyra minnst á Rick Parry og láta hann fara um leið og þeir taka við sem skýrir hvað hann hefur gert mikið í því að spilla þessum kaupum fyrir þeim
Þetta er búið að vera fyrirséð lengi. Fótboltinn er að breytast. Meðan engin þök eru á leikmannakaupum og leikmannalaunum þá verða menn að sætta sig við ástandið ellegar hætta að horfa á fótbolta!! (það gerist nú sennilega hjá fæstum okkar fyrr en við erum sjö fet undir).
Gillette og Hicks endast ekki lengi. Einfaldlega vegna þess að þeir eiga ekki peninga. Eina sem þeir eru að dunda sér við blessaðir er að skuldsetja LFC upp fyrir haus. Burt með þá. Fá eigendur sem eru tilbúnir að setja eitthvað af eigin peningum í púkkið til að LFC séu samkeppnishæfir við þá bestu. Ef þeir eigendur er viðbjóðslega ríkir Arabar….. so be it. Ég hefði verið til að fá þennan doktor til að kaupa Liverpool. Ef hann er til í að fara í “real life Champ.” þar til honum leiðist eða reglurnar breytast. Flott… hann eyðir ekki á meðan í einhverja aðra vitleysu.. og jú sennilega. Því þessir trilljarðamæringar vita ekki sitt auratal í bókstaflegri merkingu. 🙂
Svo gerist það einn góðan veðurdag að fótboltinn fær á sig reglur til að koma meira jafnvægi á hlutina. Bara tímaspursmál.
YNWA Liverpool fc …út fyrir gröf og dauða! No matter what… 🙂