Ég var beðinn um að koma þessari tilkynningu til skila til þeirra sem vilja fylgjast með Liverpool í Borgarnesi. Þessi tilkynning barst reyndar fyrir nokkru síðan, en það breytir varla miklu.
Við áðdáendur Liverpool FC erum ansi margir hér í bænum og hittumst við oft nokkrir saman á Meistaradeildarkvöldum síðastliðna tvo vetur á Dússabar. Hæst bar undanúrslitaleikurinn við Chelsea þar sem við gjörsamlega pökkuðum Dússa og gríðarleg stemming náðist.
Því var úr að við spjölluðum saman eitt kvöldið þar sem ákveðið var að stofna klúbb til þess að auka stemminguna á leikjum. Þennan klúbb er búið að stofna og fór fram Rússnesk kosning um stjórn klúbbsins. Forseti er Birgir Mascherano Andrésson, Gjaldkeri er Réttarholtströllið, Pálmi Sævarsson og Ritari er Bjarni Fáðu þér sæti Waage.
Búið er að finna nýjan heimavöll fyrir okkur en það er Vinakaffi. Vertinn þar hefur gert okkur tilboð í mat og öllara sem allir ættu að geta sætt sig við. Það er von okkar allra sem standa að þessu að sem flestir láti sjá sig og mynduð verði brjáluð stemming strax á miðvikudagskvöldið 27. ágúst þar sem við komumst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í klúbbinn verða að inna af hendi vægt gjald sem verður notað til að gera einthvað sniðugt á stórum leikdögum, og svo verða gerðar Liverpoolhúfur og/eða Liverpoolbolir með áletruðu félagsnúmeri þess meðlims.
Okkar dásamaði ritari mun taka við skráningum á Vinakaffi þann 27. Ágúst þegar við tökum Belgana í kennslustund.Og munið eitt, Til þess að verða meðlimur í klúbbnum þarf aðeins eitt. Að halda með Liverpool. YNWA.
ha.. er þá búið að stofna liverpoolklúbb á íslandi ?
Flott hjá ykkur.
…og ég sem stóð í þeirri meiningu að það væri til Liverpoolklúbbur á Íslandi!
En flott hjá ykkur strákar að hittast og reyna gera smá atburð úr þessu, það er svo miklu skemmtilegra að horfa á leikina á stórum skjá með félaga sína hjá sér…tala nú ekki um ef maður getur hent í sig eins og einum börger og skolað honum niður með mjöður.
… skolað honum niður með miði – meinarðu.
strákar… hvar get ég keypt Liverpoolsamfellu á 7 mánaða stelpuna mína? uppselt í Jóa Úth… ??
Bjarni: Ég myndi bara panta hana af liverpoolfc.com. Ég á einmitt eina 6 mánaða sem er rétt farin að passa í samfelluna og fýlar það vel. En tékkaðu endilega á liverpoolfc.com. Þar er fullt af flottum liverpool fötum á litlar stelpur.
Hehe, góður Helgi, ísl-103
Salthúsið Restaurant í Grindavík er algjört Liverpoolara hreiður.
Salthúsið bíður að sjálfsögðu öllum boltaunnendum velkomna á leiki þar sem við bjóðum upp á frábæra sportaðstöðu með tvo leiki í senn og góðar veitingar.
ÁFRAM LIVERPOOL