Jæja þá er byrjunarliðið komið sem spilar gegn Stoke. Rafa ætlar greinilega ekki að taka neinar áhættur og stillir upp líklega sterkasta liði Liverpool í dag. Svona er liðið annars:
Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena
Gerrard – Alonso
Kuyt – Keane – Riera
Torres
Varamenn: Cavalieri, Agger, Babel, Benayoun, Lucas, Degen, Mascherano.
Ég er ánægður að sjá Mascherano hvíldan í svona leik þar sem líklegt má telja að Stoke komi til með að liggja aftarlega. Spurning hvort Rafa hefði átt að smella Babel eða Benayoun á kantinn í stað Kuyt og síðan Agger inn fyrir annað hvort Carra eða Skrtel? En það er ekki aðalmálið heldur það að Rafa stillir upp sókndjarfu liði sem Á AÐ VINNA STOKE ÖRUGGLEGA!
Vonandi dettur Keane í gang í dag.
Líst vel á þetta kafsiglum Stoke í fyrrihálfleik og hvílum svo Torres og Gerrard um miðjan seinnihálfleik og förum á toppin, og svo meiga Man Utd og Chelsea gera jafntefli…
Ánægður með hversu alvarlega er verið að taka leikjum á móti “minni” liðum. Hef haft á tilfinningunni í gegnum árin að heimaleikir á móti “minni” liðum séu ekki teknir nógu alvarlega og með nógu föstum tökum.
Hefði þó verið til í að sjá Babel í stað Kuyt þar sem ég held að við þurfum ekki að hafa varnarsinnaðan mann þarna á fremsta hluta vallarins :o)
Samt sáttur við liðið (maður fær víst ekki ALVEG allt sem maður vill)
Hvers konar dómgæsla er þetta eiginlega??
Kuyt er tæknitröll!
Auglýsi eftir Fernando Torres frá síðasta tímabili! Gefi sig fram strax!!!!
Torres var nú ekki alltaf mjög áberandi á seinasta tímabili, en setti svo nokkur án þess að nokkur taki eftir 😉
Það er ekki hægt að ætlast af Torres og Gerrard að bera þetta lið upp einir. Ég auglýsi eftir öllu liðinu!
Algjör hörmung að horfa á Alonso, vona að við keyrum upp hraðann og tökum Kuyt útaf og hendum Babel inná. Okkur vantar ekki hlaupahross í þessum leik heldur skapandi sóknarmenn.
Koma svo ÁFRAM LIVERPOOL.
Setja Mascherano inná, færa Gerrard fram í holuna og taka Keane eða Torres útaf. Svo mega Babel og Benayun koma fljótlega inná fyrir Kyut og Riera.
Hvað erum við búnir að eiga mörg skot í átt að markinu?
Fyrir utan markið sem var ranglega dæmt af okkur í fyrra hálfleik.
Nú vantar okkur tæknilega góðan mann til að þræða sig í gegnum vörnina…
drasl.is
Stórkostlegur leikur, þvílík hætta sem myndaðist í þessum 20+ hornspyrnum. Blah..
Jæja Nú erum við að sjá lið sem var að tapa dýrmætum stigum… það eru þessir leikir sem eru mikilvægir í lokin um liðið sem endar efst. ég veit ekki með ykkur en ég fékk þessa sorglegu tilfinningu strax eftir að markið var dæmt af okkur á 2 min að við myndum ekki ná að brjóta ísinn. Stoke sýndi bara skólabókadæmi hvernig á að verjast liverpool og láta okkur leiða leikinn sem við erum greinilega ekki nógu góðir í dag. svo fannst mér leikmennirnir vera með svona hugsunarhátt að þetta kemur fyrir rest..
Ég er virkilega pirraður yfir þessum úrslitum…
Held ég sé búnað segja það í þrjú ár hérna á síðunni að liverpool vantar hugmyndaríkan leikmann…
Leikmann sem getur brotið upp akkúrat svona leiki með hættulegum sendingum eða gegnumbroti.
Því miður eigum við engan svoleiðis leikmann, Stoke lék bara handboltavörn á okkur og við höfum engan leikmann til að brjótast í gegnum hana.
Torres fékk ekkert pláss á bakvið varnarmennina og enginn leikmaður nógu góður til að koma með killer sendinguna.
Magnað við keyptum Keane á hvað 19M og r.madrid keypti Van Der Vaart á 12M…
Held það sé alveg ljóst hvorn leikmanninn við hefðum viljað hafa í dag.
Ekki entist þessi goodí fílingur eftir síðustu helgi lengi. Týpískt Liverpool, sjálfir sér verstir. Mér finnst ég vera horfa á Groundhog Day með Bill Murray, tímabil eftir tímabil, ekkert breytist. Allir leikmenn voru í tómu rugli með slúttið fyrir utan markið hans Gerrards sem enginn nema línuvörðurinn veit af hverju var ekki mark. Carragher talaði um að sigurinn á móti United þýddi meir en 3 stig heldur trú á að geta unnið alla og verið í meistarabaráttunni. Hvað þýðir þá svona aula jafntefli á móti Stoke United fyrir sjálfstraustið?
ég held að það sé klárt mál að mascherano er í sterkasta byrjunarliði ekki alonso