Það kemur kannski ekki svo mikið á óvart en Rafa stillir upp sama byrjunarliði og hann gerði gegn Stoke. Liðið getur varla náð að spila aftur eins leik og það gerði þá án þess að koma blöðrunni í markið. Ég stilli þessu upp sem 4-4-2 þó við vitum flest að þetta má líka sjá sem 4-2-3-1 kerfi með Keane í holunni og Torres uppi á topp.
Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena
Kuyt – Gerrard (c) – Alonso – Riera
Torres – Keane
Bekkur: Cavalieri, Agger, Hyypia, Aurelio, Pennant, Babel, Lucas.
Mascherano er meiddur ásamt Bennayoun og Degen.
En það er stríð framundan þar sem Robbie Keane kemst loksins á blað fyrir okkur, góða skemmtun.
(Einar gerði þetta en ég setti inn vegna vandræða með síðuna)
Þar sem ég er heima með veikt barn… hvar get ég horft á leikinn á netinu?
Eins og alltaf þá er þetta síðan.
http://www1.myp2p.eu/broadcast.php?matchid=19396&part=sports
Verður erfitt, í svona leik er slæmt að hafa ekki Mascerano. Vonandi endar þetta þó á réttan hátt.
Fengum Tottenham í bikarnum
HANN DÆMIR VÍTI!!! Hvar fæ ég eitthvað af þessum sem lýsirinn er að reykja/bryðja. 🙂
Haha þetta var svo augljóslega ekki röfl í Carra og co yfir því, heldur tilþrifum Cahill.
En ég hef svosem ekki lýst svona háhraðaleik og leyfi Arnari því að njóta vafans.
En mér fannst dómarinn leyfa leiknum að fljóta fínt
Torres!
Riley er að takast að drepa leikinn algjörlega með því að flauta allt of mikið! En núna er bara málið að halda forustunni, taka 3 stig frá Goodison Park.