Mánudagur!

Það segir sitt um hversu merkilegur dagurinn er þegar að maður mætir í vinnuna en kíkir ekki á fótboltasíður fyrr en eftir hádegi. Allavegana, ég vona að allir nái sér eftir þessa atburði.

Til þess að dreifa aðeins huganum frá fjármálum, þá er hérna grein frá Paul Tomkins um Everton leikinn. Athyglisverður einn punktur hjá Tomkins:

>Having said that, two English UEFA Cup sides have already shown scant ambition to attack Benítez’s men on their own ground, and that says a lot about how far his team has come in the last four years.

>First Villa played for a draw and only had one chance of note, and then Everton offered no attacking threat whatsoever, choosing to not even throw men forward for set-pieces at one point in the second half and not managing a single shot on goal. People criticise the top four for becoming an exclusive quadropoly, but if Villa and Everton’s ambition in home games against the big boys is anything to go by, the gulf is justified.

Þetta er auðvitað rétt og nokkuð magnað hjá Tomkins. Við höfum núna upplifað það að tvö af sterkustu liðunum í 16 liða deildinni fyrir neðan toppliðin fjögur hafa mætt til leiks á *sínum heimavelli* gegn Liverpool og í raun ekki reynt að sækja að neinu ráði.

Allavegana, greinin er fín.

9 Comments

  1. Já, nokkuð merkilegur mánudagur en telst þó ekki merkilegur fótboltalega séð.
    Segi það sama að það er merkilegt þegar maður lítur ekki á fótboltasíður fyrr en dagur er nánast að kveldi kominn en maður varð að líta á eitthvað annað er fréttir dagsins og hvað er þá betra en boltinn. Mun skemmtilegra að fylgjast með honum þessa dagana og Everton leikurinn bara snilld.
    Nú er bara að fylgja þessu eftir og Keane fer að setja hann 😉
    Annars varð manni hugsað til eigenda Liverpool í tíðindum dagsins. Ætli olíupeningar séu ekki farnir líta ansi spennandi út?
    Ég hefði allavega haldið að það þurfi mikið að breytast í fjármálaheiminum á næstu mánuðum til að Hicks og Gillet geti hreinlega haldið liðinu miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram.
    Reyndar spáði ég því fyrir mánuði síðan að þess væri ekki lengi að bíða að nýjir eigendur tæku við en mér varð ekki að ósk minni 🙁
    Nú er bara að fylgjast með fótbolta á næstunni og gleyma kreppunni 😉

  2. Já, vel skrifuð grein hjá Tomkins að vanda. Það er nokkuð sama hvort menn eru sammála honum eða ekki, það er gaman að lesa pælingar hans og hann kemur þeim ávallt vel frá sér. Ég er reyndar afar oft algjörlega sammála honum og er það enn og aftur núna.

    Mér finnst byrjun liðsins einnig vera frábær, en það eru erfiðir leikir framundan og núna kemur vel í ljós úr hverju menn eru gerðir. Menn komu sterkir tilbaka eftir döpur úrslit gegn Stoke, og vonandi varð sá leikur til þess að menn sáu það að hlutirnir koma ekki að sjálfur sér. Torres vonandi kominn í gang og svo Robbie líka, þá lítur þetta bara nokkuð vel út. Við erum með meiri og betri breidd en við höfum haft áður og ég er alveg á því að við erum bara 1-2 leikmönnum frá því að geta keppt um hvern einasta titil year in year out. Við erum reyndar alveg með mannskapinn til að halda uppteknum hætti og berjast til enda núna, en það þarf þá ansi margt að ganga upp. En nota bene, það gæti alveg gerst.

    Chelsea eru að mínum dómi með lang sterkasta hópinn í dag og það verður gríðarlega erfitt að sigra þá. Ég horfi á leikinn á Brúnni sem ákveðinn lykil að tímabilinu. Ef okkur tækist hið ótrúlega og leggjum þá á þeirra heimavelli, þá gæti það orðið svaðalegt confidence boost.

  3. Frábær pistill að vanda frá Tomkins, frábær penni sem ég er mjög oft sammála.

    Pælingar hans um “breytta” stöðu hjá Gerrard í liðinu er líka áhugaverðar, það er auðvitað vitað að hann mun ekki hlaupa eins og *raketta út um allt þegar hann er kominn vel á fertugsaldurinn og því kannski eðlilegt að hann fari að eigna sér stöðu miðjumanns og nánast bara þá stöðu. Í dag finnst mér hann ekki ná að stjórna leik eins afgerandi og maður myndi vilja, en hann þarf ekki að vera lengi þarna til að byrja einmitt á því. Hann hefur flest alla kosti sem Roy Keane hafði á sínum hátindi og vel rúmlega það….reyndar ekki eins klikkaður.

    En maður sér Gerrard alveg fyrir sér í 5-6 ár í viðbót á miðri miðjunni að stjórna umferðinni og tempói leiksins.

    Sigurður Nr.3.
    Ég hef alveg rosalega bara séð þetta á TribalFootball og nenni því ekki að spá í þessu. Við þurfum að öllum líkindum nýja og betur stæða eigendur og vonandi einhverja með snefil af áhuga á fótbolta.

    • ég hef svo svosem aldrei séð rakettu hlaupa!!
  4. Sjitturinn titturinn!
    Svakalegt skúbb á the sun!
    Chelsea eru búnir að tryggja sér 12 ára gamlan franskan strák sem ku vera ….og bíðið eftir því………….bíðið………………hinn nýji Zinedine Zidane!
    Af hverju keyptum við ekki þennan gullmola spyr ég nú bara 🙂

  5. Hinn nýja Zidane?? Man ekki betur en að Liverpool hafi keypt “nýja Zidane” árið 2002 fyrir 4,5 milljón pund….Bruno Cheyrou!

  6. Já, ég veit nú ekki hvað maður eins og Roy Keane hefur að gera í sömu setningu og Steve Gerrard. Það eina sem þeir eiga sameiginlegt er tæklingageta og leiðtogahæfileikar. Að öðru leyti eru þetta gjörólíkir leikmenn. Annars er greining Tomkins ágæt og bjartsýn. Ég er þó ekki sammála því að Dossena sé með gífurlega sendingagetu, flestir krossarnir hans enda fyrir aftan endamörk enn sem komið er. Hann er enn á reynslu hjá mér og hefur ekki sýnt að hann sé miklu betri en krúttlegi rauðhærði norsarinn sem okkur líkaði svo lengi svo vel við.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

    • Já, ég veit nú ekki hvað maður eins og Roy Keane hefur að gera í sömu setningu og Steve Gerrard. Það eina sem þeir eiga sameiginlegt er tæklingageta og leiðtogahæfileikar. Að öðru leyti eru þetta gjörólíkir leikmenn

    Hann er nú að benda á að nú á efri árum ferilsins gæti Gerrard farið að taka að sér í auknum mæli svokallað Roy Keane hlutverk hjá okkur á miðjunni, ekki að hann hafi verið eins og Keane í gegnum tíðina!!

Tottenham í Deildarbikarnum

PSV á morgun