Manchesterferð til fjár, City – Liverpool

Á morgun, sunnudag fara okkar menn stuttan veg í austurátt og leika gegn litla/stóra liðinu í Manchester, bláliðunum í City liðinu.

Það gera þeir eftir taplausa leiktíð hingað til, þar sem við m.a. höfum ekki fengið á okkur mark á útivelli í deildinni! Sannarlega áhugaverð statistík það :D.

Fyrst á dagskrá er auðvitað að spá í liðið sem Spánverjinn okkar er líklegur til að stilla upp.

Margir breskir blaðamenn hrósa sér af því þessa dagana að þeir hafi átt mikinn þátt í því að Rafa virðist nú rótera minna en áður. Ég reyndar held að ástæðan sé einfaldlega önnur. Hann er að mínu mati nú með það góða breidd í liðinu að það er ástæðulítið að hvíla einhverja lykla, sérstaklega núna í byrjun móts. Við t.d. sáum það gegn United þegar ansi stór nöfn vantaði. Núna er bara þokkalega í lagi þó einhver meiðist og því ástæðulaust að vera pæla of mikið í hvíldum! Allavega, það er mín skoðun á þessu máli.

En að byrjunarliðinu. Ég held að lítið verði um breytingar frá undanförnum leikjum og spái þessari uppstillingu:

Reina

Arbeloa – Skrtel -Carragher – Dossena

Mascherano – Gerrard
Kuyt – Keane – Riera

Torres

Semsagt, Dossena og Masch inn fyrir Aurelio og Alonso, ein breyting frá Goodison. Vel gæti ég hugsað mér að Babel fengi að byrja, en ég held að Rafa sé að koma Keane og Riera inn í leikskipulagið og haldi því þeim inni.

Ég hef fulla trú á því að við sjáum sama skipulag og í síðasta sigurleik okkar á útivelli í deildinni, þar sem við förum hægt og örugglega inní leikinn, en stígum svo fastar þegar líður á, með gríðaröflugum seinni hálfleik!

Ef við skoðum mótherjann, Manchester City, er auðvitað ástæðulítið að eyða fleiri orðum á þeirra nýju stöðu sem ríkasta liðið í Englandi. Ég hef haft mikla trú á Mark Hughes sem framkvæmdastjóra og er viss um að liðið á eftir að verða í harðri toppbaráttu á næstu tímabilum. En miðað við það sem ég hef séð hingað til af þeim tel ég þá ekki tilbúna í alvöru Meistaradeildarbaráttu, allavega ekki fyrr en eftir innkaup í janúar, sem sennilega verða svakaleg!

City hefur spilað sama leikkerfi og við eftir að markaðurinn lokaði. Þeirra helsta hætta er Jo, sterkur senter frammi og kantmennirnir tveir, Wright-Phillips og launahæsti leikmaður Englands, Robinho valda yfirleitt miklum usla. En liðinu finnst ekkert mjög skemmtilegt að verjast og þar tel ég þá veikasta. Bakverðirnir og markvörðurinn það veikasta í liðinu, auk þess sem það átti mjög erfitt með að verjast „physical“ liði Wigan í síðustu umferð.


Þegar þetta er svo tekið saman spái ég alveg hörkuleik á City of Manchester Stadium. City er fínt fótboltalið sem heilmikil stemming er í kringum, en á móti hefur liðið okkar ekki litið betur út á þessum tíma í fjöldamörg ár!

Úrslit? Ég spái jöfnum leik þar til í lokin að við stígum upp og skorum sigurmark. Ég spái því að Albert Riera setji sigurmark á 71.mínútu og fái svo að klára leikinn! Semsagt 0-1 sigur okkar drengja.

KOMA SVO!!!!!

14 Comments

  1. Held að leikurinn verði ekki jafn, Liv verður meira mð boltann og sigur okkar manna verður 3-0, nokkuð sáttur við uppst, Maggi, en held að Agger fái séns núna. City er með 3. unna leiki og 3. tapaða, veit ekki með, hvernig þeir hafa stðið sig heima??????…. en sigur bara sigur.

  2. Neineinei, ef við ætlum ekki að fá á okkur mark þá byrjar Aurelio inná.. Ekki séns í helvíti að Dossena eigi eftir að höndla annaðhvort SWP eða Robinho, noway! En annars sama byrjunarlið og kannski Babel inn fyrir Kuyt en efast um það.. 3-1 Torres með 2 og Kuyt 1 Robinho setur eitt eftir þvílíkt einstaklingsframtak!

  3. agger fær sénsinn ekki alveg strax, skrtel og carra þurfa að misstíga sig meira en þetta áður en agger kemur inn í first 11.

    er sammála flestu í upphituninni nema því að alonso detti úr liðinu. mér finnst hann bara einfaldlega búinn að leika frábærlega upp á síðkastið. mér finnst hann ekki verðskulda að detta úr liðinu. vill hafa masch á bekknum á meðan að alonso er að spila svona vel, svo einfalt er það.

    en frábært að hafa þessi vandamál að 2 heimsklassaleikmenn skuli sitja á bekknum 🙂

  4. Ég hugsa að Rafa gæti alveg hent Carra í annan hvorn bakvörðinn á morgun til að stoppa vængmenn City. Svo er ekki spurning í mínum augum að Masch byrjar á morgun. Rafa sagðist hafa hvílt hann gegn PSV þrátt fyrir að hann hefði verið heill til að hafa hann 100% gegn City.

  5. Flott upphitun Maggi, ég er reyndar sannfærður um að Rafa finnur pláss fyrir Alonso í þessum leik, enda hefur hann verið hreint út sagt frábær undanfarið. Ég er á því að hann setji Stevie framar á völlinn og spili bæði með Javier og Xabi fyrir framan vörnina. Ætli það verði ekki Keane sem þarf að fórna. Annars er orðið svo hrikalega erfitt að velja í lið að það hálfa væri nóg, skemmtilegt vandamál það.

  6. Það eina sem ég bíð spenntur eftir er comment frá GUMMA.
    “og staðan verður 2-0 til þín Benítes” haha.

  7. SSteinn sagði það sem mig langaði að segja. Ég held að Alonso verði í byrjunarliðinu ásamt JM. Gerrard fær frjálsari rullu í þessum leik. Ég hugsa að Keane byrji á bekknum og Babel fái að spreyta sig á kantinum í stað Riera.

    Það verður annað hvort jafntefli eða sigur. Ekki séns að við töpum þessum leik!!

    Koma svo Liverpool

  8. Strákar og Stelpur, ég trúi ekki öðru en að City spili sóknarbolta og þá erum við ekki að tala um 11 manns í markinu eins og hjá Stoke. Ef svo væri þá erum við búnir að læra á svoleiðis spilamensku, en á sókndjarfari lið,,,, tja við kunnum á það, taka þettað LIVERPOOL

  9. Flott upphitun en ég er sammála mönnum sem ræða um Alonso og Keane en held að Rafa sé það ekki skv. þessu viðtali: RAFA EXPLAINS JAVIER DECISION

    “Javier was fit, he was fine. But we had four days between the PSV game and the trip to Manchester City, so I felt the player could be held back for the game on Sunday.Everyone was fit, but I knew we had Lucas who could come on and play in midfield. I preferred to think of the next game and keep Javier for that.”

  10. Joe Hart þykir mér nú með betri markvörðum Englands – og á hiklaust heima í enska landsliðinu.
    Að því sögðu vona ég að hann geri stórkostlega gloríu á morgun sem kosti City 3 stig.

  11. Þetta verður 0-3 sigur okkar manna. Mér er alveg sama hverjir skora mörkin, en þetta verður aldrei í hættu. Við leiðum þessi lömb til slátrunnar og minnum rækilega á okkur. Okkur er alvara í þetta sinn…við stefnum hátt.
    Þetta verður ekki auðvelt, en við vinnum þetta samt sannfærandi.

    Áfram Liverpool !!!

    Carl Berg

  12. Sælir félagar.
    Algjör hörmungarspilamennska hjá öllum nema Riera. Það mætti ímynda sér að það væri búið að margfalda Aurelio með 9 svo ömurleg er spilamennska liðsins
    Það er nú þannig

    YNWA

  13. Sælir aftur
    Færslan átti ekki að fara hingað. Gott væri að eyða henni út héðan 🙁

Nú er lag

Liðið gegn City komið