Liðið er komið…..

…..og er svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Aurelio

Lucas – Alonso
Pennant – Gerrard – Babel

Kuyt

Bekkurinn: Cavalieri – Agger – Dossena – Mascherano – Keane – Benayoun – Riera

Babu nokkuð grimmur, giskaði á hafsentaparið rétt, Sami gamli á að passa upp á Crouch örugglega! Masch, Keane og Riera örugglega fyrst og síðast hvíldir. Miðað við það er breidd þessa hóps talsverð. Held mig við 2-0 sigur……..

10 Comments

  1. Helvíti var Babu naskur á að giska á Hyypia.

    Annars líst mér ágætlega á þetta. Kemur reyndar á óvart að Masche skuli vera hvíldur í staðinn fyrir Alonso. En fínt að sjá Babel og Pennant fá tækifæri.

  2. Jæja, eins gott að við náum að klára Portsmouth með þessu liði!

  3. Fínt lið sem á að gera klárað Pompey, sem ég er annars nokkuð hræddur við út af nýr stjóri nær mönnum alltaf upp.

    Annars kátur með það sem mér finnst vera stærsta breytingin frá síðasta tímabili. Þ.e. breytingin á Rafa. Verðum auðvitað að gera ráð fyrir að Adams vilji ekki byrja með tapi og mun væntanlega leggja rútunni fyrir framan markið og hvaða þörf er þá t.d. á Masch ? Frekar að henda einmitt Lucas inn sem er miklu betri sóknarlega og býður upp á fleiri möguleika. Gæti reyndar skilið Hyypia eftir varnarlausan en gamli kallinn klórar sig fram úr þessu.

    Megi gott gengi áfram haalda

  4. Sáttur við liðið, ekki eins og ég giskaði á en þetta kemur svosem ekkert rosalega á óvart. Pennant og Lucas þurfa að njóta trausts til að vera nothæfir og þessi heimaleikur því alveg tilvalinn.
    En ég gæti trúað að Babel verði jafnvel upp á topp og Kuyt neðar (í sinni stöðu), allavega að þeir skipti þessu eitthvað á milli sín.
    Hyypia var ég svo búinn að fara yfir, gott að hafa kallinn meðan Skrtel er frá.

  5. Sammála Babu, Hyypia flottur kostur og gæti alveg séð Babel á toppnum…….

  6. Mér finnst svolítið sérstakt að skipta inn mönnum eins og Lucas, Pennant og Hyypia sem hafa varla spilað leik þetta tímabilið – ekki eins og sjálfstraustið þeirra sé eins “flying” og hjá liðinu sem hefur veirð í undanförnum leikjum …

    Ef þessi leikur vinnst ekki, þá verða blöðin full af rotation rafa is back – hvort það eigi svo rétt á sér eða ekki…

  7. Sælir… ég hata Torres og skil ekki hvað menn nenna að tala mikið um þennan rauðhærða spánverja sem skiggir bara á okkar leikmenn.

    til í að fá smá umræðu í gang um þetta?

  8. Umræðu í gang um hvað? Að þú hatir Torres? Ég hugsa að þessi ummæli séu bara of heimskuleg til að kveikja í mönnum að ráði…

  9. Já maður saknar spjallborðs gras.is þegar maður les svona komment.(Nr.7)

    En rosalega virkaði Babel flottur í fyrri, vil bara fá hann upp á topp eins og skot með Riera að mata sig. Pennant eða Kuyt yrði ekki svo sárt saknað hjá mér ef það væri það sem kæmi í staðin. Ef Babel heldur svona áfram þá er hann að sýna það sem maður var að vonast eftir af honum….

  10. mikið djöfull er þetta portsmouth lið ógeðslega gróft! er þetta eitthvað grín hvað þeir eru búnir að eiga margar tæklingar í leiðinlegri kantinum í dag, orðinn hrikalega pirraður á þessu.

Liverpool í Stokkhólmi

Liverpool 1 – Portsmouth 0