70% líkur á Torres

Úff, ekki getur maður haft þessa leikskýrslu sem efstu frétt mikið lengur. Upphitun fyrir Atletico Madrid leikinn kemur í dag, en þangað til er örstutt frétt um Fernando Torres, en Rafa segir ágætis líkur á að hann geti eitthvað verið með á morgun.

>”Fernando has been working really, really hard and doing good work with the physios.

>”He trained yesterday and will train again today and then we will see. I would say he has a 70 per cent chance of featuring in the game.

Þetta eru frábærar fréttir.

6 Comments

  1. Það er eiginlega farið að verða erfitt að horfa á liðið án Torres. Ef við hefðum t.d. haft hann um helgina hefði þetta aldrei verið í hættu.

    Eins með aðra leiki undanfarið sem við höfum verið að skrapa. Hann lætur hluti líta út svo auðvelda, öfugt með t.d. Kuyt og Keane (með fullri virðingu fyrir þeim þó)

  2. Ég les þessi ummæli Benitez sem svo að hann komi til með að vera á bekknum. (frekar en að byrja inná og fara snemma útaf).

    Vil hafa hann á bekknum og nota ef þarf, annars alls ekki. Hann þarf að jafna sig alveg.

  3. Það er eiginlega farið að verða erfitt að horfa á liðið án Torres

    Okkur tókst nú að vinna smáliðin Chelsea og Man U án hans.

  4. Ég veit ekki með ykkur drengir, en það er enn óbragð í munninum á mér eftir þennan leik á laugardaginn. Ekki það að við hefðum verið að spila illa…vorum bara illa óheppnir.

    En maður verður að horfa framávið, ég hef verið mjög sáttur við leiki liðsins þó Torres hafi ekki verið með. En maður getur ekki verið annað en himinlifandi að fá besta framherja í heimi aftur í liðið 🙂 !!!!!

  5. Frábært að fá Torres til baka. Liðið hefur staðið sig vel meðan hann var í burtu, fyrir utan þetta slys um helgina. Mér finnst eins og liðið eigi inni frekar en hitt svo það er bjart framundan!

    Áfram LFC!

  6. kom onn gæs and görls, fallinn farar heill (eflaust vitlaust stafsett) segir einhvurstaðar – VIÐ KOMUM MIKLU STERKARI TIL LEIKS NÚNA EFTIR SVONA ÓHEPNISTAP – ekki nokkur spurning.

    Verð að láta það fara hérna, var staddur á bar í Noregi “Th Ole” í Sandnes, þar eru bara brjálaðir MU gaurar sem gera ekkert annað en að drekka, rífast og vera með þau leiðinlegustu og neikvæðustu ummæli sem ég hef heirt, læt þau samt ekki út úr mér hérna, ALDREI ALDREI, fara á þennann bar ef þú ert stuðningsmaður LFC.

    Við erum bestir og það tekur það enginn frá okkur :c)

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

Tottenham 2 – Liverpool 1

Atletico Madrid á morgun