Verður Mascherano fyrirlið Argentínu?

Hinni nýji landsliðþjálfari Argentínu, Diego Maradona hefur gefið sterklega í skyn að hann vilji að [Javier Mascherano verði fyrirliði argentíska landsliðsins](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/7711148.stm). Maradona segir um Mascherano:

>[Mascherano is] the Argentinian player who is closest to the idea I have about the Argentinian shirt – sweat for it, sacrifice for it, being a professional, being close to the team-mate.”

Maradona sagði einnig í viðtali við argentískt dagblað þegar hann var fyrst orðaður við þjálfarastöðuna hvert hugsanlegt byrjunarlið hans yrði. Svar hans var: Mascherano og svo einhverjir 10 aðrir.

6 Comments

  1. Ég les einhvernveigin útúr þessu hjá Maradonna að honum líki vel við Masch :p

  2. Þetta er miklu betra.

    Þetta svar Maradona minnir mig samt rosalega á hið fræga máltæki Gary Lineker “Football is a game for 22 people that run around, play the ball, and one referee who makes a slew of mistakes, and in the end Germany always wins”

  3. Tja… spurning hvort hann verður bara ekki byrjunarlið Argentínu! Fyrirlið er svo eitthvað mikið snobb, sko. 🙂

  4. Þetta er mjög öflugt og að mínu mati vel skiljanlegt val hjá Maradonna. Drengurinn virðist vera fæddur leiðtogi á velli ásamt því að Maradonna hefur aldrei farið neitt sérstaklega leynt með álit sitt á skrímslinu.

    Ekki vantar leiðtogana hjá okkur, Keane er fyrirliði Íra og var oft með bandið hjá Spurs, Torres var einn yngsti fyrirliði ever hjá stórliði, Lucas var fyrirliði U21 hjá Brössum, Hyypia var fyrirliði Liverpool í nokkur ár.
    Carragher væri fyrirliði á þessu stigi síns ferils í svona 9 af hverjum 10 skiptum og Gerrard er á top 3 yfir fyrirliðaefni hjá tjöllunum.

    Þar fyrir utan er Agger líklega efnilegur kostur hjá dönum í framtíðinni og fá lið myndu líklega skammast sín með karakter á við Kuyt með þetta band um arminn. Svo ég tali nú ekki um Jose Reina.

Liverpool 1 – Atletico Madrid 1

Gerrard, dívur, Keane, kóngafólk og vælukjóar