Liðið gegn W.B.A

Þá er búið að tilkynna byrjunarliðið gegn WBA á eftir. Helsta sem er merkilegt við liðið í dag er auðvitað að Torres er aftur komin í hópinn, hann byrjar á bekknum sem ég held að fáum komi á óvart og nú er bara að vona að við þurfum ekki á kröftum hans að halda.
Vörnin er sú sterkasta sem ég tel okkur geta boðið uppá í dag, Gerrard dettur niður á miðjuna og stórvinur okkar Benayoun kemur inn í liðið í hans stað.
Byrjunarlið

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Mascherano – Gerrard
Kuyt – Benayoun – Riera
Keane

Á bekknum:Cavalieri, Hyypia, Torres, Alonso, Babel, Insua, El Zhar.

Mér lýst nú bara nokkuð vel á þetta, Gerrard er mun sókndjarfari en Alonso og Benayoun fer væntanlega í sína eiginlegu stöðu, þ.e. í holuna, ekki út á kannt þar sem hann hefur marg sannað getuleysi sitt að mínu mati. Ef í harðbakkann slær eigum við svo mjög öflugan bekk sem ætti að geta hrist vel upp í leiknum. Sérstaklega gaman að sjá Insua á bekknum á kostnað Dossena.

Vonum það besta, ég spái 3-1 Kuyt, Kuyt og Kuyt (já ég er í bjór)

10 Comments

  1. oK oK Torres á bekknum, hefði látið hann byrja og eftir að hann hefði sett 2-3 mörk þá tekið hann útaf eftir c,a 10 min

  2. Skil ekki hvað menn (og konur) hafa á móti Dossena. Mér finnst hann vera með betri vinstri bakvörðum sem við höfum haft lengi. Hann kostaði líka sitt og þess vegna alveg galið að gefast uppá svo dýrri fjárfestingu í byrjun nóvember. Gefa honum frekar gott run í liðinu. Rafa er vætanlega að taka Babel á hann og hvíla hann heldur mikið sem gæti verið vont fyrir sjálfstraustið hans.

  3. Sælir félagar
    Þetta er nánast eins og ég spáði nema Benayoun kemur inn fyrir Babel. Fabio er í vinstri og vonandi spilar hann ekki eins og ég býst við ;-)Vonandi fer leikurinn ekki eins og ég spáði að við drulluvinnum 1 – 0. En uppstillingin býður upp á það.
    Vona að okkar menn haldi á spöðunum, láti hendur standa fram úr ermum, taki á honum stóra sínum og girði sig í brók og vinni þetta sannfærandi 4 – 0. Sem sagt mikið um vonir hjá mér.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  4. Ekki sammála Bobby, mér finnst hann bara lítið skárri en Riise. Er settur í svipaðan gæða flokk og Riise, Traore og Vignal hjá mér. En sú skoðun er auðvitað dæmd af frammistöðu hans hingað til, ég vona innilega að hann fari að aðlagast og spila af sömu getu og hann virðist gera með landsliðinu.

  5. Höfum það á hreinu að þegar Riise kom þá var hann efnilegur bakörður (21 árs) sem skora mikað við bakvörð, skoraði þvílíkan þrumufleyg með Monaco sem sumir muna eftir. Síðan eftir að hann kom skoraði hann alltaf nokkur mörk á tímabili fyrir okkur, og nokkur mjög mikilvæg. Svo þó hann hafi verið orðinn Mjög lélegur undir lok ferills síns hjá Liverpool þá var hann góður sín fyrstu ár.
    – og það á Dossena eftir að sína okkur…

    Hingað til þá tel ég að Riise hafi verið “betri” kaup, þó svo það sé í raun ekki mjög marktækt vegna hversu stutt Dossena hefur verið.

  6. Dossena hefur verið afar slakur í byrjun og er nánast á því sjálfur. Núna er það hans að berjast eins og ljón til að vinna sér fast sæti í liðinu. Ef vera Insua á bekknum tekur hann á taugum þá á hann ekkert erindi á Anfield.

  7. Ein spurning …. var virkilega púað á Keane í byrjun leiks ? :S

    • Ein spurning …. var virkilega púað á Keane í byrjun leiks ? :S

    Nei Arnar er ekki alveg með þetta á hreinu.

    Stuðningsmenn WBA hata Keane eftir að hann var í Wolves og púuðu duglega á hann. Keane var ekki bara í Wolves sem eru erkifjendur WBA, heldur lagði það í vana sinn að skora gegn þeim 😉

    ……og svo meinti ég auðvitað Keane, Keane og Keane þegar á var að spá fyrir um markaskorara

W.B.A. á morgun

Liverpool – WBA 3-0