“Íþróttafréttir”

Ég get hreinlega ekki orða bundist og varð að henda inn smá bloggi um þetta. Oft hefur “íþróttafréttamennska” í miðlum þessa lands verið gagnrýnd. Stundum á sanngjarnan hátt og stundum ekki. En hvað er hægt að segja þegar menn sjá svona “fréttamennsku”? Í alvöru talað, hverjir skrifa íþróttafréttir á stærsta vefmiðli landsins? Þeir virðast hvorki hafa vit á þessum sögufrægu liðum í enska boltanum, né skilning á enskri tungu (væntanlega þýdd frétt). Fyrirsögnin er í fyrsta lagi sér mál út af fyrir sig. Hvar kemur það fram í fréttinni að félagið okkar vilji deila leikvangi með Everton? Svo kemur þessi snilld fram þarna líka:

Horfa þeir því hýru auga til erkifjendanna hinum megin Mersey árinnar

Kunnið þið annann betri? Ef myndin sem fylgdi “fréttinni” hefði verið stækkuð örlítið, þá hefði Goodison Park sést. Þvílík “fréttamennska”. Er skrítið þótt menn gagnrýni þessa miðla?

21 Comments

  1. Erum við farnir að horfa samkynhneigðu auga til Tramnere Rovers?

    og eru þeir orðnir erkifjendur okkar?!!

    Féllum við?

    ….ég er kominn með leið á þessum Keith Harris

  2. Ég tel mig geta deilt með þér visku sem ég las fyrir stuttu sem gæti reynst andlega róandi: Íþróttafréttir, álit íþróttafréttamanna, áróður íþróttafréttamanna o.s.frv. … skiptir engu.

  3. Fréttamaðurinn kíkir greinilega reglulega á kop.is. Búinn að breyta setningunni sem þú vitnar í.

    Stendur núna: “Horfa þeir því hýru auga til erkifjendanna enda er nýr leikvangur ein helsta forsenda fyrir auknum tekjum klúbbsins.”

  4. Prýðileg ábending hjá Hornfirðingnum knáa. En ef að menn halda það virkilega að það sé stunduð betri fréttamennska á Englandi varðandi enska boltann þá þurfa menn að líta sanngjarnt á málið. Svo ég vitna í stjóra Sunderland þá segir hann að hann myndi ekki treysta fréttamönnum að fara út að ganga með hundinn sinn!! Og klykkir út með því að hann vildi frekar fara til tannlæknis en að fara til Richard Keys hjá Sky og félögum og gerast fótboltaspekúlant!! Þær stjörnur sem menn hafa í augum hér á Íslandi varðandi spekúlanta á Sky og fleirum er hjákjátlegt.

  5. Ég ætla ekki að vera neinn “partý-kúkur” en verðum við ekki að horfa á raunhæfustu hugmyndirnar í þessu dæmi svona einu sinni? Það er ljóst að USA hefur ekki áhuga á að eyða neinu fjármagni í LFC nema ef hægt er að skuldsetja klúbbinn eins mikið og hægt er sem boðar alls ekki gott! Þá vildi ég frekar sjá 80 þúsund manna borgarleikvang í Liverpool borg sem við deilum með þriðja stærsta liðinu í borginni (á eftir aðal- og varaliði Liverpool) sem yrði okkur til framdráttar frekar en hrúgaldið Anfield í dag. Meira hvað stoltið er að drepa fólk í dag! Þessu má í raun þakka frábærri fjármálastjórnun klúbbsins undanfarin árin en markaðsstarfsemi klúbbsins er furðulega slök miðað við árangur liðsins. Wenger bjó til leikvang Arsenal nánast sjálfkrafa……….nuf said!

  6. Stórkostlegar fréttir frá SkySports, Degen frá í 4 vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í Tottenham-leiknum.

    Þessi drengur er náttla svo lélegur að Sean Dundee blöskrar.

  7. Mbl.is („Það er ljóst að hann (Torres) er ekki kominn í sitt besta form á ný. Hann er frábær leikmaður en bæði Robbie Keane og Dirk Kuyt hafa leikið vel þannig að hann þarf að berjast fyrir sinni stöðu,” sagði Benítez við fréttamenn í gær.) Hann þarf varla að berjast fyrir sinni stöðu! besti framherji í heimi? Og ef að hann er ekki komin í sitt besta form, nú þá er kanski skiljanlegt að hann byrji á bekknum, en hann þarf nú varla að vera í sínu besta formi til að vera betri en Kuyt og Keane. 😉 Þettað með Degen er bara skandall, Hvernig komst maðurinn í gegn um læknisskoðun ???????

  8. Góð ábending Höddi, eins og ég segi í blogginu, sumt er réttmætt og sumt alls ekki. Þessir blessuðu Sky menn eru nú oft á tíðum ekkert að tapa sér í gæðum. Ég hreinlega varð samt að koma inn á þessa “frétt” enda var hún svo “absúrt” að það hálfa væri nóg.

    Eiki, þetta snýst ekki um debate um hvort við eigum að deila velli eða ekki, það er sér kapítuli út af fyrir sig og gæti ég tjáð mig í afar löngu máli um það dæmi, en ég fer ekki út í það hér.

  9. En segiði mér eitt, afhverju er leikurinn auglýstur kl 11:45 á textavarpinu og kl 12:15 að staðartíma í UK og 12:45 hér á klakanum???

    ANY ONE

  10. Hvaða síða er ábyggilegust? Hvað stendur á kop.is? Eina síðan sem mark er takandi á er þessi síða, bara einfaldlega fara eftir henni 🙂

  11. Rétt SSteinn, og ef leikurinn hefði byrjað núna ætti liðið að vera komið fyrir klukkutíma síðan

  12. Ekki fyrirsögninni. Það er ekkert sem kemur fram í “fréttinni” um að Liverpool vilji deila velli með Blue****

    Þessir Mogga fréttamenn eru bara hreinir og klárir amatörar, segir sitt að þeir séu nú þegar búnir að breyta hluta “fréttarinnar” en halda fyrirsögninni.

Bolton á morgun

Torres á bekknum