Það hlaut nú að koma að því að einhver af “fringe” leikmönnunum myndi láta heyra í sér og vera ósáttur við sinn spiltíma. Það hefur lítið sem ekkert heyrst í Pennant enda tel ég að honum hafi verið gert ljóst áður en tímabilið hófst að hann væri ekki inní framtíðarplönum Rafa. En sá leikmaður sem kannski ætti skilið meiri spiltíma og hefur oftar en ekki staðið sig fantavel þegar hann hefur komið inná er Ísraelinn Yossi Benayoun. Núna hefur hann gefið það út að hann vilji meiri spiltíma og sætti sig ekki “bara” að vera leikmaður Liverpool.
Ég er í raun ánægður með þessa meldingu frá Yossi því hún segir okkur að hann hafi metnað og sætti sig ekki bara við bekkjarsetu og góð laun. Hins vegar hefur Liverpool gengið vel að undanförnu og því má segja að lítil ástæða hafi verið fyrir Rafa að fikta mikið með liðið. Ég er samt fullviss um að Yossi muni nýtast okkur mikið þegar á líður því hann er klókur knattspyrnumaður sem getur haft úrslitaáhrif á leiki t.d. úti gegn Wigan eða Hull 🙂
Selja hann og Pennant. Ekki spurning, Pennant hefur ekki getað neitt og persónulega þá líkar mér ekki við hann. Yossi var ágætur á síðusta tímabili, en topplið í ensku úrvalsdeildinni ætti að vera með betri menn á bekknum en hann. Þannig er það bara.
Kveðja.
Væri fínt að losna við Yossi, enda hef ég aldrei þolað að hann sé valinn fram yfir Babel og Pennant. Ekki það ég sé einhver Pennant aðdáðandi, heldur finnst mér Yossi bara allt of linur fyrir enska boltann.
En það er nú bara mín skoðun.
Áfram Liverpool.
Er þetta kaldhæðni? Verð alla veganna að segja fyrir mína parta að þá er ég engan veginn sammála þessari fullyrðingu. Mér finnst Benayoun alls ekki hafa verið að standa sig vel og finnst hann ekki í Liverpool klassa. En það er nú bara mín skoðun og þarf á engan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar. Ég mundi því ekkert gráta þó að hann yrði seldur en það þyrfti þá að koma einhver kantmaður í staðinn því að vængstöðurnar væru orðnar ansi þunnskipaðar ef bæði Benayoun og Pennant færu frá okkur.
Ég hef nú meiri áhyggjur af því að Ryan Babel virðist vera orðinn pirraður á bekkjarsetunni. Ég skil reyndar alveg afstöðu Benitez þar sem að liðið hefur verið að leika nokkuð fínan bolta og því ekki mikil ástæða til að breyta miklu en ég vil alls ekki missa Babel því ég hef trú á að hann egi eftir að verða klassaleikmaður þó hann hafi kannski ekki alveg verið að brillera á þessu tímabili.
Sælir félagar.
Það er eðlilegt að menn sem spila lítið eins og Yossi vilji lengri spilatíma. Hins vegar er það rétt sem sagt er hér að ofan að hann er varla leikmaður sem hefur getu í Liverpool klassa. Það er áð auki varla líklegt að hann bæti sig mikið sem leikmaður. hann hefur á góðar innkomur stundum en líka stundum verulega slakar.
Ég held aftur á móti að menn eins og Babel geti og eigi eftir að bæta sig verulega og svoleiðis menn þurfa að fá spilatíma eftir því sem mögulegt er. Þó er ekki rétt að láta hann koma inn nema í leikjum þar sem staðan er nokkuð örugg. Hann hefur nefnilega ekki verið að gera merkilega hluti þegar hann hefur komið inná á þessu tímabili.
En ég held að allir geti sammælst um að hæfileikar og geta er fyrir hendi hjá stráknum og nú er því um að gera að fara að kreista það út allt saman.
Það er nú þannig.
YNWA
Þröstur: Nei þetta er ekki kaldhæðni heldur finnst mér hann oftar en ekki hafa staðið sig vel. Hann hefur spilað 63 leiki með Liverpool og skorað 11 mörk. Ennfremur tel ég að hann eigi annað eins í stoðsendingum.
Ekki það að ég ætli að gerast málsvari Yossi hérna en bendi bara á að hann hefur spilað 68 landsleiki og skorað 18 mörk. Ennfremur verið fastamaður í liðum eins og Maccabi Haifa, Racing Santander og West Ham. Ég held að við verðum einmitt að hafa svona leikmenn með í liðinu því hann er bæði fjölhæfur og klókur. Hann er klárlega ekki lykilmaður í Liverpool og verður aldrei en öll lið þurfa svona leikmenn með í hópnum.
Já, það er ljóst að það sér hver hlutina með sínum augum. Frá mínum bæjardyrum séð, þá er Yossi of mistækur og satt best að segja þá finnst mér hann einfaldlega ekki nógu góður leikmaður.
Persónulega þá finnst mér hann fá að spila alveg nógu mikið, og jafnvel helst til of mikið ef út í það er farið…
Carl Berg
Yossi er skelfilegur leikmaður og ég skil bara ekki hvað þessi maður er að gera í Liverpool…
Áfram Yossi. Hef alltaf fílað hann, allt frá því hann var hjá Racing. Þarf að fá að spila meira á miðjunni en ekki út á köntum.
Þessu óskilt; hafa síðuhaldarar einhver áform um að fjalla um þetta?
http://www.guardian.co.uk/football/2008/nov/19/liverpool-premierleague
Því þetta er shocking.
Ég er ekki sammála pistlahöfundi með Yossi og getu hans. Þetta er ágætis knattspyrnumaður, sterkur karakter og hann hefur marga kosti sem nýst geta Liverpool. Mér finnst hann samt ekki nógu góður á heildina litið til að vera hjá liði eins og Liverpool. Ég tæki Luis Garcia any day fram yfir Yossi Benayoun, en þetta er leikmenn sem eru svipaðir að mörgu leyti og átti Yossi greinilega að koma nokkurnveginn í stöðu hans hjá Liverpool.
Þó Yossi eigi oft ágæta spretti þá finnst mér hans spilamennska og það sem hann gerir á vellinum vera miklu meira neikvætt en jákvætt. Ég tel hins vegar að gott sé að geta haft mann sem gegnir svipuðu hlutverki hjá Liverpool og Benyoun en ég tel að við þurfum betri einstakling í þá stöðu en hann og aðila sem hefur uppá meira að bjóða en Benayoun. Ef við horfum á Pacheco sem við eigum í varaliðinu þá er hann aðili sem ég tel að gæti gengt hlutverki Benyoun talsvert betur en hann og það er bara eftir að hafa séð þá fáu leiki hjá aðal og varaliðinu sem hann hefur komið við sögu í.
Ég tel því að við ættum að losa okkur við Yossi, leyfa Babel og Riera að eiga vinstri kanntinn í friði og nota Pacheco þegar við þurfum í staðinn fyrir Yossi. (og já ég veita ð hann er fyrirliði Ísraelska landsliðsins, góður karakter og allt það en hversu lengi má slefa yfir því, hann er bara ekki nógu góður þrátt fyrir það).
Yossi Benayoun hefur átt ágætan feril hjá okkur að mínu viti. Ekkert verið stórkostlegur en hefur átt fína leiki inn á milli og jafnvel skipt sköpum, verið “úrslitamaður”. Man t.d. eftir innkomu hans á móti Wigan í fyrra þar sem hann skoraði eina markið í 0-1 sigri.
En hann er svona leikmaður “milli lína”, sem á að geta leyst upp sóknarleikinn með því að sækja boltann aftur á miðjuna, eða tekið framherjahlaup, svona “freelance” leikmaður. Eins og manni sýnist Rafa hugsa Babel. Bellamy var hugsaður svona líka og Voronin sömuleiðis.
Í vetur hefur liðið spilað mun fastar í 4231 kerfinu finnst mér, með Riera sem vængmann og Kuyt sem “support striker”. Babel gæti leyst báðar þær stöður held ég, en Benayoun síður. Þess vegna fækkar mínútunum hans….
En svo finnst mér skelfilegt ef að hann er að vaða í viðtöl við The Sun til að skæla, það eru mistök!!!
Málið er að það er ekki hægt að fylla öll lið af stórum leikmönnum. Öll lið þurfa á miðlungsleikmönnum (Squad players) til þess að fylla uppí ákveðin svæði tímabundið. Sumir leikmenn sætta sig við það að vera rotation leikmenn í stórum liðum frekar en að spila reglulega í minni liðum.
Yossi er fínn í það hlutverk að koma inn sem varamaður og byrja einn og einn leik. Reglulegur byrjunarliðsmaður er hann ekki.
Ef hann er ekki sáttur við það hlutverk, þá er ekki annað í stöðunni en að selja hann í eitthvað miðlungslið þar sem hann fær að spila reglulega.
Mér finnst þessi ummæli hans bara hlægileg í ljósi þess að á þeim mínútum sem hann hefur fengið í vetur, þá hefur hann ekki sýnt neitt sem að meðalstuðningsmaður væri ekki fær um…
Maggi: Hjartanlega sammála þér með þetta ruslblað sem Yossi talaði við og hugsanlega er hann búinn að klára sinn ferill hjá LFC með því.
Ég held nú að hann hafi ekki verið í viðtali við skítasnepilinn, sá í fyrstu fréttunum sem af þessu bárust að hann hafi sagt þetta í viðtalið við fjölmiðla í heimalandi sínu. Ég hreinlega trúi því ekki að hann sé svo vitlaus að veita skítasneplinum viðtal. Það gerir enginn leikmaður Liverpool.
Youseless Benayoun er ágætis leikmaður og gerir stundum ágætis hluti. Þess á milli situr hann á bekknum og gerir það ágætlega líka. Það er alveg ágætt að hafa hann í hópnum og eiga þá kost á að setja hann inná og vonast til að hann geri ágætis hluti.
Mun betra væri þó ef hægt væri að fá í hans stað einhvern frábæran leikmann sem gerði frábæra hluti og jafnvel léti ógert að væla í blöðin um að þurfa að sitja á bekknum. Það væri frábært.
Og hvar ætlar þú að finna svoleiðis leikmann Kristinn? Ég er ekki einu sinni viss um að ég myndi vilja hafa svo metnaðarlausan leikmann á bekknum, hvað þá á launaskrá félagsins.
Yossi er bara að búa til samkeppni sem er auðvitað nauðsynleg. En það er alveg deginum ljósara, þrátt fyrir fínar innkomur oft á tíðum, að hann verður aldrei lykilmaður. Svoleiðis leikmenn stoppa aldrei lengi hjá stórliðunum heldur flytja sig um set eftir einmitt 2-3 tímabil. Það er bara svoleiðis sem heimurinn virkar. Vil allavega frekar sjá Babel og jafnvel stráka eins og Pacheco fara að koma inn í stað Yossi sem hefur þó skilað fínu starfi til Liverpool.
fyrir mér er yossi ekki nógu góður. fyrsta sem maður getur sett út á hann er það að hann er hægur og aumur líkamlega. hann vill gera of flókna hluti og helst labba með boltann inn í markið eftir að vera búinn að sóla alla í teignum. hef séð samherja yossi skamma hann nokkrum sinnum á þessu tímabili fyrir að gera of flókna hluti inn í teig andstæðingsins þegar augljóslega er hægt að leggja boltann einfalt á samherja til að búa til færi. mér finnst hann oft með fínar hugmyndir inn á miðjum vellinum en þegar nálgast tekur markið þá fer hann oft í ruglið.
að mínu mati er hann langt frá byrjunarliðsklassa í lfc, en ég er sammála agga að svona mann er fínt að hafa til taks í hópnum því hann getur verið útsjónarsamur og komið með nýjar víddir í spilið.
gott dæmi um þennan leikmann er undanúrslit CL á stamford bridge í fyrra. hann var með kúkinn í buxunum allan leikinn en tók sig svo til og lagði upp á meistaralegan hátt mark fyrir torres sem jafnaði metin. þetta er það jákvæða við hann en ég á samt von á því að yossi verði ekki mörg tímabil í viðbót í rauðu treyjunni. það er mín spá.
Getið alveg róað þetta sun tal, varla í fyrsta skipti sem breskir fjölmiðlar quote-a í einhvern svona kross. Hann sagði þetta á sjónvarpsstöð í ísrael.
Hann er fínn kostur að hafa á bekknum. Vandamálið er bara að Liverpool aðdáendur virðast oft þurfa heimsklassa leikmenn í öllum stöðum, þar á meðal varamenn og vara varamenn.
Er í alvörunni raunhæft að biðja um Pacheco í staðinn fyrir Yossi?? Yossi hefur sýnt það að hann getur skorað og lagt upp mörk og einnig að hann á upp og niður leiki, eins og flestir leikmenn í Liverpool. Manjú hafa Fletcher, Park og unnu þannig deildina. Það er mikilvægt að hafa breiðan hóp og góða leikmenn sem geta komið inná.
Öðru máli gegnir um þá ákvörðun að kvarta í blöðin. Ég held að það hafi ekki verið gáfusport hjá honum og komi til með að flýta fyrir því að hann fái nýtt lið til að spila fyrir í janúar.
Voru ekki að birtast myndir í Daily Mail af Pennant með flösku í á djamminu síðasta laugardag? Fullkomlega óskiljanleg kaup í alla staði á einhverju Arsenal-rejecti. Pottþétt seldur fyrir 3-4millur í janúar.
Benayoun er alveg ágætis leikmaður en þarf að spila reglulega til að hans kostir verði sýnilegir. Átti til frábæran sprett sem skapaði jöfnunarmarkið gegn Chelsea á Stamford Brigde í CL síðasta vor. Hann hefur því ákveðin gæði á hæsta leveli. Verður hinsvegar seldur í sumar að öllum líkindum og betri super-sub keyptur.