Liðið í kvöld…

Aggi er líklega að berja á baununum svo ég hendi inn liðinu….

Í huga Benitez erum við líklega að tala um okkar sterkasta byrjunarlið og því greinilegt að honum er full alvara með því að klára eigi þennan riðil í kvöld. Gerrard kemur aftur inn og Riera er á vinstri kanntinum, annars var KAR með þetta allt á hreinu og ef ég þekki hann rétt var hann að meina þetta svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Alonso – Mascherano
Kuyt -Gerrard – Riera
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Dossena, Benayoun, Lucas, Babel, Keane, Kelly.

Við töpuðum gegn þeim i fyrra í ÖMURLEGUM leik. Í kvöld rúllum við þeim upp 3-0.

….það kemur svo líklega dönsk skýrsla efir leik

14 Comments

  1. Ég hefði viljað sjá Babel frammi með Torres og það hefði mátt sleppa Mascherano í kvöld og spila með 2 frammi og Gerrard með Alonso á miðjunni.

  2. Flott lið… ég trúi því að leikurinn verður búinn í hálfleik 2-0.

  3. Þetta lið sem Rafa teflir fram mun sigra þennan leik, ekki spurning..!

  4. Sammála Ásmundi eftir að hafa horft á þennan fyrrihálfleik. Það vantar sárlega meiri krafts frammá við á miðjunni, þannig að það væri lag á að setja Gerrard niður á miðjuna. Taka Mascherano útaf og inn með Keane fyrir aftan Torres. Taka svo Kuyt útaf á þessari vinsælu 60-65min, hann virkar þreyttur eða eitthvað slappur, og leyfa svo Babel að spreyta sig aðeins.

  5. Ég held að leikmaður nr. 2 í Liverpool liðinu sé ekki fórtboltamaður heldur látbragðsleikar sem sé að reyna að leika brauðrist á vellinum.

  6. 6,

    finnst þér hann vera fyrir tvær eða fjórar brauðsneiðar?
    Þetta er hinsvegar klisjukendur sem og útreiknanlegur fótbolti hjá le Reds í kvöld. Ekki beint svona tja … traustvekjandi.
    En 1-0 yfir.

  7. Benayoun, Dossena og Kuyt allir í einu er bara á mörkum þess að vera of mikið af því góða

  8. Voðalega var þetta eitthvað andlaust allt saman. Eru menn að spara sig fyrir leikinn í deildinni á mánudag 😛
    Gaman annars að sjá Dossena bjarga þarna á síðustu stundu. Annars sést langar leiðir að hann hefur enga trú á því sem hann er að gera. Ég trúi því ekki að hann sé svona lélegur, þetta hlýtur að vera eitthvað andlegt dæmi í gangi.

  9. Þetta kallast 1-0 sigur án áhuga. Bæði hjá liðinu og hljóðum Anfield.

    Döpur frammistaða þannig en við gerðum það sem þyrfti og erum komnir áfram. En ég er að spá í að leggjast á bæn, muslim style til að biðja fyrir því að Aurelio sé ekki meiddur. Get ekki horft mikið á Dossena spila

  10. Okei gott að komast áfram og komast upp með svona “göngubolta” eins og við sýndum í kvöld. Munurinn á Aurelio og Dossena sást vel í kvöld, öryggið í vörninni var eins og svart og hvítt milli hálfleik. Mikill klassamunur þar, samt sem áður var þetta ekki versti leikur Dossena í vetur.

    Og eitt annað sem mig langar að koma inná, Mascherano, ég ætla vera sammála Andra Fannari, hann er gjörsamlega ónothæfur í leikjum sem við ætlum að sækja í, hann getur ekki gefið boltann og svo sýnir hann oft að hann er ekki sá gáfaðasti í bransanum. Þetta brot hans var mjög ljótt og algjör óþarfi, nákvamlega ekkert að gerast og pirringur hans á hversu lélegur hann var í dag bitnaði illa á Marseille leikmanninum. Ekki Liverpool til sóma þetta brot.

    Annars eins og ég segi fínt að komast áfram með vinstri.

  11. Winning ugly, wins cups. Þrátt fyrir að við hefðum spilað Samba bolta a lá Brasilíu og samt bara skorað eitt mark, eru það líka 3 stig. Erum komnir áfram og getum bara verið mjög ánægðir með það.
    Ánægður með þetta, bring on West Ham.

  12. Ég held að mesti styrkleikinn felist í að spila vel og vinna. Stundum vantar pínulítið uppá það hjá LFC. Mér finnst eðlilegt að fara fram á að liðið uppfylli bæði skilyrði, en ekki bara annað líkt og hefur verið uppá síðkastið. Fyrir mér er ekki nóg að liðið hirði 3 stig í hverjum leik ef leikirnir eru alltaf hundleiðinlegir, hver nennir að horfa á leiðinlegan fótbolta?

Marseille á morgun!

Liverpool – Marseille 1-0