Liverpool – Hull 2-2

Undanfarið hefur það verið meira regla heldur en undantekning að lið sem eru töluvert lægra skrifuð en Liverpool koma á Anfield með það eitt markmið að pakka í vörn og berjast eins og grenjandi ljón fyrir einu stigi. Hvað þá ef um er að ræða nýlða. Þetta var því auðvitað hættan fyrir þennan leik þó Hull hafi reyndar sýnt fram á í upphafi tímabils að þeim leiðist óskaplega að pakka bara í vörn. Það sýndu þeir í dag.

En byrjum á byrjuninni, liðið í dag var svohljóðandi:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Dossena

Mascherano – Alonso
Benayoun – Gerrard – Riera
Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Agger, Keane, Babel, Lucas, Ngog, El Zhar.

Hyypia hélt áfram í vörninni, Dossena tók bakvarðarstöðuna af Insua frá síðasta deildar leik, Kuyt kom í sóknina og Benayoun fór á kanntinn. Þar að auki komu Reina, Gerrard og Alonso að sjálfsögðu inn aftur eftir hvíld gegn PSV.

Fyrri hálfleikurunn virtist ætla að lofa góðu, sett var í gang góð pressa á mark Hull fyrstu mínúturnar en án þess þó að ná inn marki. Eftir það tóku leikmenn Hull leikkafla sem ekki er annað hægt en að dást að, þeir bara réðust á sofandi stórlið Liverpool, pressuðu hátt á vellinum og nýttu sér það vel að í þannig stöðu er t.a.m. Dossena alveg glæpsamlega óöruggur. Mendy lét hann líta út fyrir að vera jafn fljótur og styttan af Shankly þegar hann stakk hann af og maður fór að hafa verulegar áhyggjur af því að þetta kraftmikla lið var að sækja á spretthlaupara á við Hyypia og Dossena.

Á 11.mín var Hyypia allt of seinn í tæklingu á Mendy og fékk réttilega dæmda á sig aukaspyrnu, úr aukaspyrnunni barst boltinn á vinstri kanntinn þar sem Dossena (held ég alveg örugglega) var ekki alveg með dekkninguna á hreinu þannig að Hull náði inn góðri fyrirgjöf sem Paul McShane skallaði í netið, 0-1 og gestirnir farnir að syngja söngva um hvort við værum nokkuð Arsenal í dulargervi. Við þetta mark var nú alls ekki eins og gestirnir færu eitthvað að pakka í vörn, þvert á móti héldu áfram að pressa og tíu mínútum eftir fyrsta markið bættu þeir við öðru…Á ANFIELD. Liverpool – Hull 0-2 takk fyrir og góðan daginn. Dossena var látinn líta hlægilega út af Mendy sem kom með fasta fyrirgjöf sem Jamie Carragher afgreiddi listavel í eigið net.

Eftir þetta var eins og það hefði runnið upp fyrir okkar mönnum að þetta Hull lið var mætt á svæðið til að spila fótbolta, ekki pakka í vörn eins og við höfum þurft að venjast undanfarið. Við þessa uppgvötun var eins og okkar menn hafi ákveðið að prufa þetta líka og seinni hluti fyrri hálfleiks var eign Liverpool manna. Strax á 23. mín berst boltinn á Kuyt sem var hægramegin við vítateiginn, hann setti boltann inn í boxið þaðan sem hann barst út til Steven Gerrard sem minnkaði muninn í 1-2. Game on.
Eftir þetta pressaði Liverpool stíft en klaufskur sóknarleikur á síðasta þriðjungi vallarins var ekki að gera sig. Á 32. mín náðum við þó upp góðu spili, Arbeloa sendi inn í teig þar sem Kuyt skallaði boltann á Benayoun, hann mokaði honum á Gerrard sem jafnaði leikinn í 2-2. Nú var maður farinn að þekkja sína menn.

Fyrsta korterið í seinni hálfleik áttu Liverpool menn með húði og hári, pressuðu mjög stíft, en með þessa framlínu hefur það oftar en ekki verið raunin að mikil pressa og þó nokkur sóknarþungi skilar ekki endilega marki. Það virtist hafa dregið töluvert af Hull og þeir fóru að átta sig á þvi að besta leiðin til að ná í stig á Anfield er því miður að bakka duglega. Þeir voru þó langt í frá jafn varnarsinnaður og mörg önnur lið sem sótt hafa Anfield heim. En í seinni hálfleik vorum við oft nálægt því að ná inn þessu marki sem við þurftum og enginn nær en Sami Hyypia sem skallaði góða hornspyrnu Gerrard í stöng.

Þessi úrslit eru hreint út sagt GRÍÐARLEG vonbrigði, það fegrar það bara akkurat ekki neitt fyrir mér að Hull hafa verið góðir í ár og náð úrslitum gegn góðum liðum. Þetta var í FJÓRÐA skiptið sem við klúðrum 2 stigum í vetur og það er hreint rosalega pirrandi.

Ef ég renni yfir liðið þá var Reina flottur að vanda, gat lítið gert í mörkunum. Dossena var hræðilegur í fyrri hálfleik, gat akkurat ekki neitt og átti stóra sök í seinna markinu, en hann vann sig aðeins inn í leikinn í seinni hálfelik. Carragher var fínn í dag, óheppinn í sjálfsmarkinu reyndar. Hinn aldni Hyypia var einnig góður í dag, vann mikið af boltum og var rétt búinn að tryggja okkur öll stigin. Hann braut reyndar á sér sem skapaði annað markið og tapaði skallaeinvíginu þegar McShane skoraði. Arbeloa var svo ágætur í dag, ekki mikið meira en það.

Á miðjunni var Alonso góður að vanda, hann mætti virkilega fara hitta rammann oftar í þessum skotum sínum en eftir að Liverpool mætti til leiks á 23.mín var það Alonso sem stjórnaði umferðinni. Mascherano var svo ágætur, Hull heima er ekki leikur sem maður vill ólmur sjá hann í og það átti við í dag.
Vinstramegin var Riera sæmilegur í dag, það var ágæt ógn af honum á tímabili en í seinni hluta seinni hálfleiks virtist hann vera orðinn mjög þréttur. Hinumegin var Yossi Benayoun svo sannarlega ekki að heilla mig, allt of mikið næstum því eitthvað, hann hefði virkilega mátt skora í dag. Sömu sögu er að segja af Kuyt í stöðu sóknarmanns, af honum stafaði eins og vanalega hreint sorglega lítil ógn og mér er fyrirmunað að skilja afhverju hann kláraði heilar 90.mín. (pistillinn minn um daginn nær ekki að útskýra það fyrir mér). Ef ég væri Keane yrði ég brjálaður eftir daginn og ég efa stórlega að Kuyt byrji upp á topp gegn Arsenal. Ath. gef Kuyt þó að hann var þáttakandi í mörkum Gerrard í dag, en sá skallli og sú sending (sem var ekki einu sinni á Gerrard) breyta minni skoðun ekkert.


Maður leiksins
og yfirburða maður í dag var svo að sjálfsögðu Steven Gerrard, hann leiddi endurkomuna og bjargaði þó þessu stigi. Eins var oft vandræðalegt að horfa upp á hvað hann var öruggari, fljótari og bara mikið betri á boltann heldur en t.d. Kuyt og Benayoun sem spiluðu frammi með honum.

Rafa beið svo ansi lengi með skiptingarnar í dag, loksins þegar hann áttaði sig á því að fjarlægja Benayoun af vellinum setti hann El Zhar inná (þrátt fyrir mjg góðan leik Babel þarna í síðasta leik) og sá afríski átti vægast sagt slappa innkomu.
Babel fékk svo smá tíma á vinstri vængnum eftir að hann leysti Riera af hólmi en náði ekki að gera neitt markvert. Hefði sannarlega viljað hafa einhvern með hans hraða framarlega á vellinum á meðan Hull kom fram á völlinn.

Niðurstaðan er ákaflega svekkjandi jafntefli, helsta orsökin er líklega vanmat á andstæðingnum sem skilaði sér í ömurlegri byrjun og hálfgerðu sjokki. Endurkoman var glæsileg en að ná ekki að setja punktinn yfir I-ið var afar slæmt. Þarna gáfum við held ég alveg örugglega toppsætið til Chelsea og gefum United enn eitt tækifærið til að saxa forskotið á okkur.

En á meðan ég er mjög pirraður yfir því að Liverpool hafi ekki náð að klára þennan must win leik, þá get ég ekki annað en hrósað þessu Hull liði, þetta er lið með pung.

108 Comments

  1. Djöfull er Dirk Kuyt viðbjóðslega ógeðslega hræðilega lélegur.

    Það er glæpur gegn knattspyrnunni að hann skuli hafa fengið að spila í 94 mínútur. Margt jákvætt, en við vinnum ekki leiki með þennan mann einan frammi.

    Er t.d. hægt að finna senter með lélegra fyrsta touch? Er það hægt?

    Ógeðslega pirrandi og sama hversu slappur Keane hefur verið að undanförnu, þá er það nákvæmlega ekkert sem réttlætir veru Dirk Kuyt í þessu liði. Hann virðist vera á sama stalli hjá Benitez einsog Heskey var hjá Houllier. Ömurlegur framherji, sem fær endalaus tækifæri.

  2. Það er bara nokkuð ljóst að við verðum að losa okkur við menn eins og Kuyt og Dossena. Eru hækjur og skömm að svona leikmenn séu í liði eins og Liverpool!!!

  3. DJÖÖÖÖÖÖÖÖFULL!!!!!!
    Hef sjaldan verið jafn pirraður og einmitt núna.

  4. Nákvæmlega, hvers vegna í ósköpunum fær Kuyt að spila fokkings alla leiki??? Hann hlýtur að leyfa Benítez að sofa hjá konunni sinni.

  5. Hversu slappur getur Keane verið á æfingum ef hann kemst ekki inn sem varamaður fyrir Kuyt í seinni hálfleik. Hvar var Kuyt? Spjalla við áhorfendur? Og hversu mörg dauðafæri hefur Benayoun fengið í þessum skítaheimajafnteflum!!! FOKK!!!

  6. ja hérna, hvað er þessi framkvæmddarstjóri að hugsa. Liðið var alveg orðið bensínlaust en hann skipti ekki inná fyrr en 15 mín eftir. Dirk K. skelfilegur. Þarna féll framkvæmdarstjórinn á prófinu.

  7. Kuyt var besti maður Hull í dag. Ekki fáar sóknir sem hann stoppaði. Pælingar Babu um ástæður þess afhverju Kuyt er alltaf í liðinu, í frábærum pistli, eru áhugaverðar og mikið til í því sem hann er að segja þar. En frammistaða eins og Kuyt sýndi í dag er algjörlega óásættanleg. Fyrsta snerting hjá honum lýtur oftast út eins og sending til baka svo langt missir hann boltann frá sér.

  8. Eistun sem duttu niður í leik um daginn þegar hann tók báða bakverðina útaf og við unnum, hafa greinilega skotist aftur upp…… Djöfullsins helvíti !
    Vinnum aldrei titlilinn…!!!!!

  9. Sælir félagar
    Að RB skildi ekki skipta Kuyt útaf er óskiljanlegt. Tímasetningar skiptinga líka óskiljanlegar og af hverju Riera, af hverju ekki Dossena og fara í þriggja manna vörn og setja Babel og Keane inná. Skrifa þetta jafntefli alfarið á Rafael Benitez. 🙁 🙁 🙁
    Það er nú þannig

    YNWA

  10. hörmung. þetta gengur ekki svona.

    ég set STÓRT spurningarmerki við fyrstu skiptingu Rafa, að setja Nabil El Zhar inn á fyrir hörmulegan Benayoun, hlýtur að vera e-ð djók! Benayoun á náttúrlega ekki heima í byrjunarliðinu til að byrja með enda einn sá slakasti sem ég hef séð spila með liðinu í háa herrans tíð. mér er alveg skítsama þótt hana hafi skorað eitt fokkin mark í síðasta leik, ég er sjokkeraður yfir knattspyrnulegri getu hans og að hann skuli byrja leik með LFC! og svo í þokkabót er honum ómögulegt að vinna skallabolta og návígi sem er nú engin furða þar sem að manngreyið er einn og núll á hæð og klárlega ekki yfir 65 kg. skelfing!!

    ég er enn sjokkeraðari yfir því að Babel skuli vera geymdur á bekknum og ekki vera fyrsti kostur af bekknum í þessum leik, hvaða grín er þetta????

    ég er orðlaus, anfield road er orðinn mun auðveldari fyrir lið að heimsækja og það er skandall að hull city skuli ná 2-2 jafntefli þar, skandall.

    mér fannst liðið leika ágætis bolta í leiknum en klaufaskapur í sókninni, leleg nýting á færum og hrottalegt sjálfsmark sem lögðu grunninn að þessu helv. jafntefli.

  11. Benitez var allt of seinn að skipta, það var mjög lítið í gangi hjá Liverpool í seinni hálfleiknum samt bíður hann þangað til um korter er eftir og setur þá Nabil El Zhar inn á af öllum mönnum. Ég hefði viljað sjá Babel og Keane koma inn á snemma í seinni hálfleik til að hrista aðeins upp í þessu (þá fyrir Mascherano og Benayoun/Riera). Leiðinlegt að færa Chelsea efsta sætið á silfurfati, það er bara eins og menn hafi bara engan áhuga á að halda efsta sætinu.

    Er ekki betra að hafa Insua í bakverðinum heldur en Dossena eða jafnvel Agger í hafsent og Carra í vinstri bakverðinum. Dossena tókst að láta Bernard Mendy líta út eins og Lionel Messi í fyrri hálfleik, það er afrek út af fyrir sig.

  12. Og skiptingarnar maður, skiptingarnar! Hvern andskotann var kallinn að spá í leiknum með að setja þennan stubb inná og síðan Lucas. Stundum getur maður pirrast út af svona hlutum, vitað hvað maðurinn er að spá, en verið bara almennt ósammála því sem hann er að gera, en í þessu tilviki, þá er það gjörsamlega ofar (neðan) mínum skilningi hver tilgangurinn með þessum skiptingum var. Algjörlega fáránlegar skiptingar og maður er farinn að halda að klúbburinn sé bara eitthvað tilraunaverkefni hjá honum. Hvað hafa Lucas og El Zhar fram að færa sem nýtist okkur gegn liði eins og Hull? Nákvæmlega ekkert og það er alveg hrikalegt að þurfa að sitja uppi með þessa fáránlegu sérvisku sem Benitez sýnir af sér oft á tíðum. Stundum er common sense allt sem þarf.

  13. “Fyrsta snerting hjá honum lýtur oftast út eins og sending til baka svo langt missir hann boltann frá sér.”
    LOL, it’s funny because it’s true…

    Til hamingju með titilinn United, btw.

  14. Já ég skil ekki af hverju Benítez brást ekki við þegar liðið datt niður á 65-70 mín. Það hefði mátt skipta Benayoun og Kuyt útaf á 65 mín.

    Við eigum engan framherja fyrir utan Torres…..já og Gerrard. Aðrir leikmenn í hópnum eru ekki að gera neitt í þessari stöðu.

  15. Enn eitt jafnteflið á heimavelli gegn liði sem Liverpool á að vinna. Þetta gæti reynst okkur mjög dýrt þegar upp er staðið. Liverpool eru taplausir á heimavelli á þessu ári í deildinni en hvað eru blessuð jafnteflin eiginlega orðin mörg?

  16. Get ekki verið meira sammmála kommenti #1, ég var einn alharðasti andstæðingur Kuyt á síðasta tímabili en ég var búinn að éta það allt ofan í mig í haust, en svei mér þá ef ég hef ekki fengið gubbupest og ælt því öllu upp aftur. Keane er búinn að vera lélegur í haust, og réttilega þá er hann settur út úr liðinu til þess að hann nái að koma sér niður á jörðina. En menn eins og Kuyt sem eiga fast sæti í liðinu sama hvernig sem þeir spila þurfa náttúrulega ekkert að hafa fyrir hlutunum. Hann getur hugsað sem svo að það skipti engu máli hvernig hann spilar, hann er hvort sem er í liðinu.
    Ég lýsi hér með vantrausti mínu á Rafa að sjá ekki það sem við öll hin sjáum að Kuyt var gersamlega ónothæfur í þessum leik, og var að mínu mati aðaðástæðan fyrir því að við töpuðum þessum leik. Ég man eftir að minnsta kosti tveimur atvikum í fljótu bragði þar sem hann klúðraði algerlega dauðafætum með sínu alkunna “tuch-i”.
    Bennayoun er náttúrulega sér kapituli út af fyrir sig þá svo hann hafi verið ljósárum betri en Kuyt í þessum leik. Hvers vegna hann er notaður fram fyrir Babel er mér algerlega óskyljanlegt.
    Og greyið Dossena, hann átti fínan leik síðast skilst mér (sá ekki þann leik) en kemur svo í þann næsta og drullar upp á bak. Hann á algerlega sök á sjálfsmarkinu og var heppin að Arbeloa reddaði honum í annað skipti. Hvernig varnarmaður sem spilar í efstu deild í Englandi gefur fljótum kantmanni allan kantinn þegar hann hefur hjálp inná miðjunni skil ég hreinlega ekki.
    Ég hef oft verið pirraður yfir leik hjá Liverpool eins og í þessum jafnteflisleikjum fyrr á leiktíðinni heima, en aldrei eins og nú, vegna þess að það var svo augljóst hvað var að að hvítvoðungur hafði áttað sig á því, en herra Benitez ekki.
    kv
    Ninni

  17. Djöfull fer ég að verða pirraður á Benítez, slátraðu fkn leikjunum og hættu þessum aumingjaskap helvítis AAAAAAAAAAAAAA……

    Kuyt væri ekki einu sinni með þeim bestu í 3 deildinni.

  18. “Djöfull er Dirk Kuyt viðbjóðslega ógeðslega hræðilega lélegur.”

    AMEN!

    Þessi leikmaður hefur ALDREI verið góður og verður aldrei góður.

    Hann á alls ekki heima í toppliði og ef að Liverpool ætlar að vera á toppnum í lok tímabils þá verður það ekki með Dirk helv. Kuyt einan í framlínunni.

    Keane er búin að vera ískaldur en ég held að hann sé samt betri kostur á toppnum.

    Kuyt er duglegur það verður aldrei tekið af honum, en klúðrið í honum er bara svo hrikalega mikið að það er ekki hægt að halda honum inná í 94 mín þegar hann er að valda meiri skaða en terroristi!
    Hann er GLATAÐUR sem framherji og ekki er hann nú mikið skárri sem kantmaður.
    Eins og Einar Örn sagði “Hann virðist vera á sama stalli hjá Benitez einsog Heskey var hjá Houllier.” þá virðist Kuyt bara eiga tryggt sæti í byrjunarliðinu, sem að mér finnst sorglegt!
    Það væri hægt að nota hann sem varaskeifu fyrir Arbeloa í bakvörðin!

    Benitez skeit aðeins á sig í dag með að halda honum inná, getur verið að Benitez sé búin að missa trúna á Keane?

    Liðið var að spila þokkalega vel en það var einn maður sem að stóð í vegi fyrir sigri í dag og við verðum ALDREI englandsmeistarar með þann pappakassa í liðinu!

  19. Það eina sem getur létt lundina eitthvað örlítið í augnablikinu er Spurs-sigur á United.

  20. Ég er gáttaður að Dossena komist í lið, og hvað þá ítalska landsliðið, hef ekki séð mann með verri staðsetningar, alveg hrikalegur. Insua er skárri kostur í bakvörðin á meðan Aurelio er meiddur.

    Ég var allveg sannfærður að við mindum valta yfir þá eftir að Gerrard komst í ham, nei þá náttúrulega verðum við að gíra niður og hægja á tempóinu.

    HELVÍTIS, HELVÍTIS DJÖFULL………..

  21. Sammála #20, það ,myndi redda deginum. En djöfulli finnst mér hinn 35 ára gamli miðvörður okkar alltaf jafngóður.

  22. Voðaleg þvæla sem er verið að dæla hingað inn, gerið ykkur bara grein fyrir því að fyrir þennan leik er Kuyt markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. El Zhar átti góða innkomu í tveim leikjum fyrr á tímabilinu þegar það þurfti mark. En.. who cares, gleymum þessu bara og drullum yfir allt og alla. Það er í versta falli að Chelsea komist einu stigi yfir okkur, sem er ekkert sjálfsagt. Títt ræddur Babel kom inn og sólaði sjálfan sig nokkrum sinnum, ekki sé ég hann gagnrýndan fyrir það. Held ég hafi ekki heldur séð neinn minnast á leikmanninn sem gleymdi sér í rifrildi við dómarann og skoraði gott mark, í vitlaust mark. Það er bara einn leikmaður sem getur eitthvað þegar heilt lið er að gera svona í brækurnar, Gerrard.

  23. Jæja … það eru að koma jól og því misti ég af leiknum, kaupa jólagjafir go svoan:)

    en var að skoða mörkin og skil ekki alveg hvað var að gerast í þessum leik… sá samt ekki betru en að bæði Dirk Kuy og Benayoun hafi átt hlut að mörkunum sem gerrard skoraði.. . .. hvað voru þá hinir allir að gera :S

    sorglegt sjálfsmark… en jafna fyrir hálfleik virðist vera mjög gott þegar maður sér bara mörkin :S

    hvað gerðist hinar 60 mínútunar maður bara spyr :S en jam 2 töpuð stig í dag.. er ekki gott :S

    • Hvað í ósköpunum er Dossena að gera í þessu liði. Hann átti stóra sök á báðum mörkunum sem liðið fékk á sig. Vonandi verður hann látinn fara í janúarglugganum. Þetta er leikmaður sem kemst í sögu Liverpool sem mesta flopp sögunar með Kvarme, Sean Dundee, Leonardsen, Nunes o.fl.

    • Hvað er Benayoun að byrja inná 3ja leikinn í röð. Leikmaðurinn er roation leikmaður sem á að koma inn á og byrja einn og einn leik.

    • Kuyt??? Ágætur að djöflast úti á kanti en einn frammi? Hvað er málið, maðurinn getur ekki tekið á móti einfaldri sendingu án þess að missa boltann fleir metra á undan sér.

    • Hvar var Babel? Eftir fína framistöðu í vikunni gegn PSV þá er hann settur á bekkinn. Hann fær að spila síðustu 10-15 mín í hverri viku í deildinni á meðan er leikmenn eins og El Zhar, Benayoun, Keane, Riera og Kuyt teknir fram fyrir hann. Er ekki hissa að hann vilji fara. Veit ekki hvurn andskotan hann hefur Benitez.

    • Benitez, Skil ekki þessar skiptingar og það verður fróðlegt hvort hann muni koma inná það á fréttamannafundi eftir leik hvers vegna hann gerði skiptingarnar svona seint. Ég myndi vilja sjá hvar liðið verður í lok jan áður en hann skrifar undir nýjan samning.
      Set spurningamerki við öll kaup hans fyrir þetta tímabil Ngog, Keane, Dossena og Riera. Pakki uppá rúmar 35 milljónir punda. Minnir á hlutabréfa kaup í íslenskum bönkum….þarf að rannsaka þetta betur áður en maðurinn fær nýjan samning.

  24. Alonso yfirburðamaður í dag.
    Nenni ekki að tuða yfir þessu, svo lélegt að það er ótrúlegt.

  25. Reynir Þ, Kuyt er vissulega markahæstur, en hversu mörg hefur hann gert í leikjum þar sem hann hefur verið eini framherjinn? Sástu fyrsta touchið hjá honum í þessum leik og síðustu leikjum? Það er gjörsamlega fáránlegt.

    Kuyt virkar sæmilega á kantinum þar sem hann er að fá boltann beint í fæturnar og þarf ekki að snúa sér við.

    Þegar hann er hins vegar sem fremsti maður, þá er hann mjög oft að fá boltann með bakið í markið og varnarmann í bakinu. Þá kemur bersýnilega í ljós hversu ömurlegt touchið hjá honum er.

    Ég get bara ekki skilið hvers vegna við kaupum framherja á 20 milljónir punda á meðan við látum svo Dirk Kuyt komast í liðið á undan honum. Það er fullkomlega óskiljanlegt.

    By the way, til að vera aðeins uppbyggilegri þá var ansi margt gott í leiknum, við áttum auðvitað að vinna þetta auðveldlega. En við vorum líka fínir í þessum leik þrátt fyrir Kuyt og Benayoun. Það er býsna pirrandi þegar að 9 menn í liðinu eru að spila ágætlega, en svo klárast allar sóknir liðsins á aumingjaskap í þessum tveim mönnum.

    Óþolandi, algjörlega óþolandi.

  26. Hvað í ósköpunum er Dossena að gera í þessu liði. Hann átti stóra sök á báðum mörkunum sem liðið fékk á

    Ok, í fyrsta lagi var brotið á Dossena í fyrra markinu. Á seinna markinu á bara einn maður sök, það er Jamie Carragher. Hann er núna búinn að gefa Tottenham sigur og svo átti hann stóran part í jafnteflinu í dag.

  27. Það er dapurt að sjá liðið fá loksins góðan séns í deildinni og glutra niður hverju tækifærinu á eftir öðru. Eflaust geta einhverjir snillingar bennt á að þetta sé algjörlega og eingöngu einhverjum einum manni að kenna og detta í þá grifju. Sjálfur nenni ég ekki svoleiðis vitleysu enda held ég að málið ség því miður stærra en svo…

  28. Alls ekki sammála þér nafni.
    Það var nákvæmlega ekkert brot í fyrra markinu. Það var Dossena sem bakkaði undir leikmannin. Hefði hann verið í manninum sínum og dekkað hann almennilega (markmegin við manninn) hefði þetta ekki gerst.
    Í öðru markinu fiflaði kantarinn hjá Hull hann illilega eins og svo oft í leiknum sendi fyrir og Carra gerði sig sekan mistök. Alvöru bakvörður hefði stöðvað sóknina í fæðingu þannig að boltinn hefði ekki komið fyrir.

  29. Já ég sé alveg og skil hvað þú átt við, á bara við svona fyrirfram hvers vegna hann ætti hugsanlega alveg skilið að vera í liðinu. Ég játa vissulega að fyrir leik fannst mér skrítið að Kuyt væri ekki á hægri og Keane frammi.

  30. Er það rétt hjá mér að Carra er kominn með -2 mörk á ferlinum ?

  31. Skelli allri skuld á rafa hvað er maðurinn að hugsa, við erum að spila við hull á heimavelli og hann stillir upp aðeins einum framherja???????
    Það er kannski í lagi ef framherjinn heitir Torres en ekki kuyt.
    Babel góður í síðasta leik og skoraði en hvað nú hann fær einhverjar skitnar 9 mín og komst aldrei í takt við leikinn.
    Og guð minn góður fyrsta touchið hjá kuyt,og bennayoun bara beint í ruslið með þann mann.
    Skiptingarnar hjá Rafa voru bara út í bláinn hann féll á prófinu í dag.
    Hann virðist líka byrjaður aftur á þessu djöfullsins skiptikerfi sínu aftur heldur greinilega að menn geti ekki spilað um helgina ef þeir spila í meistaradeild í miðri viku.
    ANDSKOTANS HELVÍTIS.

  32. STRÁKAR, Kuyt er búinn að vera meistari hjá okkur. Hann klúðrar oft færum en hann er að vinna leikina! Hann hleypur eins og ljón allan FKN leikinn og þið gagnrýnið hann. Benayoun var alltaf í boltanum. Kuyt hefði samt mátt fara útaf á svona 65. mín fyrir Keane og leyfa Keane að prófa sig.

  33. Í fyrsta lagi hefði Benayoum aldrei átt að byrja. Vika í næsta leik og Babel átti að fá annan leik svo blessaður maðurinn komist einhvern tíman í takt við deildina. Hyypia eins góður og hann er búin að vera þá átti hann heldur ekki að byrja. Agger er jafn hættulegur og hann í hornspyrnum og öllu því en mikið betri sóknarlega, Carragher var að bera boltan upp.. það getur varla verið gott. Keane átti svo að byrja með Kuyt á toppnum í stað Mascherano í leikkerfi 4-4-2…. Þetta er mín skoðun en maður veit aldrei hvað hefði gerst ef Mascha hefði ekki verið inná eða Agger eða Keane.

    Mér fyndist allavegana þægilegra að mæta Benayoum heldur en Babel ef ég væri andstæðingurinn.

  34. Það er alveg magnað að Rafa breytir ekki liðsformatinu hjá sér eftir því hvort að liðið er á úti- eða heimavelli. Það er alltaf sama sagan, sömu leikmennirnir með að því er virðist engan sens á spili, sá reyndar ekki nema síðustu 25 mínúturnar og af þeim voru þær allra síðustu verstar, verið að reyna að leika á menn úti á kanti og að því að manni fannst bara verið að tefja tímann í stað þess að reyna að koma boltanum fyrir, það er þá allavega séns á því að Kuyt geti rekið hausinn í boltann og sett inn eitt kvikindi!!

  35. Ætlaði að telja upp í þúsund hægt en sá að það mundi engu breyta. Niðurstaðan er sú sama. Liverpool mun aldrei vinna deildina undir stjórn Raffa í dag drullaði hann upp á bak. Hann fullkomnaði svo ruglið með því að gefast upp og setja Lucas inná fyrir Mascarano. Maðurinn er náttúrulega ekki í lagi

  36. 37 – Þórhallur.

    Gefast upp með því að setja Lucas inná fyrir useless Mascherano? Afhverju?

  37. Sorglegt, langar ekki einu sinni að hugsa út í það hvar við værum ef Hull, Stoke, Fulham og Vest Ham mál hefðu verið afgreidd sómasamlega. Skrítnar innáskiptingar og vonleysi í seinni eftir fínt comeback í fyrri. Eigum ekkert erindi í toppbaráttu með svona framistöðu og verðum heldur ekki þar eftir jólatörn ef þetta er málið.

  38. Ég ætlaði að koma hérna og ræða þennan leik á málefnalegu nótunum. Ég ætlaði að ræða um bitleysi okkar í seinni hálfleik, sofandahátt í vörninni, lélegar innáskiptingar Rafa, og svo framvegis, en ég nenni því ekki.

    Ég nenni ekki að vera kurteis og/eða ræða hlutina við menn sem koma inn eftir þennan leik og vilja kenna Dossena og Kuyt um allt sem illa fer. Þeir áttu báðir dapra leiki í dag, en Kuyt var þó í lykilhlutverki í báðum mörkunum okkar, sem er meira en Riera og Benayoun geta sagt. Dossena var góður fram á við, það var líklega brotið á honum í fyrra markinu hjá Hull og seinna mark þeirra átti Carragher skuldlaust, jafnvel þótt Dossena hafi framið þá höfuðsynd að leyfa Mendy að ná boltanum fyrir markið.

    Sumir eru bara ákveðnir í að kenna alltaf sömu mönnunum um. Dæmalaus klaufagangur og kæruleysi Carra í seinna marki Hull virðist engu skipta þegar Babú hrósar honum fyrir góðan leik og úthúðar Dossena. Stefnuleysi Riera og Benayoun með boltann (sem og Gerrard í seinni hálfleik) eða endalaus klaufaskapur Mascherano sóknarlega í dag virðist engu skipta heldur, því það var jú allt Kuyt að kenna að við náðum ekki þriðja markinu.

    Ég segi þetta ekki sem einhver Kuyt- og Dossena-aðdáandi, heldur sem maður sem virðist ekki hafa horft á sama leik og flestir hér inni í dag: Ég nenni ekki að ræða þennan leik á þessu plani. Ef það reitir einhverja til reiði (ég á fastlega von á að the usual suspects muni sármóðgast yfir þessum orðum mínum) verður bara að hafa það. Ef menn sjá ástæðu til að kenna Kuyt og Dossena einum um þetta tap, og á sama tíma hrósa einhverjum af Hyypiä, Carragher, Mascherano, Riera og Benayoun fyrir góða frammistöðu, getur það bara verið af þeirri einu ástæðu að þið hafið verið búnir að mynda ykkur skoðun áður en fyrsta spyrna leiksins var framkvæmd. Kuyt og Dossena voru ekki góðir í dag, en þeir voru ekki vandamálið.

  39. Af því að við þurftum að skora og því hefði legið beinast viðað setja sóknarmann inn á fyrir Macherano en ekki miðjumann sem hefur ekki verið þekktur fyrir að raða inn mörkum hefði viljað sjá Keane inn á í hálfleik fyrir Mascherano

  40. Þakka þér fyrir Kristján Atli !!

    Ég var farinn að hafa áhyggju af því að það væri stefna þessarar síðu að drulla yfir einn leikmann í einu og suma meira en aðra.

  41. Kuyt var nú bara víst stórt vandamál í dag Kristján minn. Ég var hættur að pirra mig á Kuyt í leiknum, var farinn að hlægja bara af honum. Hann var átakanlega slakur. En ég kenni honum ekkert um þetta, menn geta alveg átt slaka leiki og hann átti það svo sannarlega í dag, ég kenni frekar Rafa fyrir að hafa ekki kippt honum útaf og sett t.d. Keane eða Babel inn fyrir hann. Rieira fannst mér ógnandi en er sammála þér með Mascherano og Benayoun, þeir voru alveg í bullinu. En stæsta vandamálið í dag var af mínu mati Rafael Benitez. Það er hann sem velur liðið, gerir skiptingar, setur upp leikskipulag og annað og það er hann sem hefur ekki ennþá komið með svar við bitlausum sóknarleik okkar. Þetta mun kannski fara fyrir brjóstið á mörgum Rafa stuðningsmönnunum en mér finnst hann vera alveg í bullinu. Hann er búinn að setja saman mjög stekann hóp finnst mér og á auðvitað skilið stórt hrós fyrir það, en mér finnst hann ekki vera að ná nærri því öllu úr hópnum sem hann gæti. Mér finnst hann allt of úrræðalaus eitthvað. Góðir leikmenn halda honum uppi, ekki snildar stjórnun hjá honum. Vonandi hressist hann þó fyrir Arsenal leikinn sem ég hef fulla trú á að við vinnum sannfærandi, 1-3 😀

  42. Augljóslega voru margir hræðilegir í dag og það tæki mig daginn að þylja þá upp, en ég verð að fá að segja skoðun mína á einum manni, Jamie Carragher! Hann er sá allra klaufskasti varnarmaður sem hefur fengið að spila fyrir aðallið Liverpool! Hann nær að klúðra ótrúlegustu hlutum og oftar en ekki gefa mótherjunum mörk, mjög ódýr!!! Það er alveg óskiljanlegt hvernig allir Púllarar geta haft jafnmikla tröllatrú á einum manni eins og honum, persónulega finnst mér að Benitez ætti að vera löngu búinn að selja hann!

  43. Ég veit að Kyyt er ekki minn uppháldsleikmaður en hann fær mig alltaf til hláturskast þegar hann er á toppnum 🙂 ég hélt ég myndi deyja þegar hann svoleiðis flaug á hausinn þegar engin var í honum og var fljótari upp heldur en hlaupinn sem hann tekur og skaut eitthvað út bláinn eða var það sending? það var atriði í góðri gamanmynd. En hann á þetta til að taka smá Sandler grín á þetta og fólkið á Anfield Road hefur svo sannarlega fengið eitthvað fyrir peninginn.

    Annarrs er það allveg á hreinu að ég er ekki að fara horfa á liverpool fyrr en Torres er komin aftur. Getiði sagt mér einhvern leik núna upp á síðkastið sem hefur verið gaman að horfa á? einhvern leik þar sem við sýndum 10% af sóknarleik Barcelona? var alvarlega að hringja í 365 miðla og segja upp áskriftinni, en rankaði við mig þegar ég fattaði að eini maðurinn sem kann að skora hefur varla spilað á leiktíðinni.

    Svo er líka annað ég ætla að fara hætta að þrasa um liverpool og gengið þess, bara vera jákvæður og vona að það muni skila sér til liverpool 🙂

  44. Drengir!

    Ég veit að sumir eru mjög á móti manninum sem átti þátt í að leggja upp tvö mörk.
    En hvað með gaurinn sem er búinn að skora þrjú sjálfsmörk í vetur? Eru þau ekki annars orðin þrjú? Ertu að grínast með þetta sjálfsmark??????????????? Djimi Traore style hjá hinum ósnertanlega Carragher!!!

    Ef Josemi hefði skorað svona hefði hann verið FedExaður til Spánar.

    • Sumir eru bara ákveðnir í að kenna alltaf sömu mönnunum um. Dæmalaus klaufagangur og kæruleysi Carra í seinna marki Hull virðist engu skipta þegar Babú hrósar honum fyrir góðan leik og úthúðar Dossena. Stefnuleysi Riera og Benayoun með boltann (sem og Gerrard í seinni hálfleik) eða endalaus klaufaskapur Mascherano sóknarlega í dag virðist engu skipta heldur, því það var jú allt Kuyt að kenna að við náðum ekki þriðja markinu.

    Fyrir það fyrsta þá fannst mér Liverpool liðið spila bara nokkuð vel í dag, svona þegar þeir byrjuðu leikinn 0-2 undir.
    Með Carra þá var hann auðvitað klaufi að skora þetta sjálfsmark en Dossena fannst mér klúðra því dæmi afar illa og hleypti manninum í gegn, eins og einhver sagði, hann lét Mendy kíta út eins og Messi.En óx í seinni og komst vel frá honum, enda Hull ekki að sækja eins mikið.
    Ég hef ekki ennþá séð þann mann sem var að hrósa Benayoun fyrir leikinn, hann var alls ekki góður, hefur ekki verið nógu góður undanfarið og er ekki í Liverpool klassa að mínu mati.
    Riera var heldur alls ekki góður en ekkert afleitur, ég kom nú inná að Mascherano hefði ekki verið rétti kosturinn gegn Hull heima og það kom á daginn!!!
    Gerrard bjargaði fyrir okkur deginu og var ekki stefnulaus að mínu mati, það háði samt auðvitað hans leik að hafa Kuyt og Benayoun til að spila sig í geng með.
    Að við náðum ekki þriðja markinu er já að mjög miklu leiti Kuyt að kenna, eða Rafa fyrir að setja hann í hlutverk sam hann ræður illa við og hefur alltaf ráðið illa við. Skoðun mín og t.d. Benna Jón hefur afar lítið breyst á honum og við fengið ótrúlega bágt fyrir oft á tíðum. Ég endurtek bara, ég get skilið hann sem hægri kanntmann og þoli hann í liðinu þar, alls alls ekki frammi og sérstaklega ekki eins og hann var að spila í dag.
    Fyrirfram skoðun eða ekki, ég hef reynt að vera trú minni skoðun og finnst ég ekkert vera að breyta út af vananum í dag eða leggja þetta fram vegna þess að ég hef eitthvað á móti honum persónulega.

  45. Carragher er varnarmannshliðstæða Dirk Kuyt, mjög viljugur en þegar allt kemur til alls ekki nógu góður. Þurfum alvöru klassamiðvörð sem getur líka spilað boltanum.
    Mascherano er miðjumaður, hann hefur enga afsökun fyrir að vera með eins vondar móttökur og sendingar og hann er iðulega með.

    Lausnin: kaupa alvöru miðjumann til að spila með Alonso í janúar, setja Gerrard á kantinn, Kuyt í hægri bakvörð þar sem hann á heima og Arbeloa/Aurelio/Insúa á vinstri. Problem solved.

    • Ef Josemi hefði skorað svona hefði hann verið FedExaður til Spánar.

    Var hann ekki Fed ex aður til spánar?

    og í alvöru Daði, eigum við að úthúða Carra fyrir að hafa skorað klaufalegt sjálfsmark, hann á heilmikið inni hjá okkur fyrir nánast alltaf góða frammistöðu, Kuyt frammi ekki. Þar fyrir utan var Carra ágætur í dag fyrir utan þetta mark sitt.

  46. Það kemur ekkert útúr Riera leik eftir leik og ég held að ég hafi aldrei séð menn segja neitt misjafnt um hann. Kuyt hefur sína kosti og sína galla og að mínu mati mátti hann alveg fara útaf eftir 55 mínútur og ég skil að menn gagnrýni Rafa fyrir að taka ekki þá ákvörðun. En margt sem hefur verið sagt um Kuyt í dag finnst mér ósanngjarnt þegar horft er á leik liðsins í heild.

  47. Jæja alltaf jafn gaman að koma hingað inn á kop.is.
    Sömu úrslit og venjulega hjá Liverpool á heimavelli og alltaf er sömu leikmönnunum kennt um. Svo maður tali ekki um tuðið.

    Þið standið ykkur eins og hetjur.

  48. Sammála Kristjáni í flestu.
    Ég pirraði mig mikið á Carragher í dag og ég sé ekki mikla ástæðu að stilla Mascherano upp í þetta lið. Hann er einfaldlega arfaslakur þessa mánuðina.
    Kuyt og Benayoun áttu þátt í okkar mörkum en spiluðu ekki vel og Dossena á ekki þennan skít hér skilinn að mínu viti.
    En Javier Mascherano fær mesta mínusinn hjá mér og attitude hans finnst mér orðið STÓRT spurningamerki.
    En er jafn hundfúll og þið með margt annað.
    En þessi vetur verður greinilega mikið hikst, sjáið bara hundslök lið Arsenal og United í dag.

  49. Sælir félagar
    Ég kem hér inn til að halda uppi vörnum fyrir Carra sem er hjartað í liðinu, sál þess og andi. Þetta sjálfsmark hans sem kemur þegar hann hleypur inn í eyðu á marklínu en mistekst að hreinsa fasta fyrirgjöfinafrá markinu var auðvitað slæm. En ef hann hleypur ekki inn í þessa eyðu og fram fyrir leikmann Hull sem beið eftir boltanum til að ýta honum yfirlínuna þá einfaldlega skorar sóknarmaðurinn. Þau eru ófá skiptin sem Carra hefur bjrgað marki/mörkum með ótrúlegum dugnaði og lestri á leik andstæðinganna. Það er því þyngra en tárum taki að sjá menn vera að úthúða þessum leikmanni sem þegar er orðinn goðsögn meðal stuðningmanna Liverpool. Hann er búinn að skora 4 sjálfsmörk á ferlinum að mig minnir og það er held ég sami fjöldi og hann hefur skorað í mörk andstæðinganna. Hinsvegar hefi ég ekki tölu á þeim mörkum sem hann hefur bjargað liði sínu frá með snilli sinni, fórnalund og hugrekki.
    Um þetta sjálfsmark er það að segja eins og markið á móti Tottenham að það átti aldrei að koma að sök ef við hefðum haft aðra stjórn á liðinu en var í dag. Uppstilling, leikskipulag og skiptingar Rafaels Benitez í þessum leik var það sem gerði útslagið. Þar með á Benitez þetta jafntefli skuldlaust.
    Það er nú þannig

    YNWA

  50. Ég verð nú að vera mjög ósammála mönnum hérna. Dirk Kuyt er búinn að vera margfalt betri en Keane þetta tímabil. Keane hefur ekki getað blautann en Kuyt er (eða var) markahæsti maður liðsins og hefur lagt upp ófá mörkin líka. Tökum eftir því að hann lagði upp BÆÐI mörk Liverpool í dag.

    Ekki það að ég sé mikill aðdáandi hans, en hann er skásti kosturinn eins og staðan er núna. Reyndar væri ég til í að sjá þá Kuyt og Keane saman frammi, og þá Keane í “lausa hlutverkinu” og Kuyt fyrir framan. Í þeirri stöðu er Keane sterkastur. Einnig mun Kuyt vinna mun fleiri skallabolta en Keane og ekki ólíklegt að einn og einn rati í lappirnar á Keane.

  51. Í svona leikjum eins og þessum, og þeir eru alveg svona 60% af öllum deildarleikjum, þá verða alvöru lið að hafa miðverði sem geta spilað boltanum. Jamie Carragher, alveg sama hversu mikið hann elskar Liverpool og hversu mikið hann hefur gert þegar við erum “underdogs” í leikjum, þá er hann bara ekki nógu góður fyrir meistaralið. Best væri sennilega að spila með Hyypiä og Skrtel þegar hann kemur aftur eða þá Agger í svona leikjum.

    Á margan hátt má sama segja um Mascherano og Kuyt; þeir eru fínir þegar við erum litla liðið en lítið annað en liability í meirihluta leikja.

  52. Kuyt er náttla bara langbestur útá kanti, hann átti alls ekki góðan dag í dag en sendingin hans í fyrra markinu var rosalega góð.

    Andrea Dossena er ágætur fram á við. Annað er það ekki. Bakvörður sem fær mann til þess að sakna Fabio Aurelio er ekki í Liverpool-klassa.

    Einnig vil ég nota tækifærið og óska Jamie Carragher til hamingju með hundraðasta markið sitt í Liverpool-treyju.

  53. Ég nenni þessu ekki lengur tap heima 70 % með boltan en ekkert í gangi ….þettað er mjög slæmt , eitthvað er að

  54. mér finnst það lélegt af ykkur sem eruð að að drulla yfir Carragher kallinn…auðvitað var þetta klaufalegt get ekki varið það en að sparka í liggjandi mann er það aumingjalegasta sem er hægt að gera…. Hvað er hann búinn að bjarga mörgum leikjum fyrir okkur sem þið eruð búnir að gleyma… hmmm þið munið bara eftir færunum sem Kuyt er að klikka og gleymið hvað hann er búinn að skora..

    Áfram LFC

  55. Hvað er hann búinn að bjarga mörgumk leikjum??????…. Ekki neimum

  56. Sammála 62, en 63 þarf að skoða hjá sér prentmálískuna hohohohoh
    Jólin koma lalala

    Come on guys and girls we r still on the top…

    Avanti Liverpool – Rafa – http://www.kop.is

  57. nei það er sennilega rétt hann er ekku búinn að bjarga neinum leikjum hann var varla með í Istanbúl þegar við urðum Evrópumeistarar…. gat ekki blautan og skil ekki afhverju hann var ekki tekinn útaf

  58. Ég vill að það sé alveg á hreinu að þó ég hafi ekki talið Jamie Carragher eiga góðan dag í dag á hann ALLTAF að vera í þessu liði.
    Hreinn leiðtogi sem getur leyst allar varnarstöður liðsins, heldur öllum gargandi á tánum í 97% leikja og hefur bætt sig mest allra undanfarin ár. Á treyju nr. 23 og kaskeyti með JC #23.
    Hann átti ekki góðan dag. Punktur. Ég aftur á móti tel Mascherano þurfa að bæta sig verulega því hann hefur leikið illa í flestum leikjum vetrarins.
    Dossena, Kuyt og Benayoun eiga sér fáa aðdáendur, en ég er líka á því að alltof margir hafi verið byrjaðir að bölva þeim í upphituninni, ganga svo langt að segja, “mér er skítsama hvað þeir skora mörg mörk eða leggja upp, þeir eru samt lélegir”!!!!!
    Komment #63 finnst mér hróplega hrikalegt virðingarleysi og minni á frammistöðu hans í Istanbul, með krampa í báðum fótum. Gæti auðveldlega talið upp miklu fleiri leiki og frá í vetur en finnst virðingarleysi að tala meira um þetta. Við vitum þetta öll!!!
    Hvaða skynsemi liggur í því. Gagnrýni verður að fylgja hverri frammistöðu, ekki fyrirfram gefinni skoðun. Það að hunskamma Kuyt og hrósa Masch fyrir sama hlutinn er kjánalegt í meira lagi félagar. Ef Kuyt og Benayoun hefðu ekki verið inná er ekki sjálfgefið að við hefðum fengið stig.
    Þannig gæti það verið!!!

  59. Takk fyrir að muna þetta með mér Maggi…. þú sást semsagt leikinn líka

  60. Það er nokkuð merkileg staðreynd að þrátt fyrir að Carra hafi skorað 4 mörk fyrir Liverpool á sínum ferli þá er hann samt í -3 samtals ef sjálfsmörkin eru reiknuð inn í 😉

  61. en samt ef maður hugsar út í það þá er nokkur sjálfsmörk mikil blóðtaka en í hvað 500 leikjum, þá er það 1 sjálfsmark í 71 hverjum leik ef hann er búinn að skora 7 sjálfsmörk… vona að það séu þá bara 70 leikir í það næsta

  62. Kuyt, Dossena og Benayoun voru HRÆÐILEGIR….

    Kuyt… bara virðist ekki ætla að átti sig á hvar markið er og getur ekki tekið á móti einföldum sendingum.
    Dossena… úfff ég veit eiginlega ekki hvað skal segja, hann er búinn að fá fullt að sénsum til að rífa upp á sér rassgatið en nei nei hann gerir bara meira í brók. Af hverju ekki að hafa t.d Insua þarna inná mér fannst bara fínn í Blackburn leiknum.
    Beanyoun… Hann bara er ekki í takt við neitt sem er að gersat í leik samherja sinni. Held að hann hafi óvart komið boltanum á Gerrard í jöfnunarmarkinu. Virðist alltaf velja erfiðuleiðina og tekur og 2 til 3 of margar snertingar á bolta
    Hefði viljað sjá Keane í byrjarnarliðinu, mikið búið að tala um hann í vikunni og þetta var einmitt leikur til að svara þeim röddum sem voru að efast um hann.
    Babel átti að sjálfsögðu að vera þarna líka, Babel og Keane átti fínan leik í meistaradeildinni í vikunni.
    Þetta eru leikirnir sem VERÐUR að klára. Jú, Hull mega eiga það að þeir er með “pung” eins og Babú orðar það. En þegar mótið er gert upp þá eru þetta leikirnir sem skera úrum hvort liðið lendi í 1 eða 2 eða 3 eða 4 sæti deildarinnar.

  63. Enginn að segja að fyrst að Carra skori eitt sjálfsmark í einum leik þá sé hann orðinn ömurlegur. Og hann hefur gert marga frábæra hluti fyrir liðið. Enginn neitar því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi skoðun hefur verið viðruð hér, bæði ég og aðrir sett hana fram. Mér finnst Carragher frábær persónuleiki og ótrúlega trúr málstaðnum.

    Hins vegar ef menn vilja lið sem er fært um að vinna titla þá þarf meira en hjarta. Carragher er mjög góður leikmaður en hann er ekki frábær leikmaður. Boltameðferð og sendingar eru langt frá því nógu góðar. Lítiði bara á keppinautana: Vidic og Ferninand; Terry, Alex og Carvalho; Gallas. Allt leikmenn sem geta spilað boltanum hratt, vel og örugglega. Carragher er nánast ófær um það. Það eru leikmenn eins og Ferdinand sem vinna svona leiki fyrir t.d. United. Þegar varnarmenn þurfa varla að verjast (eins og gegn Stoke, Fulham, W. Ham etc) þá verða þeir að geta tekið þátt í spilinu. Þetta skilur á milli góðra liða og meistaraliða. Svo er fínt að hafa Carra í leikjum þar sem liggur á okkur eins og í CL og stærri deildarleikjum.

    Veit að það eru helgispjöll að gagnrýna Carra en algerlega kalt mat þá sé ég þetta svona.

  64. Bara Terry má reima skó Carragher úr þessum hóp Kjartan!
    Frumskilyrði varnarmanns er að vera góður að verjast og lesa leik. Í fáránleika nútímans er byrjað á því að finna varnarmenn sem eru góðir að senda boltann.
    Umræða á villigötum. Það að nefna Carra í sömu andrá og Vidic, Terry og Gallas eru sko heldur betur helgispjöll! Að segja að hann sé slakari en þeir er miklu verra finnst mér félagi Kjartan!
    Svo er ég ekki að segja að D, K og B hafi verið að spila vel í dag, en þeir fá alltaf sökina, sama hver er. Það pirrar mig oft….

  65. Maður er nú búinn að róa sig niður, en það eru peningar í spilunum, og ég digga ekki það að LIVERPOOL séu að drulla í sig á heimavelli, en eru flottir á útivelli. Gerrard skorar 2 mörk? afhverju ekki 3 og af hverju eru þeir að skjóta í átt að marki og boltinn fer í innkast, hvað vitum við þegar að peningar eru í spilunum, er þettað ákveðið eða hvað?????Ég var að tefla við dóttur mína og tengdason í dag og var með slæma stöðu, þannig að ég gaf skákina, en þaug sögðu ,,,,þú getur ekki gefið skákina við ætlum að máta þig???? er ekki neitt til sem heitir leikur, snýst allt um þessa helv!”#$#”! peninga eða þannig. Já það er eitthvað að og það á eftir að koma í ljós;;;; Hvað gerðist á ítalíu í sambandi við fótboltann???????? Ég er drullu fúll

  66. Skítaleikur og fátt um það að segja. 8 stig á móti skítaliðum töpuð á Anfield. En við erum enn á toppnum, allavega þar til á morgun.
    En ég er samt nokkuð viss um að ef Nabil El Sar væri Argentínumaður eða ungur Brassi þá væru allir að heimta að hann fengi að spila meira. Hann átti ágæta innkomu og var allavega að reyna og ég held að hann geti gert ágæta hluti fyrir Liverpool þegar líður á tímabilið þar sem mér finnst hann vaxa í sjálfstrausti í hverjum leik sem er nauðsynlegt fyrir leikmann eins og hann.

  67. WTF hvað bull er þetta Einsi kaldi? ertu að gambla við dóttur þína, var skandallinn á ítalíu ekki dómara tengdur, er kalda nafnið tilvísun í bjórtegund… ég er ekki að átta mig á þessu kommenti.
    Varðandi Carra þá skil ég alls ekki þessa gagnrýni með að geta ekki spilað boltanum og tekið þátt í sóknarleiknum. ókei hann er kannski ekki mesta tæknitröllið en það er ekkert að sendingunum hans. Sendingin hans inn í teiginn í seinna markinu var flott. þetta er í annað skiptið í vetur sem hann á svona sendinu inní sem gefur mark. Allan síðari hálfleikinn var hann að koma upp hægra meginn þannig að Arbeloa var kominn nánast í stöðu kantmanns og yossi kominn inn í. burt séð frá því að hann gefst aldrei upp þá er hann bara orðinn öruggur á boltann. Staðan á fætinum í sjálfsmarkinu sýnir að hann er að reyna að sparka frá marki en svona vill gerast. T.d. er það nánast bara algengt að strikerar klikka af svona færum vegna þess að fyrirgjöfin er svo föst… shit happens.
    Annað varðandi ummæli Kjartns #72 þá er ég ekki sammála að Terry sé með svo mikið betri tækni, hvað þá Vidic og Alex. Skal sætta mig við Carvalho og Ferdinand, enda Rio uppalinn miðjumaður.
    Ég vildi láta Lucas byrja þennan leik með Alonso og Gerrard. hefði komið mun betra flæði og láta hann taka hornspyrnur.
    Æi þetta var svo mikill almost there leikur og kenni ég um að menn eins og Riera og t.d. yossi voru að klaðða boltanum of mikið.
    Ég get vel sætt mig við Kuyt í starting 11 en ekki á toppnum. fínn á kantinum eins og sendinginn hans sýndi í dag.

  68. Mér fannst eins og að vörnin væri í það heila tekið stressuð í þessum leik og þá sérstaklega Carrager . Ég held að það sé vegna þess að hann spilar aldrei tvo leiki í röð með sama manninn við hliðina á sér.Það hjálpar heldur ekki að Hyppia er orðinn seinn á sér eins og sást tvisvar sinnum í dag þegar hann átti ekki annað úrræði en að brjóta illa af sér og var í raun heppinn að fá ekki rautt spjald.
    Gæti verið að Agger sé að fara til Milan í janúr? Ég ætla rétt að vona ekki,því að ég held að hann og Skritl ættu að vera framtíðar hafsentarnir og það væri grátlegt ef að Agger færi áður en að þeir fengju að spila alla vega einn leik saman.
    En varðandi sóknarleikinn þá gengur hann greinilega ekki upp án Torres og okkar eina von að hann komi sem allra fyrst til baka ef liðið ætlar að vera með í toppbaráttunni, því miður eru Chealse með það gott lið að án hans missum við þá fljótlega fram úr okkur.

  69. Anton, hverjum datt það í hug að þrír bankar færu á hausinn. Engan óraði fyrir þessu, hvað á maður að halda þegar að liverpool hefur gert jafntefli á HEIMAVELLI fjórum sinnum á móti liðum sem þeir eiga að vinna. Hvað dettur manni síst í hug, hvað er að gerast á bakvið tjöldin? Fótboltaleikur var gerður til þess að hafa skemtun af, en nú er þettað peningaleikur, og fólk kann ekki að skemta sér, allt snýst þettað um peninga,og ég kannast ekki við bjórtegund sem heitir kaldi. Og dómaraskandall er jú tengdur boltanum, sem snýst um peninga. Hvað veit maður. 🙂

  70. Sigurður Líndal lagaprófessor orðaði það nú vel um daginn, er hann lýsti “kreppu”umræðustiginu á Íslandi: Móðursýki og upphrópanir.
    Þessi bloggsíða á það til á köflum að falla undir þess lýsingu. Eins og Kristján Atli segir, þá er eins og sumir séu þegar búnir að skrifa niður fyrir leik langan texta og ekki fagran um einstaka leikmenn. Kannski er þeir bara ekki jafngóðir í raun og þeir vilja vera í ónefnda tölvuleiknum sem sumir spila 16 til 24 tíma sólarhringsins.

    Sagði það áður hér; að það er eins og að Liverpool aðdáendur sem skrifa hér, séu á Prozac eða sterkara daginn út og inn. Svartsýnisröflið er með ólíkindum hérna – og samt erum við á toppnum eftir fjögur skelfileg heimajafntefli.

    Sá markið hans Carra. Ekki hægt að gera aulalegra sjálfsmark (en auðvitað skelfilega óheppinn). Hyppia var óheppin að skora ekki.
    Það vantar Skrtel í vörnina og hvenær kemur Torres tilbaka? Í hve slæmum málum er Keane eiginlega? Rafa setur El-Zhar inn á frekar en hann.

  71. ég vildi sjá Insua í bakverði í næsta leik… hann kom flott út um daginn á móti Blackburn og var ekki feiminn að taka þessa kalla á og hann var líka yfirvegaður með bolta. Hann er góður varnarmaður og það er það sem við þurfum, ef að þeir skora ekki mörk á móti okkur þá er meiri möguleiki á sigri hjá okkar mönnum, er það ekki rétt. Ekki flókin fræði en það hlýtur að virka. Jafnvel væri ég til í að sjá þessa gutta sem spiluðu á móti PSV fá tækifæri í næsta leik, Darby og Spearing og var það ekki Flynn. Svo ef það virkar þá er Benitez hetja en ef það virkar ekki já er hann skúrkur og allir tala um hvað hann var að spá með því að setja kjúklinga inná… Bara hugmynd, maður veit náttúrulega að Benitez fylgist með umræðunni hér á Kop og tekur mark á þessum umræðum

    Áfram LFC

  72. Algjörlega óskiljanleg komment eins og GBE #80 hérna að ofan. Ef menn voga sér að vera ósáttir þegar liðið er ekki að spila vel og/eða ekki að ná úrslitum, gagnrýna Rafa eða einhverja leikmenn þá eru þeir bara prozac étandi tölvuleikjaspilarar Málefnanlegt eða þannig.

  73. OK Carragher er búinn að eiga nokkra slæma leiki, en hversu oft hefur þessi maður reddað á okkur rassgatinu í gegnum tíðina, sérstaklega í stórleikjum. Auðvitað má gagnrýna hann, en þegar menn eru að tala um að Benitez ætti að selja hann finnst mér vera nóg komið. Og Kyut er búinn að vera ótrúlega mikilvægur í ár. Hann var hræðilegur í gær, en hann átti að enga síður þátt í mörkunum.

    Ég tek undir með GBE (80), held að menn mættu aðeins slaka á sleggjudómunum og móðursýkinni.

    Hins vegar er ég sammála mörgum hérna í sambandi við Babel. Ótrúlegt að hann spili ekki meira.

  74. Bara til að hafa það á hreinu, þá hefur Carragher nú skorað 4 mörk fyrir Liverpool, en 7 sjálfsmörk. Það er nú sennilega eins sorglegt og það verður.
    Hver þorir að veðja gegn því að næsta mark verði sjáldsmark !

    Í samanburði við félaga hans til MARGRA ára, Sami Hyypia, þá lítur Carra illa út. Hyypia hefur skorað samtals 34 mörk fyrir klúbbinn, alveg frábær árangur.

    Mér finnst alveg merkilegt stórmerkilegt að Carra sé ekki betri skallamaður en raun ber vitni. Hann er sennilega einn af tæknilega lelegustu skallamönnunum í liðinu, sem er alveg ótrúlegt miðað við að hafa verið hliðina á Hyypia í mörg ár og að vera varnamaður (skallamaður).

  75. ótrúlegt hvað Hyypia er fínn skallamaður og hvað hann nær að koma þessum tuðrum á markið miðið við að hann er okkar eina ógn í teignum þegar Torres er ekki með…. og alltaf fer hann á nær svæðið og nær heddara…

    Áfram LFC

  76. Þeir sem kenna Dossena um mark nr 2 hjá Hull í dag eru gjörsamlega úti á þekju. Við skulum ekki gleyma því að Carragher missti boltann klaufalega á miðjunni og brýtur af sér. Fer svo og úthúðar dómaranum og á meðan taka Hull-arar fljóta aukaspyrnu á meðan liðið er úr jafnvægi (og Carragher) og Mendy fær boltann, kemur honum fyrir (Dossena hefði sennilega getað gert betur) og þar kemur Carragher askvaðandi á seinna tempóinu og hausinn gjörsamlega farinn og í stað þess að sparka með vinstri í burtu, þá tekur hann innanfótar með hægri og sjálfsmark. Fáranleg varnarvinna.

    Ekki misskilja mig, ég elska Carragher, en hann er ekki yfir gagnrýni hafinn, þó svo að hann heiti Carragher.

    Carra átti þetta mark, alveg skuldlaust.

  77. Já Carr er ekki eins góður og af er látið, t,d, var hann oftast nær á bekknum í landsliðinu, en það er ekki hægt að segja að leikurinn í gær sem fór í jafntefli sé endilega honum að kenna, það eru menn þarna frammi sem eiga að skora en alltaf er það Gerrard sem reddar málunum, og ég efast að miðjumenn hafi skorað fleiri mörk en Gerrard. Kanski hefði Rafa átt að nota liðið sem vann PSV.

  78. nr. 84: OK “Carragher er búinn að eiga nokkra slæma leiki, en hversu oft hefur þessi maður reddað á okkur rassgatinu í gegnum tíðina, sérstaklega í stórleikjum”

    Held að þetta styðji það sem ég sagði upphaflega þótt því sé ekki ætlað að gera það…

  79. Rafa getur auðsjánlega ekki meira með þetta lið. Hann er búinn að missa trúna á Keane, sem hann keypti fyrir fáránlega upphæð. þetta er að fara í sama farið og í fyrra. jafntefli og aftur jafntefli heima. Við þurfum að fara að finna annan stjóra. Þessu er að ljúka hjá Rafa,því miður. Hanns tími er búinn. hann ber ábyrgð og enginn annar.

    Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!

  80. Ég virði rétt allra til að gagnrýna Liverpool, Rafa og einstaka leikmenn. Slík gagnrýni á fullkomlega rétt á sér óháð því hvar liðið er í deildinni. Það góða við stöðuna núna er að Liverpool er ennþá á fullu í þessari toppbaráttu. Öll fjögur stóru hafa verið að klúðra málum í haust til að taka frumkvæðið og ná forskoti í deildinni. Chelsea hefur verið ömurlegt á heimavelli í haust, Arsenal óstöðugir og Man Utd ekki að ná sama takti og tvö síðustu ár og eru að fara til Japan, sem eykur leikjaálag á þeim.

    Af þessum fjórum jafnteflum á Anfield í haust er ég minnst svekktur með leikinn gegn Hull. Ég er samt hundfúll með jafnteflið, hafið það á hreinu. Við byrjuðum skelfilega, unnum okkur vel inn í leikinn og fengum færi til að klára dæmið. En í hinum þremum jafnteflunum var aldrei neitt í gangi og algjört andleysi ríkjandi í leik liðsins.

    En ef við skoðum úrslitin í haust þá má segja að nákvæmlega sama mynstur sé í úrslitum Liverpool eins og í fyrra. Alltof mörg jafntefli gegn slakari, og mjög slökum, liðum á Anfield og núna hafa þau úrslit kostað okkur átta stig. Það er alltof mikið fyrir lið sem ætlar sér sigur í deild. En sigrar gegn Man Utd og Chelsea er það sem hefur breyst frá því í fyrra. Ef þeir leikir hefðu tapast værum við á nákvæmlega sama stað – Byrjaðir að hugsa um næstu leiktíð! En sem betur fer höfum við unnið þessa tvo “Sex-stiga leiki” og vonandi höldum við því áfram um næstu helgi.

    Ég er mjög svekktur yfir þessum heimavallar árangri. En mér er nokk sama hvar stigin vinnast svo fremi að þau verði nógu mörg í lok leiktíðar til að vinna fjandans dolluna! Ef við verðum við toppinn um áramót og Torres kemst á fullt þá er ég nokkuð bjartsýnn.

  81. Það sem Carragher hefur, hafa hinir varnarmennirnir ekki og öfugt. Til hvers að hafa 2 varnarmenn til að bera upp boltan? Agger getur það og með miklum sóma.

  82. LOL
    Magnús Ólafsson, þú reddaðir deginum alveg með þessu commenti.

  83. Newcastle United vann í dag fyrsta útisigur sinn á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni þegar það skellti Portsmouth 3-0 á Fratton Park.

    Michael Owen hélt upp á 29. afmælisdaginn sinn með því að koma Newcastle yfir og Obafemi Martins skoraði annað markið meiddur skömmu eftir að hafa beðið um skiptingu.

    Það var svo Danny Guthrie sem innsiglaði sigur Newcastle á heillum horfnu liði Portsmouth í lokin, en öll mörkin komu í síðari hálfleik.

    visir.is

  84. Ánægður með Craig Bellamy núna, 35. mín búnar og 1-0 fyrir West Ham og þeir líta bara þokkalega út.

  85. Sammála Andri Fannar – vonandi hanga þeir á þessu West Ham menn.

    Verð nú samt að segja að eftir margra ára eyðimerkurgöngu þá er ég nú bara frekar ánægður með liðið mitt. Í efsta sætinu rétt fyrir Jól, unnum okkar riðil í CL og liðið massívt og gott.

    Eftir að hafa pirrað mig endalaust á leikmönnum sem fóru fyrir þetta tímabil þá get ég ekki fengið mig til að gagnrýna liðsmenn núna. Sumir mættu nú samt fara að herða sig.

    Það að koma til baka eftir að lenda 0-2 undir og vera svo í raun bara óheppnir að bæta ekki þriðja markinu við var nú bara nokkuð gott úr því sem komið var. Vinnum bara Arsenal og þá erum við í góðum málum.

    Svo allir á Anfield í nóv. á næsta ári. Glæsileg íslensk söngkona sem tekur YNWA á leikvanginum okkar. Hið besta mál allt saman.

    Áfram Liverpool!

  86. næstum 100.comment. ´
    Vill sjá Keane spila í næsta leik og get ekki beðið eftir ,, El Nino,,

  87. West Ham heldur okkur á toppnum!!!
    Ég held að málið sé einfalt. Jöfnunaráhrif kaupa stóru liðanna er að koma í ljós, aukið fjármagn hefur runnið til litlu liðanna og þau eru orðin sterkari. Deildin vinnst á 80+ stigum í vetur.

  88. Ussss…djöfull var gaman að sjá West Ham núna tryggja okkur fyrsta sætið áfram 🙂

  89. Frábært að sjá að United og Chelsea misstíga sig vitandi að við misstum stig í gær. Það er ekkert venjulegt hvað ég hélt með West Ham í dag.

  90. Hjúkket! Miðað við þetta ömurlega jafntefli í gær erum við að sleppa ótrúlega vel frá þessari helgi! 🙂

  91. Ég verð eiginlega að segja, á miðað við hvernig Owen er búinn að vera standa sig, þá væri ekkert alvitlaust að reyna kaupa hann á 2-3 millur.. Hann er að skora mörk, eitthvað sem okkar framherjar eru ekki að gera.. Hann er betri en Keane, Kuyt, N’gog! Það er bara staðreynd! Ég myndi ekki neita Owen á litlu verði, alls ekki

  92. Öll stóru 4 með jafntefli þessa helgina, deildin ætlar að verða mun jafnari þetta árið sem er frábært mál, amk gott mál fyrir okkar menn. Við höldum fyrsta sætinu þrátt fyrir að hafa gefið 2 marka forskot í umferðinni!

    Núna er bara að fara á Emirates næstu helgi með 4-2-3-1 kerfið hans Benitez og yfirspila Arsenal, það er einmitt í erfiðum útileikjum (og gegn góðum liðum heima) sem þetta system er að gefa okkur 1 mark í plús og possession. Alveg komin spurning um að reyna eitthvað nýtt gegn lakari liðum á heimavelli, reyna að setja nokkur mörk og klára leikina sannfærandi.
    Einsog staðan er í dag erum við búnir að spila 17 leiki í deildinni, vinna 11 og erum með 15 mörk í plús! Ekkert sérlega sannfærandi það?

  93. Frábær úrslit í dag og í annað skipti í haust sem ekkert af hinum fjóru stóru ná ekki sigri. Það er mjög óvenjulegt. Enn er heimavöllurinn að stríða Chelsea líkt og Anfield virðist gera hjá okkur. Við erum enn í bullandi séns. Verðum að vinna á Emirates um næstu helgi. Það verður erfitt því Arsenal virðist geta lyft sínum leik gegn stóru liðunum.

Liðið gegn Hull

Staðan á sunnudegi