Líklega er hægt að tala um þessa viku sem lognið á undan storminum hérna inni, mér líður allavega eins og það sé landsleikjahlé. Til að gera eitthvað ætla ég að renna létt yfir það sem er helst í fréttum…
–
Það sem mér finnst athyglisverðast tengist reyndar ekki Liverpool heldur næstu andstæðingum okkar, Arsenal. Tveir af stjórnarmönnum þeirra hættu í stjórn klúbbsins í gær, annarsvegar hinn sjötugi og sprellfjörugi Richard Carr sem hefur verið þarna í 27 ár og hinsvegar Lady Nina Bracewell-Smith sem á 15,8% hlut í félaginu.
Það að þessi Carr fari er víst ekkert óvænt (eða breytir litlu), það er einhver hetja að koma núna í janúar að taka við af honum og það var vitað fyrir. En öllu alvarlegra er það með þessa Bracewell-Smith, hún er hætt í stjórn eftir hressilegt rifrildi við stjórnarformanninn Peter Hill-Wood og aðra í stjórn. Ef hún hyggur á að slíta hálfrar aldar gömlum tengslum fjölskyldu sinnar eru 15,8% í Arsenal up for grabs.
En til að gera langa sögu stutta þá gæti það þýtt að Arsenal bættist í hóp hinna stórliðanna og endaði í eigu erlendra auðkífinga. Úsbekistinn og ofurhetjan Alisher Usmanov á í gegnum félag í sinni eigu stærsta hlutinn í klúbbnum eða 24,9% Hann hefur áður lýst yfir áhuga á klúbbnum og eins er Stan the man Kronkite frá bandaríkjunum með rúmlega 12% eignarhlut í klúbbnum sem talið er að hann sé áhugasamur um að stækka. Þetta er í mikilli óvissu fyrir nallara enda hefur mikið rót verið á stjórn klúbbsins undanfarin ár.
Með þessum fréttum tel ég að mjög líklegt verði að teljast að eignarhaldið á Arsenal komi til með að breytast á næstunni, hvaða áhrif sem það kemur svo til með að hafa veit ég ekki. Wenger breytir að öllum líkindum ekki mikið til hjá sér í það minnsta.
Ef menn vilja af einhverjum óskiljanlegum örsökum kafa dýpra í þetta mál bendi ég á ofurbloggarann arseblogger, hann tautar látlaus um leiðinlegt málefni, en er góður fyrir því.
–
Annað í fréttum sem vakti athygli mína var endurkoma Bolton í úrvalsdeild.. nei ég meina ráðning Big Sam Allardyce til Blackburn. Ef maður hugsar út í þetta eftir á þá var ráðning hins reynslulitla Paul Ince fyrir það fyrsta ansi athygliverð í svo stóran klúbb og eins held ég að Blackburn og Big Sam gætu ekki hentað mikið betur fyrir hvort annað.
Í Newcastle átti hann ekki mikinn séns á að ná árangri enda óvinsæll þar frá upphafi, Toon-verjar vilja sjá liðið spila fótbolta frekar heldur en árangursríkt rugby. Þessi pressa verður líklega ekki upp á teningnum í Blackburn og ég held að fái hann til þess frið geti hann gert mjög góða hluti á Ewood Park. Hann byggði upp mikið fyrir ansi lítið hjá Bolton og ef eitthvað er þá held ég að Blackburn sé töluvert stærri klúbbur.
En svo ef maður hugsar þetta örlítið lengur þá man maður auðvitað eftir því hversu herfilega leiðinlegt það var að spila við ruddana í Bolton og hversu pirrandi Big Sam gat verið í fjölmiðlum. En ég gef honum það að Bolton undir hans stjórn var ekki auðsigrað lið.
–
Hjá okkur eru góðar fréttir af skriðdrekanum Martin Skrtel, hann er að koma aftur eftir slæm meiðsli. Þó við höfum ekki verið í neitt gríðarlegum vandræðum í fjarveru hans þökk sé góðrar breiddar þá er ég á því að endurkoma hans sé mjög mikilvæg. Fyrir það fyrsta bætir það samkeppnina í liðinu og eins vegna þess að hann var búinn að vera betri heldur en Agger hefur verið eftir að hann kom aftur. Hyypia hefur aldrei valdið okkur vonbrigðum en það er gott að hafa hann sem fjórða mann frekar en þriðja. Allavega góðar fréttir hvernig sem á það er litið.
–
Í síðustu færslu minntist ég á Robbie Keane og sögusagnir um að hann væri að fara frá okkur. Hann hljómar einmitt mjög mikið eins og maður sem er á leið frá okkur á Official síðunni í dag. Þess í stað segir safaríkasta slúðrið frá því í dag að við séum að bjóða Tottenham skiptidíl á Pennant+pening fyrir A. Lennon. Tekur því varla að spá í þessu, en ef þetta yrði raunin skal ég taka heljarstökk á sundskýlunni einum fata í djúpu lauginni í Sundhöll Selfoss.
–
Að lokum talar stórvinur okkar Thierry Henry vel um Liverpool, eða réttara sagt Fernando Torres. Það sem helst stingur mig þarna er að hann talar um að ef hann verður með gegn Arsenal! Veit ekki hvort það þýði eitthvað að hann sé að nálgast endurkomu, en hann fór allavega til spánar um daginn til að fá all clear á meiðsli sín sem þýðir að hann er ansi nærri því að vera orðinn góður, veit ekki hvað kom út úr því samt, heyri betur í honum á eftir (“,)
Annað sem maður veltir fyrir sér er sú leiðinlega staðreynd að Henry hafi álpast í Arsenal!! Þessi gallharði púllari átti alltaf að koma á Anfield enda talað meira um Liverpool og púllara heldur en nokkurntíma Arsenal og þann vælukór eftir að hann yfirgaf England..
–
p.s. svo ég skjóti því að þá vil ég hrósa Liverpool klúbbnum fyrir nýjasta tölublað Rauða hersins og jólagjöf Liverpool klúbbsins. Þetta er veglegt blað að vanda sem maður festist jafnan í með tilheyrandi náladofa á dollunni og jólagjöfin er langt yfir getu svona á krepputímum.
“Þetta er veglegt blað að vanda sem maður festist jafnan í með tilheyrandi náladofa á dollunni” – Klassi 🙂 – held að flestir ef ekki allir kannist við þetta!
Það er gaman að fá smá pælingar í skammdeginu og enn betra að fá pakkann frá Liverpool klúbbnum inn um lúguna:)
Ein spurning, var leikurinn við Arsenal færður um einn dag? Ég nefnilega stóð í þeirri meiningu að hann væri á laugardaginn alveg þar til í dag að ég sé að hann eigi að vera á sunnudaginn. Var hann færður eða er ég í ruglinu?
Var nefnilega að vona eftir sigri í afmælisgjöf en nú verður það víst bara síðbúin gjöf.
Að vitna í orð Keane á opinberri síðu Liverpool til að sýna fram á að hann sé ekki að fara er eins og að vitna í Pravda um hvort að Stalín hafi verið vondur…
Gaman að sjá ykkur piltar, ég hélt svei mér þá að Lolli hefði drepið síðuna 😉
Nr.3 Kjartan
…
Þú ættir kannski að kíkja á linkinn, hann minntist ekkert á þetta, það var ponit-ið. Hann var að tala um CL sem er í febrúar. Varðandi Pravda þá er það nú bara heitur skemmtistaður fyrir mér, var líklega sofandi í þessum sögutíma.
Hehehe Babu, heitur skemmtistaðr hehehe 😉
CL-drátturinn er kl. 11 á okkar tíma
Skiptir engu máli hvað hann segir. Þú ert að nota hvað það nú er sem hann segir til að sýna fram á ólíkindi þess að hann er að fara…
Gott og vel, að því gefnu tek ég fram að ég myndi helst af öllu notast við opinberu síðuna sem heimild ef menn eru að koma sinni skoðun á framfæri.