Dregið í Meistaradeildina (uppfært: Real Madrid!!!)

Jæja, það styttist í dráttinn í Meistaradeildinni. Í [könnuninni okkar](http://www.kop.is/2008/12/10/21.56.24/) vildu flestir mæta Sporting og Real Madrid.

Ég uppfæri þessa færslu þegar að leikirnir eru komnir á hreint. Þessu er lýst á [Uefa.com](http://www.uefa.com/live/competitions/ucl/draw/2009.ko/draw_basic.html).

raul

**Uppfært (EÖE) 11.15:** Úff, annaðhvort Real eða Inter.

**Og ÞAÐ ER REAL MADRID!!!**

Svona lítur þetta út:

Chelsea v Juventus
Villareal v Panathinaikos
Sporting v Bayern Munich
Atletico Madrid v Porto
Lyon v Barcelona
Real Madrid v Liverpool
Arsenal v Roma
Inter v Man Utd

Öll ensku liðin fengu erfið lið. Mér líst helvíti vel á þetta.

43 Comments

  1. Ekki spilað við þá í háa herrans tíð, líst frábærlega á þetta, maður verður ekki meistari án þess að vinna bestu liðin, eins gott að byrja bara á því strax

  2. p.s. ég vil fá Inter svo í næstu umferð 😉

    því þá er United dottið út….

    suddaleg 16 liða úrslit hjá ensku liðunum

  3. Æðislegt, langt síðan ég hef verið svona spenntur… Öll sagan á bak við bæði liðin getur skapað frábæra stemmningu fyrir leikina.

    Það eru ekki mörg lið sem voru álitin minni fyrirfram, engin létt leið og því bara að tækla þau bestu strax!

  4. Þetta verða sweet leikir. Alltaf skemmtilegra að spila við klúbba eins og Barca og Real heldur en Sporting eða eitthvað (án þessa að gera lítið úr þeim)

  5. Þetta er snilld…. uusssss

    Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til…

  6. Mætum til Madrídar og sýnum þeim hvernig lið undir, hæfum, spænskum stjóra spilar knattspyrnu! 😀

  7. Ég varð að ósk minni. Þessir leikir verði stórkostlegir og að sjálfsögðu fáum við Inter í næstu umferð!

  8. Svakalega er ég ánægður með þetta. Til hvers að vera í meistaradeildinni ef maður vill bara mæta lélegustu liðunum. Þetta er málið.

  9. þetta gæti ekki hafa farið betur 🙂

    ég er mjög spenntur fyrir madrid, gætu orðið mjög skemmtilegir 2 leikir.
    en það er ljóst að þetta verður enginn hægðarleikur fyrir ensku liðin, þó ég spái þeim öllum áfram í 8-liða úrslitin. svo verður æðislegt að sjá ferguson og morinho mætast aftur, það verður e-ð fíaskó í fjölmiðlunum fyrir þá leiki hehehe 😀

  10. Held að þetta sé bara stórfínn dráttur. Real slappt varnarlega og eiga í miklum erfiðleikum að byggja upp sóknir gegn liðum sem pressa þá af hörku. Svo skortir þá töluvert sjálfstraust þetta árið. Bara vona að Juande Ramos nái ekki sínum liðsheildarfótbolta í gang. Mijatovic var nú ekkert ljómandi af ánægju þegar Liverpool kom uppúr hattinum.

    Reyndar eru Real með menn í Nistelrooy og Robben sem gætu meitt okkur illa. Sérstaklega gæti Nistelrooy farið illa með Carragher. Á móti eru Metzelder og Cannavaro aldrei að fara ráða við hraðabreytingarnar hjá Torres.
    Eitt líka frábært við þennan drátt er að Rafa þekkir Real Madrid eins og handarbakið á sér. Hann kann þennan spænska bolta uppá hár og veit 100% hvernig á að spila gegn þeim.

    Maður er hóflega bjartsýnn en Real eru nú samt nífaldir Evrópumeistarar. Menn eins og Raul, Cannavaro, Casillas, o.fl. hafa rosalega reynslu á hæsta leveli. Þekkja öll trikkin í bókinni og munu setja alla sína orku í CL fyrst deildin er sennilega dottin uppfyrir hjá þeim.

    Vá, hvað það verður æðislegt að horfa á þessa leiki. Mann hlakkar ekkert smá til.

  11. Gargandi snilld, drauma sigrar í þessari keppnni í ár væru eftirfarandi:

    16 liða REAL sigur
    8 liða BARCA sigur
    4 liða CHELSKI sigur
    Úrslit MANUTD sigur!!!!!

    Þetta er minn draumur… vona að hann rætist 🙂

  12. Sölvi, þannig er nú bara málið að Ruud er meiddur og verður ekki meira með á tímanilinu.

  13. Ég held að nú sé þetta að stóru leyti spurning um stjórana og þar held ég að við höfum talsverða yfirburði.

    • Ég held að nú sé þetta að stóru leyti spurning um stjórana og þar held ég að við höfum talsverða yfirburði.

    Ekki að ég sá að mótmæla þessu, en ALLS EKKI vanmeta Ramos. Þó þetta hafi ekki gengið hjá Spurs (ekki frekar en öðrum) þá er alveg ástæða fyrir því að hann endaði samt hjá Real Madríd!!!

    Frekar skrítið að vera alls ekki underdogs fyrir leiki gegn Real Madríd, vonandi stöndumst við þá pressu.

  14. Glæsilegt, þetta er ein best jólagjöf sem hægt var að fá, hvað er betra en stórleikur hjá Liverpool! Torres verður þokkalega gíraður í þennann!

  15. Góður draumur maður. 😉

    Einhvern veginn fór það framhjá mér Elías. Nú þá eiga Real ekki blautan séns í okkur……Right.

    Jafnvel einhver af þeim Gago, Guti, Ramos o.fl. gætu átt algeran stórleik á Bernabeu og skotið okkur í kaf. Casillas gæti lokað markinu og Raúl laumað nokkrum klassískum vippum inn, Rafa gæti misst það og stillt upp kolröngu leikkerfi, Torres gæti meiðst eða dómarinn misst sig í látunum á þeirra heimavelli og rekið Gerrard útaf fyrir enska tæklingu. Það getur allt gerst í þessari blessuðu íþrótt.

    Stórlið eins og Real Madrid má aldrei vanmeta. Það skiptir rosalega miklu máli að ná útivallarmarki. Ef við förum inní leikinn á Anfield í góðri stöðu munu þeir brotna undan látunum og hápressunni okkar.

    My nipples are exploding with delight yfir þessum drætti. Bring it on!

  16. Rólegir félagar, það eru rúmir tveir mánuðir í leikinn. Madrídingar verða duglegir í félagsskiptaglugganum, spurning hvort liðið verður með meira Momentum með sér, meiðsli…. Það eru alltof margar breytur í þessari jöfnu til þess að það sé strax hægt að byrja spá mikið í þessari viðureign.

    Og ekki tala um að Liverpool komi og kenni Real að spila knattspyrnu, það hefur bara einn maður gert það á undanförnum árum, og það var Ronaldinho í sínum besta leik á ferlinum.

  17. Hárrétt Stefán! það getur margt breyst á þessum tíma og Ramos á líka eftir að setja sitt handbragð á liðið. Ekki gleyma því að hann er ekkert mikið minni sérfræðingur í útsláttarkeppnum heldur en Benitez. Samanber árángur hans í UEFA með Sevilla og Spurs í deildarbikarnum.

  18. Glæsilegt, ákkurat það sem ég vildi. Get ekki beðið. Rafa mætir sínu gamla liði og Torres fær aftur Atletico slag, ef einhver tími er góður til að mæta Real þá er það núna, og líklegast vernsar það ekki mikið þangað til í febrúar.

    Mig langar samt að slumpa á hverjir komastr í 8 liða úrslit;
    Chelsea, Villareal, Bayern, Porto, Barcelona, Liverpool, Roma, Inter

  19. Babu # 15
    Ég held að ástæðan fyrir því að Ramos var ráðinn til 6 mán. sé sú að það vantaði einhvern til að brúa bilið þar til Benitez kæmi næsta haust 🙁

    Góðu fréttirnar eru náttúrulega þær að við ættum að geta spilað í rauðu búningunum báða leikina. Djöfull eru þessir gráu ljótir.

    Skelli því svo hér formlega fram að ég giska á að Keane skori sína fyrstu þrennu í öðrum hvorum þessara leikja.

  20. Djö…. vildi forðast þetta sem heitur stuðningsmaður beggja liða… En að sjálfsögðu styð ég Liverpool. Þetta verður erfitt með Klaas-Jan Huntelaar í fremstu víglínu og einnig verður Lassana Diarra komin.
    Vona bara að hollendingarnir stríði okkur ekki. Þ.e.a.s. Robben, Sneijder, Van Der Vaart, Drenthe og svo Huntelaar…
    Djöfull er maður samt spenntur………………..

    Áfram Liverpool !

  21. Sælir félagar
    Mér lýst vel á þetta. Chelsea v Juventus. Gamla frúin gæti hugsanlega sparkað Rúblunni út úr keppninni.

    Arsenal v Roma, slæmt fyrir Nallana að byrja heima og að öllum líkindum verða þeir slegnir út í 16 liða.

    Inter v Man Utd, því miður eru ekki líkur á að Mótorkjafturinn og strákarnir hans slái Muarana út en þá tökum við þá bara í úrslitum. 🙂

    Real Madrid v Liverpool, ætti að vera nokkuð öruggt þó það verði ekki fyrirhafnarlaust. Sem sagt gott
    Það er nú þannig

    YNWA

  22. Liðin hafa ekki mæst síðan í úrslitum 1981 þegar við unnum. Þetta er frábært. Svona vil ég hafa þetta. Ég vil alltaf mæta sterkustu og flottustu liðum Evrópu í þessari keppni, vinna þau eða falla út með sæmd. Í þessu tilfelli vinnum við, ekki spurning! Mikið óskaplega hlakka ég til þessara leikja 🙂

  23. Frábært, frábært og frábært!!!
    Með þessum leik hef ég endurvakið tilhlökkun mína til Meistaradeildarinnar, mikið ofboðslega var ég glaður þegar tvö möguleg mótlið voru eftir hvaða lið kom úr hattinum!
    Rafa hefur alltaf átt afar gott með að vinna stóru spænsku liðin og þarna eru komin kvöld sem maður tekur frá!
    Frábært og ekki er síður skemmtilegt að losna við annan tveggja Sirinn eða Mótormunn strax í 16 liða!!!

  24. Djöfulsins hörku leikir þetta verða…
    En ég er manna glaðastur að fá ekki Sporting eða Villareal… því þá hefðu okkar menn komið með sigurinn á bakinu inn í leikinn og tapað.. fínt að fá Real Madrid, þannig að við getum sýnt þeim úr hverju við erum gerðir við Liverpoolmenn og konur…

    Áfram LFC

  25. Nr. 17: Torres verður þokkalega gíraður í þennann!

    FÖSTUDAGSGETRAUN!! Hvað hefur Fernando Torres skorað mörg mörk gegn Real Madrid í 10 tilraunum?

  26. Frábær dráttur, athyglisverðir leikir í nánast hverri rimmu.

    Fyrir það fyrsta, þá eru ansi mörg af “lakari” liðunum að dragast saman. Það bæði gefur okkur nokkrar stórar rimmur í 16-liða úrslitunum, þar sem sterkustu liðin drógust oftast saman, en það gefur þeim liðum sem komast í 8-liða úrslitin líka ágætis séns á að mæta “lakara” liði þar.

    Arsenal og Chelsea fá snúna mótherja; Arsenal ætti að klára Roma en það fer eftir því hvaða Arsenal-lið mætir til leiks, á meðan við vitum ekki alveg nákvæmlega hversu sterkir Juventus eru í þessari keppni, þótt þeir hafi unnið sinn riðil örugglega. Þá mun athygli umferðarinnar vafalítið beinast að einvígi Mourinho og Ferguson.

    Sem hentar okkur ágætlega, og Real Madrid líka grunar mig. Eins og staðan er í dag sé ég ekki hvernig Real Madrid á að geta slegið okkur út – lykilmenn frá út tímabilið, mikil taphrina í gangi í La Liga, þjálfaraskipti nýlega – en Juande Ramos fær rúma tvo mánuði frá deginum í dag til að breyta gengi liðsins til hins betra, og til að skipuleggja leikina við Liverpool. Það getur margt breyst á tveimur mánuðum og ég verð eiginlega fyrir vonbrigðum ef þetta verða ekki jafnar, skemmtilegar og æsispennandi viðureignir við sigursælasta lið Evrópuboltans.

    En auðvitað klárar Torres þetta fyrir okkur að lokum … 😉

  27. besti drátturinn, þetta verður minniháttar mál en örugglega verulega taugatrekjandi

  28. úff nú væri gott að geta sofið bara í 2 mánuði og vaknað í þessa rimmu, þetta verður svakalega gaman. Alveg komin tími á að slá Real Madrid út úr þessari keppni þar sem við erum búnir að slá mörg af helstu stórliðum evrópu út undanfarin ár…… Held að það henti okkur jafnvel betur að fá stórt lið heldur en eitthvað minna þar sem okkar menn virðast mæta tilbúnari í slíka leiki og ég er sannfærður um að við klárum þessa viðureign…. Draumurinn er svo að Inter og Juventus klári liðin sem spiluðu til úrslita í fyrra…..

  29. Ef…. þegar Liverpool vinnur láta þeir Rafa ekki í friði.

  30. Arsenal á ekki séns í Roma. Það er nú þegar búið að skrifa úrslitaleikinn ; Roma – Liverpool. Vítaspyrnukeppni. Roma vinnur.

  31. Mikið afskaplega er tíminn eitthvað lengi að líða þegar maður er spenntur. Mér finnst eins og það séu liðnir þrír mánuðir frá síðasta leik, og ég er viðþolslaus í bið minni eftir morgundeginum.
    Það er rólegt í tíðinni á boltasíðunum og maður hefur ekkert að gera einhvern veginn, þessa dagana. það skyldi þó aldrei vera að einn og einn fótbolta-gúrúinn hefði látið frúna teyma sig í verslunnarleiðangur og jólaundirbúning til að drepa tímann fram að næsta leik.
    En fyrir mann eins og mig, sem lætur ekki plata sig svo auðveldlega þá er biðin löng og erfið.

    Það sem gæti stytt manni stundir fram að næsta leik, er hressileg og krassandi upphitun fyrir Arsenal leikinn hér á kop.is !
    Hvað segiði um það strákar.. er hún ekkert að fara að detta inn ???

    Kveðjur að norðan… Carl Berg

  32. Helvítis andskoti…. vona að við vinnum þann leik svona 2-1 Gerrard og Hyypia ef hann spilar annars Kuyt með 1

Fréttir dagsins…

Arsenal á morgun.