Fyrir þennan leik hafði Liverpool ekki unnið á Anfield í 7 vikur eða gegn WBA í 3-0 sigri og má því segja að það væri komið að sigri hjá okkar mönnum. Við höfum yfirspilað margan andstæðingin án þess að ná að umbreyta þeim yfirburðum í mörk, það gerðist í dag.
Þetta var byrjunarliðið í dag:
Carragher- Hyypia – Agger – Insúa
Benayoun – Gerrard – Alonso – Riera
Kuyt – Keane
Bekkurinn: Cavalieri, Ngog (f. Kuyt), El Zhar (f. Riera), Mascherano, Babel, Lucas (f. Gerrard), Darby.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Bolton var komið til að halda 0-0 jafntefli og var Svíinn Elmander oft á tíðum eini Bolton leikmaðurinn sem hætti sér yfir á vallarhelming Liverpool. Boltinn fékk að vinna og var gott spil hjá okkar mönnum án þess að skapa dauðafæri. EN það var ljóst að markið lá í loftinu frá fyrstu mín en það tók 28 mín. og 7 hornspyrnur áður en Gerrard tók horn á nærhornið þar sem Riera skaut sér fram fyrir varnarmenn Bolton og pikkaði tuðrunni inn í markið, vel gert. Eftir þetta mark var þetta eiginlega bara spurning um hversu stór sigur Liverpool yrði.
Seinni hálfleikur hófst eins og sá síðari endaði með áhlaupi á Jussi og félaga sem endaði með ágætu markið frá Robbie Keane og virðist Írinn geðþekki hafa fengið takkaskóna hans Hemma Gunn í jólagjöf. Stuttu síðar kom fallegasta mark leiksins þegar Reina var snöggur að koma boltanum í leik, Alonso brunaði upp völlinn og gaf á Yossi sem spilaði honum strax inná Keane sem afgreiddi knöttinn einfalt í markið, búmm-búmm og mark eins og Bjarni Fel. orðaði það ávallt þegar Liverpool skoruðu mörk á áttunda áratugnum.
Síðustu 20 mín. skipti Rafa inná ungum strákum sem stóðu sig prýðilega og hefði Liverpool að ósekju getað smyglað einu til tveimur mörkum í viðbót en Finninn í rammanum hjá Bolton stóð vaktina vel að vanda og því 3-0 sigur staðreynd.
Það voru miklir yfirburðir hjá Liverpool í þessum leik og telst mér til að við höfum átt 18 skot á markið gegn 4 hjá gestunum. Ennfremur vorum við með boltann yfir 70% í heildina sem er í raun fáránlegt miðað við að þetta eru allt atvinnumenn. Í stuttu máli, flottur sigur og mjög sannfærandi.
Það er líka gaman að sjá að nýju mennirnir hjá Rafa þeir Keane og Riera voru þeir sem skoruðu mörkin í dag. Það spiluðu allir vel í dag og ekki auðvelt að taka einhvern einn út. Augljóst er að velja Keane fyrir mörkin tvö eða Alonso sem stjórnaði miðjunni vel og átti góðar sendingar en ég ætla að velja Jamie Carragher mann leiksins þar sem hann spilaði glimrandi vel í hægri bakverðinum og þá sérstaklega frammá við. Hann átti einnig góðar stungusendingar í leiknum og kórónaði sína frammistöðu með hörkuskoti með VINSTRI rétt yfir slána.
Ég get ekki sleppt því að minnast á Insúa en mikið lifandi skelfing er ég hamingjusamur að fylgjast með þessum unga bakverði. Átti góðan leik gegn Arsenal um daginn og undirstrikar fyrir mér að hann virðist vera klár í þetta verkefni. Vertu velkominn!
Áfram Liverpool.
Æ hvað jólin eru góður tími:)
Góður sigur þarna á ferð. Held líka að við séum komnir með framtíðar vinstri bakvörð…
Sammála því #2, Insúa er klassa framar en Dossena og er aðeins 19 ára 🙂
Annars bara vel spilað hjá okkar mönnum, og frábært að sjá Robbie Keane eins og maður þekkti hann 🙂
Hey!
Af hverju kemur “ummæli þín hafa verið skráð og bíða samþykkis” hjá mér?
Er ég kominn á “svarta listann”?
Það sama gerðist hjá mér hér fyrr í vikunni og stendur ennþá þegar ég lít á færsluna “ummæli þín hafa verið skráð og bíða samþykkis”
ég ætla rétt að vona ekki að ég sé kominn á svarta listannnnnn 🙂
… ef svo er Hafliði þá förum við saman á leik á nýju ári og ég borga 🙂
Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is
Sæl öllsömul!
Frábær sigur hér á ferð en ég bara verð að kvarta yfir einu.
Þegar ég sest niður að horfa á fótboltann á Stöð2 Sport2 sem ég borga fyrir að horfa á þá fer ég fram á að þeir sem lýsa leikjunum hafi lágmarksþekkingu á því sem þeir eru að lýsa.
Undanfarna leiki sem ég hef horft á með Liverpool á þessari stöð hefur leikmaður að nafni Nabil El Zhar komið inná í seinni hálfleik. Það sem fer í taugarnar á mér er að Arnar nokkur Björnsson getur með engu móti borið nafn þessa leikmanns rétt fram. Honum tekst einhvernveginn alltaf að troða aukastöfum inn í nafnið hjá honum og kallar hann ýmist: El Zahar, El Zahir eða El Zaher. Og svo talar hann aldrei um annað en frakkann, El Zhar leikur fyrir hönd Marakós en ekki Frakklands þó svo hann hafi fæðst í Frakklandi þá á hann Marakóska foreldra. Það er lágmarkskrafa okkar sem kaupum áskrift að þessari stöð að lýsendur hafi lágmarksþekkingu á því sem þeir eru að gera. Arnar vill kannski að við förum að kalla hann Arnahar eða eitthvað álíka, hver veit.
Ég veit að samstarfsfélagi Arnahars er mikill Liverpool-aðdáandi og reglulegur lesandi þessarar síðu. Kannsi hann geti komið vitinu fyrir félaga sinn.
En ég er mjög kátur með leikinn í dag og sammála þvi sem sagt er hér að ofan, við erum komnir með framtíðar vinstri-bakvörð í liðið.
kv.
Ninni
Snilldarleikur, kominn tími á svona stresslausan sigur. Ánægður með Keane og Insua. Ef sá argentínski heldur svona áfram þá held ég að hann eigni sér þessa stöðu. Gleðileg jól.
Miðað við að Insua virðist ætla að braggast í knattspyrnumann og Leto pullar svona stönt í grísku deildinni (http://www.101greatgoals.com/videodisplay/1888211/) þá held ég að við eigum von á ansi sterkum vinstri kannti í framtíðinni.
Frábær og afar langþráður sigur, þvílíkir yfirburðir.
Bolton átti bara ekki brake gegn Liverpool liði sem er ekki einu sinni okkar sterkasta lið.
Ninni, í Fowlers bænum hættu að spá í því hvernig Arnar Björns ber nafið á El Zhar fram, helltu í þíg 2-12 köldum og stein haltu kj… 😉
Ég er ákaflega sáttur við Insua þessa dagana en ég bara get ekki sagt að þeir bakvarðabræður hafi verið í hópi manna leiksins, enda var varla vinnu að fá fyrir þá. Fyrir mér báru Gerrard og Alonso af ásamt Robbie Keane sem ég vel sem mann leiksins. Hyypia og Agger voru líka báðir skemmtilega sókndjarfir í leik sem Liverpool þurfti að sækja í.
Munurinn á þessum leik og mörgum öðrum svipuðum á þessu ári var samt einfaldlega sá að nú náðum við inn markinu góða og það tiltölulega snemma.
Ninni? hvar ertu ?
Ég held að jóli hafi ákveðið að verða við ósk minni, “down” kaflinn er búinn hér eftir verður það bara betra.
Stór sigur, já 3-0,(eins og ég spáði eða þannig) Mér fannst allir spila fanta vel, að vísu átti Gerrard ekki stjörnu leik, en hann átti góða sendingu á Keane, sem varð að marki. Loksins er heimavöllurinn með sigur, og Keane með tvennu, kanski þarf hann svona langan tíma til að finna sig. Allavega eru LIVERPOOL á TOPPNUM, Tökum svo Newcastle á sunnudag 28/12 kl 12:00….
Áfram Keane að velja hann ekki mann leiksins er hneyksli. Karlinn kominn í gang og farinn að þagga niður í hrægömmunum
Ninni, ég tók eftir þessu einnig í síðasta leik. Ætlaði ekki að trúa þessu að hann héldi þessu áfram í þessum leik. Ekki nóg með öll nöfnin sem hann kallar hann, þá er það aldrei sama nafnið tvisvar í röð. Jafnvel þó ekki líði 10 sek milli. 🙂
MotM: Keane
Ágætis jólaskemmtun þessi leikur.
Horfið með Frosta vini mínum á hans menn (Spurs) í leik á móti Fulham á undan okkar leik sem núnnstillti kvarðann. Það mest spennandi við þann leik var stillimyndinni sem skotið var inn í útsendinguna í 1 mínútu á 83 mínútu. Án þess að fara nánar út í það tæknilega afrek né þann leik þá er stundum gott að horfa hreinlega á svona rosalega bragðdaufan leik til að átta sig á hlutunum.
En maðurinn sem stal treyjunni hans Gerrards sem og lúkkalækið var greinilega upptekinn í jólaboði þannig að Gerrard sjálfur varð að spila og þvílikur munur á þessu og Arsenal leiknum. Hef yfir öngvu að kvarta og vona að sunnudagsleikurinn í Newcastle verði jafn skemmtilegur.
sammála þessu með Arnar Björnsson sá allra slakasti í bransanum ömurlegt að hlusta á kjaftæðið í honum
Mjög góður sigur. Alonso var gangverkið í liðinu og átti þennan leik skuldlaust.
áreynslulaust, það er fínt í jólaleikjunum. alonso og keane voru bestir í dag að mínu mati, en liðið á hrós skilið fyrir mikla sóknargreddu og þetta er nákvæmlega það sem maður vill sjá! frábær dagur.
Djöfull gladdist ég yfir mörkunum hjá Keane, og að sjálfsögðu er hann maður leiksins.
En er þetta ekki einn besti desember á þessari öld? Við höfum alla vegana ekki tapað leik sem af er og skal ég hundur heita ef það geris í þeim næsta.
Gleðileg jól
Nokkrir punktar:
Ég er búinn að éta ofan í mig öll blótsyrðin um Keane sem ég hef látið falla í undanförnum leikjum því hann var magnaður í dag. Tók meira að segja þátt í spilinu og sjálfstraustið hefur hækkað um tvær hæðir eftir markið á móti Arsenal. Ég verð eiginlega að éta ofan í mig líka hrósið sem ég hef hlaðið á Kuyt undanfarna mánuði…því hann er búinn að vera mjög slakur síðustu leiki. Það verður ekki mikið pláss í jólaboðunum þetta árið.
Gerrard og Alonso voru frábærir í dag. Flæðið á miðjunni var mjög gott þó að leikmenn Bolton hafi reynt að loka spilið frá miðjunni. Þó að allt hafi ekki gengið upp hjá þeim í dag þá vil ég miklu frekar sjá þá svona líflega og stöðugt að reyna en passíva og hrædda eins og stundum. Miðjan var 100% okkar. Gerrard og Alonso áfram á miðjunni takk því Lucas virðist ekki ná að kópera í þessari deild.
Það sem Insúa hefur fram yfir hina í vinstri bak er hvað hann er yfirvegaður og öruggur í því sem hann gerir. Það er ekki þetta fát og óöryggi eins og hjá skonrokk bræðrum í sömu stöðu. Hann er ekki bara efni í frábæran bakvörð heldur stend ég á því að hann SÉ frábær bakvörður og meira en klár til að spila viku eftir viku.
Keane maður leiksins og ég velti því fyrir mér eins og aðrir hvort hann verði ekki að spila sem second striker. Hann verður að geta losað sig út úr stöðu og droppað aftur inn eins og hann gerði svo vel í þessum leik. Það verður verulega gaman að sjá hann og Torres saman í 4-4-2 leikkerfi.
Ómar minn hér er ég, takk fyrir hugulsemina.
Babu ég var að skrifa um pirring minn við það að horfa á leik með liverpool þar sem téður Arnar Björnsson hefur lýst undanfarið í von um að einhver gæti bent honum á þessa endemisvitleysu í honum og hann leiðrétt þetta. Þetta bara hreynlega fer í taugarnar á mér og einnig þeim sem ég hef horft á þessa leiki með.
Þessi síða hafur verið í miklu uppáhaldi hjá mér undanfarin ár og hef ég komið inn á hana minnst einusinni á dag, og oftast mun oftar. Annars slagið hef ég skrifað hér inn og átti man ég einu sinni eftir góðar rökræður við Sstein um eitthvað sem ég man ekki lengur hvað var.
En ég mun fara að óskum þínum og stein halda kjafti og ekki skrifa hér inn aftur því ekki lýður mér vel með að ég skuli vera að pirra fólk með því sem ég segi þegar ég er að kvarta yfir því að einhverjir aðrir pirri mig með því sem þeir segja.
Með kærri þökk
ninnni
p.s.
ég mun halda áfram að lesa þessa síðu en vil biðja þá sem stjórna hér og skrifa að passa hvað þeir segja við þá sem lesa það sem þeir segja.
sami
Hafliði og Don Roberto – af einhverjum ástæðum þá fer fullt af ummælum í spam síuna eftir að við uppfærðum Word Press. Ég veit ekki almennilega af hverju þetta er.
Annars verulega góður leikur. Mjög afslappandi að horfa á svona öruggan sigur um jólin. Eina slæma við daginn var þetta Tevez mark.
Ninni í guðsbænum ekki taka þetta svona nærri þér maður, það kom 😉 kall!
Ég hélt í alvörunni að ég væri á léttu nótunum og raunar er ég að átta mig á því núna að þetta er ekki sá Ninni sem ég hélt að þetta væri, sá hafði einmitt bara fengið sér bjór og… :p
En ponitið hjá mér var að njóta bara jólana og fá sér duglega af bjór frekar heldur en að spá í hversu rosalega málhaltur Arnar Björns er eftir svona glæsilegan leik, ég er alls ekkert ósammála þér, Arnar hefur varla stunið upp orði undanfarið nema það sé á þá leið að Tony Adams hafi spilað stórvel fyrir QPR eða eitthvað álíka :p
p.s. ég ætla að fá mér 2-12 bjóra (í viðbót) og svo stein halda kj… 🙂
Verð að fá að minnast á einn mann sem mér finnst ekki fá nóg kredit fyrir leik sinn í dag, en mér fannst Benayoun vera með betri mönnum í dag og hreinlega vera vaxandi í síðustu leikjum eftir dapra byrjun tímabilsins. Benayoun í góðu formi er gulls ígildi og fáir í liði Liverpool sem hafa getuna til að prjóna sig í gegnum varnir andstæðingana.
Ninni, ég þekki Morokkóbúa sem sagði mér persónulega að nafnið El Zhar ætti að bera fram sem “El Zahar” þannig að það væri hljóð á milli Z-unnar og h-ins.
Annars, góður sigur. Góð jól. 🙂
Sammála Tomma, Benayoun átti fína spretti í þessum leik og hefur oft fengið ósanngjarna gagnrýni á sig að mínu mati. Fínasti leikmaður sem getur gert mjög góða hluti þegar hann er í stuði. Er vissulega mistækur, en alls ekki jafn slakur og margir hérna vilja oft halda fram þegar þeir eru ósáttir við eitthvað í leik liðsins.
Keane var mjög góður í þessum leik, frábært að sjá hann setjann og það tvisvar. Hef alltaf haft trú á Keane og er sannfærður um að hann mun reynast okkur vel. Insua virkaði líka mjög traustur í bakverðinum, mjög gaman að fylgjast með honum eigna sér þessa stöðu.
Aðrir voru almennt fínir, raunar fannst mér Kuyt slakur í þessum leik og Gerrard átti að mínu mati engan stjörnuleik heldur, en þó átti hann allavega tvær stoðsendingar og það telur.
Þegar allt kemur til alls, góður sigur á afskaplega leiðinlegu Bolton liði.
Einmitt KAR, hef ekki látið þetta fara í taugarnar á mér þar sem mig grunaði að þetta væri borið svona fram, hef enga þekkingu á framburði marokkóskra nafna. En téður Zhar var þokkalegur í dag, vonandi að þessir pungar nýti þessi tækifæri til að byggja sig upp svo þeir verði nothæfir í nánustu framtíð.
Sælir drengir, og til hamingju með ákaflega góðan og langþráðan sigur í dag.
Efsta sætið er okkar, og það tekur það enginn frá okkur héðan í frá. Við getum tapað því sjálfir, en það tekur það enginn frá okkur. Þetta er í okkar höndum, og þannig viljum við hafa það.
Arnar Björnsson hefur alltaf farið í pirrurnar á mér þegar hann er að lýsa Liverpool-leikjum og ég viðurkenni vel að ég á erfitt með að þola manninn. Hinsvegar minnir mig einhvern veginn eins og kallinn tali frönsku reip-rennandi, og ætti því að vita hvernig þetta skrattans nafn er borið fram. Ég þori að vísu ekki að veðja hendinni á mér uppá þetta, en mig minnir þetta nú samt.
Jæja.. njótum drengir.. njótum…
Insjallah…Carl Berg
Spilamennska liðsins í dag var algerlega frábær. En mikið rosalega var ég ánægður að fá fyrsta markið. Eftir það var þetta aldrei spurning.
Ef að liðið spilar á þennan hátt með Torres innanborðs og tala ekki um ef að sjöan okkar fer að skora reglulega þá fer maður aldeilis að fá trú á þessu.
Frábær leikur og flott að sjá liðið bregðast svo vel við eftit að Chelsea og United unnu!
Finnst mjög erfitt að pikka einhvern út, því þeim 11 leikmönnum sem hófu þennan leik leið afar vel saman og liðsheildin því maður leiksins að mörgu leyti.
Þó var frábært að sjá miðjuna og Keane vinna saman og maður fær vatn í munninn að hugsa Torres fyrir framan þessa þrjá leikmenn, svo mikið er víst. Yossi Benayoun átti líka gríðargóðan leik að mínu mati, spilar einfalt þegar þess þarf en er svo fínn að taka leikmenn á. Vonandi fækkar aðeins niðurrifsmönnum hans hér, að mínu mati hefur hann leikið einna best nú að undanförnu. Insua er gríðarlegt efni og á að fá að halda áfram í liðinu, auðvitað er hann ungur og alveg viðbúið að hann verði óstöðugur, en maður hefur góða von um það að vinstri bakvörður verði ekki vandræðastaða mikið lengur. Og Riera er stöðugt að festa sig í sessi, gerir hlutina án mikils hávaða en er afar öruggur í því sem hann gerir.
Semsagt, frábær frammistaða og með hreinum ólíkindum að halda boltanum 73% gegn liði í níunda sæti. Fer ekki ofan af því að með því að fá heimsklassa innherja eins og Simao eða Ribery er þetta lið óstöðvandi!
Maður trúir stöðugt meir og meir, ekki síst eftir hikst hinna liðanna í dag, United skítheppnir, Chelsea slakir og Arsenal endanlega úr leik!
Bring on Owen og N’castle…
Góður leikur í dag og öruggur sigur. Gott að sjá að Robbie Keane er kominn í gang. Hann er núna kominn með 5 mörk í deildinni. Menn hafa gagnrýnt Keane harðlega að undanförnu, en hann er núna búinn að skora meira en Berbatov, Rooney og Tevez í deildinni. Til gamans má geta að Peter Crouch er búinn að skora jafnmikið í deildinni og allir þessir þrír stormsenterar hjá Manutd til samans 🙂 Menn segja að keane sé rándýrt flopp, en kostuðu þremeningarnir hjá Manutd ekki u.þ.b. 90 milljónir punda samanlagt?
Ninni – ég skil þig svo vel.
Bednar hjá WBA – á að bera það fram Bentnar?
Fellaini hjá Everton – á að bera það fram Fellini eða Fellani?
Gerrard – á að bera það fram Sjerrard (eins og í Gerald Houllier)?
Afonso Alves – heitir hann líka Alfonso?
Xabi Alonso – á að berað það fram Xavi?
Sidibe hjá Stoke – á að bera það fram Sidebe?
Langar að telja líka upp fjölmörg skipti þar sem lýsandi tekur ekki eftir að dæmd hafi verið rangstaða, eða að það sé verið að dæma á þetta en ekki hitt – en ég nenni því ekki. Þar með lýkur mínu tuði!
Yes, yes. Nú vonar maður að Fulham taki Chel$$$, eða geri jafntefli, en líklega vinnur M U sinn leik, en hver veit. Eflaust hugsa margir það sama um Liv og Newcastle að Liv tapi eða geri jafnteli, en ekki við. Tökum þettað með Torres og Keane, fyrst að hann er kominn í gírinn.
Í sambandi við þessa þuli,sem bara bulla tóma steipu, þá er til einfalt ráð sem 365 ættu að skoða í þessari kreppu. það er að láta ensku þulina sjá um þettað og spara sér stórann pening með því að láta íslensku þulina vera bara heima hjá sér. Ég held að margir ef ekki flestir séu sammála…
Sá ekki leikin þar sem ég er staddur út í heimi og hann náðist ekki hérna. En frábær sigur og gaman að Keane skildi skora tvö en við skulum hafa varan á hann hefur áður skorað tvö og dottið niður en vonandi verður það ekki raunin núna. Það sterka er að við erum að halda topsætinu og Torres er ekki með, að vísu nokkur jafntefli sem hefðu átt að vera sigrar en nú förum við bara alla leið. Ef Insua er að spila svona vel eins og talað er um hérna þá erum við nú bara mikið heppnir því hinir tveir vinstri bakverðinir sem við höfum geta ekki neitt… og eins og einhver sagði hérna hann er bara 19 ára…. Þarna er að koma í ljós kænska RB í leikmanna kaupum og það á eftir að koma meira í ljós… En frábær sigur og svo er bara 3 stig á sunnudagin ….Áfram Liverpool…
Sorry strákar en við sitjum uppi með Arnar Björns þar sem hann virðist vera eini maðurinn sem lýsir Liverpool leikjum þessar vikurnar. Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér en mér finnst eins og hann hafi lýst allavega síðustu 3 eða 4 leikjum með okkar mönnum. Við búum bara ekki að betri þulum en þessum sem hlusta á þá bresku í illa sjáanlegum heyrnatólum og apa upp eftir þeim það sem þeir segja og ég held að það komi ekki til með að breytast.
En góður sigur í dag og svo er bara að taka Owen og félaga í kennslustund á Sunnudaginn 🙂
YNWA
Svo held ég að það hljóti að hafa verið xtra sweet fyrir naglann Sammy Lee að vera á hliðarlínunni (að vísu með Rafa í eyranu) og stýra Liverpool í kennslustund í knattspyrnu gagn liðinu sem rak hann sem stjóra eftir stuttann tíma.
In your face Bolton 🙂
En að leiknum gegn Newcastle, ég er alltaf bjartur fyrir leiki gegn þeim.
Þó svo að við töpuðum þarna í fyrra 2-1 þá hefur okkur í gegnum tíðina gengið vel gegn þeim og þannig verður það einnig á morgun er ég sannfærður um.
Áfram LFC.
Hafliði töpuðum við þarna í fyrra 2-1???unnum þá frekar 3-0
Mjög góður sigur og margt gott í þessum leik en mér fannst reyndar miðað við yfirburðina í þessum leik þá hefðum við átt að gjörsamlega að slátra þeim með meira en 3-0 og mér fannst menn soldið detta niður eftir þriðja markið og eitthvað dúttla með boltan þarna aftast. Síðan kemur það mér ansi mikið á óvart hvað Babel er komin aftarlega í goggunarröðina og mér fundist hann allavega vera sýna meira heldur El Zhar eða Ngog og því spurning hvort Benitez ætli sér ekki bara að losa sig við Babel í Janúar ??
Æðislegur sigur og langþráður!
Mjög miklir yfirburðir og frábær leikur hjá “verstu kaupum sumarsins”. Það er nefnilega magnað að dæma leikmenn eftir hálft tímabil. Keane og Torres hafa lítið spilað saman og ég er alveg viss um að Írinn muni ná langt í 30 marka tímabil!
Yndislegt að næsti leikur skuli vera strax á morgun, get ekki beðið.
Gleðileg jól!
38 Didi.
Svona er að taka mark á mbl.is 🙂
Samkvæmt LFChistory (mun áreiðanlegri miðill) þá unnum við báða leikina 3-0, sem er auðvitað hið besta mál.
I stand corrected.