Nú er leikmannaglugginn opinn á ný og verður það út janúar mánuð. Hún Gróa vinkona okkar sem kennd er við bæinn Leiti, er á fullu þessa dagana og lítið er dregið þar af. Oft hefur þó verið skrafað meira um Liverpool FC og leikmannakaup en nú. Væntanlega er það tilkomið vegna þess að liðið situr á toppi deildarinnar og hópurinn ekki verið sterkari í manna minnum. Rafa Benítez hefur nú heldur ekkert mikið verið að gefa frá sér sem bendir til þess að við séum að fara að versla leikmann/leikmenn.
Menn skiptast væntanlega í tvær fylkingar þegar kemur að þessum málum. Margur telur að ekki ætti að hrófla mikið við því sem vel gengur, en aðrir vilja meina að það sé alltaf hægt að bæta gott með einhverju ennþá betra. Vandamálið er aftur á móti það, eins og svo oft hefur komið í ljós, að það er mun erfiðara að kaupa gæða leikmenn í janúar glugganum heldur en eftir tímabilið. Stærstu og bestu molarnir eru einfaldlega ekki til sölu, og ef þeir eru það, þá eru þeir að fara á mun hærra verði en þeir færu á yfir sumartímann.
Auðvitað væri maður algjörlega til í að fá einhvern svaðalegan leikmann, tala nú ekki um ef viðkomandi myndi vera þeim eiginleikum gæddur að vera topp hægri kantmaður. Ég get þó með sanni ekki bent á neinn raunhæfan kost þegar kemur að því að nefna nöfn. Það er alveg klárt mál (fyrir utan Man.City) að það er ekki jafn mikið af peningum í umferð núna og undanfarin ár. Kreppan er að hluta til komin í fótboltann eins og annars staðar. Kaupin sem við höfum verið að gera í janúar glugganum hafa meira verið á leikmönnum sem menn hafa ekki mikið vitað um og tiltölulega óþekktir. Okkur hefur þó tekist ansi vel upp í nokkrum tilvikum og ber þar hæst að nefna þá Agger, Skrtel og Arbeloa. En leikmenn sem keyptir eru í þessum glugga hafa þó þurft oft á tíðum talsverðan tíma til að spila sig inn í lið (þó auðvitað séu undantekningar á því).
Ég tel því persónulega að það verði enginn keyptur núna sem ætlað er að hoppa inn í aðalliðið. Ég vona þó svo sannarlega að þessi títtnefndi hægri kantur, hvort sem hann sé þekktur eða óþekktur leikmaður sem kæmi á óvart, dytti inn fyrir rétta upphæð, en ég er ekkert að halda niður í mér andanum yfir því. Það yrði bara hreinn og klár bónus. Aðrar stöður á vellinum þarfnast að mínum dómi ekki styrkingar við á þessum tímapunkti. Nú er bara að fylgja eftir góðu gengi og klára þetta fram á vorið.
Sammála flestu, en hinsvegar er maður búinn að heyra slúður um að philip lham væri eitthvað að hugsa sér til hreyfings, og væri það virkilega góð kaup. Og held ég að hann mundi smella mjög vel inni liðið á kostnað allra okkar bakvarða.
En að öðru, hvað finnst ykkur um selja Sami. Persónulega finnst mér það allgerlega frá… maðurinn á ekkert minna skilið en að enda feril sinn hjá liverpool, þetta er maður sem hefur ekki gert minna fyrir liðið en SG og aðrir kóngar.
Samt er ákveðinn kostur við að kaupa menn í janúarglugganum, sbr Skrtl, Agger og Arbeloa sem nefndir eru í greininni. Ég held að þá sé lítil pressa fyrsta hálfa árið og menn geta þá komið sterkir inn í næsta undirbúningstímabil og hafið næsta tímabil af krafti, búnir að spila einhverja EPL leiki, kynnast liðinu, borginni, stuðningsmönnunum, stjóranum, æfingum og staffinu á Melwood o.s.frv.
En sammála greininni að öllu leiti, við þurfum enga leikmenn til viðbótar út þetta tímabil.
Eru ekki búið að kaupa einn leikmann… Victor Palsson…? Ég veit nú ekki hvort hann leysi umrædda stöðu á hægri kanti…
# 1 Ég vil alls ekki selja Sami. Varðandi Lahm (ef ég get mér til að þú sért að vísa í hann) þá skil ég ekki fyrir mitt leiti af hverju við ættum að reyna að fá hann. Persónulega finnst mér hann einn ofmetnasti leikmaðurinn í boltanum í dag. Algjörlega handónýtur varnarlega, en á góð tilþrif sóknarlega. Ég hef í rauninni aldrei skilið þetta hype í kringum hann, bara vegna þess að hann hefur skorað nokkur flott mörk.
# 2 Sammála því að það er oft gott upp á aðlögun að kaupa í janúar, en þekktir leikmenn eru dýrari en ella og það er ekki sjálfgefið að hitta á góða mola eins og þessa þrjá sem ég nefndi.
# 3 Ég var nú meira að vísa í kaup á mönnum inn í aðallið félagsins, ég held nú að Guðlaugur Victor Pálsson sé nú nokkrum sólkerfum frá því að vera að fara að setja mark sitt á aðallið Liverpool á þessu tímabili.
SSteinn þú ferð algörlega á kostum er sammála þér að öllu leiti. Við eigum náttúrulega besta hægri kantmanni í boltanum ; )
Selja Sami?! Er eitthvað slúður um að það verði gert? Það kemur bara ekki til greina að minni hálfu og mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að stoppa það 🙂 Maðurinn er legend, ennþá að spila fantavel fyrir aðalliðið og á skilið að fá sinn góðgerðarleik í sumar. Svo má vel íhuga að gefa honum 1 árs samning í framhaldinu og hafa hann til taks þegar/ef Agger og Skrtel meiðast.
Sammála Sigursteini, ekki breyta sigurliði. Kevin nokkur keagan brenndi sig illa á því um árið. En það er einn leikmaður sem ég hef verið mjög spenntur fyrir og það er Podolski. Ef rétt reynist að verðmiðinn á honum sé einungis um 8 millur, þá tel ég að þau kaup yrðu gríðalega góð. Mér finnst hann hafa sýnt og sannað að hann er toppleikmaður þegar hann spilar með Þýska landsliðinu. Vona hinsvegar heitt og innilega að Podolski verði ekki keyptur til keppinauta Liverpool, því ég er alveg viss um að hann á eftir blóstra í því liði…..
Ég væri til að ræna frá Bayern þessa dagana. Stela af þeim þremur leikmönnum sem eru Lahm, Podolski og Ribery. Tveir fyrrnefndu ættu að fara á skít og kanil miðað við gæði þeirra, líklegast saman á um 10 kúlur en Ribery kostar skildinginn, en er klárlega þess virði.
Selja Sami? ALDREI!
Hægri kantur er að mínu mati okkar veikasta staða og fyndist mér alveg réttlætanlegt að eitt stk. hægri kantmaður yrði keyptur nú í janúar, svona þar sem við erum á leið inn í alvöru titilbaráttu í vor!
Er sammála … vantar hægri kant , en allt annað er fínt. Samt að spá.. er nokkuð gagn að kaupa hægri kant því þá getur ekki allir hinir komið inná á miðjuna en ef við kaupum hægri kant þá verður það að vera nokkuð góður leikmaður.
Já nei nei ekki selja Sami þó vissulega sé það kannski ekki vitlaust viðskiptalega séð.
Lolli: Já, ég var einmitt að hugsa um daginn hvað það væri geggjað að fá Podolski og Riberry! OG MEZZI MERCI!
Væri alveg til í að sja Antonio Valencia á kantinum hjá okkur, myndi gefa okkur meiri fjölbreytni í sóknarleiknum en verðmiðinn á honum er líklega of hár.
veit einhver hvað er orðið um andfotbolti.net?
Nei, var það til ennþá? Allavega good riddance ef hún er horfin af yfirborðinu.
En er sammála #12 um að Valencia væri góður kostur ef hann væri fáanlegur á viðráðanlegum prís. Hann er samt enginn 10-15 milljón punda maður að mínum dómi.
Ég vil sjá Owen keyptan í janúar ég held að hann sé einmitt maðurinn sem okkur vantar til að klára titilinn, ef Torres meiðsist aftur eða Keane er ekki að finna sig þá er nú gott að eiga Owen. Ætti að vera falur á um 3 millur sem er ekki neitt.
Annars geymum við hin kaupin þangað til í sumar sem verða þá Young og Agbonlahor, og þá erum við komnir með frábæran hóp.
Af hverju í ósköpunum erum við að tala um sölu á Sami Hyypia? Hefur verið eitthvað í fréttum um það? Spyr sá sem ekki veit.
Ég hef ekki séð neitt, held að menn séu almennt bara að ræða hvern hægt væri að selja til að búa til pening fyrir hægri kantmanni, úr því að Pennant virðist ætla að fara á frjálsri sölu í sumar.
Persónulega myndi ég aldrei leyfa Sami að fara fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Hann er of mikilvægur til að sleppa honum núna, sérstaklega á meðan Skrtel er að ná sér af meiðslum og Agger hefur átt köflótt gengi með liðinu.
Allavega, Sami-umræðan fyllti mig innblæstri og það er komin ný færsla um hann á síðuna. 🙂
Sammála umræðunni hér. Ef við finnum fínan hægri kant á að taka hann, hvenær sem hann býðst.
Svo virðist vera dulítið sérstakt ástand í gangi, lið víðs vegar um heiminn vilja losna við dýra, og þá stundum góða, leikmenn vegna efnahagsástandsins. Því held ég að við eigum að skoða í kringum okkur. Ef t.d. okkur langar í leikmann frá West Ham væri þetta tíminn. Reyndar langar mig ekki í neinn, en lið eins og Valencia, Marseille, Werder Bremen og Porto eru í vandræðum þessa dagana.
En það á ekki að selja neinn sem er nálægt byrjunarliðinu. Það væri þvílík heimska!