Frá því á föstudaginn, að loknum blaðamannafundi Rafael Benitez þar sem hann fjallar um aðkomu Sir Alex Ferguson (mr. reyndar) hefur mikil umræða farið í gang um „mind games“ stríð og af einhverjum ástæðum virðast margir telja víst að Rafael tapi slíku stríði. Sérstaklega gegn hinum ofboðslega sálfræðing sem stjórnar liðinu á OT.
Mig langar aðeins að ræða þetta mál hér á síðunni.
Fyrir það fyrsta langar mig að tala niður áhrif rifrildis þjálfara í sjónvarpi inni á vellinum. Auðvitað skiptir það einhverju máli hvaða umræða er í gangi, en mér finnst hreint fráleitt að það sé eitthvað lykilatriði. Lykilatriðið verður alltaf hvernig liðið er mannað og svo hvernig því er stillt upp. Ytri aðstæður, þ.e. völlur, veður, dómari og andrúmsloft kemur svo þar á eftir. Ég skora á menn hér að rifja upp sinn eigin feril og muna hvað það var sem skipti máli þegar inn á völlinn var komið.
En ef við teljum að rifrildi stjóranna skipti máli í baráttunni sem framundan er hljótum við líka að heimta það að stjórnandi okkar liðs taki þátt í slíku rifrildi. Eða er það ekki?
Í tilviki föstudagsins var Rafael Benitez að bregðast við ummælum þar sem stjóri og leikmenn United töldu Liverpool koðna niður á næstu vikum og Chelsea væri stóri keppinauturinn um titilinn. Stjórinn okkar undirbjó sig með blaði, mest held ég til að taka saman það sem hann vildi að kæmi fram, auk þess sem hann hefur þurft að bera blaðið undir menn betri í ensku en hann. Að auki hefur komið fram að hann lagði þetta blað fyrir lykilmenn liðsins.
Svo að innihaldi blaðsins. Þar var kjarninn tvö atriði. Í fyrsta lagi umræða um sérmeðferð FA á framkomu stjóra United. Morguninn eftir kom yfirmaður dómaramála, Graham Poll, fram og sagði Benitez eingöngu vera að segja það sem allir dómarar væru að ræða um. Af einhverjum ástæðum hefur Poll bara verið sleginn út af borðinu! Yfirmaður dómaramála gagnrýnir sína yfirmenn og STYÐUR Benitez. Það semsagt skiptir ekki máli! Uhhhhh???
Hitt sem Benitez ræddi var væl Ferguson varðandi leikjaálag og niðurröðun í desember. Rafa bendir á jólaprógrammið og uppröðun mótsins. Nokkuð sem hann hefur oft rætt áður, óháð erkifjendum okkar. Við munum umræðuna um hádegisleikina eftir Evrópukeppnir frá í fyrra. Mér fannst Rafa komast vel frá þessum fundi, hann var yfirvegaður og margræddi að hann væri ekki að ræða „mind games“ heldur staðreyndir. Hann var yfirvegaður og brosmildur.
Fyrir hverja eru „mind games“. Til að átta okkur á því þurfum við að leita í þann hæfileikaríkasta í þeim leik sem er án vafa José Mourinho. Ég þoli þann mann alls ekki, en ef við ætlum að telja „mind games“ sem lykilatriði er ljóst að JM hefur hælana þar sem aðrir ná að tipla tánum.
En oft ýtti hann fast við mörgu. Talaði t.d. um það að Kop-stúkan væri ekkert frábrugðin öðrum, bara skipti engu máli. Hann fór ítrekað yfir dómaramál á Englandi og leikjauppröðunina sem hann taldi iðulega koma betur út fyrir United. Getum bara tekið nýlegt dæmi. Um leið og Mourinho sá CL dráttinn sagði hann: “I wanted United because I wanted to face the best.” Reyndar fylgdi það að hann taldi Vidic hafa sloppið vel frá rauða spjaldinu í Japan og Rooney væri á sérsamningi frá UEFA þegar hann slapp við bann fyrir að stíga á danskan leikmann.
Þremur dögum seinna var nýtt hljóð komið í strokkinn: “In my mind there is no question that Zlatan Ibrahimovic is a better player than Ronaldo“. Af einhverjum ástæðum hefur JM gaman af því að níðast á samlanda sínum, talaði einu sinnu um lélegt uppeldi og skort á gáfum þar á bæ.
Og Mourinho er sá eini sem hefur náð að æsa Rafa upp í rifrildi. Mest tengd CL leikjunum en líka í öllum leikjum þegar leið á þeirra keppni. Aðdáendur LFC voru náttúrulega oft skotspónn hans og þess vegna er hann hataður á Anfield. Ógleymanlegt móment þegar stúkan söng heilan hálfleik „bye, bye Mourinho“ í taktinum „Sancta Lucia“, í 2-0 sigurleik LFC.
Wenger og Ferguson hafa háð hildi lengi, en mér finnst þeirra „mind games“ snúast um að pikka í andstæðinginn og lítillækka hann. Það er svo andstæðingsins að bregðast við því. Þetta eina sögulega móment sem Keegan lenti í ´95 ágætt dæmi. Ekki það að ég held að það hafi verið tvær ástæður fyrir því að Newcastle urðu ekki meistarar þá. Heimsklassa stjörnuleikur Peter Schmeichel í 1-0 sigri Manchester á St.´James Park og ömurlegur varnarleikur Newcastle United í lok tímabilsins, sem best sást í 4-3 sigri LFC á Anfield þar sem Stan Collymore setti sigurmark í mögnuðum leik.
Ekki viðtalið við Keegan. Enda var Keegan nú ekki verri en það að hann tók við enska landsliðinu stuttu seinna…
Mourinho var að gera allt annað. Hann var að þessu til að sameina kraftana í sínu liði. Eiður Smári hefur líst því oft hvernig karlinn byggði upp þá ímynd að allir hötuðu Chelsea, og þeir yrðu að standa saman í einu og öllu. Á meðan karlinn kom á hvern blaðamannafundinn af öðrum og sópaði til sín athyglinni fengu leikmennirnir frið.
Hversu oft kom hann á blaðamannafundi eftir 1-0 heppnissigra og sagði „I was proud of my team“. Hundleiðinlegur fótbolti? „I don‘t think it is boring to win“. Á meðan að enska pressan hamaðist að grafa upp atriði til að finna á karlinn, meira að segja um hundinn hans, gekk auðvitað ýmislegt á í kringum liðið. En það hvarf eins og hjóm í samanburði við „Motormouth“.
Það er að mínu mati eina ástæðan til að taka þátt í svona „mind games“. Þ.e. ef að það styrkir heildarsvip liðsins þíns. Ef að Rafa telur það nú tímabært að þjappa hópnum saman má rökstyðja það að hann ætli að leita í smiðju JM. Eftir Stokeleikinn lýsti hann því yfirvegað og brosandi að kannski væri ástæða þess að United menn tjáðu sig um okkur: „maybe they‘re just scared“. Í dag heyrast svo fréttir af því að honum finnist einkennilegt að David Gill hjá United sé innanbúðarmaður í FA. Segið mér eitt, hvað hafiði heyrt um Gerrardmálið? Hvaða viðbrögð vakna ef að FA, með Gill innanborðs, dæma Rafa í bann? Hvað verður þá um Graham Poll sem samsinnti Rafa?
Ég allavega segi enn og aftur að það er ástæðulaust fyrir okkur að hlusta á bresku pressuna með það að við séum búnir að tapa titlinum. Ekki það að sú umræða er ágæt fyrir okkur, ég er handviss að það hjálpar til við að peppa SG, JC, FT og félaga upp! Eins og ávallt þegar útlendingur fer af stað gegn Breta (spurjið Gauja og rifjið upp Mourinho þegar hann fór) bakka þeir nú Ferguson upp og athyglin liggur á Benitez. Ekki liðinu okkar eða einstaklingunum.
Alex Ferguson á virðingu skilið fyrir uppbyggingu United. En hann er vælukjói á stundum og hrokafullur dóni á köflum. Það er ekki nein ástæða að hræðast hann, enda hættir hann fljótlega karlanginn. Við megum ekki skjálfa í hnjánum eins og smástelpur þegar okkar maður er að bregðast við ummælum eins og þeim sem heyrðust í síðustu viku. „Liverpool are just talk“. Viljum við bara sitja undir því???
Ekki ég, og útkoma mótsins ræðst ekki af þessu. Hún mun ráðast af leikmönnunum og taktíkinni. Ég ætla að halda áfram að vera bjartsýnn, þrátt fyrir dapra helgi.
Uppfært
Sáttur við þennan blaðamann hér sem er að miklu leyti sammála pistlinum mínum.
Guillem Balague fjallar um málið hér http://www.guillembalague.com/blog_desp.php?titulo=Alex%20Ferguson?%20Rafa%20Benitez%20knows%20what%20he%20is%20doing…&id=184 og það er eitthvað sem allir þyrftu að lesa.
Maggi, þetta er svo satt hjá þér og rétt, eins og talað frá mínu hjarta, tilfinningin er akkúrat ÞETTA. Og blaðamaðurinn, ójá einmitt, hann og meira að segja fleiri segja sömu söguna, ekki bara núna í dag heldur hafa þeir löngum verið að tala um sömu mál og HERRA BENITEZ.
AVANTI LIVERPOOL – R A F A – WWW. KOP.IS … OG MAGGI
Með fullri virðingu fyrir pistlahöfundi á þessari síðu, sem og öðrum atvinnupennum sem sjá sér fært um að skrifa um þetta “sálfræðistríð” sem í gangi er núna, þá hef ég lausnina. Ef Rafael Benitez myndi bara halda kjafti og einbeita sér að því að stjórna sínu liði og hætta þessu helvítis fokkíng fokki, þá yrði allt í lagi. Á blaðamannafundum eru menn að reyna að æsa hann í að svara fyrir hvað Ferguson segir og þá bara á hann að segja: “Who?” og halda áfram með sinn helvítis fokkíng fokk blaðamannafund sem er jú um Liverpool-liðið! Andskoti er ég orðinn pirraður á þessari djöfulsins steypu frá manninum!
HERRA BENITEZ HERRA BENITEZ HERRA BENITEZ HERRA BENITEZ HERRA BENITEZ HERRA BENITEZ HERRA BENITEZ HERRA BENITEZ HERRA BENITEZ HERRA BENITEZ HERRA BENITEZ
… ÆTTI ÞAÐ AÐ VERA Hr. eikifr
alger óþarfi hjá þér að vera með eitthvað he***** orða flandur um besta stjórann sem VIÐ höfum verið með í langannnnnnnn tíma
AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://WWW. KOP.IS … OG MAGGI
Rosalega hlakka ég til þegar “helvítis fokking fokk” frasinn dettur úr tísku
AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://WWW. KOP.IS … OG MAGGI
Rafa er maðurinn nanana, Rafa er maðurinn Nananananana!!!!!!! Hversu mikkil fagmaður þarftu að vera til að vera Rafa og til að vera snillingurinn Rafa!!!!!!
Sælir félagar
Í sjálfu sér er mér sama þó Benitez sé að hakka svolítið á Traktornum. Hitt er svo annað að í síðasta leik vantaði að minnsta kosti annað eistað í punginn á Rafa. Því miður.
Því get ég verið sammála því að hann ætti að leggja höfuðáherslu á sinn hlut í stjórnun og upstillingu liðsins ásamt með að pæla aðeins í innáskiptingum sínum.
Þegar hann er kominn með þá hluti á hreint má hann eyða eins miklum tíma og hann vill fyrir mér í að ergja Traktorinn á Gamla torfinu. 😉
Það er nú þannig.
YNWA
Það er bara leiðinlegt að Benitez hafi ekki getað bakkað upp skotin sín með því að vinna Stoke 0-3 t.d. Hann lítur bara kjánalega út í dag eftir þessa helgi, því miður. Man Utd voru hrikalega flottir í gær. Tóku Chelski og snýttu þeim. Stefnir í hart og jafnt einvígi hjá Liv og Utd ég er harður á því. Okkar menn hljóta að hafa fengið orð í eyra frá háttvirtum Benitez eftir leikinn í gær, ég trúi ekki öðru. 3 stig á mánudaginn á móti Everton er krafa, annars er tímabilið farið í súginn.
Flottur póstur Maggi og ég er að mestu eða öllu leiti sammála þínum pælingum.
Fergie er stórlega ofmetinn í þessum svokölluðu mind games og síður en svo sá eini sem hefur rifist og skammast opinberlega í fjölmiðlum. Wenger opnar varla munninn án þess að vera röfla yfir einhverju eða einhverjum og Mourinho var jú svo sannarlega The Special one.
Ég skil reyndar alls ekki herfræðina á bak við það að afla sér óvinsælda fyrir hroka og leiðinlega knattspyrnu en það, ásamt botnlausum fjármunum rússnesks auðjöfurs virtust virka fyrir hann.
Benitez lítur kannski ekki of vel út eftir helgina, Liverpool hikstaði á nokkuð erfiðum útivelli á meðan United rúllaði Chelsea upp og “vann” þessa helgi. Hvorugt held ég að megi rekja til orðaskast milli Rafa og Fergie.
Það er mikið í lagi að svara gamla kallinum af og til, en ekki gera það að þráhyggju, núna ætti Benitez að brosa út í annað þegar spurt er út í Ferguson og helst hlæja af honum.
árangur á vellinum er eitt og þessi viðtöl eru annað, þetta þarf ekkert að haldast í hendur, þú vinnur enga titla með kjaftinum.
A.F. er heldur ekkert ósnertanlegur hvað varðar þessa hugarleiki milli hans og annarra. það sem R.B. sagði í þessu viðtali voru einungis staðreyndir, yfirmaður dómaramála FA kemur síðan fram og bakkar þetta upp, en enginn virðist vilja taka eftir því, fyrir mér færðu ekki betra backup en það.
en eins og ég segi, þá skulum við ekki pæla of mikið í þessu, menn vinna titla inn á vellinum, ekki fyrir utan hann.
Sælir,
vildi bara benda á eina oggu ponsu staðreyndavillu. Graham Poll er ekki yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni, það er Keith nokkur Hackett. Graham Poll er líklega þekktastur fyrir það í seinni tíð að hafa gefið þrjú gul spjöld í einum og sama leiknum.
Halda menn í alvöru að David Gill hafi eitthvað með þetta að gera, Brian Barwick, sem er einmitt yfirmaður FA, er LFC aðdáandi; yfirlýstur. Stjórnarformaður FA er Tottenham aðdáandi og Phil Gartside stjórnarformaður Bolton situr líka í stjórn þess auk annara, 11 að tölu ef mig misminnir ekki. Eru þessi lið semsagt með samsæri til að vernda United? Og Gill, eða nokkur annar frá United komst fyrst í stjórn 2006 eftir að David nokkur Dein frá Arsenal hafði sitið þar síðan 1986. Ég held að menn ættu aðeins að draga andann í skrifunum þó margt sé mjög vel tiltekið með JM t.d.
13
Held reyndar að Brian Barwick sé hættur.
Ferguson hefur alveg efni á því að vera með kjaft, maðurinn er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna (oft). Benitez hinsvegar er ekki búinn að þvi. Ég ætla að vona að Benitez fari að hætta þessu kjaftæði og fari að einbeita sér að hafa liðið okkar í standi á leikdegi.
Sá þessa grein í morgun í Liverpool Echo og finnst hún nokkuð áreiðanlegri en sú sem birtist um daginn http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news//tm_headline=graham-poll-takes-ferguson-s-side-in-refereeing-row%26method=full%26objectid=22680397%26siteid=50061-name_page.html
Þarna er Graham Poll að tjá sig um orð RB í garð AF
Þetta er flott hjá Rafa, um að gera að láta sörinn heyra það. Menn vilja meina að hann eigi ekki séns í þessum slag, og það getur vel passað.
En það er nú einu sinni þannig að ef þú vilt slást við svín, þá verður þú að velta þér í leðjunni. Vandamálið er bara að svíninu líkar drullan vel.
Barwick hætti í desember 2008 þannig að það er nýtilskeð.
Góður punktur Maggi með að Rafa tókst að beina athygli frá Gerrard málinu. Ef LFC fær ekki 6 stig úr næstu tveim leikjum þá myndi ég segja að orrahríð Rafa hafi að þessu sinni verið vindhögg – bættu allavega tvímælalaust ekki úr skák.
En ég er ekki sammála þér að svona orðahríð hafi ekki áhrif á leikmenn. Það hefur komið í ljós aftur og aftur að ummæli þjálfara geta haft áhrif á leikmenn, leikmenn vitna oft til opinberrar umræðu í viðtölum. Síðan skal nefna Alan Hansen (fyrrum leiðtoga LFC), Alan Shearer, og Gary Lineker – ég sá þátt með þeim á BBC í vikunni þar sem þeir sögðu orð Rafa setja þrýsting á leikmenn, því þeir þyrftu að fylgja ræðu Rafa eftir með árangri í næsta leik.
Það er vissulega eitthvað til í að erlendir þjálfarar geta frekar fengið á sig gagnrýni, en held að það sé nánast ósjálfrátt þegar menn eru ekki fullfærir í tungumálinu, hlutirnir geta komið hálf kjánalega út. Tungumálakunnátta á ekki að skipta máli en hún gerir það lúmskt.
Þegar þjálfari tjáir sig öðruvísi en þetta venjulega bla bla, þá þarf tilgangurinn að vera alveg klár: (1) setja þrýsting á mótherja og/eða setja hann úr jafnvægi (þ.m.t. mótþjálfara), (2) skýla eigin liði með því að draga athygli frá því, (3) efla sjálfstraust eigin liðs/leikmanns með því að undirstrika getu hans, (4) fá vorkunn dómara – svo má eflaust finna flóknari fléttur. Og þetta má ekki setja meiri þrýsting á eigin lið eða draga úr sjálfstrausti.
Mér finnst sem Rafa hafi með sinni ræðu dregið athygli frá Gerrard sem er gott. En setti líklega í leiðinni þrýsting á eigin leikmenn. Hugsanlega tókst Rafa einnig að gera manu tortryggilega í augum dómara.
Var hann ekki bara að koma með staðreyndir sem eihverjum hefur tekist að túlka sem sálfræðihernaður,staðreyndir sem Graham Poll sjálfur tekur undir?sé ekki sálfræðina í þessu hjá honum..Kannski united menn séu orðnir svona sálfræðilega heftir að allt er túlkað sem sálfræði hjá þeim….
Sælir bolir og félagar….
Benitez á að taka þátt í þessu að sjálfsögðu en því miður verður hann að kunna sín takmörk.
Ferguson og Mourinho hafa ákveðna virðingu og þeirra persónuleiki er allt annar en Benitez, dæmi um að þeir myndu aldrei mæta með blað og lesa af því á blaðamannafundi….það er ekki mikil sannfæring í því.
Hann á að einbeita sér að sínu liði því hann er ekki þessi persónleiki sem getur rifið kjaft og haldið andlitinu…bara er ekki þessi týpa.
Sannfæringakraftur hans er ekki sá sami og Mourinho og Ferguson.
Ég sá á manu-tv blaðamannafund í beinni hjá Ferguson og sjálfstrausið og reynslan sem skín af honum er svakaleg.
Það verður erfitt að vinna hann…því miður. Arsenal var að spila mun betur en við í fyrra og meira sannfærandi en samt vann Fergie:…
En vonum það besta og fínasti pistill Maggi.
Motormouth og virðing í sömu setningu, einhvern veginn passar það bara engan veginn.
Já ég var algjörlega orðlaus þegar ég sá þetta. 🙂
Einnig fæ ég æluna upp í kok þegar einhver segir að Rafa eigi að einbeita sér að sínu liði. Margir leikmenn hafa einmitt lýst því að hann hugsi ekki um annað en fótbolta og.. já, fann tvö quote í fljótu bragði:
Carragher: People say I’m obsessed by football, but he (Benítez) is unbelievable. It’s just football, football, football.
Torres: I must admit there are days when you would like to relax a bit, but he is very a methodical coach who lives and breathes football twenty four hours a day. He is always talking about football. It seems like every conversation with him ends with football. He is methodical in his approach and notices details that as players we might not even be aware of. They are such minute things that we do not immediately draw a connection between them and the level of our play but Rafa is able to do so.
Svo má ekki gleyma því hvernig Rafa tók í það að vera bent á að einbeita sér að því að þjálfa liðið:
“As always I am focused on training and coaching my team”
Svo talarðu um að rífa kjaft og halda andliti, hvenær reif Benitez kjaft? Það sem situr í mínu minni þegar hann hefur verið að gagnrýna eitthvað eru kaldhæðin skot með húmor og hefur þá haldið andlitinu kyrfilega á framhlið höfuðsins. Í sambandi við blaðið:
“As I have said many times, I’ve come here to win trophies, not to learn English.”
Hann á víst einnig að hafa lýst því yfir eftir hálft tímabil með Valencia að þeir myndu vinna titilinn, einnig þarna um árið gegn Chelsea í CL þegar hann sagði að Mourinho myndi tapa.. þetta tvennt minnir mig að hafi gengið upp. Sagði hann ekki líka um daginn að Liverpool ætti 80% möguleika á titlinum ef þeir væru efstir eftir jólin, held hann sé ekki í neinum vafa um eigið ágæti eða skorti sjálfstraust.