Liverpool – Everton 1-1

HELVÍTIS FOKKING FOKK!

Ok ég ætla að byrja að koma með yfirlýsingu, þetta var sanngjarnt jafntefli því við áttum ekkert meira skilið út úr þessum leik! (púff þá er það komið)

Maggi segir að þetta byrjunarlið sé það sterkasta hingað til…

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypia – Aurelio

Alonso – Gerrard
Kuyt – Keane – Riera

Torres

Bekkur: Cavalieri, Dossena, Arbeloa, Mascherano, Babel, Lucas, Benayoun.

… og líklega er það að einhverju leiti rétt en málið virðist ofur einfaldlega vera þannig að við getum EKKI spilað 4-4-2 leikkerfið og allra síst með Carragher sem bakvörð og Kuyt sem hægri kant. Keane er algjörlega týndur í þessu liði sem og að við dælum tuðrunni endalaust inní teiginn þar sem Torres er einn að berjast við miðverði Everton, getur ekki gengið upp. Minnir óþæginlega mikið á óvissu lögmálið hans Egil Drillo þegar hann var með norska landsliðið og Jostein Flo var að gera gott mót! (þeir sem muna ekki eftir því skulu þakka fyrir það).

Jæja þeir sem hafa áhuga að lesa ítarlega um gang leiksins vísa ég á heimasíðu BBC Sport en í stuttu máli var þetta svona:

Fyrri hálfleikur:
Torres átti dauðafæri og skaut í stöng (hefði einnig getað gefið á Keane) sem og hann átti að fá víti. Kuyt átti einnig fínt færi sem og Riera átti hörkuskot framhjá. Cahill átti dúndur skalla sem Reina varði (a la Gordon Banks) og síðan átti Leon Osman (minnir mig) dúndur skot sem Reina varði einnig vel.

Seinni hálfleikur:
Hyypia fékk óvænt gott færi en skaut framhjá. Leon Osman átti gott færi sem Reina en og aftur varði vel. Gerrard skoraði úr flottu langskoti (sem Reina hefði varið) 1-0 og ég var að vonast til að við myndum kreista sigur í þessum leik. En Everton gafst aldrei upp og sýndi dugnað með að jafna með góðum marki eftir aukaspyrnu, 1-1. Tim Cahill hvarf frá dekkningu Skrtel og skoraði á nær stöng með skalla. Já og ég get nú ekki sleppt því að minnast á gjörsamlega klórulaust brot Yossi sem gaf þessa aukaspyrnu sem markið kom uppúr… andskotans helvítis…

Liverpool liðið var langt frá því að vera sannfærandi á heimavelli í kvöld og ég var alltaf skíthræddur við að Everton myndi smygla marki inn. Þeir sýndu mikla baráttu og uppskáru samkvæmt því á meðan Liverpool liðið virkaði ósannfærandi bæði varnar- og sóknarlega. Skrtel átti hörmulegan dag, Carragher er ekki hægri bakvörður, Gerrard týndist oft í leiknum á miðjunni og áttum við allan leikinn í erfiðleikum með miðjuna. Alonso sýndi þokkaleg tilþrif inná milli en hefur oftast verið betri og Riera fékk sjaldan boltann á kantinum. Kuyt er ekki hægri kantari og allra síst þegar hann er með Carragher í bakverðinum og í 4-4-2 leikkerfinu. Keane er heillum horfinn og er ég hættur að vorkenna honum því það er varla hægt lengur, hvað er í gangi? Torres barðist og átti fína spretti en hann einn getur ekki sólað 4-5 varnarmenn og skorað.

Það sem eftir stendur er þetta:
* Við getum ekki spilað 4-4-2 leikkerfið.
* Keane er ekki að finna sig í Liverpool.
* Gerrard er framliggjandi miðjumaður, ekki miðjumaður í 4-4-2.
* Carragher er ekki bakvörður.
* Kuyt er ekki hægri kantmaður í 4-4-2.
* Benitez verður vera hugrakkari og skipta fyrr um leikmenn eða leikkerfi.

Minn maður leiksins var klárlega Reina því hann steig varla feilspor í þessum leik og sýndi oft á tíðum hvers vegna hann er einn besti markvörður heims í dag.

Ég vil benda á einfalda staðreynd í ljósi þess að Rafa gerði slíkt hið sama ekki alls fyrir löngu:
Á Anfield:
0-0 jafntefli við Stoke.
0-0 jafntefli við Fulham.
0-0 jafntefli við West Ham.
2-2 jafntefli við Hull City.
1-1 jafntefli við Everton.
Sem þýðir 10 glötuð stig á heimavelli!

Þetta er ástæðan að við getum ekki ætlast til að við verðum meistara í vor!

88 Comments

  1. Þvílíkur aumingjaskapur enn og aftur!?
    Þarf að róa mig aðeins niður áður en ég get skrifað eitthvað um þennan leik en hey kommon, Bena fokking youn!?

  2. Sælir félagar, langt síðan síðast.

    Ég vildi bara þakka Rafael fyrir “I’m not talking about mind games, I’m talking about the faccccttttssss” ræðuna. Svo sannarlega að virka og greinilega hann er að slátra Sir Alex í þessu sálfræðistríði.

  3. Sá leikinn. Er í þunglyndi. Gerrard maður leiksins af hálfu Liverpool. Evertoon áttu fyllilega skilið jafnteflið. Við erum ennþá í toppbaráttunni. Vonandi tekst okkar mönnum að halda sér þar. Er ekki bjartsýnn þessa stundina. Það er tonn af hæfileikum í þessu liði. En einhvernveginn er sóknarleikurinn ekki að gera sig hjá okkur. Ég skrifa það á Benites.

    En fæst orð hafa minnsta ábyrgð…. 🙁

  4. Mana menn til að skoða dekkninguna hjá skrtel í jöfnunarmarkinu, maðurinn var skelfilegur í dag.

  5. Segi það enn og aftur.
    Leikir tapast og vinnast inni á vellinum og ástæðulaust að láta eins og blaðamannafundir skili stigum. Þá hefði Mourinho örugglega unnið alla leiki frá því hann byrjaði að þjálfa.
    En þjálfarateymið þarf að svara hverjir Chokuðu. Ef það voru þeir með því að draga liðið aftar á völlinn eiga þeir að læra af mistökunum. Ef það voru leikmennirnir sem drógu sig aftar erum við í verri málum en ég hélt.
    En þetta er ekki búið. Alls ekki.
    Hins vegar voru skiptingarnar bull og ég held að það sé tímabært að fá pening fyrir Robbie Keane. Hann nýtur ekki trausts og um leið og hann sér varamann hita upp er hann meira að horfa á bekkinn en á leikinn.
    En tvennt í viðbót svo ætla ég að sofa úr mér pirringinn. Við áttum að fá víti og Fernando Torres átti að gera betur einn í gegn í fyrri hálfleik. Ég tel að hann hefði átt að senda á Keane fyrir opnu marki, því hann vissi allan tímann af Robbie. Ef ekki á svo reyndur framherji að setja svona bolta í fjærhorn, því markmaðurinn lokar á nær.
    Ekki það að það hefði endilega skilað sigri, við chokuðum í kvöld og verðum að læra af því. Hefur ekki gerst síðan gegn Tottenham og þá girtu menn sig í brók….
    You’ll never walk alone!

  6. Lucas var ekki búinn að vera lengi inná þegar hann braut af sér á miðri miðjunni sem var upphafið af þessu marki frá Everton. Ég sé ekki nokkurn skapaðan hlut við þennan leikmann… Þetta voru verstu innáskiptingar í sögu félagsins.
    Takk fyrir.

  7. Málið er bara að við verðum að koma okkur út úr þessari toppbaráttu og fara að fókusera á þriðja sætið 😀 Svo að maður geti hætt að svekkja sig svona á þessu helv……
    Man ekki eftir að hafa verið svona svekktur út í liðið mitt síðan ég byrjaði að fylgjast með því fyrir löngu, löngu síðan þrátt fyrir að árangurinn núna í deildinni sé betri en oft áður….nú jæja.
    Selja Pennant, Benayoun, Mashcerano(algjörlega heillum horfinn) Kuyt og Babel og kaupa eitthvað sniðugt í staðinn.
    YNWA

  8. “You have to think about whether we would have wanted to be in this position if you asked back in August – I can guarantee that 100 per cent of the fans would have said yes.”

    Rafa Benítez eftir leikinn í kvöld. Eftir 22 umferðir erum við með sex stiga forskot á Arsenal, tveggja stiga forskot á Chelsea (og búnir með bæði þessi lið á útivelli) og jafnir United sem þó eiga inni leik og eru með betri markatölu. Við höfum tapað fæstum leikjum allra liða í deildinni, aðeins einum.

    Ég er alveg jafn pirraður yfir því að hafa gloprað þessu niður í kvöld og aðrir en það er í besta falli kjánalegt að lesa pirringinn í mönnum hérna inni eftir þennan leik. Ég veit þið eruð pirraðir en það er ekki afsökun fyrir að uppnefna menn eða heimta höfuð á fati … þegar liðið er í fyrstu alvöru titilbaráttu sinni í tæpa tvo áratugi.

    Kannski er góð hugmynd að loka á ummæli í sólarhring eftir jafnteflis- og tapleiki á þessari síðu. Það myndi held ég alveg örugglega auka gæði ummæla hérna inni ef menn yrðu neyddir til að sofa úr sér pirringinn áður en þeir kæmu hér inn að ræða hlutina.

  9. Það er ótrúlega magnað hversu mikla aðdáun menn hafa á hæfileikum Alex Ferguson. Komment Rafa voru eingöngu líkleg til þess að hafa áhrif á dómara á heimaleikjum United það sem eftir lifi tímabils.

    Það að halda að Alex hafi á einhvern stórkostlegan (og sennilega yfirnáttúrulegan) hátt gert Benitez að taugahrúgu og olli kommentunum, sem svo gerði það að verkum að liðið byrjar að gera jafntefli, er ansi langt gengið í trúgirni.

    Fáránlegt brot hjá Yossi, enn ömurlegri dekkning í aukaspyrnunni. Ég fékk í magann þegar ég sá aukaspyrnuna og var svona 90% sannfærður um að hún myndi fara inn. Það var grátlegt að tapa þessu niður.

    Og fyrir þá, sem kvarta yfir skiptingunum þá má benda á að staðan var 0-0 þegar að fyrsta skiptingin var gerð.

    Já, og hversu lélegur hefur Skrtel verið í þessum leikjum eftir meiðslin? Þetta er ekki sami leikmaður og við sáum í haust.

  10. Já, þetta var grautfúlt. Af hverju eru menn ekkert að fylgjast með Tim Cahill í svona stöðu? Hann er alltaf líkegur til að setj´ann. Töp eru ekki að fella Liverpool þetta tímabilið. Það eru jafnteflin á heimavelli. Þetta er bara of mikið af því góða.

  11. Sælir
    Liðið átti því miður bara ekki meira inni…Byrjunarliðið var mjög sterkt og ekkert við því að kvarta…en því miður þá var bara ekki 1 leikmaður í Liverpool að spila á sinni getu í kvöld.. ekki 1… og fannst mér Torres og Keane ekki vera virka vel, en ég verð að segja að dómari kvöldsins var 12 leikmaður Everton.. klárlega víti þegar evertonmaðurinn keyrir í bakið á Torres beint fyrir framan dómarann, svo er hann að leyfa Everton mönnum að brjóta en dæmir síðan um leið á sama atvik þegar Liverpoolleikmaður gerði sama hlut… og ég verð að setja spurningarmerki við aukaspyrnuna sem þeir fengu þegar þeir jafna.. youssi gerði svakalega lítið til þess að fá þetta dæmt á sig… En við vinnum ekki leiki meðan við erum ekki að klára færin okkar og bjóða síðan Cahill svona skallafæri með ENGANN varnarmann á sér.. nota bene, ENGANN.. og við vinnum ekki þessa deild með þjálfara sem þorir ekki að taka sjénsa og klára leikinn..taka 2 sóknarmennina þína útaf og setja youssi og Lucas inná!!!! halló, þessir 2 menn myndi aldrei komast í hóp í hinum liðunum sem sitja í 1-6 sæti í þessari deild…

  12. Stb, ertu búinn að vera á eyðieyju í tvo mánuði – eða kommentarðu bara þegar við erum ekki í efsta sætinu?

    Ég skil ekki Liverpool aðdáendur, sem virðast koma hingað inn eingöngu þegar að illa gengur og nánast hlakkar í yfir því þegar hlutirnir ganga illa.

  13. Sælir félagar.
    Takk fyrir leikskýrsluna, en ég gat ekki horft á leikinn. Ég segi bara, hvað hefur Benni Jón sagt það oft. RB kann ekki að spila sóknarleik. Sjá muninn á framferði leikmanna MU á vellinum og svo okkar leikmanna. Ég sá ekki þennan leik en ég er búinn að sjá alla leiki okkar manna og marga hjá MU. Munurinn á sóknarþunga og færslu liðsins frammávið hjá MU og svo okkar er skelfilegur. Munurinn á getu einstaklinga heilt yfir er risavaxinn. Þar er nánast heimsklassa leikmaður í hverri stöðu en hjá okkur eru þeir – hvað, 4 til 5 í það heila.
    Munurinn á liðunum er alltaf að koma betur og betur í ljós. Kaup RB eru mörg hver fyrir neðan allar hellur og flest í besta falli sæmileg. Einstaka kaup eru góð. Við vinnum aldrei titil með þessu liði og stjórnanda þess. Helvíti bara.
    Það er nú þannig.

  14. en EF við hefðum unnið leikinn þá hefðu þessar skiptingar verið svo brilliant að það hálfa væri nóg…. Ég er ekki að reyna að verja eitt né neitt en ég efast stórlega um að Benitez hafi haft það að hugarfari að skipta inná til að láta liðið spila illa, vona að Benayoun spili illa eða Lucas sem átti stórleik um daginn en það er víst fljótt að gleymast…. en þær hefðu samt sem áður mátt koma fyrr ég er ekki að segja það…. en shit happens, lítið að gera núna í þessu….

    Áfram LFC

  15. Ætla að leyfa mér að vera ósammála meistara og nafna Magnúsi Agnari um að liðið hafi ekki verið að finna sig í leiknum sem og því að vera ósáttur með Gerrard.
    Fannst liðið vera að gera gott mót gegn hörkuseigu Evertonliði fram að því að við komumst yfir og Gerrard þar að spila manna best, var í kringum nær allt það sem við vorum að gera og markið hans frábært! Minn maður leiksins.
    En ég er sammála því að það er ekki að ganga að hafa Carra í bakverðinum lengur, Skrtel var í skelfingunni í kvöld karlanginn og það verður gott að fá Arbeloa inn fyrir sunnudaginn.
    Og það er örugglega ekki versta hugmynd sem meistari KAR hefur fengið að loka á ummæli eftir svona leik!!!!
    Höldum okkur á jörðinni og áfram að trúa!
    Svo varðandi hann Kuyt karlinn skulum við ekki gleyma því að hann var búinn að loka verulega á Leighton Baines í leiknum og þegar Yossi kom inná breyttist það allverulega. Sem svo skilaði marki.
    Og ég er auðvitað sammála því að við höfum tapað of mörgum stigum heima í vetur, en svo er ég glaður að sjá að Rafa hefur vaðið inn í klefa og rifið menn upp á rassgatinu. Ekki erum við aðdáendurnir að gera það þessa dagana, og blöðunum líður vel að rakka liðið niður.

  16. 14

    Hjartanlega sammála, meistari Einar Örn, svo hjartanlega sammála.
    Er nákvæmlega það sem ég á við í endanum á pistlinum mínum, við erum að sjá ansi stóran hluta missa sig í bullið af okkur aðdáendunum og ég var sérlega ósáttur að sjá að það virtist vera eins á Anfield. Hef ekki oft séð fólk streyma af vellinum í 1-1 stöðu, HVAÐ ÞÁ GEGN EVERTON!

  17. Benitez gerði í buxurnar í kvöld. Þvílíkar skiptingar. Riera var búinn á því í fyrri hálfleik en er skipt útaf á 89. mín og svo skil ég ekki þessa dýrkun á draslinu frá ísrael.

  18. Liverpool eru massívir. Eitt eiga þeir samt eftir að tileinka sér. Eitthvað sem nánast öll meistaralið eiga sameiginlegt.

    Go for the kill.

  19. Þetta var ódýrt en verðskuldað mark í lokin. Svona er boltinn.

    Mér finnst þessar skiptingar hjá Rafa alveg réttlætanlegar. Ég reyndar þurfti að hætta að horfa á leikinn rétt eftir að Benayoun kom inná, þannig ég tjái mig bara um þá skiptingu. Keane hafði ekkert erindi inná vellinum og Benayoun hefur verið að skapa eitt til tvö færi í leik þegar hann fær tækifæri. Liðið var að mínu mati líklegra til að skora með Benayoun inná heldur en Keane. Og varnarlega alveg jafn sterkt, eða veikt. Og þó svo Yossi hafi gefið þessa aukaspyrnu í lokin þá er markið ekki honum að kenna heldur slakri varnarvinnu liðsins.

    Okkur vantar bara ennþá sterkari leikmenn til að halda í toppliðin út heilt tímabil, Rafa er á réttri leið með þetta…

  20. Hvað eru menn alltaf að pönkast á Carra ? Hann er ekki slæmur bakvörður, og ég spyr er eitthvað meira í gangi þarna til vinstri. Þegar menn hafa Kuyt fyrir framan sig og eru ekkert að fara allt of mikið fram þá kemur ekkert sóknarlega út úr mönnum. Ef Carra ætti að fara framar þá færi hann, en þetta er greinilega þjálfarinn með sína speki þarna á ferð. Carra er yfirburða leikmaður í liðinu. Fer í hvaða stöðu sem er og skilar sinu. Gaman að sjá aðra gera það. Og þó svo að fyrirliðin skori, þá á hann marga hörmulega leiki. Ég væri til í að fá hann með leik upp á 7 í öllum leikjum í staðinn fyrir að dettur í 10 leik niður í 4 þegar hann fer í þunglyndi inn á miðjunni. Kuyt ætti bara að vera bakvörður, staða sem hentar honum hvað best fyrst að stjórinn vill hafa hann alltaf. Maður er orðin svo þreyttur á þessu. Og alltaf að finna leikmenn sem skila ekki hinu og þessu. Hvernig væri bara að skipta um stjóra. Gæjinn er að tapa stigum eftir að hafa fengið tíma og peninga eins og hann gerði í byrjun. Þetta er orðið gott !

  21. Einar.
    Ég veit svosem ekki hvort ég kommenti bara þegar illa gengur, hef ekki tölfræðina yfir það. En mér finnst ég frekar þurfa að tjá mig þegar illa gengur , þegar vel gengur tjái ég mig bara við Man U vini mína en þegar illa gengur finn ég huggun mína oft hér.
    En mér finnst bara ekkert illa ganga þrátt fyrir allt. Vissulega hafa heimaleikirnir ekki verið að falla fyrir okkur, en vissulega þá finnst mér okkur oft skorta kjark, áræðni, hugmyndaflug gegn “minni”spámönnum á heimavelli. Eins hef ég það á tilfinningunni að við sækjum oft fyrst af alvöru á síðustu mínútunum, en það er bara ég.
    En varðandi leikinn í dag þá er ég frekar ósáttur þar sem Everton áttu óþægilega mikið í honum og Lucas er bara leikmaður sem ég er ekki búinn að átti mig á. Hann brýtur of mikið af sér á miðjunni og flest eru það alger óþarfabrot en ekki taktísk brot til að stoppa leik eða að hægja á andstæðingum, svona eins og Hamann var snillingur í. Og Skrtel eins hrifinn ég er af honum þá var hann bara ekki að eiga sinn besta dag.

  22. Maður leiksins .. Howard Webb fyrir að dæma tvær vítaspyrnur fyrir Liverpool! .. Nei alveg rétt, hann gerði það EKKI.. hvenær, hvenær, hveeeeenær fara þessir PÍNUlitlu hlutir að falla í okkar hag ? Hvað eigum við að hafa fengið margar vítaspyrnur á þessu tímabili, ég tárast bara yfir þessu öllu.. Glatað og ekkert annað 🙂

  23. Við erum með betri árangur en Chelsea, Betri árangur en Arsenal, jafn mörg stig og manutd. Búnir að vinna manutd og chelsea, gera jafntefli á emirates. En samt á að reka þennan ömurlega stjóra og fá í staðinn (setja inn nafn á einhverju drauma nafni hérna sem er langt frá því að tryggja okkur eitthvað). Auðvitað eru þessi jafntefli óþolandi. Þetta var lang versta jafnteflið af þeim sem við höfum gert á heimavelli í vetur en líklega það sanngjarnasta.
    Ég held að ráð sé að anda með nefinu. Rafa verður út þetta season ég mæli því með því að menn beini gagnrýni sinni í aðeins málefnalegri farveg en að reka Rafa.
    Að hengja Lucas fyrir þennan leik er auðvitað útí hött. Hann varð ekki lélegur leikmaður yfir nótt vegna þess að hann braut tvisvar klaufalega af sér og átti erfitt með að ná takti í hörku derby slag á 10 mínútum.
    Liverpool tapaði þessum leik vegna augnabliks einbeitingaskorts í vörninni.
    Þegar Torres fer útaf eru 84 mínútur liðnar og hann er alveg búinn. Allir vilja Babel inn vegna þess að hann er svo góður í einhverjum fótboltaleikjum en staðreyndin er sú að ég efast um að margir leikmenn Liverpool tapi boltanum jafn oft og hann. Það er ekki góður kostur í 1-0 stöðu á móti Everton þegar lítið er eftir.
    Þetta er það sama og alltaf eftir slæma leiki. Nú þarf að girða sig í brók og sýna Everton hvar Davíð keypti ölið í næsta leik. Svo er að vinna næsta deildarleik, þá mun þetta líta strax betur út.

  24. Ég er svo fucking pirraður á þessu helvíti!!!! Ef að það er einhver sem á að passa extra vel í hornum og aukaspyrnum þá er það Tim fucking Cahill!!!! Helvítis kæruleysi! Þeir héldu bara að þeir væru búnir að vinna eftir þetta eina mark.

  25. Nei ég ég er sammála því að það á ekki að hengja Lucas fyrir þennan leik, en hann hélt áfram frá því í Stoke leiknum þar sem hann gerði fátt annað en að brjóta af sér, þar var ég verulega pirraður á honum. Svona jafn pirraður og ég var ánægður með hann eftir Newcastle leikinn. En það er það besta sem ég hef séð af honum (liðið allt ver reyndar frábært þar). Ég hef bara ekki enn séð það sem hann hefur að gera í liðið.

  26. Jóhann#25 á besta pólýönnu kommentið að mínu mati. Er þó algjörlega ósammála þér með eitt og ég útskýrði einhverstaðar afhverju. Þú segir að það sé ekki góður kostur að setja Babel inn þegar nokkrar mínútur eru eftir. Það er einmitt góður kostur því eins og Torres hefur Babel hraða. Það sást greinilega þegar Torres fór útaf að varnarlína Everton hætti sér framar, eitthvað sem hún hefði ekki þorað ef virkilega hraður sóknarmaður væri í andlitinu á þeim.

    Að öðru leiti besta jákvæða kommentið að mér finnst 🙂

  27. já sæll.. var ég að sjá að í síðustu 9 leikjum í deildinni þá höfum við unnið 3 og 6 jafntefli…. strákar.. þar er dollan

  28. bj ég tek líka fram afhverju ég tel að Babel sé ekki góður kostur í þessari stöðu. Hann er hraður, hann er teknískur og gæti verið frábær leikmaður. En hann missir boltann mun oftar en hann nær að taka menn á, gefa boltann fyrir eða ná skoti á markið. Það er vonlaus kostur ef þú vilt ekki fá á þig óþarfa skyndisóknir.
    En ég er alveg sammála þér teórískt að Babel ætti að vera góður kostur hann bara er það ekki eins og hann er að spila í dag.

    • Allir vilja Babel inn vegna þess að hann er svo góður í einhverjum fótboltaleikjum en staðreyndin er sú að ég efast um að margir leikmenn Liverpool tapi boltanum jafn oft og hann. Það er ekki góður kostur í 1-0 stöðu á móti Everton þegar lítið er eftir.

    Hann er góður kostur fyrir Torres undir lokin þar sem hann heldur áfram einhverri raunverulegri ógn í okkar liði með hraða sínum, sem er á við Torres. Þegar andstæðingurinn er að sækja á fullu skapast tækifæri til að komast innfyrir þá. Flest stóru liðin átta sig á þessu og kála oftar en ekki svona leikjum, nei við tökum báða framherjana útaf og endum þetta með Dirk fokking Kuyt einan uppi, og það er akkurat engin ógn í honum, sama hvar á vellinum hann spilar.

    Keane átti ekki góðan leik t.a.m. en það er að einhverju leiti því að þakka að þessar fallhlífa sendingar frá Hyypia henta honum ekkert sérstaklega og hægri vængurinn hjá okkur lét Baines og Pienaar líta stórvel út varnarlega, það var ekki nein ógn þaðan og það er bara of dýrt.
    Martin Skrtel var svo svipað öruggur í þessum leik og hann var í fyrsta leiknum sem hann spilaði fyrir Liverpool!! Hreint út sagt hræðilegur dagur hjá honum, veit ekki hvort það var hann sem klikkaði í markinu enda þetta zonal kerfi flókið á stundum, en það sér það hvert mannsbarn að TIM CAHILL á ekki að vera einn og óvaldaður, sérstaklega ekki þegar hann er næst allra markninu! Fáránlega slöpp dekkning og ömurlega lélega og klaufalega brotið hjá Benayoun.

    Svo er það lélega afsökunin, en það hentar vel spilandi liðum eins og Liverpool verr að spila við þær aðstæður sem hafa verið í síðustu tveimur leikjum, þó þetta hafi verið mikið meira andstæðingunum í hag í síðasta leik.

    Umfram allt þá er þetta bara enganvegin að falla með okku þessa dagana, bara hreinlega ekki neitt sem fellur með okkur. Það sem maður biður um núna er “smá” fokings kvef hjá United, það er sannarlega kominn tími á það.

  29. Það hefur verið staðfest af Vitneskjudómstólnum að Liverpool vinnur ekki deildina sökum aumingjaskaps og ofurtrúar á jafntefli. Hvaða andskotans máli skiptir það okkur að hafa unnið MU og Chelski þegar við höfum gert 5 jafntefli gegn slöppum liðum á Anfield. Svar = Skiptir engu andskotans máli. OG Riera, afhverju í andskotanum hoppaðirðu ekki, við hefðum verið á toppnum!

    Ætli að Man City hafi áhuga á Keane?

  30. Jóhann, spurðu leikmenn Arsenal, og þá sérstaklega Fabrecas, hvort það sé gáfulegt að skilja Babel eftir með pláss þegar liðið þitt er með vörnina hátt og marga menn í sókninni að reyna sækja mark :p

  31. Afsakið tvo pósta en ég sá ekki svarið frá bj.
    Hvað hefur Babel gert í vetur til þess að vera álitinn þessi bjargvættur og munur á sigri og jafntefli eða tapi hjá Liverpool?
    Þess má geta að ég er enginn andstæðingur Babel en mér leiðast sleggjudómar um leikmenn sem hafa verið að standa sig vel á meðan menn hífa leikmenn sem hafa ekkert getað upp til skýjanna.

  32. Það er griðarlega sorglegt hvað þessi jaftefli virðast vera að hrjá Liverppol. Við vorum jafntefliskóngar í fyrra og erum á góðri leið með að hreppa þann vafasama titil aftur. Rafa þarf að laga þennan “major” veikleika ef hann ætlar sér nokkurntímann að vinna titilinn með Liverpool.

    Þetta er samt ekki ennþá búið og við eigum góða möguleika. En möguleikarnir verða alltaf minni með hverju jafnteflinu sem bætist við þessi átta sem við erum búnir að gera.

  33. Hann hefur t.d. klárað Man utd fyrir okkur.

    En ég er auðvitað sammála því að Babel hefur ekki átt spes tímabil, hverju sem um er að kenna. EN, eftir stendur ennþá að hann hefur hraða eins og Torres sem myndi halda varnarlínu Everton niðri. Hvort sem hann myndi eiga stjörnu innkomu eða ekki, varnarmenn Everton hefðu ekki þorað að fara svona hátt og skilja Babel hugsanlega eftir með pláss og það er málið. Pressan hefði verði minni á okkur.

  34. Þessi jafntefli verða alveg grátlega dýr þegar uppi er staðið. Þetta kemur nefnilega til með að vinnast á 3-4 stigum og það væri ekki gaman að sjá Utd taka dolluna eftir að hafa glundrað öllum þessum stigum heima.

  35. Þetta var sanngjarnt jafntefli og spilamennska Liverpool olli mér vonbrigðum. Eftir þrjú mörk í tveimur leikjum í röð var Keane tekinn úr liðinu og hefur ekki náð sér á strik eftir það. Enda ekki margir leikir búnir eftir það … en … þarna finnst mér Rafa eiga mikla ábyrgð. En mér dettur ekki í hug að vilja hann burtu. Við erum eftir allt saman í ótrúlega öflugri toppbaráttu …

    Það er bara svo ógó pirrandi að horfa á þessi jafntefli og núna vera upp á önnur lið komin hvað varðar toppbaráttuna.

    Við eigum að vera betri eftir áramót (miðað við fyrri tímabil). Ég vil sjá það gerast.

    Já, færslur eftir jafnteflis- eða tapleiki virðast vera vinsælli hvað varðar kommentafjöldann… en mörg af þessum kommentum eiga alveg rétt á sér.

    Áfram Liverpool!

  36. shit hvað ég er pirraður útí allt sem Rafa gerði í dag! fanst liðsvalið og byrjunarliðið alveg fáránlegt og ekki var það betra með skiptingarnar! maðurinn veit ekkert um fótbolta! skipta svo Torres útaf á 85 min fyrir Lucas leiva.. maðurinn gengur ekki heill til skógar! allt sem hann gerði fanst mér heimskulegt í dag!

    Það er aðeins einn sem á sökina í þessum leik.. Rafa Benitez!!

  37. Skondið að leikskýrslan nefnir held ég fimm sinnum hvað hinir og þessir hlutir virki ekki í 4-4-2, og svo er stillt upp í 4-5-1 (eða 4-2-3-1 eftir því hvernig menn líta á það).

    Er líka ósammála að þetta sé sterkasta byrjunarliðið. Þá er Mascherano á miðjunni með Alonso, Gerrard fyrir aftan Torres.

    Samþykki heldur aldrei neitt “besta” lið Liverpool með Kuyt í byrjunarliðinu. Hef haft horn í síðu hans frá því hann kom til Liverpool.

  38. Oj hvað ég er pirraður. Ætti eflaust að sleppa því að skrifa í þessu ástandi en get ekki setið á mér.

    Benayoun og Lucas eru aumingjar… burt með þá. Strax!!!!

    Takk fyrir

  39. Menn minnast hér ótt og títt á Man.Utd. og þeirra gæði. Staðan er bara sú að í dag eru þeir með sterkara lið, skoðið framlínuna t.d. Berbatov, Rooney, Tevez, Ronaldo og fleiri.
    Þetta finnst mér vera Benitez að kenna, t.d. í sumar þegar hann fær þessa apaketti eins og Dossena og Degen til liðsins. Hver sá ekki fyrir að þessir menn myndu ekki styrkja liðið rassgat???? Hvenær ætlar maðurinn að hætta að kaupa svona náunga?????
    Kannski hefur hann ekki haft jafn mikla peninga og United og Chelsea en hann hefur þó vel getað sleppt því að kaupa nokkra svona slugsa og keypt einn leikmann sem getur klárað leiki. Keane var kannski tilraun til þess, tilraun sem hefur misheppnast enn sem komið er.

  40. Er þetta það besta sem BARCLAY’SPREMIERLEAGUESUPERSUNDAYSOARAWAYSKYSPORTS™? hefur upp á að bjóða? Ég hef séð meiri gæði í utandeildinni en í þessum leik. Fyrir utan einn sprett hjá Torres í fyrir hálfleik, var e-ð móment frábærrar tækni, móttöku, sendinga? Held ekki.

    Ímynd ensku deildarinnar er eins útblásin af heitu lofti og heigulsístran á Rafa Benítez.

  41. Held að það hafi komið berlega í ljós í undanförnum leikjum að Liverpool hefur ekki nægjanleg gæði til þess að enda sem meistarar í lok tímabils.
    Það er einfaldlega of mikið af slökum leikmönnum. Lið með Aurilio, Benayoun, Kuyt, hauslausan Keane, Lucas, Dossena eða Degen innanborð verður aldrei meistari.
    Þó svo að menn kvarti yfir endalausum jafnteflum þá hef ég mestar áhyggjur af spilamennsku liðsins. Frá því að Benitez tók við er liðið að kljást við sömu vandamálin aftur og aftur. Sóknarleikur liðsins er algjörlega hugmyndasnauður, leikmönnum skortir sjálfstraust og liðið er að tapa stigum gegn lakari liðum á heimavelli. Ég tel rétt að bíða með að semja við Benitez þar til að tímabilinu lýkur og þá ætti að gera dæmið upp.
    Hvert einasta tímabil kemur kafli þar sem liðið virðist algjörlega lost og staða Benitez verður alltaf tæpari en síðan kemur kafli þar sem liðið kemst á strik og tapar vart leik og Benitez er save. Eins og ég sagði áður, nú er rétti tíminn til þess að bíða með að semja við hann þangað til að tímabilið er búið.

    Það er alveg klárt að Liverpool ekki marga sénsa inni. Man Utd er komið á skrifð og Arsenal virðist vera vakna til lífsins. Chelsea er að ströggla en þó að vinna leiki.

  42. 44 ertu að grínast, ég veit nú kannski ekki með þig en þessi leikur hafði: fáránlega hörku, hrottalegar tæklingar, flotta tækni hjá leikmönnum (hversu geðveikt var youtube sólið hjá Torres á kantinum í fyrri), ómannlegan hraða og góðan dómara sem leyfði þessu öllu að fljótan saman í heitan og góðan graut. Þetta fyrir mér er uppskrift af hinum fullkomna fótboltaleik, en ég get svosem skilið af hverju þú vilt sjá t*ssuboltann sem Arsenal spila látlaust…samt ekki sko.

    Annars bara sáttur með liðið í kvöld fyrir utan hægri kantinn. Hverju heldur maðurinn að Carra og Kuyt skili saman sóknarlegar. Veit ekki hvað ég taldi oft þegar Carra hefði getað overlappað og búmm verið með fría fyrirgjöf. Leiðinlegt að sjá svona, þegar maður sér t.d. besta bakvörð veraldar, Evra, taka straujið alltaf og öllum stundum, stundum þegar andstæðingurinn er meira segja í sókn. Finnst numer 20 súmmera þetta soldið vel upp. Go for the kill. Ég er fyrst og fremst aðdáandi fótbolta og mér finnst ekkert leiðinlegra en jafntefli. Ég get alveg sætt mig við tap þar sem allt var gert til að sigra en að segjast hafa “náð” jafntefli er fyrir neðan allar hellur. Rafa virtist vera að fara í þennan pakka í haust en nú sýnist mér hann vera aftur að draga sig inn í skel ofurskipulags og jafntefla og þar með hverfur leikgleðin.

    Annars er ég svosem sammála Rafa, einhver hefði boðið þessa stöðu hefði ég tekið því fegins hendi. Þetta er ennþá í okkar höndum og menn eru að hrúgast inn úr meiðslum. Nú er bara að snúa bökum saman og myrða þá í FA Cup.

    Friður

  43. Grétar # 40 “shit hvað ég er pirraður útí allt sem Rafa gerði í dag! maðurinn veit ekkert um fótbolta!”

    Þetta er ekki það gáfulegasta sem ég hef heyrt, en jæja!

    Þetta var bara hörku darbyleikur þar sem að bæði lið börðust um heiðurinn.
    Everton voru ekkert mættir á Anfield til að láta valta yfir, þeir börðust fyrir hverjum einasta bolta og það verður ekki hægt að taka neitt frá þeim, þeir áttu þetta stig skilið úr þessum leik vegna þess að Liverpool………..

    …..HAFA EKKI NÓGU GÓÐA LEIKMENN TIL AÐ KLÁRA SVONA LEIK!

    Torres, Gerrard og kannski Babel eru í þessum gæðaflokki en það eru einfaldlega ekki fleiri leikmenn sem að við getum treyst á og það er enganvegin nóg að vera bara með 2, kannski 3 svona leikmenn ef að maður ætla sér að vera á toppnum í lok tímabils. Hinir leikmennirnir geta einfaldlega ekki skapað færin til að klára svona leiki.

    Það er hægt að gagnrýna margt við þetta mark sem að Cahill skoraði áðan og það er líka hægt að gagnrýna dómaran og veðurskilyrði og blablabla….
    en það á bara ekki að þurfa að gagnrýna þessa hluti!

    Liverpool á að vera búið að stúta svona leikjum á 90 mín vegna þess að Liverpool er stórveldi, en það er bara ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum öll þessi minni lið þegar að við stillum upp svipuðu liði.

    Það er örugglega búið að bera leikmenn Lpool og M UTD saman marg oft en það alveg vitað mál að Kuyt, Benayoun, Lucas, Keane, Babel og Riera, bera ekki sama sóknarþunga og Tevez, Nani, Berbatov, Anderson, Giggs og Scholes (Torres=Rooney og Gerrard=Ronaldo, jafna þessa leikmenn )
    mér finnst þetta allavega ekki vera sambærilegt og ég horfi mikið á UTD leiki þar sem að yngri bróðir minn er UTD maður og mér finnst vera himin og haf á milli sóknarleik þessara liða.

    Eins og einhverir hér að ofan bentu á, þá er það vitað mál að það kemur ekki mikið SÓKNARLEGA útúr Carra og Kuyt saman á hægri vængnum, þeir verjast mjög vel, það er vitað mál en þegar Liverpool er að sækja þá er eins og þeir séu einum færri! Svona nánast.

    Ég er á því að það þurfi að bæta aðeins við sóknarþungan í Liverpool liðinu til að það sé hægt að tala um að það sé tilbúið í titilslaginn.
    Það er bara 1 sóknarmaður í Liverpool, Torres.
    Keane er bara batti, því miður. Hann á ekki að þurfa þennan aðlögunartíma sem að margir vilja meina að leikmenn þurfi og hann er ekki að finna sig eftir 5 mánuði með liðinu, mér finnst það arfaslakt og í mínum bókum er hann slappur leikmaður og er ekki í þeim klassa sem að sæmir Liverpool. (Réttu upp hendi ef að þú værir til í að skila honum aftur til Tottenham og fá peningana til baka!)
    Kuyt er ekki sóknarmaður, hann er vinnuhestur og skortir alla tækni og leikni til að geta flokkast sem sóknarmaður.
    Babel er ungur og óreyndur og GÆTI orðið góður leikmaður, en hann er það ekki í dag.
    Það sama á við um Ngogg.

    Það liggur við að maður fari að gráta þegar að þetta er skoðað í samanburði við hin liðin á “toppnum”.

    Ég vil meina að þetta sé það sem er að hrjá okkur mest í dag.

    Góðar stundir og áfram LIVERPOOL!

  44. Sumir hérna að ofan gagnrýna Keane, og er sú gagnrýni fullkomlega réttmæt miðað við spilamennsku hans í vetur. Hins vegar finnst mér gagnrýni á Benitez fyrir að kaupa hann í sumar ekki vera réttmæt. Á pappír var Keane nánast fullkomin kaup fyrir Liverpool. Svona spilandi sóknarmaður (forward, ekki striker ef við tökum enskuna), sem hefur margsannað sig í ensku deildinni og fittar vel inn í 4-4-2 með stórum sóknarmanni, sbr. Berbatov í fyrra, þótt Torres sé aðeins öðruvísi leikmaður.

    Nú saknar maður Crouch, segi ekki annað.

  45. Jæja, jæja, nýr dagur og allt í gúddí. Eins og staðan er í dag þá er LIVERPOOL í góðum gír, Við erum í toppsæti ásamt M U og það segir manni það að við erum alls ekki slæmir, en hin liðin eru ekki slæm heldur. Hins vegar verðr maður sár og reiður að gera jafnteli á heimavelli trekk í trekk. Það finnst mér svolítið skondið að menn hér eru að tala um að Babel sé ekki að gera neitt eða lítið, en svo er talað um Keane, að hann þurfi meiri tíma og allt það, hann hefur spilað hátt í 90% meira en Babel, en samt er hann ekki að gera neitt og menn vilja gefa honum ennþá meiri séns, Ef Babel væri búinn að spila jafn mikið og Keane, þá væri hann pottþétt búinn að skora nokkur hvikindi. Tímabilið er rúmlega hálfnað og ef einhver þarf að girða brók sína þá er það Keane, því að í flestöllum leikjum er hann þræl slappur, en aftur á móti eru t d, Kuyt, Yossi og Lucas, svo að nokkrir séu nefndir, góðir í þessum leik en eig svo kanski slappan leik næst. Vona bara að Babel og Keane fari að skipta restini af tímabilinu á milli sín og Rafa láti nú Babel spila meira og sína réttu stöðu. Við erum í góðum málum. 🙂

  46. Yndislegt að lesa kommentin hérna, hér fara fótboltavitringar sem myndu sæma sér vel sem knattspyrnustjórar hvar sem er í heiminum. Ég held að hugmyndin um að loka fyrir komment í sólarhring eftir tap og jafntefli væri ekki vitlaus, ég reyni yfirleitt sjálfur að tjá mig sem minnst svona stuttu eftir pirrandi úrslit.

    Riera, Alonso, Torres og Gerrard voru ágætir, aðrir voru betri en Skrtel. Ég hef miklar áhyggjur af því að Agger hljóti að vera á leiðinni frá liðinu miðað við að vera ekki á bekknum í dag (þar sem þar voru 4 af 6 útileikmönnum varnarsinnaðir).

  47. Skv. þeim upplýsingum sem ég hef þá er Agger meiddur og var þess vegna ekki með í gær. Ennfremur að hans samningaviðræður eru í frosti þangað til Rafa hefur klárað sín mál.

    Hvað varðar leikinn í gær þá var þetta vondur leikur og sanngjarnt jafntefli. Liðið náði sér aldrei almennilega á strik en enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir og Everton leyfði okkur það einfaldlega ekki. Kredit til þeirra fyrir hörku og dugnað.

    Þegar ég hugsa tilbaka til ágúst mánaðar þá var mín eina krafa fyrir þetta tímabil að við værum ennþá í toppbaráttunni eftir jól og eins og staðan er í dag þá erum við það. Það er jákvætt en auðvitað er manni hugsað til allra þessa janftefli á heimavelli sem manni svíður. En það er rétt tel ég hjá Rafa að ef okkur hefði verið boðin þessi staða fyrir tímabilið þá hefðum við tekið henni fagnandi.

    Núna er Man U komið í toppsætið og núna er komið að leikmönnum Liverpool að sýna úr hverju þeir eru gerðir.

    Áfram Liverpool.

  48. Hey.. nú erum við allir búnir að fá okkar útrás á þessu og svona.. Nú skulum við hætta hugsa neikvætt að fara hugsa um næsta leik sem er reyndar aftur Everton og koma okkur áfram í bikarnum og svo er það bara næstu 3 stig…. Við skulum ekki leggja ára í bát heldur halda þessari baráttu áfram..Það var enginn að fara vinna þessa deild í janúar eða febrúar, það kemur í ljós í maí hverjir vinna og það eru 5 lið í baráttunni ennþá og svoleiðis á þetta að vera!! Alvöru spenna fram á lokaumferðina..
    Og eitt í lokinn!!!
    ÁFRAM LIVERPOOL

  49. Þetta var hörkuleikur í gær. en ekki falleg knattspyrna, það hefði breytt gangi leiksins ef Torres hefði haft heppnina með sér í dauðafærinu í fyrri hálfleik. Everton-menn börðust til síðasta manns, það vantaði meiri baráttu í Liverpool-liðið, Hyypia var besti maður liðsins og miðað við gang leiksins þá voru úrslitin sanngjörn. Við erum bara ekki betri en þetta og enn eitt jafnteflið á heimavelli dregur úr vonum okkar að vinna deildina þetta árið. Við verðum bara að horfa á staðreyndir, 10 stig töpuð á heimavelli er sama martröðin og í fyrra. Við þurfum miklu sterkara lið til að vinna deildina. Rafa mun akldrei hafa þetta alla leið, nema að hreinsa vel til í leikmannahópnum. Ef hann kann það????????????????

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  50. Hvernig getur Benitez sagt að við getum bætt þetta upp með sigri á everton í FA?!!! Töpuð stig eru bara töpuð stig, sigur á everton í FA hjálpar okkur ekkert í deildinni!!!!!!

  51. Sammála nánast hverju orði í þessum pistli, eftir leikinn fannst mér þetta standa upp úr;
    Jafntefli var sanngjarnt.
    Gerrard er bestur í holunni.
    Carragher er miðvörður.
    Keane er týndur (hvar er egóið sem þessi maður var með? virtist hræddur við boltann í gær).
    Hvar værum við án Gerrard og Reina?
    Er Kuyt meiri tréhestur en Brynjar Björn?

    Að lokum:
    “Þegar þú ert með miðvörð í bakverði sem er ekki líklegur í overlap, er ákjósanlegt að hafa hraðann og leikinn mann á kantinum sem getur tekið menn á og komið með fyrirgjafir inn í teig.” (Fótbolti 101).

  52. Þessi afsökun að Kuyt sé svo góður varnarlega á hægri kantinum er löngu úrelt, ef við erum að sækja upp hægri kantinn þurfum við varla að hafa áhyggjur af slæmum varnaleik þar! Antonio Valencia gætu verið góð kaup þar sem hann hefur hraða og tækni til að taka menn á, en Rafa hefur sannfært sig um að liðið í dag sé eins fullkomið og það getur orðið og Kuyt sé besti hægri kantmaður í heiminum. Hann er meira að segja það góður í augum Rafa að þegar EKKERT er að gerast á hægri kantinum þá er það Robbie Keane að kenna, og Kuyt bara færður í framherjann, ekki tekinn útaf!

  53. Væri gaman að sjá Valencia á hægri, er alveg sammála ‘ola B með Kuyt… hann á bara vera í bolton eða eitthvað

  54. Furðuleg þráhyggja Benitez að þurfa alltaf að skipta Keane útaf. Ég skal viðurkenna að hann var ekki góður í gær. Hann var hinsvegar dauðafrír þegar Torres ákvað að gefa ekki á hann fyrir opnu marki.
    Torres gaf aldrei á Keane í gær.
    Riera var varla með meirihluta leiksins í gær, kom varla fyrirgjöf frá honum allan leikinn.
    Kuyt kemur varla bolta fyrir af hægri kanti.
    Gerrard hefur ekki verið jafn áberandi í spilinu og áður síðan hann lumbraði á þessum plötusnúði, hann hefur hreint ekki verið góður.
    Málið er að sóknarmenn þurfa að fá boltann til þess að skora, Keane fær ekki boltann. Langar kýlingar fram eins og í gær eru eflaust fínar þegar Benitez er kominn með drauma framherjalínuna sína, Torres, Kuyt og Heskey, en ekki með lágvaxinn framherja eins og Keane.
    Síðast þegar Keane skoraði var hann “hvíldur” í næsta leik á eftir.
    Keane má eiga það að öll árin sem hann var hjá Tottenham var keyptur annar striker sem átti að vera byrjunarliðsmaður og Keane byrjaði á bekknum, Bent, Berbatov, Defoe, Mido, en hann spilaði sig alltaf inn í liðið, enda er líklegt að þar hafi verið valið í liðið á getu en ekki einhverri þráhyggju
    Það sem ég skil ekki er það, afhverju að eyða 20 millum í mann sem þú vilt ekki að skori í tveimur leikjum í röð?

  55. Benitez horfir bara á facts og the facts sýna að Kuyt sé tölfræðilega besti Liverpool leikmaðurinn… what a load of crap… maðurinn getur ekki sent frá sér boltann, hann tekur menn ekki á, hann er ekki fljótur, hann er ekki teknískur, hann fer aldrei með boltann upp að endalínu og kemur með fyrirgjöfina og síðast en ekki síst… hann er ekki kantmaður frekar heldur en Homer Simpson… Kuyt er fínn í Crewe… Gaui má eiga hann.. Benitez verður að átta sig á þessu því að á meðan Kyut og Carrager eru þarna hægra megin er hægri kanturinn lamaður.. Kaupa Antonio Valencia strax.. þetta gerir það að verkum að Torres þarf að sóla 4-5 menn einn síns liðs til að reyna að skapa hættu… Gerrard alltof aftarlega í þessari uppstillingu og Keane…. aumingja Keane.. gæti allteins hlaupið í hringi í kringum hornfánann þar til honum er skipt út af…

  56. http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=71453 þetta er helvíti góð frétt hjá honum.. En annars var þetta glataður leikur. Við tökum þá í næsta leik 3-1. Við verðum líka að muna að við erum að keppa í FA cup og Meistaradeldinni. MU á einn leik til góða og við erum jafnir á stigum. Þeir eiga eftir að misstíga sig og þá þarf LFC að taka það chance og vinna leiki.

    1. Það getur verið mjög gott að vinna í FA cup ef við töpum deildinni samt.
      Einhver bikar er betri en enginn..
      væri alveg til í að vinna meistaradeildina líka 😀

  57. Og með alla þessa lélegu menn erum við á toppnum. Merkilegt.

  58. Það er nokkuð ljóst að þetta lið hefur engan metnað til þess að vinna deildina. Það eru fullt af góðum leikmönnum í liðinu en þeir hafa enga trú á að þeir geti unnið man utd svo árangurinn verður eins og við höfum séð á heimavelli í vetur. Því miður!

  59. Held að skynsamlegast væri í stöðunni fyrir eigendur Liverpool að bíða með að semja við Benitez þangað til tímabilinu er lokið.
    Segjum sem svo að liðið detti úr úr FA Cup á sunnudag, detti út í fyrstu umferð CL og endi í 4. sæti deildarinnar. Eru þá menn virkilega tilbúnir í 3-4 ár til viðbótar undir stjórn Benitez?
    Liðið er að klást við sömu vandamálin tímabil eftir tímabil. Man þegar botninum var náð í fyrra gegn Barnsley þegar liðið tapaði á heimavelli í FA Cup. Ansi margt í leik liðsins er farið að minna á frammistöðu á þeim tíma. Síðustu þrír leikir gegn Preston, Fulham og Everton hefur verið skelfilegir og ef leikurinn um næstu helgi vinnst ekki er ansi hræddur um að liðið brotni endanlega.
    Ég sagði fyrir tímabilið að Liverpool væri einfaldlega ekki nægjanlega sterkt enn þá til að geta keppt um meistaratitilinn einfaldlega að það vantaði meira af gæða leikmönnum á borð við Gerrard og Torres. Lið með leikmenn eins og Kuyt, Benayoun, Riera, Lucas, El Shar, Degen, Dossena og Ngog á ekki séns að vinna titill. Allt eru þetta menn sem gætu símað skammlaust í liðum eins og Fulham, Birmingham eða Stoke.

  60. Sælir félagar, ekkert stress 🙂 við höfum þetta sannið til.

    p.s fór spjallborðið á liverpool.is á hausinn eftir leikinn ? ( er niðri núna )

  61. Það er kolrangt að Man Utd er á toppnum, ekki gleyma því að þeir eiga leik inni og ef þeir TAPA honum með tveggja marka mun þá fara þeir niður fyrir okkur eftir jafnmarga leiki. Hef alveg trú á því að Fulham vinni þá 2-0.

  62. ég á varla til aukatekið orð af sumum kommentum eftir þennan leik.

    hvað eru menn að biðja um?? -Svarið er fullkomnun. menn hafa verið að segja við mig: “vá maður, við gætum þá verið með 10 stiga forskot á toppnum ef að við hefðum klárað þessa heimaleiki”… guð minn góður, í fullkomnun heimi værum við með 10 stiga forskot á toppnum núna, en common! það er ekki hægt að fara með 3 stig úr öllum leikjum, svo einfalt er það. og að afskrifa liðið og benítez á þessum tímapunkti er það heimskulegasta sem að menn geta gert.

    rafa horfir mikið á tölfræði, sem allir ættu að vita núna. og hvað er að því? var kuyt svona hörmulegur í gær?? sá ekki betur en að hann hafi verið að vinna bolta fyrir samherja sína í öðrum stöðum trekk í trekk. hann var alls ekki verri en riera á hinum kantinum, og sóknarlega var hann ekkert að taka menn á hægri vinstri heldur að spila einfalt.
    ég ætla ekki að hefja hann til skýjanna hérna en það að hann sé ekki með skæri í hverju múvi eða taki menn á ville væk, þá er hann traustur og skilar sínu.

    riera, skæri, sólar, bombar á markið og hvað gerist!? -ekkert.
    hver var á nærsvæðinu og átti að skalla boltann frá rétt áður en cahill potaði boltanum í netið?? jú það var riera. dugnaður vs. lipurð og leikni? tjahh dugnaður í þetta skiptið hefði ég valið!

    við sjáum kuyt leik eftir leik vinna nánast hvern einasta skallabolta sem hann fer í, svo ég tali ekki um návígi. Þessir hlutir eru bara oft á tíðum MIKILVÆGARI en e-ar helvítis krúsidullur upp á kanti (sem eru mjög áhættusamar upp á gagnsókn) og þetta smáatriði hjá riera á nærstönginni gefur everton mark í gær, simple.

    finnst að menn ættu aðeins að horfa á hvort menn vilji árangursríkan bolta með góðri vinnu eða að maður rísi úr sæti og klappi útaf skærum eða e-u flippi með boltann. fyrir mér er alveg á hreinu hvort er mikilvægara.

    og voðalega eru man utd ósnertanlegir, hvílíkur þvættingur. þetta man utd lið væri langt fyrir ofan okkur ef það væri svona frábært eins og menn vilja láta, titilbaráttan úti, allt búið í deildinni, þvílík steypa!! svo mega menn ekki gleyma því að man utd er með 47 stig, eins og VIÐ, þeir eru ekki búnir að vinna þennan leik sem þeir eiga inni þó að margir vilji meina það.
    það er alltof mikið eftir að deildinni til að menn leggji árar í bát, þeir sem gera það ættu að snúa sér að e-u öðru. auðvitað væri betra að vera á toppnum núna með leik inni á man utd (dæmið væri öfugt), en það er ekki þannig og nú reynir á rafa og liðið hans að pressa á man utd og hirða þessa dollu. ég hef ennþá fulla trú á því að liðið geti það.
    já og svo eitt. að sjá áhorfendur í gær á anfield ganga frá velli þegar nokkrar mínútur voru eftir, ég átti ekki orð, til hvers er fólk að mæta á leiki? ég vona bara að leikmenn liverpool séu ekki í sömu uppgjöf og margur stuðningsmaðurinn.

  63. Langar að kommenta á Keane og Torres. hversu oft reyndi Torres að sóla sig í gegnum 4-6 leikmenn í staðinn fyrir að gefa boltann einfalt á Keane sem var laus, yfirleitt vinstra megin við Torres? Ég taldi minnst 4 stk.
    Það var eins og Keane hefði verið klipptur úr spilinu, og sérstaklega í seinni hálfleik. Ég sá hlaupa mikið, reyna að búa sér til pláss en fá lítinn sem engan stuðning.
    Í þeirri stöðu þá eru allir leikmenn lélegir. Einfalt.

  64. Er búinn að ná mér niður eftir gærdaginn en verð að svara commenti #49 frá Má Gunnars…

    Við erum ekkert í toppsæti, við erum í öðru sæti og þannig er það bara núna, United er á toppnum með betri markatölu og leik inni á okkur. Eins leiðinlegt og það er að sætta sig við það.
    Ef þetta væri lokastaðan væru United meistarar en ekki við, þannig að við getum ekki sagst vera á toppnum….

    En vona að Benítez selji Kuyt og Benayoun sem fyrst, finnst þeir ekki í þeim klassa að spila fyrir Liverpool
    YNWA
    Jónsi

  65. Held að sá sem kommentar hér á undan sé að gleyma því að það þarf að skora í fótbolta. Áræðni og dugnaður duga ekki ein og sér til að brjóta niður góð varnarlið. Liverpool er núna 95% dugnaður og 5% “krúsídúllur” og tapa stigum trekk í trekk gegn liðum sem kunna að verjast. Fleiri Riera og færri Kuyt-a á minn disk, takk.

  66. Benitez er bara ekki að finna réttu blönduna með þetta lið eins og er. Skiptingarnar eru alveg út í hött í nánast öllum leikjum. T.d. í gær þá tekur hann báða sókndjörfustu mennina okkar útaf, Keane og Torres og þegar þeir jafna höfum við ekki menn til þess að sækja og klára þetta. Í stað þess að halda áfram þegar við komumst yfir, föllum við í gamla farið og höldum okkur fyrir aftan miðju og hvað héldum við að myndi gerast? Everton myndi bara gefa leikinn? Nei, við hefðum átt að halda leiknum gangandi. Skrtel getur ekkert og á Agger klárlega að vera í þessari stöðu, svo er Carra að sjálfsögðu enginn bakki, með tækni á við fimm ára dreng…

  67. Jónsi #69. Það er alveg rétt við erum ekki á toppnum, en ef þettð væri lokastaða og jafnt á stigum en markahlutfall 1-2 mörk þá yrði ég mjög ánægður, og mikil framför hjá Rafa og hans mönnum. Auðvita er maður svektur með heimaleikina, annað væri óeðlilegt, en þettað gæti og hefur verið verra, já það er helv,, langt síðan að þettað var svona gott. Og eitt að lokum ÁFRAM LIVERPOOL VIÐ TÖKUM ÞESSA DOLLU, sem við eigum reyndar meira af en önnur lið

    • ef þettð væri lokastaða og jafnt á stigum en markahlutfall 1-2 mörk þá yrði ég mjög ánægður

    Sæll þá fyrst yrði ég geðveikur, myndi t.a.m. gráta leikinn í gær upp til agna 😉

  68. Það hafa margir komið með tilögu um að semja ekki við kallinn han Rafa fyrr en í vor og eftir að hafa náð mér niður eftir gærkvöldið þá held ég að þetta sé ekki vitlaus hugmynd. Ég er núna í fyrsta skipti í vetur hræddur um að liðið
    fari að hrapa niður töfluna,það er ekki gott fyrir móralinn að láta jafna svona rétt í lokin og það út af vitlausri taktik stjórans.Ég held að Wigan leikurinn gæti tapast og svo koma Chelsea á eftir sem er ekki gott.Ef við svo töpum bikarleiknum og fyrir Real Madrid þá gæti tímabilið verið over í febrúar og þá er ekkert sniðugt að vera búið að semja til fimm ára við kallinn fyrir 20 millur.
    Nei ef allt fer á vesta veg er betra að bíða og sækja svo Morhino til Inter í vor , hann hefur jú sagt það oft að hann vilji til baka í EP.

  69. Ertu ekki bara bjartsýnn annars Tommi (Nr.75) ?

    Semja við Rafa strax og koma þeirri vitleysu frá.

  70. Jæja piltar !! Núna eru allir búnir að pústa og fá útrás fyrir slæmum leik í gær. Svona er víst bara boltinn, hlutirnir ganga ekki alltaf upp það er bara þannig. Ég er ekki sammála því að Kuyt hafi gert uppá bak í gær, hann hljóp eins og brjálæðingur og eftir að við skoruðum markið var hann sá eini sem var með lífsmarki og var að elta boltann. Það bara gekk ekki upp að hafa Carra í bakverði og Kuyt fyrir framan hann í gær. Ég skil alveg að menn eru pirraðir því að í fyrsta skipti í langan tíma á Liverpool raunhæfa möguleika á því að vera í toppbaráttunni allt til loka tímabils. Drengir ekki gleyma því að þetta er besti árangur okkar síðan 1991. Róm var ekki byggð á einum degi og ef þetta kemur ekki í ár þá gerist það mjög fljótlega ég get lofað ykkur því. Við erum með sterkara lið núna heldur en síðustu ár og við verðum bara að taka því fagnandi. Hættum núna drullinu og einbeitum okkur að næsta leik sem er Everton í bikarnum, þar náum við fram hefndum þó svo að það skili okkur ekki stigum. Koma svo, verum jákvæðir við erum við toppinn það er annað en síðustu ár.

  71. Styð þá tillögu að semja við hr Benitez í sumar svo legg ég til að það verði ráðinn maður í þjálfarateymið sem kann að spila markvissann sóknarleik. ekki tilviljanakendan kýlingabolta fram og vonanst eftir því besta. Sóknarleikur Everton var mun markvissari en okkar manna í gær það lá allveg ljóst fyrir hvað fyrir þá var lagt. Meðan að við bombuðum háum boltum fram miðjuna sem er að verða okkar einkenni.

  72. svona:
    Reina
    Arbeloa Carragher Skrtel Aurelio
    Mascherano Alonso
    Kuyt Gerrard Riera
    Torres

  73. Olli (67). Það er reyndar oft samsvari góðra kantmanna að þeir eru með krúsídúllur og skæri, það er fylgifiskur lipurð og leikni og eykur iðulega skemmtanagildi íþróttarinnar. Sumir leikmenn ofnota að vísu þessa eiginleika sína á kostnað einfaldleikans. Hæfileg blanda í takt við réttar aðstæður er sennilega árangursríkasta formúlan?
    Ef við lítum á bestu knattspyrnumenn í heimi í dag; Ronaldo og Messi þá eru það frábærir “flair” leikmenn sem geta skapað hluti upp á sitt einsdæmi. Ekki það að slíkir hæfileikamenn vaxi á trjánum en þó eru til góðir spilarar með svipaða eiginleika, sbr. Riera og Ashley Young. Skeinuhættir leikmenn sem geta brotið upp varnarleik með hættulegum einleik, samleik og hlaupum, oft með gott nef eða öllu heldur auga fyrir sendingum og staðsetningum. Leikmenn sem eru mjög mikilvægir þegar blásið er til sóknar eða telft er fram varnarsinnuðum bakverði sem færist vart yfir miðju. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég er mun hrifnari af svokölluðum “flair” kantmönnum fremur en “direct” (kannski að undanskildum Beckham). Ég er líka á því að “direct” kantmenn geti hentað mun betur í ákveðnum tegundum leikja. Sér í lagi þegar spilað er á móti sókndjörfum liðum eða þegar telft er fram mjög sóknarþenkjandi bakverði. Þannig virkar Kuyt svo sem ágætlega ef hann spilar vel, eins og hann var að gera í vor og í byrjun tímabilsins. Undanfarið hefur hann þó engan veginn verið að virka í þessari stöðu, sérstaklega á móti minni spámönnum, þegar nauðsynlegt hefur verið að blása til sóknar. Og, Guð forði okkur frá því að allir kantmenn byrji að spila “direct” fótbolta með aðaláherslu á dugnað. Þá fyrst skipti ég yfir á Omega.

  74. 72# T.d. í gær þá tekur hann báða sókndjörfustu mennina okkar útaf, Keane og Torres.. Mér er spurn, hvenær hefur Keane verið sókndjarfur hjá Liv? Og hvern á hann að nota sem bakka? er Carr ekki sá eini sem getur eitthvað þar þegar að aðrir eru meiddir!.. það hlýtur að vera hægt að semja við Rafa núna og setja eitthvað í samninginn um gengi liðsins og hvar við verðum í lokin. Hættum að væla yfir Liverpool og vælum og ælum frekar við þinghúsið. 😉

  75. Og þá er Pennant farinn frá Liverpool og endar hann með því að fara frítt frá liðinu og endar sem lánsmaður hjá Porstmouth.

  76. Jæja smá SPURNING TIL EINARS OG SVÖLVA???

    Er ekki kominn tími á Benitez??? ÉG BARA SPYR???????

    Ekki gera þetta að einhverju persónu stríði í þetta skipti???

    Maðurinn er að skemma liðið og það er komið nóg !!!! Andskotinn hafi það þetta er bulll !!!!!!!!

    Burt með Benitez og ég vill að menn viðurkenni mistök sín eins og Einar Örn og Sölvi og viðurkenni að Benitez eigi að víkja ???

    innskot Babú
    Af gefnu tilefni skal því haldið til haga að hér er ekki okkar margfrægi Benni Jón á ferð heldur líklega einhver sem er að þykjast vera hann, líklega dapurt grín sem eingngu er til að skapa til leiðinda

  77. Ég verð að seigja að mér fannst skemtilegra að kíkja inná kop.is í fyrra. Loksins þegar við gerum það sem við höfum grátbeðið um í tæpa tvo áratugi (erum með í titilbaráttunni) Þá umturnast men við hvern leik sem klikkar, vissulega var þetta hundfúlt, en meiga nú ekki missa jarðsambandið fyrir því og hrauna yfir okkar ástkæra lið.
    Krítík er allt góðu, en þessir orðaleppar að hin og þessi maður eigi ekki heima í liðinu, til þess eins að hrósa svo viðkomandi upp til skýana eftir örfáa leiki það finnst mér hundleiðinlegt.

    YNWA

  78. ég hefði bara viljað sjá eina skiptingu í þessum leik…

    ‘Utaf með Benitez!!

    neinei.. þá skiptir hann frekar öllum sóknarmönnunum útaf í þessum leik!! og plús Yossi ógeðslega Benayoun.. hann kemur inná og gefur þeim aukaspyrnu á hættumlegum stað!! frábær skipting Benitez!! er hægt að vera ósammála þessari einu skiptingu sem ég vill????????

  79. Ef Liverpool eiga að vinna PL verða þeir að fá nýjan manager …

  80. Nú hef ég tekið mér akkúrat 1 sólarhring til að jafna mig á þessari þvælu sem gerðist 50 km sunnan við mig í gær, og til í að setja inn mína skoðun inn. Þessi leikur er ALFARIÐ Rafael Benitez að kenna! Það er klárt að eftir að hann ákvað að hefja sálfræðistríðið við Saur Alex að þá hefur hann svo skitið í buxurnar, sem og sett aukna pressu á leikmenn okkar! það sást svo sannarlega í leiknum að annað hvort voru leikmenn: a) farnir á taugum eða b) þjálfarinn farinn á taugum og vildi ekki láta liðið sækja.

    Þegar við höfðum náð að grísa inn þessu fallega marki hjá Gerrard þá kom vendipunktur leiksins. Rafael Benitez ákvað að LEGGJAST Í VÖRN Á HEIMAVELLI þrátt fyrir að Everton liðið væri í raun EKKERT AÐ ÓGNA OKKUR! Einu ógnirnar hjá Everton komu þegar við ákváðum að spila boltanum aftur og síðan svona til að halda spennunni, missa boltann á fáránlegum stöðum! Svo fullkomnaði þetta alveg málið þegar Torres var tekinn útaf á 84.mín fyrir varnarsinnaðan miðjumann bara til að skella fleirum fyrir markið! COME ON! Þetta lið er að berjast um FUCKING EFSTA SÆTIÐ og þegar að stjórinn hefur ekki meiri kúlur en það að hann leggst í algjöra nauðvörn á heimavelli og það gegn liði sem í raun var ekkert að ógna nema þegar við gáfum þeim sénsinn á því!

    Ég ætla ekki að vera með neitt drama hérna en ég tel það ljóst mál að Liverpool FC vinnur ekki deildina í ár. Það er nokkuð ljóst nema að eitthvað stórslys gerist hjá Scums þetta árið (t.d. 15 leikmenn verða út tímabilið osfrv.). So sorry, guys! Ég hef bara ekki meiri trú á karlinum í brúnni en þetta þessa stundina.

  81. Mér finnst nú óþarfi og bara einstaklega barnalegt að kalla SIR. Alex, SAUR Alex. Mér finnst það meira niðurlægjandi fyrir þig Eikifr að leggjast svona langt. Þó að ég sé mikill liverpool maður að þá ber ég samt virðingu Fyrir sir. Alex. Maðurinn er stórkostlegur manager sem hefur komið og haldið Man Utd á toppnum í fjölmörg ár. Bíð eftr afsökunarbeðni.

Liðið komið!

Pennant farinn