Nýir Arabar hugsanlega að kaupa klúbbinn?

Eins og heiðursmaðurinn Ingi T bendir á þá er frétt inni á Times (og fleiri stöðum) um að hugsanlega séu fjárfestar frá Kuwait að íhuga kaup á Liverpool FC.

Maður tekur svona fréttum nú allajafna með góðum fyrirvara en ég treysti nú Times ágætlega og trúi því að það sé eitthver fótur fyrir þessu. Hicks og Gillett töluðu víst við þá í október en viðræðurnar runnu þá af óútskýrðum ástæðum út í sandinn (nóg er af honum í Kuwait). En viðræður eru víst aftur komnar í gang og af meiri alvöru núna svo ég vitni í Times.

Maður veit aldrei en það er vissulega spennandi að heyra af nýjum kaupendum, núna á síðustu og verstu, enda hefur maður álíka trú á núverandi eigendum og maður hefur á ríkisstjórninni.

Ég þekki þessa frændur mína annars ekki mikið, segjum bara hæ og bæ svona á förnum vegi, en á hinum mjög svo áreiðanlega vef Wikipedia stendur þetta um þessa nýju fjárfesta, Nasser Al-Kharafi fjölskylduna frá Kuwait, ríkustu fjölskyldu þess lands.

Runs $4.3 billion (sales) M.A. Kharafi & Sons in Kuwait, which has benefited from that nation’s robust economy. His net worth rose thanks to rising share prices of several holdings including Mobile Telecommunications Co., National Bank of Kuwait, and Americana, operator of U.S. fast food chains.

og um Nasser og eldri bróðir hans Jassim (ég gæti fílað þessi nöfn) sem fara fyrir fjölskyldunni…

His older brother Jassim is the speaker of Kuwait parliament; his sister Faiza was rector of Kuwait University. He has construction contracts in more than 30 countries worldwide. His networth is $14 billion as of 2008 and is considered the 48th richest man in the world

Hér má sjá þá bræður, Nasser og Jassim.

.

Maður tekur svona fréttum nú orðið með DÁGÓÐUM fyrirvara, sérstaklega þar sem ég var að heyra af þessu fyrir 20.mín. En ég er mjög spenntur fyrir nýjum eigendum og sérstaklega ef þeir geta veitt klúbbnum fjárhagslegt öryggi, enda ekki hlaupið að slíku í dag, sérstaklega ekki með stórskuldug fyrirtæki. Ég vil allavega frekar moldríka araba heldur en Leeds endurtekningu.

En spenna mín er auðvitað mikið til byggð á tortryggni gagnvart könunum og þá sérstaklega því hvort þeir geti rekið klúbbinn mikið lengur. Vonda við þetta er auðvitað ef það fer núna af stað einhver rosa fjölmiðlasirkus í kringum klúbbinn sem hefur áhrif liðið, nú þegar engin þörf er á slíku. Það gæti líka verið að aðeins sé um að ræða eingöngu hlut annars eigandans eða eitthvað þannig þó ég efast um að þessir kappar vilji sætta sig við annað en full control.

Sjáum hvað setur, þetta er allavega spennandi fréttir og mín tilraun til að taka Magga á orðinu og eyða umræðu síðasta þráðar…..

kv.

Babu Al-Kharafi

p.s. það er bannað að minnast á Kuyt í þessum þræði, ef það er brotið verður hópur ófriðlegra mótmælenda sendur heim til viðkomandi ásamt Herði Torfa sem syngur fyrir utan í 2 klukkutíma. 😉

37 Comments

  1. I Kill You, shut up, I KILL YOU, I AM A TERRORIST….

    … sammála þér, líst vel á þessa fíra og nöfnin bara flott

    Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

    Ps. KÁT(T) á hjalla hjá mér sko heheheheheh hoohohohohohoh

  2. Væri fínt að fá þá, ekki nema Rafa keypti marga dýra meðalmenn í stað 2-3 þriggja dýra heimsklassa menn. En maður vonar það besta. Væri til í að geta keppt um stærstu bitana en ekki þá slöku eins og við lendum alltaf í.

  3. Hafa menn á þessari síðu rétt eins og víðar ekki verið að rakka niður hvernig málum sé háttað hjá Man City? VIlja svo sjálfir að einhverjir moldríkir Arabar vilji gera það nákvæmlega sama.

    Ég vil helst að Liverpool verði sjálfbært félag í líkingu við Arsenal, og þurfi ekki að seilast í djúpa vasa eigenda sinna (eða taka lán) fyrir leikmannakaupum eða öðrum tilfallandi kostnaði við rekstur félagsins.

  4. Ég held að vandamál City séu ekki endilega fjárfestarnir heldur það að það fyrrverandi eigandi ákvað að reka mjög farsælan stjóra sem flestir leikmenn höfðu miklar mætur á.
    Síðan var Robinho náttúrulega keyptur sem voru, að mínu mati, mistök af því að Robinho er gæji sem á ekki að vera aðal leikmaður í liði. Hann er enginn leiðtogi, ef hann kæmi til Liverpool, Man U eða hvers annars félags sem hefur einhverskonar leiðtoga (a la Steven Gerrard og Jamie Carragher) þá verður honum, leiðbeint og sagt hvernig á að haga sér þ.e. það þýðir ekki að vera með neitt rugl í gangi.
    Ég held það sé ekki vegna fjárfestanna sem allir gera grín að City núna, það er af því þeir eiga allann þennann pening og geta samt ekki neitt. Þeir eru Chelsea mínus það að geta eitthvað. Ég myndi frekar vilja fá einhverja rándýra leikmenn og vinna titla en að vera alltaf í þriðja eða fjórða sæti með efnilegt unglingalið eins og Arsenal.

  5. HVernig er það….
    atti ekki að tak mal Gerrards fyrir i dag? Gangi honum sem best i þeim pakka.

  6. Ætla að óska Magga Bjögg til hamingju með furðulegasta komment sem sést hefur á internetinu.

  7. Geti þið sagt mér hvers vegna þessar umræður um eigendaskipti fara alltaf á stað eftir að ameríkanarnir keyptu liðið ca viku til 2 vikum fyrir lokun á leikmannamarkaðnum? Svo eftir að markaðnum hefur verið lokað þá loknast umræðan niður.

  8. Kaupum Kaka!!! Hann og Kuyt væru svakalegir saman.
    Annars er ég farinn að láta allt sem tengist eigendum/eigendaskiptum/byggingu leikvallar fara inn um annað eyrað og út um hitt. Maður nennir ekki að byggja upp einhverjar vonir í tengslum við eitthvað sem maður veit ekki hvort muni gerast eða hvort það muni á annað borð bæta eitt né neitt ef það gerist.

  9. Auðvitað væri rosalega frábært að vera með sjálfbært félag sem byggði liðið á uppöldum leikmönnum en næði samt árangri. En þar sem það verður að teljast nokkuð óraunhæft í því umhverfi sem nú er uppi þá held ég að það næst besta sé að hafa fjársterka aðila á bak við klúbbinn sem þó hafa vit á að skapa mönnum frið til góðra verka.

    Sú hefur ekki verið reyndin með núverandi eigendur og því gild ástæða til að vilja þá í burtu. Ef arabarnir koma inn með shitload af peningum og Rafa fær í gegn að hann megi ráða meiru um kaup og sölur án þess að Rick Parry sé að skipta sér mikið af því þá er alveg ástæða til þess að gleðjast. Að því gefnu að þeir bræður hagi sér ekki eins og amerísku kjánarnir hafa gert.

    En það er auðvitað líka pínu hræsni í þessu ef að við förum núna að fagna því að hugsanlega geta keypt hvern sem við viljum án þess að horfa á verðmiðann.

    • Hafa menn á þessari síðu rétt eins og víðar ekki verið að rakka niður hvernig málum sé háttað hjá Man City? VIlja svo sjálfir að einhverjir moldríkir Arabar vilji gera það nákvæmlega sama.

    Nýjir eigendur þurfa ekki endilega að vera eins og þeir hjá City, Liverpool er t.a.m. mun lengra á veg komið en City. En þó það sé auðvitað voðalega falleg hugsun að vilja að klúbburinn sé sjálfbær, standi sjálfur undir sér þá er það bara ekki þannig í dag, hann er með lán hjá ótraustum bönkum og í eigu ameríkana sem hafa misst allt traust og eiga líklega ekkert of mikið af peningum.

    Ástæðan fyrir því að maður vill nýja eigendur er sú að frekar vil ég að klúbburinn verði ríkur heldur en að enda eins og Leeds.

    Annars er ég nokkuð sammála Reyni Þ (Nr.8). Maður er ekkert að missa sig úr spenningi eða eftirvæntingu strax þó óneitanlega séu svona fréttir svolítið spennandi þegar þær fara að birtast hjá virtari blöðunum úti. (allavega meira spennandi heldur en síðasti þráður.)

    p.s. Reynir Þ
    Þú mátt eiga von á ófriðsamlegum mótmælendum heim til þín á eftir, tveggja tíma söng frá Herði Torfa og ofan á það bætti ég við tveggja tíma eintali með Kolfinnu Baldvins …..um pólitík og jafnrétti, fyrir að minnast á það sem bannað var að minnast á í þessum þræði 😉

  10. Byrjar nú þessi debat einu sinni enn!!!!!geisp!!!
    Tek undir með Addabjarna að þetta kjaftæði fer alltaf af stað í miðjum innkaupaglugga og fyrir mér lugter det af fisk hver gang.
    Kanske að Hicks þurfi að losna við athyglina frá samningamálum Rafa og Aggers og þeirri staðreynd að klúbburinn á ekki til pening fyrir sæmilegum hægri kanntmanni.
    I rest mye case!!!

  11. Mér finnst eins og það sé samt einhver alvara í þessu.
    Kanarnir gætu hreinlega átt engra annarra kosta völ en að selja liðið.

  12. Skulum sjá.
    Hef trú á því að Hicks sé að leita eftir fjármagni í völlinn og hugsanlega því að kaupa Gillett út.
    Tom Hicks held ég að vilji ekki fara út úr Liverpooldæminu og hefur ekki farið mjög illa út úr kreppunni. George Gillett hefur hins vegar stórtapað og því held ég að verið sé að setja upp dæmi sem inniheldur Hicks og einhverja aðra fjárfesta, sem myndu fá að eignast völlinn og hlut í félaginu.
    En Guð hvað ég vona að þessi umræða fari enn einu sinni í gang og satt að segja finnst mér alveg verulega skelfilegt að sjá þessa eigendakreðsu alla og það allra síðasta í heimi vildi ég sjá eigendur með svipaðan hugsunarhátt og eigendur City eða mr. Abramovich….

  13. Maggi á kollgátuna, þetta snýst um peninga. (gróðærisfjármögnun)
    Forsagan:
    Kanarnir keyptu klúbbinn á sínum tíma á 218 Mill punda. Þeir lögðu ekkert fram sjálfir, stofnuðu félag sem þeir kalla Kop Holding og settu skuldir á klúbbinn sjálfan. Staðan í janúar 2008 var eftirfarandi:
    Kop Holding (sem er í 50/50 eigu Gillet og Hicks) skuldar 245 mill punda.
    Klúbburinn skuldar svo sjálfur orðið 105 millj.
    Ergó Skuldir upp á 350 mill punda.
    Vaxtaberandi greiðslur eru að sagt er um 30 mill punda á ári.
    Síðan tveimur árum seinna segjast þeir verðleggja klúbbinn á 600 mill punda eða næstum þreföldun á því sem þeir sjálfir keyptu klúbbinn á.

    Skv. mínum heimildum sem má sjá hér að neðan þá fengu þeir endurfjármögnun í janúar í fyrra, frá RBS (Royal bank of Scottland).
    Þetta lán er due í júní n.k. og ég tel afar ólíklegt að þeir fái viðunandi endurfjármögnun á pakkann.

    Þá standa þeir frammi fyrir því að þurfa sjálfir að leggja fram pening í klúbbinn sem þeir munu ekki vilja gera heldur vilja þar af leiðandi selja.

    Fyrir klúbbinn er lang best að fá menn sem eru tilbúnir að leggja fram pening af sínum eigin hvötum í klúbbinn og eru til í að vera á Anfield lengi. Helst vera í stúkunni á öllum leikjum. Ekki einhverja fjárplógsmenn.

    Heimildir:
    http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/liverpool-to-lose-all-profit-in-service-of-163350m-debt-775649.html

    http://e24.no/oppogfrem/article2883845.ece

  14. Rekstur eins og hjá City og Chelsea hefur aldrei gengið og mun aldrei ganga. Ég vill fá 2-3 dýra max á tímabili, 2 yfir sumar, 1 í janúar og halda þessu í skefjum. Ekki eins og Chelsea sem eyða bara 150 á sumri og vinna kannski bara League Cup, það er ekki alveg að koma út á núlli. Svipað og með City: Robinho: 32,5? Bellamy:15? Bridge 10 ? og Jong á 18 sem þeir hefðu getað fengið á 1.8 í sumar. Hlægilegt, 3 meðal menn á einhverjar 43 millur + Robinho sem gera ca 75,5 millur. Þeir vinna ekki bikar og komast ekki í CL, kannski Uefa, þannig að þetta tímabil verðu bara tap hjá þeim. Ég vill ekkert svoleiðis, en ég vill samt sem áður fjárhagslegt öryggi í Liverpool.

  15. Úff hvað ég er sammála Tomma nr. 12…þessi umræða aftur. Þetta fer innum eitt og út um hitt, en eins og ég hef sagt í öll hin skiptin sem þetta kemur upp. Það væri mjög gott að fá nýja aðila til að kaupa liðið. Helst vildi ég náttla að aðdáendur myndu kaupa liðið, svona svipað og Barcelona….En hvað varðar Hörð Torfa og Kolfinnu, þá gæti ég hugsanlega hlustað á Hörð syngja, en hlusta á Kolfinnu tala um pólitík EKKI séns :o)

  16. Mér finnst magnað Árni að þú skulir vitna í heimildir í commentakerfi á http://www.kop.is🙂

    Greinilega vel siðaður maður þar á ferð. Ritgerðir eflaust í fínu standi hjá þér. Áhugaverð lesning.

  17. Ástæðan af sölunni hlítur að felast í því að þeir geta ekki endurfjármagnað þetta lán sem þeir tóku í skotlandi.

    Ég tek því fagnandi, en samt með smá fyrirvara að nýjir eigendur geta ekki gert verri hluti fyrir félagið.

  18. Ég vil bara að þegar við vinnum titilinn að fólk geti ekki sagt að við höfum “keypt titilinn” eins og Chelsea menn hafa oft fengið að heyra, og það réttilega.

    Liðið á að vinna titillinn á blöndu af mönnum sem koma ungir og ódýrir til félagsins og uppöldum. Auðvitað yrðu 1-2 nöfn sem koma kannski á mikinn pening.

    Og þegar stóru leikmennirnir koma til Liverpool, þá vil ég að það sé því þeim langi að spila fyrir Liverpool. Enga helvítis málaliða sem spila hvar sem er svo lengi sem þeir fá nógu mikinn pening í vasann.

  19. Það jákvæðasta við þessa frétt finnst mér vera þetta sem kemur fram í Guardian

    What is emerging is that this will be a very different deal to the Manchester City takeover. While Sheikh Mansour of the Abu Dhabi royal family has poured a fraction of the Emirate’s wealth into a venture that is essentially one big marketing campaign, the Al Kharafis are hard-nosed businessmen who will be expecting to turn some kind profit

    Þetta er ánægjulegt. Ég vil að rekstur Liverpool standi undir sér og þess vegna skili eigendunum, sem hafa tekið áhættu, einhverjum hagnaði. Ég vil ekki einhverjar skýjaborgir, sem þurfa sykurpabba til þess að dæla inn peningum til að dæmið gangi upp.

    Ég vil aðila, sem geta lagt pening í fjárfestingu á nýjum velli og hafa vit á að nýta sér styrk Liverpool til þess að stækka klúbbinn í gegnum markaðssetningu og annað. Til þess að slíkt gangi upp er góður árangur á vellinum alltaf frumskilyrði og það ætti business menn að vita.

  20. Argandi sammála meistari Einar Örn.
    Vill hreint ekki fá einstaklinga sem leika sér í 3 – 5 ár og svo í kjölfarið þurfa að skanna netið til að finna leiki með liðinu mínu, spilandi við Carlisle og Milton Keynes í deildinni. Jafnvel tapandi þeim leikjum… (a la Leeds).
    Hins vegar virðast þessar sögusagnir hafa eitthvað á bakvið sig, því þær eru á svo mörgum stöðum á netinu þennan daginn……

  21. Það geta margar hvatir legið að baki fjárfestingum en til lengri tíma litið verður fjáfestingin að vera sjálfbær. Roman var að reyna að koma því þannig með Chelsea enda hefur stórlega dregið úr einhverjum ofurkaupum hjá þeim manni. Kanarnir hafa jú reynt að kaupa vandaðri leikmenn í samráði við Parry og Benitez og væntanlega komist að sömu niðurstöðu og undirritaður að Parry er ekkert annað en hraðahindrun. Hann virðist ekki getað markaðsett klúbbinn og hann virðist ekki getað “verið ekki fyrir” þegar Benitez er að biðja um leikmenn. (Sbr. Barry málið í sumar/haust). Þess vegna er Benitez manager en ekki Parrý.
    Kanarnir eru komnir af stað með klúbbinn og eru á réttri leið (Business lega séð) en þeim skortir klárlega fjármagn til þess að klára pakkann.
    Að taka félagið á skuldsettri yfirtöku með vaxtaberandi greiðslur upp á 30 milljónir punda á ári, er klárlega ekki rétt leið sama hvernig þú horfir á það. Það er því að mínu mati lítið sem ekkert business vit í kollinum á þeim, sama hvernig ég hugsa málið.

  22. BAM!

    Al-Kharafi denied yesterday reports that it was negotiating a buyout of English Premier League club Liverpool. “Al-Kharafi Group is not at the moment looking to a buy a club,” a source within the group told Kuwait Times. “Our main concern is to promote and advertise Port Ghalib and this rumour about Liverpool probably came from that.”

    http://www.kuwaittimes.net/read_news.php?newsid=MTY0MTE3NzAxMQ==

  23. Alveg sammála EÖE

    Típískt að þetta sé rétt sem Reynir Þ bendir á, samt skrítið hvernig þetta náði þá að verða svona stórfrétt, sérstaklega ef menn frá klúbbnum hafa verið í mið austurlöndum, sjáum hvað setur, vonandi allavega fer sala á klúbbnum bara að ganga eftir.

    …og takk Carsten Nr.26, smá klúður.

    …og TAKK KÆRLEGA Ólafur (Nr. 28) shit hvað ég er feginn að hótanir um að hann sé á leið til okkar séu úr sögunni. 😉

  24. Vá… Emile Heskey er orðinn 31 árs. Time flies, ég man eftir því eins og það hafi verið í gær hvað ég var sáttur þegar hann kom til Liverpool… fyrir rétt tæpum 9 árum. Maður er orðinn allt of gamall.

    En félagið verður væntanlega ekki selt, stórefast um það. Maður er orðinn vanur þessum fréttum.

  25. Ég vil ekkert lið sem er með lak á hausnum til Liverpool sama hversu mikið fé þeir eiga!

  26. Kúveitar segja að fregnin um að þeir ætli að kaupa Liverpool sé röng, þannig að við þurfum ekki að ræða það meira, enda er allt betra en kanarnir….. Liðið á sunnudag,, þá vil ég hafa Torres frammi og Gerrard fyrir aftan hann og svo Alonso, Mascheran,Riera og Kuyt og vörnin er ekkert vandamál, Keane má svosem vera með, en þá á bekknum. 😉

  27. Þetta kemur upp alltaf öðru hvort og aldrei verður neitt úr neinu þannig að maður er löngu hættur að nenna lesa svona fréttir.

  28. 33 Er alveg útilokað að koma frá sér texta eða efni og í leiðinni að sýna leikmönnum Liverpool FC virðingu (hvaða álit menn hafa á þeim sem leikmönnum). Það eru svona ummæli sem eru að verða til þess að kommenta dæmið á þessari síðu er að verða á sama standard og gras.is var á sínum tíma.

Pennant farinn

Everton í bikarnum á morgun.