Í dag kom Chelsea, liðið í öðru sæti deildarinnar, í heimsókn á Anfield. Okkar menn tóku sig til og **pökkuðu Chelsea liðinu saman** og unnu verðskuladaðan 2-0 sigur, sem var reyndar alltof tæpur fyrir minn smekk. Liverpool liðið yfirspilaði Chelsea liðið nánast frá fyrstu mínútu og þessi leikur markaði líka endurkomu **Fernando Torres** í ensku úrvalsdeildina. Velkominn aftur, Fernando. Og bæ bæ fokking janúar mánuður.
Rafa stillti liðinu upp svona:
Arbeloa – Skrtel – Carragher – Aurelio
Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres
**Bekkur:** Cavalieri, Hyypiä, Agger, Dossena, Lucas, Babel og Benayoun.
Þegar ég var ekki að væla yfir Robbie Keane í upphituninni hans Kristjáns, þá sagði ég alveg eitthvað af viti líka:
>Ég er ansi hræddur líka um að við töpum þessum leik. En þetta lið hefur svo sem oft sýnt okkur að þegar að við aðdáendur erum hvað svartsýnastir, þá koma þeir okkur á óvart. Vonandi að það gerist á morgun.
Og enn gerðist það. Guði sé lof að leikmenn liðsins virðast oft hafa miklu frekari trú á getu þeirra heldur en við. Kristján spáði tapi og ég var ekki sá bjartsýnasti fyrir leikinn. En það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu hverjir myndu ráða ferðinni.
Yfirburðir Liverpool voru miklir, en þó eitthvað minni í fyrri hálfleik en þeim seinni. En það var þó þannig að Chelsea fékk **engin** almennileg marktækifæri í öllum leiknum. Öll tölfræðin var með okkar mönnum. Við vorum meira með boltann, skotin voru 16-6, hornspyrnur voru 12-1 og svo framvegis.
Liverpool náði að skapa sér nokkur ágætis færi, en þó engin dauðafæri. Og þegar að liðnar voru 80 mínútur af leiknum án þess að Liverpool hafi tekist að nýta sér yfirburðina í leiknum til að skora þá var ég orðinn ansi stressaður og farinn að röfla óheyrilega mikið í kærustuna mína, sem var þarna til að veita mér andlegan stuðning á bar fullum af Chelsea mönnum hérna á Södermalm.
Einhvern veginn sá ég þetta alveg renna út í jafntefli, þar sem að Chelsea menn virtust aldrei hafa áhuga á því að sækja í leiknum. En tveir hlutir í seinni hálfleik breyttu hlutunum.
Fyrir það fyrsta fékk Frank Lampard rauða spjaldið fyrir brot á Xabi Alonso. Þeir fóru báðir í tæklingu, en munurinn var sá að Lampard var með sólann á lofti og hann fékk því rauða spjaldið. Eflaust eilítið strangt hjá dómaranum. Öllum að óvörum þá kvartaði John Terry yfir þeirri ákvörðun dómarans. Það sem eftir lifði leiks þá féllu þó vafa-atriðin Chelsea í hag, sérstaklega þegar að Bosingwa átti klárlega að fá rautt spjald fyrir fáránlegt brot á Yossi Benayoun, þar sem hann sparkaði í bakið á honum. Fáránlegt brot og með hreinum ólíkindum að línuvörðurinn, sem var svona 20 centimetrum frá hafi ekkert séð.
Hitt sem að breytti gangi leiksins var þegar að Albert Riera fór útaf og Yossi kom inná í staðinn. Liverpool hafði verið betra liðið, en það vantaði eitthvað í sóknarleikinn. Yossi sá um það. Hann breytti sóknarleiknum hjá Liverpool til hins betra.
Þegar að ein mínútu var eftir af venjulegum leiktíma var Liverpool enn aftur í sókn. Boltinn barst útá vinstri kantinn þar sem að Fabio Aurelio gaf góðan bolta fyrir. Þar tókst **Fernando Torres** að koma sér fram fyrir Alex og skalla boltanum í netið. 1-0 fyrir Liverpool og ég, einsog eflaust margir, öskraði af fögnuði. Heill mánuður af pirringi hvarf allt í einu í fagnaðarlátunum.
Chelsea reyndu eitthvað pínu að sækja eftir þetta, en gerðu lítið. Dómarinn bætti 5 mínútum við leikinn. Þegar að fjórar mínútur voru komnar framyfir þá skallaði Dirk Kuyt boltann rétt fyrir utan vítateig Chelsea. Benayoun pressaði Ashley Cole og náði af honum boltanum, komst upp að markinu – boltinn komst svo yfir á Fernando Torres, sem að skoraði í autt markið. 2-0 fyrir Liverpool og Fernando fékk svo heiðursskiptingu stuttu seinna.
**Maður leiksins**. Liverpool liðið lék frábærlega í dag. Það er ekki lítið mál að yfirspila Chelsea svona þannig að liðið nái ekkert að skapa af viti. Vörnin var fín og sérstaklega var gaman að sjá Carragher taka Drogba nokkrum sinnum í nefið eftir að hann kom inná. Miðjan hjá Liverpool var miklu betri en Chelsea. Mascherano lék sinn besta leik lengi með góðum inngripuðum og yfirveguðum sendingum. Xabi var líka góður einsog fyrri daginn.
Í framlínunni kom lítið útúr Riera og Kuyt. Yossi Benayoun átti hins vegar frábæra innkomu, sem að breytti leiknum. Gerrard var líka góður. En það er hreinlega ekki hægt að líta framhjá spænska framherjanum okkar. Ef þú skorar tvö mörk í 2-0 sigri, þá er varla hægt að sleppa því að velja viðkomandi mann leiksins. Ég sagði fyrir leikinn að **Fernando Torres** gæti haft úrslitaáhrif og það gerði hann svo sannarlega. Ég var skíthræddur um að hann yrði tekinn útaf, en hann sýndi það í dag að hann getur breytt leikjunum hvenær sem er. Frábært framlag hjá Torres í dag.
Þetta var það sem við þurftum. Ekki bara við aðdáendur, sem höfum eflaust verið ótrúlega leiðinlegir síðasta mánuðinn, heldur líka liðið. Við þurftum eitthvað til að gleðjast yfir. Og fyrir liðið þá hlýtur þetta að sýna þeim að þeir geta unnið hverja sem er og að þeir geta unnið þennan titil! Liverpool liðið er núna í öðru sæti, tveim stigum á eftir United, sem hafa leikið einum leik færra. Næstu leikir í deildinni eru úti gegn Portsmouth (sem er í rúst) og heima gegn Manchester City (sem er sirkus) áður en við förum svo til Madrid í Meistaradeildinni.
Þessi deild er sko alls ekki búin, en Liverpool sýndu það í dag að þeir eru það lið sem er líklegast til að taka titilinn af Manchester United.
Koma svo! YNWA!
Skál !!!!!!!!!!!!!!!!!
Þvílíkur léttir, þvílík hamingja! Bíð spenntur eftir skýrslunni…
Það er bara svo pirrandi við þessi jafntefli undanfarið að sjá svo hvað þessir strákar geta ef þeir vilja.
Ætla að fara og finna mér hatt og taka hann ofan fyrir Torres og félögum. Vel gert!
PS: Horfði á leikinn á kínverskri sjónvarpstöð. Heyrði það ekki greinilega en held að þulirnir hafi sagt að John Terry væri “(#)()$=”)!(##
Sælir félagar
Frá bær sigur einstaklingsframtaks og getu. Ég var og er ekki sáttur við að RB skyldi ekki taka Masca útaf strax þegar Lampard var rekinn útaf. Þá átti auðvitað að blása til alsherjarsóknar og valta yfir andstæðinginn.
En hin endalausa og skipulagða varfærni RB réði ríkjum og hafði næstum kostað okkur sigurinn. En Torres og einstaklingsframtak Benayouns bjargaði sigri. Þrátt fyrir sigurinn var ég mjög ásáttur við stjórann í þessum leik. En samt dásamlegur sigur og Torres vonandi komin til baka að fullu. Til hamingju félagar.
Það er nú þannig.
YNWA
Hér er mín skýrsla: Torres er náttúrulega hetja dagsins með tvö mörk seint, seint, seint í leiknum. EN … ég er efins um það hvort við hefðum yfirhöfuð skorað þessi mörk ef Yossi Benayoun hefði ekki komið inná.
Að besti maður síðasta leiks hafi bara fengið kortér í dag var skrýtið, en sem betur fer fékk hann þó allavega þetta kortér. Hann galopnaði þetta (og svo bætti Babel einnig við með góðri innkomu) og það er að mínu mati þess vegna sem þessi leikur vannst. Riera og Kuyt voru slakir í dag en þegar Benayoun og svo Babel komu inná kom mikil ógn af vængjunum og það skilaði sér í tveimur Torres-mörkum, einu af hvorum væng.
Game on, United!
Snild, Torres kominn í gang og við erum kominn á beinu-brautina
hárrétt! Torres náði sér á strik, og þeir pössuðu sig ekki nógu mikið 😀
Já það er klárt að það er kominn febrúar.
Já skil þess vegna fagnaði Torres eins og Arabi http://www.theglobeandmail.com/servlet/story/RTGAM.20090201.wsptkuwait1/BNStory/GlobeSports
Frábær sigur. Verð samt að viðurkenna að mér fannst rauða spjaldið á Lampard ekki verðskuldað (græt það nú samt ekkert), enn hann átti þetta spjald nú inni frá því að hann fótbraut Alonso um árið 🙂 …. Bosingwa átti meira skilið að fá rautt spjald fyrir að smella tökkunum í bakið á Benayoun (btw getur e-r útskýrt hvernig hægt var að dæma brot á YB í því tilviki ??? )
Mér fannst þetta vera ekta 0-0 leikur, enn sem betur fer þá sá Torres til þess að það yrði ekki niðurstaðan. Flestir komust vel frá sínu ef frá eru taldir Kuyt og Riera. Benayoun spilaði vel í síðasta leik og tók upp þráðinn frá því þá þegar hann kom inná.
Flottur leikur í dag, fannst einhvern veginn leikurinn vera hraðari heldur en leikirnir undanfarið og fannst mér allt liðið vera spila vel fyrir utan kantmenninna sem voru eitthvað illa fyrirkallaðir í dag, Benayoun hiklaust frábær innkoma og kom með mikla ógnun og sóknaleikurinn þyngdist eftir hann poppaði upp þarna á vinstri kantinum. Torres nátturlega minna á sig og vonandi er þetta aðeins smjörþefurinn sem við eigum eftir að sjá núna á næstunni.
En annað þvílíkt spjald sem Lampard fékk ekki frá því að fengum jólagjöfinna snemma í ár 😉 og hvað var málið með Boswinga í lokinn klárlega rautt spjald á hann og langt bann fyrir þetta brot. ekkert nema líkamsáras í mínum augum.
Áttum þennan leik með húð og hári. Gekk þó erfiðlega að veita náðarhöggið eins og oft áður. Annars sýnir þessi leikur best hversu mikilvægir hæfileikamenn líkt og Torres eru, klárar leikinn upp á sitt einsdæmi. Snilld. Svo er bara að bíða eftir að United misstigi sig og ná í 3 stig á Old Trafford í mars. Við erum ennþá í bullandi séns.
Benayoun kann þetta alltsaman,en við þurfum nákvæmlega eins leikmann og hann en bara í hærri klassa.Yossi á þetta til við og við,þurfum bara einhvern sem gerir þetta alltaf en ekki við og við…………Mæk Ræfill klikkar ekki frekar en fyrridaginn (veit að það má ekki uppnefna menn hérna) en ræfillinn er bara skelfilegur dómari.lætur leikina aldrei fljóta almennilega og kemur alltaf með eitt svona rautt upp á funnið..á ekki að fá að dæma stóru leikina.Vitum öll að þetta rauðaspjald var bara rugl og Steve nýbúinn með eina svipaða rétt áður…En alltaf er það Alonso greyið sem fær brotin á sig……En glæsilegt og bara næsti leikur takk
Sammála því að þetta spjald á Lampard var fáránlegt, og Bosingwa átti svo sannarlega að fá rautt fyrir þessa árás á Benayoun. En ég segi eitt, og vona að ég verði ekki algerlega skotinn í spað, Gerrard átti þetta spjald svo sannarlega skilið og hann ætti að biðja aðdáendur Liverpool afsökunar. Þetta er ekki fyrirliða Liverpool sæmandi.
Ósanngjarnt rautt á Fat Frank, en það breytti litlu í leiknum, Chelsea kom aldrei í þennan leik til þess að fá 3 stig, þeir buðu uppá minni sóknarleik en við höfum gert allan Janúar mánuð, og þá er mikið sagt.
Góður og verðskuldaður sigur, sem við skulum njóta vel – Janúar er því betur fer liðin, og það getur bara batnað héðan í frá 🙂
Er það bara mér sem fanst LFC yfirspila Chelsea frá fyrstu mínútu, auðvitað munaði um að Lampard var rekinn útaf, en við spiluðum þá uppúr skónum í dag man ekki eftir að hafa séð eins mikinn mun á liðunum síðan fyrir tíma Rússans þó illa gengi að skora.
maður leiksins Torres en Yossi kemur fast á eftir
Frábær baráttusigur. Vorum grimmir allan tímann og verðskulduðum þessi mörk. Bara ef við gætum sýnt svona baráttuvilja í öllum leikjum.
Benayoun hlýtur að hafa unnið sér sæti í liðinu með þessari frammistöðu á kostnað Kuyt. Mjög skapandi í dag eins og í síðasta leik.
Torres er náttúrulega bara snillingur !
Áfram Liverpool !!! :):):)
Þetta var fyrst og fremst gríðarlegur léttir, úff. Frábært að vinna þennan leik og það eru svona leikir sem litið er á þegar tímabilið er gert upp……vona allavega að í maí verði litið til baka á þennan leik sem vendipunktinn 😉
Við vorum nú hættulegri í þessum leik og gjörsamlega áttum hann þegar Lampard fór útaf. Ég fer nú seint að gráta rautt spjald á Lampard, allra síst þegar það gerist á Anifield. Hann er með takkann hátt á lofti og það er verið að taka harðar á þessu, hann hefur nú t.d. brotið Alonso áður, en kannski hefði gult alveg verið sanngjart líka svona þegar maður fór að sjá þetta hægt í endursýningu. Ég var líka mjög feginn að sjá á eftir honum útaf (var reyndar ekki búinn að sjá hann í leiknum) því JM og Alonso voru báðir á spjaldi og allt eins líklegir til að bæta við einu í viðbót.
Ég er svo mjög sammála KAR hvað kanntana varðar í dag, Kuyt var samur við sig og gat mest lítið, nenni ekki að velta mér upp úr því, en hann er líklega það sem stétt sálfræðinga kallar, æðislegur leikmaður. Riera var svo verri hendur en Kuyt ef eitthvað er og það er ákveðið afrek eitt og sér. (gef þeim reyndar smá brake þar sem á móti þeim voru tveir frabærir bakverðir).
Benayoun er annars sjóðandi heitur núna sem er gaman að sjá and long may it continue, má virkilega, virkilega, virkilega fara taka þessa hægri kannt stöðu ef við kaupum engann í hana á eftir. Babel átti svo sæmilega innkomu, fékk nú ekki mikinn tíma svosem og missti boltann svolítið, en við fórum aðeins að fara upp kanntana með tilkomu hans og Yossi. Hefði viljað sjá hann mikið fyrr inn fyrir JM samt og fram, ekki á kanntinn til að henda Kuyt upp á topp.
En menn eins og Fernando Torres breyta jafnteflum í sigur, þessi elsku drengur er æðislegur. Gerrard var svo líklega okkar maður leiksins. Var vörnin hjá okkur inná allann leikinn ?
Maður leiksins var samt engu að síður án nokkurs vafa Alex, djöfull var hann góður, úff.
…..og tvennt að lokum, hvað er að frétta Jose Bosingwa, þetta er með því fáránlegra sem ég hef ekki séð dæmt á, hvernig línuvörðurinn klikkaði á þessu er hreint út sagt magnað og til að toppa það var dæmt á Benayoun!!! En hey, kannski var þetta sparkið í rassinn sem Liverpool þurfti 😉
……og hitt, hvað er þetta með Keane!!! Fréttir þess efnis að hann hafi komið án þess að Benitez hafi sérstaklega viljað það finnst mér hreint út sagt ótrúlegar, hvaða ullarhattur tekur þá þessar ákvarðanir, og hversvegna stillir sá kappi ekki bara upp liðinu líka? Parry, Hicks og Gillett eru vonandi núna að segja við Rafa að þeir sjái núna að þetta gangi auðvitað ekki og samþykkja að gefa honum fullt vald á leikmannakaupum liðsins. Fari síðan í kjölfarið á annan fund og selja klúbbinn.
Glæsilegur sigur og kærkomin stig. Það er ótrúlegt hvað gengi þessa liðs hefur mikil áhrif á geðheilsuna hjá manni:) En ég er bara ekki endilega sammála því að þetta hafi ekki verið rautt spjald á Lampard. Vissulega er hann á undan í boltann en þetta er 50/50 bolti, en Lampard var einfaldlega of hátt uppi með með fótinn og sólann á lofti. Og þessar tæklingar er einfaldlega verið að reyna að koma í veg fyrir úr boltanum þar sem þær eru mjög glæfralegar.
Einnig mjög ánægður með skiptinguna á Benayoun, fyrst bjóst ég við að Kuyt yrði sá sem færi út, en flott skipting að taka Macherano út. Samt sem áður á ég ekki von á því að þetta þýði það að tími Kuyt á kantinum sé kominn.
Þegar Benayoun kom inna kom meiri í leikinn
Frábær úrslit! Rafa skilaði þessu í dag þó rétt hjá Sigkarli að skiptingar hefðu mátt koma fyrr. Spjaldið á lampard réttmætt því svona spörk geta fótbrotið.
Núna er kominn vindur í segl liðsins, en verðum þó að bíða eftir sannfærandi nokkrum sigrum gegn liðum neðar í deildinni áður en ljóst að við eigum mikla titilvon – þar liggur hundurinn grafinn í ár.
Liðið allt á hrós skilið, bara frábærlega gert og aldrei uppgjöf. Benayoun stóð sig frábærlega eftir að hann kom inná, hann á þetta til drengurinn.
Vonandi verður nægur kraftur til að fylgja þessu eftir í næstu leikjum og vinir okkar í Manchester borg fari að tapa stigum.
21#
ég er svosem sammála með skiptingarnar, en samt er hægt að verja það að þær hafi ekki komið fyrr.
Ef skiptingin hefði komið fyrr og mark í kjölfarið á því þá hefði Chelsea væntanlega sett allt í sölurnar og reynt að knýja fram jafntefli, og vi ðþær aðstæður er erfitt að vera t.d. á Mascherano.
Ég held að Benitez (án þess að ég hafi hugmynd um það) hafi verið að spá í því og beðið með skiptinguna og vonað að Liverpool hefði getað opnað leiðina að markinu með hann innanborðs, og beðið með að skipta honum út þangað til hann taldi rétt.
ehhhhhhhhhhh ég tek alt sem eg sagði um benayon frábær úrslit
Eins frábær og Fernando Torres var í þessum tveimur mörkum, þá megum við alls ekki líta framhjá frábærum leik El Capitane Fantastico, Steven Gerrard. Mér fannst hann F U L L K O M I N N í dag. Hann og Torres deila þessum titli, maður leiksins.. Ég er ennþá öskrandi af gleði, drullumst svo til þess að vinna dolluna !
ÁFRAM LIVERPOOL
Varðandi brottrekstur Lampard langar mig að taka fram að þó hann hefði “aðeins” fengið gula spjaldið hefði hann samt sem áður verið rekinn útaf vegna þess að hann var búinn að fá það gula áður – er það ekki rétt munað hjá mér?
Annars bara frábær leikur!
Sælir félagar
Kem hérna inn aftur til að þakka fyrir góða leikskýrslu hjá Einari Erni og svo auðvitað að óska okkur öllum púllurum til hamingju með að vinna loks verðskuldaðan heimasigur (höfum áður verðskuldað sigur miðað við hvað við höfum haldið boltanum vel í mörgum leikjum 😉 og svo Torresinn. Hann er dásamlegur drengur 🙂 🙂
Það er nú þannig
YNWA
það gladdi mig mikið að sjá torres fá að vera maður á mann eftir að kuyt fór á toppinn með honum. kuyt veldur miklum ursla og úr þeim ursla getur torres framleitt svo um munar.
Meira svona !
Lets rise to the top lads.
Mér finnst vanta hrós til handa Aurelio sem stóð sig með prýði og lagði upp fyrra markið með góðri fyrirgjöf – sem Torres vann frábærlega úr…
Annars sagði ég strax og ég sá tæklingu Lampards að þetta væri rautt!!
nr. 1. Mike Riley að dæma
nr. 2. Hann var klárlega með sólann sýnilegann á lofti í tæklingunni
nr. 3. Það er verið að reyna að útrýma þessu úr leiknum; slíkar tæklingar hafa svo gott sem valdið örkumlun leikmanna, þó svo Lampard (sem betur fer) hafi ekki hitt á ‘réttan’ stað hefði ekki mikið þurft að fara úrskeiðs til að Alonso hefði meiðst illilega.
FA mun svo fara yfir Bosingwa málið og dæma hann í 3-5 leikja bann – spái ég…
Annars frábær sigur og hægt að líta á það þannig að Benitez hafi komið með skiptingarnar á hárréttum tímapunkti fyrst fór sem fór – þó ég hefði viljað fá þær fyrr (einsog fleiri)… en In Rafa We Trust!
Full Steam Ahead!!! Stefnan sett á toppinn og allt opið! Var það ekki það sem við vorum að óska eftir í upphafi leiktíðar (margir hverjir a.m.k.), þ.e. að vera í baráttunni um titilinn??? Ekki úr leik í Nóvember einsog oft áður…
Bestu kveðjur, YNWA –
Sæmund
Frábær sigur í dag!!En það pirrar mig pínu að SG hafi verið að dýfa sér þarna og fá gult fyrir,eins og hann var nú búinn að spila vel.Þetta er nú ástæðan fyrir því að maður drullar yfir menn eins og Drogba,CR,Robben og fleiri og ég er ekki sáttur að SG skuli leggjast svo lágt.Annars fannst mér allir mjög góðir í dag nema kantmennirir tveir.Finnst samt auðveldara að fyrirgefa Riera en kyut fyrir að missa boltann,hann er svo miklu meira ógnandi.Ég vil að yussi fái sénsinn næst á meðan hann er svona heitur.
Afskaplega glaður.
Ekki bara með úrslitin, heldur líka frábæra frammistöðu liðsins. Auðvitað voru nokkrir leikmenn sterkari en aðrir en maður yfirspilar ekki Chelsea í 90 mínútur með annars vegar stórsteikum og hins vegar afgöngum.
Þetta 13 manna lið sem tók þátt í dag er held ég það sterkasta sem við getum stillt upp, plús Agger karlinn þegar Rafa verður búinn að fá alræðisvald og semur við hann. Menn unnu virkilega hver fyrir annan og þeir bláklæddu áttu aldrei nokkurn tíma breik.
Vona að Rafa og leikmennirnir fari oft yfir fyrra markið okkar í þessum leik og sjái hvernig maður stútar svona varnarmúrum, boltinn fluttur hratt inn og út af kantinum, aftur út, flott sending og snilldarhlaup framherjans. Svona hreyfing á hlutunum, með bolta og boltalaust er það eina sem liðinu vantar til að vinna alla leiki.
Því við skulum ekki gleyma því að í þeim 24 leikjum sem eru búnir höfum við stjórnað ferðinni nokkurn veginn í þeim öllum. Það er bara málið að koma sér í almennileg færi og nýta þau!
Yossi Benayoun er virkilega flottur leikmaður, hefur að mínu mati sýnt það síðustu 2 mánuði að hann skiptir verulegu máli í þessum hóp og innkoma hans í dag var frábær.
Ég tek alveg undir það með SigKarli að ég vildi fá Masch fyrr útaf, en hann var þó að spila mun betur í dag en oft áður og í sjálfu sér dró það nú næstum aðeins úr sóknarþunganum þegar SG var settur niður á miðjuna. Flotta skiptingin í dag var Benayoun fyrir Riera.
Frábær sigur og ég held að hann hafi fullkomlega sýnt hvaða lið mun standa næst því að stoppa Scum United í vor. Nú er bara að taka smá run og þrýsta vel á þá fyrir 14.mars!
En kvöldið og morgundagurinn verður fróðlegur. Hicks, Gillett og Parry á fundi akkúrat núna þar sem verið er að fara yfir ýmislegt, framtíðarskipuritið á Anfield og sennilega það hvort Robbie Keane verður á æfingu á Melwood á þriðjudaginn.
Ég treysti því að fundurinn klippi á tök Rick Parry á leikmannakaupum og vona að RK setji sigurmarkið á Shi*** Ground á miðvikudagskvöldið.
Flott verður að mæta í vinnuna á morgun kæra Liverpoolfjölskylda…..
Frábær sigur en hvaða viðkvæmni er þetta alltaf gegn því að menn detti auðveldlega. svona atvik geta einfaldlega haft úrslitaáhrif á það hvort lið verði meistari eða ekki. Við höfum unnir fair play verðlaunin oftar en flest lið síðustu ár og það hefur ekki gefið okkur mikið.
Meira svona.
Veit ekki hvort ég er sammála þér Jóhann (33) eða ósammála. Menn kasta sér niður af ástæðu – vilja til að vinna leikinn/ná stigi (Gerrard – Rooney – Terry – Carra – slíkir hörku naglar eiga þetta til)!!
Leikmenn okkar sýna hinsvegar fyrirmynd með því að væla ekki einsog krakkar í dómurum líkt og Fergie og félagar eru snillingar í. Sjáið t.d. ekki lengra en Everton leikinn… Endalaust væl – og með G. Neville sem fyrirliða gerir þá en grátgjarnari… Ég er ekki viss um að það hefði verið dæmd vítaspyrna á öðrum velli en ‘Gömlu Torfunni’ þó svo að réttilega hafi verið um víti að ræða…
Ég minnist enn orða Ferguson þegar hann lagði Mascherano þá lífsreglu að bera viðingu fyrir dómurunum – eftir hinn fræga leik! Nokkur gler brotnuðu úr glerhúsi hans í því steinakasti, en það versta er að hann virðist komast upp með allt. Rafa á þó bara, að mínu viti, að láta einsog hann séi ekki til… Ekki minnast orði á hann…
YNWA – Sæmund
Tek undir með Sæmund og bæti í. Aurelio og Arbeloa voru frábærir í kvöld, ógnun fram á við og það stabílir til baka að Malouda og Kalou fundust ekki þótt grannt væri leitað. Rauða spjaldið á Lampard var aldrei spjald, sama hvernig það er rökrætt, hann var á undan í boltann og var ca. 20 cm frá jörðinni. Mesta lagi gult. Það breytti leiknum en samt ekki jafnmikið og skiptingin á Benayoun og Riera. Það var frábær skipting og bætti næstum því fyrir skelfilegu skiptingarnar gegn Wigan.
Ég vonast til þess að Benayoun verði í byrjunarliðinu á kostnað Kuyt eða Mascherano. Það er alveg nóg í 90% leikja liðsins að hafa Alonso einan djúpan og Gerrard fyrir framan hann í 4-4-2. Best væri síðan að hafa Keane uppi með Torres en Kuyt gæti alveg dugað þar.
En thumbs up fyrir Rafa og strákunum, nú er bara að spýta í lófana og taka nokkurra leikja sigurrönn.
Takk fyrir Mike Riley….Þessi gaur er ótrúlegur…Rauða spjaldið bjargaði deginum 🙂
Semt sem áður verðskuldaður sigur, gaman að sjá leikmenn Liverpool leggja allt í sölurnar, hefði viljað sjá sömu ákefð gegn Everton, Stoke og hvað þau nú heista.
oooog, btw. að Lampard skildi fá rautt fyrir það sama og Gerrard nokkrum sek. áður en náttla bara joke, og ber vitni um vanhæfni Riley sem dómara….Tek það fram að ég er Liv. fan en með þessu er ég að segja að Riley er algjörlega óhæfur að dæma í PL.
Óska Liverpoolfólki til hamingju með sigurinn Loks voru gerðar skiptingar sem juku sóknarþungan og jafnvel tók karlinn varnartengilið af velli fyrir sóknarmann. Með svona blóðbragð í munni og hreðjar úr stáli eigum við alltaf að spila, ekki bara við stórliðinn. Vonast svo bara til að sjá Keane í Livepoolbúningi á miðvikudag.
Hugheilar
Frábær helvítis leikur!!!
Við stjórnuðum þessum leik frá A til Ö burt séð frá þessu rauða spjaldi. Við erum að tala um það að þetta var í fyrsta skipti sem Lampard sást í mynd.
Mér fannst Chelsea leysa þá stöðu illa því mjög oft hefur maður séð lið þjappa sér saman og spila jafnvel betur einum færri svo það er alls ekki sjálfgefið að brottrekstur þýði sigur svo við skulum ekki þakka dómaranum fyrir eitt né neitt.
Liðið vann þetta fyrst og fremst og vorum við betri á öllum stöðum á vellinum og líka í varamanaskýlinu því skiptingarnar hjá Chelsea skiluðu engu á meðan okkar réðu úrslitum!!!
Hér kemur eitt stykki HRÓS til Benitez!!!!
Svo voru menn eru að ræða um sterkasta liðið en ég tel að Insua sé okkar besti vinstri bakvörður þó svo að Aurelio hafi verið góður í dag.
Flottur sigur í alvöru leik. Gamla stemningin var greinilega komin aftur því áhorfendur létu vel í sér heyra eftir dapra leiki undanfarið.
Þurfum við eitthvað á Keane að halda?
kv. Ingi T.
Ég bara verð að segja það að ég er alveg búinn að fyrirgefa Benayoun eftir frammistöðuna í dag. Vonandi heldur hann áfram að sýna svona klassaleik, þetta var allt annar leikur eftir að hann kom inn á.
Að Torres ólöstuðum fannst mér samt Stevie vera yfirburðarleikmaður í dag og hafa átt skilið að vera valinn maður leiksins.
Nokkur mál sem ég skil ekki, kannski að þið hjálpið mér.
1. Arbeloa er nokkuð hrósað hérna, en menn drulluðu yfir Carra í sömu stöðu dó svo að hann væri að gera betri hluti. Þurfa menn að vera ákveðið mikið tanaðir til að fá hrós ?
2. Menn eru að hrósa Rafa líka og fjalla um hann eitthvað spes. Það er ekki langt síðan að ég las hérna á kop.is hvernig hann vinnur þessa stóru með þessari taktík og missir miðlungslið í jafntefli. Vilja menn halda Rafa núna ?
3. Ef framherji skorar 1 mark þá er hann hetja, þó svo að það taki sinn tíma og eftir margar tilraunir. En varnarmaður sem tæklar og stoppar allt saman er bara að vinna vinnuna sína og á að gera þetta. Þannig að framherji er alltaf maður leiksins. Óþolandi hversu oft menn sem pota 1 marki eða svo, jafnvel með strípur og tanið er meira en á venjulegum enskum leikmanni eru valdir.
Skil ekki þá sem segja að þetta var ekki rautt spjald á Lampard.
Takkarnir á undan hálfan meter frá jörðu. Hreint og klárt rautt.
Kristján í #41
Ekki vera svona neikvæður, sé nú ekki endilega menn hlaða meira lofi hér á Arbeloa en Carra og tankommentið er nú þér ekki til sóma, frekar en síðasta setningin.
Ég held að Rafa hafi nú bara unnið okkur einhverja til baka í dag eftir frábæra frammistöðu liðsins og ég held að í kvöld verði það fáir sem vilja láta hann fara fyrr en miklu seinna. Vissulega er rétt að hann er að spjara sig vel gegn hinum stóru en ekki eins gegn hinum litlu. Í kvöld stóð liðið upp og lét vita af því að það ætlar að vera með í baráttunni til enda og þá auðvitað hljótum við öll að líta á þá staðreynd er það ekki. Ég reyndar held að Rafamálið verði orðið klárt á morgun þegar eigendurnir ganga frá nýja samningnum hans og við þurfum ekki að eyða miklu púðri í það!
Ég er svo vissulega sammála því að líklegra er að sóknarmaður vinni vegtyllur. Ég t.d. spilaði allan ferilinn minn sem markmaður og ég t.d. sé ekki marga markmenn sem hafa unnið Ballon d’Or t.d. Ekki einu sinni Buffon eftir að hann gerði Ítali að heimsmeisturum. Í kvöld komu þó bara tveir til greina fannst mér, G og T, því varnarmennirnir okkar áttu ekki annríkt í kvöld og markmaðurinn hefði eiginlega átt að borga sig inn á leikinn!!!
Frábært að fá svona svar #43
Ég er orðinn þreyttur á því að vera voða glaður yfir chelsea sigri og svo drulla menn upp á bak á móti meðal liði. LFC vann man.utd án G og T en svo á móti t.d. Wigan þá væri það 3-1 tap ef G og T væru ekki með. Maður veður að sætta sig að það eru ekki allir með hausinn á Carra ekki einu sinni Rafa. Þannig að ég verð að vera rólegur þangað til að Carra verður stjóri og skilar 40 fet gám af dollum á Anfield
jæja það hafðist. sammála skýrslunni, benayoun vann þennan leik fyrir liverpool, ekkert flóknara en það. gerrard var mjög góður og torres gerði það sem hann á að gera, klára þessi færi sem hefur vantað upp á síðkastið.
en guð minn góður hvað chelsea spila ógeðslega leiðinlegan bolta.
nú er bara að fara taplaust (helst) í gegnum restina. ynwa.
Kristján (#41) – Ég skrifaði greinina sem þú vísar í og talaði um að Rafa ætti erfitt með að vinna litlu liðin því hann spilaði jafn varfærnislega gegn þeim eins og gegn stóru liðunum. Hann vann góðan sigur í toppslag í dag en það breytir því ekki að ég stend við gagnrýni mína gagnvart honum þegar kemur að leikjum gegn minni spámönnum.
Annað, þá vil ég bara segja að ég lék í mörg ár sem bakvörður og mín reynsla og vitneskja úr þeirri stöðu segir mér að Alvaro Arbeloa er yfirburðabakvörður liðsins í nánast öllum atriðum. Ef það er einn af þessum 4-6 bakvörðum okkar sem gæti talist vera heimsklassa þá er það hann. Bara mín skoðun, frá einum bakverði til annars. 😉
Frábær sigur! Vorum einfaldlega mun betri allan leikinn og áttum þetta fyllilega skilið.
Ég er hinsvegar ekki sammála því bulli hér að Kuyt hafi verið slakur í dag. Ein aðalástæðan fyrir því að Chelsea fékk ekki eitt einasta færi í leiknum í dag var vegna þess hve vel Liverpool liðið pressaði Chelsea í dag sem heild. Í hvert skipti sem við misstum boltann á vallarhelmingi Chelsea manna vorum við strax mættir í hápressu, hápressu sem gersamlega svínvirkaði og virtist koma Chelsea mönnum í opna skjöldu. Í dag virkaði þetta afar vel og það er ekki sjálfgefið vegna þess að allir leikmenn liðsins þurfa að vera á verði. Missi einn maður sinn mann getur lykilsending strax komið í gegn og þar með splundrað allri vörninni. Sé hægt að treysta einhverjum manni í Liverpool liðinu í dag til þess að gera sitt í slíkri pressu að þá er það Dirk Kuyt. Enda gerðist það gríðarlega oft í dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleik að Hollendingurinn okkar vann boltann fyrir okkur á vallarhelmingi Chelsea. Í seinni hálfleiknum eftir að Frank var rekinn af velli missti þó þessi vörn nokkuð gildi sitt en ég er samt á því að ekki átti að taka Dirk af velli.
Þessi hápressuvörn í dag var ein aðalástæðan fyrir yfirburðum okkur í leiknum. Dirk Kuyt var lykilmaðurinn í þessari vörn. Simple as that.
Einnig finnst mér rétt að gagnrýna Rafa þegar það á rétt á sér. En ekki eins og oft er gert í ummælum hér á þessari síðu. Menn verða þó líka að hrósa mönnum þegar þeir eiga hrós skilið. Við unnum leikinn 2-0. Benayoun kom inná og stóð sig frábærlega. Þá er ekki þar með sagt að hann hefði staðið sig frábærlega í byrjun leiks, við allt aðrar aðstæður en höfðu skapast þegar hann kom inná. Í dag gerði Rafa 2 skiptingar, báðar á hárréttum tíma, og báðar heppnuðust mjög vel. Rafa gerði afar vel í dag og á skilið hrós en ekki yfirdrull fyrir að hafa ekki gert skiptinguna á þessum eða þessum tíma. Hann gerði skiptingarnar þegar hann gerði þær, það virkaði, punktur.
Sælir enn félagar
Ég má til að koma hér aftur til að minnast á tvö atriði. Í fyrsta lagi: ég vildi Masca út af til að auka hraðann og sóknarþungann hjá liðinu, ekki vegna þess að hann hafi leikið illa, hann er bara ekki sóknarmiðjumaður þó hann hafi lagt mark upp á Benayoun um daginn og átt gott skot í dag.
Í öðru lagi þá verð ég að hæla Fabio Aurelio fyrir leikinn í dag. Hann spilaði vel og átti frábæra fyrirgjöf á Torresinn sem gaf mark. Aurelio hefur ekki verið minn uppáhaldsleikmaður (vægast sagt) en hann á skilið að njóta sannmælis bæði frá mér og öðrum. Hann var jafn góður í dag og mér fannst hann ömurlegur í síðasta leik.
En eins og venjulega í sigurleik þá finnst manni leikmenn yfirleitt leika vel en í dag olli Riera vonbrigðum og Kuyt var eins og hann er búinn að vera meirihluta þessarar leiktíðar og nenni ég ekki að tala um það. Við aðra var ég sáttur og mjög sáttur við nokkra og við einstaka hrikalega sáttur. 🙂
Það er nú þannig.
YNWA
Við erum öll sammála þér Kristján með pirringinn á því að vera að fara illa með litlu leikina, ekki nokkur spurning! Svo sýnist mér við vera hættulega sammála með snillinginn Carragher, sem gleður mig ósegjanlega!!!
Svo að sjálfsögðu er ég sammála nr. 47, í fyrsta sinn í langan tíma gekk hápressan okkar upp, enda bakverðir Chelsea miklir sóknarmenn, svona hápressa er sett upp svo ekki sé hægt að byggja upp “aftan frá” og í því hlutverki var Kuyt að spila feykivel og Cole komst varla yfir miðju. Í raun ekki Bosingwa heldur og það var kannski það sem ég meinti í upphaflegu athugasemdinni minni við leikskýrslu dagsins.
Liðið varðist gríðarlega vel sem heild og það að Chelsea átti bara 3 skot að marki segir okkur allt um það hversu vel gekk að halda þeim frá markinu okkar. Og þó að blöðin muni reyna að missa sig yfir honum Riley, vini okkar allra, þá var það nú bara í fyrsta skipti sem ég sá Lampard í nærmynd!!! Ég ætla allavega ekki að láta það verða nálægt því það sem skiptir máli, Chelsea átti engan séns 11 gegn 11.
Sammála með Fabio Aurelio, hefur farið vaxandi
Leikir við “topp 4” hafa skilað okkur 10 af 12 stigum í vetur!!!
Mér finnst sumir menn hérna vera einum of sveiflukenndir hérna. Ef liðið vinnur þá erum við bestir. Ef þeir vinna ekki, þá eru þeir ömurlegir og sumum finnst þá að það eigi að reka Benitez. Þetta les ég út úr sumum kommentum hérna.
Ég held að þessi leikur breyti því ekki að við verðum ekki meistarar. Eina sem þetta hefur breytt að mínu mati er að við stöndum vel að vígi í baráttunni um annað sætið. Lið sem fer í gegnum heilan mánuð í deild án þess að vinna leik verður ekki meistari.
Janúar átti að vera tiltölulega auðveldur, og ef maður sá fyrir leikjaálag bæði Man Utd og Liverpool þá hefði maður haldið að við myndum ná að auka eitthvað forskot á þá. En allt kom fyrir ekki. Við kepptum við bara 5 leiki í janúar, unnum einn (Preston), og áttum tiltölulega auðvelt leikjaprógram. Man Utd keppti 9 leiki, vann 8 þeirra.
Núna eigum við síðan tvo útileiki (Everton og Portsmouth) og síðan Man City heima, og ég get fyrir mitt leyti ekki gulltryggt sigur úr neinum af þessum leikjum.
Eina sem hefur komið í ljós í þessum tveimur leikjum Chelsea, bæði við okkur og helvítin í Man Utd, er að þeir geta ekki rassgat lengur. Alls ekki title contenders, ekki í bili. Scolari verður væntanlega rekinn í sumar, ef ekki fyrr.
Hér má sjá svart á hvítu hversu mikill snillingur Rafa er á leikmannamarkaðinum, hann ætti kannski að hætta að hrúga einn tíu meðalmönnum á 3m á ári og kaupa einn leikmann sem bætir liðið:
http://www.transferleague.co.uk/
Nýkominn úr grjótinu, ertu ekki eitthvað að villast: http://www.manutd.is
Fínn sigur en hann var samt tæpur þótt leikurinn hafi verið frekar dapur ef á heildina er litið. Ég er sammála ummælum #4. hjá Sigkarli (winner charlie).
Ef litið er yfir leikinn í heildina var Liverpool alltaf mun líklegra til að skora og gjöf dómarans til okkar að reka Lampard útaf reddaði því sem redda þurfti. Þetta var aldrei rautt spjald og í raun hefði Gerrard átt að fá rautt þá líka en hans tækling var mjög hættuleg. Svo þetta KJAFTÆÐI hjá Boswinga er mér hulin ráðgáta. Ég veit í rauninni ekki hvort er verra, árásin hjá Boswinga eða sú staðreynd að hvorki dómarinn né línuvörðurinn gerðu neitt í málinu! Ég mun missa þetta litla álit sem ég hef á dómarastéttinni ef enska knattspyrnusambandið dæmir ekki Boswinga í bann fyrir þetta rugl! Ef ég væri Scolari myndi ég sekta Boswinga fyrir þetta!
Ég er ekkert að villast Reynir minn, ég bara horfi á hlutina eins og þeir eru. Ég vil gera upp tímabilið í vor og sjá hvað situr eftir.
Ég verð nú bara að segja að mér finnst það ótrúlegt að menn séu að gagnrýna ákveðna leikmenn og benitez eftir svona leik.
Þetta er í fyrsta skipti í yfir 20 ár sem að við tökum 6 stig á móti chelsea í deildinn. Við erum ennþá með í baráttunnni um dolluna og það dugar mér ágætlega í bili, þótt að ég sé ekkert alltof bjartsýnn.
En menn eru búnir að vera tuða um hitt og þetta undanfarnar vikur og svo þegar liðið vinnur toppslag og okkar aðal markaskorari setur 2 mörk þá geta menn samt fundið eitthvað til að kvarta yfir.
Hvað er málið með það?
Það er vonandi að Torres fá mikið sjálfstraust eftir þessi mörk og hann raði þeim inn á næstu mánuðum, ég held að hann sé okkar von í þessum slag um dolluna.
Ég VONA!
Þetta var sanngjarn sigur en mörkin komu full seint. Brottvísun Lampards var hörð en jafnaðist út þar sem Boswinga átti klárlega að fá rautt. En líkt og margir hafa bent á það var það ekki rauða spjaldið sem breytti leiknum heldur innkoma Benayoun. Hann átti frábært korter í leiknum.
Þetta var afar mikilvægur sigur og hlýtur að gefa þjálfara og leikmönnum byr undir báða vængi í baráttunni framundan.
Það sem er mikilvægast núna er:
Eigendamálin í kringum LFC komist á hreint.
Keane fari eða verði og málið sé látið.
Rafa skrifi undir samning til lengri tíma.
Lykilmenn líkt og Agger gangi frá sinni framtíð.
Hehe mér finnst alltaf jafn fyndið þegar þeir vitleysingar sem ekki skilja fótbolta segja að úr því að Bosingwa fékk ekki rautt, jafnaðist það út vegna þess að Lampard fékk ranglega rautt. Bosingwa átti að fá rautt, en þetta var í uppbótartíma og hafði engin áhrif á leikinn, Lampard fékk ranglega rautt spjald eftir að Gerrard var búinn að taka álíka ef ekki verri tæklingu rétt áður, og Gerrard kom aldrei við boltann en það gerði Lampard hins vegar, og það langt á undan Xabi. Mér hefði fundist gult á Lampard og Gerrard vera rétt.
Chech þurfti aðeins að verja eitt skot fram að rauða spjaldinu svo það er greinilegt öllum þeim sem vilja sjá það að spjaldið hafði lang stærstu áhrifin á úrslit leiksins. Liverpool átti auðvitað leikinn eftir þetta og gerðu vel í að skora 2 góð mörk. Eins hefði Herra Svindlari Steven Gerrard átt að fá sitt seinna gula spjald þegar hann lét sig falla einu sinni enn. Og enn segið þið að hann sé ekki þannig leikmaður, viljiði hnífapör til að éta það ofan í ykkur ?
Neikvæðnin í sumum hérna eru alveg svakaleg á köflum, því er ég sammála. Við verðum að geta glaðst þegar við höfum eitthvað til að gleðjast yfir og svo er það bara í eðli manna sem vilja sjá árangur að svekkja sig yfir hlutum sem eiga að vera betri hjá LFC. Ef liðið spilar alltaf eins og það gerði í gær þá værum við með 9 stiga forskot á toppnum en sú er ekki raunin. Við verðum bara að halda ró okkar og gera okkur grein fyrir því að á sama tíma í fyrra vorum við í MIKLU verri stöðu. Þetta er allt til bóta og því verðum við slaka á stundum. Vörnin var frábær í þessum leik. Skrtel og Carra voru svakalega góðir, besti leikur sem ég hef séð hjá Strtel eftir að hann kom til baka úr meiðslum. Bæði Aurelio og Arbeloa skiluðu sínu og rúmlega það. Það fer í taugarnar á mér hvað menn eru að skjóta á Dirk Kuyt eftir leikinn. Hann skilaði sínu hlutverki virkilega vel í dag með virkilega góðir varnarvinnu og pressu á leikmenn Chelsea. Ég meina common, ef Malouda, Lampard og Kalou sjást varla í leiknum þá hlýtur það að þýða að við vorum að gera eitthvað rétt. Eini leikmaðurinn sem var ekki að standa sig nógu vel í leiknum var Riera því miður. Rafa sýndi að hann er með pung og þessar skiptingar gengu fullkomlega upp. Brosum þegar við eigum að brosa
þar kom það loksins. nú þegar Liverpool vinnur einn leik, eftir að hafa verið í mikill lægð undanfarið eruð þið kokhraustir um að hrifsa titilinn af United mönnum. það gerist ekki á þessari leiktíð. það er nú líka merkilegt hvað þið eruð alltaf að niðurlægja kuyt greiið.
þið eruð nú líka einu stoltustu stuðnigsmenn sem til eru á jarðríki. þegar Liverpool vinnur e-n titil, sem gerist örsjaldan, þá þurfið þið að tönglast á því í marga mánuði á eftir.
áfram Everton
P.s. Gerrard er hræsnari
Yndislegur sigur og MJÖG kærkominn!
Ég er alveg fullviss um að þetta er vendipunkturinn á leiktíðinni og menn eru komnir með blóðbragðið í munninn núna!
Hveramaður”61″. Elskaðu friðinn!
Þetta var án efa einn skemtilegasti leikur sem ég hef orðið vitni af.
hvað helv…. rugl er í gangi eru allir að fara yfirum í þessu einstakaáhugamálefni sem uppi hefur verið eða eru menn ekki sáttir við að við erum hreinlega ekki að koma okkur inná þetta efni sem hefur leitt okkur inn á stað sem eingin óraði fyrir eða eru menn ekki að sjá að liturinn hefur breist til og valdið farið yfirum á þessu endalausu fáraleguumræðu sem einginn við kannast við,ég nenni ekki að skifta mér af svoleiðis pirring,ég neita að fara í svoleiðið þunglindi að það bæði úr nösum mínum bara við tilhugsun að þetta skuli vera svona einfalt reikningsdæmi, sama tíma í fyrra vorum við í MIKLU MIKLU verri stöðu,Ég mun missa þetta litla álit sem ég hef á lykilmenn í þessari umræðu……….
Bosingwa sleppur með bann fyrir árásina á Yossi, bara útaf því að hann baðst afsökunar
Af hverju í andskotanum ætlar enska knattspyrnusambandið ekki að gera neitt út af Bosingwa atvikinu??
http://visir.is/article/20090202/IDROTTIR0102/964739774/-1
Það er sannarlega alveg stórmagnað að Bosingwa fái ekki meira en saklausar skammir frá enska knattspyrnusambandinu og hreint magnað fordæmi sem þeir sýna með þessu.
En ég ætla svosem ekki að væla mikið yfir þessu, lít áfram á þetta sem sparkið sem við þurftum 😉
(Um Hveramann er það annars helst að segja að eins ógvekjandi og það nú er þá voru búin til tvö eins eintök af þessum einstækling, en hann býr í afskekktu þorpi sem notað er sem geymsla fyrir yfirborðskenda listamenn og afbrotamenn, m.ö.o. United maður að reyna að stofna til illinda )
Ég missti af þessum leik þar sem ég þurfti að sækja konuna og barnið á flugvöllinn. Kom mér vel fyrir í sófanum í gær og horfði á þetta. Það eina sem ég ætla að segja.
Yossi, ég skal aldrei kalla þig Benny Onion aftur!!
Þvílík stórkostlega innkoma hjá þessum manni.