Byrjunarliðið í kvöld.

Lucas og Dossena koma inní liðið frá sigrinum gegn Chelsea annars er þetta drullusterkt lið og sigur er eina niðurstaðan.

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Agger, Hyypia, Mascherano, Benayoun, Babel og El Zhar.

53 Comments

  1. “Tweaked his hamstring” segja þeir á Setanta um Gerrard.

    Annars þarf 2 framherja gegn þessum LITLU liðum. Alltof oft í þessum leik sem við erum of fáliðaðir framávið.

  2. Leiðinlegt að sjá Gerrard meiðast, en það er allavega gott að Rafa kom ekki með varnarsinnaða skiptingu. Hann hefði til dæmis getað sett Mascherano inn og spilað með Torres einan upp á topp. Það hefði verið frekar boring.

  3. Vá hvað Dossena er lélegur, væri líka til í að skipta Riera út sem fyrst fyrir Babel..

  4. Nei, fyrir utan nokkur skipti sem hann hefur ekki alveg náð stjórn á boltanum hefur hann verið fínn. Sækir fram alveg trekk í trekk.

  5. Jæja, allir kátir? Hvers konar lið er þetta eiginlega? Hörmungin er algjör. Nú er gaman að halda með Man Utd. Meira að segja Chelsea. Allt verður andstæðingum okkar að vopni. Hvað veldur? Erum við svona skelfilegir eða þeir svona góðir?

  6. Vil taka eitt fram mjög vel: Ég er Liverpool-maður en karl faðir minn heldur með nágrannaliðinu Manchester United. Getur einhver ímyndað sér hvernig það gerðist? Eiga kannski fleiri sér svoleiðis sögu?

  7. Torres er í ruglinu í kvöld. Vonandi að hann fari að vakna, þurfum virkilega á því að halda.

  8. Ein kenningin á heimilinu er sú að karl faðir minn hafi ekki vit á fótbolta. En sonur minn heldur með Man. vegna þess að bestu vinir hans eru MSN strákar og Man Utd. hefur náð’ árangri síðust árin, agnstætt liverpool. Liverpool lifir í minningurinni. og virðist ánægt með það.

  9. Faðir minn og tveir bræður halda með Man Utd, ég held með Liverpool! Spáið í hvað ég þarf að hlusta á!

  10. Ég skrifa vegna þess að mig langar að spyrja: hversu leiðinlegur getur leikurinn orðið? Það er skárra að horfa á tóman tölvuskjáninn en þennan leik., Drottinn inn dýri, mér er sama þó E vinni þennan ömurlega leik. Satt að segja hef ég ekki áhuga á svona hörmung. Enginn í Liverpool virðist hafa áhuga á fótbolta, end a er þetta gömul kolanámuborg. Það er svart ský yfir borginni.

    1. Ættum að vera 1-0 undir.

    2. Ég vorkenni Torres. Hann er eitthvað svo einmana.

    3. DJÖFULL er þetta lélegt.

    Ngog inná núna fyrir miðjumann. PLÍS!

  11. Alltaf skemmtileg þessi heimskulegu brot hjá blessuðum Lucas, þetta er alveg magnað hvað hann brýtur stundum heimskulega af sér

    En við vinnum í vító…ekki spurning

  12. Man nú eftir jafn vitgrönnum leikmanni og Lucas, sem heitir Steven Gerrard ! og lét senda sig útaf reglulega fyrir heimskuleg brot og tæklingar …..
    Þetta er lærdómskúrfan. Núna þarf KARAKTER !!!

  13. Var einhver að tala um sóknarmann? Vantar NOKKUÐ í sóknina? Til dæmis sóknarmann?!?!?!?!? Var einhver að kvarta um sóknarmann? JÁ ‘EGGGGGGGGG! Ég lýsi efitr sóknarmanni. Til að skora. MÖRK! Það fá víst engin stig fyrir að senda boltann á milli – EINS OG DÆMIN SANNA. Það fást bara stig fyrir mörk. SEGIÐ RAFA FR’A ÞV’I. HANN VEIT ÞAÐ EKKI!!! Og Kristján ekki heldur.

  14. það er ekki heilbrigt að lucas sé í byrjunarliði liverpool, hann kemst ekki frá leik án þess að gera einhvern fjandann af sér

  15. Gerrard er ekki meiddur, bara að hafa það á tæru…
    Heimskulegt af Lúkasi, hefur ekki ennþá lært…
    Torres, VAKNA… en hann þarf að fá sendingu til sín svo að hann nái að smellonum í sammarann

    Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

  16. er ég að misskilja eða var benítez ekki að gagnrýna david moyes um daginn fyrir að spila uppá jafnteflið ?

  17. Þessa leiks verður minnst fyrir herfilega dómgæslu. Um miðjan fyrri hálfleik áttu tveir Evertonmenn að vera farnir af velli fyrir glórulaus brot. Lucas hefur staðið sig vel, það hefur verið brotið illa á honum og fáránlegt að hann sé farinn af velli. Grófur leikur er greinilega í lagi en klaufaleg brot valda brottvísun. Því miður verða bikarleikir oft svona og við því er ekkert að segja. Dómarinn ræður!

  18. Andlaust og leiðinlegt liverpool-lið! Mikið skil ég son minn, sem heldur með Man Utd. Allt verður andstæðingum okkar að vopni. Var einhver að tala um sóknarMENN!?! Þeir sem tala um fleirtölu rétti upp HÖND! Sama hvernig ég horfi þá sé ég ekki marga þarna frammi! Shit on Rafa!

  19. Svona til að slá á léttari strengi

    Hvað í ósköpunum var í hátölurunum á goodison í hléinu, þessi everton lög eru það hallærislegasta sem ég hef heyrt

    Og síðan er verið að kvarta yfir því að you´ll never walk alone sé eitthvað corny

  20. 31 FHS, ég ætla bara að byðja þig um að LOKA eyrunum þinu eða setja á MUTE á tækinu þínu, það er mannskemmandi að hlusta á….

    Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

  21. Sammála #28 Pienaar átti að vera fokinn útaf. En þrátt fyrir lélega dómgæslu þá er Jagielka búinn að pakka Torres saman í þessum leik.

  22. Það er tvennt sem þarf að ganga upp í bikarleik.

    1. Það er lykilatriði að skora í bikarleik. Sóknarmaður þarf ekkert endilega að gera það.

    2. Ekki fá á sig mark. Ef þú gerir það, þarftu að skora meira.

    Þarf að orðlengja þetta eitthvað frekar?

  23. 3 leikir + framlenging og við náum ekki að vinna fkn Everton! eru menn ekki sáttir?

  24. jæja… þarf ekki að fara huga að nýjum framkvæmdastjóra??? hvað segja menn um það?

  25. Hættið þessu bulli með að skipta um stjóra, þeir bláu fá ekki að brosa nema einu sinni á leiktíðinni.

    Avanti Liverpool – RAFA – www. kop.is

  26. Jæja, Gerrard meiddur. Gott að við erum með Kean til að spila í holunni í staðinn :l

  27. Sammála Don Roberto!!!! Menn eru svo fljótir að fara að væla yfir því að allt sé stjóranum að kenna (aka, Siggi Sölvi). Var erfitt eftir að við vorum orðnir 10, og náttlega mjög slæmt sálfræðilega að missa fyrirliðann eftir eingöngu 16 mín.
    Það jákvæða er að við þurfum bara hugsa um tvær stærstu dollurnar EPL og CL.

  28. Ég er mjög sáttur. Getum gleymt þessu skíta bikarkeppnum og einbeitt okkur að deildinni og meistaradeildinni…. og Lucas fer í bann. Bæði jákvætt.

  29. Fyrir mína parta þá var tap Liverpool sanngjarnt, sigur Everton sanngjarn. Lélegt lið, lélegur leikur, ekkert sem getur sannfært mig um annað. HVAR ERU S’OKNARMENNIRNIR KRISTJÁN?

  30. Tók einhver eftir fleirTÖLUNNI í orðinu sóknarMENNIRNIR? Mér finnst Liverpool ekki gera greinarmun á eintölu og fleirtölu. Í gamla daga, þegar Liverpool var að sækja og vann leiki og meira að segja deildir (man einvhevr eftir 1977, eru þið kannski allir fæddir eftir það) þá voru fleiri en einn í sókninni. Þess vegna skorðu menn mörk. Djöfull sakna ég þeirra daga. Það er kannski skýringin á áranagursleysinu í dag.

  31. Í alvöru talað: Liverpool er dapurt lið og sonur minn heldur með Man Utd. Láir einhver honum það? Það þarf forhertan mann, stoltan og þráan, til að halda með Liverpool í dag. Mótlætið er skemmtilegt. Þunglyndi er … gefðu mér aðra … töflu …

  32. Það sem verra er: enginn skrifar hér lengur.
    Er það vegna sigurgleðinnar í kvöld eða samúðar með Everton?
    Til mótvægis mæli ég með myndinni THE FRENCH CONNECTION. Hún er í anda kvöldsins í kvöld: fullt að gerast, en enginn árangur. Hún vann óskarsverðlaunin 1971!!!! Hvenær vann Liverpool eitthvað síðast?

  33. Góða nótt – allir þeir sem ekki skrifa neitt.
    Það er ekki nóg að vina lið eins og Chelsea á þriggja mánaða fresti og tapa svo öðrum. Ekki til að ná árangri. Segið það Rafa. Segið það eigendum liðsins. Fíflunum sem keyptu liðið.
    Ég fer ekki á ANFIELD fyrr enn nýir eigendur hafa komið að liðinu.
    Og ég skrifa ekki meira hér á þessari síðu fyrr en Rafa fær vit í kollinn.
    BLESS.

Everton annað kvöld

Everton 1 – Liverpool 0