Us and Them (2)

Fyrir rétt tæpum mánuði síðan skrifaði ég hugleiðingu hér inn, ‘Us and Them’, þar sem ég fjallaði um titilbaráttuna og þá trú mína að hún muni standa á milli okkar manna og meistaraliðs Manchester United. Ég útskýrði þar einnig hvers vegna ég taldi Chelsea og Arsenal vera úr leik í vetur.

Þegar sá pistill var skrifaður voru okkar menn með tveggja stiga forskot á United, sem þó áttu leik til góða. Síðan þá hafa verið leiknar fjórar umferðir og á meðan United hafa unnið alla þessa fjóra leiki hikstuðu okkar menn eilítið og gerðu tvö jafntefli, áður en tveir sigrar í röð settu þá aftur á beinu brautina. Fyrir vikið höfum við átt sætaskipti á þessum mánuði við United, þeir eru nú með tveggja stiga forskot og eiga enn þennan blessaða leik til góða. Á tímabili í jafnteflismánuðinum mikla hrukku Chelsea upp að hlið okkar og var ég þá samstundis minntur á það í ummælunum að ég hefði mögulega afskrifað þá of snemma en ég stóð við skoðun mína og það hefur komið í ljós að þeir eru meira og minna að hellast úr lestinni núna í febrúar, eru komnir niður í fjórða sætið heilum fimm stigum á eftir okkur og sjö á eftir United.

Eftir standa meistararnir og við, eins og ég spáði í janúar. Það er athyglisvert að skoða aðeins gengi liðanna í vetur og bera þau saman því það er einfaldasta leiðin til að reyna að spá fyrir um hvernig titilbaráttan mun enda.

Það kemur kannski mörgum á óvart að okkar menn, sem oft eru sakaðir um að vera hugmyndalausir sóknarlega, hafa skorað fleiri mörk en United í deildinni. Markatala okkar manna er 42-17 en United-manna er 41-10. Við höfum skorað marki meira en einnig fengið á okkur sjö mörkum meira en þessi vörn United sem er að slá öll met þessar vikurnar. Maður myndi því ætla að vörnin sé munurinn á þessum liðum, en það virðist ekki aldeilis vera heldur því Liverpool-liðið hefur aðeins tapað einu sinni í vetur (Tottenham) en United tvisvar (Liverpool og Arsenal). Hver er þá munurinn?

Munurinn er að mínu mati frekar einfaldur. United hafa unnið níu 1-0 sigra í deildinni í vetur og gert aðeins fimm jafntefli á meðan okkar menn hafa gert níu jafntefli. United hefur unnið sautján leiki gegn fimmtán sigrum okkar manna.

Leikur United gegn West Ham í gær er gott dæmi um muninn á liðunum. Leikurinn fór að mestu fram á miðjunni og var lítið um marktækifæri á báða bóga. Allt stefndi í markalaust baráttujafntefli þegar Ryan Giggs fékk boltann úti við vinstri hliðarlínuna, spólaði framhjá tveimur varnarmönnum inná teiginn og smellti boltanum með hægri í fjærhornið. Galdrar velska töframannsins tryggðu United-mönnum þrjú stig í leik sem hefði pottþétt endað í markalausu jafntefli ef enginn hefði stigið upp og töfrað eitthvað upp úr engu, eins og Giggs gerði.

Að mínu mati, þegar við skoðum töfluna í vetur, er Liverpool-liðið mjög vel statt. Það er ótrúlegt hversu mikið og gott uppbyggingarstarf Benítez hefur unnið hjá okkur og nú finnast fáir veikir hlekkir í keðjunni. Breiddin er að mínu mati alveg til staðar og mænan í liðinu er mjög sterk. Rétt eins og hjá United.

Munurinn á þessum liðum, og það sem veitir þeim enn forskot fram yfir okkar menn að mínu mati, er sá að þeir eiga fleiri leikmenn sem myndu kallast ‘match winner’ á enskunni. Við eigum tvo slíka, tvo sem eru klassa betri en hinir og við getum verið nánast örugg með að muni reglulega skora mikilvæg mörk og/eða vinna leiki með einstaklingsframtaki. Torres og Gerrard eru vissulega yndislegir leikmenn og við erum heppnir að eiga tvo slíka (t.a.m. tveimur fleiri en Arsenal á í dag).

United á hins vegar sex slíka: Ronaldo, Rooney, Berbatov, Tevez, Giggs og Scholes. Og jafnvel þótt þessir tveir síðastnefndu séu farnir að eldast eru þeir samt leikmenn af þeim gæðaflokki að þeir geta unnið leiki með einstaklingsframtaki, sbr. sigurmark Giggs í gær og sigurmark Scholes gegn Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra, svo dæmi séu tekin. Jafnvel án þeirra tveggja á United hina fjóra en við bara tvo, sem treysta má að dúkki reglulega upp með sigurmark eða einstaklingsframtak sem skiptir sköpum.

Þetta skiptir einfaldlega máli. Þegar annað liðið er með tvo ‘match winners’ í sínu liði en hitt liðið með fjóra eða fimm inná er augljóst að síðarnefnda liðið er líklegra til að breyta þráteflisstöðu í sigur fyrir tilstilli eins manns. Þess vegna, að mínu mati, eru United enn litlu hænuskrefi á undan okkur í deildinni. Þeir eru með fleiri leikmenn sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur, og því vinna þeir fleiri leiki á meðan við gerum fleiri jafntefli.

Þetta er þó alls ekki búið, að sjálfsögðu ekki. United hefur unnið núna held ég tíu eða ellefu deildarleiki í röð þannig að það hlýtur að fara að koma að því að þeir tapi einhvers staðar stigum. Eins styttist í að þeir fari að fá á sig mörk aftur og þegar það fyrsta dettur inn gæti losnað aðeins um þennan varnarmúr þeirra. Við verðum allavega að vona það því okkar menn eru í þeirri stöðu að þurfa að treysta á að United misstígi sig.

Okkar bestu sénsar liggja í því að vera innan skekkjumarka (hámark þremur stigum á eftir þeim, eftir jafnmarga leiki) þegar kemur að leiknum á Old Trafford. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að ætla liðinu að fara þangað í mars og vinna en það er hægt, alveg eins og það var hægt að enda heimaleikjamet Chelsea í haust, og ef okkar menn geta haldið haus þangað til og gefið sér séns á að stelast framúr United í þeim leik verðum við að þiggja það. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt.

Ég minntist hér á ofan á uppbyggingarstarf Benítez síðustu fimm árin. Án þess að ég vilji vera of langorður um það, þá verð ég að minnast á að mér blöskrar hreint ótrúlega hversu mikið Benítez er gagnrýndur þessa dagana. Við gagnrýnum hann á þessari síðu eins og aðrir, ég skrifaði t.a.m. pistil í síðustu viku þar sem ég gagnrýndi hann fyrir að vera ekki nógu ævintýragjarn gegn minni liðum, en það er munur á smá gagnrýni yfir það hvað mætti betur fara og því að gefa til kynna að maðurinn sé ekki hæfur til að sópa bílastæðin fyrir utan Anfield, hvað þá að stjórna liðinu.

Þegar ég gagnrýndi Rafa og sagði að hann yrði að vera ævintýragjarnari gegn lakari liðum til að ná sigri voru ansi margir á sama máli og lýstu yfir stuðningi við þessa skoðun í ummælunum. Hvað gerðist svo í næsta leik gegn minna liði? Jú, Rafa kom öllum á óvart með ævintýragjarnri liðsuppstillingu gegn Portsmouth. Liðið virkaði ferskara og þótt Ngog hafi ekki alveg valdið traustinu í framlínunni var fát á Portsmouth-liðinu við þessa óvenjulegu taktík og okkar menn voru talsvert hættulegri en þeir hafa verið í undanförnum leikjum (Everton-þrennan og Wigan/Stoke-jafnteflin) gegn lakari liðum. Niðurstaðan var 3-2 sigur í leik þar sem Rafa notaði breidd hópsins, spilaði með marga varnarmenn inná en í sókndjarfri stöðu (Dossena var eins og vængframherji á köntum og Agger og Skrtel pressuðu mjög framarlega, nánast eins og miðjumenn, þegar við sóttum). Við lentum í tvígang undir en í bæði skiptin brást Rafa við með því að henda framherja inná (Kuyt, svo Torres) og það skilaði sér í jöfnunarmarki og loks sigurmarki á lokamínútunum.

Og hvað gerðist svo? Var Rafa hrósað fyrir óvenjulega taktík og sókndjarfar innáskiptingar? Nei, auðvitað ekki. Honum hefur verið nánast slátrað í fjölmiðlum ytra fyrir að hafa vogað sér að hvíla Torres (sem allir heilvita menn sáu að var gjörsamlega búinn á því í 100+ mínútur gegn Everton á miðvikudag, á meðan Portsmouth-liðið var í hvíld þann daginn) og fyrir að hafa stillt upp þremur miðvörðum og bakverði á miðjunni. Skiptir engu þótt við höfum skorað þrjú mörk og unnið, né það að Aurelio hafi oft spilað þessa stöðu undir stjórn Rafa fyrir Valencia. Menn horfa bara á það neikvæða þegar Benítez er annars vegar.

Berið saman gagnrýnina á Benítez, sem er í titilbaráttu með Liverpool-liðið, og Wenger, sem hefur tekið mörg stökk afturábak með Arsenal-lið sem var fyrir 4-5 árum sennilega hæfileikaríkasta knattspyrnulið heims en er nú ekki einu sinni eitt af þeim fjórum bestu í Englandi. Hefur Wenger annars verið eitthvað gagnrýndur í fjölmiðlum fyrir rotnun Arsenal-liðsins? Nei, auðvitað ekki, menn eru of uppteknir við að telja mínúturnar sem Torres spilar og beita því gegn Benítez til að taka eftir því sem aðrir stjórar gera.

En þetta var útúrdúr. Staðreyndin er sú að ég er að horfa til framtíðarinnar á tvo vegu. Í fyrsta lagi, þá erum við í æsispennandi baráttu við United um titilinn. Eins og staðan er í dag eru þeir líklegri og það þarf mikið að ganga á til að þeir láti forskotið sem þeir hafa úr greipum sér ganga, en við erum engu að síður skammt undan og það er, eins og ég spáði fyrir mánuði síðan, augljóst að ef okkar menn stöðva þá ekki gerir það enginn.

Í öðru lagi, þá horfi ég hýru auga til sumarsins. Hvort sem við náum að stöðva United í vor eða ekki er ég hæstánægður með gengi liðsins í vetur, þrátt fyrir jafnteflisfjöldann og stöku óánægjuefni í garð Benítez, og tel okkur vera í góðum höndum næstu árin undir hans stjórn. Ég sé ómögulega hvernig menn fá aðra niðurstöðu þegar liðið hefur tapað fæstum leikjum allra í vetur, skorað meira en United og er það eina sem er enn að berjast við meistarana um titilinn. Svo ekki sé minnst á okkar sterkasta vígi, Meistaradeildina, sem gæti enn gefið okkur ástæður til að brosa ómögulega mikið í vor eins og Benítez hefur svo oft áður gert.

Hvað sem verður í vor er hins vegar ljóst að sumarið verður stórt hjá okkar mönnum. Nú þegar skilst mér að þessar 16m punda sem við fengum fyrir Keane í síðustu viku hafi verið lagðar til hliðar og verði notaðar í leikmannakaup næsta sumar. Gleymum því ekki að Rafa gerði ráð fyrir að Keane yrði þriðji ‘match winner’-inn okkar en það reyndist ekki vera raunin. Í sumar fáum við aftur tækifæri til að kaupa slíkan mann, og helst fleiri en einn. Ef við bætum þessum 16m punda við þá buddu sem Rafa fær venjulega á sumrin tel ég ljóst að við eigum að geta reynt við allavega einn toppleikmann í sumar. Að mínu mati er ekki mikil þörf á að auka breiddina eða kaupa marga leikmenn í sumar heldur væri ákjósanlegast að eyða peningunum í lágmark 1-2 algjöra toppleikmenn. Ef við fengjum inn svo mikið sem einn mann sem getur spilað á sama staðli og Torres og Gerrard gera yrði liðið miklu sterkara, myndi sennilega gera talsvert færri jafntefli og gæti veitt United enn harðari keppni næstu árin.

Við og þeir. Miðað við ganginn á United-liðinu í dag virðast þeir ætla að hreiðra um sig á toppnum næstu árin. Það er undir okkar liði komið að hindra það, og með Benítez við stjórnvölinn þykir mér vera að koma betur og betur í ljós að það er að gerast, smám saman.

65 Comments

  1. það kæmi ekki á óvart að við fengjum Barry á lítinn pening því hann á ár eftir af samningnum sínum í sumar, en allavega þá Þarf 1-2 matchwinnera í viðbót og meira “firepower” fram á við.

    Ég held að við þurfum að vinna 11 af þessum 13 leikjum sem við eigum eftir og sérstaklega að vinna á OT. Þá munum við enda með 87-89 stig og þaérum við í mjög góðum séns. Gallinn er bara að ég held að United endi í 90+ stigum. En það yrði gríðarleg bæting að fara langleiðina í 90 stig fyrir okkur, en það er alvegljóst að sumarið verður alveg crucial í að kaupa réttu mennina.

  2. Það má heldur ekki gleyma því að Manchester Utd. inniheldur fleiri leikmenn en Liverpool, Chelsea og Arsenal sem eru tilbúnir til þess að gera allt fyrir félagið, menn sem eru tilbúnir til þess að deyja inni á vellinum. Þrátt fyrir að Fletcher, Evans og O’Shea séu langt í frá með hæfileikaríkari knattspyrnumönnum getur Ferguson alltaf treyst á það að þessir leikmenn séu að fara að leggja sig að minnsta kosti hundrað prósent fram þegar þeir fá tækifæri.
    Að auki hafa þeir Scholes og Giggs sem þekkja fátt annað en sigra plús fjármagnið sem þeir hafa í að bæta við sig frábærum leikmönnum eins og raun hefur borið vitni síðustu ár.

    Liverpool á Carra og Gerrard sem eru tilbúnir til að deyja fyrir félagið. Svo eigum við Torres og frábæran markvörð, miðjumann á heimsklassa en annað eru leikmenn sem myndu vera stjörnur í liðum sem ekki eru í topp 4 klassanum.
    Chelsea á Terry, Arsenal á engan.

    Velgengni Aston Villa og Everton vil ég einnig skrifa á eitthvað svipað þessu. Þar eru reyndar tveir öflugustu bresku stjórarnir utan Ferguson, en auk þess ala þeir á karakternum sem verður til á því að alast upp hjá félaginu til viðbótar við skynsamleg kaup á síðustu árum.

    Að þessu sögðu væri ég mikið til í að sjá Stephen Warnock enn í leikmannahópi Liverpool. Þar var strákur sem var kannski ekki sá allra færasti, en maður sá hann aldrei leggja sig minna fram en 100%.

  3. DóriG – ég efast um að Barry muni yfirgefa Villa ef þeir komast í Meistaradeildina. Á maður kannski að halda með Arsenal í þeirri baráttu til að við getum fengið Barry ódýrt í sumar? 😉

    Róbert J – sammála þessu, en myndi þó bæta Lampard við á listann hjá Chelsea.

  4. Og eins og til að undirstrika mál mitt um Wenger vs. Benítez bloggar Phil McNulty, ritstjóri BBC Football, í dag um Wenger:

    “He is a man and a coach who deserves the greatest admiration for the football principles he simply refuses to desert …”

    Sem sagt, Wenger á skilið okkar mestu virðingu og niðurrif Arsenal-liðsins síðustu árin er ekki á nokkurn hátt honum að kenna. Berið þessa umfjöllun um markalaust jafntefli Arsenal saman við blogg McNulty um markalaust jafntefli okkar manna í janúar:

    “Benitez’s bold blast at Ferguson was the catalyst for a stumbling Liverpool performance at Stoke followed by Manchester United’s dismissal of Chelsea. The airing of his contract grievances came just before United hit the top at Bolton and Liverpool failed to take their own chance to move back to the top of the Premier League by beating Everton. And it seems the nerves are gripping everyone at Anfield.”

    Það er engu líkara en að við séum í toppbaráttu þrátt fyrir aulaskapinn í Benítez, á meðan Arsenal séu aðeins í fimmta sæti þrátt fyrir snilli Wenger. Munurinn á umfjöllun þeirri sem þessir stjórar þurfa að sæta gæti ekki verið augljósari.

    Svo ekki sé minnst á Ferguson, sem gerir að sjálfsögðu aldrei mistök. 🙄

  5. Frábær pistill eins og ég hefði skrifan hann sjálfur..

    Alveg eins og ég var að skrifa hér fyrir tveim vikum síðan að við þyrftum að styðja við Benitez og hætta að drulla yfir hann þó að það sé í lagi að gangrýna smá..
    hann er buin að gera frábæra hluti fyrir okkur..

    Áfram Liverpool:)

  6. Góður pistill. Þessir fjórir aðkeyptu match-winnerar hjá Man U kostuðu samtals eitthvað nálægt 80 milljónum punda. Þetta er sú leið sem Ferguson hefur farið, hann kaupir þá menn sem hann vantar. Benítez hefur enn ekki gert mikið af þessu, kaupin á Keane hafa átt að gera þetta og kaupin á Torres eru í þessari kategoríu. En ég tek undir það, hann þarf að kaupa tvo leikmenn í þessum klassa til að klára titilinn. Benítez er sennilega besti taktíski stjórinn á tveimur aftari þriðjungum vallarins en fremsti þriðjungurinn er veikleiki hans. Bara til að hressa upp á minnið, hvað er langt síðan okkar menn hafa spilað leik þar sem þeir hafa þurft að liggja í vörn?
    En hann er að leysa fullt af vandamálum þótt það virðist gerast heldur hægt fyrir margra smekk. Fótboltinn á þessu leveli er bara ekki mjög einföld íþrótt.

  7. Ívar Örn (#7) segir:

    „Benítez er sennilega besti taktíski stjórinn á tveimur aftari þriðjungum vallarins en fremsti þriðjungurinn er veikleiki hans.“

    Hversu mikill veikleiki samt? Liðið hefur skorað marki meira en United í vetur og undir stjórn Benítez hafa bæði Torres og Gerrard skorað miklu meira en þeir voru vanir áður. Kuyt skorar mikið af vængmanni að vera (berið hann saman við t.d. Nasri eða Walcott hjá Arsenal eða Joe Cole hjá Chelsea) og það er mikið af færum sóknarmönnum hjá okkur.

    Eins og ég sagði hér að ofan og í taktískri gagnrýni á Rafa í síðustu viku, þá mætti hann bæta það hjá sér að spila aðeins ævintýragjarnari bolta gegn minni liðunum (það gerðist um helgina gegn Portsmouth og skilaði sigri) og svo vantar okkur eins og þú segir svona 1-2 toppleikmenn.

    Sóknarleikur okkar í vetur er einmitt ekki svo slæmur eins og fólk virðist halda, það er það sem ég var að reyna að benda á í pistlinum hér að ofan.

  8. Svo verður Dossena örugglega látinn taka pokann sinn, Insúa og Aurelio keppast um þá stöðu, vonandi að það fáist 5-7m fyrir Dossena, var keyptur að mig minnir á 7m.

  9. Heyr heyr – við verðum að horfa á hlutina í samhengi, miðað við umræðuna bæði hér og víðar mætti halda að við værum í botnbaráttunni en ekki eina liðið sem á (a.m.k. enn) raunhæfan séns á að gera baráttuna við United spennandi.

    Svona við þetta má líka bæta að 54 stig úr 25 leikjum er 3.-4. besti árangur Liverpool hin síðari ár. Og þá er ég ekki að tala um frá upphafi úrvalsdeildarinnar, heldur líka blómaskeiðið á níunda áratugnum (vona að þetta komi rétt út:

    1. 1987/88 – 63 points (finished 1st: 90 points from 40 games)
    2. 1982/83 – 56 points (finished 1st: 82 points from 42 games)
    3. 1990/91 – 54 points (finished 2nd: 76 points from 38 games)
      2008-2009 er hér núna
    4. 1983/84 – 51 points (finished 1st: 80 points from 42 games)
    5. 1989/90 – 49 points (finished 1st: 79 points from 38 games)
    6. 1996/97 – 49 points (finished 4th: 68 points from 38 games)
    7. 2006/07 – 49 points (finished 3rd: 68 points from 38 games)

    Þetta er sem sagt tekið héðan: http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=226100.480 komment nr. 493. Þannig að við erum alveg að keppa við gullaldarliðin á þessu tímabili í stigasöfnun. Breytingin sem hefur hins vegar orðið er að toppliðin hafa meiri yfirburði en áður og ná betri árangri hin síðari ár heldur en áratugina á undan og því er við rammari reip að draga fyrir okkur sem viljum klífa þennan stiga upp á topp…

  10. Skemmtileg lesning, er sammála flestu þarna. Ég er þó á þeirri skoðun að ef Berbatov, Rooney og Teves eru svokallaðir “match winners”, þá á Kuyt pottþétt að teljast í þann flokk líka, og jafnvel Yossi og Riera. Ég sé ekki hvað 90 milljóna punda þremeningarnir hjá manutd hafa umfram Kuyt. Nægir að bera saman tölfræði þeirra þessu til stuðnings. Kuyt er búinn að skora jafnmikið og Rooney og Berbatov í deildinni, og þremur mörkum meira en Tevez.

  11. Ein pæling varðandi match winners og það sem aðskilur okkur og United á þessu tímabili. Er það svo víst að það eru þessir menn sem skilja okkur að? Eins og þú skrifar erum við búnir að skora einu marki meira en United en fá á okkur sjö mörkum meira. United eru búnir að vinna níu 1-0 sigra meðan við erum búnir að gera níu jafntefli. Fyrir mér er það sem skilur liðin að þessi sjö mörk sem við erum búnir að fá á okkur en ekki United. Takið burtu þó ekki væru nema fimm mörk sem við höfum fengið á okkur í öllum þessum “óþarfa” jafnteflum og þau hefðu breyst í sigra, þá værum við með fimm stiga forskot á toppnum. Erkifjendurnir eru að ná sér í sigur eftir sigur fyrst og fremst með því að halda hreinu og þetta met sem þeir halda áfram að bæta með hverri mínútunni er að mínu mati það sem er fyrst og fremst að skilja okkur að í titlbaráttunni.

  12. Frábær pistill og ég er mjög sammála, sérstaklega þessari ótrúlega misræmi í fjölmiðlaumfjöllun um Benitez og Wenger. Nánast með olíkindum hvað AW fær litla gagnrýni, þrátt fyrir getuleysi undanfarin ár.

    Það er fullt, fullt af hlutum sem fer í taugarnar á mér varðandi Benitez. En ég veit líka að sama hvaða þjálfari væri við stjórnvölinn, þá væri aldrei líklegur til að vera þannig gerður að ég yrði ekki fúll yfir slatta af ákvörðunum.

  13. Frábær pistill nafni þú hittir naglan á höfuðið með þessum pælingum þínum. Þetta er nákvæmlega munurinn á manu og Liverpool í dag þeir hafa fleiri leikmenn sem geta unnið leiki fyrir þá. Manu liðið í dag er sennilega það sterkasta sem hefur spilað á Englandi í mjög mörg ár, því er ekki óeðlilegt að það taki tíma að ná þeirra gæðum. Á mót er Benitez að mínu mati á réttri leið. Nú í sumar verður þetta fyrst og fremst spurning um fjármagn því þeir 2 heimklassa leikmenn sem vantar í púslið til að bæta það munu kosta sitt. LFC þarf líklega að toppa sig í kaupum á þessum leikmönnum (eins og manu gerði með 30 millj punda fyrir Berbatov, Rooney og hugsanlega Teves), toppleikmenn kosta sitt.

    Við þurfum líka að treysta á það að manu missi einhverja af þessum winnerum sínum (Ronaldo og/eða Teves). því eins og staðan er í dag þá verður gríðalega erfitt að vinna þá á næsta tímabili ef þeir halda sama hóp + einn klassa leikmaður.

    Svo er annað eins og þú kemur inn á sem þeir hafa fram yfir LFC það eru sigurvegarar eins og Giggs, Scholes og Neville. Þessir leikmenn þekkja ekkert annað en sigur og eru því gríðalega mikilvægir í að skapa rétta hugarfarið, þ.e. hugarfar sigurvegara.

    Ég vona svo innilega eins og flestir hér að liðið vinni deildina í vor en engu að síður er ég að sama skapi raunsær og því spái ég manu deildartitlinum. Einnig held ég að Liverpool nái ekki að toppa manu fyrr en púslið fer að riðlast hjá þeim. Annað hvort ákveðnir lykilmenn fari eða að þeir gömlu sem ég taldi hér upp á framan hætti ásamt Ferguson (eru ekki 2 ár í það).

    Vonandi hef ég samt rangt fyrir mér því ég vil ekki frekar en þið bíða í 2 ár eftir deildarsigri.

    Kv
    Krizzi

  14. Fínn pistill og oft þarf eitthvað svona svo að maður sjái hlutina í samhengi. Bent er á að ofan að Benitez sé slakur þegar að kemur að skipulagningu sóknarleiks, en svo er það leiðrétt með að benda á mörk skoruð. Ég er sammála báðum hlutunum þ.e.a.s mér finnst sóknin oft svo tilviljanakennd og leikmenn reiða sig á það að match winnerarnir okkar komi og galdri eitthvað fram, en það virðist einmitt líka vera að gerast.
    Annað sem mér finnst vanta hjá Liverpool (byggi þetta á tilfinningu) er ógnun í föstum leikatriðum eins og hornspyrnum. Það er farið að fara óskaplega í taugarnar á mér hversu mörgum hornspyrnum við sóum með því að taka þær stuttar eða ná ekki yfir avtasta varnarmann. Hjá Man U er Nemanja Vidic mjög ógnandi og einn af þessum 1-0 sigrum var að mig minnir skallamark Vidic eftir horn.

  15. Smá leiðrétting á fyrra kommenti frá mér. Við nánari skoðun eru jafnteflisleikirnir sem við höfum skorað í fjórir en ekki fimm. En það gerir það engu að síður að ef að hefði verið haldið hreinu í þeim leikjum værum við með 3 stiga forskot á United á toppnum. Vissara að hafa tölfræði á hreinu áður en maður fer að spila sig stóran hérna á spjallinu 😉

  16. Svo getum við líka talað um leikina gegn Wigan og Man City fyrir áramót og Potshmouth á laugardaginn. Þar komum við til baka og fengum 3 stig en vorum undir þegar um 5 mín voru eftir. Þar eru 9 stig.

  17. Fullkomin grein. Ég skil ekki hvernig fólk getur sett útá þjálfara sem vann meistaradeildina fyrsta árið hjá liði, vann FA kup annað árið, var í öðru sæti í meistaradeildini þriðja árið og er í öðru sæti í deildini, og komin áfram í meistaradeildini fjórða árið. Ég hef aldrei verið ósáttur með Rafa.. (auðvitað hef ég öskrað eitthvað um að ég hati hann þegar hann skiptir of seint inná, en það fylgir því) Þetta er snillingur, sem bara mætti fá meiri pening að eyða í nýja leikmenn.
    Æ rest mæ keis.

  18. Sigmar #19

    Smá leiðrétting, nú er fimmta árið undir stjórn Benitez. Á 4. tímabili var það aðeins stundarbrjálæði hjá örvfættum norðmanni sem kostaði okkur 3ja úrslitaleikinn í Meistaradeildinni á 4 árum.

    Annars stórskemmtilegur pistill hjá KAR.

  19. alveg rétt! en það er kanski betra að gleima því bara.. það held ég.. (he-he)

  20. en annars.. hvaða móral eru allir með útí Dossena? mér hefur aldrei fundist hann annað en þokkalegur leikmaður..!

  21. Sælir
    Fínn pistill, en það er eitt sem að ég vill koma inn á (gæti hafa komið áður) sem að ég tel skipta miklu þegar að þessi lið eru borin saman er að inn veggja hjá LFC er allt í bál og brand. Eigendur talast ekki við (sitja sitt í hvoru horninu í heiðursstúkunni). Rafa gefur ekki mikið fyrir Rick Parry og hans störf og þeir ná eingan veginn saman og svo mætti lengi telja. Ég er td á því að Rafa hafi ekki viljað kaupa Kean á sínum tíma en Parry hafi hins vegar gert það án hans samþykkis. Allt þetta hefur klárlega áhrif á leikmenn og það sem gerist inn á vellinum. Klárt mál að mínu mati. Getur vel verið að e-ð svona sé hjá manutd en það kemst hinsvegar ekki í fjölmiðla. Ég vildi bara koma þessu að því ég er á þeirri skoðun að þessi vitleysa innan veggja LFC hefur áhrif á það sem gerist innan vallar.

    Áfram Liverpool!!!

  22. Já vissuleg er ég enginn Benitez fan nr1 en held samt að það séu stór mistök að losa sig við hann núna í sumar… vissulega er ég mjög heitur fyrir Martin O’Neill og morinhio… en samt held ég að ef Benitez fær peninga þá verður mjög stutt í enska titillinn… Finnst það ekki raunhæft að vinnan í ár en vissulega óska ég þess að ég hafi rang fyrir mér. En ef við fáum til dæmis tvö leikmenn sem geta unnið leiki uppá eigin spýtur þá erum við í mjög góðum málum.

  23. Frábær pistill og virkilega flottar athugasemdir. Kop.is í sínum besta gír.
    Alveg argandi sammála þessum pælingum Kristján Atli, alls ekki síst því ljósi sem þú ert að varpa á það sem ég tel einfaldlega vera ofsóknir bresku blaðanna á Rafa, sér í lagi eftir að Mourinho fór. Og alveg toppur að benda á Wenger sem er búinn að tapa plottinu og nú er meira að segja svo komið að liðið hans er samsafn klaufalegra miðjumanna (Song og Diaby t.d.) og klunnalegra framherja (Adebayor og Bendtner) og bara nær ekkert skemmtilegt þar nema einstaka rispur og tilþrif Van Persie og Fabregas.
    En ég held að Rafa sé rólegur yfir því, leikmennirnir hafa augljóslega trú á því sem hann er að gera því að þeir hafa nú tvisvar á viku sýnt mikinn karakter, fyrst að slátra Chelsea eftir stopult gengi og síðan sýna þann karakter sem við sáum gegn Portsmouth með haltrandi liði eftir meiðsli og slæmt tap.
    Hef rætt það hér áður sem þú bendir á í pistlinum, það að við þurfum 2 – 3 alvöru menn í sumar. Ég vill fá Barry og er ekki viss um að hann verði hjá Villa þó þeir komist í CL því ég held að Barry vilji virkilega spila með Gerrard hjá LFC og svo vill ég fá öfluga menn í sóknarlínuna aftan við Torres. Þegar þessir leikmenn verða komnir erum við með besta liðið held ég, sérstaklega þegar við lítum á það að Giggs og Scholes fara að detta út og enginn veit hvað Ronaldo gerir.
    Það er ástæða þess að ég bakka enn Rafa, í heildina litið er hann búinn að sýna það að hann er maðurinn!

  24. Stjórarnir verða nátturlega alltaf metnir á hve mörgum titlum þeir skila í hús. Það er alveg klárt mál að sá titill sem allir púllarar þrá hvað mest er sjálfur englandsmeistaratitillinn. Wenger er búinn að vinna þennan titil 3 sinnum og Ferguson 10 sinnum. Á meðan að Benitez er ennþá að keppast um sæti sem gefur rétt á meistaradeildarsæti er ósköp erfitt að bera hann saman við þessa tvo stjóra.

  25. Góður pistill og ég er sammála mörgu sem kemur fram. En ég tel að breiddin hjá Man. Utd sé mun meiri en hjá Liverpool, á varamannabekk þeirra eru menn eins og Anderson og Nani. Staðreyndin er sú að Benites hefur sýnt mikið dómgreindarleysi við kaup á leikmönnum og hefur keypt allt of mikið af miðlungs leikmönnum sem ekki eiga heima í stórliði Liverpool. Sem dæmi má nefna Lucas Leiva, Dossena, Aurelio. Ég held að þessir menn kæmust ekki í liðið hjá Ferguson. Það er betra að kaupa færri og betri leikmenn, samanber Torres. Það var líka dómgreindarleysi að kippa Keane út úr liðinu eftir að hann var kominn á gott markaskrið um áramótin. Einni átti Hyypia mjög góða leiki fyrir stuttu síðan en hefur ekki sést í síðustu leikjum, má vera að hann sé meiddur. Benites er einnig að reyna að nota Babel sem framherja en flestir sjá að hans staður er vinstra megin á miðjunni. Kuyt er heldur ekki hægri kantmaður þó það gangi þolanlega af og til. Ég held að það sé kominn tími til að fá nýjan framkvæmdastjóra. En það er seiga í liðinu og baráttuvilji.

  26. Sælir félagar
    Frábær pistill hjá KAR bæði að innihaldi, framsetningu og rökstuðningi. Ég var búinn að skrifa helling í framhaldi af þessum pælingum en sló á eihvern takka og eyddi því öllu og nenni ekki aftur. Enda voru það svo sem engin tímamótaskrif 🙂 Hitt stend ég við að ég vil ekki reka Rafael Benitaez fyrr en í fyrsta lagi í vor og þá er það árangurstengt. Ég segi þetta svo menn viti að þó ég verði alveg brjálaður útí kallinn stundum þá vil ég láta hann klára leiktíðina og sjá svo til.
    Í pistli Kristjáns Atla er margt athyglivert og umræðan góð í framhaldinu. Látum svo vera fram að næsta leik eftir hálfan mánuð. Þá getum við andskotast á RB, liðinu og eigendunum eða verið í sjöunda himni eftir atvikum. 😉
    Það er nú þannig

    YNWA

  27. Góður pistill hjá KAR, hef engu við þetta að bæta, algerlega sammála

  28. Sigkarl (#28) segir:

    „Ég var búinn að skrifa helling í framhaldi af þessum pælingum en sló á eihvern takka og eyddi því öllu og nenni ekki aftur.“

    Það er óþolandi að lenda í þessu. Ég gruna lyklaborðið mitt um að vera ósammála mér, þess vegna gerist þetta kannski svo oft. Þitt hlýtur að vera ósammála þér líka. 😉

    Kobbih (#26) – það er rétt að menn verða mældir af titlum en það er heldur ekki hægt að lifa í fortíðinni. Wenger hefur unnið deildina (en aldrei Evrópu eins og Benítez) en hvað hefur Arsenal-liðið unnið marga titla síðustu fimm ár? Hvað eiga Arsenal-aðdáendur að halda áfram í mörg ár í viðbót að slá ryki í eigin augu í stað þess að spyrja stjórann sinn alvöru spurninga? Menn segja að Benítez geti ekki lifað endalaust á Evróputitlinum fyrir fjórum árum, hvað á þá Wenger að lifa lengi á að hafa unnið deildina fyrir fimm árum?

  29. Glæsilegur pistill, og eitt sem ég er að pæla í. Middlesbrough er á barmi gjaldþrots og þurfa mjög svo sennilega að selja eitthverja af sínum toppmönnum, er ég sá eini sem sér séns á að kaupa menn eins og Tuncay, Downing og eitthverja unga efnilega stráka ? Ég yrði alls ekki ósáttur með að fá Downing í sumar !

  30. Ég get tekið undir með Kristjáni Atli í flestum megin atriðum. Eitt finnst mér þó vanta og það er að því miður erum við ekki að fá nægilega mörg mörk frá vörninni.

    Í raun erum við arfa slakir í föstum leikatriðum að mínu mati hvort sem er um horn eða aukaspyrnur að ræða.

    Þetta að renna til hliðar er algerlega fullreynt að mínu viti.

    Eftir stendur að liðið er ennþá í baráttunni. Gríðarsterkt á alla kanta og ef lukkan verður með okkur fram á vor þá getum við unnið titilinn. Hef góða tilfinningu fyrir þessu.

    Áfram Liverpool!

  31. Liverpool er kannski búið að skora marki fleira en United en United er t.d. búið að skora 0,7 (næstum marki á leik) mörkum fleira á heimvelli en Liverpool. Á móti kemur að Liverpool er með 1,8 mörk skoruð á útivelli á móti 1,2 hjá United.

    Þannig er það frjálsleg túlkun að segja að munurinn á liðunum sé að United hafi fleiri “match winners” (ætli það verði ekki að túlkast sem að þeir séu með betri leikmenn). Munurinn er að United er með e-a bestu vörn í deildinni (auk þess sem sóknir flestra liða í deildinni eru nánast ekki til) og hafa svo bæði viljann og leikmennina í að brjóta lið niður á hinum endanum.

    Veit ekki af hverju Benítez ætti að fá hrós fyrir “ævintýramennsku” gegn Pompy. Hún var “ævintýragjörn” hvað varðar meiri ákveðinni sóknarlega enda var liðið alveg bitlaust fram á við. Auk þess er tæpt að segja að Benítez hafi “hent framherjum inn á”. Kuyt kom inn á fyrir N’gog. Alonso kom inn á fyrir Dossena og fór þá “miðjumaðurinn” Aurelio í bakvörðinn. Torres kom svo inn á fyrir Babel sem hafði spilað frammi. (http://touchline.onthespot.co.uk/guardian/StatsCentre.asp?MAID=393972&TEID=228&Lang=0&CTID=11&CPID=4&pStr=Match_Details&frm=T) Og NB gerðist ekkert fyrr en að þessir þrír leikmenn voru komnir inn á þannig að það er ekki hægt að þakka “ævintýramennsku” Benítez fyrir neitt.

    Svo væri það óskandi að íslenskir Liverpool-menn taki ekki upp þann ósið enskra að væla undan að enska pressa hati þá og þeir njóti ekki sannmælis í fjölmiðlum. Það er mjög sorlegur söngur enda er enska pressan sennilega þvert á móti hlutdræg í þágu norðurliðanna.

  32. Hössi #33 segir: “Þetta að renna til hliðar er algerlega fullreynt að mínu viti”

    Þetta hélt ég líka þangað til Gerrard skoraði 100. mark sitt fyrr í vetur og einhvers staðar voru birt öll 100 mörkin hans á Vefnum – það kom mér verulega á óvart að sjá hversu mörg af þessum mörkum hans voru einmitt skoruð með þessu alræmda hliðarrenni… 🙂 En við höfum verið merkilega lélegir í að nýta okkur föst leikatriði í sókn síðustu árin, það er vissulega rétt. Það væri gaman að sjá einhvers staðar tölfræði yfir nýtingu úr hornum hjá öllum liðum – það er einn listi sem við værum nærri botni þori ég að fullyrða! Og eins og menn eru duglegir við að kvarta yfir stuttu hornunum, þá eru löngu hornin ekkert að nýtast betur hjá okkur…

  33. Man Utd eru komnir á skrið og munu ekki tapa mörgum stigum úr þessu. Þeir byrjuðu leiktíðina illa og ættu með réttu að vera með meira en 5 stiga forskot (vinna Fulham leikinn sem þeir eiga inni á OT). Það að Liverpool skulu vera í 2. sæti er hrein tilviljun. Þeir hafa að mínu mati ekki spilað vel í vetur og eru að grísa mikið af sigrum á síðustu 5 mínútunum: Sunderland (83.), M’Boro (85. og 90.), City (90.), Wigan (85.), Chelsea (89. og 90.) og loks Portsmouth (85. og 90.). Þeir geta ekki haldið þetta endalaust út og með tvo leikmenn sem geta einhvað má ekkert fara úrskeiðis. Ég spái því að Man Utd klári nánast deildina með sigri á Liverpool um miðjan mars og um leið gefi Poolurum frið á draumórum sínum…

  34. 36

    Hvað eru United menn búnir að klára marga leiki með marki á síðustu 5-7 mínútunum? Ef mig misminnir ekki, þá eru þeir orðnir nokkuð margir.

  35. Þeir hafa unnið 2 leiki þannig á leiktíðinni af 17… Liverpool 6 af 15.

  36. Pési, bara til að vera leiðinlegi gaurinn sem leiðréttir allt. Þá hefur Manchester
    allavega unnið 3 leiki á seinustu 7 mín.
    Tevez skoraði á 83 á móti Stoke,
    Vidic skoraði á 90 á móti Sunderland,
    og Berbatov skoraði á 90 á móti Bolton.

  37. Flottur pistill Kristján. Algjörlega sammála með þetta Wenger dæmi. Alveg ótrúlegt til þess að hugsa að hann sé nánast alveg búinn að sópa út þessu liði sem fór í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, á jafn stuttum tíma og raun ber vitni og liðið virðist versna ár frá ári.

    Það er að mínum dómi alveg ótrúlegt að sjá talað um heppni þegar kemur að því að við náum að knýja fram sigra, en þegar Man.Utd er annars vegar þá er það bara styrkleiki þeirra. Var það til dæmis okkar heppni um síðustu helgi þegar löglegt mark var dæmt af Kuyt í stöðunni 1-1 og Portsmouth fóru í kjölfarið og skoruðu mark? Það virðist vera þannig að þegar við töpum stigum þá er það Rafa að kenna, en þegar við vinnum þá kom hann þar hvergi nærri.

    Rafa Benítez hefur gert mörg mistök í vetur, leikmenn hafa gert mörg mistök í vetur og allir sem að koma eiga skilið ýmsa gagnrýni. Mér finnst þó ávallt að menn þurfi líka að geta hrósað þegar það á við.

  38. Það furðulega við þessa slöppu nýtingu úr föstum leikatriðum (nú vildi ég óska þess að einhver gæti bent okkur á tölfræði þar sem þetta væri borið saman við önnur lið) er að ég myndi halda að þetta væri akkúrat eitthvað sem að Benitez ætti að vera frábær í. Hann gæti skipulagt leikatriðin alveg til enda.

    Eða kannski vantar okkur bara einhvern almennilegan varnarmann í boxið. Hvorki Skrtel Carra né Agger virðast hafa lært af finnska meistaranum.

  39. Flottur pistill og margir mjög góðir punktar.
    Með fullri virðingu fyrir Benitez er ekki hægt að bera hann og Wenger saman. Wenger hefur tekist það sem Benitez er enn að rembast við að ná. Hann reif Arsenal upp af rassgatinu og gerði þá að alvöru liði aftur sem vann Englandsdolluna oftar en einu sinni. Rétt að hann er í tómu rugli núna og megi það vera sem lengst.
    Það eru tvær ástæður fyrir þvi að ég ekki eins spenntur fyrir sumarkaupum og margir á þessari síðu. Í fyrsta lagi sú staðreynd að það er einhver allt annar en Benitez sem virðist ráða því hverjir koma. Miðað við tækifærin sem Keane og Dossena hafa fengið í vetur þá eru það ekki mennirnir sem Benitez vildi fá til liðsins. Þessi tveir menn kostuðu 28 mGBP og hafa nýst okkur lítið sem ekkert í þeirri hörðu baráttu sem við stöndum í. Í öðru lagi þá er það morgunljóst að LFC er ekki með digra vasa og eigendurnir í gjörgæslu hjá Royal Bank of Scotland sem sjálfur er nánast gjaldþrota og komin í meirihlutaeigi breska ríkisins. Salan á Keane ber þess augljós merki að meira bjó að baki en vonbrigði með leikmanninn. Við höfðum einfaldlega ekki efni á honum!
    Geta menn nefnt eitt lið sem er í toppbaráttu og selur einn sinn dýrasta leikmann og Torres búinn að vera tæpur. Það er glórulaust !
    Í janúarglugganum missum við tvo leikmenn og fáum ekkert í staðinn. Augljós mál að staðan er ekki góð hjá okkur.
    Það sem vantar í Benitez er X-factorinn, sem er sigur/sjálftraust factorinn. Það er engin leikgleði í liðinu og það geislar ekki af liðinu orka og sjálfstraust sem þarf til að klára dæmið.
    Við þurfum að sætta okkur við annað sætið og að Scum Utd jafnar okkur i fjölda titla.

  40. Það er gríðarlegur munur, á liðinu í föstum leikatriðum ef Hyppia er inná. Alveg makalaust að gamli maðurin sé okkar eina verulega ógn í föstum leikatriðum, og á þessu tímabili er hann búinn að vera einstaklega ógnandi í teig andstæðingana. Nota gamla brýnið meira segi ég, sérstaklega á móti liðum sem pakka í vörn.

  41. Sælir félagar
    Góður pistill, mjög góður. Það er sama hvað er sagt um nítingu færa hjá okkar mönnum, svona er boltinn bara, nú er bara að bretta upp ermar og klára þetta með stæl og landa þessum blessaða titli. Ég held að til að eiga séns í loftinu í föstum leikatriðum þurfum við að hafa Hyypia í teignum. Hann er að mér finnst að spila vel þegar hann er með, en mér finnst RB vera farinn að hræra of mikið í liðinu í undanförnum leikjum og ef það er eitthvað sem liðið þarf að losna við þá er það Lucas að mínu mati maðurinn er ekki að gera nett af viti fyrir klúbbinn. Nú er hlé framundan og maður vonar bara að Torres verði ekki látin spila mikið á móti englendingum og að hann komi heill úr þeim leik… það er algerlega nauðsinlegt. Við þurfum að kalla Voronin til okkar (ekki að hann sé endilega lausnin en við verðum að hafa meyri breidd). Og svo er ég algerlega samála þessu með X factorinn, og það vantar alla leikgleði og oft á tíðum áhuga, það er verið að gefa ungum mönnum séns og þeir eru mað hangandi haus í stað þess að nýta tækifærið og berjast eins og ljón… Nú er bara að vona að fucking Man Utd misstigi sig og við förum fram úr þeim á Old Traford og gerum titilvonir þeirra að engu, hversu frábært yri það…

  42. Sælir félagar
    Ég vil aðeins gera athugsemd við þetta hjá þér SSteinn#41. “Það virðist vera þannig að þegar við töpum stigum þá er það Rafa að kenna, en þegar við vinnum þá kom hann þar hvergi nærri”.
    Þetta er einfaldlega rangt. Ég hefi oftar en einusinni og oftar en tvisvar gert athugasemdir við RB eftir sigurleiki. Bæði jákvæðar og neikvæðar. Það hafa reyndar fleiri gert. Má þar nefna Benna Jón og Þórhall.
    Við höfumþá gfengið heldur bágt fyrir verð ég að segja. Við höfum verið vændir um hatur, neikvæðni, heimsku, fúllyndi, antiliverpoolmennsku, dónaskap, að vera sófaþjálfarar af lökustu sort og guð veit hvað.
    Við hér nefndir og fleiri sem höfum rætt um ákveðna veikleika hjá liðinu eftir tvísýna sigurleiki (og jafntefli og töp reyndar líka 😉 ) höfum oft fengið að finna til tevatnsins vegna “ábendinga” (vinsamlegra oftast 😉 ) okkar. Það er við höfum reynt að halda uppi málefnalegri gagnrýni (oftast) bæði í sigur og tapleikjum.
    Hvað síðasta leik varðar er mér ómögulegt að þakka snilld RB fyrir sigurinn. En til dæmis í fyrri Chelsea leiknum fannst mér afburða stöðumat og taktík RB leggja grunnin að sigri. Hinsvegar fannst mér í seinni leiknum RB leggja upp alveg sömu taktík og ekki bregðast við af nægum krafti með agressivari skiptingum þegar Fat bast var rekinn útaf.
    Þannig að maður reynir að sjá það sem gott er og gagnrýna það sem manni finnst verra.
    Mér finnst RB hafa gert of mikið af jafnteflum í leikjum gegn “smærri” liðum. Þá á ég við að stjórinn, taktík hans, uppstilling en oftast þó skiptingar mjög hafa orkað tvímælis.
    Ég veit að það er svo um fleiri.
    Auðvitað er það þannig bað RB fær meiri gagnrýni vegna tapleikja en hrós vegna sigurleikja. En það er eins og hann hefur sagt sjálfur að það verður að læra af hverjum leik, bæði þeim sem vinnast og þeim sem tapast.
    Sóknar leikurinn hefur verið höfuðverkur hjá okkur. Það breytir engu umm hvort við erum með fleiri mörk skoruð en MU eða ekki. Hinsvegar hafa leikir oftar fallið með MU en okkur. Til dæmis einsmarks sigur þeirra á Everton þar sem nágrannar okkar voru síst lakari aðilinn.
    Ég tel að að því muni koma að við fáum meira af þannig úrslitum ef við skerpum sóknarþungann. Þ.e. séum fljótari fram á við og fáum þannig skarpari færslu á liðinu. Þetta er hlutur sem RB þarf að laga. Brjálæðislega hröð færsla á MU liðinu er þeirra helsti sóknarstyrkur. Oft eru þeir oft komnir með 3 til 6 menn inn í boxið þegar fyrirgjöf kemur eftir skyndisókn. Slík færsla á liði er ekki okkar aðall. Því miður.
    Gæti haft þetta miklu lengra en hætti hér því ég er auðvitað kominn langt frá efninu eins vill verða þegar maður kemst í ham. 😉
    Það er nú þannig.

    YNWA

  43. Ég er nú reyndar á því að munurinn á Liverpool og Man.Utd sé fyrst og fremst varnarleikurinn (eins og reyndar markaskorunin og úrslit sýna). Ég hef séð flesta leiki þeirra og hef ekki orðið áþreifanlega var við þessa miklu umframfærslu í sókninni fram yfir okkur. En varnarlega hafa þeir verið ákaflega solid.

    Gott og vel að menn gagnrýni Rafa á málefnalegan hátt eins og þú gerir oft. En þegar svona sigrar eru stimplaðir sem heppni ofan á heppni, það hreinlega fæ ég ekki skilið. Leikurinn er 90 + mínútur. Það var löglegt mark dæmt af okkur (heppni?) fáum mark í andlitið strax í kjölfarið (heppni?), þeir skoruðu úr nánast öllum sínum færum (heppni?) og við stjórnuðum leiknum á erfiðum útivelli frá a-ö.

  44. Hér kemur svo Tomkins með sína nýjustu afurð. Fyrri hlutann held ég að hann hafi hreinlega þýtt héðan af kop.is 🙂 Seinni hlutinn er svo athyglisverður svo ekki sé meira sagt. Það var talað um það í fyrra hvar við værum eiginlega án Torres, eða án Torres og Gerrard. Ég svaraði oft á móti með því hvar Man.Utd væri nú án Ronaldo? Hérna er pistillinn

  45. Frábær pistill hjá Tomkins.
    Annars magnað hvað Benites er gagnrýndur mikið. Virðist ekki skipta neinu máli hvort vinnum töpum eða gerum jafntefli alltaf er hann gagnrýndur út í hið óendanlega. Ef við vinnum þá erum við heppnir eða mótherjarnir lélegir. Ef Liverpool tapar þá er liðið allt í einu orðið lélegasta lið heimsins og Benites ömurlegasti framkvæmdastjóri knattspyrnusögunnar. Hreint óskiljanlegt að Real Madrid skuli vilja hann sem framkvæmdastjóra.
    En þetta virðist hafa fylgt Liverpool í gegnum söguna. Þegar Liverpool hafði malað Newgastle 3-0 í bikarúrslitaleiknum 1974 aðrir eins yfirburðir höfðu ekki sést áður í úrslitaleik, leikurinn hefði getað endað 8-0 . Eftir leikinn sögðu bresku blöðin að Liverpool hefði unnið leikinn vegna þess hversu lélegt Newcastle liðið væri en ekki vegna góðs leiks Liverpool.
    Emily Hughes og Bill Shankly sögðu svona skrif óþolandi, Liverpool fengi aldrei það hrós sem það ætti skilið.
    Alveg eins og Rafa er að ganga í gegnum í dag.

  46. Ég verð að segja að jafn mikið og ég elska þennan klúbb þá get ég ómögulega komist af þeirri niðurstöðu að við séum jafngóðir eða betri en United sóknarlega, þrátt fyrir fleiri skoruð mörk. Ef við ætlum að dæma sóknina einungis út frá þeirri breytu verður Man City þá ekki að teljast betra sóknarlið en United vegna þess að þeir hafa skorað fleiri mörk á þessu tímabili? Ég bara get ekki verið sammála því, með fullri virðingu fyrir því ágæta liði. Er þetta ekki dáldið eins og strúturinn sem stingur hausnum í sandinn að halda slíku fram. Allavega barnaleg heimspeki að mínu mati og full mikil einföldun. Það er margt sem spilar inní góðan sóknarleik, eins og t.d gæði “krossa” frá kantmönnum og bakvörðum, hlaup án bolta, einstaklingframtök (þetta einstaka frá matchvinnerum) og stungusendingar miðjumanna inn fyrir varnir. Allt atriði sem United hafa framyfir önnur lið í deildinni finnst mér. Sóknarlega eru United bæði markvissari og hættulegri en Liverpool. Sóknarfærslan á liðinu er hraðari, sem og tilfærsla á bakvörðum í sókninni. Og eins og Kristján Atli bendir réttilega á í pistli sínum, hafa þeir fleiri “matchvinnera” í sínum röðum, allt sóknar leikmenn.
    Ég er þar með þó ekki að segja að við séum steingeldir sóknarlega. Margt ágætt í honum á köflum. En sóknarleikurinn hefur samt verið og er okkar mesti höfuðverkur og akkilesarhæll, á þessu tímabili sem og öðrum áður fyrr. Oft ráðleysilegur og tilviljanakenndur auk þess sem Benitez er varfær tekur litlar áhættur varðandi hann. Þá vantar okkur sárlega hægri kantmann og striker til að teljast samkeppnishæfir United að mínu mati. Þess vegna held ég að þeir verði meistarar í vor en vona auðvitað hið besta og að ég hafi rangt fyrir mér. Áfram Liverpool.

  47. Flottur pistill KAR sérstaklega dæmið með muninn á umfjöllun sem Wenger og Rafa fá frá sama “sérfræðingnum”

    Annars held ég að ég taki bara að öllu leiti undir með Stefáni Kr. (Nr.51) …og held að það sé ekki einu sinni í fyrsta skipti sem það gerist.

  48. glæsilegur pistill.

    hlægilegur samanburðurinn á wenger og benítez hjá þessum snillingi. þarf ekkert að ræða það frekar, wenger virðist lifa á forni frægð og benítez fær ALLTOF mikla ósanngjarna gagnrýni á sig (samt líka réttmæta). það er oft þannig þegar menn fara að gagnrýna, þá gleyma þeir oft að líta á tölfræði fyrst til að kynna sér það sem þeir eru að gagnrýna.
    á tímabili voru aðalfréttirnar um liverpool hversu breytt byrjunarliðið hjá Rafa var á milli leikja, svo kom í ljós að hann var ekkert að breyta meira en hin toppliðin, mjög kjánalegt.

    en þegar ég ber saman gæði man utd og liverpool þá finnst mér man utd vera skrefi framar varnarlega (með betri bakverði sóknarlega), miðjan hjá þeim er slakari en hjá liverpool en kantarnir og sóknin eru betri að mínu mati. sóknarleikurinn sbr. komment númer 51, sammála því kommenti.

    liverpool hefur stjórann, heimsklassa leikmenn, massíva hryggjarsúlu (Reina, Carra, Gerrard, Torres) en fyrir mér þá vantar beittari bakverði fram á við og hægri kantmann, með það á næsta tímabili er þetta ekki spurning fyrir mér. hlakka til næstu leikja 🙂

  49. Já, fínar umræður og við verðum þá bara sammála um að vera ósammála Stefán Kr og Babu. Ég hef horft á alltof marga Man.Utd leiki í vetur, og er með alltof marga slíka stuðningsmenn í kringum mig. Þar er sama sagan og hjá okkur, menn fokvondir yfir slökum sóknartilburðum og heyrði ég meira að segja oft í kringum áramótin að flæðið og annað í leik liðsins okkar væri annað og meira en hjá þeirra liði. Ég er sem sagt algjörlega á þeirri skoðun að sá munur sem er á liðunum í dag er sá að þeir halda hreinu, leik eftir leik, en við ekki. Eitt mark er að duga þeim trekk í trekk, á meðan það dugar okkur aðeins til jafnteflis. Auðvitað segir tölfræði ekki allt, hún segir þó margt. Áður fyrr þegar við vorum með þá tölfræði að við værum með flestar marktilraunir, þá taldist hún ekki góð því eina tölfræðin sem teldi væri það hversu mörg mörk væru skoruð. Núna þegar við höfum skorað fleiri mörk, þá er það bara “barnaleg heimspeki” 🙂

    En eins og áður sagði, við verðum bara sammála um að vera ósammála með Man.Utd. Við erum þó alveg sammála því að sóknarleikur okkar mætti og ætti að vera beittari og meira direct, því mun ég ekki mæla í mót.

  50. Ég man reyndar ekki eftir þessari umræðu um að við værum með flestar marktilraunir. Hvenær var hún? Kæmi mér satt best að segja virkilega á óvart ef svo væri. Þvert á móti finnst mér það einmitt okkar helsti löstur, þ.e við sköpum okkur ekki nógu mörg marktækifæri. Færin höfum við nýtt ágætlega þau sem við höfum fengið, oft vantar bara fleiri til að setja punktinn yfir i-ið.
    Það sem mér finnst hinsvegar “barnleg heimspeki” er að halda því fram að Liverpool sé betra sóknarlið en United vegna þess að þeir hafa skorað fleiri mörk. Ég hefði haldið því fram þegar ég var 9 ára og rökstuddi hluti með því að segja “af því bara”. Ég lærði þó fljótlega að til að læra algebru þyrfti ég að beita rökhugsun enda væri það viðhorf líklegra til árangurs, þ.e mínus og mínus gera plús osfrv.
    Þess vegna útlistaði ég það hér að ofan það sem mér finnst einkenni góðs sóknarleiks. Margt hlutir sem Liverpool hefur skort að mínu mati en einkennt United. Enginn heilagur sannleikur en þó reyndi ég að rökstyðja hvað ég var að hugsa. Ef einhver er ósammála því, þá er það bara hið besta mál mín vegna enda ekkert vit í því að allir séu sammála. Og þó svo að mér finnist einhverjar skoðanir barnalegar þarf ekkert vera að svo sé. Það er bara ég.

  51. sammála þessari greiningu á muni milli okkur og sameinuðum manséster hvað leikjaklára varðar. hins vegar finnst mér óþarfi að kveinka sér sí og æ undan gagnrýni sem liverpool fær á sig í samanburði við arsenal.

    wenger fær alveg sinn skerf af gagnrýni. og þú verður að skoða hvað wenger hefur greitt fyrir sinn hóp í samanburði við hvað rafa hefur greitt – ef meiri peningur þá meiri kröfur. wenger hefur líka sannað sig í ensku deildinni en ekki rafa.

  52. Þeir sem hafa gaman af tölfræði geta litið hingað:
    http://www.skysports.com/story/0,19528,11662_2705370,00.html
    og skrollað niður síðuna. Þar kemur fram að við erum í 2.sæti í skottilraunum að marki, Chelsea í 1.sæti þar eins og í markaskorun. Við erum hins vegar neðarlega í % skota sem hitta á rammann, það ætti nú ekki að koma okkur á óvart, þó vissulega megi reikna með betri nýtingu þar þegar Torres tekur meiri þátt í leiknum.
    Það sem mér finnst áhugaverðast þarna er að við erum í 5.sæti deildarinnar ef skoðuð er frammistaða liða í fyrri hálfleik leikja en afgerandi efstir ef leikirnir væru bara seinni 45 mínúturnar. Það er sérstök tölfræði sem mér finnst þó kannski hægt að draga tvennt af, A) við byrjum leikina á of lágu tempói og varkárt og B) við erum í betra formi en flest liðin í deildinni. Trúi ekki á það að mörk í lok leikja komi til af heppni. Þá var nú gullaldarliðið okkar ansi heppið lið. Þetta snýst um úthald og einbeitingu!
    Annars konar tölfræði sést svo hér:
    http://www.premierleague.com/page/Statistics/0,,12306,00.html
    Þarna kemur í ljós að við erum með næstbesta heimavallarárangur deildarinnar á eftir United, næstbesta útivallarárangur á eftir Aston Villa (en höfum skorað flest mörk á útivelli í deildinni). Erum næstprúðastir og í þriðja sæti yfir að ná að halda markinu hreinu.
    Sú tölfræði bendir okkur nú sennilegast á það að við stjórnum flestum leikjum (fá spjöld á okkur), erum að gera gott mót á útivöllum en vandinn liggur í því að brjóta lið niður á Anfield.
    Held að þessi tölfræði ljúgi bara engu og eina sem hægt er að gera í því er að fá fleiri “matchwinnera” í liðið, líkt og Giggs var um helgina fyrir sóknarlega alsteingelt Man United lið!!!
    Svo er alrangt að Arsene Wenger hafi tekið við ónýtu Arsenalliði. Í liðinu sem vann tvennuna 1997 – 1998 á hans fyrsta ári voru einungis tveir nýir leikmenn, þeir Emanuel Petit og Marc Overmars “hans” leikmenn. Lykillinn að þeim titli lá hjá markmanni með tagl og fimm ömurlegum, en geysisterkum varnarmönnum. Wenger gerði gríðarlega góð kaup í Viera og Henry auðvitað en að þeim horfnum hafa hrannast upp slakir leikmenn til liðsins, sem hann vissulega hefur keypt ódýrt.
    Ég fullyrði að ég vildi BARA hafa Fabregas í mínu liði úr hans hóp, hugsanlega þó Clichy. Mannvitsbrekkur og snillingar eins og Gallas, Toure, Eboue, Diaby, Song, Bendtner og Denilson ættu að þurfa kaupa jafn merkan búning og Gunnersbúningurinn er í “clubshoppinu” þeirra, en ekki vera valdir til að leika í honum fyrir hönd liðsins.

  53. arnbjörn – Frábært, þú ert búinn að leysa málið þarna. Eyðum bara minni pening í leikmenn, sættum okkur við 5. sætið og þá þarf enginn að gagnrýna Benítez.

    Það er enginn að gagnrýna Wenger fyrir að hafa sóað peningum. Menn ættu hins vegar að gagnrýna hann fyrir að hafa setið aðgerðarlaus hjá á meðan hver reynsluboltinn og matchwinner-inn á fætur öðrum hefur yfirgefið félagið og engir slíkir hafa verið fengnir í þeirra stað. Menn brjálast yfir því að Rafa hafi notað Ngog einan frammi í byrjunarliðinu um síðustu helgi. Wenger gerir svipað með óreynda og ósannaða stráka í hverri viku og er kallaður snillingur, jafnvel þó að það skili sér í lélegri úrslitum og slöku gengi. Hver er annars munurinn á Ngog og Bendtner, eða Lucas og Denilson?

  54. Sælir félagar.
    Þetta er fín umræða og mjög gaman að henni enda halda menn sig við málefnin. Ég hefi engu við að bæta nema ég gæti auðvitað greitt atkvæði með hinum og þessum atriðum sem hafa komið fram og á móti öðrum. Það væri auðvitað helvíti málefnalegt hjá mér ;-).
    En einmitt umræða á þessum nótum, þ.e. að menn ræða og deila um málefni, tölulegar staðreyndir (er tölfræði staðreyndir eða hugmyndavinna???) og rökstyðja mál sitt og skoðanir. Einnig er greinilegt að menn hafa tilfinningar en fara vel með þær eins og karlmennum af öllum kynjum sæmir.
    Það er nú þannig

    YNWA

  55. PS. þarna á greinaskilum átti að vera broskall. En hann fór í spað blessaður 🙂
    Það er nú þannig.

    YNWA

  56. Maggi Vieira var lykilmaður í Arsenal liðinu 97-98 og var því Wenger leikmaður þá, ásamt Anelka t.d. Þar að auki má segja að Wenger hafi blásið nýju lífi í leikmenn eins og Adams, Bould, Dixon og Winterburn sem allir voru komnir á seinni ár í boltanum og ég segi sem Arsenalmaður að það sé erfitt fyrir ykkur Liverpool menn að vera að bera þessa 2 stjóra saman þar sem árangur Wengers í ensku deildinni er einfaldlega mun betri og í þau 12 heilu tímabil sem hann hefur stýrt liðinu hefur Arsenal aldrei lent neðar enn í 4 sæti og oftast verið í top 2 ásamt United inn í þessu eru svo 3 deildartitlar og 4 bikarsigrar þar af 2 tvöfaldir meistarar, núna er í gangi uppyggingarstarf hjá Wenger og því mjög einfalt fyrir marga að ætla að bera saman Wenger og Beniez saman núna þegar Arsenal er að spila sitt slakasta season og Liverpool sitt besta og segja að Benitez hafi vininginn sem að mínu mati hann hefur klárlega ekki. Svo er það annað með gengi þessara 2 liða í vetur sem hefur líka klárlega áhrif en það eru meiðsl lykilmanna og hef ég nú hlustað á marga Pollara kvarta yfir meiðslum Torres í vetur og get ég svosem skilið það ágætlega en á móti kemur að Wenger hefur þurft að glíma við meiðsl hjá algerum lykilmönnum á borð við Fabregas,Walcott,Rosicky og svo einnig Eduardo og allir hafa þeir verið í langtímameiðslum.

  57. Er ekki búið að vera uppbyggingarstarf hjá Arsenal í 4 ár? Samt hafa þeir sjaldan litið jafn illa út og núna.

  58. Kárinn ég nefndi það þarna að ofan að meiðsl lykilmanna hafa mikið að segja með þetta tímabil .

  59. Kárinn ég nefndi það þarna að ofan að meiðsl lykilmanna hafa mikið að segja með þetta tímabil .

Portsmouth – Liverpool 2-3

Chelsea reka Scolari