Byrjunarliðið í dag

Torres og Kuyt koma inní liðið og var KAR með 11 rétta frá því í upphituninni í gær, VEL GERT.

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Lucas – Mascherano
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Hyypia, Aurelio, Babel, Ngog, Spearing, El Zhar.

Gerrard og Alonso er sárt saknað en þetta lið á að vera nógu gott gegn liði sem er alls ekki að finna taktinn. City spilaði t.d. skeflilega á móti FCK í vikunni. Eitt vekur athygli, enginn Agger í hópnum!

24 Comments

  1. Verður leiðinlegt eftir nokkur ár þegar Agger er orðinn einn af bestu miðvörðum heims, skil samt svosem alveg hans sjónarmið.. maður vissi um leið og skrtel spilaði everton leikina og gerði mistök en fekk alltaf að spila aftur að hann vill bara hafa skrtel-carra

  2. asnalegt að það sé enginn AGGER, getur hann ekki bara spilað sem vinstri bakvörður eða miðvörður og CARREGHER í hægri bakverði??? ekki sáttur með þessa ákvörðun sem BENITEZ hefur tekið með AGGER…..

  3. Skil ekki þetta Agger dæmi. Bentiez hefur alltaf lagt áherslu á að hann skrifi undir nýjan samning og Agger hefur sagst vilja það líka! Hvað veldur þá eiginlega? Er það tregða stjórnarinnar enn og aftur eða er klúbburinn í verulegum fjárhagsvanda? Spái því miður að Agger fari í sumar og við verðum með Carrager og Skrtel í vörninni, hreinræktaðir stopparar en bera því miður ekki upp bolta. Ekki gott mál:-(

    Ekki viss með þennan leik því menn virðast svo öruggir en vonandi náum við sigri, við einfaldlega verðum!

  4. Vonandi tökum við þetta, tek undir með mönnum varðandi Agger sem er hörkuleikmaður og myndi nýtast vel í dag sem okkar best spilandi varnarmaður frammávið. Sennilega erum við að missa hann frá okkur sem er slæmt, ungur og eins og ég ég endurtek hörkuleikmaður.

  5. en verð að segja að ég bara skil ekki hvað litla kjötbollan DOSSENA er að gera í liðinu, AGGER á bara að vera LB

  6. Agger er nú það flínkur fótboltamaður að hann er örugglega betri miðjumaður en Lucas. Gæti líklega spjarað sig líka í vinstri bakverðinum.

  7. Hvað varðar Agger þá skulum við ekki ákveða eitt né neitt ennþá. Spurningin er hvort
    A) Hann sé meiddur?
    B) Hvort hann sé búinn að vera slakur á æfingum?
    C) Að stjórnendur LFC geti ekki náð samkomulagi við Agger um framlengingu á samningi hans?

    Ég er þess fullviss að Benitez á enga sök á því hvernig búið er að standa að Aggers málum.

    EN við skulum umfram allt einbeita okkur að leiknum sem er framundan.

  8. havð er í gangi hvar er Agger.. hann er svo mikið betri en Skertel sem mér finnst mjög ofmetinn… flest varnamistök hjá honum og dossena í vetur

  9. Óttaleg meðalmennska í gangi. Riera átti nú að setja hann, story of our season 🙁

  10. Ekki er nú hægt að segja að þetta sé burðugt hjá okkar mönnum. Veit ekki hvort ég sakni Alonso eða Gerrard meira í dag. Lucas og Mascherano eru ekki með og Benayoun og Kuyt eru ekki að ná sér á strik. Það vantar slagkraft í sóknina og menn þurfa að drulla sér í teiginn þegar við náum krossum. Fáránlegt að City sé búið að fá besta færi fyrri hálfleiksins. En það segir bara meira en mörg orð um vandamálin okkar.
    Þá spyr maður sig að þessu sama og aðrir hérna, er að renna upp stóra Aggermálið, eða?

  11. Ein spurning til ykkar.

    Ef Liverpool vinnur engan bikar í maí er þá réttlætanlegt að Rafa verður látinn fjúka?

    Mitt svar er klárlega já! Væri gaman að heyra skoðun annara.

    Hann er óklókur í skiptingum, leikaðferðum (svæðisvörnum), kaupum og sölum (Agger orðrómurinn og kaup á ýmsum trúðum sl. ár) þótt hann sé taktískur snillingur bætir það ekki fyrir önnur mistök.

  12. Mitt mat er að við getum gefið þá leiki sem að Mascha og Lucas eru saman á miðjunni og hvílt leikmenn í staðinn.

    Til hamingju með titilinn Man Utd.

    Ömurlegur leikur í alla staði hjá okkar mönnum.

    Held að ég hafi verið að horfa á minn síðasta Liverpool leik á þessu tímabili, hef allavega engan áhuga til að horfa á þetta lið spila fótbolta eins og það er búið að spila eftir áramót, beið alltaf eftir að þeta myndi lagast en það er ekki að gerast.

  13. Af hverju var þessi Kompany ekki farinn útaf? Djöfullsins rugl!!! Annars óheppni að stela þessu ekki í restina.
    Nr. 19: talandi um knee jerk reaction, slakaðu á. Taktu eina valíum, það langt síðan Liv hefur verið í einhverri baráttu um deildartitil.

  14. AUMINGJAR !!!!!
    Lucas og Riera lélegustu leikmenn Liverpool frá stofnun klúbbsins. Mascha þarf klárlega að fara æfa sendingar hjá sér. Gríðarlega mikil vonbrigði. Erum að rétta Man Utd titilinn og það án þess að berjast fyrir honum.

  15. Við getum snúið okkur að baráttunni um annað sætið og það er langt í Arsenal í fimmta sætið svo að fjórða sætið ætti að vera nokkuð öruggt.
    En það er ljóst að þetta lið er ekki alveg nógu gott til að vinna deildina.
    Menn eru að tala um að Skertl sé góður stoppari,ég tók eftir að hann hikaði að fara á móti Bellamy í markinu og það skapaði nægt pláss fyrir Bellamy sem náði að skjóta. Mér finnst Skertl ekki hafa staðið sig neitt rosalega vel eftir að hann kom til baka og bara svona ef þið ekki vitið það þá kom hann inn í liðið eftir sigurleikinn á móti Newcastle.
    Það virðist vera að Rafa leggi fægð á suma leikmenn og nú virðist að Agger sé kominn í ónáð í staðinn fyrir Kean.

Man City á morgun!

Liverpool – Man. City 1 – 1