Liðið komið: Gerrard á bekknum!

Byrjunarlið Liverpool fyrir stórleik kvöldsins hefur verið kunngjört og er það sem hér segir:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Alonso
Benayoun – Kuyt – Riera
Torres

Bekkur: Cavalieri, Hyypiä, Dossena, Lucas, Gerrard, Babel, Ngog.

Sem sagt, við erum með besta varamann heimsins í dag. 😉 Auðvitað er það slæmt að Gerrard nái ekki að byrja en við eigum hann þá vonandi ferskan inn ef þörf er á. Annars hefur Benayoun verið að spila vel undanfarið og ætti að geta strítt vörn Real aðeins í kvöld.

Já, og SSteinn hafði 18 af 18 réttum í upphitun gærdagsins. Glæsilegur árangur það!

Þetta verður MAGNAÐ! Það verður að segjast að ég elska Meistaradeildina á vorin! Búinn að bíða í tæpa þrjá mánuði eftir þessu og nú er komið að því! Áfram Liverpool!

16 Comments

  1. spái þessu 1-1 eða 1-2 vona það mesta ;D held torres komi okkur yfir og raul jafni ef við vinnum heldég að kuyt þrykki houm upp í skeytin seint í leiknum!
    YNWA og áfram Liverpool!

  2. Þetta verður rosalega erfitt en vonandi að við náum góður úrslitum í kvöld fyrir seinni leikinn..
    Væri sáttur með 1-1

  3. Mér líst vel á byrjunarliðið – Gerrard kemur inn á á 70. mínútu og Kuyt skorar ljótt sigurmark fjórum mínútum síðar. 0-1.

  4. Ekki svo slæmt, en gæti þó verið betra. Gerrard verður ALLTAF að vera með í Champ League.

    Real eru svona skv Soccernet:
    1 Iker Casillas (G)
    3 Pepe (CD-L)
    5 Fabio Cannavaro (CD-R)
    16 Gabriel Heinze (LB)
    4 Sergio Ramos (RB)
    8 Fernando Gago (CM-L)
    39 Lassana Diarra (CM-R)
    12 Marcelo (LM)
    11 Arjen Robben (RM)
    20 Gonzalo Higuaín (CF-L)
    7 Raúl (CF-R)

    Þetta lið er ekki að fara að gefa okkur tommu eftir! Vonum það besta, ég segi 0-0 í dæmigerðum stál-í-stál meistaradeildarleik, og við tökum þá svo á The Fields of Anfield Road!!

  5. Benni er búnað vera okkar besti maður ásamt Aurelio og Mascha…
    En eins og vanalega þá vantar allan stöðugleika í liðið eini sem sýnir einhvern stöðugleika það er Babel… alltaf jafnslæmur 🙂

  6. Veit nú ekki hvort ég vilji sjá þetta lið mæta í enskudeildina, gátu ekki sent 2 sendingar á milli sín, heldur var boltanum puðrað fram og pakkað í vörn…

  7. Já, þetta var langt því frá fullkomið, t.d var Torres frekar slakur …

    Það sem ég átti kannski við var þetta hugarfar, sem vantar alltof oft í EPL. Afhverju náum við bara jafntefli gegn Fulham, Stoke, Hull, Man City, en vinnum svo Real Madrid, Juventus, Inter Milan, Barcelona o.fl. í CL?

Real Madrid á morgun

Real Madrid 0 – Liverpool 1