Fyrir Real Madríd leikinn voru liðin 2 ár, 3 mánuðir og 2 dagar síðan Liverpool spilaði síðast leik, núna þegar maður er varla búinn að jafna sig á þeim snilldar sigri er strax komið að næsta leik, útileikur gegn því liði sem fallið hefur hvað hraðast í áliti hjá mér undanfarin ár, Middlesborough.
Heimaleikir á Riverside Stadium eru oftar en ekki frekar óspennandi þar sem glæsilegur völlurinn er alltaf nánast tómur, ekki veit ég hvað er þar í gangi, líklega hátt miðaverð (og önnur íþrótt í bænum?) en íbúar Middlesborogh mættu taka frændur sína og erkifjendur rétt norðar í Sunderland og Newcastle aðeins til fyrirmyndar og drattast til að mæta á völlinn, það er allavega ekkert annað knattspyrnu lið í þessari borg sem tekur því að tala um. Þannig að hvernig svo sem þessi leikur fer þá er nokkuð ljóst að Rauði Herinn á eftir að rúlla yfir aðdáendur Boro, líkt og þeir gerðu reyndar við aðdáendur Real Madríd á Bernabeu. Reyndar, ef ég á að vera sanngjarn, þá er þetta kannski ástæðan fyrir útfararstemmingunni þarna…..bless them 😉
En þá að leiknum sálfum, við lentum í bullandi basli með þetta Boro lið í fyrri leik liðana og nánast rændum af þeim sigrinum undir lokin. Síðan þá hefur nú vonandi eitthvað dregið úr kraftinum í liðinu, þeir eru núna næst neðstir í deildinni og markaskorari þeirra úr fyrri leiknum, Mido, er komin yfir til Wigan (og reyndar búinn að skora gegn okkur með þeim líka).
Þreyta okkar manna eftir Real leikinn ætti ekki að verða of mikið vandamál þar sem Boro sló út West Ham í FA Cup sama kvöld. Mikið frekar ættu okkar menn að mæta dýrvitlausir til leiks með sjálfstraustið í botni og mikið óskaplega mættu þeir nú taka þetta örlítið meira sannfærandi heldur en þeir gerðu í fyrri leiknum.
Fréttir af liðinu eru reyndar ekki góðar, Torres er pottþétt ekki með og Steven Gerrard hlítur að vera mikið óvissuatriði ásamt Agger, en báðir hafa verið meiddir undanfarið, Gerrard var meira að segja veikur ofan á það. Hann ferðaðist þó með liðinu og ég spái honum á bekkinn. Ég er því í þónokkru basli með að stilla upp liðinu fyrir þennan leik. Riera og Benayoun hlupu einnig gríðarlega mikið á móti Real og verða þeir nú seint taldar einhverjar duracell kanínur eins og t.d. Kuyt og því er ég ekki viss hvort þeir verði með.
Liðsuppstillingin er því einungis wild guess hjá mér:
Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Dossena
Mascherano – Alonso
Babel – Benayoun- Riera
Kuyt
Bekkur: Cavalieri, Skrtel, Aurelio, Lucas, Gerrard , Ngog, El´Zhar
Svosem ekkert óskalið þannig, en við erum bara ansi fátækir þegar Torres og Gerrard eru ekki með. Personulega vil ég reyndar fá að sjá Babel áfram í þeirri stöðu sem hann kom inná í gegn Real, þ.e. fremstur og í línu við öftustu varnarlínu andstæðinganna. Kuyt þá á hægri og hinn sjóðandi heiti Benayoun í holunni. Reyndar útiloka ég alls ekki að Rafa fari út í svipaða ævintýramennsku og hann gerði gegn Portsmouth um daginn, þrjá miðverði og wing backs.
Spá: Ég veit ekki hvað það er en ég ætla að tippa á 0-3 sigur okkar manna í nokkuð öruggum sigri, Benayoun, Kuyt og Babel með mörkin. Eins spái ég því að aðdáendur Boro stingi upp í mig og verði svona á morgun !
já, ég hugsa líka að við tökum þetta 3-0, en vont að hafa ekki Fernando með… Vona bara það besta 😛
Við eigum að vinna þetta leiðinlega lið.
Liðið er nánast eins og liðið sem kláraði R M, flott upphitun.
Hvenær kom síðasti sigur á Riverside? Það má ekki vanmeta þetta lið.
Held að Aurelio gæti byrjað, jafnvel El’Zhar.
er alonso ekki í banni?
Spái 1-1 jafntefli. Hvað annað en á útivelli gegn liði þar sem við komumst til með að stjórna leiknum.
Reina – Arbeloa – Carra – Hyypia – Dossena
Lucas – Mascherano
Babel – Benayoun – El Zhar
Kuyt
Alonso er ekki í banni og ég vonast til þess að Aurelio haldi sæti sínu enda var hann gjörsamlega frábær á móti Madrid. Og ef að Gerrard er ennþá tæpur þá byrjar hann vonandi á bekknum og þarf vonandi ekki að koma inná enda betra fyrir liðið ef hann fær meiri hvíld.
Svona vill ég sjá liðið ef Gerrard er tæpur
—————–Reina—————
Arbeloa—Carra—Skrtel—Aurelio
————Javier—Alonso———
Kuyt—————————Riera
—————-Yossi—————
——————Babel————–
er arbeloa ekki meiddur! las það einhvernstaðar í dag! annars tökum við þetta líklega 2-1 jafnvel 3-1,eigum við ekki að segja bara að babel vakni til lífsins og spili óaðfinnanlega og skori allavega 1! verðum að vera bjartsýnir drengir!
Guillem Balague heldur því fram að arbeloa sé kominn í gips vegna rifins vöðva og verði frá í 3 vikur og sé tæpur á að ná leiknum á old toilet. Ætli Carragher fari þá ekki í hægri bakvörðinn og skrtel og hyypia verði miðvarðaparið, nema þá að Agger sé búinn að ná sér af þessum bakmeiðslum og þá geri ég ráð fyrir að hann spili en ekki hyypia.
Oft hefur verið þörf en nú er einfaldlega nauðsyn að byrja að vinna leiki, ef liðið vinnur middlesboro á morgun og sunderland á þriðjudaginn verður bilið í utd. komið niður í 1 stig þegar þeir spila næst í deildinni sem getur óneitanlega sett smá pressu á þá. Tapist hins vegar einhver stig í þessum leikjum geta þeir mætt algjörlega afslappaðir í næstu leiki og þá er ég ansi hræddur um að leikurinn á old toilet komi ekki til með að skipta neinu máli, forskot þeirra verður einfaldlega orðið of mikið.
Held að LFC sé ekki buið að vinna á Riverside siðan 2001 minnir mig þegar Heskey og Riise sett’ann í 2-1 sigri, þeir eru með sterkann heimavöll, taka oft stig af manutd sbr. þegar Ronaldo skoraði 1000 markið þeirra í EPL í 4-1 tapi Manchester gegn Boro
erfiður völlur en þeir eru ekki bunir að vinna i 14 leiki i deildinni i röð
1-1
þvi miður, alves – alonso
vinnum þetta 1-0
tokum tetta 2-1 eftir ad lenda undir. Kuyt dregur upp gomlu bjargvaettar skonna og tryggir sigurinn seint i leiknum eftir ad riera jafnar leikin fyrir okkur. 🙂
p.s. veit einhver hvort agger se komin i lag?
Jæja, þá er það allt önnur keppni.
Þótt ótrúlegt sé þá var maður bjartsýnni á að Liverpool myndi vinna Madrid úti en Boro. Það hentar einfaldlega Liverpool mun betur að vera underdogs, liggja aftarlega og beita skyndisóknum en að stjórna leikjum.
Allavega er krafan sigur og held að Liverpool takist að merja eins marks sigur 0-1 eða 1-2.
Vissulega er 1-1 ekki ósennilegt,,,,en ég hef góða tilfinningu fyrir leiknum á morgun.
Það hefur oft verið þannig að þegar Rafa Benitez vinnur einhvern risa taktískan sigur líkt og gegn Real Madrid, þá missir hann sig í Fantasy League og kemur með eitthvað útúrsýrt lið í næsta leik.
Ég spái að Lucas Leiva byrji inná og jafnvel að Insúa byrji líka inná í mjög sókndjarfri 4-2-4 uppstillingu. Gerrard á bekknum, Torres í marki og Kuyt frammi með Hyppia. Alonso í hægri bakverði og Benitez lætur Parry sjá um skítavinnuna á miðjunni ásamt Lucas litla.
Þið lásuð þetta fyrst hér…
ég held, þar sem Arbeloa virðist vera meiddur, að ég dragi mína spá til baka og taki undir með Sölva.
Þetta verður semsagt ca. svona:
Alonso – Carragher – Hyypia – Insua
Lucas litli – Rick Parry
Babel – Hyypia – Kuyt – Riera
Það vekur sérstaka athygli í þessu að Hyypia spilar tvær stöður
(mjög mjög mjög rólegt föstudagskvöld) :p
Ég er sammála að leyfa Torres að spreyta sig í marki, öklinn heldur takmarkað aftur af honum þar og það hefur sýnt sig að með hann á vellinum er liðið að næla í fleiri stig. Gamli framkvæmdastjórinn er væntanlega settur þarna inn á miðjuna til að eiga greiða aðkomuleið að öllum leikmönnum til að bjóða framlengingu á samning. Því fær Hyypia tvö tækifæri, en aldur hans gæti ollið því að Parry yrði tregur til og því veitir ekki af þessu fyrir Hyypia sem á allt gott skilið. Litla útgáfan af Lucas er sömu hæfileikum gæddur og sá stærri en getur ekki brotið á einum né neinum svo hann er þarna til að tryggja að Liverpool klári leikinn með 11 menn og fái ekki á sig víti á 94. mín. Babel skorar 5 þar sem ég setti hann í fantasy liðið mitt, það veitir mönnum aukinn kraft eins og sannaðist með 2 mörkum Keane stuttu eftir að ég tók hann að mér. Hef verið að geyma þetta tromp, en nú tel ég að sé rétti tíminn.
Liverpool hefur nú oftast tapað svona leikjum strax eftir stórleik í CL þannig að ég held að það sé best að undibúa sig fyrir það.
Allt annað en hundleiðinlegur leikur þar sem Carragher verður í aðalhlutverki dælandi háloftaspyrnum fram völlinn þar sem Kuyt kallinn reynir af öllum sínum dugnaði en litlu hæfileikum að ná þessum boltum án teljandi árangurs kæmi skemtmilega á óvart.
fín upphitun babu.
það verður að ná 3 stigum út úr þessum leik, annað er bara ekki í boði, punktur!
Ég spáði Liv tapi á móti Real M, (í fyrsta sinn) ekki gekk það eftir eins og flestar mínar spár, þannig að liv tapar þessum leik segi ég, en ekki er ég sáttur við mig eina ferðina enn. Tökum þetta LIVERPOOL. 😉
Arbeloa er meiddur!
http://www.liverpool.is/?cat=1&view=newsone&nid=12303
Samkvæmt minni visindalegu spà, thar sem ég spila leikinn Í Fifa, fer leikurinn 1 – 1, thar sem Alonso setur hann ùr hjólhest.
Sælir félagar
Ég held að þetta verði markaleikur. Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Því mun ekki verða tjaldað í teignum heldur sótt til sigurs. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að geta upp á upstillingu Rafa. Hann er oftast óútreiknanlegur og ekki síst ef hann hefur ekki úr öllum að spila. Ég ætla hinsvegar að spá skemmtilegum leik sem fer 2 – 5. Og það sem verður skemmtilegast við leikinn er það að Carra minn maður setur 2. Annað með skalla frá miðju og hitt með fyrnaföstu skoti af 35 metra færi. 😉
Það er nú þannig
YNWA
Liðið verður svona:
Reina
Carragher Hyypia Skrtel Aurelio
Masche Alonso
Babel Gerrard El Zhar
Kuyt