Í ummælum við leikskýrsluna gegn Boro þá fór ég að velta því fyrir mér hversu sjaldan við höfum skorað í fyrri hálfleik. Ansi oft þegar að ég horfi á Chelsea eða Manchester United, þá finnst mér einsog liðin klári leikina í fyrri hálfeik. Þau ná að setja fyrsta markið og koma þannig mótherjunum í vandræði, sem þeir komast ekki uppúr.
Þetta hefur Liverpool liðið gert afskaplega sjaldan í vetur. Árangurinn hefur yfir heildina verið ágætur hjá okkar mönnum í vetur, en samt eru vonbrigðin mikil. Kári tók sig til og tók þetta saman og birti í ummælum við leikskýrsluna. Þetta eru mörk skoruð í fyrri hálfleik hjá okkar mönnum
Leikir þar sem við jöfnum metin í fyrri hálfleik
(sm) Brown gegn United (h) – endar 2-1
Gerrard 2x gegn Hull (h) – endar 2-2
Kuyt gegn Wigan (h) – endar 3-2
Keane gegn Arsenal (ú) – endar 1-1
Leikir þar sem við komumst yfir í fyrri hálfleik
Alonso gegn Chelsa (ú) – endar 0-1
Kuyt gegn Tottenham (ú) – endar 2-1
Keane 2x gegn WBA (h) – endar 3-0
Kuty gegn Bolton (út) – endar 0-2
Riera gegn Bolton (h) – endar 3-0
Gerrard og Hyypia Newcastel (ú) endar 1-5
Benayoun gegn Wigan (ú) endar 1-1
Þetta er að mínu mati mögnuð tölfræði.
Í 27 leikjum höfum við bara skorað í fyrri hálfleiknum í 11 þeirra, eða um 40%.
Í þessum leikjum höfum við bara komist yfir í fyrri hálfleik 7 sinnum eða um 26% leikja. Semsagt, í 20 af 27 leikjum er staðan jöfn eða við undir í hálfleik! Það er að mínu mati mjög slappt. Og það gerir það að verkum að allir leikir verða erfiðir. Það eru engir léttir leikir þegar að við þurfum að bíða fram á 60. mínútu eftir fyrsta markinu. Þess vegna er maður aldrei rólegur yfir Liverpool leikjum, nema þessum örfáu þar sem við náum að skora tvö mörk í fyrri hálfleik. Það hefur hins vegar bara gerst þrisvar (þar af eitt skipti sem við vorum að jafna) og þeir leikir voru einmitt þeir afslöppuðustu á tímabilinu, gegn WBA og Newcastle.
Af hverju stafar þetta? Ég get fundið afskaplega fá dæmi um leiki þar sem við erum lélegra liðið í fyrri hálfleik, en samt er það svo að það tekur okkar menn óralangan tíma að komast á blað. Þetta er klárlega eitthvað sem að Benitez verður að taka á.
**Uppfært (EÖE)**: Ég bætti aðeins við tölfræðina í kommenti.
Sammála! Það þyrfti að kaupa nýjan framherja í sumar, svona alvöru framherja sem klára færin eins og Torres, ekki gaura eins og Babel, Kuyt, benayoun….. heldur alvöru framherja, erum með tvo þannig, Torres og Ngog….. hægri kantmaður væri líka vel þeginn.
Sammála, okkur bráðvantar annan alvöru framherja. Það segir sína sögu að eiga 23 markskot án þess að skora í síðasta leik. Nýr sóknarmaður hlýtur að vera forgangsatriði hjá Benitez í sumar.
otruleg tolfraedi. Tad er einsog lidid byrji aldrei leikina fyrr en teir eru komnir undir. Tad vantar tetta drapsedli i lidid, ad vilja bara gera ut um leikin sem fyrst.En ja eg er sammala tvi ad liverpool virkilega tarf annan heimsklassa soknarmann. vaeri gaman ad heyra hvada leikmenn eru menn med i huga i tessa stodu og ja lika a haegri kantin.
það verður bara að selja Ngog og El Zahr, sem bara hafa verið vonbrygði. Svo kaupa hægri kant (?) og framherja; David Villa (maður má láta sig dreyma)
Ég skil líka ekki þörfina á að vera með Kuyt í byrjunarliði gegn þessum “lakari” liðum á Anfield. Í þeim leikjum þarf frekar eitthvern sem hefur eitthvað smá touch og getur hlaupið án bolta.
Við skorum svona lítið í fyrri hálfleik vegna þess hversu taktískur Rafa er og hvernig okkar leikmannahópur er samansettur. Leikmenn Liverpool svitna yfirleitt ekki fyrstu 45mín heldur eru látnir spila sig rólega inní leiki og þreifa á andstæðingunum og finna út veikleika á meðan leik stendur.
Við spilum varfærnislega í byrjun og eigum mjög erfitt með að skora þegar við höfum bara 1 mann frammi og lið loka svæðum gegn okkur mjög hratt.
Í seinni hálfleik dregur úr hlaupaþoli andstæðinga og þá hækka okkar menn tempóið aðeins. Þegar lið liggja í vörn gegn Liverpool þurfum við einhvern með hraðabreytingu eða einstaklingsframtak til að brjóta upp leikinn. Hver er að fara gera það?
Gerrard er yfirleitt tvídekkaður, Riera og Kuyt eru ekki að fara kötta inná miðju og skora úr langskotum eða skapa skallafæri með fyrirgjöfum því….. Mascherano og Alonso ógna nánast aldrei marki né taka snögg hlaup inní teig. Við höfum ekki bakverði sem geta keyrt eldhratt upp og búið til óvænta hluti. Carragher og Skrtel skapa sama og ekkert sóknarlega.
Ergo. Liverpool er með hægt lið og á meðan andstæðingar eru fljótir að loka svæðum fær Torres enga þjónustu því Alonso, Mascherano og bakverðir eru hægir að bera upp boltann. Lið eiga því flest auðvelt með að halda hreinu gegn okkur í fyrri hálfleik þegar þau hafa fulla orku. Hrúga bara leikmönnum á miðjuna, kringum Gerrard og pressa Xabi og Masch til að gefa boltann tilbaka.
Ég hef lengi verið á því að það eigi að selja Alonso því hann hefur ekki hraða og líkamsburði í ensku deildina og skilar nánast engri ógnun sóknarlega. Við þurfum hægri og/eða vinstri kantmann sem getur farið upp kantinn, gefið fyrir og dregið varnarmenn frá miðjusvæðinu. Insúa er framtíðar vinstri bakvörður en við getum vel fengið betri hægri bakvörð en Arbeloa. Svo vantar líkamlega sterkan target-striker sem getur haldið possession hátt uppi, skilað honum hratt á kantmenn og dregið varnarmenn í sig svo Torres og Gerrard hafi stærri svæði að hlaupa í.
Við höfum afburða hryggjasúlu Reina-Carragher-Macherano-Gerrard-Torres en sökum skorts á hraða erum við of fyrirsjánlegir til að brjóta niður varnarveggi. Lið loka svæðum hratt gegn okkur í fyrri hálfleik og treysta svo á að við förum á taugum í þeim seinni. Tekst sorglega oft.
Ég er alveg sammála því að við þurfum að auka við breiddina okkar. Fá inn heimsklassa framherja + hægri kantmann. Það að hafa Babel, N’gog, El Zhar og fleiri er bara ekki nógu gott. Þetta eru ekki menn sem koma inn til að klára leikina fyrir okkur. Kuyt er mjög fínn spilari en hann á bara að vera til að auka breiddina á hópnum en ekki til að byrja leikina hvort svo sem það sé frammi eða á kantinum. Með fullri virðingu fyrir honum. Ronaldo, Rooney, Berbatov, Drogba, Anelka og fleiri og fleiri hefðu ALLIR skorað úr þessum 2 færum sem hann fékk á móti Boro, það er staðreynd. Setja N’gog og El Zhar í önnur lið til að fá reynslu, þeir hafa ekki gæðin til að spila fyrir Liverpool það er bara þannig.
Við getum endalaust talað um lausnir og hvað þarf að breytast á þeim tímum þegar liðið þarf hvað mest á okkar stuðning.
Við getum en unnið meistaradeildina og við getum en get erkifjendum okkar erfitt fyrir en í stað þess að lúta höfði og tapa. Þá eigum við að berjast fram í RAUÐAN dauðan.
Það er ótrúlegt hvað liðið hefur langt á ekki betri hóp en þetta, en það er en töluvert eftir.
“Haldið höfði ykkar hátt.. og þið munið aldrei ganga ein”
Það er alveg klárt að veikleiki Liverpool er sóknin og sóknarleikurinn. Ngog, El Zahr eru einfaldlega langt frá því að hafa quality í að spila í ensku úrvalsdeildinni. Kuyt er bara eins og hann er, nýtist best úti á kanti. Einn frammi nýtist hann ekki þar sem hann hefur lélegt fyrsta touch, heldur bolta illa og klárar færin illa. Það hlýtur að vera draumur tveggja miðvarðar að þurfa kljást við einn framherja eins og Kuyt….ekki erfitt verkefni það. Þá stóð Keane ekki undir væntingum og hvort að það hafi verið rétt að láta hann fara í jan glugganum án þess að fá annan senter í staðinn er eitthvað sem á eftir að deila lengi um. Án Torres er Liverpool einfaldlega í tómu tjóni sóknarlega séð og því forgangsatriði í sumar að fá annan quality senter.
Sammála Sölva að því leyti að Liverpool hefur komið í leiki á svakalega lágu tempói. Hvort um er að ræða eitthvað sem lagt er upp með eða skort á sjálfstrausti veit ég ekki. Þó ekki sammála Sölva um að selja Alonso, að mínu mati er hann búinn að vera einn besti miðjumaður Liverpool í vetur. Veit ekki hvar við værum án hans þar sem hann bar af fyrri hluta tímabilsins. Hann er ef til vill ekki hraður og sókndjarfur en hann skilur leikinn ótrúlega vel og dreifir spilinu vel. Hann og Gerrard eru langbesta miðjupar Liverpool í vetur. Það má líka benda á Carrick hjá Utd. ekki fljótur, sókndjarfur eða líkamlega sterkur en skilar engu að síður mikilvægu hlutverki.
Það sem ég myndi vilja sjá Liverpool gera á morgun að koma á 120% tempói inní leikinn gegn Sunderland og fara í hvern einasta bolta á fullu tempói. Ég myndi vilja sjá áhorfendur eins og á CL kvöldi og ég myndi vilja sjá Liverpool afgreiða andstæðingana sannfærandi a.m.k. 3-0. Það er engin spurning að liðið á að hafa quality til þess undir öllum eðlilegum kringumstæður.
Verulega gott innlegg, Sölvi. Ég var einmitt að vonast til að ná fram einhverjum svona pælingum, en ekki endilega að byrja á öðrum þræði þar sem við gætum talað um kaup og sölur.
Við skorum nóg af mörkum í seinni hálfleik, það er alveg klárt.
Kannski að bæta við þetta.
Mörk í fyrri hálfleik: 14 (32%)
Mörk í seinni hálfleik: 29 (67%)
Við erum bara búnir að skora þrem mörkum færra en Chelsea og fjórum færri en Man United (og fimm mörkum fleiri en Arsenal) þrátt fyrir að hafa verið án Torres mestallan tímann, þannig að tal um að öll sóknin sé ömurleg á ekki við rök að styðjast.
En hins vegar er það einkennilegt hvað menn eru rosalega lengi í gang.
Nú hef ég mikið hugsað út í stöðu Kuyt í liðinu, gegn minni liðum. Nú getum við farið út í það aftur (þeir sem vilja það, geta kíkt á hina 50-60 þræðina sem hafa endað sem umræða um þennan ágæta leikmann). Langar bara einfaldlega að koma mínum punkti fram í stuttu máli. Þrátt fyrir alla sína galla, vil ég meina að Kuyt sé akkurat einn okkar mikilvægasti leikmaður í þessum leikjum. Hann hefur “apocalyptic first touch” marknef sem fær nef Michael Jackson til þess að líta út eins og gauk og svo mætti lengi telja, og hefur verið gert of oft.
Kuyt hefur hinsvegar fram yfir alla (nema hugsanlega Carra) að allir leikir eru mikilvægir. Hversu oft höfum við séð fyrirliðann hengja haus í ár og á síðasta tímabili. Séð menn gefast upp 10 mínútum fyrir leikslok, ekki nenna að elta bolta etc. etc. etc. etc. etc.
Getur einhver, án þess að leggjast í klukkutíma rannsóknarvinnu, nefnt einn leik þar sem hann hefur séð Kuyt gefast upp?
Það breytir hann engu hvort það er utandeildarlið eða Real Madrid, staðan er 0-0 eða 14-2, hann gefst aldrei upp, er í öllum boltum rífur menn upp þegar þeir hengja haus og er að skora mörk sem vinna leiki.
Hann er kannski ekki þessi leikmaður sem tekur áttföld skæri og á blússandi fyrirgjafir, en hann er holdgervingur atvinnumannsin og gefst aldrei upp og í leiðinlegum leikjum, sem enginn virðist nenna að spila, þá finnst mér ekkert að því að henda inn eins og öðrum Kuyt.
Jæja, hef þetta ekki lengra í bili, maður þarf víst að drulla sér í skólann.
Sammála þér Anton. Maður er oft fljótur að dæma menn eftir kannski einn slakan leik í stað þess að skoða heildarframmistöðu leikmannsins. Tökum “Black Cats” sannfærandi á morgun.
Hvað er annars að frétta af Stebba Ger ??? Er hann meiddur eða hvað ? Sé ekkert um það á LFC vefnum eða á Liverpool Echo.
Tölfræði tengd efni pistilsins frá Opta:
First half table:
Team P W D L F A GD PTS
1 Man Utd 26 13 12 1 22 5 +17 51
2 Chelsea 27 14 8 5 25 7 +18 50
3 Fulham 26 8 16 2 12 7 +5 40
.
.
.
8 Liverpool 27 7 17 3 14 10 +4 38
Second half table:
Team P W D L F A GD PTS
1 Liverpool 27 14 10 3 29 10 +19 52
2 Man Utd 26 13 9 4 24 6 +18 48
3 Chelsea 27 12 12 3 22 9 +13 48
Sumsé 14 stigum meira í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik. Eitthvað sem þarf augljóslega að bæta.
Er einhver með tölfræðina frá öðrum tímabilum undir Benitez? Jafnvel frá því þegar hann var með Valencia? Gæti verið gaman að bera þetta saman.
Wow, ef einhver stjórnandi gæti lagað þetta comment hjá mér. Þetta leit helvíti vel út þegar ég setti þetta upp…
Búinn að breyta þessu Addorri.
Og þetta styður nákvæmlega það sem ég var að segja. Man U og Chelsesa klára leikina í fyrri hálfleik, en við erum að rembast fram á síðustu mínútu að gera það.
Þetta er ótrúlegur munur og það væri frábært ef einhver myndi nenna að forvitnast hvort þetta sé eitthvað nýtt.
Ég hef aldrei fengið þetta eins sterkt á tilfinninguna einsog núna.
Góður pistill Einar og ég tek einnig undir með Sölva. Það er að mínu mati að miklu leyti hægt að skrifa þennan hægagang liðsins í upphafi leikja á það hvernig Benítez leggur upp með taktíkina. Eins og Sölvi útskýrir vel gengur hún í grófum dráttum út á það að kæfa andstæðinginn, ná stjórn á leiknum og svo auka pressustigið þegar andstæðingurinn er tekinn að þreytast.
Hins vegar, og ég hef nefnt þetta áður hér, er ég ekki sannfærður um að þetta sé rétta leiðin gegn lakari liðum. Ef þú ert að spila gegn Man Utd, Chelsea, Arsenal eða einhverju stórliði í Evrópu er þetta brilljant taktík, ef rétt framkvæmd (og okkar menn hafa verið einstaklega góðir í að ná úrslitum í stórleikjunum í vetur) en þegar þú ert að fá lið eins og Fulham eða Stoke í heimsókn á Anfield áttu ekki að sýna þeim þá virðingu að ætla að leggja upp með að „kæfa“ þeirra leik.
Við eigum að leggja upp með að „kaffæra“ slík lið strax í byrjun. Ég myndi frekar vilja sjá Mascherano og Lucas á bekknum gegn liði eins og Stoke á Anfield, og geta frekar sett þá inná til að „stýra“ leiknum og/eða sigla sigrinum í höfn eftir að forystu hefur verið náð.
Við höfum alveg mannskapinn í þetta, mér finnst bara Benítez á köflum ekki nota hann alveg rétt gegn lakari liðum.
Besta dæmið sem mér dettur í hug til að rökstyðja þetta er að skoða hvað gerist þegar okkar menn lenda undir gegn þessum svokölluðu lakari liðum. Leikir eins og t.d. Middlesbrough, Hull og Wigan heima, eða Man City á útivelli. Um leið og liðið fær á sig mark er eins og þessi „þreytum andstæðinginn“-taktík fari út um gluggann og menn byrja að pressa andstæðinginn eins og óðir menn. Ég man eftir að horfa á Boro-leikinn í annarri umferð deildarinnar í haust. Hann var drepleiðinlegur þangað til stutt var eftir og Mido kom Boro óvænt yfir. Þá skyndilega var eins og Liverpool-liðið rankaði við sér, sótti ógurlega og uppskar tvö mörk á lokamínútunum. Eftir sat maður, glaður yfir sigrinum en um leið hugsaði maður með sér að ef liðið hefði spilað allar 90 mínúturnar eins og það lék síðustu 15 mínúturnar hefði markið hjá Mido aldrei átt að geta ógnað úrslitum leiksins.
Það er fátt sem ég gagnrýni Benítez fyrir en hann á þó sína galla eins og allir stjórar og þetta er að verða að algjörum akkilesarhæl í deildarkeppni liðsins. Ef við ætlum að stríða United enn lengur á næsta ári en við höfum gert nú í vetur þarf Benítez einfaldlega að leggja upp með að koma andstæðingunum í opna skjöldu og byrja leikina á stórsókn, ekki byrja leikina á að ná stjórn á spilinu og þreyta andstæðinginn.
Ég held að stæðsta skýringin á þessu lága tempói í byrjun leiks megi rekja til skorts á sjálfstrausti. Í nokkrum þessara leikja hefur Liverpool fenið fín fær færi strax í byrjun leiks en klúðrað þeim og við það hefur allur vindur farið úr leikmönnum og þeir hafa farið að hengja haus og pirra sig yfir hlutunum snemma.
Í leikjum eins og á móti Boro, Stoke og Hull man ég eftir að liðið fékk nokkuð góð færi strax í upphafi leiks sem klúðruðust og eftir það dró mjög úr ákefð liðsins.
Stæðsta vandamál Liverpool þessa daganna tel ég að sé skortur á sjálfstrausti í deildinni. Alltof margir leikmenn eru að leika langt fyrir neðan eðlilega getu og eru að gera einföldustu hluti vitlaust aftur og aftur. Því miður virðist þetta gerast á hverri leiktíð að liðið missir sjálfstraustið og þá ekki einungis í tvær eru þrjár vikur,,,,,,heldur mánuði.
Ég veit það ekki strákar, Sölvi hefur ýmislegt til síns máls og Kristján Atli líka. Ég hef reyndar þá trú í fótbolta, kannski ólíkt Rafa, að fótbolti sé ekki endilega mjög flókin íþrótt. Það er hægt að flækja þetta út í það óendanlega, eins og Rafa virðist oft gera, en tempóið er ekkert endilega lágt í byrjun. Mér hefur oft fundist liðið einmitt pressa ágætlega svona í byrjun leikja. En vandamálið er fyrst og fremst nýting á færum. Við erum ekki með nema 1 leikmann sem nýtir færin sín sómasamlega. Jú, kannski er Gerrard í þeim hópi líka. Okkur vantar fleiri menn með gott slútt. Ekki flóknara en það. Það sem hefur síðan gerst núna um miðbik og seinni hluta tímabilsins, er að það hefur ákveðinn spírall farið í gang, litlu liðin hafa trú á sér á móti okkur út af þessum leikjum fyrir jól sem við náðum ekki að klára, fyrst og fremst út af slakri nýtingu á færum.
Hvað varðar Alonso, þá er hann sennilega einn besti miðjumaður heims og vildi ég ekki skipta honum út fyrir nokkurn annan. Hann dreifir spilinu nánast óaðfinnanlega leik eftir leik og þegar við erum án hans er miðjuspilið bara brandari. Hann er hægur, rétt er það, en það var Jan Mölby líka. En sendingagetan hjá þeim er óviðjafnanleg og veldur miklum vandræðum fyrir varnir andstæðinganna. Ef svo á hinum endanum væru toppklárarar, þá værum við að salta þessa leiki. Þess vegna skil ég vel drengina hérna fremst að fara út í umræðu um að kaupa þennan og hinn, sem sennilega allir eru sammála um. Það vantar betri sóknarmenn í liðið. Simple as that.
Getur verið að það sé almennt minna skorað í fyrri hálfleik? Það er held ég þannig amk í deildinni hérna heima. Prófið að skoða hvað stjórt hlutfall marka eru skoðuð fyrstu 45 mín og skoðið svo hversu mikið Liverpool víkur frá því. Það er eðlilegra tel ég að skoða málin í því samhengi.
HK, það má vel vera. En þú sérð í töflunni í kommenti 13 að við erum klárlega slappari í fyrri hálfleik en t.d. MU og Chelsea.
Samkvæmt minni talningu hafa verið skoruð 271 mark í fyrri hálfleik og 387 í seinni hálfleik, samtals 658 mörk. 41,2% marka koma í fyrri hálfleik og 58,5% í þeim seinni.
Það útskýrir e.t.v. hluta af vandamálinu en er þó ekki nægilega góð skýring til að útskýra þennan mikla mun á Liverpool-liðinu í fyrri og í seinni hálfleik. Getur verið að leikmenn Liverpool, að undanskildum Gerrard og Torres, séu bara miðlungsleikmenn í góðu líkamlegu formi?
Flottur pistill Einar!
Var búinn að skrifa pistil um motivation leikmanna og frammistöðu sem ég auðvitað frestaði þegar ég sá þinn. Ætla að henda honum inn í kvöld eða fyrramál, en þar hljómar svipaður tónn á einum stað.
Það er nefnilega samsetning liðsins og hraðinn í hópnum. Það er líka ástæða þess að við náum betri árangri í CL en í deildinni. Ítölsku og spænsku liðin ráða ekki við okkar hraða, en ensku liðin hafa meiri hraða en við.
En ég hef algerlega sömu skoðun og þið varðandi þá stefnu að byrja leikina rólega, hef pirrað mig töluvert á því og er eitt af þeim atriðum sem mér finnst neikvæðast við stjórann okkar.
Hins vegar er líka að koma upp mikið mein í enskum fótbolta. Hann er að verða ítalskur. 16 lið af 20 koma í leikina til að verjast. 80% liða leggur nú meiri áherslu á vörn en sókn. Þess vegna finnst mér leiðinlegt þegar “lakari” lið sem reyna að spila fótbolta gera í buxur í deildinni, W.B.A. í vetur og Hull nú að undanförnu.
Gaman væri að heyra tölfræði um mörk að meðaltali í enska boltanum í dag, samanborið t.d. við 1990 og 2000. Og fjölda markalausra jafntefla!
Kannski er þetta tilkomið vegna þjálfaranna sem hafa komið frá Evrópu og kannski er þetta líka bara skiljanlegt þegar svo gríðarlegt bil er komið í möguleika liða á fjármagni.
Ég held svei mér að tími sé kominn til að stroka út stig fyrir 0-0 jafntefli, þ.e. að hvorugt liðið fengi stig í svoleiðis leik. Auðvitað eru til ágætir leikir sem enda 0-0 en í skjóli þess að með 1 stig fyrir að gera ekkert nema að verjast hafa margir leikir eyðilagst!
Þetta er ekki þráðrán félagar heldur er ein ástæða þess að við eigum erfitt í fyrri hálfleik er að varnir slíkra liða halda yfirleitt út á meðan að menn eru óþreyttir, sér í lagi ef ekki er sett á þá hápressa með overlaphlaupum og miklu einstaklingsframtaki.
Ég hef lengi hrifist að þeirri reglu að gefa ekkert fyrir 0-0 jafntefli. Ýmindið ykkur bara Man U og Liverpool og staðan er 0-0 eftir 75 mínútur, hvað gerist, þau fara í bæði að sækja og leikurinn opnast og verður skemmtilegur. Í raun ættu jafntefli að fara í framlengingu og spilað til sigurs, því þegar ég fer á fótboltaleiki vill ég sjá sigurvegara, en ekki sjá liðin skilja jöfn, það eru enginn úrslit og ekki tilgangur fyrir því að fólk fer á völlinn eða fylgist með í umbanum. Einnig mætti vel hafa það þannig að útivallarsigur gefi 4 stig, en aftur á móti má ekki gera fótboltann of flókinn. Það er eitt af beautíinu við boltann hve einfaldur og skemmtilegur hann er.
Þetta með að skora of fá mörk tengist að miklu leyti getuleysi og hugmyndarleysi okkar fram á við. Sjáið hvernig leikmennirnir okkar eru off the ball miðað við t.d. Arsenal fyrir nokkrum árum síðan. Þá voru allir að bjóða sig og taka hlaup en okkar menn standa á sínum reit og bíða eftir því að vörn andstæðinganna klikki eða þá að Torres eða Gerrard skora.
Annað mál!
Eigum við ekki leik á morgun, 3. mars? Ekki 4. eins og stendur á síðunni um næsta leik
Jú, það er einhver vitleysa í þessu. Upphitun kemur í kvöld.
Ótrúlegt að maður hafi horft á 20 fyrri hálfleiki hjá Liverpool án þess að fá mark á þessu tímabili, á meðan Chelsea hafa komist yfir 18 sinnum í fyrri hálfleik.
Maður getur allt eins sleppt því að horfa á fyrri hálfleikinn í kvöld og tekið síðasta hálftímann.
Misritun, 16 fyrri hálfleiki.
Everything had five of a kind the mirror punto banco just the sic bo and supplies corner bet ust hold street bet getting the max bet nuts from down card other side tie bet that reason caribbean stud hose dreams bet one obody likes video poker you idiot hand rank cajole you bet one uest had even money uddenly his bonus game had become bet max his had bankroll uch eagerness payline creasingly nervous street bet really objectiona crap lease get horn bet and wept fruit machine gradually approach the golden pharaoh course messed payout table hey found backgammon mask our come bet creature tossed croupier and vindicated fast way his hand payline her marriage pirate s treasure are wary awp just over ride on poker passions that let it ride she not the golden pharaoh then clapped bonus poker its hardness summoner.