Benayoun meiddur og fleira

Týpískt. Okkar besti maður eftir áramót, Yossi Benayoun, meiddist á æfingu í gær og gæti verið í allt að tvær vikur frá keppni. Þetta eru einfaldlega skelfilegar fréttir, þar sem Yossi hefur hvað eftir annað verið okkar öflugasti sóknarmaður undanfarið og ekki síst í ljósi þess að Fernando Torres og Steven Gerrard hafa átt erfitt með að halda sér heilum að undanförnu.

Talandi um Torres, þá er hann víst tæpur fyrir leikinn gegn Real og það verður ákveðið á morgun hvort hann nær að byrja þann leik eða ekki. Við gætum sem sagt verið án bæði Nando og Yossi á þriðjudag. Eins gott að við unnum útileikinn því það er varla hægt að lofa stórsókn án þessara tveggja leikmanna.

Annars er það helst að frétta að enn er möguleiki á að hópur frá Kúveit muni fjárfesta í, eða jafnvel kaupa, Liverpool frá þeim Tom Hicks og George Gillett. Þessi yfirtökusaga og eigendasápuópera öll er auðvitað orðin með langdregnasta móti en við munum reyna að fylgjast með því sem gerist á næstu mánuðum, en það gæti dregið alvarlega til tíðinda í þessum málum í sumar eða jafnvel fyrr ef þessar meintu viðræður Kúveita og þeirra Hicks & Gillett bera ávöxt.

10 Comments

  1. Vei… ef að menn eru með þetta “motive” þá er ég bara ángæður með að þeir “VILJI” taka við klúbbnum frá hálfvitunum í vestri (USA).
    “We want to build the new stadium in Stanley Park and make the team do really well,” segir Al-Sager.

    Avanti Liverpool – Rafa – http://www.kop.is og einnig Al-Sager 🙂

  2. Já seljum í kvelli, mikið yrði ég fegin er kúrekarnir lértu kúvætana hafa félagið og það gæti eitthvað farðið að gerast af viti hjá þessum klúbb…

  3. Vont að missa Benayoun. Hann hefur verið öflugur undanfarið. Nú verða menn eins og Babel að rífa sig upp. Sá drengur er að falla á tíma – hann getur miklu meira en hann hefur sýnt.
    Vona að e-r alvara sé með Kúveitana. Maður myndi ekki hata það að sjá Kanana á útleið.

  4. Ef það er eitthvað sem síðustu 2 tímabil hafa kennd mér, þá er það pottþétt að gera ekki miklar væntingar til lengri tíma, ég sagðist ætla njóta þess að vera á toppnum en ég bjóst ekki við að það myndi endast lengi vegna þess að á hverju tímabili eigum við einn svartan mánuð. vonandi er sá mánuður búinn hjá okkur 🙂

    Með þessi eigendaskipti þá er það allveg augljóst að USA asnarnir voru bara að þessu til að græða, ekkert annað þeir kaupa félagið og heimta svo strax 200 milljónum punda meira fyrir félagið án þess að hafa lagt svo mikið í félagið. kannski 50 millur í leikmannakaup og hvað 2-3 millur í þessi stadium vesen.

    Svo er spurning hvernig þetta þróast á næstu árum með nýja eigendur. hvað munu þeir gera með liðið og hvort þeir vilji skipta um stjóra eða halda Benna. ég veit bara að ég fer AA leiðinna með liverpool í dag. tek bara einn dag í einu borgar sig með alla þessa krísu í kringum liðið sem ætlar aldrei enda að taka.

  5. Skiptir engu máli gegn Real að Yossi vanti en liðið mun sakna hans í næsta deildarleik.

  6. Já Kárinn, af því að Yossi skoraði ekki á móti Real í síðasta leik.

  7. Já það er svo sannarlega skelfilegt að missa Benayoun einkum og sér í lagi þar sem hann hefur verið okkar stöðugasti leikmaður eftir áramót. Ég held samt að ég skilji hvað “Kárinn” er að segja því að það kemur alltaf maður í manns stað þó svo að Benayoun hafi verið frábær. Þetta er Meistaradeildin og í þokkabót á Anfield þannig að leikmenn gefa sig extra í þennan leik og eins alla leiki á Anfield. Vonandi eru þetta ekki of stór meiðsli hjá stráknum til þess að hann verði klár á móti United um næstu helgi.
    Koma svo, verðum bjartsýnir :0)

  8. Já, Maðurinn að austan: Auðvita erum við bjartsýn, en Anfield hefur ekki gefið extra kraft undanfarna 2 mánuði og R M eru víst búnir að fá 2 sína bestu menn úr meiðslum sem voru ekki með síðast, eða svo er mér sagt, þekki ekki liðið nógu vel til að nefna þá, en eflaust veit einhver þetta betur en ég

  9. Það vantar bara allan karakter í þetta Real Madrid lið, ekkert sambærilegt og liðið með Zidane, Figo og félaga fyrir nokkrum árum. Held við getum alveg haft þá að fíflum aftur í þessum leik, þeir verða fljótlega pirraðir ef þeir skora ekki strax og Rafa verður búinn að kortleggja þetta til andskotans.

  10. Óli B #6.
    Ég veit alveg að Yossi skoraði í fyrri leiknum gegn Real. Það er einmitt út af því sem ég hef engar áhyggjur í leiknum á morgun að hann vanti.

Frí er bara ekki sama og frí

Real Madrid á morgun