YYYYYYYYYEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!
okokok rólegur Magnús Agnar. Áður en ég byrja að mæra okkar ástkæra félag þá ætla ég að klára byrjunarliðið og bekkinn:
Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio
Mascherano –Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres
Bekkurinn: Cavalieri, Hyypia, Dossena, Ngog, Lucas, Spearing, Kelly.
Það voru liðnar um 5 mínútur af leiknum þegar Liverpool var búið að eiga 4 skot á markið og eitt dauðafæri, þetta var ótrúlegt. Torres fíflaði Cannavaro en Casillas varði vel og aftur stuttu síðar var Iker vel á verði og þá frá Mascherano, já Javier. Ég dró andann og hugsaði með mér að ef við nýtum ekki svona færi þá gæti þessi leikur farið illa. Vá hvað ég hafið rangt fyrir mér því Liverpool hélt áfram að kaffæra þetta ríkasta félag heims og á endanum braust stíflan þegar Fernando Torres skoraði á 16 mínútu leiksins, 1-0. Real Madrid var greinilega ennþá á John Lennon flugvellinum því áfram hélt stórsókn Liverpool en treglega gekk að nýta færin. Það var svo fyrrum leikmaður Man Utd sem fékk dæmt á sig víti, Heinze og verður að viðurkennast að það var “soft” víti. En það þýðir lítið að deila við dómarann og Gerrard skoraði örugglega úr vítinu á 28 mínútu, 2-0.
Eftir markið hélt Liverpool einfaldlega uppteknum hætti og var hreint út sagt frábært að horfa á þetta Liverpool lið í fyrri hálfleik, þeir grófu konungsliðið spænska lifandi og hvort sem hann hét Cannavaro, Ramos, Raul eða Sneijder þá áttu þeir aldrei séns.
2-0 í hálfeik og fór sundurtætt lið Real inn í hálfleik á meðan Liverpool liðið var að springa úr sjálfstrausti.
Eins og fyrri hálfleikurinn endað hófst sá síðari… búmm búmm og mark!!!! 3-0 og Gerrard skoraði eftir frábæran undirbúnings Ryan Babel, þetta var á 47 mínútu. Þarna var leikurinn einfaldlega búinn og þetta var frekar spurning um hversu mikil niðurlæging Real yrði í kvöld. Klárlega komust gestirnir eilítið meira í leikinn og áttu nokkur færi sem hefðu getað endað með marki en já EN það var Dossena sem klárið þennan leik á 88 mínútu með sínu fyrsta marki fyrir Liverpool, 4-0!
En og aftur sýnir Liverpool hversu vel það getur spilað þegar allir leikmenn eru innstilltir á verkefnið. Allt liðið spilaði einstaklega vel hvort sem það var varnar- eða sóknarlega. Ég tók reyndar ekki eftir Carragher fyrr en á 36 mínútu… svo miklir voru yfirburðir Liverpool í fyrri hálfleik. Ég ætla mér ekki að taka hvern einasta leikmann fyrir en Mascherano átti frábæran leik og ég held að hann hafi hlaupið maraþon í þessum leik. Hann var m.a.s. ógnandi sóknarlega og lagði upp markið fyrir Dossena. Babel sannaði loksins fyrir efarsemdarmönnum að hann getur spilað í byrjunarliði á hæsta leveli og farið illa með bakvörð Evrópumeistaranna frá Spáni. En auðvitað voru það tvíburarnir Gerrard og Torres sem fá fyrirsagnirnar í blöðunum á morgun, báðir skoruðu þeir og ekki nóg með það þá skoraði fyrirliðinn 2 mörk og Torres var frábær í varnarvinnunni. Hvað varðar Real Madrid, þá spyr ég einfaldlega: Hvar væri þetta lið án Iker Casillas?
Ég skal alveg viðurkenna það að ég hef aldrei, fyrr né síðar, sé svona heilsteyptan og góðan leik hjá Liverpool. Þetta var frammistaða uppá ágætis einkunn eða 10! FRÁBÆRT!!!
Maður leiksins: Steven Gerrard
Myndirnar eru teknar af BBC Sport.
Held að ummæli Guardian blaðamannsins segi allt sem segja þarf.
Jæja hvað er hægt að segja eftir svona leik annað en gargandi snilld. Til hamingju Púllarar allir sem einn og nú er bara að vona að þetta hugarfar mæti til leiks á Old Trafford því ef það verður raunin að þá kvíði ég þeim leik ekki.
YNWA
Frábær leikur að okkar hálfu. hvergi veikan blett að finna í dag. þvílík byrjun hjá liverpool í þessu leik það var greinilegt að við ætluðum að jarða þá miðað við fyrstu 5 mins. langt síðan ég hef verið svona uppnumin af leik liverpool og það á móti Real madrid. Heinz tómatsósan alltaf jafn heppinn á móti okkur 🙂 annars er bara að vona að morgundagurinn endi jafn vel og þessi.
Bring on the Munich… best að taka þá bestu út one-by-one !!!!!!
YNWA !!!!!
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!! Hef ekki séð Liverpool spila svona vel í mörg ár!!! Meira svona takk!
Ég vill sjá commentin rjúfa 200 múrinn í kvöld, ef ekki núna hvenær þá….? Þetta var allt of gaman.
Sjaldan verið jafn stoltur af því að vera LIVERPOOL maður!!
Þvílík yfirspilun og þvílík snilld. Fátt annað um það að segja!
En samt, kommon, við verðum að reka Rafa(!) 🙂
Of góður leikur hreint út sagt frábær afmælisgjöf fyrir mig 😀
Ekkert út á leik okkar manna að segja annað en bravó!
Einfaldlega stórkostlegt.
Hvað er hægt að segja eftir svona frammistöðu. 4-0 gegn Real fokking Madrid og það hefði auðveldlega geta verið 8-0. Stærsta tap Real í Evrópukeppni.
Allt liðið stórkostlegt og Real Madrid, heitasta liðið í spænsku deildinni, litu einfaldlega út einsog smástrákar.
ÉG ELSKA ÞETTA LIÐ!
Hvað er langt síðan Iker Casillas hefur þurft að hirða boltann fjórum sinnum úr netinu? Og djöfulli var gaman að sjá Spearing pirra Madrid-inga með baráttugleði.
Æðislegur leikur og vonandi góð fyrirheit fyrir helgina:)
VÁ! Þvílík frammistaða hjá Liverpool í kvöld. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu að Liverpool ætlaði að valta yfir Real Madrid. Ég er eiginlega orðlaus…
vá vá vá til hamingju poolarar nær of fjær
y.n.w.a
Ja hérna….maður er orðlaus. Klárlega einn besti leikur Liverpool í CL ever. Madrid átti aldrei séns.
Sýnir jafnframt hversu ótrúlega sterk enska deildin er samanborið við aðrar deildir í Evrópu. Spái því að það verði 4 ensk lið í 8 liða úrslitum og við fáum bloody Chelsea…..
Allt liðið á hrós skilið og Benitez að sjálfsögðu…klárlega klókasti CL stjórinn á markaðnum.
Til hamingju Liverpool menn naer og fjaer!!!
Gaman að sjá spearing koma inná og spila vel á hæsta leveli
Frábært magnað. Enn ein rós í Meistardeildarhnappagat Rafa. Og kvöldið sem ég missi af leik … er einmitt súper burst á Real fokking Madrid eins og Einar svo vel orðaði það…. 🙂 Væri yndislegt ef einhver gæti póstað tenglum á mörkin hér á besta Liverpool spjallborði í heimi…
Nú verður spennandi að sjá hverja við fáum í átta liða… Eitthvað að hlakka til.
YNWA
ALLIR leikmenn liverpool áttu einn af sínum besta leik á tímabilinu í kvöld þegar að real madrid mætti í sláturhúsið!
þetta var djók 😀
Reina góður, vörnin snilld, mascherano með sinn besta leik á tímabilinu, alonso góður, babel og kuyt frábærir, gerrard og torres stórbrotnir! varamennirnir frábærir, komu allir inn til að bæta við þetta. upprúllun af dýrari gerðinni, ég veit ekki hvað er hægt að segja meira eftir þetta. ég ELSKA þessa CL-vor-leiki 😀
Ef einhver kemur hingað inn og segir slæma hluti um einhvern leikmann sem byrjaði inná í kvöld þá getur sá hinn sami bara farið og haldið með öðru liði. ALLIR og þá meina ég ALLIR Liverpool menn voru að spila alveg fáránlega góðan fótbolta. Real Madrid átti aldrei break í ógnarsterkt Liverpool lið í kvöld og var greinilega að þeir mættu ofjörlum sínum á öllum sviðum fótboltans. Babel var flottur í kvöld, lék sér af andstæðingnum þegar hann komst einn á einn og lagði upp flott mark. Fernando Torres var FRÁBÆR í leiknum, hann hljóp allan tímann og vann varnar vinnuna sína alveg æðislega. Ryksugan var flott á miðjunni en það er slæmt að missa hann út fyrir næsta leik. Klárlega besti leikur sem ég hef séð með Liverpool á þessu tímabili.
Real engin fyrirstaða, bring on Man Utd :0)
DOSSENA MAÐUR LEIKSINS Yeaeahehaehaheha
Öll mörkin koma innan 15-20 mínútna á http://www.101greatgoals.com
Þvílíka knattspyrnu eins og Liverpool sýndi í fyrri hálfleik hef ég bara aldrei séð. Ég held að þeir sem töluðu um “negative” bolta geti stungið því upp í trompetinn á sér.
Benites dettur ekki einu sinni í hug að brosa út í annað!
Dosenna var geðveikur!!!
,,Steven Gerard maðurinn sem getur allt,
Fernando Torres maðurinn sem getur flest” :’D
Guðmundur Benidiktsson er snillingur 🙂
Okkar menn munu án efa öðlast mikið sjálfstraust eftir þennan leik fyrir leikinn um helgina 😀
Gleðilegt kvöld
farsælt komandi vor
Þakka liðið
fyrri hálfleikur var rugl, sammála #21, ég man ekki eftir að hafa séð þvílíka yfirburði milli tveggja toppliða, aldrei. þvílík pressa allstaðar á vellinum, madrid hélt boltanum ekki lengur en 15 sek, ótrúlegt.
Íhhhaaaa!!!!!
Takk.
Stórbrotinn framistaða sem vonandi verður endurtekin á laugardag.
mmm
Gerrard er maður fárra orða, en hann orðaði þetta mjög vel.
Torres maður leiksins. Djöf.. var hann hungraður og yndislegur 😉 Ekki að sjá að hann væri að stíga úr meiðslum.
Algjörlega yndislegt !!!
Tókum þetta ríka félag í bakaríið svo einfalt er það.
Vill ekki vera mjög neikvæður en Kuyt mætti læra að senda boltann. Hann gerði það sennilega aldrei í Hollandi enda gerði hann ekkert annað en að skora þar þannig að það er kannski ekkert skrýtið að hann eigi erfitt með sendingarnar 😉 Hann er samt duglegur – má eiga það.
Mascherano var rosalega góður í leiknum og hefði átt að skora í byrjun leiksins. Hefði ekki verið leiðinlegt.
Frábært kvöld og nú er bara að taka ManU á Laugardaginn.
Aldrei séð Carra svona ÓÞREYTTAN í loks lok… hann andaði varla… segir mikið… venjulega nær hann varla andanum í viðtölum..en núna var eins og hann væri að koma inná völlinn til að byrja spila… .magnað:)
eru menn með linka á viðtölin eftir leik ?
EF ekki væri fyrir Casillas þá fengju realmenn ekki að lenda í madrid næstu daga!!!
Frábær leikur hjá Liverpool í kvöld,algjör klassi,en ég er sammála þeim sem sagði að Benitez mætti brosa og fagna og gleðjast með liðinu svo að það sjáist,en innilega til hamingju allir púllarar
Algjör snilld og sammála því í skýrslunni að ég man ekki eftir að hafa séð Liverpool spila jafn heilsteypt og frábærlega … í langan langan tíma. Það voru allir að spila fyrir liðið, það voru allir að spila vel og það er erfitt að taka einhvern út … og vissulega fá markarskorarnir Torres og Gerrard mestu athyglina. Reina var öruggið uppmálið, Arbeloa traustur sem og meistari Carra, Skrtel var bara snillingur og Aurelio var frábær (come on, sólóið hjá Skrtel í lokin þegar hann var klipptur niður verðskuldar sér-ákvæði 🙂 ), Babel var æðislegur, Alonso var traustur, Mascherano algjörlega æðislegur, Kuyt fínn, Gerrard bara flottastur og Torres með ótrúlega flotta vinnu allan tímann. Varamennirnir stóðu sig frábærlega líka en hrifnastur var ég af Spearing.
Ég get tekið undir með fólki að velja Gerrard sem mann leiksins, en ég hefði ekkert á móti því að Mascherano fengi þann heiður líka. Minn “maður” leiksins er flottasta liðsheild Liverpool sem ég hef séð. Algjörlega einstök í kvöld.
Þéttsetið á Mongó í kvöld, flestir Púllarar auðvitað og ótrúlega margir sprungu úr hlátri þegar Dossena af öllum mönnum skoraði. Gult spjald og mark … flottur árangur hjá Dossena 🙂
Veit ekki hvort það sást í útsendingu hjá Stöð 2 Sport, en það var líka ótrúlega fyndið að sjá þarna sóló-Everton aðdáanda veifa trefli og hvetja í lokin. Þulirnir ensku höfðu alla vega mjög gaman af því!
Mér hefur bara sjaldan liðið jafn vel eftir Liverpool leik. Jú, það er fátt sem nær sama klassa og Meistaradeildin 2005 hvað varðar adrenalín flæði, en ég var bara ótrúlega hrifinn af þessu liði mínu í kvöld.
Eins og Liverpool spilaði í kvöld, þá hefði EKKERT LIÐ ÁTT MÖGULEIKA í þá. Frábær samvinna, frábær leikur … áfram Liverpool!
Man Utd 0-4 Liverpool á laugardag eða ?
Allavega ef við spilum svona aftur 😀
þarna sjáum við hvað Anfield/Liverpool er stórkostlegt:)
Ef Rafa nær að stilla upp sýnu sterkasta liði þá getum við ALLT..
Stærsta tap Real frá upphafi meistaradeildarinar staðreynd hvað getur maður sagt…ekkert bara halda áfram að brosa:)
og þeir sem er fljotir að gagnrýna Rafa þið segið eitthvað litið nuna;) heyruð þið hvað var verið að syngja í allt kvöld á Anfield..Rafa rafa rafa rafa.. þetta er fólk sem styður sinn mann og lið.
Tilhamingju Liverpool aðdáendur og fleirri;)
Gargandi snilld….ég held að sumir leikmenn Real þurfi að éta nokkur blaðamannaviðtöl eftir leikinn oní sig…. nefnum engin nöfn Sergio Ramos(hahaha!!!)….. Svona á að troða ofaní Kokkí leikmenn…YNWA
Frábær leikur, algjör snilld. Gaman að sjá hvað leikmenn voru graðir í alla bolta um allann völl jafnvel þrátt fyrir að vera komnir 3-0 yfir. Heilt yfir ein besta frammistaða liðsins í langan tíma. Allir leikmenn eiga lof skilið og gaman að sjá í lokin miðjuna vera Lucas og Spearing (og auðvitað Mach) og það á móti Real Madrid.
Stór plús í kladdann fyrir Benitez.
Meira svona takk.
p.s.
eru ekki alltaf öll mörkin á http://www.101greatgoals.com/
Guðbjörn hverjum er ekki sama hvort Rafa brosir eða ekki vinnum ekki leiki á því;)
fáum engin stig þó að kallinn brosi allan leikin
Væri samt alveg til í að sjá kallinn fagna stundum þegar við skorum..
ég væri til í að sjá hann kyssa sammy:)
Þvílíkur leikur – þvílíkt lið. Ég held að ég hafi aldrei séð aðra eins niðurlægingu í fótbolta. Þetta spænska lið(sem ég man ekki hvað heitir) sást aldrei í leiknum. Liverpool liðið átti þennan leik með húð, hári og öllu tilheyrandi.
Reina, Aurelio, Arbeloa, Sktrel, Carragher, Babel, Kuyt, Mascherano, Alonso, Gerrard og Torres unnu allir fyrir kaupinu sínu í kvöld og gott það. Ég held að það sé bara hreinlega ekki hægt að setja útá nokkurn leikmann liðsins í kvöld, þeir léku allir (nánast) óaðfinnanlega.
Til hamingju Liverpoolmenn nær og fjær, okkar var/er kvöldið.
Ómar og Guðbjörn, hvaða máli skiptir eiginlega hvort Benitez brosir þegar við vinnum eða ekki. Þessi umræða er svo heimskuleg að hún er næstum orðin vandræðaleg. Það er hans mál hvort hann brosir eða hlær eða dansar og syngur og kemur okkur nákvæmlega ekkert við. Við ættum kannski að ráða Gísla Martein sem þjálfara? Þannig myndum við allavega tryggja okkur stöðugt sólheimaglott á bekkinn.
Yndislegur leikur. Góð byrjun, fannst liðið slappa full mikið af eftir þriðja markið og Real fengu að spila boltanum sínum í milli og komast í nokkur færi, án þess þó að nokkur hætta skapaðist.
Fullkomið kvöld og ekki spillti fyrir að Viasat hér í Svearíki, sýndi fyrir leikinn Liverpool – Olympiakos frá ’05. Maður komst strax í rétta gírinn, verst að maður lofaði sér einn öl fyrir hvert mark skorað 😉
Algjör snilld. Ég er ennþá í vímu.
En Munchen unnu fyrri leikinn á móti Sporting 5-0 og seinni leikinn 7-1.Það er klikkað!
“Ég dró andann og hugsaði með mér að ef við nýtum ekki svona færi þá gæti þessi leikur farið illa.”
-ég gæti ekki verið meira ósammála. Frá fyrstu mínútum vissi ég að þetta væri rúst, og giskaði meira að segja 4-0. Snilld.
haha casillas maður leiksins hann varði svo vel
EF ekki hefði verið fyrir Casillas þá hefðum við getað séð nokkur mörk i viðbot
Sammála hverju orði í þessari skýrslu. “…hef aldrei, fyrr né síðar, séð svona heilsteyptan og góðan leik hjá Liverpool.” þetta segir allt sem hægt er að segja um þennan leik. Hreint út sagt frábær spilamennska.
sætur sigur!!!
Mér finnst menn aðeins gleyma besta og mikilvægasta “manni” vallarins, þeim tólfta. Það var mikið búið að tala um Anfield fyrir leikinn, spá og spekulera í því hversu voðalega undirbúnir Real yrðu nú fyrir þennan völl okkar og hversu vanir þeir væru svona völlum. Það sannaðist þó í kvöld, eins og væntanlegi íslandsfarinn Ian Rush sagði fyrir leik, Real voru ekki ready fyrir evrópukvöld á Anfield Road. Það er alveg sama á hvaða völl þú ferð, Anfield verður ekki toppaður þegar hann er í þessum ham……og guð minn góður hvað Real voru teknir í bólinu frá fyrstu mínútu.
Annars er nokkuð magnað að sjá liðið sitt gjörsamlega yfirspila eitt allra stærsta lið evrópu og vera bara nokkuð svekktur með eingöngu 4-0 sigur 🙂
Iker Casillas er geggjaður markvörður og fyrir mér væri hann maður leiksins ef ekki væri fyrir Torres.
Ef þetta var Fernando Torres hálf tæpur vegna meiðsla, þá segi ég ekki annað en guð hjálpi varnarmönnum þegar hann er heill. Þvílíkt sem honum langaði að vinna þennan leik, gerði lítið úr þeim á köfulm í sókn og vann á við Ian Rush í varnarleiknum. Gerrard var litlu síðri og sannaðist í kvöld grimmilega hvað það er sem okkur hefur vantað á þessu tímabili. Miðjan okkar var svo klikkuð í leiknum, bæði Alonso og JM. Babel fannst mér flottur líka, hef lengi beðið eftir þessum leik frá honum og gaman að sjá hann spila frá byrjun með okkar bestu menn í kringum sig. Hinumegin var Kuyt ágætur að mínu mati, móttakan og sendingar ekki alltaf þær bestu frekar en vanalega en vinnslan klikkuð og það er ástæða fyrir því að Robben/Sneijder sáust ekki á vinstri kanntinum og Heinze var aðallega í vörn. Kuyt og Arbeloa eru ágætt como í svona leik þegar vinstri vængurinn er svona sókndjarfur, sérstaklega þegar Monster litli er þarna með þeim. Vörnin var svo öll geggjuð í leiknum og Reina gerði ekkert rangt í leiknum svo ég muni.
Að skipta Spearing inná í þessum leik segir sitt, en frammistaða hans var gríðarlega flott og eitthvað held ég að hann brosi núna eftir hressilegan söng honum til heiðurs á Anfield í kvöld. Lucas var svo ágætur, enginn Alonso en gerði ekkert af sér og Dossena var svo óumdeilanlega maður leiksins :p
Niðurstaða: besti leikur Liverpool á þessu tímabili og líklega rúmlega það, þetta var fokkings Real Madríd var það ekki ?
…………..eða var þessi kannski ekki að bulla á Gaurdian
Þetta er yndislegt!!! Ég á ekki til nógu falleg lýsingarorð til að lýsa ást minni á þessu blessaða Livepool liði. I´m in love!!!
Í fyrsta lagi, greyið Casillas. Greyið, greyið Casillas. Átti sinn besta leik í vetur í kvöld, í stærsta tapi Real í Evrópukeppni. Segir allt um yfirburði okkar manna.
Í öðru lagi, mér er sama þótt fyrstu tvö mörkin okkar hafi verið vafasöm, þetta var bara spurning um HVENÆR, ekki HVORT, okkar menn skoruðu. Pepe var búinn að blaðra fyrir þennan leik um að Torres þyrfti að hætta að væla og svo fleygði hann sér um leið og hann fann snertingu. Kelling. Torres átti svo innilega skilið að skora í fésið á honum og það var SNILLD að sjá hann hlaupa að Real-aðdáendunum í horninu og benda á nafnið sitt. “Say my name, bitches!”
Í þriðja lagi, það getur vel verið að Torres hafi ekki verið alveg besti maðurinn á vellinum (það voru sennilega Gerrard eða Mascherano) heilt yfir en ég hef ALDREI séð hann spila svona frábærlega. Það var alveg ljóst að hér voru heilu árin af gremju og pirringi út í þetta Real-lið að gjósa upp á yfirborðið, hann spilaði bókstaflega eins og andsetinn! Þvílíkur SNILLINGUR.
Í fjórða lagi, Juande Ramos sakaði Liverpool um að spila varnarsinnað á útivelli. Hann hefði betur hætt að kvarta yfir því og glósað hvernig Rafa gerði þetta. Menn spila varfærnislega og vinna 0-1 á útivelli, sækja svo tívolíbomburnar í bílskúrinn fyrir heimaleikinn og vinna 4-0. Ef það er EINHVER á Spáni sem ætlar sér að gera lítið úr “varnarsinnuðum” Rafa eftir þessa slátrun þá vil ég ólmur sjá það.
Í fimmta lagi, Ryan Babel átti sinn besta leik fyrir Liverpool í kvöld. Gerði allt vel og átti lykilþátt í þriðja og fjórða markinu. Frábært hjá honum og ég vona að hann sé loksins að rétta úr kútnum eftir erfiða mánuði. Að sama skapi áttu bæði Spearing og Lucas góðar innkomur á miðjunni og það var sérstaklega gaman að sjá Real-menn pirra sig á hamagangnum í Spearing. Maður sá fyrir sér orðaskiptin á milli hans og Gago á tímabili:
Gago: “Who the fuck are you?”
Spearing: “I’m LIVERPOOL motherfucker. Who the fuck are you?”
Snillingur. Snillingar. 🙂
Í sjötta lagi, þá var þetta svo sem ágætis upphitun fyrir STÓRleikinn á laugardaginn … 😉
Eins og tíðkast í hans sveit þá stendur það hreinlega á enninu á honum (Spearing) að þarna fer maður sem á ekki í neinum einustu vandræðum með að svara fyrir sig og rífa kjaft við hvern sem er.
Til að fullkomna þetta einvígi væri ég til í að sjá….
a) Viðtal við Robben núna, sjá hvort hatrið á Liverpool hafi ekki aukist aðeins, slegin út í CL í þriðja skiptið af þeim í kvöld. Var hann annars með ?
b) Viðtal við Ramos núna, spurja hann um leiðinlega varnarleikinn sem við spilum alltaf í CL.
Hæst blæs í tómri tunnu, held að það eigi ágætlega við í þessum tilfellum.
Annars frábært kvöld í alla staði, hápressan skilaði þessum sigri, Madrid komst aldrei í takt við leikinn fyrr en staðan var orðin 3-0. Gátu ekki losað boltann fyrsta klukkutímann og við vorum muuun ákveðnari en þeir.
Frábær leikur og frábær sigur!
Eitthvað segir mér að Gago mundi ekki skilja Spearing… frekar en heimurinn skilur Gerrard eða Carra 🙂
Er þetta ekki að minna aðeins á Barca vs Milan hvað 1994, þar sem Barca var talið besta sóknarliðið og Milan varnarliðið…
Svo mætti Milan og spilaði blússandi sóknarleik og vann 4-0 ef ég man rétt…
The element of surprise…
Gago: “Who the fuck are you?”
Spearing: “I’m LIVERPOOL motherfucker. Who the fuck are you?”
Hahahahaha, þessi er klassi!
Það sem kemur mér mest á óvart í kvöld var samt Babel, frábær. Mikið var! Maður leiksins er Iker Casillas, svekk að einn af okkur skyldi ekki hafa hlotið þennan titil en who gives a fuck. Old Trafford er farinn að sviðna hef ég heyrt.
Afsakið en var Robben inná? Ef svo er þá þarf að óska eftir leitarflokki á kvikindið, hann er eflaust týndur á ganginum á Anfield as we speak með tárin í augunum. AWESOME!
Frábær frammistaða hjá liðinu í kvöld. Lykilmennirnir G&T gáfu tóninn og hinir fylgdu þeirra fordæmi. Besti leikur Ryan Babel í mjög langan tíma. Vona samt innilega að meiðsli Alonso séu ekki alvarleg (eða fór hann ekki meiddur útaf?) því við þurfum virkilega á honum að halda á laugardaginn þegar Man Utd verða lagðir af velli á Old Trafford.
Madridingar áttu einfaldlega ekkert svar við spilamennsku Liverpool, átti mjög erfitt með að trúa tölfræðinni í hálfleik sem sagði að Madrid hafði verið meira með boltann. Mér fannst þeir bara hreinlega aldrei vera með boltann í fyrri hálfleik og ef þeir voru með hann þá voru þeir víðs fjarri því að skapa hættu upp við Kop-markið.
Hefur maður einhvern tímann séð svona völtun hjá tveimur jafn stórum liðum, ég bara spyr. Þvílíkir yfirburðir, spurning hvort þetta hafi bara ekki verið frammistaða tímabilsins!!!;) Who’s next, Barcelona?
Sko. Ég geri mér vel grein fyrir því að það er annað að mæta liði sem kemur til að verja stigið og pakkar í vörn heldur en liði sem þarf að sækja á Anfield. En að því sögðu.
HVAR Í HELVÍTINU var þetta liverpool lið í vetur þegar að stórlið eins og Hull, Fullham og Stoke komu í heimsókn. Ég fullyrði að þetta var allra besta frammistaða liðsins undir stjórn Rafa Benitez, Istanbul meðtalin. Þetta var alger gargandi djöfulsins helvítis snilld. Gerrard og Torres og bara allt liðið var stórkostlegt. Vinnslan í Torres var rosaleg.
Eftir svona frammistöðu á ég erfitt með að skilja hversvegna þetta lið er ekki að rúlla upp ensku deildinni. Þessi leikur verður lengi í minnum hafður.
jæja þá er það Inter sigur á morgun, Liverpool sigur á laugardag og það verður byrjuninn á combacki dauðans.
Haha snilld í númer 1.
Orðlaus.
Er Real Madrid aðdáandi líka og fullyrði að þetta er mesta niðurlæging liðsins í sögu þess. Enda vissi Casillas það eftir mark nr. 4. Kæmi mér ekki á óvart þó Ramos verði rekinn í kvöld og nokkrir leikmenn þessa liðs verða kvaddir í sumar.
Real Madrid lifir fyrir Evrópukeppni meistaraliða og virkilega töldu sig eiga séns í kvöld. Robben, Ramos x 2 (S. og J.) og Cannavaro virkilega klókir að kveikja elda í brjóstum leikmanna og aðdáenda LFC fyrir leik og munu ekki lesa spænsk blöð næstu dagana.
Þá að okkar liði. Fullkomið. Ekki hægt að taka út einstaklinga, allir 14 leikmennirnir sem komu að þessum leik voru fullkomlega fókuseraðir og áttu þátt í þessu sennilega einu stærsta Evrópukvöldi í sögu Anfield Road.
Búið nú þegar að tala um stóru nöfnin hér og þó langar mig sérstaklega að gleðjast yfir frammistöðu Ryan Babel. Hættum bara að hugsa um hann sem senter. Vinstri kantsenter er málið og ég vona að Ryan spili þessa spólu nokkrum sinnum á næstunni og segi við sig. Svona spila ég alltaf. Þá verður hann dáður á stuttum tíma. Hver var bakvörðurinn sem faldi sig í sokkunum hans í kvöld.
En mig langar fyrst til að tala um varamennina okkar. Lucas kom inn á 60.mínútu og sýndi mér allavega enn einu sinni að þar er fínn fótboltamaður á ferð. Flestar, ef ekki allar, sendingar hans í kvöld rötuðu á samherja og hann vann gríðarlega fram og til baka. Ég allavega tók ekki eftir því að Alonso væri farinn af miðjunni og einhver pappakassi væri kominn í staðinn. Næst kom ofurmúsin Jay Spearing sem ég vona að við sjáum meira af. Virkilega gaman að þessum Scouse-strák og þeirri orku sem hann kom með. Svo fær Dossena 10 mínútur, gerir allt vel, skorar og kyssir Liverpoolmerkið.
Í tilviki allra þessa manna gátu þeir alveg komið inná og bara haldið sínu. Baulað á Lucas síðast á Anfield, Spearing varla fengið leik og Dossena verið meira gagnrýndur en Benitez í vetur. En þeir sýndu mér að þeir brenna af áhuga á því að fá að spila fyrir liðið og slíka karaktera vill ég sjá í mínu liði. Enda var Real Madrid stútað allan þennan leik, líka eftir að Alonso, Gerrard og Torres voru komnir útaf. Ekki bara í markaskorun heldur stjórnuðum við þessum leik algerlega.
Svo ætla ég að fá að hlaða lofi á framkvæmdastjóra Liverpoool, Rafael Benitez. Hann sýndi enn og aftur í kvöld að hann er besti framkvæmdastjóri Meistaradeildarinnar í sögu þeirrar keppni, kannski er Ancelotti að berjast við hann um þann titil. Hann setti þessa leiki gegn Real fullkomlega upp og var algerlega miskunnarlaus í kvöld. Ég sannfærðist um það í kvöld að svarið hjá okkur er klárlega það að bakka hann upp og fá hann til að skrifa undir samning fyrir helgina. Í kvöld voru allir leikmennirnir hans leikmenn. Kannski Carra undanþegin, en Gerrard tel ég með í hans hópi þar sem hann talaði fyrirliðann tvisvar til að vera áfram á Anfield. Frammistaða liðsins í kvöld held ég að sé sú besta á Anfield síðan á gullaldarárum félagsins og það er honum að þakka. Þetta var hans lið að spila hans leikaðferð. Menn eru fljótir að hamast á honum þegar illa gengur, en nú á hann allt skilið. Í kvöld hugsar maður bara um pirringinn að hafa ekki átt Torres heilan, því það held ég að sé stóra málið í vetur.
Þessi leikur sýndi okkur hvað býr í þessu liði, það er á flottri leið og það væri mikið, mikið, mikið, mikið glapræði að brjóta allt upp núna fyrir nýjan mann.
Og við skulum átta okkur á því að Rafael Benitez fær á næstu vikum “Name your price” samningstilboð frá Real Madrid og öll stóru lið Evrópu hafa litið upp í kvöld, hugsanlega að Scum United undanskildum.
Samning takk. Fyrir sigurleikinn á laugardaginn.
Tárvotur og með gæsahúð. Og sá ekki einu sinni leikinn í beinni, heldur í endursýningu!!!
Glæsilegur sigur í kvöld, allir að skila sínu og vel það. Í mínum huga toppar þetta barcelona leikinn hér um árið.
Hvernig er það eru ekki einmitt kosningar hjá Real í vor, verður ekki eitt af kosningaloforðunum að ná Rafael Benitez í stjórastólinn??
kv. ingi
Geggjaður leikur!
Pant fá sama Liverpool lið á Old Trafford á laugardaginn – Hell, pant fá sama Liverpool lið í alla leiki sem eftir eru á tímabilinu.
Ótrúlegt hvað allt gekk upp í kvöld. Babel, sem hefur að mínu mati verið afskaplega mistækur í vetur, einfaldlega át bakvörð RM (Ramos eða Pepe, man ekki, don’t care) í morgun-, hádegis- og kvöldmat. Aftur og aftur. Þetta hlýtur að gefa kallinum sjálfstraust fyrir komandi leiki. Hann er bara svo skruggu-fljótur að það þarf ekki nema smá hraðabreytingu, þá er hann kominn framhjá varnarmanninum.
Torres sýndi nokkur stórkostleg tilþrif í leiknum og aðdragandinn að seinna marki Gerrards og markið sjálft algjört gull.
Ég fylgdist með síðustu 7 mínútunum af leiknum á soccernet og sá þá þegar Dossena kom inná. Stuttu seinna fékk hann gult og þá hugsaði ég með mér hversu týpískt það væri fyrir hann. Örfáum mínútum seinna kom fjórða markið, en það kom ekki fram strax hver skoraði. Ég var alveg viss um að þarna hefði RM náð að minnka muninn og þá líklegast í gegnum Dossena, fannst það bara svo hrikalega týpískt eitthvað. Ekkert lítið sem ég varð hissa að sjá svo að það var Dossena sjálfur sem kom okkur í 4-0 ! Frábært hjá karlinum, þvílíkur leikur til að skora sitt fyrsta LFC mark í 🙂
Meira svona takk!
þetta var náttúrulega óaðfinnanlegt..
YNWA
já ég verð nú að taka undir með magga #63 að framfarirnar sem gerrard hefur tekið í stjóratíð Rafa eru ekkert smá. Vissulega hefði hann verið betri leikmaður með tímanum en samt svona góður… come on. betri alhliða fótboltamaður er ekki til og ég í raun skil ekki hvers vegna hann er ekki búinn að vinna verðlaun sem besti leikmaður heims. það er hægt að setja hann hvar sem er á völlinn og hann deliverar.
LEGEND……. wait for it …..
DARY ! frábær sigur og frábært lið !
Svakalegur leikur!!!! Þetta varð miklu auðveldara en ég hafði nokkurn tíman dreymt um, enda mætti bara einn leikmaður í þennan leik frá Real og það var Casillas.
En það má ekki taka það af okkar mönnum að þeir spiluðu besta leik Liverpool síðan…. einhverntíman. Frábært í alla staði.
Til hamingju
Stórkostlegt – frábær leikur og vonandi að sambærileg frammistaða sjáist á laugardag – og að við fáum Inter í næstu umferð, þá er UTD allavega fallið út ! Einn leikur á tímabilinu kemst þó nálægt þessum, sigur á newcastle um áramótin.
En fyrir þá sem vilja sjá viðbrögð REAL manna (hægt að velja 1-5 og þá eru viðtöl við mismunandi menn hjá RM):
http://www.realmadrid.com/cs/Satellite/en/Home
Frábær leikur hjá okkar mönnum. Torres hreint út sagt magnaður meðan honum entist þrek. Babel sýndi hvað í honum býr og Mascherano fór á kostum. Gerrard… það þarf engin orð.
Mikið gladdist ég að sjá þennan gaur Spearing. Í þau fáu skipti sem ég hef séð til hans þá hefur hann hrifið mig. Heilmikill bolti í honum og aggression. Meira af honum takk.
Magnað. Þetta er einn af þessum leikjum sem ég mun aldrei gleyma 🙂 5-0 samanlagt á móti Real-Madrid !! Hvaða stuðul ætli maður hefði fengið í veðbönkum fyrir þá spá ?
Þegar allir leikmenn Liverpool spila af 100 prósent krafti og áhuga og beita hápressu, stenst ekkert lið þeim snúning.
Ætla ekki að segja mörg orð um þennan leik enda þarf ekkert að bæta við gleðina hér að ofan 🙂 Við vorum 3 poolarar að horfa saman á leikinn og vinur minn orðaði þetta best í miðjum leik. Hann sagði: ” Vá, það er eins og við séum 15 á móti 11!” 🙂
YNWA 🙂
Fói, við vorum 12 á móti 11….og þessi tólfti er þó nokkuð mikið góður….vanmetinn stundum 😉
í raun var þetta bara ekta CL leikur hjá liverpool. þetta er fimmta árið í röð þar sem liverpool eru að spila hreint ótrúlega vel í þessari keppni og ef hefði ekki verið fyrir vin minn Rise þá hefðum við spilað 3 úrslitaleiki á 4 árum í þessari bestu keppni þeirra bestu, sem er besta knattspyrnukeppni heims að mínu mati.
OG það er nu bara þannig
Takk Reina
Takk Arbeloa
Takk Carragher
Takk Skrtel
Takk Aurelio
Takk Mascherano
Takk Alonso
Takk Kuyt
Takk Lucas
Takk Dosseina
Takk Spearing
Takk Gerrard
Takk Babel
Takk Torres
Takk Benitez og
Takk Anfield
Ég er sammála því sem komið hefur hér fram og í framhaldinu lýsi eftir “Evrópu” Benitez um helgina gegn [ég hef ekki geð í mér að skrifa nafnið á liðinu hér]!
Sofnaði strax eftir leikinn, og þurfti ekki einu sinni snudduna. 😉 FRÁBÆÆÆÆÆRT. Munið laugardaginn, að lotta. 🙂
Tók saman það sem ég tel hápunkta leiksins. Í skýrslunni stendur: “Ég tók reyndar ekki eftir Carragher fyrr en á 36 mínútu…”
Sem er vandræðalegt m.t.t. þess að Carragher lagði fyrsta markið algjörlega upp nánast, með þessari sendingu sinni:
http://www.zshare.net/image/568576569373ad29/
Næst er það nánari skoðun á marki Dossena (MotM):
http://www.zshare.net/image/56857865b39fa014/
1. Kuyt kemst inn í sendingu.
2. 0,2 sek seinna, boltinn skoppar af löppinni af Kuyt.. Dossena er lagður af stað í hlaupið!!! WHAT?!?!?
3. Kuyt sendir á Babel, Usain Dossena á kominn á fullt í sprettinum sem skilar markinu.
4. Mascherano hjá miðjulínu veifar og vill fá boltann frá Babel.
5. Mascherano hjá vítateig veifar og vill fá boltann frá Babel.
6. Myndræn framsetning á pælingum sem ég hafði á Dossena m.t.t. viðbragðstíma og lögunar á haus.
Frammistaða Gerrard kórónuð:
http://www.zshare.net/image/56858000c682efb2/
Skrtel tekur einhverja framandi gabbhreyfingu með boltann við fætur sér:
http://www.zshare.net/image/568580513271d152/
Segir þetta vera nýtt á nálinni, kallar þetta Skrtlæri.
Ég er þunnur í vinnunni. Hvað var ég aftur að gera í gærkvöldi? Æ, já, alveg rétt. Ég horfði á Liverpool í moonboots trampa á Real Madrid. Þessi leikur var eins og eitthvað fáránlegt sadó-masó klám. Sadisminn hjá Liverpool fór síðan út í öfgar undir lokin þegar Dossena skoraði. Held að Real hafi ekki fengið neitt út úr þessu.
AC Milan, Barca, Roma, Inter, Juve, Chelsea, Arsenal og Real Madrid Nú er ekkert lið eftir óunnið í CL nema United, og menn vilja reka mannin sem skapaði þessi móment.
Ég segi bara TAKK Rafael Bentitez og megi snilli þín verða sem lengst á Anfield road.
Ég trúi ekki, trúi ekki, trúi EKKI!!! að ég hafi misst af þessum leik. Ég er búinn að sjá alla jafnteflisleikina í veturinn en ég missi af ÞESSUM leik!!??!
Það verður erfitt fyrir Benitez að taka Babel úr liðinu eftir góða frammistöðu og loksins sýndi drengurinn að hann er ekki búin að gleyma neinu,
mér finnst hann alltaf betri þegar hann fær að byrja leikina því þá þarf hann ekki að reyna að klára þetta sjálfur á 10-15 mín sem varamaður, ég vildi helst ekki sjá hann í gær eftir slappa frammistöðu í vetur en hann gerði vel og á hrós skilið.
Torres og Gerrard sýndu góða samvinnu sem maður hefur saknað lengi vegna meiðsla þeirra félaga og ef þeir haldast heilir út tímabilið þá er aldrei að vita hvað við getum afrekað.
Vörnin rosalega sterk enda ekki mörg ef einhver lið sem geta látið Real líta svona illa út sóknarlega í 180 mín þar sem að þeir fengu varla færi á okkur og það sem fór í gegn það tók Reina eins og honum er einum lagið.
Alonso og Mascherano voru frábærir og brutu allt niður sem á þá kom en aftur sýndi Mascherano að hann kann ekki að halda kjafti ef hann fær spjald og ég öskraði á skjáinn enda þoli ég ekki þegar að hann byrjar á þessu rugli.
Kuyt stóð sig líka frábærlega og átti góðan leik.
Benitez sýndi það enn og aftur að þetta er hans keppni og fáir ef einhverjir sem geta státað af svona frábærum árangri í CL og Real Madrid að detta út 5 árið í röð í 16 liða úrslitum og spurning hvort að Real muni núna reyna að ná Benitez til sín til þess að ná árangri í CL.
Núna tekur við ekki síðri leikur á móti United á þeirra heimavelli í deildinni og vonandi að þeir sýni eitthvað svipað og þeir gerðu í gærkvöldi og þá eigum við alveg möguleika á sigri þar en erfitt verður það.
Besti leikur liðsins í Evrópukeppninni síðan í Istanbul. Gjörsamlega áttum þennan leik skuldlaust frá fyrstu mínútu. Það eina sem kom í veg fyrir frekari niðurlægingu “prinsessana” frá Madríd var frábær markvörður þeirra. Leikurinn hefði hæglega getað endað 8-0.
Meðan liðið spilar á þessu kalíberi er ekkert lið sem á séns í það. Ekkert. Eins og svo oft áður í Meistaradeildinni fannst mér ég vera að horfa á allt annað Liverpool lið en í vetur í Úrvalsdeildinni. Þetta er eins og svart og hvítt. Sóknarlega mun hreyfanlegri, hugmyndaríkari og ákveðnari í öllum aðgerðum. Varnarlega héldum við uppi einni þeirri bestu hápressu sem ég hef séð í langan tíma. Gáfum þeim engan tíma á boltanum og átum þá trekk í trekk á miðsvæðinu. Litlu “nautabanarnir” hringsnérust bara og voru stangaðir tilbaka. Komust ekki fet áfram. Frábært. Vonandi nær bara Benitez og leikmenn að yfirfæra þessa spilamennsku í deildina í nánustu framtíð. Þá er lítið að hafa áhyggjur af, bara njóta góðrar knattspyrnu með fjarstýringuna í annarri og kaldann í hinni.
E.s Þarf e-ð að ræða það að Steven Gerrard er besti leikmaður í heimi?
YNDISLEGUR SIGUR!!!
Fyndið að heyra í Bylgjunni í morgun, þar var talað um að þetta væru agaleg úrslit, alveg hreint. Greyin 🙂
“Real Madrid’s biggest defeat in the Champions League ever….” bara snilld… 🙂
Maggi 63 …… 🙂 Takk. Svona á að skrifa siguróð.
Rétt í meðallagi frammistaða. Mér fannst Pepe Reina langbesti leikmaður Liverpool í þessum leik. Tengdi miðjuspilið hræðilega saman með nákvæmum sendingum.
Rafa sýndi það og sannaði í gær að hann bara kann ekki á CL. Hefur og mun aldrei hafa roð í bestu þjálfara Evrópu. Því miður.
Gerrard hefur mér alltaf þótt ofmetinn og það sást vel í gær. Þetta hlaup hjá honum á 42mín þegar hann missti boltann var bara gjörsamlega fáránlegt og ekki fyrirliða sæmandi. Svo var hann allt alltof seinn að labba af velli þegar honum var loksins skipt útaf.
Hvað er svo málið með þennan bévítans Mascherano? Getur hann ekki verið kjurr eitt augnablik? Kannski með njálg í rassinum? Maður er að reyna horfa á fótboltaleik og hann er skoppandi útum allan völl eins og borðtenniskúla, spilandi 4-5 stöður í einu. Annað hvort spilar þetta argentíska folald sem varnarmiðjumaður eða hættir þessu.
Algjörlega óþolandi að hann sé að spila fyrir Liverpool. 🙁
Áfram Everton.
Allir eru sammála um hversu flottur og frábær þessi leikur var – en það fær mig til að kvíða laugardeginum þótt ég sé enn með gæsahúð eftir gærkvöldið. Því Liverpool nær aldrei tveimur afburða leikjum í röð. Hvort sem það er vegna sálfræðinnar, menn ánægðir og saddir og mæta svo kærulausir eða af því að rafa fer að hræra mikið í sigurliðinu. Og það eru bara Man Utd á laugardaginn á OT. Vona að það verði KO eins og í gær! En ég óttast að við förum í Middlesbro-Hull-farið eftir svona stórleik og skítum upp á bak. Það bara megum við ekki á móti Man. Utd. Það er 6-stiga leikur.
Hef trú á að Riera komi inn fyrir Babel því miður. En það er samkvæmt bókinni verður það tap gegn United. En vonum það besta eftir þennan STÓRBROTNA SIGUR !
Ég krefst þess að Elísabet II Englandsdrottning aðli Rafa.
Sir Rafael
http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?action=profile;area=contributions;u=25522
Magnaðar myndir frá gærkvöldinu.
Enn og aftur, frábær leikur í gær,, Svo frábær að ég ætla(aldrei þessu vant) að sjá M U leikinn í kvöld, og að sjálfsögðu að styðja við bakið á Inter…
Veit ekki hverju hægt er að bæta við þetta, nema smá hahaha fyrir Sölva. Þetta var auðvitað stórkostlegur leikur í alla staði og varla hægt að taka neinn einn út. Þetta gæti orðið byrjunin á einhverju stóru.
Til hamingju með sigurinn öll sömul, svakalega er gaman að sjá EKKI þessar neikvæðu raddir hérna, ætla ekki að seja neinn nöfn, þeir taka til sín sem eiga. Er stoltur af okkar mönnum, öllum 12 og Rafa líka 😀 🙂
Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is
Liverpool FC + Evrópukvöld = STÓRKOSTLEG SKEMMTUN. Ég segi það enn og aftur, það bara jafnast ekkert á við gott Evrópukvöld og stemmningin á Players í gærkvöldi var ROSALEG. Mikið djöfull er hrikalega gaman að vera stuðningsmaður þessa liðs. Allir sem einn á leikvellinum og allir sem einn í stúkunum, stóðu sig óaðfinnanlega. Þetta er bara ekki flókið. Það hefði EKKERT lið í veröldinni staðist okkur snúning í gærkvöldi, ekki eitt einasta.
Þessir Real Madrid menn sem töluðu um það fyrir leikinn að stemmningin á vellinum myndi ekki hafa nein áhrif á þá…think again. Brjáluð læti fyrir leik, flautan gellur og þeir fá eitt stykki Liverpool lið beint í andlitið, frá fyrstu sekúndu. Þvílíkt högg sem þetta var, maður heyrði smellinn. Eitt varðandi frammistöðu manna í gær, mikið hrikalega sér maður núna hversu mikið við höfum saknað Fernando Torres í vetur, þvílíkur leikmaður. Sama má segja um Steven Gerrard og hversu ánægjulegt er að sjá Javier litla aftur sýna sínar sterkustu hliðar.
Haukur Ísfeld (#84) sagði:
Trúðu mér brósi, það að vita að þú værir að missa af þessu gerði þetta bara enn sætara fyrir mig. Þú valdir aldeilis leikinn til að sleppa. Lexían í þessu er að þú átt ALLTAF að sitja bróður þínum til samlætis yfir Liverpool-leikjum. Ekkert er mikilvægara. 😉
Off topic, en þessi leikur/leikskýrsla á skilið 100 komment 🙂
Sammála síðasta ræðumanni… þau þau væru 101 ! 🙂
það þarf að breyta fyrirsögninni, þetta var Liverpool – Iker Casillas 4-0
😀 þetta var svakalegur leikur, hef ekki horft á svona magnaðan leik síðan í úrtslitum meistaradeildarinn 2005 😀
http://blogg.visir.is/fm957/
Vildi bara sýna ykkur þetta. Það er verið að fylgjast með kop.is, hehehehe
Hehe Böddi, það er greinilegt að hnakkarnir á FM halda með réttu liði. 😉
Og til hamingju Sölvi (#90), þú ert orðinn frægur á FM.
Þetta var svakalegt!
Nú er bara eitt sem gæti gert lífið en betra!!
ÁFRAM INTER!!
FORZA INTER!!!
Ég ætla að kyrkja félaga minn sem fór á Anfield í gærkvöldi þegar hann kemur á klakann.
YES! Eru þetta mínar 15 mínútur af frægð? 🙂
Að verða frægur á FM 95.7 er reyndar svipað eins og að hljóta frægð fyrir að vera Tinkerbell, hundurinn hennar Paris Hilton.
Miklar mannvitsbrekkur þarna á FM. Ég hélt það væri ekki hægt að túlka orðalag eins og “Tengdi miðjuspilið hræðilega saman með nákvæmum sendingum.” …öðruvísi en sem bull/kaldhæðni. 🙂
Gaman að þessu samt!
Áfram liverpool!
En það eru samt enn tvö Liverpool lið sem spila leikina; Annað þeirra leikur frábærlega í Meistaradeild Evrópu og hefur náð bestum árangri allra liða í þeirri keppni síðustu fimm árin. Hitt liðið veldur vonbrigðum á hverri einustu leiktíð í ensku deildinni með endalausum jafnteflum gegn lélegri liðum deildarinnar.
Ég sagði fyrir leikinn á Bernabeu, þegar menn voru svartsýnir, að árangur liðsins í deildinni hefði ekkert að segja til um frammistöðu í deildinni. Það var rétt. En því miður held ég að þetta virki í báðar áttir og að við verðum fyrir vonbrigðum um helgina. En þá vinnum við bara þessa fjandans Meistaradeild í staðinn!
20min highligts.
http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&VideoID=53901951
Sælir félagar
Frábær úrslit, frábær frammistaða einstaklinga og liðsheildar. Að öðru leyti vísa ég til Kristins Jóhanns #60
Það er nú þannig
YNWA