Rafa mun setjast niður með eigendum Liverpool í næstu viku og ræða framtíðina. Það virðist vera skýrt frá hans hlið að hann vill vera áfram í Liverpool.
“People who see me leaving for Madrid are wrong. I have a contract with Liverpool, I owe Liverpool and I am only thinking about Liverpool. I am happy here and there is a project under way. I have been here for five years and [if I was to stay] from now on things would be easier.”
Rafa talar einnig um Torres og er ljóst að framherjinn hefði spilað leikinn gegn Real Madrid fótbrotinn.
“However, he insisted and insisted and insisted on playing, he fought against the pain, he took injections, they almost had to plaster his ankle – and the miracle worked with the first goal. That’s Torres for you: a real great.”
…og já í lokinn þá er Degen aftur meiddur!
Það er vonandi að þessir hlutir allir fari að komast á hreint á næstu misserum. Bæði eigandamál og samningar við Rafa og fleiri.
Degen verður ein af goðsögnum Liverpool, það er alveg á hreinu:)
Og ekki skemmir fyrir þessi frétt hér: http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N163591090313-0831.htm
Þssir hlutir verða bara að klárast, þetta hefur áhrif á leikmen og svo Rafa náttúrulega. Gerrard á bara eftir að verða betri ef eitthvað er, flott. Koma svo Púllarar
Það er alveg á hreinu að Degen er bara algjör aumingji PUNKTUR
Degen er kominn með Kewel einkenni.:)
Þetta er vikan sem sker um hvort við getum eitthvað eða ekki í deildinni.
Ef við tökum á Utd með krafti og klóm þá getum við átt góðan leik.
Það er spuring hvort að Rafa detti ekki bara ofaní þá gryfju
að spila afturliggjandi varnaleik sem einkennist á því að hreinsa fram.
Sem endar með leiðinlegum leik. Eða tekur á þeim um allan völl og pressar niður þessar kellingar.
Ég vona bara að við höfum hjartað og trúina með okkur á morgun.
Degen Degen Degen á ekki bara að fara að hætta þessu og fara að snúa sér að módelinu aftur, fótbolti er karlaíþrótt og það er hann ekki.
Og varðandi Benitez þá vonandi skrifar hann undir samning sem fyrst og bindur endi á þetta rugl.
Hann Torres blessaður er nú ekkert að hrapa niður vinsældarlistann hjá manni 🙂
En Degen, kall greyið. Ég get hreinlega ekki annað en vorkennt honum. Þvílíkur hrakfallabálkur. Það versta er að hann virðist nefninlega vera ágætis leikmaður, sýndi það nokkrum sinnum í gær í þessum leik (þar til hann meiddist) að það býr heilmikið í þessum strák. Ég vona svo innilega að hann komi sterkur til leiks á næsta tímabili, það er varla hægt að leggja það á kall greyið að lenda í meiri meiðslum en þetta.
Varðandi Rafa, þá er það skýrt í mínum huga. Ég vil að hann fái áframhaldandi samning og það til næstu 5 ára. Mér finnst liðið hafa verið að eflast og styrkjast með hverju árinu og ég hef þá trú að ef hann fær traustið og þau völd sem hann ætti að mínu viti að hafa, þá gæti hann tekið okkur þangað sem við viljum fara.
Einhver kom með þá samsæriskenningu hérna fyrir ekki svo löngu að Degen væri í raun Kewell undir fölsku nafni – þar sem kallinn var kominn með alla á móti sér …. maður sér nú ýmislegt sambærilegt með þessum tveimur, því miður.
Ekki nóg með það, heldur var hann með númerið 7 á bakinu í gær 🙂
SSteinn, ég vona svo sannarlega að Degen verði ekki hjá okkur á næsta ári, Benitez hlýtur að selja hann eða gefa enda verðum við að vera með mann sem getur allavega spilað 1-2 leiki ári ári.
Eigum við ekki að sjá hvort það gæti verið að hann nái sér heilum og geti byrjað að spila fyrir okkur. Allavega finnst mér persónulega ekkert að því að gefa honum tækifæri á því. Miðað við meiðslin sem hann hefur lent í, þá hefur hann fyrst og fremst verið fáránlega óheppinn kall greyið.