Landsleikir kvöldsins

Ef við hlaupum hratt yfir:

Steven Gerrard lék fyrri hálfleikinn gegn Slóvökum á Wembley í 4-0 sigri enskra. Var lengst af á vinstri kanti, lék vel og lagði upp mark fyrir Emile Heskey. Martin Skrtel lék allan leikinn fyrir Slóvaka og átti erfiðan dag án vinar síns Carragher.

Dirk Kuyt lék allan leikinn í 3-0 sigri Hollendinga á Skotum. Skoraði þriðja mark Hollendinga úr vítaspyrnu. Ryan Babel var ekki í 18 manna hóp Hollands í kvöld, veit ekki út af hverju.

Xabi Alonso og Fernando Torres léku báðir í 1-0 sigri Spánverja á Tyrkjum. Torres kom útaf á 87.mínútu, ekki vegna meiðsla! Reina, Arbeloa og Riera voru allir á bekknum þar, en komu ekki inná.

Daniel Agger lék allan leikinn í vörn Dana sem unnu 3-0 á Möltu. Fín leikæfing fyrir hann.

Sami Hyypia lék vel í 0-2 sigri Finna í Wales. Gaman að minnast á það að Jari gamli Litmanen var að standa sig vel líka í þeim leik!

Verstu fréttirnar í kvöld eru þær að Yossi Benayoun var borinn útaf á 76.mínútu í 1-1 leik við Grikki á heimavelli. Vissulega var þetta lykilleikur fyrir Ísraela og Yossi er fyrirliðinn þeirra, en ég er samt pirraður! Vonum bara það besta, væntanlega er þó um einhverja bið á því að ræða að við sjáum hann í rauðri treyju, og mér segir hugur að mr. Benitez sé ekki glaður…

Javier Mascherano var fyrirliði Argentínu og lék allan leikinn í öruggum 4-0 sigri á Venezúela í Buenos Aires.

Andrea Dossena og Nabil El Zhar fengu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfara sinna í kvöld. Ítalir unnu Makedóna 2-0 úti og Marokkó tapaði óvænt fyrir Gabon heima, 1-2.

Portúgalir og Svíar eyðilögðu svo fyrir mér kvöldið með 0-0 leik. Segi enn og aftur að það á ekki að gefa stig fyrir leiki sem enda 0-0. Svíarnir voru átta í vörn allan tímann og reyndu ekki að sækja. 28-6 í skottilraunum og 61-39 í posession. Meðalaldur sænska liðsins örugglega 34 ár og bandýspilari í senternum.

Og Arnar Björnsson hrósaði þeim fyrir skynsaman og árangursríkan leik! Ég trúi ekki því að margir hafi verið glaðir með að þurfa að borga sig inn á þann leik.

Svei mér þá, landsleikjafótbolti er að verða tilgangslítill á löngum stundum…

Myndin er tekin af vef BBC

14 Comments

  1. Mér er alveg sama þó að Yossi sé fyrirliði ísraela, hann fór í leikinn meiddur og var svo borinn útaf vellinum. Hvað með félagið sem borgar honum margar miljonir á viku ? Eiga þeir að sætta sig við að maðurinn fer vísvitandi á völlinn meiddur og tekur þar með gríðarlega mikla áhættu ð verða lengur frá, ekki sáttur með Yossi þarna.

    Og er Babel ekki bara meiddur ennþá ? Allavega var hann ekki í hópnum á móti Aston Villa.

    Flott fyrir Agger að ná 90 mín og komast vonandi í fínt form.

  2. Eru ekki bara 18 leikmenn frá Hollandi betri en Babel?

    Annars er alltaf pirrandi þegar menn meiðast í landsleikjum, vona að þetta hafi ekki verið mikið hjá Yossi.

  3. Já ég las einmitt frétt á föstudaginn um Yossi þar sem fram kom að Rafa væri alls ekki sáttur við að hann væri að fara með landsliðinu. Þetta gæti vel markað endalok ferils Benayoun hjá Liverpool, menn hafa fokið fyrir minna. Sem er mjög sorglegt enda maðurinn staðið sig með hinum mestu ágætum og vandfundinn sá maður sem er jafnmikill squad maður og hann

  4. Það á nú eftir að koma í ljós hversu alvarleg þessi meiðsli Yossi eru. Kannski er þetta eitthvað smáræði og hann tilbúinn í næsta leik. Það veit heldur enginn hvernig tæklingin var, kannski koma fyrri meiðsl málinu lítið við.

  5. Yossi segir víst í viðtali strax eftir leik að þetta sé bara krampi því hann hefur ekkert verið að æfa. Ekki meiddur.

  6. Brynjar #2
    Leiðindalinkur hjá þér… fáðu þér öl og hafðu gaman af þessu..

  7. Athugasemd 2: Ég held að það sé fullsnemmt að mála skrattann á vegginn varðandi sumarkaup Rafa. Það finnst mér greinarhöfundur einmitt vera að gera með þessari grein.

    Það sem Balague segir er:”Rafa is looking at players who are still in the process of developing and who can improve, while being able to adapt to different systems and tactics”.

    Ég get ómögulega lesið það sem yfirlýsingu um að Rafa muni einblína á að kaupa ungviði í sumar. Það má vissulega lesa þannig út úr þessu en ég held að þetta geti líka þýtt að Rafa sé á höttunum eftir leikmönnum sem hann getur mótað eftir sínu kerfi. Það þarf ekki endilega að vera tengt aldri tel ég heldur líka hvernig karakterar þessir leikmenn eru.

  8. Já Brynjar #2 þetta er með vitlausari greinum sem maður hefur eytt tíma sínum í að lesa. Sýnir mjög einbeittan vilja til þess að sjá hlutina í neikvæðu ljósi.

  9. Skrtel átti ömurlegan leik sem er allt í lagi. Bara að hann verði búinn að finna sitt form í næsta leik Liverpool.

  10. Mér fannst þessi ákvörðun hjá Yossi slæm þegar ég heyrði að hann ætlaði að spila leikinn. Maður gat sér þess þá að hann myndi bókað meiðast, virðist ganga tvennum sögum hversu mikið hann sé meiddur en ef ég væri RB þá væri ég ekki sáttur.

    Annars var ég að rekast á þetta video um nokkra kjúklinga hjá okkur, ég hafði allavegana ekki rekist á þessa compilation með þeim áður, það þekkja þá allir en nokkuð gott video annars.

    http://www.youtube.com/watch?v=LtDmWqxA5dQ

  11. 2 – Þakka þér fyrir þetta, var einmitt að velta fyrir mér hvaðan brandari dagsins ætti að koma.

Pæling í landshleikjahléi, hluti 1.

Pæling í landsleikjahléi – hluti 2.