… við vitum öll hver staðan er. Meistaradeild, 8-liða úrslit, seinni leikur, staðan 3-1 fyrir heimaliði Chelsea. Í boði er tækifærið til að stöðva Barcelona í undanúrslitum, auk montréttinda gegn erkifjendum þetta árið.
Okkar menn þurfa kraftaverk. Okkar menn þurfa að stöðva markamaskínu Chelsea sem hefur dottið í gírinn og skorað sjö mörk í síðustu tveimur leikjum, þar af þrjú á Anfield fyrir fimm dögum. Okkar menn þurfa að ná að yfirstíga andleg ör sem fylgja jafn algjörum ósigri og þeir upplifðu gegn þessu sama liði. Okkar menn þurfa að bjarga heiðrinum, rétta sinn hlut, og ef mögulega mögulegt er að minna fólk á hvað er mesta Mission:Impossible-lið Evrópu síðustu árin.
Sem sagt, kraftaverk.
Lykillinn að mögulegum sigri á morgun felst í tvennu – því hvaða hugarfar Chelsea-menn mæta með til leiks og það hvað Rafa Benítez gerir til að bregðast við taktíska ósigrinum í síðustu viku. Það er hætt við að Chelsea-menn stilli upp sama liði og freisti þess að loka aftur á Gerrard, láta Ivanovic og Cole éta Riera og Kuyt og einangra Torres, sem ætti að nægja þeim til að fá ekki á sig þrjú mörk.
Fyrir vikið er ég alveg sannfærður um að Rafa mun söðla um á morgun, ekki bara hvað varðar byrjunarliðið heldur einnig hvað varðar taktík. Ég held hann muni reyna að koma Chelsea á óvart á morgun og spái því þess vegna að hann stilli upp eftirtöldu liði:
Carragher – Skrtel – Agger
Arbeloa …………………………………….. Dossena
Alonso – Mascherano – Gerrard
Kuyt – Torres
Bekkur: Cavalieri, Hyypiä, Aurelio, Lucas, Benayoun, Babel, Riera.
Ég er að sjálfsögðu bara að giska út í loftið (pissa upp í vindinn?) hérna en ég held að Rafa muni reyna að koma varnarskipulagi Chelsea í opna skjöldu. Þeir munu búast við 4-2-3-1 kerfinu með Gerrard í holunni og Torres fremstan en gætu þess í stað lent í því að þurfa að aðlaga sig að breyttri taktík. Með þrjá miðverði aftast er hægt að skilja Skrtel eftir aftastan á meðan Carra og sérstaklega Agger sækja fram með boltann og ógna, enda komu báðir við sögu í mörkum Liverpool í seinni hálfleik gegn Blackburn um helgina. Á miðjunni myndi Mascherano sitja eftir og freista þess að stjórna leiknum á meðan Alonso er framar að dreifa spilinu. Dossena og Arbeloa myndu bomba nokkuð frjálsir upp kantana á meðan Gerrard gæti stutt bæði Kuyt og Torres. Sá hollenski myndi fara með vinnsluna sína upp í miðja framlínuna og reyna að koma Alex og Ricardo Carvalho þar í opna skjöldu, þar sem þeir eiga væntanlega von á að þurfa að glíma við Torres einan. Gerrard gæti þá einnig nýtt frjálsu rulluna sína til að drifta aðeins út á kantana, láta Essien elta sig úr miðjustöðunni.
Hann klikkaði á að gera það í síðustu viku og ég er sannfærður um að hann fær fyrirskipun um að draga Essien eins mikið og hægt er út úr stöðu, hver svo sem liðsuppstilling okkar verður.
Mín spá: Þegar Torres gaf okkur forystu í einvíginu eftir nokkrar mínútur á Anfield hugsaði ég með mér að það gæti reynst vera fölsk dögun fyrir okkar menn og það varð úr. Rétt eins og fyrir fimm árum, þegar Luis García kom okkur yfir í upphafi leiks, tók stressið um að fá á sig útivallarmark yfir og okkar menn duttu niður í það að vernda forystuna, svo að úr varð 75 mínútna stórsókn Chelsea-liðsins. Það var því á endanum okkur í óhag að skora snemma í síðustu viku.
Að sama skapi þá er það stórhættulegt fyrir Chelsea-liðið á morgun að vera að mæta liði sem hefur engu að tapa. Staðan er einföld – þrjú mörk eru lágmarkið. Okkar menn hafa ekki neina aðra valkosti, þeir verða að tefla djarft, sækja stíft frá fyrstu mínútu og skora a.m.k. þrjú mörk. Það er erfið staða að vera í en hún er einnig mjög frelsandi.
Ef þetta á að takast á morgun þurfa okkar menn að skora snemma og ná fyrir vikið að gera heimamenn allsvaðalega stressaða. Ég held að Chelsea-liðið muni sitja aðeins aftur, reyna að loka á okkar menn og drepa leikinn niður. Hægja á öllu saman. Ég spái því að það takist ekki heldur muni okkar menn láta þá svitna verulega, en að það muni því miður ekki nægja til. Við vinnum 0-2 útisigur á morgun og dettum úr leik á grátlegu þriðja marki Chelsea (helvítis Drogba) í fyrri leiknum.
Það er þó eitt alveg ljóst: þessu er hvergi nærri lokið. Ég segi, ef okkar menn eiga að detta út þá skulu þeir gera það með sigri annað kvöld. Og hver veit, kannski er hið ómögulega hægt?
YNWA!
Að mínu mati er leik okkar manna lokið í Meistaradeildinni eftir þennan leik annað kvöld. Því miður.
EN ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Að flestra mati er þetta búið en maður horfir nú allavega á leikinn, svo mikið er víst.
Ég spái 0-2 fyrir Liv eftir hálftíma leik. Lengra sé ekki….!
Sko ef Bolton gat sett 3 mörk á Brúnni um helgina getur Torres (með Terry í banni) sett 6. Þó að ég sjái það kannski alveg gerast er þetta langt í frá búið. 3-1 sigur er ekkert rosalegt og er vel hægt.
Ég er sammála uppstillingunni. Rafa mun auðvitað reyna að koma Hiddink á óvart og þetta er að mínu mati besta leiðin, þó ég vilji, þrátt fyrir slakan fyrri leik, sjá Aurelio taka stöðu Dossena. Býst einnig við að Ryan Babel muni spila stórt hlutverk á morgun, þó sennilega sem varamaður.
Allvega. Liverpool, og sérstaklega Stevie, spila alltaf laaaaangbest þegar engu er að tapa. Dæmin um það eru einfaldlega endalaus. Ég er ekki heldur frá því að þetta sé einfaldlega gert eftir handriti. Er á því að núna eigi Rafa að leggja til hliðar mest alla taktík og einfaldlega leyfa sínum mönnum að spila fótbolta. Það er það sem þeir gera best.
Ætla ekki að spá um úrslitin, en þetta verður allavega one for the ages. Ekki vafi á því.
Njótum þess að taka þátt í háspennuleik. Ég geri mér ekki miklar vonir um að komast áfram en veit þó vel að ekkert er ómögulegt í þessari keppni. Ég ætla að verða bjartsýnn og spá 3-1 sigri Liverpool en sé ekki hver lokaniðurstaðan verður í framlengingu.
Tek undir þessa leikskýrslu, gætir alveg hafa hitt höfuðið á naglann með uppstillingunni, við sjáum eflaust eitthvað nýtt frá RB.
En í guðanna bænum geturu tekið út þessa ógeðismynd af Drogba með færslunni.
Þessi mynd má fara inn í staðinn:
http://2.bp.blogspot.com/_xpwLoM5t8GA/R03ltFji9DI/AAAAAAAAA6o/EJjiuztn7_Q/s400/628390_bigportrait.jpg
Sammála Brúsa. Eigum alveg að geta skorað fleiri en 2 mörk á Brúnni. Chelsea menn verða öruggir þó svo að þeim hafi verið sagt að vera það ekki og við munum koma brjálaðir til leiks.
Gerrard setur 1, Torres 1 og varamaður setur seinasta (Babel eða Benni)
Leikurinn fer 3-1 og við vinnum í framlengingu með marki frá kóngnum sjálfum Stevie G.
Þetta verður allavega skemmtilegur og þægilegur leikur að horfa á því maður er búinn að taka út svekkelsið frá síðasta leik og ég mæti reiður og ergilegur fyrir framan skjáinn annaðkvöld.
YNWA
Eins og ég hef áður sagt frá i kommentum dreymdi mig að Liverpool vinni stóra dollu í ár, þegar mig dreymdi þann draum (nóttina fyrir fyrri leikinn gegn Real madrid) var staðan í deildinni ekki vænleg hvað varðar Englands titil þannig að ég túlkaði dauminn þannig að við hlytum að vinna CL.
Ég er ekki búinn að gefa þennann draum á bátinn, ég nefnilega er ekki einn af þeim sem gengu út með skeifu á munninum þegar við vorum 3-0 undir gegn Milan hér um árið.
Nei, ég hef verið svo heppinn að fylgjast með Liverpool í hátt í 40 ár og ef það er eitthvað sem ég hef lært um okkar elskaða félag þá er það að þeir búa yfir einhverju extra elementi sem brýst út þegar allar brýr standa í björtu báli og feita konan syngur á meðan hún skvettir olíu á eldinn.
Ég veit að fyrst við gátum skorað 3 mörk gegn Milan á 6-7 mínútum og fyrst að Bolton gátu skorað 3 mörk gegn Chelsea á 9 mínútum þá erum við enn inni í þessari viðureign, svo sannarlega.
Kooooma svo!
Hættiði þessu að tala um Bolton leikinn, hann kemur þessum leik ekkert við. Chelsea settu í hlutlausan gegn Bolton eftir að þeir voru komnir í 4-0 og því gátu Bolton menn komið til baka.
Chelsea er liðið sem tapaði í úrslitaleiknum í fyrra(Terry skot í stöng klúðraði því) og ég skal lofa ykkur að þeir munu vera á varðbergi í 90(eða 120)mín í þessum leik.
Við verðum einfaldlega spila okkar leik og þá eigum við séns. Við munum ekki fara að fyna upp hjólið og spila 3-5-2 eða 4-3-3 af því að tímabilið er að vera búið og við kunnum það ekki. Við munum spila með okkar sterkasta hefbundna lið og treysta á það að ef við náum toppleik þá getum við klárað þetta verkefni(sjá Man utd og Real madrid leiki).
Reina
Arbeloa Carra Agger/Skrtel Aurelio
eina spurning er hvort að Agger eða Skrtel verða í miðverðinum.
Agger spilaði vel síðast og telja menn því að hann verði 100% í liðinu en hafa verður í huga að hann er ekki í eins mikili leikæfingu og það reyndi ekkert á hann varnarlega í síðasta leik(ég er samt á því að Agger byrji).
Svona sé ég þetta gerast(bjartsýni)
0-1 34 mín Torres
1-1 43 mín Drogba
1-2 78 mín Gerrard
1-3 90+ mín Kuyt
Vítakeppni 1-0 Drogba
1-1 Torres
2-1 Ballack
2-2 Alonso
3-2 Anelka
3-3 Kuyt
3-3 Malouda Reina ver
3-4 Aurelio
4-4 Lampard
4-5 Gerrard (Benitez brosir)
Ég segi að Liverpool kemst áfram því ég hef bara fulla trú á þessu núna!! Það er enginn að segja að þetta eigi að vera auðvelt! Fer í viti og Liverpool áfram!!
Miði er möguleiki en ég tel ekki raunhæft að ætla að við komumst áfram. Chelsea eru með pálmann í höndunum, því miður. Við klúðruðum þessu á Anfield og ég sé Chelsea ekki missa þetta niður, ekki að gera lítið úr okkar mönnum sem eru þrælsterkir en það er bara andstæðingurinn líka á sínum heimavelli og við erum úr leik, er sáttur ef Gerrard kemst heill frá leiknum eftir meiðsl og pressa svo á man utd á lokasprettinum.
Eftir að hafa farið til Anfield og horft á mína menn tapa 1-3 fyrir celski, þá held ég samt að við getum unnið þennan leik, en ekki 0-3.
Ég held að LFC detti út á morgun. Við tökum síðan deildartitilinn í ár. 😉
Við tökum þetta 4-0
Sannið til, og munið,
Þið sáuð þetta fyrst hér !
4-0 ! Torres með öll
gæti trúað því að hann myndi henda hyypia inn í liðið svona í föstu leikatriðin, en annars spái ég 3-3 og chelsea fer alla leið,því miður.
Reina
Kuyt ! ! Aurelio
! Alonso Mascherano !
! !
! Gerrard Yossi !
Ólíklegt en þetta gæti verið sterkt varnarlega og sóknarlega.
Æji vá af hverju er ekki hægt að laga þetta blogg ???
Óþolandi hvað þetta rennur alltaf í rugl.
3-0 fyrir LIverpool. Torres tvö og Bennijohn með það þriðja.
Ég spái að við vinnum á morgun, en ég er hræddur um að hann verði ekki nógu stór…
Terry grátandi uppi í stúku og Rafa sturlaður á hliðarlínunni að segja leikmönnunum að halda einbeitingu í stöðunni 0-5, sé þetta í hillingum!
17″ Reynir ég kaupi þetta sko 😀 😀 😀
Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is
Við gefumst aldrei upp þó móti blási.
við höfum engu að tapa.. býst við skemmtilegum leik þar sem kraftaverk gerist og við förum áfram:))
GO LIVERPOOL!!!
við höfum engu að tapa svo ég býsti við mjög svo skemmtilegum leik.. þar sem kraftaverk mun eiga sér stað og við förum áfram í vító!!
GO LIVERPOOL!!!
Vissulega bíður okkar erfitt verkefni, það er öllum ljóst. Sjálfur geri ég mér hóflega miklar vonir um að okkur takist þetta, en því að gefa upp alla von ?
Við höfum sýnt það oftar en flest önnur lið, að við erum ótrúlegir þegar á reynir. Nú er ég alls ekki að segja að okkur takist alltaf að framkvæma kraftaverk…en ég bara neita að gefa þessa viðureign uppá bátinn svona fyrirfram.
Fyrst Chelsea gat skorað 3 mörk á Anfield, þá getum við skorað 3 mörk á Brúnni.
Þetta verður erfitt, og nánast ómögulegt…en við getum gert hið ómögulega, og ég ætla ekki að gefast upp, og ég hef trú á mínum mönnum.
Koma svo Liverpool….. Carl Berg
Maður hefur brennt sig á að afskrifa liðið hans Benitez áður þegar engin leið virtist vera út. Olympiakos og AC Milan sem dæmi. Sama er uppi á teningnum núna, þetta einvígi er klárlega búið og ekki séns í helvíti að þeir vinni upp þennan mun á útivelli. Eða hvað ?
Koma svo!
Við getum unnið þetta með þremur mörkum, Torres og Gerrard mæta dýrvitlausir og okkar besti miðvörður spilar, Agger. Ég finn það á mér að við förum áfram.
Horfið á þetta myndband, Road to Athens. Það er allt hægt!
Áfram Liverpool!
1-6 í einhverjum eftirminnilegasta leik fótboltasögunnar.
Eða, það er mín spá.
Ég vona að spáin hans Didda rætist.
Ég gaf upp alla von eftir fyrri leikinn, en hún er smám saman að koma tilbaka.
Ég held að Diddi sé ekki svo langt frá því. Trúi þessu vel.
Ég tek undir með Andra Fannari með þetta myndband.
Ég horfi iðulega á þetta fyrir leiki í meistaradeildinni, og leyfi gæsahúðinni að skríða upp kroppinn á mér og koma mér í gírinn.
Eftir að hafa horft á þetta myndband, svona tvisvar, áður en maður setur trefilinn um hálsinn og labbar á Allann/Players, þá fær maður alveg trúna á, að allt sé í raun hægt…
Insjallah…Carl Berg
Já! Hvernig væri að reynað að koma þeim á óvart! Hvað væri þá betur til þess fallið en:
Bouzanis – Darby, San Jose, Ayala, Irwin – Pacheco, Pálsson, Spearing Weijl – Nemeth, Flora
Jæja, félagar. Maður er eitthvað afslappaður fyrir leikinn, kannski vegna þess að við höfum engu að tapa. Ég er mikill bjartsýnismaður og hef alls ekki slæma tilfinningu fyrir leiknum í kvöld. Sammála mönnum hér að framan, ef það er einhver stjóri og eitthvað lið sem getur gert hið ómögulega, þá er það okkar ástkæra lið, Liverpool.
Ég spái því að við tökum þetta 0-3, Torres setj’ann á 14., litli raðmorðinginn á miðjunni Mascherano skori óvænt 25 mínútum fyrir leikslok og Gerrard klári dæmið 10 mín. fyrir leikslok.
Koma svo…trúum!!!
Hvernig var þetta þegar við tókum Arsenal 4-2 í fyrra, why not aftur, ég er óvenju bjartur fyrir þennan leik, skil það ekki
“Og hver veit, kannski er hið ómögulega hægt?” ómögulega? pff.. Þetta verður ekkert mál. Ég spái 3-1 sigri okkar í venjulegum leiktíma, og við tökum þetta í vítaspyrnukeppni.
Áfram Liverpool!
Ég er kominn með Liverpooltrefilinn um hálsinn sem búinn er að fylgja mér síðan eightes somthing og hann er tekinn fram þegar mikið liggur við og oftast virkar hann þó ekki altaf t.d þegar Arsenal vann 89 á síðustu sekúntnni,en hann var líka á sínum stað 2005 og bara í seinni hálfleik. Þessi trefill er ekkert garantí, en fyrir mig er það hátíðleg stund þegar ég dreg hann fram á vorin og ég ber hann stoltur þó kominn sé á fimmtugsaldurinn.
En hvernig sem fer þá þykjist ég vita að leikmenn LFC ætli sér að gefa allt í þennan leik fyrir syrgendur Hillsbourgho slysins og það á eftir að koma liðinu langt,en hvort það dugar??
Common you REDS!!!!!!!
Einar Örn, það þíðir ekkert að gefa upp alla von, maður á að halda í vonina, 2005 skouðm við 3 mörk á undraverðum tima og það á móti AC Milan, um helgina fengu Chelsea 3 mörk á sig á 8 mín, þar sem þeir voru svo öruggir með sig búnir að skora 4 mörk, hver veit knski verða þeir svo öruggir með sig í stöðunni 1 -3 þar sem þeir eru á heima velli og taka þetta sem víst að þetta sé komið… Og það hefur svo sem skeð áður að Liverpool hefur náð að koma til baka, það efast engin um að það verður erfitt í þessum leik en það er hægt og ég hef trú á því að það verði svo. Og það sem meyra er ég held að staðan í hálfleik verði 0 – 3 já bjartsíni, en ég held bara að Rafa eigi eftir að koma þeim í opna skjöldu með einni slildar taktíkinni sinni við vinnum þennan leik 0 – 4 eða 0 – 5 og förum áfram… svo er nú það… Áfram LIVERPOOL !!!!!
Kannski allt í lagi að taka það fram smá tölfræði.
Sem sagt þetta lítur alls ekkert vel út fyrir okkur
Jamm, ég var á vellinum í Istanbúl – ég veit að allt er hægt. 🙂
Ég veit ekki af hverju, en ég er með góða tilfinningu fyrir þessum leik. Ég hlakka til að horfa á hann, en ég kvíði honum ekki neitt.
Vonandi að við náum að klóra inn 1 eða 2 fyrir hálfleik þá verður þetta allt opið en ég hef rosalega slæma tilfinningu að þetta sé einfaldlega of erfitt verkefni.
Chelsea höfðu heldur ekki skorað eitt einasta mark í síðustu 5 leikjum gegn Liverpool í CL, áður en þeir skoruðu skyndilega heil 3 á sjálfum Anfield. Skulum heldur ekki glema því fyrir 2 árum þegar Liverpool vann Barcelona 1-2 á Nou Camp en töpuðu svo seinni leiknum á Anfield 0-1. 1 mark í viðbót og Liverpool hefði dottið út eftir afburða útisigur í fyrri leiknum.
Ekkert að marka svona tölfræði. Þetta snýst um dagsformið og vera tilbúinn að deyja í 90mín. Hafa sterkari taugar á lokamínútunum.
Þessi 1-3 sigur Chelsea var “freak result”. Hiddink viðurkenndi sjálfur að hann bjóst ekki við þessu. Ivanovic, Malouda, Kalou o.fl. sem geta yfirleitt ekkert áttu allir skyndilega stórleik.
Hiddink er latur one-trick pony eins og Arsene Wenger. Kann bara að spila til sigurs. Góður motivator og nær upp góðri liðsheild en spilar einfaldan frjálsan fótbolta sem skilar liðum aðeins visst langt.
Það er ástæða fyrir því að honum langar meira að halda sig við þjálfun Rússa en alvöru toppliðs í Evrópu. Hann höndlar ekki erfiða pressu og nennir ekki að spá mikið í nákvæmri varnarvinnu.
Chelsea munu spila eins og í fyrri leiknum en aðeins varkárara. Liverpool á séns ef þeir nýta hálffærin sem þeir munu fá á fyrstu 25mín. 1-1 í hálfleik og að Liverpool kæmist 1-2 yfir í þeim seinni kæmi mér ekki á óvart. Svo er bara spurning um hvort liðið hafi sterkari taugar í lokin…
Enginn Gerrard!
The Reds XI in full is: Reina, Aurelio, Arbeloa, Skrtel, Carragher, Kuyt, Lucas, Alonso, Mascherano, Benayoun, Torres. Subs: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Agger, Riera, Babel, Ngog.
Það eru álíka miklar líkur á að taka Chelsea með 3 marka mun á útivelli og að taka Manutd með 3 marka mun á útivelli. Og hananú.
Sammála Sölva nr. 38 með að tölfræði er ekki það sem sem skiptir öllu máli. Til dæmis var Liverpool í lægð í febrúar, var búið að tapa síðustu 6 leikjum á Anfield á móti spænsku liði og bara búið að skora 4 mörk í síðustu 11 á Anfield á móti spænsku liði. Svo mættu þeir Real og völtuðu yfir þá 4-0!
Það getur allt gerst, og það er á svona dögum sem menn eins og Stevie virkilega láta ljós sitt skína.
ok Stevie lætur ljós sitt ekki skína, en Torres gerir það pottþétt 😉
Eigum við ekki að segja að okkar ástkæra lið sem er með stærsta fótboltahjarta veraldar vinni þetta einvígi? Og tileinkar sigrinum fórnarlambanna á Hillsbourough fyrir 20árum síðan!
Frábært að fara í þetta án Gerrard og hafa svo mann eins og Lucas til þess að leysa hann af!!!