Um mikilvægi meistarabaráttu

Núna nýlega kom stjórinn okkar fram og ræddi hversu mikið hópurinn hjá okkur græddi á þeirri staðreynd að við værum enn á kafi í toppbaráttu í lok tímabilsins, nokkuð sem ekki hefur verið á döfinni á Anfield síðan vorið 1997 í rauninni.

Vissulega höfum við orðið í 2.sæti tvisvar síðan, en í hvorugt skiptið átt möguleika á titlinum að vori.

En hvers vegna er það mikilvægt? Skiptir einhverju máli að hafa verið í toppbaráttu ef maður vinnur ekki titil, verða kannski vonbrigðin bara ennþá meiri að sjá aðra lyfta bikarnum. Reyndar vill ég taka skýrt fram að ég hef ekki gefist upp!

Auðvitað er það afar mikilvægt að leikmennirnir okkar fái nú að kynnast þeirri pressu að þurfa að vinna alla leiki, óháð frammistöðu, aðstæðum eða hverju öðru sem getur truflað einbeitingu þeirra. Hvert einasta mark telur, hvert einasta stig, tapað eða unnið, getur breytt öllu.

Það er nýtt fyrir okkar menn, að vera nú að kynnast fyrir alvöru mikilvægi þess að leika um 3800 mínútur vel (38 leikir x ca. 100 mín) en ekki bara einn og einn leik (bikarkeppnir) eða í paraleikjum (Evrópa). Sálfræðiárásir annarra þjálfara, blaðamenn sem reyna að búa til sprungur í liðsheildina, hver einustu mistök kölluð fram og endursýnd af sjónvarpsmönnum og mótherjarnir stöðugt að tjá sig. Annað hvort með því að afskrifa sín lið (Owen) eða tala þau upp (Bassong).

Þegar svo upp er staðið í vor er ég sannfærður um að næsta vetur munum við sjá árangur þessarar baráttu, óháð útkomu. Var ákaflega sammála John Barnes nýlega þegar hann sagði að það væri mikilvægara fyrir Liverpool FC að berjast til enda í deildinni heldur en að vinna Meistaradeildina.

Því þegar Stoke, Fulham, Hull, West Ham og Everton koma á Anfield næsta vetur munu leikmennirnir þurfa að spýta blóði til að þurfa ekki að vera andvaka yfir jafnteflisúrslitum sumarið 2010. Það hvort að liðið nær að taka næsta skref og verða sigursælt meistaralið ræðst af hæfileika liðsins, leikmanna og stjórnenda til að byggja á þeim fína árangri sem náðst hefur í deildinni í vetur og rífa keflið úr höndum nágrannanna ónefndu…

Að mínu mati erum við að taka stór skref áfram í ensku deildarkeppninni í vetur og það styttist hratt nú í titil númer 19!

8 Comments

  1. Algjörlega sammála. Góður punktur með “minni” félögin. Það eru úrslitin gegn þeim sem svíða mest núna, það vita það allir, leikmennirnir auðvitað einna helst.

    Munum líka að Rafa var gagnrýndur, og hefur leeeeengi verið, fyrir að “kunna bara að vinna í Evrópu en ekki á Englandi.” Eins og leikmennirnir er Rafa líka að læra og hann lærir með hverjum leik.

    Þetta er því allt að koma og þessi númer 19 er skammt undan 🙂

  2. Liðið er augljóslega í framför, og á meðan svo er kvarta ég ekki hvort sem við verðum í 1., 2. eða 3. sæti í ár.

  3. Ef okkur tekst ekki að landa Englandsmeistaratitlinum þá mun ég líta á þetta sem svo að við höfum tapað titlinum til Man Utd.

    Um tíma vorum við í toppsætinu og hefðum getað komið okkur í mjög góða stöðu en þá var eins og liðið hefði lent í ofmati eða hvað það gæti nú kallast. Þá fór liðið að gera mörg óþarfa jafntefli við lið sem við eigum að vinna í hvert skipti sem við mætum þeim, hvort sem það er á heima eða útivelli.

    Hins vegar þá hefur liðið spilað frábæran fótbolta í vetur og spilað af mikilli ástríðu. Leikmannahópurinn er sá sterkasti sem liðið hefur haft síðustu ár og hafa leikmenn liðsins stigið upp þegar þess þarf, eins og í síðustu leikjum hefur Yossi blómstrað í fjarveru Gerrard.

    Þó að við hömpum ekki titlinum, lít ég alls ekki ósáttur á þetta tímabil því liðið hefur verið gífurlega flott á tímabilinu og er ég mjög stoltur af því. Við mætum þá bara tvöfalt sterkari á næsta tímabili og löndum þessari dollu þá.

    Rafa hefur sagt að hann vilji halda öllum lykilleikmönnum sínum og ef okkur tekst að halda sem flestum leikmönnum liðsins og fá inn 2-3 sterka leikmenn í viðbót þá verð ég að segja að ég horfi spenntur og jákvæður á næsta tímabil.

  4. Þú hefur lög að mæla nafni. Ég lét hafa eftir mér að það væri lágmark að við værum ennþá í baráttunni um titillinn í janúar. Það hefur gerst og gott betur og núna yrði ég afar sáttur með þetta tímabil ef það endaði þannig að fram á síðasta leikdag værum við í baráttunni. Það væri frábært!

  5. Það hafa einungis tapast 2 leikir og aðeins 2 önnur lið hafa fengið færri mörk á sig. Það er allt gott og blessað en að gera 11 jafntefli á leiktíð er náttúrulega
    bara grín. Vandinn hlýtur að liggja í varnaleiknum. taka mætti meiri sénsa gegn minni spámönnum þvi oft þarf bara að brjóta ísinn til að jarðaförin gangi eftir. Tapa síðan fyrir skítaliðnum M-boro er hörmulegt og skömm.

Vörn

Agger nálægt samningi!