Enn af undanúrslitum

Við erum aðdáendasíða fyrir Liverpool FC. Engu að síður þá erum við einnig fyrst og fremst knattspyrnuunnendur og því er það alveg eðlilegt að við ræðum á þessari síðu það helsta sem er að gerast í knattspyrnunni hverju sinni. Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eru stórmál ár hvert, hvort sem okkar lið er þar á meðal keppenda eða ekki, þannig að ég vil biðja þá sem nenna ekki að ræða leiki og úrslit ákveðinna erkifjenda okkar um að virða það við þá sem það vilja að láta umræðuna í friði.

Allavega, Heims-, Evrópu- og Englandsmeistarar Man Utd rústuðu Arsenal í gær og eru mjög svo verðskuldað komnir í úrslit Meistaradeildarinnar. Ég gæti skrifað langloku um þessa rimmu erkifjendanna en bendi þess í stað á góða umfjöllun á Arseblog.com, einni bestu fótboltabloggsíðu Englands.

Í kvöld er það svo leikur Chelsea og Barcelona. Taktíska vélin gegn knattspyrnufegurðinni. Ef við getum með semingi viðurkennt að United séu annað af tveimur bestu knattspyrnuliðum Evrópu í dag og eigi skilið að vera í úrslitunum hljóta menn að vona að hitt besta liðið, Barcelona, fari áfram í kvöld. Ég er Barca-maður og hef alltaf verið en burtséð frá því þá held ég að það nenni varla nokkur maður að horfa á aðra viðureign Man Utd og Chelsea í úrslitum, annað árið í röð. Það yrði í öllu falli aldrei jafn skemmtileg viðureign og Man Utd – Barcelona.

Sjáum hvað gerist. Við getum rætt þennan leik og úrslitin í gær í þessum þræði en ég vara menn við, öll ummæli sem ekki varða þessa tvo leiki verður umsvifalaust hent út.

96 Comments

  1. Mig grunar að alveg sama hvernig fer í kvöld þá muni úrslitaleikurinn verða átakanlega leiðinlegur. United mun mæta og segja lok, lok og læs líkt og Chelsea gerði á Camp Nou.

  2. Meistaradeildin er einfaldlega dauf keppni sem er ekki mikið fyrir augað nema í örfáum undantekningum. Spá eins marka leik í kvöld og vona innilega að það verði verk Barca manna.

  3. sama hvernig fer hjá chelski og barca vona ég að scum utd vinni ekki CL.
    mér finnst þetta lið ofmetið. við sýndum að rækilega að það er vel hægt að vinna þá. þeir hinsvegar byggja á þessum 14 leikja run-i sem þeir náðu.
    við náðum engu sliku og töpuðum stigum á móti liðum sem verður að afgreiða til að verða meistar. það hafa öll lið átt í erfiðleikum með Liverpool engir sem gera sér vonir um að sigra okkur. enda aðeins 2 leikir tapast og báðir slys af verstu gerð. á móti tottenham var ekkert hægt að gera gegn marki á síðustu mín og á móti boro var um hreinræktaðan aumingjaskap og taktista feila af hendi rafa erfiðan leik í CL. scum utd á eftir að lenda í veseni þegar giggs-scholes jafvel teves hætta. ég myndi ekki vilja treysta á gaura eins og anderson og park. þeir verða að kaupa ætli þeir að halda styrk sínum. síðan fer van der sar að leggja hönskunum fljótlega og við vitum að fergie hefur oft keypt fávita í markið sitt. þeir eiga þó foster. en scum utd á ekki að koma í veg fyrir að Liverpool geti unnið deildina. það gerum við bara sjálfir með því að klikka á því að taka þessi ,,smá” lið og vinna þau örugglega.

  4. Ég spái að Barcalona fari áfram. Ef það er eitthvað meira en frábær spilamennska í vetur sem mótiverar þetta lið þá hlýtur það vera 2-6 sigur á erkifjendum þeirra síðustu helgi. En aftur á móti getur Chelsea steindrepið skemmtilegt lið og flott spil og þeir eru með menn eins og Drogba sem getur klárað dæmið á no time.

    Ef Chelsea kemst áfram mun ég mála vegginn við hliðina á sjónvarpinu svo ég hafi eitthvað skemmtilegra að horfa á en úrslitaleikinn.

    Spá mín fyrir kvöldið er 1-4 fyrir Barcelona og Drogba mun detta 11 sinnum í grasið!

  5. Ég er nokkuð viss um að Chelsea fari áfram í kvöld.
    Tveir miðverðir Barca fjarverandi í kvöld, Puyol og Marquez.
    Held að Chelsea eigi eftir að nýta sér það og vinni á föstum leikatriðum eins og þeir gerðu gegn okkur.

  6. Eina sem ég vil í þessum leik er að dómari leiksins láti Drogba ekki komast upp með eins takta og gegn okkur, dómarinn í þeim leik setti tóninn með því að aðhafast ekkert þegar Drogba rúllaði sér inn á völlinn til að vera “meiddur”. Eftir það var ekki aftur snúið, Drogba lék sér að honum að vild.

  7. Er Madridar maður en rosalega vona ég að Barca vinni í kvöld. Nenni ekki að fara horfa á Scums vs. Che$ki annað árið í röð… Síðasti úrslitaleikur var nú ekki mikið fyrir augað.
    YBWA

  8. 4# Þú ert þá væntanlega að tala um að hann detti 11 sinnum fyrsta stundarfjórðunginn, og í 2 skipti þá rúlli hann sér inn á völlinn eftir að hafa dottið út af honum?

    En að meistaradeildinni, þá á ég mér enga ósk heitari en að Man U vinni þetta ekki. Ég bara afber það ekki að liðið vinni þessa dollu 2 ár í röð, eitthvað segir mér að ef Chelsea fer í úrslitaleikinn að þá tapi þeir ekki aftur og það sérstaklega með Hiddink í brúnni.

  9. Ég hef verið á því í þónokkurn tíma að öll bestu lið Englands í dag, Liverpool, United og Chelsea geti vel unnið þetta ofur góða sóknarlið Barca. Ensku risarnir hafa betri vörn en þeir, betri markmenn og að auki þræl samkeppnishæfa sóknarlínu (við þetta rugl sem Barca hefur).

    Ég held með Barca en ég er nokkuð viss um að Chelsea klári þá…..ekki að mér sé ekki nokkurnvegin sama, þessi keppni er ónýt í ár. Ég vona allavega meira að United vinni ekki heldur en að Barca vinni þetta……og til að United tapi tel ég líkurnar betri ef þeir fá Chelsea í úrslitum (flókið?)

    Eins held ég að Chelsea einfaldlega langi mest af þessum liðum til að vinna þetta.

    p.s. en það breytir því ekki að þetta verður ansi áhugavert í kvöld, það er auðvitað bara ósanngjarnt að annað liðið fái að hafa Messi í sínu liði og Barca getur sannarlega unnið hvaða lið sem er….og það illa.

  10. Nú þegar Arsenal hafa verið illa leiknir af United tvo leiki í röð þá er ég bjartsýnni á að þeir mæti brjálaðir til leiks þegar þessi lið mætast næst í deildinni og vinni leikinn. Það er ennþá von.

  11. Þráðrán !

    mér sýnist leikurinn við West Ham vera kl. 16.30 á laugardag en ekki kl. 14 eins og segir á forsíðunni – spurning hvort síðuhaldarar vilja uppfæra það ?

  12. ,,Ég hef verið á því í þónokkurn tíma að öll bestu lið Englands í dag, Liverpool, United og Chelsea geti vel unnið þetta ofur góða sóknarlið Barca. Ensku risarnir hafa betri vörn en þeir, betri markmenn og að auki þræl samkeppnishæfa sóknarlínu (við þetta rugl sem Barca hefur).”

    Sammála.

  13. Fowler, við sjáum ekki um að uppfæra “næsta leik” heldur er það strákur útí bæ sem sér um það. Hann les þessa síðu mikið, þannig að hann leiðréttir þetta væntanlega fljótlega.

    Svo vil ég bara biðja Barcelona um að vinna í kvöld. Ég man að ég horfði á Man United Chelsea í fyrra á bar í Wadi Musa fullum af jórdönskum Man U stuðningsmönnum. Ef að þessi lið mætast aftur, þá mun ég einfaldlega sleppa því að horfa. Ekki það að leikurinn í fyrra hafi ekki verið frábær. Ég bara nenni ekki að horfa á úrslitaleik í Meistaradeildinni þar sem að bara lið sem ég þoli ekki getur unnið.

  14. Þetta er dilemma hjá mér. Ég held með Barcelona en ég hata Man Utd. og held að Chelsea eigi meiri séns í United heldur en Barcelona.

  15. Ég var nokkurnvegin að reyna að ropa því útúr mér sem Óli segir í Nr. 15

  16. Af sömu ástæðum og þú nefnir hér í #14 Einar, þá horfði ég ekki á úrslitaleikinn í fyrra. Mun heldur ekki horfa í ár ef Chelsea og ManYoo mætast í úrslitum.

  17. Einar Örn sagði:

    „Ég held að liðið sem komist áfram í kvöld muni vinna Man U í úrslitaleiknum.“

    Þú meinar að þú vonar að liðið sem komist áfram í kvöld muni vinna Man U í úrslitunum. Við vonum það flest öll sem lesum þessa síðu held ég, en ég er alls ekki viss um að United tapi í úrslitunum. Fyrir það fyrsta hafa þeir aldrei tapað úrslitaleik í Evrópukeppni, og fyrir það annað er erfitt að telja þá ekki sigurstranglegasta eftir leikinn í gær. Þeir voru einfaldlega geðveikir, eins leiðinlegt og það er að viðurkenna það.

    Auðvitað vona ég að Barca komist áfram. Bæði af því að þá mætast einu tveir knattspyrnumennirnir í heiminum sem geta mögulega talist betri en Stevie Gerrard – C.Ron og Messi – en einnig af því að þar sem ég er nokkuð viss um að bæði lið munu sækja til sigurs í úrslitaleiknum gæti það orðið skemmtilegur leikur. Ef United mætir Barca munu þeir reyna að vinna þá fair-and-square en ef þeir mæta Chelsea verður úr algjör “grudge match” þar sem hvorugt liðið vill fá á sig fyrsta markið.

    Sem sagt, áfram Barca í kvöld og svo aftur í Róm!

  18. ég er sammála Babú varðandi Barca, núna fær Barca alvöru vörn á móti sér og auk þess þá sé ég ekki alveg hvernig þeir fara að því að verjast föstu-leikatriðunum hjá Chelsea. Ég er vissum að Chelsea kemur inn allavega einu marki eftir hornspyrnu. Það að skora 6 mörk á móti Real er frábært en Liverpool sýndi það fyrir stuttu hversu brothætt þetta real lið

    Annars vona ég heitt og innilega að Barcelona komist áfram. Ég hef samt lúmskan grun um að chelsea vinni Meistaradeildina þetta árið, það er bara eitthvað sem segir mér það

  19. Þú meinar að þú vonar að liðið sem komist áfram í kvöld muni vinna Man U í úrslitunum

    Nei, ég meina að ég held að þau muni vinna.

    Ég sá ekki leikinn í gær þar sem að kapalkerfið dó. En fyrir þann leik hafði ég ekki séð mikið til United sem gaf til kynna að þeir myndu vinna þennan úrslitaleik.

  20. Ertu að meina skemmtilegur leikur á milli Man.Utd og Barca eins og undanúrslitaleikirnir í fyrra voru KAR? Alveg handviss um að það yrði algjör skyndisóknauppbygging á spilinu hjá þeim ef þeir myndu mæta Barca í úrslitunum.

  21. Ég vil bara benda mönnum á það sem segja að Barca spila bara sóknarbolta, þá hafa þeir bara fengið á sig 28mörk, finnst það bara ágætis varnarleikur, miðað við að þeir hafa sett 100kvikindi, það er ca eins og allir leikir fari 3-1 fyrir þeim:)

  22. Hvar ætla stuðningsmenn Börsunga að hittast í kvöld? Veit það einhver?

  23. Hafiði tekið eftir því, að hárið á Malouda er alveg NÁKVÆMLEGA eins og hárið á Oompa Loompa fólkinu í (nýju) Charlie in the chocolate factory? svolítið fyndið að sjá þetta svona 😛

  24. Ég get lofað ykkur því að Guus Hiddink var að segja Ballack og Malouda að sækja rautt á Dani Alves ! Munið orð mín !

  25. Ég held hann hafi frekar verið að banna þeim að fara fram yfir miðju

  26. Ég held að Davi Alves þurfi enga sérstaka aðstoð við það að fá rautt spjald. Hann var allavegana nógu ákveðinn að ná sér í gult spjald.

    Ok, Barca, byrja svo að spila núna!

  27. Yndislegt. Terry og Lampard að tapa þriðju undanúrslitaviðureigninni.

    Ballack með fyndnasta væl seinni tíma. Og Drogba að tapa sér. SNILLD!

  28. Rættlætinu fullnægt !

    Það má segja að fótboltinn hafi unnið í kvöld. Djöfull var þetta gott á Drogba og félaga. 🙂

  29. Ég hló þegar Barca skoruðu og gat ekki hætt þegar þeir fóru að taka tvær skiptingar í uppbótartíma (sagði strax og þeir skoruðu: NÚ kemur Eiður inn á!!) og verja með höndum inni í teig, Chelsea að falla á eigin bragði. 🙂

  30. Ooooooo hvað mér er létt. Og svo plíssssssssssss plíssssssssss Barcelona.. slátra ákveðnu liði sem mig langar ekki að nefna á nafn.

  31. Úff, þetta var reyndar alveg sjúklega ósanngjarnt og ég skammast mín hálfpartinn fyrir að segja þetta en ég vorkenni Chelsea mönnum eiginlega.

    EITT skot á rammann og það liggur í netinu! Okkur leið nú ekkert vel með Arsenal leikinn um daginn þar sem fóru 4 skot á rammann og öll í netið.

    En ég er sáttur með þessi úrslit, áfram Barca!

  32. Það má alveg færa rök fyrir því að þetta hafi verið ósanngjarnt…en ég ætla ekki að gera það 🙂

    Ég held aftur á móti að Man Utd eigi mun meiri möguleika í úrslitaleiknum. Því miður.

  33. Dásamlegt,,vissulega átti Chelsea að fá víti þegar boltinn fór í höndina á Pique á 83 mín og jafnvel í uppbótartíma,,,en það gerir bara sigur Barcelona enn sætari fyrir vikið.

  34. Alveg sammála þeim sem segja að fótboltinn hafi sigrað í kvöld. Þetta Chelsea lið er samansafn af grenjuskjóðum og hrottum sem eyðileggja þá fallegu íþrótt sem knattspyrnan er!

    Essien fær hins vegar thumbs up fyrir markið sitt, það var ágætt!

  35. Ég er mikill Barca-aðdáendi en ósanngjarnari leik hef ég ekki séð. Chelsea átti að fá allaveg 1 vítaspyrnu og ekkert óeðlilegt ef að þær hefðu verið 2.

  36. Var einhver á góðum pöbb í kvöld þar sem var góð Barca stemmning? Hvar á maður að horfa á finalinn??? Hvar verður stemmningin???

  37. Ja hérna. Ég er farinn að geta andað aftur þannig að hér eru fjögur atriði:

    Númer eitt: Þetta var ósanngjarnt. Viðurkennum það bara. Ef rauða spjaldið á Abidal var harður dómur átti Chelsea á móti að fá allavega tvær vítaspyrnur í þessum leik sem hefði væntanlega þýtt Game Over fyrir Barca. Dómarinn á hér mikla sök.

    Númer tvö: Hins vegar verður að gefa Barca fullt kredit fyrir að komast í úrslit. Þeir eru einum færri, hafa ekki átt skot á mark og allt er á suðupunkti á 92. mínútu. Samt héldu þeir haus (allir nema Dani Alvés sem var hryllilega slappur í kvöld) og einhvern veginn tókst Iniesta að skrúfa þetta skot upp í þaknetið. Ég elska Andrés Iniesta.

    Númer þrjú: Chelsea-liðið á að skammast sín fyrir lætin í lok leiks. Þeir láta alltaf eins og þeir séu eina liðið sem hefur nokkurn tímann fengið rangan dóm gegn sér, í sögu mannkyns, frá upphafi tímans. Þetta er með öllu óþolandi og ef það væri eitthvað bakbein í UEFA myndu þeir skoða hegðun manna eins og Terry, Essien, Lampard og Drogba (og sennilega margra fleiri, ég náði þessu varla öllu) og það hvernig þeir reyndu að meina dómaranum að komast út af vellinum til að geta haldið áfram að rífast í honum eftir leik. Mascherano fékk strangan dóm fyrir að missa sig á Old Trafford í fyrra en samt sjáum við Chelsea-menn gera þetta aftur og aftur og aftur og aftur og aftur án þess að nokkuð sé gert. Óþolandi og enskri knattspyrnu til skammar.

    Númer fjögur: Didier Drogba. Snilldarleikmaður, leikari, stórleikari, fífl, hálfviti, asni, og núna … TAPSÁR. Hann átti þetta svo innilega skilið, helvítið. Og já, ég er að brjóta eigin reglur um skítkast hérna, hann er ÞAÐ MIKILL ASNI. 🙂

    En já, Barca – Man Utd í úrslitum. Sem þýðir að ég get horft á úrslitaleikinn í ár.

  38. hahahaha…. sjitt hlakkar mig til að heyra á Youtube á morgun, almennilega hvað Drogba var að öskra í kameruna.

  39. Dómarinn er ekki vinsælasti maður á Stamford Bridge en guð hvað þetta var gott á Chelsea

  40. Kristján Atli, þú gleymdir Ballack í upptalningunni á mönnum sem fóru gjörsamlega yfir strikið þegar hann hljóp öskrandi á eftir dómaranum eftir seinna atvikið sem hefði átt að vera vítaspyrna en mér fannst þetta rauða spjald á Abidal vera algjört bull, spurning hvort dómarinn hafi viljað bæta Barcelona það upp, hver veit.

  41. Mikið ofboðslega varð ég ánægður að sjá þetta Didier Drogba viðrini brjálast. Óheiðarlegasti leikmaður knattspyrnusögunnar á top level. Ég gjörsamlega þoli ekki manninn, hann hefur tekið verulega fram úr Kristjönu í keppninni um þann mann sem ég fyrirlít mest í boltanum.

  42. Að mínu viti þá “átti” chelsea bara að fá eitt víti, þegar Pique fékk boltann í hendina. Fannst líka rauða spjaldið á Abidal bull, gat ekki betur séð en Anelka misstigi sig eða sparkaði í hælana á sjálfum sér.

    Ég verð samt að segja að mér finnst Chelsea eiga þetta skilið að falla úr keppni, á sínum eigin heimavelli pakka þeir í vörn og þrátt fyrir að vera manni fleiri halda þeir áfram að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. Það var magnað að fylgjast með þessu það voru venjulega 6 bláar treyjur á móti 1-2 gulum treyjum við vítateigsbogann. Og já… Terry og Drogba eru líklega mest óþolandi knattspyrnumenn á jarðkringlunni (ásamt einum metrósexual gæja sem spilar með MU). Gleymdi reyndar Ashley Cole í upptalningunni á óþolandi fótboltamönnum, ekki var leiðinlegt að sjá Messi labba framhjá honum léttilega nokkrum sinnum í fyrri hálfleik.

    Ég gat síðan ekki betur séð (eða ekki séð:)) en Eiður Smári hafi ekki kunnað við að taka þátt í fagnaðarlátunum á sínum gamla heimavelli (getur svo sem verið vitleysa í mér þar sem myndavélin var á ferð og flugi en ég kom ekki auga á glókollinn)

  43. Vá hvað ég er sammála Kristjáni Atla og SSteini – Drogba er sennilega leiðinlegast og óheiðarlegast leikmaður knattspyrnusögunnar. Hversu oft hentist hann niður eins og hann væri Aaron litli Lennon eða litli maðurinn SWP ?

    Þetta er óþolandi að horfa á svona sterkan, massaðan mann detta eins og smábarn við minnstu snertingu – dómarar verða að taka á svona vitleysinum ! En góð úrslit – þó aðeins ef Barca vinnur MU.

  44. A – Byrjum á byrjuninni, hefði Liverpool fengið þessi vafaatriði á móti sér eins og Chelsea í kvöld þá yrði ég ekki viðræðuhæfur fyrr en á sunnudaginn í fyrsta lagi, þar fyrir utan fannst mér dómarinn reyndar góður í erfiðum leik og hefði ÓTRÚLEGA MIKIÐ viljað hafa haft hann þegar við spiluðum við þá. Hann féll nefninlega alls ekki í gryfju þessa ógeðslega samansafns hræsnara og leikara og dæmdi lítið fyrir þá. Hann hefur s.s. áttað sig á því að ef Drogba dettur þá er betra að dæma ekki heldur en dæma, enda ekkert á þetta í 80% tilvika….og þessi ósköp sem hann er alltaf voðalega meiddur á hinum ýmsustu stöðum, aðalsöguhetjan í Unbrakeable var hraustari en Drogba.

    B – En eins og þetta var nú pirrandi fyrir Chelsea menn þá á ég í ofsalega miklu basli með að vorkenna þeim mikið, Terry og Lampard eiga líklega skilið að vinna þessa keppni reyndar er það breytir því ekki að það er ekkert að því að sjá þá tapa í þriðja sinn í háspennu undanúrslitum. Að sjá svo Ballack tapa sér endanlega og Drogba MISSA ÞAÐ og kalla dómara disgrace var alveg til að fullkomna þetta. Æði. Ef einhver maður átti skilið að fá dómara sem dæmir ekki með sér þá var það Didier Drogba, og þessi ummæli hans eru einhver mesta hræsni sem ég hef heyrt…….jafnvel þó hann hafi eitthvað til síns máls.

    C – Mikið djöfull var þessi Dani Alves ógeðslega lélegur í þessum leik vááá. Pirraður yfir öllu sem gerðist inn á vellinum og að gera samherjana geggjaða eins og sást undir lokin. Hann náði þó einni góðri fyrirgjöf í leiknum eftir margar magnaðar……….en hún varð líka kveikjan að jöfnunarmarkinu.

    D – Eigum við eitthvað að ræða þetta mark hjá Essien…góðan og blessaðan daginn

    E – Versta við þetta er samt að ég er nokkuð smeykur um að þetta sé að falla með United, þeirra leikstíll hentar því ljómandi vel að spila við lið eins og Barca, þeir liggja og beita svakalegum skyndisóknum á ekkert svo æðislega vörn. Engu að síður massa úrslitaleikur og ágætt kannski að geta haldið af heilum hug með öðru liðinu. Þetta eru líklega bestu liðin í boltanum í dag sem eru þarna að mætast…….þó aðeins fávitar geti þrætt fyrir það að Liverpool og Chelsea séu grátlega nálægt því að vera jafngóð……….það er nánast bara lukkan sem uppá vantar.

  45. Óþol mitt gagnvart M. Ballack náði nýjum hæðum í kvöld, skíta karakter.
    Segi það sama og Kristján Atli, nú hef ég ástæðu til að horfa á úrslitaleikinn 🙂

  46. Burtséð frá úrslitunum og þeirri ánægjulegu staðreynd að Barca fara í úrslitin en ekki chelsea, ég hefði ekki geta horft á replay á úrslitaleiknum í fyrra, þá var þessi leikur góð rök fyrir því að það þarf að stórbæta dómgæsluna í knattspyrnunni í dag.

    Ég er búin að vera segja við félaga mína í langan tíma að það þurfi nauðsynlega að bæta við tvemur aðstoðardómurum í leikinn.
    Ef að ég horfi á þetta frá öðrum vallarhelmingnum þá mundi ég vilja sjá dómara á endalínuna, þá yrði línuvörður á hægri hliðinni og þessi aukadómari yrði þá á endalínunni vinstra megin við markið.
    Með þessu yrði kominn góður sjónvínkill fyrir dómarana og það ætti ekkert að fara framhjá þeim, svona svipað og er í NBA. Þar eru 3 dómarar.

    Dómari kvöldsins var að kvitta fyrir það að hann dæmi aldrei aftur stórleik, það mætti halda að hann væri með -5 í nærsyni og að hann hefði gleymt að setja í sig linsurnar fyrir leik, hann var svo skelfilegur að ég hefði geta dæmt þennan leik betur.
    Ef að ég væri Chelsealeikmaður í dag þá væri ég friggin brjálaður.
    Það má eiginlega segja að þessi leikur hafi veri knattspyrnunni til skammar og það er ALLT einum manni að kenna.
    Hvernig væri hljóðið í okkur ef að þetta hefði verið Liverpool sem að hefði fengið þessa útreyð frá dómarunum í kvöld.

    Þetta er kannski pínu þráðrán en þar sem að þetta er nú almenn umræða um CL og fótbolta þá varð ég að segja mína skoðun á þessum skandal sem átti sér stað í kvöld í evrópskri knattspyrnu á hæsta leveli.

    ps. Það var samt ekkert leiðinnlegt að sjá Drogba væla og tuða eftir leik, það fer ekkert eins mikið í taugarnar á mér eins og hann. Gjörsamlega óþolandi karakter.

  47. Mér fannst nú bara dómarinn fínn… þessi hinsvegar gerði sig að fífli eins og Ballack ofl.

  48. Jæja maður getur þá allavega horft á úrslitaleikinn í ár, klárlega tvö bestu lið evrópu í augnablikinu.

  49. Fullkomlega ósammála þér ísak með að vilja fleiri dómara. Þrír á alveg að duga og þeir eru bara partur af leiknum, mistök dómara jafna sig jafnan út yfir lengri tíma.

    Það er nógu erfitt að redda dómurum og línuvörðum í dag og ég býð ekki í það ef þeir yrðu fimm!!

    Eg vil að það sé spiluð sama tegund af fótbolta í meginatrium, hvað reglur varðar, á leik Árborgar og Ýmis í 3.deild á íslandi og er spiluð milli Chelsea og Barca í CL

  50. Síðan megum við ekki gleyma einu í þessu. Jú jú auðvitað voru ósanngjarnir dómar í þessum leik. En Chelsea átti bara að drullast til að nýta sín færi og klára leikinn. En þeir gerðu það bara ekki! Meira segja Babu hefði skorað úr færinu sem Drogba fékk og kannski með vinstri 🙂

  51. Djöfull verður maður pirraður á allri umsögn um þennan blessaða, óskemmtilega undanúrslitaleik í meistaradeildinni í ár milli Cockney Bastards og Barca. Ég bara skil ekki þessa einhliða ákvörðun og einstefnu hreinlega á dómarann varðandi tvær vítaspyrnur sem hefði geta verið hætt að dæma. OK, hann Píka kom að sjálfsögðu við boltann með höndinni og það var víti en gleyma menn ekki alveg gjafmild dómarans að reka útaf Barca leikmanninn fyrir fáránlegan leikaraskap Anelka (eða hver sem það var) á undan þessu atviki.
    Hann breytti leiknum algjörlega með þessum dómi sem var algjörlega fáránlegur og svo þegar maður fer yfir umsagninr yfir leikinn að þá er bara talað um ósanngirni í garð Chelsea (Sky Sports MJÖG hlutdrægir og hneykslanlegir með Ruud Gullit þ.á.m.).
    Ég tel að þessi leikur hafi verið frekar ömurlega leiðinlegur og þessir yfirburðir Barca hvað “possession” varðar segir í raun eitt; Chelsea spilaði til að halda hreinu. Barca á heiður skilið fyrir að klára leikinn einum færri og hætta ekki þrátt fyrir að Chelsea hafi lagt báðum liðsrútunum fyrir sitt mark.
    Ég samt er sammála því sem einhver sagði (Einar Örn minnir mig) um að Chelsea hafi átt meiri möguleika á að vinna “ónefnda” liðið í úrslitum en vona að það verði annað á teningnum þá….annars verður ólíft í þessum fjandans heimi!!

  52. eikifr…..það eru ekki allir sem misstu af þessu spjaldi, þessi þráður sem KAR linkar á er snilld að lesa 😉

    En ég er ekki sammála því að það hafi breytt leiknum algjörlega…..það breyttist ekki nokkur skapaður hlutur! Barca var með boltann og dansaði í kringum múrinn sem Chelsea setti upp.

    Þó ég hefði nú eiginlega frekar viljað Chelsea í úrslit (fyrir leik) vegna þess hversu mikið meira ég tel þá eiga í United, þá var þetta tap þeirra bara svo svakalega skemmtilegt á að horfa að ég get ekki annað en verið sáttur!!

    Líka skemmtilegra að sjá Chelski menn væla eftir tap gegn Barce heldur en ef það væri gegn United, maður nýtur þess ekki eins þannig 😉

    ……svo má nú ekki gleyma því að þetta Barca lið getur nú alveg unnið hvaða lið sem er í heiminum

  53. Ég man þegar Abel Xavier og Nuno Gomes fengu báðir 6 mánaða bann frá landsleikjaknattspyrnu fyrir svipuð skrípalæti, gegn Frökkum á Euro 2000, og Drogba og Ballack gerðu sig seka um í kvöld. Ef Uefa tekur ekki alvarlega á þessu þá er seriously eitthvað að. Það er e.t.v. í lagi að þræta stundum í dómaranum en fyrr má nú vera. Drogba sannaði það enn og aftur í kvöld að hann er fótbolta til skammar. Algjör sóun á hæfileikum.

  54. Það var stórgaman af þessu í gær 🙂

    En ég færi nú ekki mikið fram á löng bönn fyrir þetta, ég yrði sjálfur líklega settur í bann frá sjónvarpstækjum hefðum við verið að horfa á Liverpool fá svona dómgæslu!

    Dropba er fyrir löngu orðin skammarlegur blettur á enska boltanum….þetta var bara eitt kornið í viðbót.

    Og hvað Ballack varðar þá skil ég hann nú smá…enda var þetta á 94 mín í undanúrslitum CL!!! Eins hlítur bara að vera pirrandi að vera svona mikill lúser….ALLTAF Í ÖÐRU, deild, bikar og CL allt sama árið með Leverkusen, Deild og CL í fyrra með Chelski og fokkings HM í knattspyrnum með Germany (reyndar í banni í úrslitum). Þetta bara hlítur að taka á ;p

  55. Þetta er í annað skiptið sem Chelsea tapar sér útaf “dómaraskandal” eftir leik við Barca, sem síðan veldur miklum vandræðum eftir leikinn sjálfan fyrir klúbbinn en þó aðallega dómarann. Yrði ekki hissa á að sjá dómarann gera það sama og Anders Frisk gerði árið 2005. Svo ég vitni beint í grein Independent til að rifja upp fyrir mönnum:

    Sunday, 13 March 2005
    The Swedish referee at the centre of the feud between the Chelsea boss Jose Mourinho and the Barcelona coach Frank Rijkaard has quit the game after a series of threats from football hooligans, most of which are understood to have come from England.

    The Swedish referee at the centre of the feud between the Chelsea boss Jose Mourinho and the Barcelona coach Frank Rijkaard has quit the game after a series of threats from football hooligans, most of which are understood to have come from England.

    Anders Frisk, 42, a top international referee for 16 years, said: “The last few weeks have been the worst of my life. There have been threats on the phone and via emails and more usually in the post, and they’ve also affected my family. I have been afraid what these people could do to my children. For me football is the biggest sport ever, but sometimes it’s also very insignificant.”

    The first-leg clash between Chelsea and Barcelona in February ended in controversy after it was alleged Rijkaard tried to influence the match by speaking to Mr Frisk at half time. Chelsea were also angered when Mr Frisk sent off Didier Drogba early in the second half.

    He added: “Soon it’s going to become impossible to referee a Champions League match if the clubs can’t accept a defeat or a player being dismissed.”

    Enn og aftur er það síðan Drogba sem ætlar að verða center of attention í svona málum (munum líka úrslitaleikinn í fyrra), það er augljóst að heimurinn er á móti honum!!

  56. Hefur Ballack einhvern tímann unnið eitthvað? Nema líklega Þýsku deildina með Bayern?

    Hann tapaði öllu með Leverkusen sem gat unnið þrennu þremur leikjum fyrir tímabilslok, tapaði með Þýskalandi á HM, og tala ekki um Chelsea gengið hans, enginn bikar. Greyið litla.

    En Drogba ætti alveg skilið 1-3 mánaða bann. (4-12 leikir imo)

  57. 67 Babu:

    Þetta rauða spjald gerði það að verkum að Barca brotnaði ekki niður sem mörg lið hefðu jafnvel gert, sérstaklega ef mið er tekið af “tveggja-rútu” taktík þjálfara Chelsea. En réttlætið sigraði að lokum og með réttlæti meina ég fótboltinn.

  58. Verð að vera sammála um umfjöllunina um þennan leik. Hvar var gagnrýnin á þýska dómarann í fyrri leiknum þegar hann sleppti augljósasta vítinu í einvíginu? Henry togaður niður í teignum þegar hann á frítt skot á markið. Hvar var gagnrýnin á það að Ballack hefði átt að fjúka útaf í þeim leik með 2 gul spjöld?

    Hefði líklega átt að dæma víti á Pique þó að persónulega finnist mér þessar vítaspyrnur sem verið er að dæma þegar boltinn skoppar í hendi varnarmanns frekar ódýrar. En það hefði enginn getað mótmælt því ef dómarinn hefði dæmt víti þarna. Hin “stóru” dómaramistökin voru brottrekstur Abidal, hef enn ekki séð eina einustu endursýningu sem sýnir fram á að hann hafi nokkurn tímann komið við Anelka. Eina sem endursýningarnar hafa sýnt er Anelka flækjast saman með lappirnar á sér og detta um sjálfan sig. Fyrir utan það að það var ekki verið að ræna hann upplögðu marktækifæri því annar varnarmaður átti alveg séns í hann. *

    Það sem er kannski fyndið er að í bæði skiptin er það í raun sami línuvörður sem á mestu sökina á þessum ákvörðunum. Það er hann sem ætti að sjá að boltinn fór í hönd Pique því ekki gat dómarinn séð í gegnum manninn. Í brottrekstrinum spyr dómarinn línuvörðinn greinilega “Off?” og rekur síðan Abidal útaf eftir það þannig að það er línuvörðurinn sem gefur merki um að það eigi að reka hann útaf.

    Ekkert af hinum atvikunum voru víti, vissulega höfum við séð dæmt á atvik eins og lokin með Eto’o en maður sér miklu oftar að þessu sé sleppt. Enda erfitt að tala um að hann sé að gera sig breiðan og eitthvað þegar boltinn fer í handarkrikann á honum of hefði því aldrei nokkurn tímann komist í áttina að marki hvernig sem hendin á honum sneri.

    • Fyrst maður er að svekkja sig á fjölmiðlum þá verð ég að segja að ég er orðinn dáldið þreyttur á að enn einu sinni eru menn að tala um aftasta mann í sambandi við rauð spjöld á Sýn. Þegar Vidic var rekinn útaf á móti okkur á Old Trafford þá byrjaði Arnar Björns á því að segja að hann gæti ekki verið rekin útaf útaf því að hann hafi ekki verið aftastur. Geta menn sem vinna við að fjalla um þessa íþrótt ekki reynt að læra grundvallarreglurnar betur? Sérstaklega ef þeir ætla að fara að gagnrýna dómara hægri vinstri.
  59. Drogba varð sér til háborinnar skammar í gær. Hann hlýtur að fá bann, annars er verið að setja fáranlegt fordæmi í svona aðstæðum. Dómarinn átti mjög lélegan dag en hversu oft hefur maður séð það í fótbolta. Svo allt þetta bull um samsæri gegn Chelsea, please maður…. Þeir hefðu bara átt að drullast til að klára leikinn manni fleiri og Drogba hefði kannski átt að velta sér aðeins minna í grasinu…

    Svo þurfti dómarinn lögreglufylgd heim til Noregs, fáranlegt..Chelsea = tapsárasta lið í heimi

  60. Eikifr……

    Mér fannst þessi samt lýsa þessu best

    10:08pm: “I switched on 20 minutes from the end and heard a commentator say “…has been sent off,” dribbles Alex Sharkey. “For the next five minutes I sat admiring Chelsea’s resolve in defending with only ten men, before realizing it was the attacking team who were a man down. So let’s put an end to all that “Barca didn’t deserve it” nonsense right now.” It’s fair point, folks.

    …..úr snilldar minute by minute á Gaurdian 😉

  61. er einhver með tölfræðina hvað drogba lét sig detta oft í leiknum?

  62. Ef það er hægt að sanna alvarlegar hótanir Chelsea manna…aftur….á virtan dómara þá eiga þeir að spila 2-3 leiki á glatómum velli……ekki að það breyti stemmingunni á leikjum þeirra nokkurn skapaðan hlut.

  63. Það er bara staðreynd að það er munur á því að tapa með reisn og að vera tapsár. Öll stóru liðin í Evrópu hafa á undanförnum árum kynnst því að finnast dómarinn hafa gert þeim óleik með lélegri dómgæslu í stórleik þar sem mikið var undir. Brugðust okkar menn svona illa við þegar Rob Styles gaf Chelsea ruglvíti í deildarleik á Anfield í ágúst 2007? Auðvitað ekki. Brugðust Man Utd-menn svona illa við þegar þeim var neitað um klára vítaspyrnu gegn Everton í undanúrslitum FA bikarsins um daginn? Auðvitað ekki. Brugðust Börsungar svona illa við þegar þeim var neitað um víti gegn Chelsea í síðustu viku – atvik sem var ef eitthvað er augljósara víti en öll vítin í gær til samans? Auðvitað ekki.

    Það er bara staðreynd að þessi ákveðni hópur leikmanna hjá Chelsea í dag er sá sem bregst trekk í trekk svona illa við þegar dómar falla þeim í móti. Drogba missti sig í úrslitaleik CL í fyrra, og eins og var rifjað upp hér fyrir ofan gerðu þeir allt vitlaust gegn Anders Frisk þar sem Mourinho laug sökum á Frisk og Rijkaard í Meistaradeildinni fyrir þremur árum. Ashley Cole úthúðaði dómaranum í leik Chelsea og Tottenham í deildinni í fyrra, sem hratt þessari umræðu af stað og varð að vissu leyti til þess að Mascherano lenti í hörðum viðbrögðum dómara viku seinna á Old Trafford fyrir mótmæli.

    Þessi hópur leikmanna – John Terry, Ashley Cole, Didier Drogba, Michael Ballack, Michael Essien, José “sleppur við rautt þótt hann taki karatespark í bak andstæðings” Bosingwa og fleiri til – er algjört krabbamein á “Fair Play” hluta íþróttarinnar. Það þarf að sigta út þá sem hegðuðu sér verst í gær og setja þá í almennileg leikbönn. Ef fordæmið er ekki gefið núna getur UEFA alveg eins sleppt því að reyna framvegis.

    Og já, Drogba er ömurlegasti karakter í sögu enskrar knattspyrnu. Ég lýsi því hér með yfir. Að jafn mikill ógeðslegur svindlari og hann – svo mikill leikari og undirförull karakter að meira að segja hans eigin stuðningsmenn reyna ekki að verja hann – skuli voga sér að veitast að dómaranum og hrópa á samsæri eftir leik þar sem hans lið gat bara sjálfu sér um kennt að hafa fengið á sig jöfnunarmark gegn liði sem var einum færri á útivelli segir allt sem segja þarf um hans persónu.

    Viðbjóðslegur karakter. Mikið óskaplega átti hann þetta skilið í gær, sem og bannið sem hann bara hlýtur að vera dæmdur í á næstu dögum.

  64. Hvar verður alvöru Barca stemmning 27. ????

    Hvar á maður að horfa á leikinn????

  65. Vá ég veit ekki hvað ég er búinn að hlægja mikið af þessum youtube videom af ballack. Babu þetta video er snilld. en samt það mun ekkert toppa þegar maður sá þetta í nærmynd í útsendingunni í gær ég hélt ég myndi deyja þegar Ballack var við það að fara drepa greyji dómarann.

  66. Glaður, mjög glaður.

    Sérstaklega yfir því að enn er Roman ekki að takast ætlunarverk sitt, og þeir ásar sem hann á verða stöðugt eldri!

    Chelsea hefur unnið sér inn fyrir slíkri frammistöðu dómara stöðugt og endalaust í gegnum tíðina.

    Það er líka gott að lið sem reynir ekki að sækja af viti í heilar 180 mínútur í undanúrslitum CL komist ekki áfram.

    KOMA SVO BARCA!!!!!!!!!!!!!!!!

  67. Kristján Atli kom með þetta allt, ég þarf í það minnsta ekki að tjá mig meira.

  68. Ég man eftir því þegar Mascherano var rekinn útaf fyrir að sýna dómaranum vanvirðingu í leik á móti manutta, fyrst hann var rekinn útaf, hvað hefði þá verið hægt að gera í tilviki ballack og drogba, sem er by the way leiðinlegasti og lélegasti leikari sem hefur spilað í enska boltanum.
    Ég vill endilega sjá hvernig hann dettur ef hann er tæklaður almennilega. 🙂 Því hann dettur í jörðina eins og skotin Gæs af himnum ofan.

  69. Þessi respect herferð byrjaði og endaði með rauða spjaldinu á Mascherano. Skemmtilegt að segja að sú herferð fékk einmitt gífurlega athygli eftir píkuskræki Ashley Cole sem einmitt spilar fyrir Chelsea. Þvílíkt samansafn af drullusokkum held ég að eigi aldrei eftir að sjást hjá einu og sama liðinu.

  70. Það er komið nýtt nafn á heimavöll Chealsea:
    GRÉNAÐ Á GRESJUNNI

  71. Mikið er ég sammála þér Kristján Atli. Það er eins og að þetta sé eini leikurinn fyrr og síðar þar sem dómarinn hefur skitið í brækurnar með einhverjar ákvarðanir. Auðvitað hefði maður orðið verulega brjálaður ef klárar vítaspyrnur hefðu verið teknar af manni. En í þessu einvígi gleyma Chelsea menn nokkrum atriðum:

    Barca áttu að fá klárt víti (það augljósasta) í fyrri leiknum

    Ballack átti að fá rautt í fyrri leiknum

    Abidal átti aldrei að fá rautt í seinni leiknum

    Svo tala þeir um réttlæti og að þeir hafi yfirspilað Barca 🙂 Barca voru hundlélegir að mínu mati, en þeir reyndu þó að spila. Mér fannst það hreinlega fáránlegt þegar Chelsea voru manni fleiri, Á HEIMAVELLI og 1-0 yfir og þeir halda áfram að pakka bara í vörn. Nei, að mínum dómi er Barca liðið bara betra en Chelsea liðið og vona ég svo sannarlega að þeir standi uppi sem sigurvegarar í keppninni. Framkoma Chelsea manna var til háborinnar skammar eftir leikinn og eiga þeir skilið þunga refsingu. En ætli þetta blessaða UEFA drasl aumki sér ekki yfir þá og dæmi Drogba í þriggja mánaða bann sem hann tekur svo út í sumar þegar engir leikir eru.

    Drogba hefur náð því einstæða afreki að vera án nokkurs vafa óheiðarlegasti leikmaður fyrr og síðar. Það yrði sannkölluð hreinsun ef hann færi úr enska boltanum fyrir fullt og allt. Það efast enginn um gæði hans sem fótboltamanns, en þetta er mesti skítakarakter sem maður hefur séð á vellinum.

  72. Shit þetta myndband af dómaranum hlaupandi með bikarinn er eitt það fyndnasta sem ég hef séð á þessari síðu. Vá mig verkjaði ég hló svo mikið. Flottur Babu :0)

  73. HAHAHA svo er líka eins og þeir séu að hlaupa geggjað hratt og langt, því að Vodafone auglýsingi í bakgrunninn rennur í eitt og virðist vera bara langur texti sem “scrollar” framhjá… SNILLD : )

  74. Ég er búinn að vera horfa á varaliðsleikinn hjá Liverpool núna seinasta hálftímann og vinstri kantmaðurinn og Németh og Pacheco líta þoookkalega vel út !

Ferleg tölfræði

West Ham á morgun!