Það er vægt tekið til orða þegar maður segir að þessi leikur hafi verið ákaflega óspennandi svona fyrir leik! Hann er snemma á sunnudegi, það er brakandi blíða á klakanum og já eitthvað rækjusamlokufyrirtæki vann deildina endanlega í gær og gekk þar með úr skugga um að þetta er jú, leiðinleg íþrótt enn eitt árið.
Við erum þó ennþá í baráttu um annað sætið við Chelsea og því máttum við ekkert við því að hjálpa W.B.A neitt í dag þrátt fyrir að falldraugurinn hafi verið mættur í stúkuna. Benitez stillti upp nánast okkar sterkasta liði sem er svohljóðandi:
Arbeloa – Carragher – Agger – Insua
Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres
Bekkurinn: Cavalieri, Dossena, Alonso, Riera, Babel, Ngog, Skrtel.
Leikurinn var í sjálfu sér ekkert ósvipaður flestum leikjum WBA á þessu tímabili, það er ágætur kraftur í þessu liði, geta alveg spilað fótbolta og fá alveg sín færi en varnarleikurinn er svo lélegur að þeir ættu að íhuga það alvarlega að kaupa Igor Stephanovs og Björn Tore Kvarme til að styrkja vörnina, jafnvel með Josemi í bakverðinum.
En það var einmitt spaugilegur varnarleikur sem kom okkur á bragðið á 28. mínútu, guð má vita hvað Martis varnarmaður W.B.A. var að æfa með boltann, hann allavega lagði hann ágætlega fyrir fætur Steven Gerrard sem tók á rás að marki, alveg upp að svifaseinum Dean Kiely og potaði tuðrunni yfir hann og í netið. Staðan þar með orðin 0-1 og W.B.A fallið, ástæðan fyrir því gat ekki hafa komið betur í ljós heldur en í þessu marki.
Á 63. mínútu kláruðum við síðan leikinn, Gerrard fann Dirk Kuyt rétt fyrir utan vítateig, hann var of seinn að sjá hlaupið hjá Torres þannig að í stað þess að senda á hann (rangstæðan) vippaði hann sér bara til hliðar, fékk auða flugbraut fyrir hægri fótinn og smellti knettinum örugglega í hægra hornið. Átakanlegur varnarleikur hjá heimamönnum en engu að síður flott mark hjá Kuyt.
Annars fengum við nokkur ansi góð færi í leiknum og sama má reyndar segja um W.B.A. Lucas og Babel hefðu báðir átt að skora í dag og hinu megin átti Luke Moore skot í stöng.
Annað markvert var svo að Mascherano þurfti að fara af velli vegna eymsla í rassgati (eða aftan í læri)
…………og já Carragher var rétt búinn að ganga frá Arbeloa sem vogaði sér að svara fyrir sig þegar Carra var að ræða aðeins við hann á “léttu” nótnum um varnarleikinn, framlag dana í Eurovision og Kim Larsen. Það þurfti meira að segja að stíja þeim í sundur, stoppa leikinn og fá þá til að takast í hendur!!!
Niðurstaða:
0-2 sigur
Annað sætið tryggt nema Chelsea slái einhver markamet.
W.B.A því miður fallið
og EKKI RÍFA KJAFT VIÐ CARRAGHER.
Maður leiksins: Líklega bara Steven Gerrard, hann kom okkur á bragðið og var allt í öllu eins og svo oft áður.
það má svo bæta við þetta að Liverpool sló með þessum sigri sitt stigamet í premier ligue og oft hefði þessi frammistaða dugað til sigurs í deildinni,en ekki lengur. Það er reyndar með ólýkindum að vinna ekki deildina og tapa bara tveim leikjum og segir manni bara hverrsu gott lið UTD er og það sem verra er, þeir verða ekkert verri á næsta ári svo að þetta ætlar að taka lengri tíma fyrir Rafa en maður bjóst við. En verður maður ekki að segja að glasið sé hálf fullt en ekki hálf tómt og að þetta komi á næsta ári einu sinni en.
En tak fyrir þessa síðu og ég vona að hún verði hérna enþá í haust þegar deildin byrjar aftur. Þangað til megið þið allir eiga góðar stundir í sumar.
Tommi…það er nú alveg opið hérna á sumrin líka 😉
…og það er meira að segja einn leikur eftir
Sammála leikskýrslunni í öllum aðalatriðum.
Langaði samt að bæta við að mér finnst Lucas hafa vaxið töluvert í leik sínum að undanförnu og er að mínu mati að byrja að sýna okkur að hann gæti nýst okkur töluvert. Fínar sendingar, hefur mikið lagast í klaufabrotunum og í dag bjargaði hann marki með frábærum varnarleik þegar hann henti sér öxl í öxl á vítapunktinum.
En 83 stig í húsi. Ætla að gleðjast yfir því og reyna að láta rækjubændurna ekki pirra mig!
Þessi síða verður hérna í sumar og hún verður hérna í haust og næsta vetur.
Annars ágætt að menn létu ekki vonbrigðin í gær hafa áhrif á sig. Ég horfði á leikinn í rólegheitunum í dag. Þetta var ekkert til að kippa sér upp við, en það er ágætt að menn ætla að klára þetta tímabil með sæmd.
hvað er þetta með Torres þvílíkt óstuð á manninum mér fannst hann lélegur í leiknum
er það ég eða var smettið á Carragher rauðara en búningurinn??
Hvað segið þið var Carra eitthvað að skamma Arbeloa?
næsta season er alveg opin bók. scum utd er engin áskrifandi að titlinum.
lið þurfa að hætta að virða þá svona og sækja á þá. sérstaklega þegar þeir eru
með laskað lið eða menn í meiðslum. við sýndum að það er vel hægt að vinna
þá og það verður gert aftur.
Var ekki Agger í byrjunarliðinu í dag en ekki Skrtel?
Jú, auðvitað Gísli – ég er búinn að breyta þessu. Takk.
Kuyt var líka að spila vel og kemur til greina sem maður leiksins hjá mér allavegna. En hvað er þetta með Riera maður sér hann ekkert lengur. Á að selja hann?
Eftir þetta síson (náttúrlega ekki lokið en samt hálfvegis) þá verð ég að viðureknna að ég er sáttur við árangurinn. Þegar Houllier fór og Rafa tók við voru við með leikmenn á borð við Biscan, Diouf, Riise (skil ekki hvað það tók okkur langan tíma að losna við hann) og hálfgert markmið að vinna alla leiki með einu marki, sem að sjálfsögðu tókst ekki. Inná milli voru að sjálfsögðu fínir leikmenn fyrir utan usual suspects voru Hamann og Hyypia með betri kaupum Houllier. Endalausir nýjir Zidanar litu dagsins ljós og maður vissi einhvernveginn ekki hvort verið væri að reka eina heilstæða stefnu fyrir klúbbinn eða ekki.
Ég viðurkenni að ég var hundfúll þegar Benitez tók við. Jafntefli eða töp í deildinni fyrir liðum sem við “ættum að vinna” var ekki til að auka á ánægjuna. Hinsvegar hefur þetta síson breytt skoðun minni algjörlega á kappanum. Í fyrsta sinn í langan tíma sér maður hóp vera að myndast hjá Liverpool sem virkilega gæti unnið deildina. Nýjir leikmenn eru að skila því sem við var búist og aðrir leikmenn eru greinilega að bæta sinn leik. Það er greinilegt að kallinn veit hvað hann er að gera með hópinn og ef þetta heldur svona áfram þá er það bara tímaspursmál (plís á næsta ári 🙂 hvernær við náum aftur að taka deildina. Ég vona að þetta komist á einhvern hátt til skila en ef og þá meina ég ef kallinn heldur áfram á þessari braut þá verðurm við f…. unstoppable. Áfram LFC og You never walk alone!
hugsið ykkur samt að ef það liverpool hafðu unnið 2 leiki af þessum 11 jafnteflum í vetur þá værum við á toppnum með 87 stig og með betri markatölu en united! maður hugsar strax um leikinn gegn stoke, þegar það var dæmt af okkur löglegt mark og 4-4 jafnteflið gegn arsenal, leikur sem við áttum að vinna en 3 einstaklingsmistakir urðu til þess að við misstum af 2 dýrmætum stigum!
Jamie reiddist við Alvaro eftir að hann sjálfur komst á síðustu stundu fyrir skot frá leikmanni W.B.A. Jamie fannst Alvaro vera full lengi að koma til varnar og hundskammaði Spánverjann. Jamie hafði þetta að segja um atvikið eftir leikinn.
“Við getum ekki lengur unnið titilinn en við getum enn náð nokkrum takmörkum. Við vildum halda hreinu því okkur langar til að Pepe eigi möguleika á að vinna Gullhanskann þriðju leiktíðina í röð. Pepe er núna einum leik á eftir Van der Sar. Það er á hinn bóginn ekki víst að Van der Sar spili í næstu viku og þess vegna vildum við halda hreinu í dag.”
ooog video: http://www.youtube.com/watch?v=vWcJQiJCBxU
(ég missti af leiknum og var mikið að spá í hvaða umræður þetta væru um Carra og Arbeloa svo ég ákvað að skutla þessu hér inn þegar ég var búin að kynna mér það, annars er textinn frá http://liverpool.is/News/Item/12595 – get vel hugsað mér að það sé undirliggjandi reiði ennþá eftir einstaklingsmistök Arbeola gegn Arsenal hér um daginn.. ? )
Carra á engan rétt til að vera reiður Arbeloa útaf Arsenal leiknum. Hann t.d. gerði sjálfsmark vs. Tottenham og Hull er það ekki sem kostuðu okkur stig?
Það er athyglisvert við árangur United að ef við tökum bara topp 8 í deildinni þá eru þeir að ég held með 20 stig af 42 mögulegum en gegn neðri 12 liðunum hafa þeir náð sér í 67 stig af 69 mögulegum og þessi 2 töpuðu stig komu í fyrsta leik tímabilsins! Það er náttúrulega algjörlega fáránlegt að þeir tapi ekki einu stigi í 22 leikjum í röð gegn “lélegri” liðunum og eitthvað sem þeir munu klárlega ekki endurtaka á næsta tímabili, hinsvegar má búast við þeim sterkari í viðureignunum við toppliðin.
Staðreyndir tala sínu máli!
Man Utd er meistari og maður verður að sætta sig við það. Það er ekki nóg að hala inn 16 stig af 18 mögulegum gegn topp 4 liðunum. Jafnteflin í haust og í janúar reyndust liðinu dýrkeypt, sérstaklega töpuðu stigin á Anfield. Þegar uppi er staðið þá kostaði það liðið titilinn í ár. Vissulega spilar einhver heppni þarna inní líka og lukkudísirnar dönsuðu svo sannarlega ekki með liðinu í vetur eins og á móti Middlesboro, Arsenal og Stoke á meðan Man Utd var að klára sína leiki á síðustu andartökunum.
Enginn titill í ár, en það verður fróðlegt að sjá hvernig Liverpool liðið mætir mannað til leiks á næsta ári. Ég á ekki von á neinum stórbreytingum en gæti trúað að það yrði keyptur hægri bakvörður og senter. Það er því miður ekki hægt að stóla á að Torres og Gerrard gangi heilir til skógar í 38 leiki á næsta ári.
Þegar árangur ársins er metinn þá held ég að menn geti vel við unað 83 stig, jafnvel 86 stig og aðeins tveir tapleikir. Venjulega hefur slíkt dugað til sigurs í deildinni. Nú er bara að vona að menn mæti tvíefldir til leiks á næsta tímabili og mæti mótiveraðir í alla leiki frá byrjun, meðvitaðir um það að jafntefli gegn “smáliðum” geta reynst ansi dýrkeypt þegar uppi er staðið.
Pirringinn hjá Carra í dag held ég að megi skýra á því að hafa misst af eina titlinum sem hann á eftir að vinna með Liverpool. Carra er leikmaður sem er rauður í gegn og svíður ekkert meira en að sjá Utd hampa titlinum enn eitt árið. Ömurleg mistök Arbeloa gegn Arsenal sitja eflaust í honum. Ég er fullviss um að Arbeloa hafi sofið vel nóttina fyrir leikinn í dag á meðan Carra hafi legið andvaka alla nóttina pirraður yfir úrslitum Utd á laugardeginum.
Mér finnst gott að sjá að okkar menn ætla sér að berjast til loka leiktíðar, ef ekki fyrir titilinn þá bara til að setja hin ýmsu met 🙂
Góður karakter sem mun brýna menn til að gera betur á næsta tímabili, ekki nokkur spurning 🙂
Hvaða rugl er þetta í númer 17, að bera saman metnað leikmanna. Auðvitað vill Arbeloa alveg vinna deildina jafn mikið og Carra, og hvað þá hjálpa Carra við að vinna hana fyrir uppeldisklúbbinn hans. Þetta er bara þvæla og þú veist það. Lið og leikmenn gera mistök og that’s it. Arbeloa var bara svo óheppinn að gera sín akkkúrat í sama leiknum og Aurelio og Masch toku sín líka út. Carra hefur nú líka sett nokkur sjálfsmörkin, veit ekki alveg hvaða væll þetta var í honum. Þetta er líka einmitt ástæðan fyrir því að ég hef alltaf sagt að hann sé ekki sami fyrirliðinn og Gerrard. Fyrirliðar eiga ekki að lenda í slag við samherja. Punktur. Arbeloa hefur mér svo fundist vera einn af jafnbestu mönnum liðsins, og fyrir leikmann í silfurliði í EPL er það ekkert til að skammast sín fyrir.
Annars flottur árangur hjá Liverpool í vetur og við megum vel við una. Sérstaklega þegar tekið er mið af öllu sem gengið hefur á. Vandamál lekið í fjölmiðla, Robbie Keane, eigendurnir að gera það sem þeir gera og Rafa einn á móti heiminum. Bætingin er rosaleg og ekki annað hægt að segja en að næsta tímabil líti vel út. Kaupa þarf hægri bakvörð og mann eins og Silva sem getur leikið allar stöðurnar fram á við. Striker finnst mér ólíklegt að verði keyptur, einfaldlega vegna þess hvernig Rafa spilar. Vil líka sjá Ngog halda áfram að fá sénsa og Nemeth bætast í þann hóp. Svo erum við líka með sennilega besta “holustriker” i´heiminum í Steven Gerrard. Svo að möguleikarnir eru vel fyrir hendi
Jæja drengir þá ert þetta á hreynu eins og ég sagði fyrir löngu. ENGINN TITILL!!! Óánægja mín með Benitez breytist ekkert þó að við lendum í öðru sæti. Það man enginn eftir 2. sæti. En við verðum víst að sitja uppi með Benitez og vona að hann vinni einhverja titla á næstu leiktíð. Mér finnst það verða hans síðasti séns og vona ég að aðrir Púllarar séu mér sammála. Gott að láta King Kenny Daglhis anda ofaní hálsmálið á honum.
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!
Þetta var nú samt ekki á hreinu fyrr en í næst síðustu umferðinni. Það hefur ekki gerst í c.a. 20 ár. Á þeim tíma hafa þó nokkrir þjálfarar spreytt sig og enginn náð betri árangri. Er þá svarið að reka þjálfarann? Þess einstrengingslega afstaða þín gegn knattspyrnustjóra Liverpool er til þess eins falli að skapa neiðkvæða umræðu og er því orðin frekar þreytt.
Daglhis? Er þetta ekki brot sem varðar við lög?
Andleysi og ekkert leikskipulag.
Þrátt fyrir það að hafa sendt WBA niður og vera búinn að vinna 9 af 10 leikjum, þá er það samt sárt því við vorum efstir um áramót. Svo lentum við í meislum með Gerrard og Torres. Jafntefli og vessen þegar við hefðum geta haldið höfði.
Mér finnst:
1.- Rafa ekki geta sagt að penningarnir hafi áhrif, þegar hann fjárfelsti fyrir næstum jafn háar upphæðir. (það má vel vera að Utd. geti boðið þeim betri samninga)
2.- að þetta sé meiðslum Gerrard og Torres að kenna..
3.- að Liverpool sé með besta liðið, Þótt mín skoðun er sú að Rafa getur gert ótrúlega hluti úr ekki betri hóp en þann sem við höfum.
Munurinn er þessi að það hefur ekkert komið upp úr akademínunni sem vit hefur verið í. Meðan Felguson hefur verið að tína fram hvert ungstrynið á eftir öðru.
Einnig finnst mér ekki heimavöllurinn vera búinn að vera nógu sterkur hjá okkur, Anfield sem er ein mesta ljónagryfja Englands. Samt erum við að tapa Meistaradeildinni og gera aula jafntefli.
Vona bara að framtíðin betri hluti og við tökum annað sæti með það í huga að taka það fyrsta að ári liðnu.
YNWA
Ja hérna Magnús 🙂
Framherji, hver eru öll þessi ungstyrni sem Sirinn hefur verið að presentera í röðum?
Sælir félagar
Það er nú þannig!!!
YNWA
Djöfull var þetta lákúrulegt að sjá Carra haga sér eins og fífl í gær, þetta undirstrikar að það er ekki alveg í lagi með hann og ég vona svo sannarlega að hann verði miðvörður nr:3 á eftir Agger og Skrtel á næsta tímabili og þá komi loksins aftur hið glæsilega og fágaða yfirbragð á vörnina líkt og fyrir MÖRGUM árum, ekki misskilja mig Carra er baráttu ljón og var fínn á móti liðum eins og Barca þar sem við lágum í vörn og spörkum boltanum frá okkur eins fljótt og íslenska landsliðið (á góðum degi :-)) Enn sérstaklega á þessu tímabili finnst mér okkur hafað vantað betur spilandi miðvörð sem er þó ekki nema jafn hættulegur við mark andstæðingana og sitt eigið!!! Það er bara kominn tími á Carra og hann undistrikaði það sjálfur með ótrúlega óíþróttlegri framkomu gagnvart liðsfélaga í gær (sem er kannski skiljanleg í utandeild þar sem bjórþyrstir fitubelgir spila í 0% formi og halda að þeir séu miklu betri en allir í liðunu!) Kannski eru einhverjir ósammála mér og vilja hafa hann áfram sem miðvörð nr:1 því hann er “meiri” púllari en allir hinir leikmennirnir (nema kannski Gerrard) en ég segi að hans tími sé að lokum kominn því við sýndum það í ár að við erum að mestu hættir að liggja í skotgröfunum eins og fyrri ár, því finnst mér liðið vera að vaxa og þroskast á yndislegan hátt en því miður er það kannski að vaxa of hratt fyrir Carra og nú er kominn sá tímapunktur að menn með meiri tækni og leikskilning taki við hans stöðu.
Ósammála Atla í einu og öllu.
Ungstirnin í Manchester eru til dæmis John O’Shea og Fletcher, engar stjörnur en menn sem gera alveg helling fyrir liðið.
atli, carragher er án vafa besti hlekkurinn í vörn okkar sem reindar mætti vera betri þegar sókin er að gera eithvað (eins og t.d í lfc – arsenal) en þið hafið öll sömul lesið afhverju hann reiddist, gerði þetta bara fyrir hann reina okkar. og ef han carra okkar verður nr. 3 næsta season þá veit mar ekki hvað. og arbeloa var bara að hugsa, ” ahh, við erum að vinna, eitt mark gerir ekkert” það var eins og hann var ekki að nenna þessu!
Afsakið, smá þráðrán.
Hérna er rúmlega mánaðar gamalt skemmtilegt viðtal sem Guillem Balague tók við Rafa um klúbbinn og framtíðina ofl. Ath viðtalið byrjar á 16:30mín
http://link.brightcove.com/services/player/bcpid958992159?bctid=19538513001
Það verð ég nú að segja að Magnús (20) reynir að koma þessari skoðun sinni á framfæri í nánast hverri færslu hér og það vita allir þessa skoðun. Það hefur hver og einn sína skoðun en persónulega er ég engann veginn (0%) á sömu skoðun.
Liverpool eru að spila besta fótboltann nú og hafa gert það mest allt tímabilið. Aðeins ef Gerrard & Torres hefðu verið með allt árið…., og litlu liðin hefðu verið kláruð á Anfield…..
Einnig er ég sammála Atla (26) um að framkoma Carra hafi verið óheppileg þó ég telji það ekki tengjast hvort hann sé miðvörður 1, 2 eða 3.
Síðan hef ég áður sagt og segi enn – það er ekki hægt að bera saman innkaup Rafa við Ferguson þó fjárhæðir séu svipaðar síðustu ár – Ferguson hafði sterkan grunn leikmanna hjá MU þegar Rafa kom og hefur bætt við heimsklassa mönnum á hverju ári síðan (nær allir dýrari en næst dýrasti maður Liverpool) á meðan Rafa hefur verið að byggja upp og losa sig við draslið sem kom frá Húlla (diouf, cheyrou, diao, riise, og miklu fleiri).
Samanburðurinn er því ekki sanngjarn, eins og að leggja saman 2 epli og 2 appelsínur og fá fjóra banana !
Algjörlega sammála 31, við erum að sjá móta fyrir virkilega góðum grunni hjá Liverpool núna. Það þyrfti eitthvað meiriháttar klúður í áherslum eða leikmannamálum í sumar til að við værum ekki virkilega sterkir í baráttunni aftur á næsta tímabili.
Sammála 31, og svo má bæta við að keane var ekki að gera það sem við vonuðumst eftir, sérstaklega þegar að Torres var meiddur. Ég held að við verðum bara þrumu góðir á næsta tímabili.
Viva la Rafalution
Ég var mjög ánægður með Carra, í því tilefni ætla ég að prenta bol:
http://www.himmi.com/
Sælir félagar!
Ég vil nú byrja á því að óska Púllurum nær og fjar til hamingju með tímabilið. Í mínum huga tók liðið stórstígum framförum og var í baráttunni allt til enda tímabilsins. Ég bað um það eitt í upphafi tímabilsins og varð að ósk minni.
Titlarnir koma – það er engin spurning – og eigum við ekki að segja að ef nokkur skot hefðu endað stöngin inn – en ekki út – þá hefðu titlarnir komið þetta tímabilið. Guð og lukkan kannski ekki alveg í takt við getu liðsins. Það kemur.
Ég vil svo þakka síðuhöfundum fyrir yndislega síðu og vonandi verður hún jafn öflug áfram og hingað til. Hún er fastur punktur í tilveru minni hvort sem ég nenni að leggja orð í belg eða ekki. Það að kíkja inn á sömu síðuna nánast daglega af 36 ára gömlum manni er kannski hálf galið en vandaðri umfjöllun um liðið manns er ekki annars staðar að finna.
Það væri svo gaman ef pistlahöfundar gætu enn á ný tekið saman lista yfir hugsanleg kaup sumarsins. Ég hef ekkert heyrt lengi á meðan hinir og þessir eru orðaðir við liðin í kringum okkur. Geri mér vonir um stór innkaup í sumar og bendi á það að við keyptum ekkert í janúarglugganum heldur skiluðum.
Áfram svo Liverpool!