Núna þegar deildin er búinn þarf víst að gera upp Draumaliðsleikinn en þar sem ég vann ekki þá hef ég engann áhuga á því :)! En úrslitin eru ljós og sá sem var hlutskarpastur var Reynir Berg Þorvaldsson með liði Lens? og fékk hann heil 2222 stig í keppninni. Hann var tæplega 200 stigum á undan næsta mannig og því vel að sigrinum kominn.
Hvað varðar okkur sem skrifum á þessa síðu þá urðu úrslitin þessi:
SSteinn varð í 38 sæti með 1878 stig.
Magnús Þór varð í 45 sæti með 1865 stig.
Undirritaður varð í 65 sæti með 1824 stig.
EÖE varð í 202 sæti með 1558 stig.
Olli varð í 215 sæti með 1515 stig.
Babu varð í 230 sæti með 1459 stig.
Ótrúlegt en satt þá varð SSteinn efstur okkar en það sem er minna ótrúlegt er að Babu varð neðstur 🙂
Ég segi það og stend ekki við það……KAR spilaði sem Babu í ár.
Ég tók ekkert þátt í svona asnalegum leik!
:p
(Annars bætti ég held ég metið mitt í að hætta snemma að spá í þessu)
Enn og aftur kemur það vel í ljós hver af pennunum hérna hefur mesta hæfileikana í framkvæmdastjórastöðu 😉
Þetta ætti ekkert að koma þér á óvart Aggi minn, það sama var uppi á teningnum á síðasta ári
Það verður mikið unnið í að grafa upp hvar þessi 13 stig liggja, ég tel í dag líklegast að mistök mín að kaupa Hemma Hreiðars í haust hafi kostað mig sigurinn.
Ekki það að ég ætli að segja Hemma það sjálfur……..
Þetta var öruggt allan tímann Maggi minn 😉
Djöfulsins snillingur hlýtur þessi Reynir Berg að vera. Ef við skoðum listan yfir efstu menn á Íslandi er hann líka lang efstur þar eða 68 stigum yfir næsta mann. Yfir heiminn er hann svo í 50 sæti einungis 42 stigum á eftir efsta manni sem verður að teljast frábær árangur.
Spurning hvort að Benitez fái hann ekki bara í þjálfarateamið fyrir næsta season;)
Já, þetta er magnaður árangur hjá honum.
Hann fær að verðlaunum gjafabréf hjá Serrano, einsog var lofað þegar við settum upp keppnina.
ég á ekki eitt aukatekið orð. það að steini vinur minn standi uppi sem sigurvegari af okkur pennanum verður að teljast ekkert minna en hneyksli, ég er gáttaður