Barry seldur frá Villa!

…til Manchester City. Lýsi ég hér með langdregnustu og leiðinlegustu transfer frétt seinni ára formlega lokið.

Við óskum Barry velfarnaðar í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

35 Comments

  1. vá hvað ég er sáttur með þetta , hefur aldrei hrífið mig þessi leikmaður.
    og já , gl í cl .

  2. Ja hérna. Þetta tók ekki langan tíma … og er um leið mjög skrýtið. Hann tíundaði Meistaradeildina til sem ástæðu þess að vilja yfirgefa Villa fyrir Liverpool í fyrra. Aston Villa náðu ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti í vetur en voru næst allra liða utan fjögurra stóru að ná því. Þeir verða hins vegar í Evrópudeildinni nýju, en Man City ekki að mér skilst.

    Ákvað hann að þiggja rosalegan launapakka Man City í stað þess að bíða eftir Liverpool, Arsenal eða Chelsea sem höfðu öll verið orðuð við áhuga á honum í sumar? Ef svo er þá er hann pottþétt ekki sá síðasti, né sá fyrsti, sem mun gera það.

    Skrýtið. Mjög skrýtið. Ef Alonso er að fara frá okkur eftir allt saman, og Barry er út úr myndinni, hvað er Rafa þá að hugsa sér varðandi staðgengil fyrir Alonso á miðjunni? Hvern mun hann kaupa?

  3. Kristján Atli, Everton voru nær. Villa skitu allhressilega uppá bak frá febrúar og onwards. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að City voru 6 sætum og 22 stigum frá CL.

    Og Alonso fer ekki. Ég bara trúi því ekki.

  4. skil ekki Barry að fara til City. hann hefði getað beðið í tvær vikur í enn og kominn í lið í topp 6. En frekar að fara í peningana og spil með mönnum sem allir tala sitthvort tungumálið. Og plús það að hann getur ekki neitt….

  5. Guði sé lof að þetta mál er úr sögunni.
    Vildi ekki sjá Barry í Rauðu treyjunni fyrir þá upphæð sem nefnd var í fyrra.

  6. Javi Martinez hugsanlega.

    Svo voru Arsenal aðdáendur að kalla A.Cole = Cashley Cunt.
    Hvaða orð er þá hægt að nota um Gareth Barry?

    The Greedy Barfly?

    (Vísun í Mickey Rourke, gaur sem hafði séns á að meika það meðal stóru strákanna en þorði ekki meðan hann var ungur. Verst fyrir Barry að þetta var hans allra síðasti séns)

  7. Það góða er að nú þurfum við ekki að lesa um Gareth Barry næstu 2 mánuði. Málið er úr sögunni!

    Skrítið ákvörðun hjá Barry. Getur verið að hann hafi verið búinn að fá þau skilaboð úr herbúðum Liverpool að þjónustu hans væri ekki óskað?

  8. Barry var nú boðin launahækkun hjá Villa, það munar held ég ekki svo miklu á því og því sem hann fær hjá City. Þetta er svolítið einkennilegt move.

  9. Hvað sem öðru líður er ég hæstánægður með þessa ákvörðun Barrys, hann er ekki rétti maðurinn fyrir Liverpool.

  10. Sáttur að umræðan um Barry sé lokið. Það sem Liverpool þarf er tvo hemsklassa-leikmenn. Miðju/sóknarmann og hægri bakvörð. Líst best á Silva og Johnsson.

  11. Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir 🙂
    Nú er maður laus undan þeim möguleika að hann kæmi til Liverpool og ennfremur held ég að þetta minnki líkurnar á því að Alonso fari frá Liverpool, sem eru auðvitað enn betri fréttir 🙂
    En hvernig er það, opnar ekki félagaskipta glugginn í Júlí?
    Ég hélt það allavega og þess vegna er ég ekki alveg að fatta svona gjörninga :/

  12. Jú glugginn opnar ekki fyrr en 1 júli en það er hægt að ganga frá kaupum allt árið virðist vera, en leikmenn ekki löglegir nema eftir 1 júli.

    Góðu fréttirnar við þetta Barry mál eru vissulega að við höldum vonandi Alonso enda er hann mun betri leikmaður en Barry mun nokkurn tímann dreyma um að vera.

  13. Ég held að aðgerðir Rafa Benitez, eða öllu heldur the lack there of, hafi verið skýr skilaboð til Alonso: við leggjum ekki einu sinni boð í okkar helsta target síðasta tímabils, við viljum hafa þig áfram.

    Einnig skil ég Barry ágætlega. Hann átti aldrei möguleika að verða lykilmaður hjá LFC, $FC og Arsenal. Hann hefur greinilega talið að hann hafi náð eins langt og hann getur með Villa og getur núna fengið að spila þar sem hann vill (var spilað úr stöðu hjá Villa útaf litlum hóp og með LFC, let’s face it hann væri að spila fyrir Rafa 😀 ) með City og fengið mikið borgað fyrir það. Með almennilegan stjóra og nokkur signing sem hafa meiri áhuga á spila fótbolta (Eru með Dunne, Given, Ireland, Barry og fleiri svona baráttuhunda, sem eru hungraðir í velgengni) en að sjá launaseðil í lok mánaðarins (of margir til að nefna).

  14. Menn verða að muna að með Alonso dæmið snýst þetta ekkert um það sem Rafa vill. Það þýðir ekkert að tala um “vonandi selur Rafa hann ekki” og eitthvað svona. Ef Alonso vill fara, þá mun Rafa ekki standa í vegi fyrir honum. Rafa selur hann ekki. Alonso fer þá og mun þá væntanlega koma með bréf á heimasíðuna þar sem hann óskar þess að verða seldur. Þá verður reyndar væntanlega komið samkomulag við Real Madrid og hann mun aldrei fara til annars félags innan England.

    Það er staðan og það er alveg ljóst. Alonso hefur nú tækifæri á að spila með Real Madrid í heimalandi sínu. Það er ekkert víst að það tækifæri komi aftur. Hann er búinn að þjóna Liverpool vel í fimm ár og kannski finnst honum tími til kominn að snúa aftur heim, meðan hann er enn á besta aldri.

  15. Það er talað um að hann fái 130þúsund pund á viku! Ætla City að drepa leikinn eins og hann leggur sig! Og þvílíkur metnaður hjá Barry!

  16. Þetta finnst mér vera MJÖG góðar fréttir því nú tl ég nokkuð öruggt að Alonso fari ekki fet. Barry hefði aldrei nokkurn tíman náð að fylla skarð Alonso ef hann færi PUNKTUR

  17. Barry er bara ekki nógu góður leikmaður fyrir okkur. Hann myndi ekki toppa neitt sem við höfum nú þegar(alonso). það er auðvelt að vera stór fiskur í lítilli tjörn en venjulegur fiskur í stórri tjörn. Þessi gaur hefði aldrei verið fastur í byrjunarliði hjá LFC. Það mætti hafa hann í liðinu en þá mætti ekki borga meira en svona 10-12 millur fyrir hann og launapakkinn væri kannski svipaður og hjá Benayoun. Við munum fá top class spilara til okkar og hann mun bæta okkur. það er það sem þarf.

  18. hmm… til þess að ég segi eitthvað jákvætt um ákvörðunina frá sjónarhóli Gareth Barry, þá held ég að það sé gríðarlega skemmtilegt project að fara í gang hjá City, og það er alveg örugglega ekki leiðinlegt að vera lykilmaður í því.
    Svo verður hann líka í starting eleven allt næsta season, sem að er eitthvað sem að Capello horfir til, næsta season er World Cup year, megum ekki gleyma því.

  19. Hahahah, metnaðarlaus ákvörðun hjá Barry. Ég vildi aldrei fá hann til Liverpool og því er maður bara sáttur. Eins og Abba sungu um árið, “money, money, money…must be funny, in a rich man’s world”. Ekkert nema peningarnir.

  20. Það eitt að Barry skuli vilja fara til City fremur en Liverpool sýnir að hann hefði ekki verið rétti maðurinn fyrir Liverpool.

    Hann skortir þá greinilega þann metnað sem til þarf og hefði sjálfsagt endað sem miðlungsleikmaður sem kæmi inn á í nokkrum leikjum á ári sbr. Pennant, Crouch, Keane o.fl. Hann hefði fengið sín tækifæri en nýtt þau illa.

  21. Menn tala eins og Barryr hafi verið að velja City í stað Liverpool…..

    Liverpool var ekkert inní myndinni í þetta skiptið, einu liðin sem hafa verið í umræðunni eru City og Arsenal.

  22. Er alveg brjálaður út af þessu, sýnir enn fullkomið getuleysi Rick Parry í leikmannamálum. Þetta tók ekki langan tíma eftir allt!!!

    Menn hér tala um að þetta þýði að Alonso verði áfram. Mikið vona ég það, en ég tel meira en 90% líkur á því að Xabi sé að fara til Spánar og Real Madrid. Það byggi ég á tvennu, annars vegar nýjum forseta Real, Florentino Perez sem er galdramaður í leikmannakaupum, kaup hans á Luis Figo t.d. eru sennilega þau svakalegustu í sögunni, svipuð því að Gerrard færi til United. Perez vill vera með spænskan kjarna í liðinu sínu og sér Xabi sem lykilmann skv. Balague, sem hingað til hefur vitað hvað hann er að segja.

    Hins vegar er þögn Xabi orðin löng. Hann hefur ekkert gert til að lýsa því klárt yfir að hann verði áfram á Anfield, og við skulum átta okkur á því að hann veit að þjálfarinn hefur aldrei skipað leikmanni að vera sem vill fara. Innan skamms tel ég að hann biðji um að fá að fara frá Liverpool og það mun hann fá.

    Og hvað þá? Nýjasta í stöðunni er að Mascherano er nú sá eftirsóttasti í bransanum, þannig að miðjan hjá okkur er nú eilítið undir hamrinum!

    Nokkrir tala enn um að setja bara Gerrard á miðjuna. Það tel ég það heimskasta í heimi, og treysti því reyndar fullkomlega að Rafa hlusti ekki á þá dellu. Bendi bara á frammistöðu hans sem miðjumaður Englands annars vegar og Liverpool hins vegar. Það að láta Gerrard verjast eins og miðjumann dregur úr honum sóknartennurnar, sem eru þær tennur sem gera hann að besta leikmanni í heimi, betri en Kaka, Xavi eða Iniesta.

    Eftir stendur að innan skamms tel ég líklegt að miðjumennirnir okkar verði Mascherano og Lucas….

    Það finnst allavega mér óásættanlegt og tel þá líklegt að nú sé verið að leita að tveimur miðjumönnum.

    Fyrir utan það að Steven Gerrard er án vafa vonsviknari en orð fá á gert, því eins og allir lásu í gær var Gareth Barry sá leikmaður sem hann vildi mest sá, út frá því sem hann hefur þekkt með enska landsliðinu.

    Og svo er ljóst að City verða alvöru leikmenn á markaðinum í sumar, sem mér finnst afar, afar, afar slæmt. Mun þýða það að hærri verð og hærri laun verða þörf!

    Svo er Arabi búinn að kaupa Portsmouth og Glen Johnson ekki á leiðinni heldur.

    Er VERULEGA ósáttur í dag!!!

  23. Ég hálfvorkenni Barry nú, fannst eins og hann langaði virkilega að koma síðasta sumar en hafi verið sannfærður af O’Neill um að vera áfram eitt ár og sjá hvort Villa gæti náð meistaradeildarsæti, annars mætti hann fara.
    Núna hins vegar sé bara ekki pláss fyrir hann á Anfield. Ef hann vill breyta til er ekkert galið að fara til City, þeir verða með skemmtilegt lið á næstu leiktíð.

  24. p.s. Bary-ævintýrið er nú varla upp í nös á ketti miðað við fíaskókið kringum Ronaldo. Megi það halda sem lengst áfram.

  25. Ég er ansi sáttur við að losna við þessa leiðinda umræðu. Kaup á Barry hefðu verið titluð mjög vond eftir 3-4 ár. Hann er bara ekki nógu góður. Nú er bara að vona að Xabi fari ekki!

  26. Ég er sammála Magga og Babú um það að Xabi þurfi að fara að æla því út úr sér hvað hann ætlar að gera, þögnin er ekki að gera gott mót. Eitthvað segir mér að leikmenn á borð við Gerrard, Torres, Kuyt og Agger hefðu ekki skrifað undir nema að þeim lítist vel á það sem er framundan og að þeim hafi verið lofað að leikmenn yrðu ekki seldir…..eða hvað?

  27. Erum við samt ekki að gleyma dálítið stórum bita?
    Er ekki barry og johnson bestu ensku mennirnir sem okkur vanntar,, er ekki CL alltaf að verða strengri og strengri um að X margir leikmenn þurfa að vera frá landi sins liðs?
    Ef það er málið að okkur vannti fleiri enska, þá erum við fuckt, því mig langar hvorki i Crouch né pennant…

  28. Síðan hvenær hefur Balague vitað hvað hann er að segja Maggi? Ég hef séð marga slæma blaðamenn og Balague toppar þá alla. Þú hefur væntanlega séð heimasíðuna hans? Ekkert annað en eitt stórt auglýsingaskilti. Hlustaðu frekar á Sid Lowe ef þú vilt fá ensk-spænska vinkilinn á hlutina. Hann er líka Liverpool-maður svo þú getur verið rólegur.

    Annars er ég sammála þér, Alonso virðist vera á heimleið, enda það rétta í stöðunni. Hann er sem stendur langt frá því að vera byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu, landsliði sem á sitt besta tækifæri frá upphafi í að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hvar fær hann betra tækifæri til að sanna sig en í nýju stjörnuliði Real Madrid? Hann bara verður að grípa tækifærið núna, það kemur ekki aftur.

  29. Hann er sem stendur langt frá því að vera byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu

    Ha??? Alonso er búinn að byrja nánast alla landsleiki síðan del Bosque tók við.

  30. Ehh… nei. Af 6 leikjum Spánverja í undankeppni HM hefur Alonso byrjað 3, í 2 þeirra var Iniesta ekki með. Alonso er ekki byrjunarliðsmaður Spánverja þegar allir eru heilir.

  31. Er hann þá langt frá því að vera byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu eins og þú segir? Nei. En hann er allavega þriðji maður á miðjuna í besta landsliði Evrópu.

  32. Nei? Xavi og Iniesta eru langt á undan honum í goggunarröðinni. Möguleiki Alonso á því að slá þá út er afskaplega lítill. Ef hann hins vegar fer til hins nýja stjörnuliðs Real Madrid þá verður hann mun sýnilegri fyrir Spánverja. Munum það að úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni verður spilaður á Bernabeau og þar ætlar Florentino Perez sér að vera með sína menn, ekki síst í ljósi þess að Real Madrid sættir sig ekki lengi við að Barcelona sé í sviðsljósinu. Þú færð vart betri auglýsingu til að planta þér inn í spænska landsliðið en að tylla þér í byrjunarlið Real Madrid.

    Keppnin um 3. miðjumanninn er síðan á milli Alonso, Fabregas og Senna. Senna er sennilega með yfirhöndina sem stendur svo ég get ekki verið sammála því að Alonso sé 3. maður inn í dag.

Hugleiðingar varðandi hópinn….

Uppgjör: Tímabilið 2008/09