Ezequiel Lavezzi? + Vangaveltur um ekkert

Hér er frekar skrýtin frétt hjá The Guardian: „Ráðgjafi“ argentínska sóknarmannsins Ezequiel Lavezzi hjá Napoli staðfestir að Liverpool hafi boðið í hann.

Við höfum heyrt slúður um Lavezzi á undanförnum vikum en ekkert staðfest fyrr en nú. Allajafna væri svona frétt með tilvitnun í einhvern nátengdan leikmanninum nóg til að menn tækju það sem víst að hér væru á ferðinni fyrstu mögulegu kaup sumarsins, en það er eitthvað við fréttina sem stingur í stúf.

Nánar tiltekið, þá er hér orðrétt tilvitnun í „ráðgjafa“ Lavezzi:

“Liverpool’s proposal is true. [..] [Napoli’s general director Pierpaolo] Marino has met twice with Fifa agent Pablo Cosentino, who has invited him to set up a meeting in Liverpool or in Naples with the English outfit.

Ezequiel has tried several times to speak to Marino but he has received no response. If Napoli have decided to take this extreme position, so will we. We don’t want to force Napoli to sell the player but I think it is correct for the club just to consider the offer, to judge it whether it’s sufficient or not.”

Sem sagt, samkvæmt Eduardo Rossetto, sem er í greininni titlaður ráðgjafi Lavezzi, hefur Napoli borist tilboð í Lavezzi frá Liverpool en þeir hafa hvorki virt Lavezzi né Liverpool viðlits hvað varðar að svara þessu tilboði. Aðeins þögnin berst frá múrum Napoli-liðsins.

Það sem gerir þessa frétt svo skrítna, og að mínu mati tortryggilega, er tvennt; í fyrsta lagi er þetta aðeins ráðgjafi Lavezzi sem er að tjá sig, en ekki leikmaðurinn sjálfur eða umboðsmaður hans, sem myndi gefa orðunum aðeins meira vægi. Hvaða munur er á „ráðgjafa“ og „heimildarmanni“ eins og þeim sem gula pressan í Englandi er gjörn á að notast við þegar þeir vilja spinna slúðursögur upp úr þurru? Ég veit að þessi Rossetto kemur fram undir nafni en samt, ég trúi þessu þegar ég sé það gerast.

Hitt sem gerir þessa frétt skrýtna að mínu mati er svar Rafa Benítez þegar hann er inntur eftir þessu umrædda tilboði til Napoli í leikmanninn:

“We never contacted Lavezzi and we have no intention of doing so. [..] We want to put a stop to these rumours.”

Þetta er mjög varlega orðað hjá Rafa. Svarið er alveg hnitmiðað og gæti jafnvel farið framhjá flestum: Liverpool hafa aldrei rætt við Lavezzi. Þetta er sett sem svar hans og afdráttarlaus neitun á tilboðssöguna sem á undan fylgir í grein Guardian. Hann hins vegar segir ekkert um það hvort Liverpool hafi rætt við Napoli um Lavezzi, hann bara ítrekar að þeir hafi ekki (enn) rætt við leikmanninn beint.

Hvað er þá í gangi? Hvernig á að túlka svona frétt? Ef við lesum orð Rossetto og Rafa beint hefur Liverpool lagt inn tilboð til Napoli en ekki enn rætt beint við Lavezzi, enda ekki fengið leyfi til þess. En kannski var Rafa ekki hnitmiðaður heldur óskýr í svari sínu og við höfum í raun engan áhuga á leikmanninum? Það skýrist vonandi á næstu dögum/vikum hvers eðlis er.

Annars er óhætt að segja að sumarið fari frekar hægt af stað, bæði hjá Liverpool-slúðurvélinni almennt og okkur hér á Kop.is. Hvað mig persónulega varðar stafar ritleysi undanfarinna daga og vikna einfaldlega af því að ég tók átjánda titil United-liðsins nærri mér en ég átti von á og hef hreinlega þurft að stíga tvö skref til baka frá þessari síðu og melta þessa breyttu stöðu liðanna. Ég ætlaði mér alltaf að skrifa góðan pistil um það hvernig United standa nú jafnfætis Liverpool og okkar menn eru ekki lengur hið eina sigursælasta lið enskrar knattspyrnu (jafn margir deildartitlar, þeir fleiri bikara í Englandi og við fleiri bikara í Evrópu) en í hvert sinn sem ég byrjaði á slíkum pistli féllust mér hendur. Ég fæ enn óbragð í munninn við tilhugsunina og þurfti einfaldlega á smá fjarveru að halda.

Hitt er svo að við hér á Kop.is, eins og þið höfðuð eflaust tekið eftir, ætluðum okkur að byrja sumarið af krafti og skrifa pistla um nokkur af þeim nöfnum sem höfðu verið hvað þrálátlegast orðuð við okkur. Þetta hófst af krafti þegar við fjölluðum um David Silva, Glen Johnson og Sanli Tuncay en pennarnir okkar voru ekki fyrr búnir að sleppa Enter-takkanum en ljóst var að flest þessara öruggu skotmarka Rafa voru sennilega að ganga okkur úr greipum. Gareth Barry, sem ég ætlaði að fjalla um, skrifaði hraðar en byssukúla undir hjá Man City, David Silva fór í viðræður við Real Madrid án þess að okkar menn kæmu þar nærri (þeim lýkur væntanlega með félagaskiptum hans á næstu dögum, þegar RM-menn hafa klárað Kaká-kaupin) og Glen Johnson er sagður vera á leiðinni til Chelsea á ný (þótt ekki sé útséð um afskipti okkar manna af honum). Þá ætluðum við einnig að skrifa um Daniel Pranjic, króatíska miðjumanninn hjá Heerenveen sem lét í apríl hafa eftir sér að það væri nánast formsatriði að ganga frá samningum við Liverpool og hann væri spenntur fyrir að koma, en hann fór svo til Bayern Munchen eftir allt saman. Í dag er svo sagt frá því í enskum miðlum að Sylvain Distin, sem hafði verið orðaður við okkur sem ódýr kostur í stað Sami Hyypiä, sé mögulega á leið til Aston Villa, þannig að svo virðist sem okkar menn séu enn einu sinni að missa af lestinni.

Sem sagt, af þeim fjölmörgu nöfnum sem voru nefnd í sömu andrá og Liverpool á vormánuðunum virðast flest vera á leið eitthvert annað eða þá lítið yfirhöfuð að gerast. Aðeins menn eins og Tuncay og, vissulega, Lavezzi, virðast vera einhverjir möguleikar.

Hver er þá staðan? Það hlýtur eitthvað að vera að gerast – kannski er Lavezzi að koma, hver veit? Ég held það sé best að bíða aðeins og sjá hvað er handan við hornið. Það bara hlýtur að vera eitthvað stórt á leiðinni, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því 1. september næstkomandi að okkar menn hafi ekki haft fjármagn til að kaupa svo mikið sem einn af þessum stóru leikmönnum sem Rafa er sagður hafa áhuga á að kaupa. Kannski eru raunveruleg skotmörk sumarsins ekki enn kunn? Sjáum til.

48 Comments

  1. Sammála meistari.

    Fyrirætlanir um slúðurpælingar eru farnar veg allrar. Ég átti að skrifa um Owen, en held satt að segja að ég geymi það bara!

    Veit ekkert um þennan Lavezzi en viðurkenni fúslega að ég er frústreraður að sjá Real komna í alvöru keppni á leikmannamarkaðinum á ný og að eyða það miklum peningum að AC Milan geta keypt stór nöfn.

    Svo er Roman að fara af stað og Man. City á fullu, Portsmouth jafnvel að fara í gang……

    Held við séum að fara að horfa á sumar “disappointments” í mörgum óskuðum kaupum. En vona ekki!

  2. Þetta lítur ekki vel út í augnablikinu. En eru solid heimildir fyrir því að Real séu á eftir David Silva? Ætla þeir að kaupa alla í sumar? Villa, Silva, Ronaldo, Kaká, Ribery og Alonso? Hvað um þá sem eru fyrir hjá liðinu? Spila Kaká og Silva svo ekki svipaða stöður, rétt fyrir aftan framherjana? Voanndi vill Silva frekar koma til okkar.

  3. Kaka til Real, staðfest. Þetta er rosalegt, 7,1 milljarður ISK (56mp). Fáránleg upphæð.

  4. Já þetta sumar byrjar eins og öll önnur hægt og rólega, er virkilega hræddur um að þetta verði eins og hin frekar þunn og árangurs lítil (að Torres sumrinu undanskildu)
    Er ekki málið bara það að til þess að geta keypt þurfum við að selja. Sem er mjög mjög slæm stað að vera í.
    Ekki eigum við. neina gullmola á borð við ógeðin frá Manchester þeir virðast alltaf geta selt sína varamenn á góðu verði dæmi Campell núna nýlega.
    Meðan við yfirleitt erum að selja menn á sléttu eða með tapi. R Keane ágætt dæmi um það og stórlega efast ég um að við Dossena komi til með að borga sig upp líklegt að við töpum ca 3-5 milljónum á honum ef satt er að hann hafi heimtað að fá að fara. Sama á við um Babel og Riera.
    Segir það ekki að Mr. Benitez sé að borga of mikið fyrir meðal jóna og neiti að borga sangjant verð fyrir betri leikmenn, Allaveg hefur mér fundist hann draga full oft lappirnar í leikmanna málum að hann vill ekki borga þessar extra 2 milljónir eins og hann gerði með Barry.
    Ég er bara ekki að ná þessu hann kemur á hverju sumri með yfirlýsingu um að nú skluli hafa hraðar hendur og klára leikmannamálinn fljót og vera klárir með hóp snemma svo lendir hann í því að versla sín stærstu kaup þegar deildin er vel byrjuð eins og hann gerði með Skirtel, kuyt og Riera.

    • Segir það ekki að Mr. Benitez sé að borga of mikið fyrir meðal jóna og neiti að borga sangjant verð fyrir betri leikmenn

    Hann er nú bara núna fyrst að fá að hafa einhverja stjórn yfir þessu svo eiginlega ekki. Hann vildi borga fyrir Barry og ekki svona mikið fyrir Keane.

  5. Jæja búinn að fletta honum upp á youtube og hann hrífur mig bara nokkuð mikið, veit þó vel að það er lítið að marka einhverjar stuttar klippur á youtube.
    En hann virðist hafa fáránlega gott jafnvægi maðurinn og hann minnir mig ótrúlega mikið á Teves, svona í hreyfingum.
    Ég gæti samt alveg trúað að þetta sé leikmaður sem á ekki mjög jafna leiki. Ef það reynist vera rétt þá vantar okkur ekki einn svoleiðis í viðbót. En ég mig langar samt að gefa honum séns.

  6. Einhver svona hálfóþekktur Ítali hjá Napoli. Ohh. Hárgreiðslan, nafnið og myndin að ofan segir allt sem segja þarf um þennan kóna. Við höfum EKKERT við hann að gera!

  7. Maður er nú vanur því að hlutirnir fari hægt af stað en það sem ég óttast mest er að……

    a) ekkert heyrist frá Alonso
    b) Rafa sagðist f nokkrum vikum vilja ganga fljótt frá kaupum sumarsins
    c) ekkert virðist vera að gerast og engar fréttir berast frá LFC eftir tilkynningu um afkomu félagsins og tap KOP Holding. Erum við á kúpunni ?

  8. a) Ekkert hefur heyrst frá Alonso
    b&c) “ekkert virðist vera að gerast”, því það er ekki bein quote frá Rafa með lista af mönnum sem hann vill kaupa? Hvað ætti að vera að gerast? Ég vil ekki sjá neitt gerast fyrr en leikmaðurinn er kominn í búninginn og í myndatöku með Rafa. Ég sé hvorki að auglýsing frá LFC um að þeir séu á kúpunni eða vaði í seðlum eða neitt varðandi slíkt sé vænlegt til árangurs áður eða á meðan verið er að semja um kaup og sölur á leikmönnum.

    Sá líka um daginn þar sem var skemmtilega bent á umræðuna sumarið ’07. Þá var verið að tala um að ekki væri til neinn peningur og að Rafa væri því að fara, mjög stuttu síðar var Torres keyptur. Sú atburðarás og meðferðin sem það var að upplifa hinn sögufræga Gareth Barry milljónsíðna þráð á rawk síðasta sumar held ég að ætti að vera ágætis forvörn gegn ótímabærum ótta eða gleði. 😛

  9. 11 – Reynir.

    Satt, auðvitað er það rétt að blöðin eru ekki alltaf inní málunum, því betur fer kanski, sbr Torres málið eins og þú bendir á.

    Maður getur samt ekki annað en verið hálfsmeykur við þessa þögn, þá kanski helst hvað Alonso varðar. Ef hann væri 100% fókuseraður á Liverpool og vildi vera þar áfram þá myndi hann enda þessar spekúlasjónir með einni línu í blaða-, sjónvarps- eða útvarpsviðtali. Gæti meira að segja látið umboðsmann sinn koma með yfirlýsingu varðandi það að hann væri ánægður hjá Liverpool og ætlaði sér að vera þar áfram. Þessi þögn undirstrikar þó óvissu sem er um framtíð hans hjá klúbbnum (þó Benitez vilji halda honum).

    Hvað kaup og sölur varðar …. þá er maður líklega bara jafn óþolimóður og alltaf, þessi sumarfrí eru alveg hræðileg, sérstaklega fyrst á vorinn – svona fer fótboltaleysið með mann 😉

  10. Umboðsmaður Mascherano segir að hann væri meira en til í að yfirgefa Liverpool til að ganga til liðs við Barcelona. Kemur fram á goal.com

    • Guð, hvað ég þoli ekki silly season

    Jónas hvað meinar þú!!? Hvað annað ætlar þú að gera yfir sumarið :-p

    Annars flottar vangaveltur KAR

  11. Fer Mascherano? ómægat! Hvernig er með Tevez málið? það var efst í slúðrinu að hann kæmi til Liverpool, en svo dó það bara. Er hann búinn að skrifa undir hjá Manchester (shitty eða utd)?

  12. Btw, djöfull vona ég að David Villa fari til Real. Eða bara EKKI Chelsea!

  13. Þegar umboðsmenn taka til máls, þá ber að taka þeim orðum með mikilli varúð. Auðvitað vilja þeir að skjólstæðingar þeirra ferðist sem mest á milli klúbba – cash í vasann fyrir þá. Við skulum ekki missa okkur þó að einhver gráðugur umboðsmaður fái blik í augun.

  14. Gott hljodid i Benitez tarna, 1 til 2 menn sem hann tarf i vidbot. Liverpool lidid fullskapad næstum loksins?

  15. Nr. 21 Eyþór

    Þar sem ég treysti Echo mjög vel þegar kemur að Tímabilinu hans Sigvalda (Silla) þá tek ég þetta sem nokkuð góðum fréttum. Ég efa (með dash af óskhyggju) að Benitez fari að tala svona nema að hann sé með eitthvað í bígerð sem er nokkuð vel á veg komið.

    En ég hef miklar áhyggjur af miðjunni okkar, það má ekki fokka henni upp með því að selja Alonso eða Macsherano, þetta á ekki að vera í umræðunni. Sérstaklega ekki þar sem við gerðum nýlega hreinlega lítið úr þessu blessaða Real liði. Bíð spenntur eftir yfirlýsingu frá þeim báðum um að þeir séu ekkert að fara.

    …..og talandi um Real, þá væri ég til í að sjá útlánaheimildirnar í útibúinu sem Perez er í viðskiptum hjá, ja hérna!! Kaupa Kaka á metfé og eru ennþá sterklega orðaður við Villa, Silva, Alonso og jafnvel Kristjönu!!!

    Var þessi maður ekki búinn að frétta af kreppunni? Þeir mega allavega selja ansi marga búninga til að borga þetta upp.

  16. Ég skil ekki af hverju Alonso þarf að uppfæra okkur daglega með því sem hann er að hugsa.

    Hann hefur sagt að hann vilji vera áfram hjá Liverpool og Rafa hefur sagt að hann vilji ekki selja Alonso. Þurfum við að heyra þetta endurtekið í hverri viku?

  17. Og þetta er náttúrulega frábært:

    Einhver svona hálfóþekktur Ítali hjá Napoli. Ohh. Hárgreiðslan, nafnið og myndin að ofan segir allt sem segja þarf um þennan kóna. Við höfum EKKERT við hann að gera!

    Fyrir það fyrsta þá er hann argentískur. Og erum við ekki komin ansi langt ef við dæmum menn af myndum.

  18. Sælir,

    Eitthvað segir mér að Mascherano muni fara til Barcelona (ef að þeir vilja fá hann) og Alonso til Real Madrid (þ.e. ef Madrid hefur áhuga).

    Ef við reynum að setja okkur í spor Mascherano þá hlýtur að vera freistandi fyri hann að segja já takk ef Barcelona bankar á dyrnar. Ef að Tevez kæmi til okkar þá myndi það trúlega haldast í hendur við að Macherano yrði áfram.

    Varðandi Alonso þá hugsa ég að fjölskylduaðstæður gætu togað hann til Madrid. Mér skilst að frúin hans sé meira á Spáni en í Liverpool borg. Og svo er spurning hvort að bröltið á Rafa fyrir síðustu sparktíð, þ.e. að selja Alonso og kaupa Barry, hafi einhver áhrif á hvað Alonso gerir.

  19. 25, Einar Örn.

    Engin að tala um að Alonso þurfi að tilkynna ást sína á Liverpool á hverjum degi – en það er tvennt í þessu:

    -Síðustu orð sem höfð eru eftir Alonso eru “I dont know” eftir Spurs leikinn þegar hann var spurður hvort hann yrði á Anfield næsta season.

    -Þó svo að Benitez vilji ekki selja hann, þá er mjög erfitt að halda leikmönnum sem á annaðborð vilja fara. Tala nú ekki um ef ástæður þessu eru tengdar fjölskyldum þeirra og heimþrá (sbr Garcia).

    • Ég skil ekki af hverju Alonso þarf að uppfæra okkur daglega með því sem hann er að hugsa.

    Hann hefur nú hreint alls ekki verið að uppfæra okkur daglega neitt og sérstaklega ekki núna þegar Real umræðan fór í hámæli.

  20. “Rafa Benitez insists Liverpool are ready to secure the ‘one or two’ top signings required to overhaul Barclays Premier League winners Manchester United.” – http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N164686090609-1249.htm
    (veit ekki hvort þið eruð búnir að sjá þetta, ég sofnaði barasta eftir að vera búinn að svoleiðis nauðga F5 takkanum..)
    En já, vonandi gerist eitthvað af viti núna. “Top signings” hljómar vel í mínum huga. Ætli hann komi okkur á ófart? Vonandi verður það allavega “Pleasant surprise”

  21. Jónas H. Ef ég er að skilja þig rétt, þá viltu kaupa Barry. Veit ekki hvort það hefur farið framhjá þér, en hann var seldur til City. (Bara EF ég skil þig rétt. Það vill svo til, að ég misskil margt og mikið..)

  22. Sigmar – nei, það sem ég er að segja er að það var í gangi fyrir síðustu sparktíð, ekki núna. Veit vel að Barry fór til City, sem er hið besta mál bara, ekki viss um að hann hefði passað inn í Liverpool liðið.

  23. Sigmar þú skilur hann ekki rétt…

    Eftir því sem ég kemst næst er Lavezzi þessi ösku-fljótur og mjög teknískur. Menn segja þó að hann sé ekki frábær klárari og geri talsvert af mistökum upp við markið. Einnig á hann það víst stundum til að vera of gráðugur upp við markið og sér ekki samherja í betra færi. En hann getur spilað allar topp fjórar stöðurnar, þ.e. uppá topp og þessar þrjár fyrir aftan. Ég hef líka heyrt af því að hann sé líkamlega sterkur og frekar vinnusamur leikmaður.

    Ég viðurkenni þó að ég hef lítið sem ekkert séð til hans en félagar mínir útí heimi sem fylgjast mikið með ítalska boltanum eru á þessari skoðun og nokkuð spenntir fyrir kappanum. Að þeirra sögn kæmi hann með aukinn hraða og tækni inní liðið og með hjálp Rafa gæti hann orðið mjög góður leikmaður í EPL.

  24. Held vid getum slakad a. Eg efast um ad alonso eda mascherano fari tar sem ad bæting lidsins a sidasta ari var svkaleg og hun a bara eftir ad verda meiri. Eins og gerrard segir sjalfur ad leikmennirnir kunna nu ordid 110% a kerfid hans Rafa eins og sest hefur a tessu timabili. Efast um ad einhver vilji fara tegar veldid ris aftur. Eg hef bara heyrt sogusagnir um ad silva se ad fara til real ekki ad hann hafi hafid vidrædur vid ta, tad hefur hinsvegar Villa gert. Erum vid ekki bara bunir ad klara silva og hann skrifar undir eftir landsleikjatornina og svo kemur glen johnson og malid er dautt eins og utd a næsta ari. Held ad menn seu ad fara adeins of mikid yfirum.

  25. Perez appeared to pour cold water on reports Liverpool’s Spain midfielder Alonso could be heading to the Bernabeu.

    “He is a great player but he also plays in a big team and I haven’t heard any news that they plan to sell him,” said the Madrid president.

    “It’s obvious (Liverpool manager Rafa) Benitez is counting on keeping him. That’s normal, he’s a good player and it wouldn’t be easy to replace him.”

    http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_5371209,00.html

    Skulum vona að þetta sé upphafið að endinum 😉 Greinilegt að Benitez hefur sent skýr skilaboð, hann verður EKKI seldur.

  26. Vil þennan Lavezzi bara ekki neitt. Annar Riera eða Babel ? til hvers að kaupa annan svoleiðis þegar við eigum tvo fyrir ? Drullastu til þess að kaupa menn sem bæta þennan andskotans hóp. Þreyttur á þessum meðalskussum alltaf hreint hjá Liverpool á sumrin. Toppleikmann eða engann leikmann. Ótrúlegt alveg hreint, og hvar er metnaðurinn hjá okkar mönnum ? Búnir að bjóða í einn leikmann? Drífa sig bara að þessu áður en menn fara annað, þetta er bara hlægilegt.

  27. Lavezzi er spennandi kostur en nokkuð tvíeggja blað, hann er ungur og stundum mistækur en jafnframt er hann annar tveggja argentínu manna á ítalíu sem miðlar þarlendis (gazetta tutto sport, sky italia, rai sports) keppast við að lofa í hástert.
    Menn í Napolíborg bera hann ítrekað saman við Zarate, Messi og Aguerro en eins og segi (miðað við þá Napolí leiki sem ég sá í vetur) er hann stundum mistækur og virkar stundum eins og hann vilji frekar reyna allt einn en að spila með samherjum.

  28. Benítez segir að hann ætli að kaupa 1 eða 2 leikmenn, ég á bágt með að trúa því að Levazzi eða einhver af hans kaliberi séu stóru kaupin, sérstaklega í ljósi þess að Rafa hefur einnig sagt að það gæti verið að Liverpool kaupi fyrir metfé í sumar. Ég hef grun um að það sé eitthvað stórt í vændum, eða ég vona það allavega

  29. Ég held að við getum gleymt öllum draumórum um 20-30 mp leikmannakaup í sumar.

    Jafnvel þótt Benítez segist vera sáttur með transfer feeið sitt, þá efast ég um að það sé hans raunverulega staða – enda ekki neinum til góðs að opinbera fjárhagsvandræði félagsins.

    Ég bið ykkur um að lesa eftirfarandi grein, http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/liverpool/article6433469.ece, sem er ekki nema 4 daga gömul. Staðan er einföld. Þessir kanar keyptu félagið lánum í þeirri von að byggja nýjan leikvöll og bæta árangur félagsins sem myndi síðan skila sér í meiri afkomu félagsins og þar með borgað niður skuldir félagsins. Hinsvegar skall fjármálakreppan á, byggingin sett á hold og tekjur vaxið lítillega (þó svo flestir væru sáttir við að slá tekjumetið). btw á meðan Glazer mönnum hefur tekist að stækka völlinn verulega og stóraukið tekjur með góðum árangri sl. ár 🙁

    Það er mikið rætt um að svona lán heyri sögunni til og þar sem RBS og Wachovia eru meir og minna í ríkiseigu tel ég þá vera góða að ná að endurfjármagna félag sem er í blússandi tapi og gríðalega skuldsett (tæp 300 mp).

    Því miður sé ég ekki þann möguleika fyrir henda að félagið geti keppt á leikmannamarkaði að öðru óbreyttu. Þá helst væri að þessir kanar sæju að sér og seldu félagið til fjársterkari aðila.

    Að sjálfsögðu vona ég hinsvegar að ég fari með rangt mál.

  30. Ég hef mestar áhyggjur af því að Liverpool sé ekki samkeppnishæft um bestu leikmenn heims með Real, City, Chelski á útopnu. Orð Benitez eru ekki skýr hann talar um að Liverpool sleppi ekki við áhrif heimskreppunnar frekar en aðrir (fyrir utan áðurnefnd lið). Einnig nefnir hann að sennilega/líklega muni LFC hafa nægt fjármagn til að kaupa einn eða jafnvel tvo leikmenn. Ekki sannfærandi það.

    Hópurinn er vissulega sterkur eins og Benni nefnir en ef Chelski og manu bæta sterkum leikmönnum við þann gríðasterka hóp sem fyrir hjá þeim, verður erfitt að sjá Liverpool klára deildina á næsta ári. Að mínu mati þarf liðið að kaupa tvo klassa leikmenn sem ganga beint inn í byrjunarliðið. Liðið í dag er það sterkt að eingöngu gæðaleikmenn eru færir um að bæta það. Ef sumarið fer í að kaupa leikmenn til að dekka 25 manna hóp þá verður næsti vetur ekki okkar vetur.

    Ég á mér draum að eigendur okkar ástsæla liðs láti Benitez í té 50 milljónir punda sem tryggi kaup á þeim 2 leikmönnum sem Liverpool þarf hvað mest. “Góður draumur maður”

    Kveðja
    Krizzi

  31. Riera og Torres með sitthvort markið í stórsigri Spánverja gegn Azerbæsjan í kvöld 🙂
    Já og svo var einhver David Villa með þrennu, hef engan áhuga á svoleiðis athyglissjúklingi 😉
    Jákvæðar fréttir.

  32. ER þessi perez ekki bara á leið með real m í ruglið aftur.?
    fór hann ekki nánast með liðið í þrott her um árið og borgin kom og bjargaði liðinu?

  33. Held að menn ættu að bíða aðeins með að örvænta. Enn hefur fátt eitt markvert gerst á markaðnum utan kaupin á Barry. Obbinn af þeim mönnum sem áhugaverðir eru hafa verið frá mánaðarmótum með sínum landsliðum og verður fátt gert í þeirra málum fyrr en þeir snúa til baka.

    Kaka málið var sérstakt. Ástæðurnar fyrir því hvernig staðið var að því tel ég vera þær að Pérez þurfti svona “headline” kaup og svo það að Milan bráðvantar penining, og þá helst í gær. Þeir eiga eftir að þurfa að versla stórt (í magni) inn í sumar og eru ekkert of vel stæðir, hvorki í reiðufé né leikmönnum sem hægt er að selja fyrir einhvern teljandi gróða. Ef skoðuð eru þau viðtöl sem tekin hafa verið við Kaka eftir söluna þá er það klárt að hann sjálfur vildi ekki fara frá Milan, ekki frekar en í Janúar. Þessi peningur sem þeir fengu verður líkast til notaður til að versla inn tvo miðverði, þá líkast til Simon Kjær og Filip Mexés, þar sem eftir að Maldini hætti þá eru þeir einungis með Favalli(37 ára), Nesta (33 ára og óvíst hvort hann muni ná sér af bakmeiðslunum), Kaladze (31 árs) og svo einhverja ónefnda pappakassa. Ef skoðað er annarstaðar á vellinum þá er Seedorf 33 ára, Ambrosini, Zambrotta og Jankulovski 32 ára, Inzagi og Dida 36 ára, Gattuso 31 árs, Pirlo 30 ára.

    En nóg um það.

  34. Varmenni ekki alveg með þetta á hreinu.

    Real Madrid er búið að reyna kaupa Kaká í nokkur ár núna svo kaupin núna voru engin tilviljun. Real Madrid eru vel stæðir, ekki skaltu hafa áhyggjur af því. Florentino er enginn hálfviti og veit vel að með kaupunum á Kaká á Real eftir að græða vel. Þeir eiga eftir að selja gríðarlegt magn af treyjum núna. Hann gerði þetta með Figo, Zidane, Ronaldo og Beckham. Flinkari peningamann gat Real Madrid ekki fengið. Við megum heldur ekki gleyma sjónvarpssamningnum góða, upp á 1,1 milljarð Evra fyrir 7 ár eða rúmlega 150 milljónir Evra á ári.

    Mexes fer síðan ekki til Milan, það er alveg 100% öruggt.

  35. Masch ekki til sölu, þetta ætti að jarða þá umræðu:

    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2009/06/10/liverpool-fc-boss-rafa-benitez-warns-barcelona-50m-would-not-buy-javier-mascherano-100252-23834865/2/

    Einnig kemur fram í lokinn að kanarnir séu við það að endurfjármagna lánin …. fáum væntanlega fréttir af því þegar þar að kemur. Eitthvað verður samt sem áður að fara að gera í þessum málum, klúbburinn stendur ekki undir vaxtagreiðslunum einum saman, hvað þá afborgunum – og ég efast um að þeir (og aðdáendur) nenni að standa í þessari umræðu, neikvæðu athygli og öllu sem því fylgir á hverju ári – þeas ef endurfjármögnunin gildir einungis til eins árs eins og síðast…

  36. Eftir að hafa horft á eitt stykki Glen Johnson í undanförnum 2x landsleikjum fyrir England er ég umtalsvert vissari en áður en drengurinn er peningana virði.
    Umtalsvert hæfari sóknarlega en Arbeloa og virðist hafa hæfileikann á að crossa vel í vöggugjöf.
    Þó að þessi tvö lið sem England spilaði gegn séu ekki þau sterkustu spiluðu þau taktík sem Liverpool á oft í stökustu vandræðum með og þarna myndi hugsanlega leynast seinasta púslið í því að opna 10 manna varnir.

Snilld

Masche