Allt að gerast…

Þær hafa fallið til jarðar stórbomburnar undanfarið og það sér ekki fyrir endan á þeim. Fyrst keyptu Real Madrid Kaká og svo strax í kjölfarið var boði tekið í C.Ronaldo. Maður heyrir að margir stuðningsmenn Liverpool séu orðnir óþolinmóðir yfir því að ekkert sé að gerast, en ég hef spurt marga á móti: “Hverjir aðrir en Real Madrid eru farnir af stað á markaðinum? Og þeir eru með fulla vasa fjár í þokkabót”. Það er ekkert af stóru liðunum á Englandi farið af stað í leikmannakaupum sem heitið getur. En mitt mat á þessu er að Real Madrid er engu að síður að setja leikmannamarkaðinn á hliðina, gjörsamlega.

Við stuðningsmenn Liverpool FC verðum að átta okkur á því að við erum ekkert að fara að keppa við þessar tölur sem núna eru í gangi, annað er bara blekking. Real Madrid eru að eyða fúlgum fjár, svo háum upphæðum að annað eins hefur aldrei sést. Það gerir það einnig að verkum að þeir sem eru að selja þeim þessar stjörnur, AC Milan og Man.Utd eru með fullar skúffur af peningum. Því næst er hægt að tala um Chelsea og Man.City með sína sykurpabba og ætla sér stóra hluti. Síðast en ekki síst eru það Evrópumeistarar Barcelona, sem ekki eru heldur farnir af stað í sínum leikmannamálum. Við erum einfaldlega ekki að fara að keppa við þessi lið um leikmenn, simple as that. Núna reynir fyrir alvöru á klæki Rafa Benítez, hann þarf að spila afar vel úr því sem hann hefur.

Ég er reyndar kominn á þá skoðun að númer eitt, tvö og þrjú er að halda öllum okkar lykilmönnum. Ég meira að segja tek menn eins og Babel inn í það dæmi, ég vil hreinlega ekki selja hann heldur. Þessi skrípaleikur sem kominn er í gang er að gera það að verkum að mjög góðir leikmenn eru þessa dagana að hækka um 10-15 milljónir punda hver, bara út af peningamagninu sem er komið í umferð, eða er að komast í umferð. Ef við værum að kaupa mann eins og Babel í dag, þá færi hann líklega ekki undir 20 milljónum punda. En það er ekki þar með sagt að við fengjum hann á þann pening, síður en svo. Reina, Arbeloa, Carra, Skrtel, Agger, Aurelio, Insúa, Xabi, Javier, Lucas, Yossi, Riera, Babel, Kuyt, Torres og Gerrard eru allt leikmenn sem ég vil halda í framar öllu öðru.

Sem betur fer hefur Rafa komið fram af miklum styrk og slegið út af borðinu allar sögusagnir um sölur frá félaginu og ef okkur tekst það, þá yrði ég ánægður. Ég vil hreinlega ekki miklar breytingar á hópnum og mér sýnist Rafa fyrst og fremst ætla sér að ná inn 1-2 sterkum leikmönnum sem styrkja hópinn verulega. Ég hef reyndar þá tilfinningu að við eigum eftir að sjá 3 leikmenn koma til liðsins í sumar (fyrir utan einhverja kjúklinga sem munu eflaust verða keyptir). Hverjir það verða, það er vonlaust að spá fyrir um það, en það sem ég hef heyrt undanfarið er að orðrómurinn um hugsanleg kaup á Tevez er að verða sífellt sterkari dag frá degi. Það kemur mér hreinlega alls ekki á óvart, þar sem sá kappinn er svo mikil Benítez týpa að það hálfa væri nóg. Vinnusamur, hæfileikaríkur, getur komið tuðru í netið og getur leikið allar 4 sóknarstöðurnar með góðum árangri. Það yrði svo einnig extra feelgood factor að svekkja þann rauðvínslegna vel með því.

Ég hef trú á því að það séu c.a. 2-3 vikur í það að við sjáum eitthvað concrete gerast í leikmannamálum hjá okkur, þá ætti mesta rykið í kringum þessa Real Madrid sturlun að hafa sest.

22 Comments

  1. Spurningin er bara sú, á Liverpool peninga fyrir 2 leikmönnum sem styrkja liðið verulega??? tildæmis Tevez og Silva það væru sirka 40-50miljónir punda. Ég held ekki án þess að vita nokkuð um það frekar en þið hinir. Ég væri alsæll með að fá 2 sterka leikmenn við þurfum ekki meira held ég…

    Steini reyndar segir slúðrið í dag að Man City sé að vinna kapphlaupið um Tevez og ég hef ekkert séð um að hann sé á leið til okkar síðustu 2 vikurnar þó ég vildi ansi mikið fá hann

  2. Flottur pistill! Er sammála þér í öllu, og vona að Rafa eigi eftir að kaupa einhverja alvöru leikmenn. Það þarf virkilega ekki mikið til í þennan hóp. Bara aðeins auka. Svo stendur á opinberu síðuni að 5 leikmenn úr yngri liðinu séu komnir upp í melwood, svo kanski kemur eitthvað þaðan? Það þarf ekkert að kaupa einhverja punga, þó að ég búist við því að hann geri það. Tevez og Silva, þá væri ég alsæll!

  3. En jú, hin toppliðin eru byrjuð að gera eitthvað. Man Utd eru búnir að bjóða í Valencia og Chelsea í David Villa.

  4. Hjartanlega sammála þér Steini, er ekki að grínast með það að ég var að skrifa pistil í gærkvöld sem er samhljóða þessum í hrikalega mörgum atriðum og ætlaði að lesa hann yfir og setja hér inn á eftir, en auðvitað er engin þörf á því!

    Þessi Real Madrid – farsi hefur eyðilagt markaðinn í Evrópu og ég er handviss að allir stjórar utan Real, Scum, Barca, Chelsea og Man City bölva þessa dagana þar sem umboðsmenn og lið eru bara í því að hækka verðmiða.

    Við skulum sjá hvað verður, ég vona að Rafa hafi verið kominn það langt með einhverja að við fáum alvöru styrkingu!!!

  5. Góður Pistill. Það viðbjóðslegasta við þetta Real Madrid helvíti er að þeir eru að breyta þessu úr því að vera íþrótt yfir það að vera gróðarmaskína, ég sem vonaði að þessi stórýkti kapítalismi væri felldur. En aldeilis ekki , Real menn halda að ef þeir eyða ALLTOF miklum pening í eittvað sem þar af leiðandi hyperar það upp þá á það eftir að skila sér í auknum tekjum.
    Tökum dæmi, ég opna nýtt bíóhús og ég kaupi dýrustu sæti i heimi fyrir bíóhúsið mitt. Sætin í Smárabíói kosta 80.000 krónur stykkið en ég borga 800.000 kall fyrir hvert sæti í bíónu mínu og í staðinn hækka ég verðið á bíómiðanum úr 1000 kall í 4000 kall. Þetta er nákvæmlega það sem þeir sem fara á Bernabeu völlinn gera eða þá með treyjusölu.

    Sniðugt viðskiptamódel og eflaust virkar það mjög vel en þetta gerir ekkert annað en að drepa íþróttina.

    Held að það þurfi að ræða það alvarlega hjá FIFA og UEFA að setja launaþak og hámarksverð á leikmenn, hvernig væri ef FIFA myndi verðleggja hvern einasta leikmann og það mætti ekki bjóða meira eða minna í hann en lið leikmannsins gæti engu að síður neitað því og vonast til þess að hann stæði sig betur á næstu leiktíð sem gæti hækkað verðið hans.
    Þannig myndi komast á miklu eðlilegra flæði á leikmannaskiptum í Evrópu og minni liðin myndu komast inn í leikinn á nýju. Er ekki alltaf óþolandi þegar enska deildin byrjar að maður veit hverjir verða í 1-4 sætunum, þessi deild gengur út á það hver nær 5 sætinu liggur nánast við.

    Vissulega er þessi ofur kapítalismi hörmunglegur en samt mættu markaðsfræðingar Liverpool aðeins læra af Real Madrid, án þess þó að vera jafn fáranlega ýktir. Því ég held stórlega að út í heiminum séu aðeins sex lið þekkt. Þau eru Man U, Chelsea, Real, Barcelona, Inter og AC Milan.
    Á hverju byggi ég þetta? Jú frá því þegar ég hef ferðast um Evrópu að ég sé aldrei nokkurn tíma Liverpool varning í verslunum en varning frá þessum liðum sé ég alltaf, og jafnvel varning frá Everton, en ekki Liverpool. Þetta verður vandamál í framtíðinni, það er augljóst. Með þessu áframhaldi verður þetta þannig eftir tíu ár að þá verða stóru liðin ennþá fjögur. Man U, Man City, Chelsea og QPR. Vandamál!
    Hvernig væri að innleiða það eina jákvæða frá bandarískum íþróttum, sem sér til þess að liðin eiga öll möguleika að vinna hvort annað. Þar eru gæðunum dreift nokkuð jafnt að mestu leyti og það vantar í fótboltann í dag.

  6. SPAIN
    Qualified: as European Champions

    FIFA World ranking: 1st

    Coach: Vicente Del Bosque (Spain)

    Key Player: Striker Fernando Torres of Liverpool, excellent season in England despite lengthy injury layoff.

    Head-to-head v Group opponents:

    v New Zealand: never met

    v South Africa: P 1 W 1 D 0 L 0 F 3 A 2

    v Iraq: never met

    World Cup 2010 Prospects: Having maintained outstanding form since winning European title last year, Spain are regarded as one of the favourites to win the World Cup next year.

    http://af.reuters.com/article/sportsNews/idAFJOE55B0IK20090612?feedType=RSS&feedName=sportsNews

  7. Takk fyrir ábendinguna Reynir 🙂 Búinn að laga.

    Varðandi Man.Utd og Chelsea, þá hefur allavega engum tilboðum verið tekið opinberlega frá þeim í leikmenn, og því ekkert breytt staða þar. Það er pottþétt eitthvað að gerast á bakvið tjöldin hjá ÖLLUM liðum, en það eru bara Real Madrid sem eru komnir með eitthvað fast í hendi.

    Ég held menn geti alveg gleymt því að krækja í bæði Silva og Tevez, held bara að það séu ekki til peningar fyrir þeim báðum. Varðandi Tevez, þá veit ég vel að það hefur allt verið hljótt í fjölmiðlum undanfarið og meira að segja talið að Man.City séu afar nálægt kaupum á honum. Það getur alveg verið rétt, enda byggði ég þetta fyrst og fremst á mjög sterkum orðrómi sem er ekki á síðum blaðanna. En auðvitað veit enginn fyrir víst hvað muni gerast í þessum leikmannamálum, ekki einu sinni Rafa 🙂

  8. Þar sem eins og sagt var í þessum góða pistli við erum ekki með fjármagn til að keppa við td man city er Teves ekki á leið til okkar, einfalt.

    Er ekki að sjá neina kappa af caliberi Teves og Silva að koma þar sem peningar eru ekki til staðar fyrir slíkum mönnum.

    Vona þó það besta en er ekki bjartsýnn.

  9. Er ég eini maðurinn sem er að verða þokkalega geðveikur á því þegar menn pósta þessum linkum endalaust án þess að segja um hvað fréttin er ?
    Ég hafði alltaf þá tilfinningu, að menn ættu að segja frá einhverju og rökstyðja það svo með því að vísa í heimild, t.d link.
    En ég get orðið bilaður þegar það kemur bara linkur og setning á borð við ; “vissi ekki af þessu” …. eða “frábær frétt ” … eða ” magnað” … eða eitthvað álíka. Þá neyðist maður til að smella á linkinn, og hugsanlega komast að því að maður sé löngu búinn að frétta þetta annarsstaðar.

    nei, bara almennar vangaveltur og þráðrán þar sem maður hefur lítið að gera… Carl Berg

  10. Verð að segja, ég skil ekki allveg titilinn á pistlinum?
    Eins og ég best veit er ekki rassgat að gerast hjá okkar mönnum, og lítur allt út fyrir að við verðum á eftir enn eitt árið, silva kemur ekki, þar sem hann er orðaður við storlið sem á peninga. sömuleiðis tevez.
    Eins og staðan er nuna, þá ætla ég að sætta mig við Owen, og robbie savage eða einhvern i sama klassa

  11. Góður pistill og þið sem eruð að skrifa hér eruð góðir pennar það megið þið eiga…
    Varðandi þetta Real Madrid kaupaæði, þá er þetta fyrst og síðast að eiðileggja fótboltann hvað sem hver segir, þetta er ekki í takt við neitt raunverulegt… En nú eru þeir búnir að kaupa alla bestu mennina og nú þurfa þeir að fá þá til að vinna saman, það hefur áður skeð hjá Real að þeir hafa haft fullt af stjörnum en ekki náð að spila sem heild og vonandi verður svo núna. Hvað Liverpool varðar þá veit engin í raun hvað við ætlum að eiða mikklu en ef við fengjum 2 nýja reinda leikmenn þá væri það bara frábært, ég vill persónulgar fá Glen Johnson og einn framherja með Torres og þá erum við góðir….

  12. Teddi, á eftir í hverju? Eins og staðan er núna bendir allt til þess að okkar helsti keppinautur síðasta tímabil sé að veikjast og við í það minnsta að halda stöðugleika. Finnst það bara lofa nokkuð góðu. Það að taka fram af einhverju handahófi að Silva komi ekki og vera með einhverja svartsýni í þessari stöðu skil ég ekki.

  13. 14 Carl Berg
    Ég er 100% sammála þér. Óþolandi þegar menn setja bara inn linka og ekkert meira fylgir með. Og oft á tíðum er bara um þráðrán að ræða.

    Lang flestir hér eru samt mjög málefnalegir og halda sig við efni hvers þráðar. Enda finnst mér það lágmarks kurteisi við eigendur þessarar síðu sem sinna frábæru starfi í þágu okkar allra.

    Kv, GD

  14. 17 Reynir Þ.
    Afhverju segir þú að við séum í það minsta að halda stöðuleika.
    Við vitum ekkert hvað gerist með td alonso.
    Málið er bara það sem ég var að segja, ekkert diss á pistilinn what so ever, en titillin meikar engan sence.
    Nuna er man u svo gott sem bunir að missa storkostlegann leikmann, og þeirra besta. En aftur á moti fengu þeir helviti goða sneið fyrir þennan ágæta (mann) það sem er að shocka mig með það sem af er þessu sumri er að Rafa talaði um að vera snemma á markaðnum í ár.
    samt hefur ekkert gerst hjá okkar mönnum.
    Og nú þar sem markaðsverð alla leikmanna hefur hækkað skuggalega og við ekki að drukkna i seðlum, se eg ekki allveg afhverju titillinn Allt að gerast! Ætti að eiga hér við.

  15. Gott að menn geta þráttað yfir einhverja, svo sem titlum á pistlum og slíku. Annars fyrir þá sem ekki skildu það, þá var svona vottur að kaldhæðni í þessu þegar ég ákvað titilinn, vonandi að þetta hafi ekki farið of mikið fyrir brjóstið á mönnum 🙂

  16. Byrja á að þakka fyrir ágætan pistil, og jú, ég er sammála þér Carl Berg.
    Mér finnst tvískinnungurinn hérna reyndar ansi magnaður. Ef Liverpool kaupir leikmenn, t.d. Mascherano, Torres og Keane á í kringum 20 milljón pund (sem er by the way fáránlegar upphæðir fyrir fótboltamenn), þá er það í lagi en þegar upphæðin fer upp í 80 þá er það farið að skemma fótboltann. Ef við horfum á lið eins og Bolton, Everton, WBA, Middlesboro, Wigan, Blackburn og slík lið þá sjá þau okkur versla leikmenn sem þau geta aðeins dreymt um. Þessi félög þurfa líka að horfa á eftir sínum bestu mönnum til þessara stærri án þess að geta gert neitt í því. Það sem skiptir öllu máli í þessu er að liðin sem uppgötva leikmennina, í þessu tilfelli Man Utd. og AC Milan eru stórlið og leikmennirnir eru bestu leikmenn heims. Á ekki að vera hægt að kaupa þá eins og aðra? Real gerði þetta fyrir nokkrum árum og það tók 5 ár að gera liðið glatað aftur. Þeir mega mín vegna kaupa upp alla bestu leikmenn heims, síðan líður “gull”öldin hjá og þeir þurfa að jafna sig á fjárútlátunum, því peningarnir vaxa ekkert á trjánum í Madríd frekar en annarsstaðar.

    Neikvæða hliðin á þessu er auðvitað sú að umræddir Tevez og Silva verða varla falir fyrir minna en 40 milljónir punda og það þýðir að okkar menn geta ekki keppt um slíka bita. Það þýðir líka að sumarið gæti orðið að vonbrigðasumar því það mun reynast Rafa mjög erfitt að styrkja liðið.

    Kosturinn gæti orðið sá að Man Utd gæti orðið veikara ef þeir spila ekki mjög vel úr spilunum, kaupa t.d. toppmarkmann, betri miðjumenn og toppsenter.

    Við verðum að geta tekið rauðu gleraugun niður og horft hlutlaust á þetta mál. Við virðumst alltaf breyta öllum forsendum þegar um er að ræða okkar lið. Myndum við afþakka Ribery ef við hefðum efni á honum?

Kristjana Rögnvalds …

Eto’o fyrir Mascherano? HVAÐ?!?