Leikjaprógrammið komið

Jæja, þá er Alex Ferguson búinn að raða niður leikjunum í ensku deildinni fyrir næsta tímabil.

Við [byrjum á því að fara](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N164761090617-0958.htm) á White Hart Lane og spila við Tottenham, en þar töpuðum við öðrum af tveimur leikjum okkar í deildinni á síðasta tímabili. Þannig að byrjunin er ekki auðveld. Næstu leikir eru svo gegn Stoke á Anfield (sem við gerðum jafntefli við á síðasta tímabili). Þannig að við fáum fljótt tækifæri til að gera betur í þeim leikjum sem við klúðruðum á síðasta tímabili.

Varðandi hin stóru liðini, þá mætum við Chelsea á útivelli 3.október og Manchester United á Anfield 24.október. Arsenal kemur svo á Anfield 12.desember. Við förum svo á Goodison Park 28.nóvember.

46 Comments

  1. Búinn að bíða spenntur í allan morgun og mín upplifun fylgir hér…

    Aldrei þessu vant þurfum við ekki að velta fyrir okkur að lenda leik á eftir hinum vegna forkeppni Meistaradeildarinnar og þær dagsetningar sem koma fram í dag munu aðeins breytast í samræmi við óskir sjónvarpsstöðvanna.

    Fyrsti leikur útileikur gegn Tottenham þá helgi, alveg með ólíkindum hversu oft undanfarið fyrsti eða síðasti leikur okkar er gegn þeim, en leitin að nr. 19 hefst á White Hart Lane! Fyrsti heimaleikurinn er svo miðvikudaginn þar á eftir, 20.ágúst. Þá mæta Stoke og við munum HEIMTA þrjú stig úr þeim leik!!!

    Við mætum Scum á Anfield 24.október og á OT 20.mars. Fyrra Merseyside derby-ið verður á Shitty Ground 28.nóvember og það seinna hjá okkur 6.febrúar. Förum á Stamford 3.október og þeir koma norður 1.maí. Við spilum síðast við Arsenal af þeim “stóru fjóru”, heima 12.desember og síðan á Emirates strax á eftir seinna derby-inu, þriðjudagskvöldið 9.febrúar.

    Síðasti heimaleikurinn er fyrrnefndur Chelsea leikur og við endum á að fara til Hull sunnudaginn 9.maí.

    Það verður þá í annað sinn í röðð sem meistararnir spila síðasta leikinn á KC Stadium elskurnar!

    Í fljótu bragði sýnist mér talvan bara nokkuð góð við okkur, nokkuð þægileg byrjun og jólaprógrammið líka. Ef maður skoðar “erfiðari” dæmin, myndi ég horfa á október sem innifelur þrjá útileiki gegn jaxlaliðum og heimaleik gegn Scum og svo sýnist manni febrúar nokkuð töff.

    En lítið á listann á http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/fixtures/default.stm og sjáið dæmið í heild.

    Alltaf fyrstu merki um nýtt tímabil þegar leikjalistinn er mættur!

  2. Það sem mér sýnist athyglisverðast í þessu er að það er búið að eyðileggja jólin fyrir manni, leikið verður 19. des., 26. des. (annan í jólum) og 28. des., og síðan ekkert fyrr en 9. jan.

    Hinir eiginlegu jólaleikir verða því aðeins tveir – nema þeir setji þarna inn bikarumferð um áramótin.

  3. Fint prógram, en er þetta ekki orðið venjulegt að við eigum United fyrst á heimavelli? það er fínt, en svolítið skrítið. Og svo eru það Úlfarnir 26. des og 26. jan.. Skringilega uppstilt, margir leikir í miðri viku, og bara síðasti leikurinn er á Sunnudegi. En fínt, samt sem áður.

  4. Það er alltaf spilað í enska bikarnum alveg í byrjun janúar, þannig að þú þarft örugglega ekki að örvænta, Helgi.

  5. Jú. 6 tímabil í röð sem við byrjum á útivelli, s.s. Rafa hefur ekki enn spilað fyrsta leik tímabilsins á Anfield!

    Magnaðar þessar “tilviljanir” í enska boltanum.

  6. Mér sýnist við fá þokkalega auðvelda síðustu þrjá mánuði þ.e. mars, apríl og maí, utan þess að við mætum scum á útivelli og chelsea heima. Hina leikina átta ættum við að klára.

  7. Sigmar: Það á eftir að færa leiki til vegna sjónvarps og svoleiðis og svo er ástæðan fyrir fjölda leikja í miðri viku sú að HM er næsta sumar og mótinu þarf að vera lokið, að mig minnir, minnsta kosti 3 vikum fyrir upphaf þess móts.

  8. Mér líst ágætlega á þetta leikjaplan, eftir tímabilið í ár þá finnst manni ekki skipta máli hvenær né hvar maður mætir stóru klúbbunum. Þó það verði erfitt að toppa árangurinn gegn þeim á liðnu tímabili.

    Off topic:

    Ég mæli með því að menn tékki á þessu myndbandi. Samantekt með Xabi Alonso frá þessu tímabili, sýnir glögglega hve mikilvægur hann er liðinu og af hverju við eigum alls ekki að selja hann.

    http://www.youtube.com/watch?v=pQekq1wLWRA

  9. Hey strákar, ég var að lesa frétt um að Torres gæti í alvöru verið að fara Man Utd fyrir 40m punda. Haldiði að sé eitthvað til í þessu?

    Maður hefur heyrt stundum að kanarnir sem eiga Liverpool séu í fjárhagskröggum. Þannig að þetta gæti alveg verið satt. Við þurfum líka sennilega að selja leikmenn áður en við getum keypt.

    Ég vona að Torres ákveði að fara ekki til Man Utd. Allavega að við fáum þá meira fyrir hann en 40 kúlur. Væri fínt að fá kannski 50, þá hefðum við pening til að kaupa góðan miðjumann, Negredo, Stuart Downing,
    Damien Johnson og Micah Richards.
    Myndum reyndar fá fullt af heimsklassa leikmönnum í staðinn fyrir Torres og yrðum kannski meistarar. Hvað finnst ykkur?

    Áfram Liverpool, bestir í heimi.

  10. Þetta er bull Sölvi, ekkert til í þessu.
    Og allir þessir menn sem þú telur upp mun ekki gera Liverpool sterkara með þá innanborðs heldur en með Torres, það er alveg á hreinu.
    Við þurfum ekki miklar breytingar frá síðustu leiktíð, með þá Torres og Gerrard heila í heilt síson verðum við í fínum málum.
    Þó verð ég að játa að ég verð ánægður þegar Glen Johnson skrifar undir hjá okkur, það verður klárlega styrking á liðinu.
    Eins og staðan er í dag þá hafa Englandsmeistararnir misst sinn laaaang sterkasta mann, auðvitað munu þeir kaupa einhvern svaka góðan og dýrann í staðinn en það mun ekki skila sér strax hjá þeim, þeir munu mæta veikari til leiks í Ágúst, það er ljóst.
    Chelsea eru komnir með enn einn nýjan þjálfara sem er alls óvíst hvernig mun takast upp með liðið.
    Arsenal er óskrifað blað finnst mér hvað varðar næsta tímabil, líklega verða mannabreytingar hjá þeim og þá er alltaf spurning um hversu langan tíma tekur fyrir nýja menn að aðlagast liðinu.
    S.s. ég er full viss um að á samatíma að ári verða margir okkar hérna ennþá með skrítið glott á fésinu sem má rekja til lokaflauts í Maí.

  11. Alltaf skulum við eiga eftir að heimsækja Old Toilette, þegar baráttan um titilinn fer að harðna.. þ.e.a.s eiga það eftir áramót..

    Jæja… við vinnum þetta nú samt !!!

    Carl Berg

  12. Ekki halda menn því fram að Ferguson sé að raða þessu niður?

    Skiptir síðan engu máli hvar þú byrjar að spila á móti hverjum og hvenær ég meina þetta eru 38 leikir og þú spilar 2svar á móti öllum. Skiptir ekki dýnu máli.

    kv

    Valdi Sigga

    p.s. hættið að lifa í football manger heimi þetta er aaaaaaðeins öðruvísi

  13. Ferguson fékk sitt í gegn.
    Eftir fyrstu 3 umferðinar í meistaradeildini þá fáum við strax 3 útileiki eftir þá á meðan að Man utd spilar heimaleiki eftir meistaradeildarleiki.

  14. Voðalegt aumingjasyndrom er þetta að væla yfir leikjauppröðun. Það þarf að vinna alla leiki og það á engu máli að skipta hvenær þeir eru. Vonandi verðum við að leika nógu djöfulli marga leiki fram í lok maí. Það er merki um að við séum að taka þátt í þessu á öllum keppnum.

  15. Þetta leikjaprógram er nú töluvert erfitt ef ég á að vera hreinskilinn. Það er slæmt að byrja enn og aftur úti en það sem verra er er að eftir evrópuleiki fyrir áramót fáum við: West Ham (úti), Chelsea (úti), manutd (heima), Birmingham (heima), everton (úti) og Arsenal (heima). Sem sagt við spilum við hin 3 toppliðin og everton strax eftir evrópuleikina, ekki beint óskastaða.

    Hins vegar má svo sem benda á að Chelsea-manutd, Arsenal – Chelsea og manutd-mancity eru líka strax á eftir evrópuleikjum svo Liverpool fær 4 mjög erfiða leiki, manutd og Chelsea þrjá og Arsenal tvo strax eftir Evrópuleiki.

    Nú sem aldrei fyrr á eftir að reyna verulega á breidd leikmannahópa toppliðanna, þetta verður áhugavert.

  16. Ingi, það hlítur þá að vera búið að taka þennan möguleika út, sé þetta a.m.k. ekki núna.

  17. Það stóð í greininni sem var linkað á hér að ofan að búið væri að taka þennan möguleika út. Var heldur ekki komið númer á treyjuna hans svo þetta þarf nú ekki að tákna neitt. Efast um að gaurarnir í sjoppunni séu innstu koppar í búri varðandi leikmannakaup og sölur hjá Liverpool.
    Líklegra að um annað hvort mistök séu að ræða eða þeir séu að búa í haginn ef svo skyldi fara að hann kæmi án þess að mikið búi þar að baki.

  18. Hafið þið eitthvað heyrt um að David Villa sé á leiðinni til Liverpool, var að lesa einhverja grein sem segir að eina liðið sem hann vilji spila með á englandi sé Liverpool og hitta þar fyrir félaga sinn Torres.

  19. Bara svo það sé á hreinu þá er Torres ekkert að fara!!! einu áhyggju mínar af Torres er leikjaálagið á honum. Hann spilað heilt tímabil 08, fór þá á EM, síðan tók við tímabilið 09 þar sem hann var slatta frá vegna meiðsla. Svo tekur þessi óskiljanlega álfukeppni við þar sem hann er í aðalhlutverki, þá tekur við tímabil 2010. Hef áhyggjur af því að að hann fái ekki nægjanlega hvíld og lendi þar af leiðandi í álagsmeiðslum sem bitnar fyrst og fremst á Liverpool.

  20. Mér finnst þetta leikjaprógram frábært. Ef það er eitthvað sem við lærðum af síðasta tímabili þá er það að titillinn vinnst ekki eða tapast í stórleikjunum gegn hinum toppliðunum heldur í öllum öðrum leikjum. United voru langlélegastir innbyrðis af fjórum stóru en þeir rústuðu öllum öðrum liðum í deildinni heima og úti, með aðeins örfáum undantekningum, á meðan við gerðum heil sjö jafntefli á heimavelli.

    Ef Meistaradeildarleikirnir þýða það að við töpum svona tveimur af þessum 4-5 erfiðu útileikjum sem við eigum eftir leik í M þá verður það bara svo að vera. Hins vegar þýðir það að lið eins og Hull City og Fulham njóta ekki þess lúxus að geta heimsótt Anfield og mætt þreyttu Liverpool-liði sem hefur verið að ferðast um Evrópu nokkrum dögum fyrir leik. Það er ótrúlega jákvætt að mínu mati.

    Næsta vetur er mér sama hvort við töpum fyrir Utd eða vinnum þá í deildinni. Það skiptir hins vegar ÖLLU MÁLI að hirða 95% stiga í boði gegn liðunum sem eru fyrir neðan Evrópusætin. Og við þurfum að nánast vinna alla heimaleiki, sama gegn hvaða liði það er. Þess vegna fagna ég því að Anfield fái frí eftir Meistaradeildarleiki – þá þýðir það að gestirnir mæta ALLTAF fersku Liverpool-liði á Anfield.

  21. Slúður dagsins: Mascherano til Barca fyrir 50M ! Er komið á nokkra miðla um að LFC sé búið að leyfa leikmanninum að tala við Evrópumeistarana!

    Hvað finnst ykkur?

  22. 27,Kristján Atli

    Þetta er nú svolítið tvíeggja sverð myndi ég telja. Menn verða að athuga í þessu samhengi, að United tapaði ekki nema 4 leikjum allt síðasta tímabil, svo það er klárt að við verðum að standa okkur vel á móti “hinum 4 stóru” , sem og minni spámönnum. Sérstaklega í ljósi þess að liðið í öðru sæti gerði 11 jafntefli, þó þeir hafi bara tapað tveim leikjum.
    Ég ætla ekki að búast við því á næsta ári, að við getum leyft okkur tapa t.d 4 leikjum, þar sem ég efast stórlega um að United sé að fara að gera 11 jafntefli.
    Þetta segir mér það að við megum ekki tapa nema svona 4 leikjum í heildina kanski…. tilhugsunin um útivelli eftir meistaradeildarleiki er ekki eitthvað sem ég get yljað mér við á köldu hausti allavega!!

    Annars er margt til í þessu sem þú segir, og í sjálfu sér alls ekki rangt… en eins og ég segi, þá held ég að þetta sé svolítið tvíeggja.

    Svo má líka bara taka þann pólinn í hæðina, og segja að það skipti bara akkúrat engu máli, við ætlum okkur að slátra þessari deild á næsta ári. Fyrir mér skiptir ekki neinu máli hvenær eða hvar þetta verði spilað…við klárum þetta. Þess vegna mætti spila þetta á einu innanhúss-tournamenti, einn laugardagseftirmiðdag 😉

    Insjallah…Carl Berg

  23. Má ég biðja þá sem eru að pósta inn linkum á fréttir að reyna að vísa í upphaflegan miðil. Það er í 99,9% tilvika ekki fótbolti.net eða mbl.is. Þegar að við setjum inn fréttir á þessa síðu þá leitum við að upphaflegum miðli.

    Þannig að t.d. þegar að mbl.is eða fótbolti.net pósta einhverju sem er tekið af S*n þá getum við hundsað fréttina strax.

    Varðandi þessa frétt um Mascherano, þá er hérna frétt af Guardian sem er klárlega einn af þeim miðlum sem við tökum mark á, um Mascherano og þessar ferðir umboðsmanns hans.

    Það er klárt að fyrir Suður-Ameríkumann einsog Masche þá er fátt meira spennandi í heimi en spila fyrir Barcelona. Þar tala allir spænsku og Barcelona og Real eru langstærstu liðin í Suður-Ameríku (ljósárum á undan enskum liðum). Þannig að ég er ansi hræddur um að ef að Barcelona bjóði raunhæfar fjárhæðir í Mascherano (+25 milljónir) þá verði erfitt að halda honum. En Rafa hefur hingað til gefið út skýr skilaboð um að hann sé EKKI til sölu.

  24. Sammála þér Einar Örn, alveg óþolandi að linka ekki í uppsprettuna. Íslensku miðlarnir vitna yfirleitt ekki í sourceinn þannig að þær fréttir eru bara rusl.

  25. ArnarÓ, veit ekki betur en að fotbolti.net vitni alltaf í sourcinn. Bull í þér.

    Og þar sem einhverjir miðlar hér heima vitna í sourcinn er ekki í lagi að pósta frétt frá þeim? Er um ritstuld að ræða? Voðalega eru menn harðir hérna.

    Og þetta með að Ferguson hafi raðað niður finnst mér alltaf jafn kjánalegt. Ef menn vita ekki hvernig töfluröð virkar fyrir sig þá eiga menn að þegja.

    Sýnist þetta vera ágætis niðurröðun fyrir okkar menn. Ekki byrja að væla og tímabilið ekki hafið.

  26. Og þetta með að Ferguson hafi raðað niður finnst mér alltaf jafn kjánalegt. Ef menn vita ekki hvernig töfluröð virkar fyrir sig þá eiga menn að þegja.

    Er fólk í alvörunni ekki að fatta það þegar ég er að grínast?

    Til útskýringar, þá trúi ég því ekki í raunveruleikanum að Alex Ferguson raði upp leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

  27. Nýjar reglur: Bannað að grínast nema það sé broskall 🙂 og helst einn sem blikkar 😉 og annar sem hlær 😀

    Djók. 🙂 😉 😀

    • Má ég biðja þá sem eru að pósta inn linkum á fréttir að reyna að vísa í upphaflegan miðil. Það er í 99,9% tilvika ekki fótbolti.net eða mbl.is. Þegar að við setjum inn fréttir á þessa síðu þá leitum við að upphaflegum miðli.

    Stundum er það þannig að uppsprettan er alveg frá réttum miðli, þ.e. þeim sem kom orðrómnum af stað. Arseblogger útskýrir það ansi vel í upphafi bloggsins hjá sér í dag http://www.oleole.com/blogs/arseblog/posts/speculation-van-persie—marouane-chamakh—sakho—eboue-and-more

  28. fotbolti.net vísar ALLTAF í þá miðla sem þeir skrifa fréttir sínar úr. Hreinasta kjaftæði að halda öðru fram. Mjög góð síða.

  29. Það má vel vera, Halli. Þá er auðvelt fyrir þá sem pósta fréttum þaðan að vísa frekar á upphaflegu fréttina.

  30. Það er ekkert vandamál mín vegna að tilgreina hvaðan fréttin er komin ef ég er að vísa í fótbolta.net hérna inni ef þið farið fram á það. Það kemur alltaf fram efst í vinstra horninu á fréttunum hjá þeim, bara hægt að velja linkinn og maður er kominn inn á upprunalegu fréttina. Ég man svo aldrei eftir því að fotbolti.net hafi birt fréttir sem eru komnar frá sorpritinu. Þeir nota alltaf trausta miðla eins og t.d. sky, bbc, soccernet, setanta og opinerar heimasíður liðanna. Fótbolti.net er frábær síða og fréttaflutningurinn þar er til fyrirmyndar.

    P.s. Það skal svo tekið fram að ég er ekki að vinna hjá fotbolti.net og hef aldrei gert 🙂

  31. Reyndar hefur það ávallt verið stór löstur á fotbolti.net að þeir eru alltof, alltof oft að vitna í sorpritið og þess vegna hætti ég nánast að fara þangað inn á tímabili og geri það orðið sárasjaldan.

  32. Ansi hreint dapurt dæmi hjá fotbolti.net eins og þessi frétt með að Torres vilji fá Owen aftur til Liverpool. Svo kemur quote í Torres og hvergi segir hann að hann vilji kappann aftur til liðsins, er bara að hrósa honum sem leikmanni, that’s it. Afar döpur fréttamennska í slúðurpakkastíl dauðans.

  33. SSteinn mér finnst þú hreinlega fara með rangt mál hérna. Kannski er þetta spurning um það hvernig ég og þú skilgreinum alltof alltof oft. Ég hef notað fotbolti.net nánast daglega í mörg ár og ég hef aldrei séð þá taka frétt beint uppúr sorpritinu. Ef ég yrði var við það þá myndi ég hætta að nota þessa síðu. Ég hef ekki farið inn á gras.is síðan 2002 m.a. af þessum ástæðum. Ég veit raunar ekki hvort sú síða sé til lengur. Einu skiptin sem ég hef séð fotbolta.net vitna í sorpritið er í slúðurpakkanum þeirra sem þeir þýða beint uppúr bbc, og þeir taka það alltaf fram að þetta sé slúður sem er þýtt beint uppúr bbc. Þessi frétt sem þú tala svo um þarna með Torres og Owen er þýdd beint uppúr sky, og fyrirsögnin þar var “Torres offers Owen backing”. Ég sé ekki mikið að því hvernig fotbolti.net þýddi þetta.

  34. Nei Halli, ég er ekki að fara með rangt mál og ég ræddi þetta mikið á sínum tíma á msn við hann Hjalta Þór félaga minn, sem hafði verið einn af forsprökkum síðunnar og hann gæti eflaust staðfest þetta. Það getur vel verið að þetta hafi lagast hjá þeim og því rangt að mér að nota þarna orðið “ávallt”. Ef þetta hefur horfið út, þá bara frábært mál og kannski maður fari að venja ferðir sínar meira þarna inn aftur.

    Varðandi Torres fréttina, þá er ég algjörlega ósammála þér þar. Finnst þér í alvöru vera hægt að þýða “Torres offers Owen backing” sem “Torres vill fá Owen aftur til Liverpool”? Það finnst mér allavega ekki í lagi þar sem í íslensku útgáfunni er verið að leggja Torres orð í munn sem hann segir aldrei. Sú enska stendur fyrir sínu, því hann bakkar Owen upp sem leikmann. Þetta er týpískt dæmi um slúðurfréttamennsku, búa til falskar fyrirsagnir upp úr engu og hreinlega að skálda hlutina. Það finnst mér algjörlega setja miðla niður.

Portsmouth samþykkir tilboð Liverpool í Glen Johnson

Að vita hvað maður á að gera og segja.